Fréttir Mánudagur, 5. desember 2022

Margrét Pála Ólafsdóttir

Er heils dags leikskóli eina úrræðið?

„Allir eru farnir út að vinna, karlar og konur, frá eins árs eða yngri börnum og við erum komin í öngstræti að mínu mati. Erum við raunverulega að segja að eina tilboðið sem við viljum gera eins árs gömlum börnum sé heils dags leikskóli?“ spyr… Meira

Vilhjálmur Birgisson

Breytt landslag í verkalýðsbaráttu

Vilhjálmur segir Eflingu hafa lekið upplýsingum frá sér Meira

Ísland Fjöldi ferðamanna er nánast orðinn sá sami og fyrir heimsfaraldur.

Ferðaþjónustan stærst á ný

Ferðaþjónustan er orðin stærsta útflutningsgreinin á nýjan leik. Þetta kemur fram í tölum um þjónustuviðskipti frá Hagstofu Íslands fyrir þriðja ársfjórðung á þessu ári. Þar kemur fram að heildarverðmæti þjónustuútflutnings hafi numið ríflega 153… Meira

Leit Skipherra og yfirstýrimaður setja upp leitarferla í varðskipinu.

Leitinni á sjó haldið áfram í dag

Leit að sjómanninum sem féll útbyrðis norðvestan við Garðskaga á laugardaginn hélt áfram langt fram eftir kvöldi í gær án árangurs. Maðurinn féll útbyrðis laust eftir klukkan fimm á laugardaginn þegar fiskiskip var á veiðum utarlega í Faxaflóa og… Meira

Stóra málið Það er að mati Margrétar Pálu Ólafsdóttur eitthvað miklu meira á seyði en ákvarðanir sveitarfélaga í tiltekinni fjárhagsáætlun.

„Við erum komin í öngstræti“

Spyr hvort eini valkosturinn sé leikskóli allan daginn Meira

Skólameistari Heiðrún Tryggvadóttir býr yfir víðtækri reynslu úr menntakerfinu.

Fékk köllun við lestur eddukvæða

Nýr skólameistari við Menntaskólann á Ísafirði kennt út um allt land • Ísfirðingur í húð og hár • Fékk menntamálaáhugann með móðurmjólkinni • Kjarnastarfsemin þjónustar Vestfirði Meira

Gagnrýni Viðbrögð við samningi SGS og SA voru verulega misjöfn og virðist stirt á milli samtakanna í kjölfarið. Vilhjálmur telur sig svikinn.

Ekki fundað í dag og vonbrigði áberandi víða

Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins lýsti því yfir í gær að hann hefði verið stunginn í bakið af fólki sem hann taldi vini sína vegna nýs kjarasamnings SGS og Samtaka atvinnulífsins Meira

Skógarströnd Mjór malarvegur. Úlfarsfell sést hér handan Álftafjarðar.

Vilja skoða samfélagsveg á Skógarströnd

Vert er að skoða allar færar leiðir sem flýtt geta mikilvægum framkvæmdum í samgöngumálum. Samfélagsvegir eru einn möguleikinn í þeirri stöðu og þá sérstaklega þegar horft er til nauðsynlegrar uppbyggingar á Skógarstrandarvegi sem tengir m.a Meira

Úrvinnsla Þúsundum bíla er skilað til förgunar ár hvert.

Ágreiningur og vantraust í stjórn

„Djúpstæður ágreiningur og vantraust virðast ríkja innan stjórnar Úrvinnslusjóðs, auk þess sem skipan stjórnarinnar er umdeild.“ Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu starfshóps um endurmat á kerfi framlengdrar framleiðendaábyrgðar hér á landi en… Meira

Þjóðskjalasafnið Alls sóttu 1.625 gestir lestrarsal safnsins í fyrra.

Mesta magn pappírsskjala

Þjóðskjalasafn tók við samtals 2.429 hillumetrum af pappírsskjölum í 169 afhendingum á seinasta ári. Er þetta mesta magn pappírsskjala sem borist hefur á Þjóðskjalasafnið á einu ári. Þessar upplýsingar koma fram í umfjöllun í ársskýrslu Þjóðskjalasafnsins fyrir árið 2021 Meira

Perla Timinn og vatnið eftir Stein Steinarr verður boðin upp.

Gersemar á uppboði fyrir jól

160 bókaperlur boðnar upp fyrir jólin • 1. útgáfa Tímans og vatnsins boðin upp Meira

Jól Fjöldi barna leggur leið sína í Hallgrímskirkju á aðventunni.

