Fréttir Fimmtudagur, 19. október 2017

Stórauknar tekjur og eignir

Börn eiga 17,1 milljarð á bankareikningum • Skuldir jukust í fyrsta skipti eftir hrun • Einn af hverjum sex framteljendum á þrítugsaldri erlendur ríkisborgari Meira

Ókeypis menntun keppikefli

Formaður Kennarasambands Íslands segir að menntun barna eigi að vera foreldrum og nemendum að kostnaðarlausu • Ekki er hægt að horfa framhjá launum í umræðunni um nýliðun í kennarastéttinni Meira

Mikil tæring í leiðslum tefur rannsóknir Hafró

Mikil tæring hefur komið í ljós í leiðslum í veltitanki og á vinnuþilfari rannsóknaskipsins Bjarna Sæmundssonar. Meira

Lögbannið „stóralvarlegt mál“

Stjórn Blaðamannafélags Íslands krefst þess að lögbann á fréttir Stundarinnar verði látið niður falla • Fulltrúi hjá ÖSE segir það grafa undan frelsi fjölmiðla Meira

Kosningabaráttan kostar VG 30 milljónir króna

Vinstri hreyfingin – grænt framboð (VG) ver 30 milljónum króna til kosningabaráttunnar að þessu sinni. Samfylkingin hefur 13 milljónir króna úr að spila í kosningabaráttunni. Meira

Samgönguráðherra fékk ekki far til Eyja

Jón Gunnarsson samgönguráðherra ætlaði að halda opinn hádegisfund með Vestmannaeyingum í hádeginu í gær. Hætt var við fundinn þegar flugi var aflýst í gærmorgun og Herjólfur sigldi til Þorlákshafnar. Meira

Sífellt fleiri fastir í foreldrahúsum

Um 20 þúsund manns á aldrinum 20-29 ára búa í foreldrahúsum hér á landi um þessar mundir. Hefur fjölgað hratt í þessum hópi undanfarið. Tiltölulega stórir árgangar ungs fólks hafa komið inn á fasteignamarkaðinn á undanförnum árum. Meira

Sungu með krökkunum á Húsavík

Fjölbreytt dagskrá var á fyrri degi heimsóknar forsetahjónanna Guðna Th. Jóhannessonar og Elízu Reid í Norðurþingi í gær. Dagskráin hófst á Hveravöllum þar sem þau kynntu sér vistvæna ræktun grænmetis. Meira

Vísar í áætlun ASÍ og Indriða

VG telur skýrslu ASÍ sýna skattalækkun hjá efstu tíund • Formaður VG segir hátekjuskatt ekki munu skila miklu Meira

Fullyrtu ekki að skattbyrði hefði minnkað á þá tekjuhæstu

Alþýðusamband Íslands (ASÍ) birti í ágúst skýrslu um skattbyrði mismunandi tekjuhópa á tímabilinu 1998 til 2016. Var niðurstaðan meðal annars sú að aukningin í skattbyrði sé „langmest hjá þeim tekjulægstu“. Meira

Áform um átta hæða hús við Skúlagötu

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur kynnt tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir hluta Skúlagötusvæðis. Meira

Miðað við ráðgjöf í kolmunna

Ekki náðist samkomulag um skiptingu kolmunna á fundi strandríkja í London í vikunni. Hins vegar var ákveðið að setja kvóta samkvæmt ráðgjöf ICES og nýtingarstefnu sem samþykkt var í fyrra. Samkvæmt því er miðað við að heildarafli verði tæp 1. Meira

Dagbjartur Einarsson, fv. útgerðarmaður

Dagbjartur Garðar Einarsson, fyrrverandi útgerðarmaður, skipstjóri og forstjóri Fiskaness hf., lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík í gær, 81 árs gamall. Dagbjartur fæddist í Grindavík 26. júní 1936. Meira

Skaflinn í Gunnlaugsskarði lifði af sumarið

Gránað hefur í Esjuna og farið að fjúka í litla skafla í efstu brúnum. Engu að síður sést enn móta fyrir gömlum sköflum efst í Gunnlaugsskarði. Meira

Ferðamenn við Arnarstapa á númeralausum kínverskum bíl

Í fésbókarhópnum Bakland ferðaþjónustunnar er greint frá kínverskum ferðamanni sem var að taka ljósmyndir við Arnarstapa á númeralausu ökutæki. Meira

Orðrétt

Það þarf ekki að skattleggja hverja einustu tekjulind sérstaklega bara vegna þess að mönnum dettur það í hug. Helgi Hrafn Gunnarsson Við viljum vera grænt og öruggt land sem heldur utan um náttúruna. Meira

