Rjúpnaveiðin ágæt í haust

23.11. Síðasti dagur til að stunda rjúpnaveiði í ár var sunnudaginn 17. nóvember og virðist sem rjúpnaveiðin þetta haustið hafi almennt gengið nokkuð vel og flestir veiðimenn sem stunduðu veiðar fengið nóg í hátíðarmatinn þessi jól. Talið er að rúmlega 5.000 manns gangi til rjúpna á hverju hausti. Meira »

Flóð og fjara

30. maí Fjara Flóð Fjara Flóð Fjara
Reykjavík   0:25
3,2 m.
6:52
1,0 m.
13:05
3,1 m.
19:18
1,1 m.
Ísafjörður   2:27
1,8 m.
9:04
0,5 m.
15:09
1,6 m.
21:25
0,6 m.
Siglufjörður   4:38
1,1 m.
10:57
0,3 m.
17:31
1,1 m.
23:34
0,4 m.
Djúpivogur 3:55
0,8 m.
10:04
1,7 m.
16:16
0,8 m.
22:44
1,8 m.
 

Heimild: Sjómælingar Íslands

Veiða.is mun sjá um sölu í Hvolsá og Staðarhólsá

22.11. Veiðifélag Hvolsár og Staðarhólsá í Dölum bauð á dögunum út veiðirétt á starfssvæði félagsins fyrir næstu þrjú sumur. Nokkur tilboð bárust en niðurstaða stjórnar félagsins var hins vegar að taka engu þeirra tilboða. Meira »

Grein um uppruna laxa sem veiðast á Íslandsmiðum

20.11. Inn á vef Veiðimálastofnunar er greint frá nýlegri grein um rannsókn á uppruna og lífssögu 186 laxa sem veiddust á Íslandsmiðum sem meðafli í makrílveiðum í íslenskri fiskveiðilögsögu árin 2007 til 2010 Meira »

Laxasetrið á Blönduósi hættir rekstri

18.11. Fram kemur á Húnahorninu að Laxasetrið ehf. á Blönduósi hefur hætt rekstri, en það var opnað á Efstubraut þar í bæ árið 2012. Meira »

Nánast engin útköll vegna rjúpnaveiðimanna

16.11. Samkvæmt upplýsingum frá Skotveiðifélagi Íslands þá voru bara tvö útköll til björgunarsveita vegna skotveiðimanna á þessu rjúpnaveiðitímabili. Meira »

Veiðikynning hjá Lax-Á

16.11. Fram kemur kemur í sérstakri tilkynningu frá veiðifélaginu Lax-Á að fyrsta svokallaða klúbbkvöld vetrarins fyrir meðlimi í vildarklúbbi félagsins verður haldið á næstkomandi fimmtudag. Meira »

Veiðikortið 2016 að verða klárt

13.11. Veiðikortið hefur verið gefið síðastliðinn 12 ár og nú styttist í 13 útgáfu þess. Fram kemur á heimasíðu þess að nú sé verið að leggja loka hönd á Veiðikortið 2016 og er gert ráð fyrir að það komi í almenna sölu um næstu mánaðamót. Meira »

Ráðist í vegbætur við Straumfjarðará

11.11. Samkvæmt upplýsingum frá leigutökum að Straumfjarðará á Mýrum þá verður ráðist í vegbætur við ána fyrir næsta sumar. Þá verður neðsta svæðið í ánni mun aðgengilegra. Meira »

Hreggnasi annast sölu á haustveiðinni í Hofsá

9.11. Fram kemur í tilkynningu frá veiðifélaginu Hreggnasa fyrr í dag að félagið hafi tryggt sér sölurétt á veiðileyfum í haustveiðinni í Hofsá í Vopnafirði næstu þrjú árin. Meira »

Rjúpnaveiði betri en í fyrra

9.11. Að sögn Dúa J. Landmark hjá Skotveiðifélagi Íslands þá heyrist honum almennt á veiðimönnum, sem hann er í sambandi við, að rjúpnaveiðarnar í ár hafi gengið þokkalega vel og mun betur en í fyrra. Meira »

Áform um virkjun Þjórsár frá sjónarhóli veiðimannsins

3.11. Kristján Friðriksson heldur úti vefsíðu sem hann kallar Flugur og skröksögur þar sem hann greinir frá ýmsu í persónulegri reynslu sinni við silungsveiðar, auk þess sem þar er að finna ógrynni upplýsinga um allt sem viðkemur silungsveiði með flugu. Meira »

Starir taka hluta af Nesveiðunum

2.11. Landeigendur að svokölluðum Nesveiðum í Laxá í Aðaldal hafa gengið til samstarfs við veiðifélagið Starir sem mun annast að hluta sölu á veiðileyfum þar næsta sumar. Meira »

Metveiði í Refasveitinni

1.11. Mjög vel veiddist í Laxá í Refasveit í sumar eftir fremur rólega byrjun. Kom í ljós þegar talið hafði verið upp úr veiðibókinni eftir að veiði lauk hinn 21. september síðastliðinn að metveiði var í ánni og voru lokatölur 501 lax. Meira »

Lokatölur úr Rangánum.

29.10. Síðasti veiðidagur í Ytri og Eystri Rangá var þann 20. október. Var þriðja besta veiði frá upphafi í Ytri ánni, en fremur róleg í þeirri eystri miðað við oft áður. Meira »

Fylgst með ferðalagi gæsa

28.10. Arnór Þórir Sigfússon dýravistfræðingur hjá verkfræðistofunni Verkís hf. hefur unnið að verkefni við að koma á staðsetningarbúnaði á gæsir svo hægt sér að kortleggja ferðir þeirra nokkuð nákvæmlega. Meira »