Haraldur Örn - haus
11. maí 2010

Snjólétt á Öræfajökli

Hvannadalshnukur-1 Ég fór fyrir hópi fólks sem gekk á Hvannadalshnúk á laugardaginn. Veðrið var með allra besta móti, sól og hægur vindur. Á köflum var nánast of heitt til göngu. Færið á uppleiðinni var mjög hart og gott en það leyndi sér ekki hversu snjólétt var á jöklinum. Örlítil aska hefur greinilega sest á jökulinn sem sýndi sig í því að hann var ekki eins skjannahvítur og hann á að sér að vera á þessum árstíma. Á niðurleiðinni fór færið að mýkjast og voru margir sem stigu niður í sprungur. Það er því full ástæða til að fara varlega á Öræfajökli á næstunni. Sprungurnar munu þó ekki loka leiðinni fyrr en líða tekur á sumarið.
mynd
10. maí 2010

Á toppi tilverunnar

Í dag eru nákvæmlega 10 ár frá því að ég náði Norðurpólnum eftir tveggja mánaða úthald á Norður-Íshafinu. Að baki voru 770 kílómetrar í loftlínu en gengin vegalengd var mun lengri. Ég hef líklega aldrei verið jafn þreyttur enda hafði ég gengið í 32 klukkustundir án hvíldar síðasta áfangann. Síðustu dagarnir voru mjög erfiðir meðal annars sökum þess að ísinn var að reka á móti mér í allt… Meira
mynd
7. maí 2010

Myndir frá Þverártindsegg

Fjallafélagið fór ógleymanlega ferð á Þverártindsegg laugardaginn síðasta. Samtals voru 31 manns í ferðinni sem skipt var í tvo hópa. Þverártindsegg er eitt glæsilegasta fjall landsins eins og myndirnar bera með sér. Gengið var úr Kálfafellsdal í Suðursveit en sú leið er mjög brött og aðeins á færi þeirra sem hafa góða reynslu af fjallgöngum. Alls tók gangan um 9 tíma upp og niður. Hægt er að… Meira
mynd
1. maí 2010

Myndir af Vífilsfelli

Fór um daginn á Vífilsfell með hóp Fjallafélaga. Það var sakleysisleg snjókoma við upphaf ferðar. Þegar leið á ferðina fór hálka að myndast á gönguleiðinni. Niðurleiðin endaði með að verða mjög krefjandi þar sem varla var stætt á köflum vegna fljúgandi hálku. Á köflum voru ekki önnur ráð en að setjast á afturendann og láta sig gossa niður. Með góðri þolinmæði komust allir heilir niður. Myndir úr… Meira
mynd
30. apríl 2010

Mannbroddar

Mannbroddar eru nauðsynlegur búnaður á flestum jöklaferðum og erfiðari fjallgöngum að vetri til. Margir hafa stigið sín fyrstu skref á broddum í hlíðum Hvannadalshnúks og upplifað hversu gott grip þeir veita í snjó og ís. Gaddarnir eru flugbeittir og vissara að beita þeim rétt. Ekki er mælt með að stíga á tærnar á ferðafélögunum eða krækja þeim í buxnaskálmar. Slíkt vill þó henda þegar þessi… Meira
mynd
29. apríl 2010

Þverártindsegg

Þverártindsegg er 1.554 metra há og eitt af glæsilegustu fjöllum landsins. Eggin rís hátt yfir Kálfafellsdal í Suðursveit. Hægt er að velja um tvær leiðir á fjallið. Annars vegar er hægt að fara upp úr sjálfum Kálfafellsdalnum en hins vegar er hægt að ganga frá bænum Reynivöllum. Leiðin úr Kálfafellsdal er töluvert brattari. Þá er farið úr Eggjadal sem er hliðardalur frá Kálfafellsdal.… Meira
mynd
28. apríl 2010

Drykkir og fjallgöngur

Í fjallgöngum verður líkaminn fyrir miklu vökvatapi. Það fer mikil orka í að ganga upp í móti og við það tapast vökvi með svita. Göngurnar geta oft verið langar. Til dæmis tekur ganga á Hvannadalshnúk um 14 tíma. Á þeim tíma brennir líkaminn mikilli orku og tapar miklum vökva. Vökvaskortur er mjög hættulegur líkamanum og dregur mjög úr orku. Þess vegna er það eitt það mikilvægasta sem fólk verður… Meira
mynd
27. apríl 2010

Hafnarfjall

Margir tengja Hafnarfjall við rok og brattar skriður og er það ekki að ástæðulausu. Það eru ekki allir sem vita að fjallið hefur aðrar og jákvæðari hliðar. Hafnarfjall er nefnilega gríðarlega skemmtilegt fjall að ganga á. Leiðin upp norður hrygg fjallsins er einstaklega aðgengileg og falleg og útsýnið er ekki til að spilla fyrir. Hæsti tindurinn nefnist Gildalshnúkur og er hann nokkuð brattur en… Meira
mynd
23. apríl 2010

Banff fjallamyndahátíðin

Á mánudag og þriðjudag er komið að hinni árlegu kvikmyndahátíð sem kennd er bið Banff í Kanada. Það er Íslenski alpaklúbburinn sem stendur fyrir því að bjóða íslensku fjallafólki upp á þessa myndaveislu. Um er að ræða samantekt af bestu myndum Banff kvikmyndahátíðarinnar sem fjalla um klifur, skíðamennsku, kajak-leiðangra og fallhlífastök svo eitthvað sé nefnt. Sýningarnar verða 26. og 27.… Meira
mynd
14. apríl 2010

Hrútsfjallstindar

Hrútsfjallstindar (1.875m) í Öræfum eru meðal glæsilegustu fjalla landsins. Þeir eru milli Skaftafellsjökuls og Svínafellsjökuls og er næsti nágranni þeirra sjálfur Hvannadalshnúkur. Ganga á Hrútsfjallstinda er í algerum sérflokki með óviðjafnanlegu útsýni. Þetta er krefjandi ganga og hentar til dæmis þeim sem hafa þegar gengið á Hvannadalshnúk og vilja takast á… Meira