Ákærður eftir heimsókn á Old Trafford

Atvikið átti sér stað í leik Manchester United og Burnley.
Atvikið átti sér stað í leik Manchester United og Burnley. AFP/Oli Scarff

Stuðningsmaður enska knattspyrnufélagsins Burnley hefur verið ákærður fyrir níðsöngva um München-flugslysið er liðið heimsótti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Myndband af stuðningsmanninum, þar sem mátti sjá hann gera grín að slysinu, fór í dreifingu á samfélagsmiðla.

München-flugslysið varð þann 6. febrúar árið 1958. Í því létust átta leikmenn Manchester United og alls 23 manns.

Ný lög tóku gildi í ágúst á síðasta ári, en samkvæmt þeim er tekið harðar á söngvum um harmleiki á knattspyrnuvöllum. 

Stuðningsmaðurinn, sem er á fimmtugsaldri, gæti átt yfir höfði sér fangelsisvist, sekt og bann frá knattspyrnuvöllum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert