Fréttir Laugardagur, 21. október 2017

Sjálfstæðisflokkur fram úr VG og tekur forystu

Fylgi VG minnkar og mælist nú 23,2% • Flokkur fólksins fengi engan þingmann Meira

„Það lék allt á reiðiskjálfi hér“

Jarðskjálftahrina reið yfir Suðurland frá klukkan 16 í gær og stóð enn yfir þegar Morgunblaðið fór í prentun. Stærsti skjálftinn var 3,4 að stærð, rétt fyrir klukkan 22. Meira

Kjörseðlarnir rjúka út á Spáni

Íslendingar búsettir á Torrevieja, Alicante og Benidorm á Spáni hafa verið mjög duglegir að kjósa utan kjörfundar vegna komandi þingkosninga. Utanríkisráðuneytið hafði sent þangað rúmlega 200 kjörseðla og í gær voru þeir að klárast. Meira

„Forkastanleg vinnubrögð“

Þorsteinn Pálsson formaður sáttanefndar um sjávarútveg skilaði nefndaráliti til ráðherra án samráðs við nefndarmenn • „Pólitískt upphlaup,“ segir Teitur Björn Meira

Vinstri grænir lækka flugið

Fjórir flokkar bæta stöðu sína milli kannana • Flokkur fólksins að þurrkast út • Fylgi Pírata dalar • Möguleiki á þriggja flokka stjórn VG og Samfylkingar með Framsókn, Pírötum eða Miðflokki Meira

Hafarnarstofninn stækkar stöðugt

Hafernir hafa ekki verið fleiri síðan í lok 19. aldar • Í sumar komust upp 36 ungar • Varp þéttist á búsvæðum og ernir setjast að á gömlum óðulum • Vænta má aukinnar útbreiðslu á Norðurlandi Meira

Tvöfalt fleiri með geðraskanir

Tvöfalt fleiri fengu 75% örorkumat vegna geðraskana árið 2016 en fyrir fimm árum • Þriðjungur allra 75% örorkumata á síðustu 12 mánuðum voru vegna geðraskana • Stefnir í svipaðan fjölda 2017 Meira

Hugmynd um gosbrunn á Lækjartorg

Umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar berast reglulega áhugaverðar tillögur og barst ráðinu nýlega ein slík. Meira

Tollverðir fundu falið efni í bíl

Tveir menn í gæsluvarðhaldi eftir að amfetamínvökvi fannst í bíl þeirra í Norrænu • Tollgæslan með skipulagt eftirlit sem skilar árangri segir tollstjóri Meira

Afgreiddu 17 tilvik um báta sem voru dregnir til hafnar

Af 39 málum á síðasta fundi sjóslysasviðs Rannsóknarnefndar samgönguslysa var 17 lokið með færslunni „vélarvana og dreginn til hafnar“. Meira

Mat lækkað fimm ár aftur í tímann

Yfirfasteignamatsnefnd hefur lagt fyrir Þjóðskrá Íslands að taka fasteignamat íbúðarhúss í Grafarvogi til endurákvörðunar fimm ár aftur í tímann. Meira

Ný tækni opnar fötluðum tækifæri

Frumbjörg – Frumkvöðlamiðstöð Sjálfsbjargar vann til norrænna verðlauna • Keppir fyrir Íslands hönd á Global Startup Awards í Kína 2018 • Auðveldar fötluðum frumkvöðlum að vinna að nýsköpun Meira

Frekari tafir á viðgerð á Herjólfi

Ekkert verður af því að Herjólfur fari í viðgerð í nóvember eins og til stóð. Meira

Loðnan nær ströndum Grænlands en áður

Lagt til að heimilt verði að veiða 208 þúsund tonn í vetur Meira

List og skemmtilegar sögur

Einn af köflum bókarinnar Svarfdælasýsl fjallar um Göngustaðasystkinin svonefndu sem kennd voru við fæðingarstað sinn, bæinn Göngustaði í innanverðum Svarfaðardal. Foreldrar þeirra voru Ósk Pálsdóttir og Sigurður Einar Jónsson á Göngustöðum. Meira

Sviðsmynd norðan úr Svarfaðardal

Saga af heimaslóðum og sveit æskunnar • Göngustaðasystkinin, kvikmyndavorið og Húsabakkaskóli í Svarfdælasýsli • Mikill fróðleikur í 550 blaðsíðna bók sem systkinin frá Jarðbrú gefa út Meira

Vilja sameinast Fjarðabyggð

Sveitarstjórn Breiðdalshrepps hefur samþykkt samhljóða að óska eftir því við bæjarstjórn Fjarðabyggðar að kannaðir verði möguleikar á sameiningu sveitarfélaganna. Meira

Mótmæla uppbyggingu á Allianz-reit

Íbúar í Mýrargötu 26 afar ósáttir við áform borgarinnar Meira

„Hvað varð um Óttar?“

Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segir ótrúlega lítinn mun á stefnu Samfylkingarinnar og Vinstri grænna Meira

Skipt um vindmyllur

Úr bæjarlífinu Óli Már Aronsson Hellu Félagið Bíókraft ehf. sem byggði og rekur tvær vindmyllur í Þykkvabæ varð fyrir umtalsverðu tjóni þegar upp kom eldur í annarri þeirra fyrr á þessu ári. Meira

Nýjar íbúðir við Efstaleiti

Skuggi setur nýjar íbúðir sunnan við Útvarpshúsið í sölu um mánaðamótin Meira

Hækkuðu um 82% í verði

Borgin keypti 24 íbúðir á Grensásvegi 12 á 785 milljónir • Sama verkefni selt á 432,5 milljónir 2015 • Það er um 82% verðhækkun • Fulltrúi borgarinnar segir hana ekki hafa átt annarra kosta völ Meira

Hefur keypt 60 íbúðir í ár

Samkvæmt yfirliti sem Hrólfur Jónsson sendi Morgunblaðinu hefur Eignasjóður Reykjavíkurborgar keypt 60 íbúðir fyrir Félagsbústaði í ár. Þar af verða 24 íbúðir á Grensásvegi 12 og 9 íbúðir á Sóleyjargötu 27. Meira

Telja sig ráða við hersveitir Norður-Kóreu

Hersveitir Suður-Kóreu telja sig með góðum hætti geta eytt stórskotaliði norðanmanna komi til stríðsátaka á Kóreuskaga, en sveitir þessar hafa um árabil verið ein helsta ógnin við íbúa Seúl-borgar, sem er innan við 60 km frá landamærunum að... Meira

Systrum bjargað úr klóm níðinga

Tveimur systrum, önnur þeirra er fimm ára gömul og hin þriggja mánaða, var bjargað úr klóm níðinga, en það voru liðsmenn bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) sem sáu um aðgerðina, sem átti sér stað í Denver í Colorado-ríki. Meira

Framtíð borgarinnar Raqqa er nú í höndum almennings

Vopnaðir hópar Kúrda og araba hafa brotið Ríki íslams á bak aftur Meira

Gervigreindur heimur í sjónmáli?

Siri, Bixby, Cortana, Alexa, allt eru þetta sérlegir aðstoðarmenn eigenda nýjustu snjallsímanna og spjaldtölvanna. Þau tala, taka við skipunum, hringja, kalla upp forrit og leita í gagnasöfnum. Meira

Slegið á sýndarnagla

Hröð þróun gervigreindar um þessar mundir er að sögn Kristins R. Meira

Gæfa að bjarga mannslífi

Fékk hjartaáfall í sundi • 73 ára blés og hnoðaði Meira