Fréttir Fimmtudagur, 29. október 2020

Tækifæri í upplýsingatækni

Umfang greinarinnar hér enn lítið í samanburði við önnur Evrópuríki Meira

Taka ekki mið af vísitölu

Efnahags- og viðskiptanefnd spyr fjármálaráðuneyti af hverju bætur hækki um 3,6% þegar laun hækki um 5,2% 2021 Meira

Spennandi Siggi Gunnars og Eva Ruza eru spennt fyrir kvöldinu.

Bingó í beinni útsendingu á mbl.is í kvöld

Siggi Gunnars og Eva Ruza stýra bingó-fjölskyldugleði kl. 19 Meira

Margir veitingastaðir munu ekki opna aftur

Sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda hafa gert það að verkum að rekstrarforsendur fyrirtækja í veitingarekstri eru algerlega brostnar að mati nýrra Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði (SFV). Meira

Eftirhreytur Gjaldþrot Primera hefur neikvæð áhrif á afkomu Arion banka.

Íslandsbanki og Arion auka hagnaðinn

Íslandsbanki snýr tapi í hagnað • Arion banki skilar 4 milljarða hagnaði á þriðja ársfjórðungi • Rekstrarkostnaður beggja stofnana lækkar talsvert • Milljarða niðurfærslur útlánasafnanna Meira

Tenerife Erlendum ferðamönnum hefur fjölgað hratt á Tenerife undanfarið. Myndin er tekin síðdegis í gær.

Erlendum ferðamönnum fjölgar hratt á Tenerife

Faraldurinn í rénun • Mikill áhugi meðal Íslendinga Meira

Hertari aðgerðir þykja líklegar

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að líklega muni hann leggja til harðari sóttvarnaaðgerðir í dag eða á morgun. Ljóst sé að núverandi árangur sé ekki nægilegur til þess að ekkert verði að gert. Meira

Flugsýn Horft til norðvesturs að sunnanverðum Hofsjökli. Fremst er Múlajökull, sem er rétt norðan við Þjórsárver. Fyrir jökulsporðinum eru nú að myndast jökullón sem er upphaf þess að þarna verði stöðuvatn í fyllingu tímans.

Hofsjökull heldur áfram að hopa

Rýrnaði um 90 cm milli ára skv. nýrri mælingu • Minna undanhald en oft áður • Fylgir hita á Hveravöllum • 15 % af rúmmáli jökulsins hafa tapast frá árinu 1988 • Nýtt jökullón er að myndast Meira

HR Staðfestir sterka stöðu skólans í alþjóðlegum rannsóknum segir rektor.

Ætla að rannsaka kæfisvefn og öndun

Svefnbylting í HR • 2,5 milljarða styrkur • Niðurstöður bæti greiningu og meðferð • Mikið afrek vísindamanns Meira

Róbert Trausti Árnason

Róbert Trausti Árnason, fyrrverandi sendiherra, lést á líknardeild Landspítalans 23. október sl., 69 ára að aldri. Róbert Trausti fæddist í Reykjavík 24. apríl 1951. Foreldrar hans voru Anna Áslaug Guðmundsdóttir og Árni Guðmundsson. Meira

Smit Alls eru nú 117 kórónuveirusmit rakin til Landakotsspítala.

Rannsókn vegna Landakots ólíkleg

117 smit rakin til hópsmitsins á Landakoti • Segir sóttvarnalög snúin Meira

Arnarlax Laxi pakkað fyrir útflutning í laxavinnslu Arnarlax á Bíldudal. Fyrirtækið er stærsta fiskeldisfyrirtæki hér á landi og er enn í vexti.

Nöfn lífeyrissjóða sjást ekki á lista

Hluthafar í eignarhaldsfélagi Arnarlax orðnir 370 eftir útboð nýrra hluta • Snörp verðlækkun í gær Meira

Umfang upplýsingatækni lítið

SI segja að þarna liggi tækifæri sem þurfi að grípa • Íslendingar sóttu aðeins um 1,7 UT-einkaleyfi á ári að meðaltali 2011-2017 • Þörf á átaki í menntun • Fjölgun fyrirtækja í greininni ekki minni frá 2009 Meira

Snertiskjár Mikilvægt að fara eftir leiðbeiningum, nota hanska og spritta.

Sprittað reglulega

Ólíklegt þykir að fólk smitist af snertiskjám gæti það að smitvörnum og fari eftir leiðbeiningum um sóttvarnir Meira

Hugsjónakona Kristín Cheng á veitingastaðnum Loving Hut Iceland með nokkra víetnamska rétti.

