Um moggaklúbbinn

Einstaklingar

Moggaklúbburinn er fríðindaklúbbur áskrifenda Morgunblaðsins. Allir áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa meðlimir í Moggaklúbbnum, hvort sem um er að ræða blaða- eða net- og iPad-áskrifendur. Áskrifendur njóta ýmissa fríðinda og tilboða sem birt eru í Morgunblaðinu. Moggaklúbbsmeðlimir framvísa Moggaklúbbskortinu sem er í gildi hverju sinni til að nýta sér tilboð og önnur fríðindi sem eru í boði fyrir áskrifendur. Þegar um kaup í gegnum netið er að ræða þarf yfirleitt að skrifa inn kóða til að fá fram afsláttinn sem kemur fram í auglýsingunni sjálfri.

Fyrirtæki

Morgunblaðið er opið fyrir samstarfi við fyrirtæki um allt land. Fyrirtæki sem hafa áhuga á samstarfi við Moggaklúbbinn eru beðin að hafa samband á moggaklubburinn@mbl.is

Moggaklúbbskortið

Vantar þig Moggaklúbbskortið?

Til að nýta þér tilboð þarf að prenta út Moggaklúbbskortið.