Framboð um ferðaþjónustu

Fjölmenni á fundi Samtaka ferðaþjónustunnar með frambjóðendum í komandi alþingiskosningum • Krafðir svara um skatta og skosku leiðina • Sammála um að leggja meira fé í samgöngukerfið Meira

10,3 milljarða tekjur af leigu

Alls töldu 7.283 fjölskyldur fram rúma 10,3 milljarða í tekjur fyrir leigu af íbúðarhúsnæði á framtölum fyrir álagningu 2017. Þeim sem leigja húsnæði til einstaklinga hefur fjölgað um 149 á milli ára. Meira

Framtöl sýna mikinn uppgang

Tekjur hafa vaxið mikið en skuldir eru aftur að aukast, þó minna en eignirnar • Um einn af hverjum átta framteljendum var erlendur ríkisborgari 2016 • Tekjuskatts- og útsvarsstofn aldrei verið hærri Meira

Bankainnstæður 556 milljarðar

Bankainnstæður allra landsmanna stóðu í rúmum 556 milljörðum í lok síðasta árs og höfðu vaxið um 36,5 milljarða frá árinu á undan. Meira

63% fyrirtækja áttu fyrir skuldum

Staða fyrirtækja hefur batnað svo um munar á allra seinustu árum eftir áfallið í kjölfar hrunsins. Á árinu 2015 voru samanlagðar eignir fyrirtækja í fyrsta skipti hærri en skuldir allt frá árinu 2008. Meira

Barnabætur lækkað ár frá ári

,,Barnabætur breyttust lítið fram til ársins 2006 þegar þær voru hækkaðar talsvert en frá árinu 2012 hafa bæturnar lækkað að segja má ár frá ári,“ segir í úttektinni í Tíund. Meira

Skuldir heimilanna á uppleið

Um 27 þúsund fjölskyldur áttu skuldlaust íbúðarhúsnæði um seinustu áramót, skv. grein í Tíund • Innlend og erlend hlutabréf í eigu einstaklinga hafa samtals aukist um tæpa sex milljarða frá 2013 Meira

Flóttafólk fái styrki til náms

Logan Lee Sigurðsson hefur ásamt íslenskum eiginmanni stofnað sjóð til að styrkja flóttafólk hér á landi til menntunar • Logan aðstoðaði flóttafólk í Bandaríkjunum • Varð fórnarlamb mansals Meira

Hús fjallkonunnar verður að víkja

Afnotaréttur af lóð við Elliðavatn felldur úr gildi • Dvalarstaður Herdísar • Högg á lífsgleðina, segir Hrafn Gunnlaugsson, eigandi hússins • Undarleg sjónarmið Orkuveitunnar um vatnsvernd Meira

Fimm ákvarðanir sem breyttu kreppu í bankahrun

Hannes Hólmsteinn Gissurarson flutti erindi um bankahrunið í sögulegu ljósi Meira

Vinnusemi er hluti af menningunni

Hefð er fyrir mikilli atvinnuþátttöku hér á landi, að sögn dr. Árelíu Eydísar Guðmundsdóttur, vinnumarkaðsfræðings og dósents við viðskiptafræðideild HÍ. Meira

Fiskur var ekki bara matur kirkjunnar manna á miðöldum

Allir borðuðu mikinn fisk á miðöldum en hann var tengdur við föstur kirkjunnar Meira

Þar sem risar háloftanna verða til

Everett-verksmiðja flugvélaframleiðandans Boeing er stærsta bygging í heimi, mælt í rúmmáli • Eina framleiðslulínan fyrir 747-, 767-, 777- og 787-þotur • Eins og ríflega 33 Smáralindir að stærð Meira

Tæknin fækkar handtökum

Meðal þess sem vekur sérstaka eftirtekt þeirra sem sækja Everett-verksmiðjuna heim eru afar öflugir kranar sem tengdir eru við mikla járnbita í lofti hússins. Meira

Sjá um brunavarnir á Bakka

Sveitarfélagið Norðurþing hefur skrifað undir samstarfssamning við PCC Bakki Silicon. Meira

Bryggjuhverfi á teikniborðinu

Allt að 850 íbúðir verða byggðar í Bryggjuhverfi vestur • Hið nýja hverfi verður byggt á athafnasvæði Björgunar, við hlið núverandi Bryggjuhverfis • Bjargi og Búseta úthlutað lóðum í hverfinu Meira

