Gæsaveiðitímibilið hafið

Í gær, 15:35 Heimilt var að byrja skotveiðar á grágæs og heiðargæs 20. ágúst og stendur tímabilið til 15. mars ár hvert. Báðir stofnar munu standa vel að vígi og hefur fjöldi heiðargæsa margfaldast hér á landi síðustu áratugi. Meira »

Flóð og fjara

23. ágúst Fjara Flóð Fjara Flóð Fjara
Reykjavík 1:15
0,1 m.
7:20
4,1 m.
13:27
0,1 m.
19:36
4,3 m.
 
Ísafjörður 3:23
0,1 m.
9:19
2,3 m.
15:33
0,2 m.
21:28
2,5 m.
 
Siglufjörður 5:43
0,1 m.
12:00
1,4 m.
17:45
0,2 m.
   
Djúpivogur   4:25
2,2 m.
10:35
0,2 m.
16:50
2,4 m.
23:02
0,3 m.

Heimild: Sjómælingar Íslands

Stórlax í mynd hjá Vaka

í fyrradag Íslenska hátæknifyrirtækið Vaki fiskeldiskerfi hf. er leiðandi á heimsvísu við þróun og framleiðslu á búnaði sem telur og mælir lifandi fiska. Um helgina synti í gegnum teljara á vegum fyrirtækisins einn stærsti lax sem mældur hefur verið í mynd hjá fyrirtækinu. Meira »

Ágæt silungsveiði í Hörgá

20.8. Inn á vef Stangveiðifélags Akureyrar kemur fram að ágæt veiði sé búin að vera í Hörgá í Hörgársveit það sem af er sumri og hafi það aðallega verið sjóbleikjan sem hafi verið að koma á land. Meira »

Svört skýrsla um villta laxinn í Noregi

17.8. Í Fiskifréttum í morgun er greint frá norskri skýrslu þar sem fram kemur að mikil ógn steðjar að villtum laxastofnum í Noregi og allar helstu ástæður hennar séu raktar til laxeldis í sjókvíum. Meira »

Annar risi á land úr Hofsá

17.8. Í vikunni kom annar stórlax á land úr Hofsá i Vopnafirði en í upphafi mánaðarins veiddist 109 cm hængur úr Skógarhvammshyl.  Meira »

Vikuleg samantek á laxveiðinni

17.8. Vikuleg samantekt Landsambands veiðifélaga á veiði í laxveiðiám á landinu birtist í gærkvöldi. Samkvæmt samantektinni er Ytri Rangá langefst á listanum og ljóst á tölunum að þar er mikil veiði þessa daganna. Meira »

Góð veiði í Norðlingafljóti

16.8. Að sögn Jóhannesar Sigmarssonar, leigutaka Norðlingafljóts í Borgarfirði, er mjög góð veiði í ánni þessa daganna.  Meira »

Ágæt veiði í Laxárdal

15.8. Að sögn Bjarna Höskuldssonar, tilsjónarmanns með urriðasvæðinu í Laxárdal í Þingeyjarsýslu, hefur veiði verið fín upp á síðkastið hjá þeim sem þekktu vel til. Meira »

Veiðiþjófur gómaður í Norðurá

15.8. Inn á vef Skessuhornsins er greint frá því að franskur ferðamaður hafi verið gripinn glóðvolgur seint í gærkvöldi við spúnaveiðar í laxastiganum í fossinum Glanna í Norðurá í Borgarfirði. Meira »

Fremur rólegt í Veiðivötnum

14.8. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Veiðifé­lagi Land­manna­af­rétt­ar þá var áframhald á fremur rólegri veiði í Veiðivötnum í áttundu veiðivikunni sem þó er nálægt meðalveiði síðustu ára. Fór veiði vel af stað í vötnunum í upphafi en svo dró fremur úr henni eftir fjórðu vikuna. Meira »

Hnúðlax á land í Hafralónsá

13.8. Enn berast fréttir af veiddum hnúðlöxum og að þessu sinni frá Hafralónsá þar einn slíkur veiddist þann 7. ágúst síðastliðinn. Meira »

Blöndulón komið á yfirfall

12.8. Samkvæmt upplýsingum frá Landsvirkjun þá er Blöndulón komin á yfirfall og þar með versna skilyrði til veiða í Blöndu til mikilla muna. Meira »

Laxveiði glæddist í kjölfar úrkomu

12.8. Veiðin gekk vel í flestum ám síðustu viku en skilyrði til veiða voru víða betri en vikuna á undan. Skýrist það af úrkomu og betri vatnsbúskap í kjölfarið en jafnframt var ekki jafn sólríkt og lægra hitastig. Meira »

Hnúðlax á land í Þistilfirði

11.8. Fleiri fréttir hafa verið að berast af veiddum hnúðlöxum víða um land þetta sumarið og á þriðjudaginn veiddist einn til viðbótar í Sandá í Þistilfirði. Meira »

Laxveiðin róleg í Mýrarkvísl

11.8. Að sögn Matthíasar Þórs Hákonarsonar sem annast veiðirétt á Mýrarkvísl í Þingeyjarsýslu þá hefur laxveiðin þar verið rólegri en síðustu sumur en þó kom gott skot í hana með veðrabrigðum síðustu daga. Meira »