[ Fara í meginmál | Forsíða | Veftré ]

Fréttir af Burnley

Íþróttir | mbl | 28.4 | 19:05

Ákærður eftir heimsókn á Old Trafford

Atvikið átti sér stað í leik Manchester United og Burnley.

Stuðningsmaður enska knattspyrnufélagsins Burnley hefur verið ákærður fyrir níðsöngva um München-flugslysið er liðið heimsótti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gær. Meira

Íþróttir | mbl | 27.4 | 16:52

Jöfnuðu í lokin á Old Trafford (myndskeið)

Burnley sótti dýrmætt stig á Old Trafford í dag þegar liðið náði þar jafntefli, 1:1, gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Meira

Íþróttir | mbl | 27.4 | 13:30

Manchester United - Burnley sýndur beint á mbl.is

Rasmus Hojlund og liðsfélagar hans í Manchester United taka...

Leikur Manchester United og Burnley í 35. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, sem fram fer á Old Trafford í Manchester, verður sýndur beint hér á mbl.is í dag en hann hefst klukkan 14. Meira

Íþróttir | mbl | 22.4 | 22:40

Jóhann Berg trúir á kraftaverk

Jóhann Berg Guðmundsson, Vincent Kompany og Zeki Amdouni...

Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður Burnley, segir alla hjá enska félaginu hafa trú á því að liðið geti haldið sér uppi í ensku úrvalsdeildinni. Meira

Íþróttir | mbl | 22.4 | 22:00

Eiður Smári: Gaman fyrir okkur Íslendingana

„Heilt yfir hefur hann átt mjög góðan feril,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen í Vellinum á Símanum Sport þegar rætt var um Jóhann Berg Guðmundsson og Burnley. Meira

Íþróttir | mbl | 20.4 | 16:26

Frábær úrslit fyrir Burnley – 11 mörk í tveimur leikjum

 Jóhann Berg Guðmundsson skoraði hans fyrsta mark á tímabilinu í dag.

Burnley vann sterkan 4:1 sigur á Sheffield United í botnslag ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag. Luton tapaði gegn Brenford, 5:1 á heimavelli en þeir eru einnig í fallbaráttu, í sætinu fyrir ofan Burnley. Meira

Íþróttir | mbl | 20.4 | 15:55

Glæsilegt fyrsta mark Jóhanns á tímabilinu (myndskeið)

Það tók íslenska landsliðsmanninn, Jóhann Berg Guðmundsson, aðeins nokkrar sekúndur að skora eftir að hann kom inn á sem varamaður í leik Burnley gegn Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í dag. Meira

Íþróttir | mbl | 20.4 | 13:30

Leikur Jóhanns og félaga sýndur beint á mbl.is

Jóhann Berg Guðmundsson og liðsfélagar hans í Burnley...

Jóhann Berg Guðmundsson og liðsfélagar hans í Burnley heimsækja Sheffield United í 34. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Fer leikurinn fram fer á Bramall Lane í Sheffield og verður sýndur beint hér á mbl.is í dag en hann hefst klukkan 14. Meira

Íþróttir | mbl | 13.4 | 19:09

Ævintýralegt sjálfsmark hjá lánlausum Burnley mönnum (Myndband)

Staða Burnley í fallbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar er svört og hræðileg mistök Arijanet Muric bættu gráu ofan á svart þegar liðið mætti Brighton í dag. Meira

Íþróttir | mbl | 11.4 | 11:45

Stjórinn fékk tveggja leikja bann

Vincent Kompany er í erfiðri fallbaráttu með Burnley.

Vincent Kompany, knattspyrnustjóri Burnley, er kominn í tveggja leikja bann í ensku úrvalsdeildinni. Meira

Íþróttir | mbl | 6.4 | 17:30

Ótrúlegur klaufaskapur í Liverpool (myndskeið)

Arijanet Muric, markvörður Burnley, gerði sig sekan um hræðileg mistök er liðið tapaði fyrir Everton, 0:1, á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Meira

Íþróttir | mbl | 6.4 | 16:08

Jóhann tapaði í Liverpool – ótrúlegur leikur í Birmingham

Dominic Calvert-Lewin skoraði sigurmark Everton.

Everton tók stórt skref í áttina að áframhaldandi veru í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta með heimasigri á Burnley í dag, 1:0. Everton er nú með 29 stig og fjórum stigum fyrir ofan fallsæti. Meira

Íþróttir | mbl | 2.4 | 22:40

Úlfurinn spillti gleðinni (myndskeið)

Rayan Ait-Nouri, leikmaður Úlfanna, kom í veg fyrir kærkominn sigur Burnley í botnbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu þegar hann jafnaði metin í 1:1-jafntefli liðanna í kvöld. Meira

Íþróttir | mbl | 30.3 | 17:35

Rautt spjald og vippa beint á markið (myndskeið)

Chelsea og Burnley skildu jöfn, 2:2, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag, þrátt fyrir að Chelsea hafi í tvígang komist yfir og verið einum fleiri frá 40. mínútu. Meira

Íþróttir | mbl | 30.3 | 14:30

Chelsea – Burnley sýndur beint á mbl.is

Mauricio Pochettino og lærisveinar hans í Chelsea fá...

Leikur Chelsea og Burnley í 30. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, sem fram fer á Stamford Bridge í Lundúnum verður sýndur beint hér á mbl.is í dag en hann hefst klukkan 15. Meira