Stærstu birtingarnir það sem af er vori

Stærsti birtingurinn sem veiðst hefur til þessa í vor. 95 …
Stærsti birtingurinn sem veiðst hefur til þessa í vor. 95 sentímetrar sem Jón Kristinn Jónsson landaði í Hörgsá á Síðu. Ljósmynd/B. Löve

Stærsti sjóbirtingurinn sem veiðst hefur til þessa það sem af er apríl mældist 95 sentímetrar og veiddist í Hörgsá á Síðu í byrjun mánaðarins. Jón Kristinn Jónsson fékk fiskinn á opnunardegi. Næst stærstur er birtingurinn sem Þorgeir Þorgeirsson fékk í Eldvatni í opnunarhollinu þar. Hann mældist 93 sentímetrar.

Þetta eru einu 90 plús fiskarnir sem Sporðaköst hafa upplýsingar um það sem af er veiðitíma. Vel kann að vera að þeir séu fleiri og ábendingar um það eru vel þegnar.

Sá næst stærsti sem við höfum frétt af frá opnunardögum. …
Sá næst stærsti sem við höfum frétt af frá opnunardögum. Þorgeir Þorgeirsson fékk þennan í Eyjarofi í Eldvatni og mældist hann 93 sentímetrar. Ljósmynd/Alexander Stefánsson

Undanfarin ár höfum við tekið saman um miðjan apríl stærstu sjóbirtingana sem veiðst hafa í opnunum. Nú kveður við annan tón en verið hefur undanfarin ár. Mun færri risafiskar hafa veiðst samanborið við vorið 2023 og 2022.

Þegar listinn vorið 2022 er skoðaður þá leit hann svona út.

Maros Zatko fékk 98 sentímetra fisk úr Skaftá.

Einn 96 sentímetra var skráður úr Ármótum í Geirlandsá.

95 sentímetra fiskur úr Vatnamótum.

Veiðistaðurinn Siggi í Tungulæk gaf 93 sentímetra birting á Black Ghost.

Eyjarof í Eldvatni gaf 90 sentímetra fisk sem tók Squirmy wormy.

Vorið í fyrra, 2023 var enn magnaðra.

Þá landaði Maros Zatko, góðkunningi Sporðakasta 102 sentímetra birtingi í Ármótum í Geirlandsá.

Nokkrum dögum áður hafði 100 sentímetra fiski verið landað í Tungulæk. Þar var að verki Hafþór Hallsson.

Fjölmargir fiskar á bilinu 90 til 96 sentímetrar voru færðir til bókar síðasta vor. Þess mátti svo sjá stað í haustveiðinni í fyrra að minna var af þessum allra stærstu en verið hafði árin á undan. Það virðist svo vera að staðfestast núna í vorveiðinni.

Höskuldur með einn af mörgum úr Tungulæk um helgina. Þetta …
Höskuldur með einn af mörgum úr Tungulæk um helgina. Þetta er fallegur geldfiskur og holdafarið til fyrirmyndar. Nánast eins og nýgenginn smálax. Ljósmynd/Jón Aðalsteinn Sæbjörnsson

Á móti kemur að víða er meira magn af geldfiski en menn hafa verið að sjá áður. Þannig er það til að mynda í Tungulæknum og þar er búið að veiða 530 birtinga frá 1. apríl. Hollið sem var að hætta á hádegi í dag var með 204 fiska eftir þriggja daga veiði. Sporðaköst heyrðu hljóðið í þeim Höskuldi B. Erlingssyni og Jóni Aðalsteini Sæbjörnssyni sem voru í því holli og Sporðaköst náðu tali af þeim á heimleið.

„Já. Það var ótrúlegt magn af fiski en það vantaði þessa allra stærstu, miðað við hvernig þetta hefur verið síðustu ár. Við vorum einmitt að ræða þetta við Alli,“ svaraði Höskuldur aðspurður um hvort þetta væru möguleg kynslóðaskipti í birtingnum. Að þeir allra stærstu væru í bili búnir að syngja sitt síðasta, allavega í því magni sem var síðustu ár.

Hollið sem kláraði á hádegi í dag í Tungulæk fékk …
Hollið sem kláraði á hádegi í dag í Tungulæk fékk margvísleg verkefni frá veðurguðunum. Svona var aðkoman að morgni annars veiðidags. Ljósmynd/Höskuldur B. Erlingsson

„Þeir eru til staðar en það virðist vera minna af þeim en fyrri ár. Ég setti nú einn í þessum flokki og hann var klárlega mun stærri en sá stærsti sem ég landaði, en hann var 82 sentímetrar. Ég setti í hann í Holunni og eftir fimmtán mínútur, bremsu í mestu herslu og mikil átök þá komst hann út í Skaftá og skyndilega var bara hár smellur og stöngin brotnaði. Hann var farinn. En þetta var fiskur í yfirstærð.“

Alli var með Höskuldi þegar sá stóri hafði betur og staðfestir lýsingarnar. Það var að heyra á þeim félögum að fiskimagnið í Tungulæk sé meira en þeir hafa áður upplifað. Það var hins vegar magnað að slást við þessa fiska segja þeir, þar sem mikið var af feitum og sterkum geldfiski í aflanum.

Þú ert með handfrjálsan búnað í bílnum er það ekki?

Höskuldur hlær. „Jú. Að sjálfsögðu.“

Það var svo sem ekki við öðru að búast, en Höskuldur er lögreglþjónn og hefur látið öryggi vegfarenda til sín taka í Húnavatnssýslum í gegnum tíðina.

Hvort sem að þessir allra stærstu eiga eftir að láta sjá sig í veiðinni síðar í mánuðinum eða jafnvel bara í haust, kemur í ljós. Það getur líka verið að þessi kynslóð sem náði þessari miklu stærð sé hreinlega búin að ljúka hlutverki sínu og bíða þurfi eftir nýjum svona toppi. Tíminn einn mun leiða það í ljós.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert