Fréttir Mánudagur, 28. nóvember 2022

Höfuðborgarsvæðið Efnahagsástandið snertir rekstur sveitarfélaganna mjög.

Leita leiða til hagræðingar í rekstri

Helmingur sveitarfélaga er í þröngri fjárhagslegri stöðu Meira

NATO Njáll Trausti Friðbertsson sést hér á ársfundi NATO-þingsins í Madrid um þarsíðustu helgi.

Þarf að styrkja varnir landsins

„Það er gríðarlega mikilvægt fyrir Ísland að við séum meðvituð um hvað þessi mál eru að breytast mikið,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður og formaður Íslandsdeildar NATO-þingsins, en hann var aðalhöfundur skýrslu um tækniþróun … Meira

Fundað Vilhjálmur Birgisson ásamt Hjördísi Þóru Sigurþórsdóttur, stjórnarmanni í SGS. Næsti fundur í viðræðunum verður á morgun.

Brýnt að laun hækki sem fyrst

Brýnt er að laun hækki eins fljótt og verða má, miðað við þær kostnaðarhækkanir sem hafa dunið á landsmönnum á undanförnum misserum. Því telur Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins (SGS), ekki hyggilegt að semja til langs tíma Meira

Viðbúnaður Lögreglan ætlar að vera áfram með viðbúnað í miðbænum. Þótt helgin hafi verið rólegri en vant er hafði lögreglan í nógu að snúast.

Verða áfram með viðbúnað í bænum

Stungið í dekk og vopnaburður á skemmtistað um helgina Meira

Djamm Eigendur biðja starfsfólk sitt að vera vakandi fyrir einkennum.

Skemmtistaðafulltrúar fjarverandi

Fulltrúar Samtaka reykvískra skemmtistaða voru boðaðir fund mannréttinda- og ofbeldisráðs Reykjavíkurborgar, sem fer fyrir samkomulagi þeirra og löggæsluaðila um ofbeldislausa og örugga skemmtistaði, sem undirritað var í apríl síðastliðnum Meira

Líflegt í laufabrauði á Húsavík

Alls 725 laufabrauðskökur voru skornar og steiktar þegar svonefnd Vegamótafjölskylda á Húsavík kom saman í gær, á fyrsta sunnudegi í aðventu. Víða á landinu er sterk hefð fyrir því að fólk hittist í aðdraganda jólahátíðarinnar á einskonar laufabrauðsdegi Meira

Jökull Þrír stórir skjálftar urðu fyrir hádegi í gær í Mýrdalsjökli.

„Þetta eru greinilega lífsmörk í eldstöðinni“

Vert að fylgjast með óróa í Kötlu • Hlýrra undanfarið Meira

Breiðholt Staða borgarinnar er þung. Sama er víðar um landið.

Helmingur sveitarfélaga í vanda

Þröng staða sem snúa þarf við • Málefni fatlaðs fólks eru vanfjármögnuð • Ríkið leiðrétti með fjáraukalögum • Staðan reifuð við ráðherra • Endurhugsa þarf verkefni og þjónustu • Velferðin er dýr Meira

Umbreyting Paddy‘s orðinn að QAVVIK´S Burger Joint. Öflugum rafmagnsstaur hefur verið komið fyrir við innganginn að staðnum.

Hluti Reykjanesbæjar orðinn að leikmynd

Kvikmyndafyrirtækið True North er um þessar mundir að breyta völdum stöðum í Reykjanesbæ í leikmynd vegna taka á fjórðu sjónvarpsþáttaröð lögregluþáttanna True Detective, sem að hluta fara fram í bænum Meira

Stemning Rafmagnað var þegar Jónsi hóf upp sína raust og þar til þeim lauk um þremur klukkustundum síðar. Fólk fylgdist einnig með í streymi.

Þúsundir sáu Sigur Rós á föstudaginn

Ari Páll Karlsson ari@mbl.is Hljómsveitin Sigur Rós spilaði á föstudag fyrir fullri Laugardalshöll við góðar undirtektir. Um er að ræða lokatónleika heimstúrs sem hófst í Mexíkóborg í apríl sl. Sveitin, sem hefur gert garðinn frægan um heim allan í rúma tvo áratugi, spilaði hér á landi síðast í Eldborgarsal Hörpu milli jóla og nýárs árið 2017 og hefur því ekki komið fram hér í heimalandinu í tæp fimm ár. Þar á undan hafði sveitin ekki komið fram í önnur fimm ár, svo tækifærin mættu teljast fátíð. Meira

Kópavogur - höfuðborgarsvæði - Salahverfi - Kórar - Suðvesturkjördæmi - Merking: Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Mild veðrátta er fram í miðja viku

Þó aðeins hafi kólnað niður undir frostmark um helgina og vægt frost sé sumstaðar á landinu í dag, mánudag, eru allar líkur á að veður fari aftur hlýnandi. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur Meira

Kokkar Íslenska kokkalandsliðið keppir aftur á morgun, þriðjudag.

