Fréttir Föstudagur, 17. september 2021

Er einhver þörf á listabókstöfum?

Því er tekið sem sjálfgefnu hér á landi að framboð til Alþingis eða sveitarstjórna þurfi að fá úthlutaðan listabókstaf og framboðslistar séu rækilega merktir umræddum bókstaf. Meira

Kjörskrá lokað fyrr en vanalega

Kjósendur á kjörskrá í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar 25. september næstkomandi eru 690 færri en þeir voru fyrir kosningarnar 2017. Þetta vekur athygli í ljósi þess að frá 1. janúar 2017 til 1. janúar 2021 fjölgaði íbúum í borginni um 10.016. Meira

Léttir Jóhann Hákonarson og Ágúst Gunnarsson mættu á Jómfrúna í Lækjargötu fyrir viku og héldu upp á að hafa borðað þar 800 sinnum.

Borð nr. 16 frátekið

Hafa snætt 800 sinnum á Jómfrúnni í hádeginu á föstudögum • Fara oft á svipaða matstaði í Kaupmannahöfn Meira

Sparar borginni milljarða króna

Sviðsstjóri þjónustu- og nýsköpunarsviðs segir innleiðingu stafrænnar þjónustu risavaxið verkefni • Sum verk sé hagkvæmara að vinna innanhúss • Verkefnið kostar yfir 10 milljarða í fyrsta áfanga Meira

Stuðmaður Jakob Frímann á sviði.

Spil, spjall og spuni með Stuðmanni

Jakob Frímann verður við flygilinn í fundaferð Flokks fólksins um Norðausturkjördæmi Meira

Fararskjótinn Guðmundur Franklín og Glúmur ferðast um á þessum bíl á leið sinni um landið, þar sem þeir ætla að ræða við kjósendur næstu daga.

Gúndi og Glúmur á grænu ljósi

Á grænu ljósi með Gúnda og Glúmi er yfirskrift hringferðar forystumanna Frjálslynda lýðræðisflokksins um landið þessa dagana. Meira

17% vilja ekki vera aftur í samninganefnd

37% segja traust milli viðsemjenda en 35% eru á öðru máli Meira

Fágætur Kúpusvarminn sem fannst nýlega er sá þriðji sem finnst hérlendis.

Tröllvaxinn kúpusvarmi í Breiðholti

Fágætur kúpusvarmi fannst á gangstíg í Breiðholti viku af september, en undanfarið hefur borist töluvert af fiðrildum til landsins frá Evrópu með hlýjum loftstraumum. Meira

Álfrún Gunnlaugsdóttir

Álfrún Gunnlaugsdóttir rithöfundur er látin, 83 ára að aldri. Álfrún fæddist í Reykjavík 18. mars 1938. Foreldrar hennar voru Oddný Pétursdóttir húsmóðir og Gunnlaugur Ólafsson, fyrrv. skrifstofustjóri Mjólkursamsölunnar. Meira

Bastilludagurinn Franskir hermenn sjást hér marsera eftir breiðgötunni Champs-Élysées í höfuðborginni París.

Franskar hersveitir drápu leiðtoga Ríkis íslams í Sahara

Enn einn stórsigur okkar í baráttunni við vígahópa, segir Frakklandsforseti Meira

Unnið Gríðarlegur fjöldi niðurstaðna hefur verið birtur síðustu daga.

Afgreiddu 79 mál á fáum dögum

Trúverðugleiki samráðsgáttar háð því að mál séu kláruð á viðunandi tíma Meira

Öfgar Frá handtöku eins þeirra.

Komu í veg fyrir árás á sýnagógu í Þýskalandi

Þykir svipa til árásar sem framin var í Halle árið 2019 Meira

Álverið í Straumsvík Mikil eftirspurn á þátt í hækkandi álverði.

Hagnaður í Straumsvík

Umskipti hjá álverinu í Straumsvík eftir samtals 29 milljarða tap 2018-2020 Meira

Almenningar Horft yfir grænan afréttinn sem er norður af Þórsmörkinni.

Almenningarnir eru grónir og góðir

„Notkunarréttur bænda hér í sveit á Almenningum er alveg skýr og ástand svæðisins er mjög gott. Meira

Dagmál Logi Einarsson er gestur þáttarins í dag og ræðir þar stefnu Samfylkingarinnar í helstu málaflokkum.

Stöðva þarf auðsöfnun fárra

Logi Einarsson segir fámenna auðstétt raka til sín sífellt meira fjármagni • Auðlegðarskattur skili 14-15 milljörðum í ríkissjóð • Skattaeftirlit og hærri veiðigjöld skili allt að 10 milljörðum Meira

9% gengu mjög sátt frá borði í Karphúsi

Aðeins 9% fulltrúa í samninganefndum stéttarfélaga og launagreiðenda sem unnu að gerð kjarasamninga í yfirstandandi samningalotu, segjast vera mjög sáttir við samninginn sem þeir tóku þátt í að gera en 35,5% segjast vera fremur sáttir. Meira

Mjólkursamsalan MS gerir alvarlegar athugasemdir við kynningarblaðið.

Vekur upp spurningar um hæfi

Mjólkursamsalan ehf. gerir alvarlegar athugasemdir við kostað kynningarblað, sem fylgdi með Fréttablaðinu í gær, en það bar heitið „Fögnum frelsinu – samkeppni lifi“. Meira

Skimun Um 250 sýni voru tekin á Reyðarfirði vegna hópsmits í gær.

Tíu smit staðfest á Reyðarfirði

Tilkynnt var í gær að 37 tilfelli af Covid-19 hefðu greinst á undangengnum sólarhring. Var það nokkur fjölgun á milli daga, en 26 smit voru í fyrradag. Af þeim sem smituðust voru 22 ekki bólusettir, eða tæp 60%, en fimmtán voru bólusettir. Meira

Lögmaður Yfirlýsing lesin upp.

Dómur yfir meintum þolanda ósanngjarn

Lögmenn ungu bresku konunnar sem dæmd var fyrir að hafa sakað tólf menn frá Ísrael um hópnauðgun sumarið 2019 segja dóminn ósanngjarnan. Meira

Hveravellir Horft er yfir veðurathugunarstöðina þar sem lofthiti er mældur og einnig mældur hiti á mismunandi dýpi í jörðinni.

Sumar í jörð hefur lengst

„Sumarið í jarðveginum hefur ekki bara hlýnað heldur almennt lengst í báðar áttir. Það sem kom mér mest á óvart var hvað það er sterkt samband á milli breytinga á ársmeðalhita og hita á 100 sentimetra dýpi í jörð. Meira

Fastagestir Bogi og Ólafur mæta.

Kosningavökur á tveimur stöðvum

Kosningavökur verða á tveimur sjónvarpsstöðvum að kvöldi kjördags um aðra helgi. Kosningasjónvarp RÚV verður með hefðbundnum hætti en dagskráin á Stöð 2 verður lengri en verið hefur og hún verður í opinni dagskrá. Meira