Fréttir Laugardagur, 15. nóvember 2025

Ákvörðun um kísilmálm frestað til mánudags

Evrópusambandið (ESB) frestaði því í gær fram á mánudag að taka endanlega ákvörðun um verndaraðgerðir vegna kísilmálms og hvort Ísland og Noregur yrðu undanskilin þeim. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir í viðtali við Morgunblaðið að málið sé ekki búið, en það snúist m.a Meira

Missir Elfar Bjarni í Þrengslum þar sem sonur hans lenti í bílslysi.

Áfallið var ólýsanlegt

„Þegar ég kom að drengnum þar sem hann lá í mölinni rétt hjá bílnum sá ekki á honum, fyrir utan hvað hann var hruflaður á hendi. Miklar blæðingar innvortis og höfuðhögg voru dánarorsök,“ segir Elfar Bjarni Guðmundsson Meira

Höfundurinn Hwang Dong-hyuk skrifaði upphaflegt handrit árið 2009.

Var í mjög erfiðri fjárhagsstöðu

Hwang Dong-hyuk, höfundur og leikstjóri Squid Game-þáttanna, segir hugmyndina að baki þeim hafa kviknað út frá eigin fjárhagserfiðleikum. Hann er um þessar mundir staddur á Íslandi til að sækja Iceland Noir-hátíðina Meira

Lán Verið er að skoða forsendur og grundvöll vaxtaviðmiðs Seðlabankans.

Lítil truflun á veitingu íbúðalána

„Þegar dómur Hæstaréttar féll þann 14. október sl. lögðum við áherslu á að klára lánveitingar sem þegar voru komnar af stað og móta nýtt lánaframboð í ljósi dómsins,“ segir Rúnar Pálmason upplýsingafulltrúi Landsbankans í samtali við Morgunblaðið Meira

Lykilstofnanir á kínverskum kerfum

Ýmsar lykilstofnanir þjóðfélagsins eru með fjarskipti sín og samskipti á Huawei-kerfum í dag, en Huawei er kínverskur risi á fjarskiptamarkaði og hafa ýmsar vestrænar þjóðir óttast að kínversk stjórnvöld geti misnotað stöðu fyrirtækisins til njósna og jafnvel að valda ýmsum óskunda Meira

Utanríkismál Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir telur ekki heila brú í málflutningi Evrópusambandsins varðandi verndaraðgerðir vegna kísilmálms.

Þetta er ekki búið enn segir utanríkisráðherra

Telur grundvallarprinsipp EES undir í kísilmálmsmálinu Meira

SÁÁ SÁÁ eru meðal þeirra samtaka sem bera skarðan hlut frá borði.

Ríkisstjórnin skerðir framlög hjálparsamtaka

Sparar 480 milljónir • Stefnir starfsemi samtakanna í voða Meira

Nýbreytni Pálmatré í glerhólk mun prýða Vogabyggð í framtíðinni.

Óvíst hvenær pálmatréð kemur

Ekkert bólar enn á því að umdeilt pálmatré rísi í hverfinu Vogabyggð í Reykjavík. Tæp sjö ár eru síðan kynnt var að tillaga þýska listamannsins Karin Sander hefði borið sigur úr býtum í samkeppni um útilistaverk í Vogabyggð Meira

Ríkisútvarpið Páll Magnússon og Ingvar Smári voru gestir í nýjasta þætti Spursmála sem má nálgast á mbl.is.

Stjórn Ríkisútvarpsins hefur ekki fjallað um málið

Stjórn Ríkisútvarpsins hefur ekki fjallað um þá uppákomu sem varð þegar ritstjóri Kveiks og eftir atvikum aðrir yfirmenn stofnunarinnar stöðvuðu birtingu fréttaskýringarþáttar sem fjalla átti um samninga borgaryfirvalda við olíufélögin um… Meira

Gjögurtá Vitinn var farinn að hallast í sumar er myndin var tekin.

Vitinn er fallinn

„Auðvitað er missir að Gjögurvita, en þetta skiptir þó litlu máli. Í dag sigla allir eftir siglingakortum í tölvum og þörfin fyrir þetta tæki er ekki söm og var,“ segir Alfreð Garðarsson, sjómaður í Grímsey Meira

Vettvangur Elfar Bjarni hér við Þrengslaveginn þar sem slysið varð. Þar er hlaðin varða til minningar um Jóhann Atla og þar hefur verið komið fyrir kylfu eins og sést í ameríska fótboltanum, svo mikið sem hann unni því sporti.

Missti þarna son minn og besta vin

Sjónum er beint að mikilvægi bílbeltanotkunar • Alþjóðlegur minningardagur fórnarlamba umferðarslysa er á morgun • Jóhann Atli Elfarsson lést í bílslysi á Þrengslavegi í júlí 2023 Meira

Dune Timothée Chalamet og Rebecca Ferguson í Jórdaníu.

Stórstjörnur í tökum fyrir Dune

Tökur á stórmyndinni Dune: Messiah hefjast hér á landi á næstu dögum. Leikstjórinn Denis Villeneuve og einhverjir af aðalleikurum myndarinnar koma hingað til lands. Tökur munu fara fram úti á landi og standa í nokkra daga Meira

Iðjuþjálfun Bára forstöðuiðjuþjálfi stendur í ströngu en iðjuþjálfun hefur verið á Reykjalundi í hálfa öld. Það var nóg um að vera þegar ljósmyndari Morgunblaðsins smellti af þessum myndum með leyfi þeirra sem á þeim eru.

Reykjalundur og breytt framtíð

Finna þurfi Reykjalundi tilgang til framtíðar • Semja þurfi við stjórnvöld á nýjum forsendum • Endurskoða þurfi tekjumódel Reykjalundar • Hjúkrunarheimili og geðheilbrigðisþjónusta? Meira

Lífið hefur mótað mig sem kennara

Íþróttir eru leið til félagslegrar jöfnunar, segir Örvar Rafn Hlíðdal. Hann kennir við Flóaskóla og er meðal þeirra sem fengu Íslensku menntaverðlaunin. Meira

Höfundurinn Hwang Dong-hyuk segir að framleiðslan á fyrstu þáttaröð Squid Game hafi tekið mjög á hann.

Handritið lá ósnert í tíu ár

Höfundur og leikstjóri Squid Game á Iceland Noir • Hugmyndin kviknaði út frá eigin peningaleysi • Þversagnakennd afurð í eðli sínu • Suðurkóreska sjónarhornið á kapítalisma ferskt Meira

Fyrir kosningar Skýr skilaboð frá Kristrúnu.

Vaxtasleggjan missti marks

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ætlaði að negla niður vexti en það reyndist þrautin þyngri l  Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra boðaði sömuleiðis vaxtalækkun í þágu heimilanna Meira

Tuborg vinsælasti jólabjórinn í ár

Meira seldist af jólabjór fyrstu viku sölutímabilsins í ár en á sama tíma í fyrra. Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR nam salan frá fimmtudegi í síðustu viku til og með miðvikudegi í þessari viku 112.514 lítrum Meira

Úkraína Maríana Betsa, aðstoðarutanríkisráðherra Úkraínu, heimsótti landið í vikunni.

Mjög þakklát fyrir stuðning Íslands

Aðstoðarutanríkisráðherra Úkraínu segir smáríki oft sýna meiri styrk en þau stóru í baráttunni gegn Rússum • Mikilvægt að Rússar verði gerðir ábyrgir fyrir glæpum sínum í Úkraínu Meira

Sauðárkrókur Miklar framkvæmdir hafa verið í sveitarfélaginu að undanförnu, m.a. við Sundlaug Sauðárkróks, sem er hér í forgrunni.

84 milljónir fara í aukin búsetugæði

Samfélagssjóður KS hefur öðru sinni úthlutað styrkjum til valinna verkefna á vegum sveitarfélagsins Skagafjarðar. Gert er ráð fyrir að verja rúmum 84 milljónum í alls sjö verkefni er lúta að markmiðum sjóðsins og einkunnarorða: Öryggi – gleði – fegrun Meira

Loftárás Flugskeyti lenti á lóð sendiráðs Aserbaídsjan í Kænugarði. Sendiherra Rússa í Bakú var kallaður í utanríksráðuneyti landsins vegna þess.

Umfangsmikil loftárás á Kænugarð

Sex létu lífið í fjölbýlishúsi • Forseti Úkraínu sagði árásina viðbjóðslega og utanríkisráðherra Þýskalands sagði hana sýna fram á mannfyrirlitningu Rússa • Flugskeyti lenti á lóð sendiráðs Aserbaídsjans Meira

Tölvuinnbrot Bandarískt gervigreindarfyrirtæki segir að gervigreind hafi verið notuð til að gera sjálfvirkar tölvuárásir á fyrirtæki og stofnanir.

Sjálfvirkar netárásir með gervigreind

Bandaríska gervigreindarfyrirtækið Anthropic segir að tölvuþrjótar, sem tengjast kínverska ríkinu, hafi notað gervigreindartól frá fyrirtækinu til að gera sjálfvirkar innbrotstilraunir í tölvukerfi stórfyrirtækja og erlendra ríkisstjórna í september sl Meira

Á Akureyri Helgi Björns og félagar héldu uppi geggjaðri stemningu í Hofi um liðna helgi og næst er það Harpa.

Í Eldborg eins og Heima með Helga

Ákveðið hefur verið að streyma beint frá tónleikum Helga Björns í Eldborg í Hörpu næstkomandi laugardag, 22. nóvember, og verður hægt að kaupa streymi hjá Símanum, Sýn og Livey. „Margir hafa áhuga á tónleikunum en allir hafa ekki möguleika á… Meira