Fréttir Laugardagur, 19. ágúst 2017

Undirbúa fleiri árásir í Evrópu

Frá árinu 2003 hafa hátt í 740 manns fallið fyrir hendi hryðjuverkamanna í Evrópu. Þá hafa um 5.000 manns særst í árásum af þeim toga í álfunni. Mannskæðasta hryðjuverkið á tímabilinu var framið á Spáni árið 2004 þegar 192 létust og yfir 1.800 særðust. Meira

Æfði tennis í tvo tíma á dag

Sverrir Guðnason leikur Björn Borg í sænskri kvikmynd sem frumsýnd verður á Toronto-hátíðinni í september Meira

Voðaverk í Finnlandi

Tveir eru látnir eftir hrottalega hnífstunguárás í Turku • Árásarmaðurinn sagður af erlendum uppruna • Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á verknaðinum Meira

Kennarar ræða aðgerðir með haustinu

,,Það er ekkert því til fyrirstöðu að við förum bara að undirbúa aðgerðir og verðum klár í slaginn um mánaðamótin október/nóvember,“ segir Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara (FF). Meira

Ekki tæki langan tíma að loka

Aftur slökkt á ofnum kísilverksmiðjunnar • Starfsmenn sendir í læknisskoðun • Umhverfisstofnun fylgist grannt með • Ekki þörf á að grípa til aðgerða eða stöðva reksturinn að mati Vinnueftirlitsins Meira

Áætlunin er til að fara eftir

Starfsáætlun Alþingis 2017 til 2018 var tekin fyrir á ríkisstjórnarfundi í gær. Starfsáætlunin er með hefðbundnu sniði og verður birt á vef stjórnarráðsins á mánudag. Meira

Líklegt að framkvæmdalánin fáist greidd

Gjaldskrá í Vaðlaheiðargöng þarf að vera hærri en í Hvalfjarðargöng Meira

Minni tekjur hjá Nýherja

Tekjur Nýherja á öðrum ársfjórðungi námu 3,6 milljörðum og drógust saman um 4,9% frá sama tímabili 2016. Framlegð nam 904 milljónum en nam 931 milljón á öðrum fjórðungi í fyrra. Meira

Vinnuvélarnar verði knúnar íslenskri repjuolíu

Áhyggjur af áhrifum lagningar Lyklafellslínu yfir vatnsverndarsvæði Meira

Fara fram í Reykjavík og á Reykjanesi

„Við, eins og aðrir flokkar, erum farin að huga að næstu kosningum. Við erum nokkuð ákveðin í að bjóða fram í borginni og það gæti farið svo að við bjóðum fram í Reykjanesbæ og Akureyri næsta vor. Meira

Um 1.400 tonn af hvalaafurðum flutt til Japans

Flutningaskipið Winter Bay fór frá Hafnarfirði 17. ágúst með um 1.400 tonn af hvalaafurðum áleiðis til Osaka í Japan. Skipið mun sigla norðausturleiðina og er reiknað með að það komi á áfangastað í kringum 17. september. Meira

Gríðarlegt gagnamagn

Þrír aukastafir notaðir í matið • Ráðherra fór fram á að 20 skyldu metnir í stað 15 • Doktorsritgerðir og kennslubækur Meira

Þurfa að selja dúllur og dúska

Bókabúðir hafa brugðist við minnkandi bóksölu með sölu á varningi fyrir erlenda ferðamenn • Bóksalar vilja endurskoða virðisaukaskatt á bækur • Sjálfstætt fólk eftir Laxness selst vel á ensku Meira

Söfnun plasts gengur vel

Tilraunaverkefni í Kópavogi um söfnun plasts frá heimilum í blátunnur hefur skilað árangri en plastsöfnunin hófst í byrjun nóvember í fyrra. Íbúum hefur verið gert kleift að flokka plastumbúðir á heimilum og setja með pappírflokkunum í blátunnuna. Meira

Fleiri vilja fara utan vegna Gylfa

Ferðaskrifstofur á Íslandi hafa fundið fyrir auknum áhuga Íslendinga á að fara á Everton-leiki eftir vistaskipti Gylfa Þórs Sigurðssonar frá Swansea City til Everton. Meira

