„Hann var lokaður inni í bátnum“

Myndir sýna skemmdir á stafni flutningaskipsins Longdawn sem grunur leikur …
Myndir sýna skemmdir á stafni flutningaskipsins Longdawn sem grunur leikur á að tengist því að bátinn hvolfdi. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson

Arnar Magnússon, vélstjóri og strandveiðimaður, kom fyrstur að vettvangi slyssins sem varð norðvest­ur af Garðskaga á þriðja tím­an­um í nótt þegar strandveiðibátnum Höddu hvolfdi. Hann segist fyrst hafa haldið að um gám væri að ræða en kveðst fljótlega hafa áttað sig á að svo væri ekki. 

„Þegar ég sá hvaða bátur þetta var þá fékk ég alveg sting í hjartað því ég gat ekkert gert. Hann var lokaður inni í bátnum,“ segir Arnar í samtali við mbl.is og útskýrir að fyrst hafi hann ekki séð til mannsins en um er að ræða góðvin hans til fjörutíu ára. 

Lögreglan rannsakar nú tildrög slyssins en grunur er um að flutningaskipið Longdawn tengist því að bátnum hvolfdi. Myndir af stafni Longdawn, sem liggur í Vestmannaeyjahöfn, sýna nýlegar skemmdir. 

Lýsti því að hafa fengið högg á bátinn 

Það var Arnar sem hringdi eftir aðstoð og var þyrlu­sveit Land­helg­is­gæsl­unn­ar kölluð út þegar í stað ásamt sjó­björg­un­ar­sveit­um Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar á Suður­nesj­um, auk þess sem ná­læg fiski­skip og bát­ar voru beðin að halda á staðinn.

Þegar Arnar hafði hringt eftir aðstoð sér hann hvernig vinur hans kemur undan bátnum og upp úr sjónum. Honum hafði tekist að klæða sig í björgunargalla en Arnar segir mikinn sjó hafa flætt inn á gallann. Arnar þurfti því að skera af gallanum skálmarnar til að geta híft vin sinn upp í bátinn. 

Spurður hvernig manninum hafi liðið á þessari stundu segir Arnar honum hafa verið kalt. Annar segir jafnframt að maðurinn hafi strax lýst því að hafa fengið svaka högg á bátinn áður en honum hvolfdi. 

„Ég trúði þessu ekki því það var svo gott veður. Það þarf mikið til að hvolfa svona bát, hann er fimm tonn, en það var fraktari búinn að fara fram hjá,“ segir Arnar.

Arnar segir mikið þurfa til að hvolfa bát sem þessum.
Arnar segir mikið þurfa til að hvolfa bát sem þessum. Ljósmynd/Áhöfnin á Hannesi Þ. Hafstein

Hélt aftur út á miðin eftir björgunaraðgerðina 

Aðspurður segir Arnar flutningaskipið hafa verið komið vestur úr þegar hann bar að garði, en þeir vinirnir fóru saman frá bryggju í Sandgerði um klukkan tvö og segir Arnar að Hadda hafi verið um fjórar mílur á undan honum. Þetta var því allt mjög fljótt að ske. 

Spurður hvernig hann telji slysið hafa borið að segir hann líklegt að siglingaleiðir Höddu og Longdawn hafi skarast. „Yfirleitt er radar í svona stórum skipum og þeir kalla yfirleitt á nálæg skip,“ segir hann og bætir við að líklega hafi það ekki verið gert að þessu sinni. 

Arnar segir yndislegt að ekki hafi farið verr og þakkar æðri mætti meðal annars fyrir að svo sé. Hann lýsir því þó að báturinn Hadda sé illa farinn. 

„Ég hefði ekki farið á sjóinn ef þetta hefði farið öðruvísi. Maður fær það launað þegar maður gerir góðverk,“ segir hann loks við blaðamann, en Arnar hélt aftur til veiða þegar hann hafði farið með vin sinn til hafnar í Sandgerði. 

Þegar Arnar hafði hringt eftir aðstoð sér hann hvernig vinur …
Þegar Arnar hafði hringt eftir aðstoð sér hann hvernig vinur hans kemur undan bátnum og upp úr sjónum. Ljósmynd/Áhöfnin á Hannesi Þ. Hafstein
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 31.5.24 366,91 kr/kg
Þorskur, slægður 31.5.24 494,07 kr/kg
Ýsa, óslægð 31.5.24 563,86 kr/kg
Ýsa, slægð 31.5.24 324,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 31.5.24 97,30 kr/kg
Ufsi, slægður 31.5.24 257,80 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 31.5.24 341,38 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 30.5.24 362,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

31.5.24 Anna SH 310 Grásleppunet
Grásleppa 325 kg
Samtals 325 kg
31.5.24 Hrói SH 40 Grásleppunet
Grásleppa 866 kg
Samtals 866 kg
31.5.24 Jökull ÞH 299 Grálúðunet
Grálúða 48.955 kg
Samtals 48.955 kg
31.5.24 Tjálfi SU 63 Dragnót
Steinbítur 1.550 kg
Skarkoli 1.385 kg
Þorskur 714 kg
Sandkoli 167 kg
Samtals 3.816 kg
31.5.24 Ásdís ÞH 136 Grásleppunet
Grásleppa 2.396 kg
Þorskur 118 kg
Ufsi 81 kg
Skarkoli 28 kg
Samtals 2.623 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 31.5.24 366,91 kr/kg
Þorskur, slægður 31.5.24 494,07 kr/kg
Ýsa, óslægð 31.5.24 563,86 kr/kg
Ýsa, slægð 31.5.24 324,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 31.5.24 97,30 kr/kg
Ufsi, slægður 31.5.24 257,80 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 31.5.24 341,38 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 30.5.24 362,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

31.5.24 Anna SH 310 Grásleppunet
Grásleppa 325 kg
Samtals 325 kg
31.5.24 Hrói SH 40 Grásleppunet
Grásleppa 866 kg
Samtals 866 kg
31.5.24 Jökull ÞH 299 Grálúðunet
Grálúða 48.955 kg
Samtals 48.955 kg
31.5.24 Tjálfi SU 63 Dragnót
Steinbítur 1.550 kg
Skarkoli 1.385 kg
Þorskur 714 kg
Sandkoli 167 kg
Samtals 3.816 kg
31.5.24 Ásdís ÞH 136 Grásleppunet
Grásleppa 2.396 kg
Þorskur 118 kg
Ufsi 81 kg
Skarkoli 28 kg
Samtals 2.623 kg

Skoða allar landanir »