Íslenska landsliðið hreppti gullið

Íslenska kokkalandsliðið sigraði í fyrri keppni af tveimur • Keppt á morgun Meira

Samtal Á Bókamessu ræddu Björn Halldórsson og Valgerður Guðnadóttir við Ólaf Ragnar Grímsson fv. forseta Íslands um bókina Bréfin hennar mömmu.

Mörg mættu í messu

Farið var vítt yfir sviðið í skrafi þess fólks sem sótti Bókamessuna svonefndu í Hörpu í Reykjavík um helgina. Þar kynntu forleggjarar bækurnar sem þeir gefa út fyrir þessi jól, en titlarnir skipta hundruðum Meira

Andstaða Fólk í sveitum lands, sem vill lifa með náttúrunni og trúir á framtíðina fyrir næstu kynslóðir, segir Kristín Helga í viðtalinu.

Vindmyllur eru skaðlegir skýjakljúfar

„Gullgrafarar eru mættir og gagnvart þeim ber að standa vörð. Óbyggð heiðalönd sem tekin verða undir vindorkuver fá til framtíðar skilgreiningu sem iðnaðarsvæði og því verður ekki breytt aftur svo glatt Meira

Almenningar Vegur í skriðum sem mjakast úr fjalli fram í flæðarmálið.

Tímasprengja og vegur á bláþræði

„Vegurinn um Almenninga er sem tifandi tímasprengja. Við fylgjumst grannt með framvindunni og krefjumst úrbóta. Til lengdar er ekki hægt að búa við að önnur aðalleiðin inn í sveitarfélagið hangi nánast á bláþræði,“ segir Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri í Fjallabyggð Meira

Seyðisfjörður Úrkomu er hvorki spáð í dag né á morgun á Austurlandi.

Staðan að skána á Austfjörðum

Skriðuhætta á Austfjörðum fer dvínandi og má vænta að á daglegum samráðsfundi almannavarna og Veðurstofu Íslands í dag verði óvissustigið sem lýst var yfir á miðvikudaginn rætt. „Okkur finnst staðan frekar hafa verið að skána heldur en hitt Meira

Styrktu Konukot

Fimm 17 ára krakkar af öðru ári í Verzlunarskóla Íslands tóku sig til um helgina og gáfu Konukoti tannkrem, tannbursta, nærföt og annan fatnað, auk matvæla frá Mjólkursamsölunni. Um er að ræða nýtt þróunarverkefni sem Alþjóðabraut skólans stendur… Meira

Mótmæli Lögreglumenn í Sjanghæ sjást hér ræða við mótmælanda í Wulumuqi-stræti, þar sem helstu mótmælin í borginni voru um helgina.

Fjöldamótmæli á götum Kína

Ströngum sóttvarnaaðgerðum mótmælt í mörgum af helstu borgum Kína • Mótmælendur í Sjanghæ kölluðu eftir afsögn Xi og kommúnistaflokksins • Héldu á lofti auðum blöðum í mótmælaskyni Meira

Aur Veðurfar hefur sett strik í reikninginn, úrkoma og vindur.

Harmleikur á ítalskri eyju

Ítölsk stjórnvöld hafa lýst yfir neyðarástandi á eyjunni Ischia í suðurhluta landsins, eftir að aurskriða varð sjö manns að bana að morgni laugardags. Enn er fimm manns saknað. Aurskriðan skall á smábænum Casamicciola Terme með þeim afleiðingum að… Meira

Drónaárás Bæði Rússar og Úkraínumenn hafa nýtt sér dróna í miklum mæli í Úkraínustríðinu. Hér sést sjálfseyðingardróni ráðast á Kænugarð.

Framtíð hernaðar liggur í tækninni

Þessar tæknibreytingar sem eru að verða í heiminum munu hafa gríðarleg áhrif á öryggis- og varnarmál á komandi árum og áratugum,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður og formaður Íslandsdeildar NATO-þingsins, en hann er aðalhöfundur … Meira

Háskólafólk Helga Brekkan og Jón Ólafsson stýra Úkraínuverkefninu þar sem almenningi gefst kostur á að fræðast um hið stríðshrjáða land.

Úkraína í brennidepli

Hertekið land verður til umfjöllunar í HÍ • Rannsóknir, miðlun, menning og saga • Afstaða fólks til stríðsins ólík Meira