Fréttir Mánudagur, 3. júní 2024

Þjófnaður Stolin hönnun hjá Temu.

Stela íslenskri hönnun

Danir eru með böggum hildar vegna þess að eftirlíkingar af Lego streyma nú frá Kína á gjafverði frá kínverska netverslunarrisanum Temu og sama gildir um danska hönnunarvöru. Við Íslendingar erum ekki undanskildir því flækjupúðar Ragnheiðar Aspar… Meira

Forseti Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti Íslands, flutti ávarp af svölunum á Klapparstíg ásamt eiginmanni sínum Birni Skúlasyni og börnum þeirra, Tómasi Bjarti og Auði Ínu.

Halla kjörin forseti Íslands

Halla Tómasdóttir er sjöundi forseti lýðveldisins • Önnur konan til að gegna embættinu • Kjörin með 34,1% atkvæða • Kjörsókn var 80,1% • „Ég vil vera forseti allra“ • Þarf hugrekki til þess að bjóða sig aftur fram Meira

Strandveiðar Rífandi gangur hefur verið í strandveiðum á veiðitímabilinu og útlit fyrir að veiðiheimildir verði uppurnar um mánaðamót.

Klára skammtinn um mánaðamót

Allar líkur eru á að þau 10 þúsund tonn af þorski sem ætluð eru strandveiðiflotanum verði uppurin um eða upp úr næstu mánaðamótum, en aflabrögð í maí voru með ágætum og gæftir góðar. Þetta segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, í samtali við Morgunblaðið Meira

Endurbætur Skrifstofuhúsnæði ÁTVR við Stuðlaháls fær andlitslyftingu.

500 milljóna stækkun hjá ÁTVR

Byggt við dreifingarmiðstöð ÁTVR við Stuðlaháls • Kostnaðurinn um hálfur milljarður • Forstjórinn segir að blikur séu á lofti í rekstrinum • Salan hefur dregist saman • Aukin vörudreifing síðustu ár Meira

Útlendingafrumvarp Vísast verður frumvarpið rætt á Alþingi í vikunni.

Útlendingamál úr nefnd

Fastlega er gert ráð fyrir að útlendingafrumvarpið svokallaða verði afgreitt út úr allsherjar- og menntamálanefnd í dag, mánudag. Þetta staðfestir Bryndís Haraldsdóttir formaður nefndarinnar í samtali við Morgunblaðið Meira

Forsetafjölskylda Halla Tómasdóttir, Björn Skúlason og börn þeirra Tómas Bjartur og Auður Ína í stofunni heima.

Fjöldi hyllti nýjan forseta

Á þriðja hundrað manns kom saman við heimili Höllu • Halla þakkar stuðninginn og segir heiður lífs síns að verða forseti • Heiðrinum fylgi ábyrgð Meira

Höllu óskað alls hins besta

„Þetta var einfaldlega frábært ferðalag með góðu fólki,“ sagði Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra og forsetaframbjóðandi í færslu á Facebook þegar ljóst var orðið að hún hefði lotið í lægra haldi fyrir Höllu Tómasdóttur í forsetakosningunum á laugardag Meira

Glöddust með nýjum forseta

‚Ég hef æðislega gaman af því að sjá fólkið og auðvitað vill maður styðja alla, við erum þjóð og þetta er æðislega fallegt og það verður mjög spennandi að sjá þegar Halla og fjölskyldan koma. Ég hef trú á Höllu Meira

Kveðja Guðni Th. Jóhannesson sendi arftaka sínum kveðju í gær.

Guðni sendi Höllu kveðju

Telur að hún verði góður forseti • „Hér er gott að búa“ Meira

Kosið taktískt gegn Katrínu

„Mér virðist þetta vera þannig að Katrín átti dyggan hóp stuðningsmanna, en hann var ekki nægjanlega stór, um fjórðungur kjósenda. Hefði hún haft öruggara forskot hefði að mínu mati ekki komið til þessa sambræðings gegn henni á lokametrum… Meira

Fiskeldi Eldisfyrirtækið First Water amast við mölunarverksmiðju.

