Fréttir Fimmtudagur, 21. september 2017

Seðlabankinn í myrkri

Gögn staðfesta að 7. október 2016 gerði Kaupþing sátt við Deutsche Bank • Virði Kaupþings jókst • SÍ seldi 6% hlut í Kaupþingi án vitneskju um sáttina Meira

Boða kaflaskil suður með sjó

Reykjanesbær fær 3,6 milljarða lánsvilyrði og hefur náð samkomulagi við flesta kröfuhafa • Mikils aðhalds þörf Meira

Sækir fisk í soðið í Djúpavík

„Þetta var allt til gamans gert og rétt til þess að fá fisk í soðið. Aflinn fer til heimilis og fjölskyldu og afganginn fá vinir og vandamenn,“ segir Ágúst Guðmundsson. Meira

Sjúkdómahættan fer vaxandi

Færri foreldrar mæta með börn í tólf mánaða og fjögurra ára sprautur • Innköllun heilsugæslunnar hugsanlega í ólagi • Fyrirbyggja á kíghósta, stífkrampa, barnaveiki, lömunarveiki og fleiri sjúkdóma Meira

Deilt um það hvenær mús komst í salat á veitingastað

Heilbrigðiseftirlitið segir að spínat hafi ekki verið þvegið Meira

Aðdragandi slita kosningamál

Menntamál, heilbrigðismál og ferðaþjónustan eru meðal þess sem formenn flokka nefna sem kosningamál • Ræða þarf það mál sem leiddi til stjórnarslita • Fátækt ofarlega á blaði Flokks fólksins Meira

Sigurður Pálsson skáld

Sigurður Pálsson, skáld og rithöfundur, er látinn, 69 ára að aldri. Sigurður lést á líknardeild Landspítalans sl. þriðjudag eftir erfið veikindi. Sigurður fæddist 30. júlí 1948 á Skinnastað í N-Þingeyjarsýslu. Meira

ASÍ semur við ríki og borgina um lífeyrismál

Ómar Friðriksson omfr@mbl. Meira

Engin niðurstaða í augsýn eftir fund forseta Alþingis

Unnur Brá boðar formenn allra þingflokka á þriðja fundinn á föstudaginn Meira

Píratar boða til prófkjörs

„Við eigum að úrvalsfólki að ganga og ég held að þetta verði æsispennandi. Lýðræðið ræður hjá okkur eins og alltaf,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata. Meira

Dómnefnd mun meta hæfni 41 umsækjanda

Dómsmálaráðuneytinu hefur borist 41 umsókn um 8 stöður héraðsdómara sem auglýstar voru lausar til umsóknar 1. september sl. Umsóknarfrestur rann út 18. september. Meira

Ætlar að borga flugnám með blaðburðarlaunum

Bjarki Þór Sigurðarson er ungur maður stórra drauma sem er nýbyrjaður í flugnámi. Það kostar skildinginn sinn en blaðburðurinn hefur bjargað málum. Meira

Segir réttindi í algeru uppnámi

Ljóst er orðið að ekki verður leyst með lagasetningu í haust úr ágreiningi ASÍ og SA við FME um tilgreindu séreignina • „Fullkomin óvissa vegna þess að ríkisstjórnin er fallin,“ segir forseti ASÍ Meira

Nálgunarbann gegn móður

Hæstiréttur Íslands staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms um að móðir skuli sæta nálgunarbanni í sex vikur gagnvart dóttur sinni og ekki koma í 50 metra fjarlægð frá dvalarstað dótturinnar, veita henni eftirför, heimsækja eða nálgast á almannafæri. Meira

Byggt yfir Hafró við Fornubúðir

Húsið á að vera tilbúið til notkunar í ársbyrjun 2019 • Skiptar skoðanir í skipulags- og byggingarráði Hafnarfjarðar • Útlit byggingar brotið upp með mismunandi litum • Mikilvægt fyrir bæjarfélagið Meira

Með aldri eggfrumna eykst fjölbreytileiki

Aldur foreldra hefur áhrif á stökkbreytingar í börnum samkvæmt nýrri rannsókn sem Íslensk erfðagreining (ÍE) skýrði frá í gær. Meira

Bændurnir þyrftu að fá uppbót

Landssamtök sauðfjárbænda álykta að bændur verði að fá hækkun á afurðaverði • Óvissa eftir stjórnarslit • Forstjóri SS segir afurðastöðvar hafa tapað eigin fé á að borga meira en markaður leyfði Meira

Vilja fá að veiða í fleiri veiðarfæri

Vandi línubáta sem beita í landi • Stóri þorskurinn tekur treglega Meira

Félag um fossinn

Rangárþing eystra og landeigendur við Seljalandsfoss undirbúa stofnun rekstrarfélags um innviði við fossinn. Seljalandsfoss er í eigu fjögurra jarða í Rangárþingi eystra. Sveitarfélagið á svo jörðina Hamragarða en fossinn Gljúfrabúi er í landi hennar. Meira

Sumir halda að þetta sé ægilegt leyndarmál

Hrefna er fyrrverandi landsliðskona í knattspyrnu og veiktist af geðklofa 28 ára gömul • Læknandi að hlæja Meira

Farsæll fótboltaferill Hrefnu

Hrefna lék tíu A-landsleiki árin 2000-2005 og skoraði samtals þrjú mörk í þeim. Því til viðbótar spilaði hún sex leiki í EM í knattspyrnu og skoraði þar samtals fimm mörk. Hún spilaði líka fjölda leikja með U-21 árs, U-19 ára og U-17 ára landsliðum. Meira

