Fréttir Föstudagur, 18. ágúst 2017

Blóðbað í Barcelona

Minnst 13 eru látnir og yfir 100 sárir eftir hryðjuverk á Römblunni, fjölförnustu götu Barcelona Meira

Fleiri vinna 40 stundir í viku en í fyrra

Um þriðjungur starfandi fólks á íslenskum vinnumarkaði segist nú vinna sléttar 40 stundir að jafnaði í venjulegri viku og er það 2,2% aukning frá sama tíma í fyrra. Meira

Álftnesingar fagna afmæli Denna

Sveinn Bjarnason hefur alla ævi búið á Álftanesi. Flestir ef ekki allir kalla hann Denna. Denni varð sextugur 16. júlí síðastliðinn. Af því tilefni tóku íbúar Álftaness sig til í gær og buðu í pylsupartí til heiðurs honum. Meira

Vöxtur á landsbyggðinni

Mismikill hagvöxtur eftir landshlutum • Hagvöxtur mestur 8% Meira

Vill tryggja útgáfuna

Kristján Þór Júlíusson skipar starfshóp sem skoða á stöðu íslensku og bókaútgáfu á Íslandi • Vill ekki tjá sig um hugmyndir um endurskoðun virðisaukaskatts Meira

Kallað eftir lokun kísilverksmiðjunnar

Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær ályktun þess efnis að rekstur kísilverksmiðjunnar í Helguvík verði stöðvaður hið fyrsta. Meira

Torg við Hlemm og vísir að læk á svæðinu

Norðurpóllinn svonefndi, lítið timburhús sem byggt var við ofanverða Hverfisgötu í byrjun síðustu aldar, verður innan tíðar fluttur á lóðina á horni Laugavegs og Rauðarárstígs. Þar er nú bílastæði. Meira

Fær ekki greiddar frekari bætur

Farangurinn kom fimm dögum of seint • Wow Air bauð 43 þúsund kr. Meira

Plakat frá Loftleiðum falt fyrir 65 þúsund krónur

Gamalt plakat frá flugfélaginu Loftleiðum, líklega frá árinu 1955, er nú til sölu á vefsíðunni eBay. Athygli vekur að verðmiðinn er um 600 Bandaríkjadalir, eða um 65 þúsund íslenskar krónur. Meira

Með fræin í ferðatöskum

Gróðursett í fyrsta eikarskóg landsins við Esjurætur • Fræin sótt í um 300 ára skóg í 600 metra hæð í Þýskalandi • Hvert einasta akarn spíraði og varð að tré Meira

Tryggir Hugarafli styrk

Hugarafl og félagsmálaráðherra sömdu um styrk til félagsins • Drög að langtímasamningi kynnt í næstu viku Meira

Múrinn í Borgartúni loks endurmálaður

„Veðrið er búið að vera mjög gott svo að vinnan gengur afar vel,“ segir Ólöf K. Meira

Vilja reisa minnisvarða við Höfða

Bandaríkjamenn óska leyfis til þess að reisa granítstein um heimsstyrjöldina Meira

100 milljóna markið gæti náðst

Rúmlega 73 milljónir króna höfðu safnast í gærkvöldi til 160 góðgerðarfélaga í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka. Söfnunin færist mikið í aukana á síðustu dögunum fyrir hlaupið, en í fyrradag höfðu 63 milljónir safnast. Meira

Óvenju mikið af frjókornum í sumar

Aðeins einu sinni frá upphafi mælinga á Akureyri hafa frjókorn mælst svo mörg á Akureyri og í nýliðnum júlímánuði. Það var árið 2014. Úrkoma mældist aðeins tíu daga í mánuðinum í einhverju magni á Akureyri og var úrkomumagnið aðeins 60% af meðaltali. Meira

50 stunda vinnuvika hjá 28% karla

8,7% kvenna segjast vinna 50 stundir eða meira á viku • Meðalfjöldi vinnustunda á vinnumarkaði er nú 40,6 klst. í hverri viku skv. Hagstofunni • Fleiri fjarverandi vegna fæðingarorlofs en síðustu ár Meira

Smjörskortur ógnar matarhefðum Frakka

Verðhækkanir í Frakklandi • Nóg er til af smjöri hér Meira

Arion banki með fjórðung atkvæða

Arion með 24% atkvæðisrétt í United Silicon • Keypti fyrir 465 m. kr. í júní Meira

Fjölbreytt dagskrá og ís fyrir alla gesti

„Helgin lofar mjög góðu og veðurguðirnir virðast ætla að vera með okkur í liði,“ segir Jóhanna M. Hjartardóttir, menningar- og frístundafulltrúi í Hveragerði. Bæjarhátíðin Blómstrandi dagar fer fram í Hveragerði um helgina. Meira

Lægri stuðlar í getraunum hér

Vinningsstuðlar eru misháir þegar Íslenskar getraunir og veðmálasíður erlendis eru bornar saman. Sem dæmi má nefna að nk. sunnudag eigast ÍA og ÍBV við í Pepsi-deild karla í fótbolta. Meira

Bifreið ekið á gangandi vegfarendur í hjarta Barcelona

13 eru látnir og yfir 100 særðir • Tveir menn hafa verið handteknir • Ríki íslams lýsir yfir ábyrgð Meira

Víkingar voru ræningjar og ribbaldar

Víkingar voru ekki annað en örlítið brotabrot af íbúum Norðurlanda, og reyndar hinir óskemmtilegustu meðal þeirra. Meira

„Fiskidagurinn litli“ á Mörk

„Þetta er gert með stuðningi Fiskidagsins mikla á Dalvík, sem haldinn var í blíðviðri um síðustu helgi þar. Meira