Sex laxar úr Mjólká með eldiseinkenni

Hafrannsóknastofnun hefur síðustu vikur fengið tólf laxa úr Mjólká í Arnarfirði og Laugardalsá í Ísafjarðardjúpi til rannsóknar. Meira

Á að leiða til betri meðferðar

Christopher Clement, vísindaritari Alþjóðageislavarnaráðsins, segir ekki ástæðu til þess að óttast aukna notkun geislunar í lækningum • Ávallt þarf þó að huga að öryggi sjúklinga og starfsmanna Meira

„Ég greiddi frelsið með æskunni“

Talskona NRK gegn hatursáróðri flutti áhrifaríkt erindi á friðarráðstefnu • Stofnaði samtök sem vinna gegn öfgum og ofstæki • Kvartað undan því að hún beri höfuðslæðu • Talin vera í lífshættu Meira

Miðpunktur athyglinnar verði á Kína

Xi Jinping, forseti Kína, lagði áherslu á að útrýma spillingu, launamun og mengun auk þess að hindra offramleiðslu, í ræðu sinni á flokksþingi kínverska Kommúnistaflokksins, sem hófst í gærmorgun. Meira

Þúsundir mótmæla í Barcelona

Spænsk stjórnvöld setja héraðsstjórninni í Katalóníu afarkosti • Leiðtogar héraðsins fangelsaðir Meira

Alríkisdómarar stöðva Trump

Þriðja tilraun til ferðabanns stöðvuð í fæðingu • Málinu skotið til hæstaréttar Meira

Rangar skráningar lítið brot af heildinni

Reglulega berast sögur af því þegar fólk lætur skrá lögheimili sitt í íbúðarhúsnæði sem það hefur engin tengsl við. Meira

Fiskurinn er framtíðin

Oft er litið á aukna sjálfvæðingu í sjávarútvegi sem ógn við smærri byggðarlög. Sú er þó ekki raunin og í reynd getur sjálfvæðing eflt þau byggðarlög þar sem vinnuafl er af skornum skammti. Meira

Þurfum að fjárfesta enn meira

Íslenskir útflytjendur sjávarafurða þurfa að borga helmingi meira til að koma fiski á markað í Evrópu en kollegar þeirra í Noregi. Meira

Svona skerðu út hrekkjavökugrasker

Einhverra hluta vegna er hrekkjavakan orðin meiriháttar hátíð hér á landi og fyllast nú allar verslanir af risastórum graskerum sem landsmenn þekkja bara úr bíómyndum og hafa ekki hugmynd um hvað þeir eiga að gera við. En örvæntið eigi. Meira

Svona borðar þú góðan mat í útlöndum

Þegar halda skal á erlenda grundu og kynna sér lystisemdir ákveðins lands eða borgar er mikilvægt að vinna heimavinnuna sína til forðast það að borða einhvern bévítans viðbjóð. Meira

Skemmtilegast að hitta fólkið

„Ég er stressaður en spenntur,“ segir Arnór Dan, söngvari Agent Fresco, en sveitin heldur í næstu viku utan til þess að halda tónleika vítt og breitt um Evrópu. Hljómsveitin, sem hefur skipað sér í raðir þeirra allra vinsælustu hér á landi, fagnar tíu ára afmæli á næsta ári. Meira

Gleymum ekki tónlistinni

„Senn líður að kosningum,“ eins og þingmaðurinn í Dalalífi sagði forðum í flórnum. Umræðan í aðdraganda kosninga snýst mikið um að horft sé til framtíðar og um uppbyggingu innviða í samfélaginu. Meira

Írska tónlistarsagan krufin með Svala og Svavari í Dublin

Dublin hefur heillað þá Svala og Svavar upp úr skónum. Hinn 27. október nk. ætla þeir að skella sér í skemmtiferð þangað og er þetta þriðja ferð kappanna þangað í samvinnu við Úrval Útsýn. Meira

Ástfanginn Aron syngur um morgunkoss

Aron Hannes söng sig inn í hjörtu landsmanna í Söngvakeppni Sjónvarpsins í vor þar sem hann lenti í 3. sæti. Í sumar sendi hann frá sér lagið Sumarnótt til þess að fylgja eftir vinsældunum eftir Söngvakeppnina og var því lagi vel tekið. Nú hefur hann gefið út sitt þriðja lag, Morgunkoss. Meira

Atvinnulífið aðlagist vetrarfríi

Vetrarfrí í grunnskólum víða á höfuðborgarsvæðinu hefjast í dag og eru til dæmis í Reykavík og Mosfellsbæ til og með mánudegi. Börn og foreldrar hafa því tækifæri til að gera ýmislegt skemmtilegt saman næstu daga. Meira