Öllu starfsfólki fiskvinnslunnar sagt upp

Þorlákshöfn.
Þorlákshöfn. mbl.is/Sigurður Bogi

Allt lítur út fyrir að Ísfélagið hætti starfsemi í Þorlákshöfn og því öllu starfsfólki sagt upp. Þetta staðfestir Stefán Friðriksson, forstjóri Ísfélagsins, í samtali við mbl.is og segir að endanleg ákvörðun verði tekin í næstu viku. 

Rúv greindi fyrst frá. 

„Það lítur út fyrir að við séum að loka fiskvinnslu okkar í Þorlákshöfn. Það verður klárað í næstu viku geri ég ráð fyrir – tekin ákvörðun þá,“ segir Stefán en alls störfuðu um 34 manns í vinnslunni. 

Hann segir að skýringin sé að eftir að humarveiðum hafi verið hætt árið 2021 hafi hryggjarstykkið úr vinnslunni horfið. 

Ísfélagið rekur frystihús og fiskimjöls­verk­smiðju í Vestmannaeyjum og á Þórshöfn, frystihús í Þorlákshöfn og rækjuverksmiðju á Siglufirði.

Stefán segir að vinnslurnar í Vestmannaeyjum og á Þórshöfn anni því hráefni sem Ísfélagið hefur yfir að ráða. 

Hann segir stöðuna vera sorglega, „þetta fólk er búið að vera hjá okkur í mörg ár og sýnt mikla tryggð við félagið“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.6.24 418,96 kr/kg
Þorskur, slægður 14.6.24 428,17 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.6.24 283,82 kr/kg
Ýsa, slægð 14.6.24 86,31 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.6.24 140,09 kr/kg
Ufsi, slægður 14.6.24 79,57 kr/kg
Djúpkarfi 14.6.24 324,00 kr/kg
Gullkarfi 14.6.24 276,42 kr/kg
Litli karfi 14.6.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 14.6.24 269,65 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.6.24 Særif SH 25 Lína
Langa 12.610 kg
Keila 438 kg
Ufsi 210 kg
Karfi 132 kg
Þorskur 20 kg
Steinbítur 10 kg
Ýsa 4 kg
Samtals 13.424 kg
16.6.24 Haftyrðill ÍS 408 Sjóstöng
Þorskur 484 kg
Steinbítur 145 kg
Ufsi 29 kg
Samtals 658 kg
16.6.24 Teista ÍS 407 Sjóstöng
Þorskur 95 kg
Samtals 95 kg
16.6.24 Toppskarfur ÍS 417 Sjóstöng
Þorskur 74 kg
Samtals 74 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.6.24 418,96 kr/kg
Þorskur, slægður 14.6.24 428,17 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.6.24 283,82 kr/kg
Ýsa, slægð 14.6.24 86,31 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.6.24 140,09 kr/kg
Ufsi, slægður 14.6.24 79,57 kr/kg
Djúpkarfi 14.6.24 324,00 kr/kg
Gullkarfi 14.6.24 276,42 kr/kg
Litli karfi 14.6.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 14.6.24 269,65 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.6.24 Særif SH 25 Lína
Langa 12.610 kg
Keila 438 kg
Ufsi 210 kg
Karfi 132 kg
Þorskur 20 kg
Steinbítur 10 kg
Ýsa 4 kg
Samtals 13.424 kg
16.6.24 Haftyrðill ÍS 408 Sjóstöng
Þorskur 484 kg
Steinbítur 145 kg
Ufsi 29 kg
Samtals 658 kg
16.6.24 Teista ÍS 407 Sjóstöng
Þorskur 95 kg
Samtals 95 kg
16.6.24 Toppskarfur ÍS 417 Sjóstöng
Þorskur 74 kg
Samtals 74 kg

Skoða allar landanir »