Yfir 1.000 börn í Hallgrímskirkju

Yfir eitt þúsund börn munu sækja Hallgrímskirkju yfir aðventuna á þessu ári en tilefnið er sýningin Jólin hans Hallgríms. Hallgrímskirkja hefur boðið leik- og grunnskólabörnum í Reykjavík og nágrenni að heimsækja kirkjuna og sjá sýninguna í… Meira

Við Uxafótarlæk Eigendur LavaConcept bíða eftir leyfum til að geta komið upp tækjum á vinnslusvæðinu.

Samið um 50 þúsund tonn

LavaConcept Iceland ehf., fyrirtæki sem skráð er í Vík í Mýrdal, hefur gert samning um sölu á sandi til Þýskalands, um 50 þúsund tonn á ári næstu 15 árin. Sandurinn er tekinn úr Höfðafjöru á Kötlutanga, grófunninn við Uxafótarlæk og ekið til útflutnings frá Þorlákshöfn Meira

Búkolla Nytjamarkaðurinn er hluti af Fjöliðjunni. Hún annast einnig móttöku fyrir Endurvinnsluna og útvegar fólki á örorkusamningi vinnu.

Breytingar hjá Fjöl- iðjunni á Akranesi

Fram undan eru breytingar hjá Fjöliðjunni á Akranesi sem er verndaður vinnustaður og endurhæfing. Um 78 leiðbeinendur og almennir starfsmenn í hlutastarfi starfa nú undir regnhlíf Fjöliðjunnar. Atvinnuráðgjafi vinnur að því að fólkið fái vinnu í… Meira

Dagmál Willum Þór Þórsson ræðir áskoranir heilbrigðiskerfisins.

Tugir milljarða aukalega í kerfið

Gert er ráð fyrir átján milljörðum króna í fjáraukalögum þessa árs í heilbrigðiskerfið auk tólf milljarða króna aukningar framlaga fyrir fjárlög næsta árs. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir ljóst að ríkisstjórnin standi með heilbrigðiskerfinu Meira

Viðskipti „Ef efnahagsskilyrði batna ekki má alveg búast við áframhaldandi þrýstingi á verðhækkanir – þótt við í Krónunni reynum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að sporna við þeim,“ segir Guðrún hér í viðtalinu.

Viljum styrkja okkur úti á landi

Viðtökur voru góðar þegar ný verslun Krónunnar við Tryggvabraut á Akureyri var opnuð síðastliðinn fimmtudag. Lengi hefur verið í undirbúningi að opna búð undir merkjum keðjunnar fyrir norðan, sem svo hefur af mörgum ástæðum dregist Meira

Ránfygli Nýja B-21 Raider-vélin kostar tæpa 100 milljarða.

B-21 Raider-vélin nýjasta flaggskipið

Flugher Bandaríkjanna hefur svipt hulunni af nýjasta flaggskipinu í flota torséðra (e. stealth) sprengjuflugvéla, B-21 Raider, sem hefur dvalið svo lengi á teikniborðinu að hún mun leysa af hólmi forvera sem flaug sitt fyrsta flug í kalda stríðinu Meira

Leikurinn Íranskar konur fagna þar sem þær fylgjast með knattspyrnuleik Bandaríkjanna og Írans í Katar frá miðborg Teheran 29. nóvember.

Geta ekki daufheyrst við mótmælum

Írönsk stjórnvöld leggja siðgæðislögregluna niður • Mótmælt í landinu síðan um miðjan september • Endurskoðun hijab-löggjafar boðuð • „Við viljum ekkert minna en dauða einræðisherrans og nýja stjórn“ Meira

Lærlingur Ron DeSantis ríkisstjóri Flórída setur sig í svipaðar stellingar og Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, í ræðu.

Mun lærlingurinn sækja á læriföður?

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á dögunum sitt þriðja framboð til forseta í Mar-a-Lago, stórhýsi sínu á Palm Beach í Flórídaríki í Bandaríkjunum. Síðan þá hafa margir velt vöngum yfir því hverjir muni bjóða honum birginn… Meira

Dagar Benedikta Gísladóttir í móttökunni hjá Eimskipi í Sundahöfn og Oddur Árni Arnarsson hér með dagatalið góða sem margir vilja eignast.

Litríkt er landslagið á dagatali Eimskips

Útgáfa frá 1928 • Eiga fastan sess í menningu þjóðar Meira