Stórauknar sleppingar í Eystri Rangá

9.12. Inn á vefsíðu stangveiðifélagsins Lax-á er greint frá því að sleppingu sjógönguseiða í Eystri Rangá hafi verið stórauknar síðastliðið vor miðað við fyrri ár. Í sumar gengu þessar sleppingar vel og voru þær þrefalt meiri en árin á undan. Meira »

Flóð og fjara

16. desember Fjara Flóð Fjara Flóð Fjara
Reykjavík   5:22
3,8 m.
11:33
0,8 m.
17:34
3,6 m.
23:42
0,8 m.
Ísafjörður 1:11
0,4 m.
7:26
2,0 m.
13:41
0,4 m.
19:28
1,8 m.
 
Siglufjörður 3:11
0,3 m.
9:19
1,1 m.
15:30
0,2 m.
21:57
1,0 m.
 
Djúpivogur   2:33
2,0 m.
8:47
0,5 m.
14:40
1,7 m.
20:44
0,4 m.

Heimild: Sjómælingar Íslands

Bók um Selá fyrir jólin

11.12. Prentsmiðjan Litróf ehf. gefur út fyrir þessi jól bók um Selá í Vopnafirði í ritstjórn Guðmundar Guðjónssonar sem hefur gegnum tíðina getið sér gott orð fyrir útgáfu veiðibóka fyrir jólin. Meira »

Niðurstöður fiskrannsókna í Jökulsárlóni

2.12. Rannsóknarfyrirtækið Laxfiskar ehf. hefur birt niðurstöður á fyrstu fiskirannsóknum sem farið hafa fram í vatnakerfi Jökulsárlóns á Breiðamerkursandi. Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur annaðist þessar rannsóknir sem fór fram frá byrjun sumars 2014 og fram eftir sumri 2015. Meira »

Góð tófu- og minkaveiði á Suðurlandi

30.11. Inn á vefsíðunni veidin.is er greint frá skotveiðimönnum sem voru við tófuveiðar á Suðurlandi um nokkra daga í kringum síðustu helgi og náðu alls 16 tófum. Meira »

Athugasemdir við fyrirætlanir Fiskeldis Austurlands

23.11. Landssamband veiðifélaga gerir fjölmargar athugasemdir við fyrirætlanir Fiskeldis Austurlands um allt að 21.000 tonna eldisframleiðslu í Berufirði og Fáskrúðsfirði. Meira »

Samningar endurnýjaðir um Hofsá í Vopnafirði

22.11. Inn á veiðifréttasíðunni Vötnogveiði kemur fram að Veiðiklúbburinn Strengur hefur framlengt leigusamning við landeigendur við Hofsá til næstu 6 ára. Meira »

Miklar sveiflur á veiði úr Hlíðarvatni

17.11. Inni á veiðivefnum flugur.is er að finna samantekt á silungsveiðinni í Hlíðarvatni í Selvogi í sumar sem löngum hefur verið eitt gjöfulasta vatn til bleikjuveiða á landinu. Miklar sveiflur hafa einkennt veiðina þar síðustu árin. Meira »

Ráðstefna um veiðistjórnun

16.11. Umhverfisstofnun mun standa fyrir ráðstefnu föstudaginn 24. nóvember á Grand hótel Reykjavík á milli klukkan 13:00 og 17:00 sem ber yfirskriftina: Veiðistjórn í sátt við samfélag og náttúru. Meira »

Skotvopn haldlögð hjá fimm veiðimönnum

14.11. Fram kemur á sunnlenska fréttamiðlinum Sunnlenska að lögreglan á Suðurlandi hafði afskipti af 61 rjúpnaveiðimanni um síðustu helgi í eftirlitsferðum um Fjallabak nyrðra, uppsveitir Árnessýslu og í kringum þjóðgarðinn á Þingvöllum. Meira »

Rjúpnaveiðin gengið mjög vel

13.11. Að sögn Dúa Landmark, fyrrverandi formanns Skotveiðifélags Íslands, þá er það hans tilfinning að rjúpnaveiði þetta haustið hafi gengið vel og sé mun meiri en mörg undanfarin ár. Líklega væri veiðin sú besta frá því að veiðar voru leyfðar aftur árið 2006 eftir rjúpnaveiðibann á árunum 2003 til 2005. Meira »

„Sennilega alin upp af fólki“

10.11. „Hún heldur sennilega að hún sé grágæs,“ segir Jóhann Óli Hilmarsson, formaður Fuglaverndarfélags Íslands. Heiðagæs heldur til við Reykjavíkurtjörn ásamt hópi grágæsa. Gæsin er brúnleit, smærri en grágæs og með bleikan gogg og fætur. Meira »

Telja rétt að falla frá virkjun Svartár

9.11. Náttúrvernd Þingeyinga fékk til umsagnar frummatsskýrslu vegna áforma um virkjun á allt að 9,8 MW virkjun Svartár í Bárðardal og á fundi þann 1. nóvember síðastliðinn þar sem nefndin kynnti sér fyrirliggjandi gögn og fór yfir málið í heild sinni. Meira »

87 ára rjúpnaskytta

2.11. Inn á skagfirska fréttamiðlinum Feyki er greint frá rjúpnaskyttunni Sigurfinni Jónssyni á Sauðárkróki sem 87 ára og er enn að og hefur stundað rjúpnaveiðar í 72 ár. Telja margir að um heimsmet sé að ræða. Meira »

SKOTVIS brýnir fyrir mönnum að gæta hófs

1.11. Af gefnu tilefni og vegna frétta af góðri rjúpnaveiði víða um land, fyrstu helgi af fjórum á þessu veiðitímabili, sá stjórn Skotveiðifélags Íslands ástæðu til að minna skotveiðimenn á að gæta hófs við veiðarnar. Meira »

Stangveiðifélag Reykjavíkur með langhæsta tilboðið í Straumfjarðará

28.10. Veiðifélag Straumfjarðarár á sunnanverðu Snæfellsnesi auglýsti á dögunum eftir tilboðum í veiðirétt til næstu fimm ára og þegar tilboðin voru opnuð á miðvikudaginn kom í ljós að Stangveiðifélag Reykjavíkur var með risatilboð í ána til næstu fimm ára. Meira »