Fréttir Þriðjudagur, 22. ágúst 2017

Allt að 34% launahækkun

Laun margra stétta hjá hinu opinbera hafa hækkað um tugi prósenta frá 2014 • Dósent segir svigrúm til mikilla hækkana fullnýtt • Fá dæmi um slíka hækkun Meira

Athuga öryggi og aðgengi við flugstöðina

Starfshópur um öryggis- og aðgengismál við Flugstöð Leifs Eiríkssonar fundaði í gær í fyrsta sinn, en hann var stofnaður vegna atviks sem varð í fyrradag þegar ökumaður keyrði gegnum aðgangshlið og keyrði svo á flugstöðina. Meira

Sjálfvirkt eftirlit fækkar slysum

Hugsanlega hefði verið hægt að koma í veg fyrir um 14 alvarleg slys og 6 banaslys í umferðinni ef sjálfvirku meðalhraðaeftirliti hefði verið beitt á ákveðnum vegaköflum í báðar áttir. Meira

Stærstu sveitarfélögin sein til

Ekki hefur verið í gildi brunavarnaáætlun á höfuðborgarsvæðinu síðan 2012 • Á Akureyri rann áætlunin út 2013 • Slökkviliðsstjórar bera við að nýjar reglugerðir þyngi gerð brunavarnaáætlana Meira

100 ára og aldrei haft tíma til þess að reykja eða drekka

Stolt af 47 afkomendum • Þakkar Guði fyrir góða heilsu Meira

Ísland eyðir langmestu í tómstundir

Íslensk stjórnvöld eyddu 3,2% af vergri landsframleiðslu sinni í íþrótta- og tómstundastarf, menningu og trúarbrögð árið 2015 og eru það langmestu útgjöld til þessara málaflokka á Evrópska efnahagssvæðinu (EES) og ef miðað er við Evrópusambandslöndin... Meira

Bretar fá leynivopnið togvíraklippur

Sjóminjasafnið í Hull mun varðveita klippurnar • Hátt í 40 manns fara til Hull í tilefni afhendingarinnar • Safnið fékk eina af skipsbjöllum Óðins lánaða Meira

Uppkaup ríkisins á ærgildum möguleg

Áhersla lögð á að koma milliliðalaust til móts við bændur Meira

Hverfandi myndast

Hálslón fór á yfirfall um helgina • Afl- og vatnsmikill foss verður til Meira

Yngri árgangar sjást varla í makrílaflanum

„Í heildina hefur þetta gengið ágætlega, en það er áberandi að það virðist alveg vanta yngri árganga í makrílgöngur sumarsins,“ segir Guðlaugur Jónsson, skipstjóri á Venusi NS-150. Meira

Skila ráðherra tillögum um stefnumótun í fiskeldi

Starfshópur um stefnumörkun í fiskeldi skilaði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, niðurstöðum sínum í gær. Hyggst ráðherra kynna þær á ríkisstjórnarfundi í dag skv. Meira

Reykjavíkurborg auglýsir 134 störf

Haustlota ráðninga • Flest störfin í leikskólum og á frístundaheimilum Meira

Virðist vera að fálma í myrkri

„Hann hefur komið með nýjar útgáfur eftir því sem málinu hefur undið fram. Þá verður að skoða önnur gögn í málinu; rannsóknargögn og framburði annarra. Meira

Olsen kom fram með nýja útgáfu

Thomas Møller Olsen breytti framburði sínum við aðalmeðferð ákærunnar fyrir morðið á Birnu • Neitaði að svara spurningum um dularfullan pakka • Mikið misræmi í framburði sakbornings og vitna Meira

Mikið launaskrið hjá ríkinu

Dæmi eru um að laun opinberra starfsmanna hafi hækkað um 34% frá 2014 til 31. mars í ár • Dósent í hagfræði segir komið að tímamótum í hagsveiflunni • Miklar launahækkanir séu að baki Meira

Sjór flæddi inn í herskip eftir árekstur

Óttast var í gær um afdrif tíu bandarískra sjóliða eftir að tundurspillirinn USS John S. McCain lenti í hörðum árekstri við olíuflutningaskipið Alnic MC austur af Singapúr. Er þetta í fjórða skipti sem bandarískt herskip lendir í óhappi á þessu ári. Meira

Sækja nú að Tal Afar

Tugþúsundir hermanna hafa tekið stefnuna á borgina Tal Afar í norðurhluta Íraks • Sigur þar yrði enn eitt áfall vígamanna • Búist við straumi flóttafólks Meira

Ágengar risahvannir ryðja sér til rúms

Tröllahvannir verða viðfangsefni Reykvíkinga næstu árin, að því er fram kemur í minnisblaði frá umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar. Meira

Þegar maður lýgur aðeins of mikið

Ljósvaki hefur síðustu daga legið yfir þáttum sem heita Younger og fóru fyrst í loftið árið 2015. Meira

Þaulvanur hrútaþuklari

Íslandsmeistaramótið í hrútadómum fór fram í 15. skipti á Sauðfjársetrinu á Ströndum á sunnudaginn. 45 keppendur tóku þátt í mótinu í flokkum vanra og óvanra hrútaþuklara. Meira