Nafni sveitarfélags ekki breytt

Skeiða- og Gnúpverjahreppur heldur nafni sínu • Kosningum frestað í Ölfusi Meira

Vegið að verslun úti á landi

„Þetta er ekki nýtt ástand en það er verið að setja flutningskostnað á fyrirtæki sem þurfa að fá sendingar frá þessum birgi út á land,“ segir Berghildur Fanney Hauksdóttir, kaupmaður á Vopnafirði Meira

Kannanir og kosningakænska

Skoðanakannanir sögðu lítt fyrir um úrslit • Mikil sveifla á lokametrum l  Góðar vísbendingar um fylgisþróun •  Geta lítt varast „taktískri“ kosningu Meira

Þetta sögðu þau á kosninganótt

‚Ef hávaðinn hérna inni væri eins og fylgið þá værum við búin að vinna þessar kosningar. Halla Hrund Logadóttir ‚Ég gæti ekki eina viku í viðbót af þessu. Ég gæti ekki svarað einu sinni enn spurningum um málskotsréttinn án þess að öskra Meira

Skógarsel Lóðarhafi áformar að bensínstöð N1 víki og allt að 30 íbúðir verði byggðar. Deiliskipulag verður unnið.

Íbúðir á lóð bensínstöðvar í Mjóddinni

Áformað er að fjarlægja þrjár bensínstöðvar í Breiðholti Meira

Árskógsströnd Bjórböðin á Árskógssandi við Eyjafjörð eru nú til sölu.

Eins og að vera í vinnu hjá bankanum

„Okkur þykir gríðarlega vænt um þetta fyrirtæki og bjórböðin eru bæði vinsæl og húsið mjög vel heppnað,“ segir Agnes Anna Sigurðardóttir, sem ásamt fjölskyldu sinni er eigandi Bjórbaðanna á Árskógssandi í Eyjafirði, en nú er fyrirtækið komið á sölu Meira

Vegur Þótt skuldir hafi hækkað nokkuð milli ára sjást batamerki í rekstri, segir Bragi Bjarnason um krefjandi stöðu í rekstri sveitarfélagsins.

Stjórnmálin komu eiginlega til mín

„Við höfum náð ágætu jafnvægi í rekstri sveitarfélagsins, þótt skuldir séu áfram miklar. Með varfærni í fjárfestingum og meiri tekjum, sem að nokkru eru óvæntar, erum við komin á miklu betri stað en var,“ segir Bragi Bjarnason sem síðastliðinn laugardag, 1 Meira

Vettvangurinn Barinn Ballers Hookah Lounge and Cigar Bar.

Þrír látnir í tveimur árásum

Þrír létu lífið og á fjórða tug hlutu benjar mismiklar í tveimur skotárásum í Bandaríkjunum aðfaranótt sunnudags. Í þeirri fyrri lét einn maður lífið og 26 særðust í bænum Akron í Ohio þar sem árásarmaður hóf skothríð á götu upp úr miðnætti að staðartíma en þar stóð þá götuveisla sem hæst Meira

Vargöld Reykjarmökkurinn stígur upp eftir enn eina loftárás Ísraela á Gasasvæðinu í gær. Milljónir eru á vergangi og margir úrkula vonar.

Taldir samþykkja geri Hamas það

Bjartsýni um vopnahléssamning til sex vikna • Neyðarhjálp, fangaskipti og endalok átaka þjóðanna • Tveir ísraelskir ráðherrar hafa uppi hótanir • Áríðandi að fyrsti liður samkomulags hefjist án tafar Meira

Nýrri netverslun lýst sem „skrímsli“

Innrás kínverska netverslunarrisans Temu á markaðinn hér á landi hefur vakið mikla athygli. Fyrirtækið auglýsir grimmt á samfélagsmiðlum og virðist uppskera því sendingum frá Kína hingað til lands hefur fjölgað hratt Meira

Helgileikur Saman í kirkjunni þar sem Bergþóra sinnir safnaðarstarfinu en Jón leikur létt á orgelið svo helgidómurinn fyllist lífi, rétt eins og vera ber.

Djákninn og Steinway

Hjónin Bergþóra og Jón eru samstarfsfólk í Skálholtskirkju • Kærleiksþjónustan • Óskalögin við orgelið Meira