Moggaklúbbskortið er komið í appið!

Nú getur þú nálgast Moggaklúbbskortið þitt í nýju og endurbættu Morgunblaðsappinu. Til að nýta þér tilboð þarftu annað hvort að prenta það út og framvísa í verslun þar sem nafn þitt og kennitala kemur fram eða sækja nýjustu útgáfu af Morgunblaðsappinu, en þar getur þú framvísað rafrænu Moggaklúbbskorti

Til að virkja kortið í símanum þínum með því að sækja nýjustu útgáfuna í AppStore eða Google Play. Fyrir þá sem eru ekki með prentara er hægt að taka skjáskot af kortinu og framvísa við kaup.

Um Moggaklúbbinn

Einstaklingar

Moggaklúbburinn er fríðindaklúbbur áskrifenda Morgunblaðsins. Allir áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa meðlimir í Moggaklúbbnum, hvort sem um er að ræða blaða- eða net- og iPad-áskrifendur. Áskrifendur njóta ýmissa fríðinda og tilboða sem birt eru í Morgunblaðinu. Moggaklúbbsmeðlimir framvísa Moggaklúbbskortinu sem er í gildi hverju sinni til að nýta sér tilboð og önnur fríðindi sem eru í boði fyrir áskrifendur. Þegar um kaup í gegnum netið er að ræða þarf yfirleitt að skrifa inn kóða til að fá fram afsláttinn sem kemur fram í auglýsingunni sjálfri.

Fyrirtæki

Morgunblaðið er opið fyrir samstarfi við fyrirtæki um allt land. Fyrirtæki sem hafa áhuga á samstarfi við Moggaklúbbinn eru beðin að hafa samband á moggaklubburinn@mbl.is