Fréttir Þriðjudagur, 14. maí 2024

Umbrot Útlit er fyrir að fleiri eldgos verði á Reykjanesskaganum.

Búast má við kvikuinnskoti eða eldgosi

Öll gögn Veðurstofu Íslands benda til þess að kvikuinnskot eða eldgos sé yfirvofandi á Sundhnúkagígaröðinni. „Það er sama staða uppi og segja má að við séum í biðstöðu,“ segir Jóhanna Malen Skúladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni Meira

Birgir Þórarinsson

Kostnaður meira en 100-faldast

„Meirihluti þeirra sem sækja hér um hæli er ekki í neyð og er synjað um vernd. Þeir fá engu að síður greitt fyrir að fara aftur til síns heima, flug og sérstaka peningagreiðslu. Það er ekki eðlilegt að brottfararstyrkir geti numið allt að… Meira

Guðrún Hafsteinsdóttir

Ný landamærastefna

Ráðherra býst við tillögum í sumar • Verða í samræmi við nýjar Evrópureglur • Móttökumiðstöð við Keflavíkurflugvöll Meira

Í höllinni Margrét Þórhildur og Guðni hýr á brá á Sjálandi.

Guðni heimsótti Margréti Þórhildi

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands fundaði með Margréti Þórhildi fyrrverandi drottningu Danmerkur og móður Friðriks konungs í Fredensborgarhöll í Danmörku í gær. Guðni lætur af embætti forseta í sumar Meira

Raforka Smásölumarkaður með rafmagn hefur tekið til starfa.

Selur rafmagn á smásölumarkað

Smásölumarkaður fyrir raforku hefur tekið til starfa og seldi Landsvirkjun rúmlega 90 gígavattstundir inn á markaðinn í gær fyrir um 700 milljónir króna, að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu Meira

Strandveiðar Meðferð á aflanum er góð og stenst allar gæðakröfur.

Strandveiðarnar fara vel af stað og fiskurinn fallegur

Fiskgengdin á grunnslóð í góðu lagi l  Breytingar á lögum eru mikilvægar Meira

Hugmynd Hér má sjá drög að Sundagöngum sem næðu frá Kjalarnesi í Borgartúnið í Reykjavík.

Sundagöng koma einnig til greina

Forstjóri Vegagerðarinnar segir verkið geta hafist 2026 Meira

Rót á markhópum frambjóðenda

Fylgisaukning Höllu Tómasdóttur hefur sín áhrif • Sækir fylgi til kjósenda borgaralegu flokkanna •  Fylgið enn á hreyfingu og ekki búið að setjast •  Hörð barátta um fylgi stuðningsmanna Samfylkingar Meira

Forsetakjör Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar í Holtagörðum í Reykjavík.

Atkvæðagreiðsla fer hægt af stað

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar í forsetakosningum fer hægt af stað, samkvæmt upplýsingum frá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Alls hafa 2.220 greitt atkvæði og af þeim atkvæðum voru 1.418 greidd á höfuðborgarsvæðinu Meira

Dekkjaskipti Nú skal hafa hraðar hendur og skipta um dekkin.

Allt að 80 þúsund króna sekt

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu byrjuð að sekta fyrir nagladekkin Meira

Framkvæmd Vatnspósturinn í Aðalstræti fær brátt andlitslyftingu.

Vatnspósturinn verður lagfærður

Tillaga um endurgerð gamla vatnspóstsins í Aðalstræti var samþykkt á fundi menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs á föstudag. Eins og Morgunblaðið greindi frá á dögunum lagði Stefán Pálsson, fulltrúi VG í ráðinu, tillöguna fram en afgreiðslu hennar var frestað á fundi í apríl Meira

Selfoss Svona munu stóru timburhúsin tvö sem nú er verið að reisa syðst í nýja miðbænum á Selfossi líta út. Þau snúa út að Eyravegi

Amtmannshúsið og Hótel Akureyri

Framkvæmdir eru hafnar við uppsteypu tveggja húsa í 2. hluta hins nýja miðbæjar á Selfossi. Húsin eru reist á lóðunum að Eyravegi 3-5 sem er syðst og vestast á miðbæjarsvæðinu og eru í stíl við aðrar byggingar þar Meira

Spánn Ekkert sendiráð þar enn.

Til skoðunar að opna sendiráð í Madríd

„Gríðarlega mikið álag er á kjörræðismenn Íslands“   Meira

Sævarhöfði Var athafnasvæði malbikunarstöðvarinnar Höfða um árabil. Haustið 2021 hófst flutningur Höfða á nýja lóð við Álhellu í Hafnarfirði.

Jarðefnið geymt á Sævarhöfða

Reykjavíkurborg hefur fallist á að geyma mengað jarðefni á lóð Höfða • Áður hafði borgin synjað því að geyma efnið á lóðinni • Verði geymt í lokuðum og lekaheldum ílátum • Ný leið fyrir vörubíla lögð Meira

Skipulag Tvöfalda á byggingarmagn og bæta við nýju hafnarsvæði.

Kosið um mölunarverksmiðju og höfn

Samhliða komandi forsetakosningum boðar Sveitarfélagið Ölfus til íbúakosningar um aðal- og deiliskipulagstillögur vegna mölunarverksmiðju og hafnar í Keflavík við Þorlákshöfn. Aðalskipulagsbreyting gerir ráð fyrir tillögu að iðnaðar- og hafnarsvæði… Meira

Gervigreind Nú er hægt að láta gervigreind búa til uppskriftir að kaffi.

Lét gervigreind búa til uppskrift að kaffi

Ætlar að nýta kaffið til að vekja athygli á fyrirtæki sínu Meira

Skálmöld Liðsmenn öryggissveita í Súdan sjást hér vopnaðir öflugri vélbyssu í austurhluta landsins.

Stórfellt mannfall vofir yfir

Hætta er nú talin á umfangsmestu hungursneyð sem heimurinn hefur staðið frammi fyrir • Heimili fólks, bæir og innviðir eru rústir einar • Hryllilegt ofbeldi Meira

Deilur Samsett mynd af Siljanovsku-Davkovu og Mitsotakis.

Deilt á ný um nafn Norður-Makedóníu

Deilur milli Grikklands og Norður-Makedóníu um nafn síðarnefnda landsins hafa blossað upp að nýju eftir að Gordana Siljanovska-Davkova, nýr forseti Norður-Makedóníu, sleppti orðinu „norður“ þegar hún sór embættiseið um síðustu helgi Meira

Greiddu brottför um 500 hælisleitenda

Alls nam fjöldi þeirra umsækjenda um alþjóðlega vernd sem fengu synjun, en voru aðstoðaðir fjárhagslega við heimför, 493 manns á síðasta ári sem er mikil fjölgun frá fyrri árum. Frá árinu 2018 er fjöldinn 698 manns Meira

Söngur Krökkunum var skipt upp í hópa og sungu þau með nýjum félögum.

Krakkarnir með bros á vör eftir kóramótið

„Krakkarnir eru í skýjunum með ferðina. Ég er búin að hitta nokkur þeirra í dag og þau eru öll með sælubros á vör og glöð. Mér finnst þau hafa stækkað rosalega við þetta,“ segir Brynhildur Auðbjargardóttir, stjórnandi kórs Öldutúnsskóla Meira