Kveðjuleikur George Best

Í dag eru nákvæmlega 40 ár síðan George Best spilaði sinn síðasta landsleik, gegn Íslandi í Belfast • Einn mesti snillingur knattspyrnusögunnar • Líf hans var markað af óhóflegri áfengisneyslu Meira

Ást og örlög ræðismanns

Franski ræðismaðurinn André Courmont heillaðist af landi og þjóð • Vinur helstu andans manna • Varð ástfanginn af dóttur Þorsteins Erlingssonar skálds • Sneri vonsvikinn heim og fyrirfór sér Meira

Keypti nær alla togarana

André Courmont var þriðji ræðismaðurinn sem Frakkar sendu til Íslands. Margvísleg tengsl höfðu verið á milli þjóðanna um langt skeið og Frakkar m.a. rekið hér spítala til að þjóna stórum fiskveiðiflota sínum við Íslandsstrendur. Meira

Gengið að gestrisni vísri

Nýja Ísland á sléttum Kanada • Frásagnir lifa • Íslendingadagur og ættjarðarlög • Tugir þúsunda Kanadamanna af íslensku bergi brotnir Meira

Ættmennin sem vestur fóru

„Vissulega er ekki jafn algengt að hitta íslenskumælandi fólk á slóðum okkar í Íslendingabyggðum í Norður-Ameríku nú og var þegar ég kom þangað fyrst fyrir bráðum fjörutíu árum. Það gerist samt ótrúlega oft,“ segir Jónas Þór sagnfræðingur. Meira

Bæði tengsl og tækifæri

„Vestur-Íslendingar rækta menningararfinn og tengslin heim á eigin forsendum án þess að standa í karpi eða vera í samkeppni við aðra. Meira

Borgin vill leigja Sunnutorg

Sjoppan er hætt • Óskað var eftir góðum hugmyndum Meira

Fengu vottun fyrstar hafna hér

Faxaflóahafnir sf. hafa fyrstar hafna á Íslandi fengið vottun fyrir umhverfisstjórnunarkerfi sitt í samræmi við alþjóðaumhverfisstaðalinn ISO 14001. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu fyrirtækisins. Meira

Fæst við stærðfræðileg vandamál

Dr. Sigurður Helgason stofnaði styrktarsjóð við Háskóla Íslands í tilefni af níræðisafmæli sínu • Hefur verið stærðfræðiprófessor við MIT um áratugaskeið og sent frá sér fjölda bóka og greina Meira

Kjarnorkuvopn gerð útlæg

51 ríki undirritaði í gær sáttmála á vegum Sameinuðu þjóðanna, þar sem kveðið er á um algjört bann við kjarnorkuvopnum. Sáttmálinn var samþykktur í júlí síðastliðnum, en ekkert af kjarnorkuveldum heims tók þátt í tilurð hans. Meira

Örvæntingarfull leit í kjölfar jarðskjálftans

Staðfest að meira en 220 manns létu lífið í hamförunum Meira

Marsferðalag „á áætlun“

Kínverjar tilkynntu í gær að þeir væru vel á veg komnir með fyrirhugaðan leiðangur sinn til Mars, en þeir stefna að því að ómannað geimfar lendi á rauðu plánetunni ekki síðar en árið 2020. Meira

Stórkostlegur árangur gegn lifrarbólgu C

Sérstakt átak í skimun fyrir lifrarbólgu C stendur til 22. september. Þeir sem eru í aukinni áhættu að hafa smitast af sjúkdómnum eru hvattir til að fara í greiningarpróf sem má fá á öllum heilsugæslustöðvum. Meira

Unnið er að nýjum samningi um hafréttarmál

Gæti náð til alls lífs á úthafinu og á alþjóðlega hafsbotnssvæðinu Meira

Alli ríki og foreldrar hans

Uppsjávarskip Eskju endurnýjuð á einu ári Nöfnin sótt í fjölskyldu aðaleigenda Á makríl í síldarsmugunni Meira

Sjávarútvegur mikilvægasta atvinnugreinin

Ágúst Einarsson, fyrrverandi rektor Háskólans á Bifröst og prófessor, hefur gefið út bókina „Fagur fiskur í sjó Íslenskur sjávarútvegur handa skólum og almenningi Ágúst hefur kennslu við HÍ í vor Meira

Pakkaði 120 súkkulaðistykkjum

Guðrún Sóley Gestsdóttir, fyrrverandi útvarpskona á Rás 2, söðlaði nýlega um og færði sig yfir í sjónvarp en hún stýrir nú menningarumfjöllun Kastljóssins ásamt Bergsveini Sigurðssyni. Meira

Guðdómleg gúllassúpa sem enginn gleymir nokkurn tíma!

Upphaflega er þessi súpa frá Dröfn Vilhjálmsdóttur matarbloggara á Eldhúsperlum en móðir mín hefur breytt henni nokkuð og stækkað uppskriftina enda er súpan bara betri daginn eftir en því miður er sjaldnast afgangur þegar stórfjölskyldan mætir í mat. Meira

Gyðjan sem hreyfir við hjörtum

Færeyska söngkonan Eivør Pálsdóttir á stað í hjörtum margra Íslendinga enda má segja að ferill hennar hafi hafist fyrir alvöru þegar hún var búsett hér um hríð. Eivør er nú búsett í Kaupmannahöfn og er mikið að gera hjá henni en hún hefur m.a. Meira

Drottningar saman í víking

„Við hittumst fyrir tilviljun á Slipper Room í New York í sumar, en það er kabarettstaður sem blandar saman m.a. dragi, burlesque og sirkusatriðum. Meira