Margir vilja framleiða vegabréfin

Nýlega voru opnuð tilboð í útboði sem Ríkiskaup sáu um fyrir hönd Þjóðskrár Íslands, um gerð íslenskra vegabréfa næstu átta árin. Áhuginn fór fram úr björtustu vonum, segir í frétt á heimasíðu Ríkiskaupa. Meira

Asparklónar lofa góðu

Með mótstöðu gegn ryði og kali • Góður vaxtarhraði og viðarmassi Meira

Byrjað er að bora nýja holu í Surtsey

Taka borkjarna úr nýrri holu í Surtsey á að hefjast í dag. Hola sem búið var að bora niður á 151 metra dýpi féll saman á miðvikudaginn var. Borinn festist og hætti að snúast. Meira

Góð reynsla á Hrafnistu

„Við erum að skoða að opna veitingastað í júní á næsta ári í tengibyggingu á milli íbúðarhúsanna í Mörk og Hjúkrunarheimilisins Markar. Meira

Afrekalistinn er langur

Saga hjálparsveita skáta og flugbjörgunarsveitanna er komin út • Frumstæður búnaður í fyrstu • Skátar aðstoðuðu í spænsku veikinni • Langur aðdragandi að heildarsamtökum Meira

Íslenskt sjálfboðastarf án hliðstæðna

Á stríðsárunum var Hjálparsveit skáta í Reykjavík kölluð til starfa og myndaði þá loftvarnalið og sendiboðasveitir. Meira

Björgun fer mögulega í Gunnunes

Reykjavíkurborg og Björgun skrifa undir viljayfirlýsingu • Framkvæma þarf forathugun þar sem kannað verður gróðurfar, dýralíf og möguleg áhrif starfsemi Björgunar ehf. á umhverfið á nesinu Meira

Þjóðgarðastofnun kynnt

Til stendur að setja á lagginar Þjóðgarðastofnun sem tæki við verkefnum Vatnajökulsþjóðgarðs, Þjóðgarðsins á Þingvöllum, Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls auk annarra tiltekinna verkefna á sviði náttúruverndar sem Umhverfisstofnun sinnir nú. Meira

Bjóða upp á nýja námsbraut

Fjölbrautaskólinn við Ármúla mun í vetur bjóða upp á nám í íþrótta- og heilbrigðisfræðum. Ólafur H. Sigurjónsson skólameistari segir námið ætlað nemendum sem hyggja á frekara nám í greininni auk þeirra sem sjá fyrir sér að starfa við íþróttakennslu. Meira

Aftur 109 cm lax úr Hofsá

Ljósmyndir benda til að sami stórlaxinn hafi veiðst aftur • Laxveiðin misgóð en nokkrar ár nærri lokatölum 2016 Meira

Evrópa í sigti ódæðismanna

Undirbúningur hryðjuverka á Vesturlöndum heldur áfram • Hafa getu og vilja til að fremja flóknar árásir Meira

Ætluðu sér að beita sprengjum í Barcelona

Sá sem keyrði sendiferðabílinn var felldur af lögreglu ásamt fjórum öðrum Meira

Bannon lætur af störfum

Aðalstjórnmálaráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, Steve Bannon, hefur látið af störfum í Hvíta húsinu. Meira

Hnífstunguárás í Turku

Árásarmaðurinn byrjaði skyndilega að stinga vegfarendur á torgi • Tveir látnir • Lögregla skaut manninn í fótinn og náði að handsama hann á örfáum mínútum Meira

Laun þurfa að hækka meira

Kennarar og BHM voru ekki aðildar að Salek-samkomulaginu 2015 og segir Guðríður ljóst að Salek-ramminn falli ekki að þeim markmiðum sem nú hafa verið sett. Skv. Salek eigi allir hópar á vinnumarkaði að hækka um tilteknar prósentur til 2019. Meira

Ætla að ná launajöfnun með öllum ráðum

Viðræðum Félags framhaldsskólakennara (FF) og samninganefndar ríkisins um gerð nýs kjarasamnings verður fljótlega haldið áfram eftir sumarleyfin. Samningur framhaldsskólakennara rann út í október í fyrra en skv. Meira

Tvær deildir á tveimur árum

„Við spilum með hjartanu og hver fyrir annan,“ segir Jóhannes Helgason, einn liðsmanna meistaraflokks Gnúpverja í körfuknattleik, um ótrúlegan uppgang liðsins undanfarin tvö ár. Meira