Safnar fyrir landa sína í Víetnam

Kristín Cheng lætur verkin tala • Býður fólki að sækja sér ókeypis veganrétti en gefa í staðinn peninga í söfnun fyrir fórnarlömb flóða Meira

Rjúpnaveiðar Útlit er fyrir norðlæga eða breytilega átt á sunnudag.

Rjúpnaveiðin hefst á sunnudag

Rjúpnaveiðin hefst á sunnudaginn kemur, 1. nóvember, og stendur til 30. nóvember. Leyft verður að veiða fimm daga í viku, frá föstudegi til þriðjudags, en bannað er að veiða á þriðjudögum og miðvikudögum. Meira

Bergþóra Þorkelsdóttir

Sandburðurinn hefur minnkað

Vegagerðin fer nú vandlega yfir nýja skýrslu um óháða úttekt á framkvæmd og nýtingu Landeyjahafnar. „Við erum mjög ánægð með að það skyldi vera farið af stað við að skoða Landeyjahöfn. Meira

Hafið við Búrfell Landsvirkjun hefur frá árinu 2013 rekið tvær vindmyllur í Búrfellslundi og er uppsett afl þeirra 1,9 MW. Áformað er að fjölga myllum.

Áforma að reisa 24 vindmyllur

Vindorkugarður undirbúinn á Grímsstöðum í Meðallandi • Heildarafl garðsins verður 135 MW Meira

Upphafið Myndin er tekin 2018 þegar hafin var bygging á fyrsta húsinu. Búið er að að rífa gömlu húsin á Gelgjutanga sem er við hlið Snarfarahafnarinnar.

Vogabyggðin byggist hratt upp

Mögulegt að byggja þar allt að 1.900 íbúðir • Hundruð íbúða eru nú í smíðum í Vogabyggðinni Meira

Verk að vinna Rekaviðurinn setur svip á fjöruna í Bitrufirði, en einnig er þar mikið af plasti og alls konar drasli.

„Ekki eftir neinu að bíða“

Hrafn Jökulsson tilbúinn að nýta næstu ár við að hreinsa strandlengjuna • Gefur lítið fyrir áætlun stjórnvalda • Segir Veraldarvini með allt sem þurfi til að klára verkefnið innan tveggja ára Meira

Skálholt Rafhleðslustöðvarnar eru nú tilbúnar á hinu forna biskupssetri.

Rafhleðslustöðvar í Skálholti og á Hólum

Búið er að koma fyrir raftenglum fyrir rafmagnsbíla á hinum sögufræga stað Skálholti og er hægt að hlaða fjóra bíla samtímis. Frá þessu segir í frétt á heimasíðu biskups, kirkjan.is. Meira

Katrínartún 12 Húsið er málað í litum WOW-flugfélagsins sem var með höfuðstöðvarnar þar.

WOW-húsið víkur fyrir stórhýsi

Þrjú gömul hús á Höfðatorgsreit verða rifin • Átta hæða skrifstofuhús verður byggt á reitnum Meira

Gjellestadskipið Leifarnar af víkingaskipinu lágu grunnt undir yfirborðinu og sáust með hjálp jarðsjár.

Víkingaskip grafið upp

Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur hefur komið að uppgreftri Gjellestadskipsins í Noregi Meira

Bæjarbíó Rekstur í ástandinu sem nú ríkir hefur reynst mörgum mjög erfiður. Fjarviðburðir hafa undanfarið verið að ryðja sér til rúms.

Beiðnum um fjarviðburði fjölgar mikið

„Við höfum viljað sjá hvernig ástandið þróast, en við höfum verið að fá fyrirspurnir. Við höfum ekki verið með búnað til að streyma og þess vegna höfum við ekki farið í það,“ segir Páll Eyjólfsson, sem rekur Bæjarbíó í Hafnarfirði. Meira

Á miðri gangstétt Brögð eru að því að leigjendur rafhlaupahjóla skilji þau eftir þar sem hætta getur stafað af þeim fyrir aðra vegfarendur.

Fólk gangi betur frá hlaupahjólum

Íbúaráð Miðborgar og Hlíða óskar eftir að umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar útfæri átak í samráði við hjólaleigur til þess að fá hjólaleigjendur til þess að ganga vel frá hjólunum annars staðar en í vegi fyrir öðrum vegfarendum. Meira

Útivera Valgerður Sigurðardóttir og hundurinn Beta saman á ferðinni.

Takmarkið er tíu þúsund skref á dag

„Frá því síðari hlutann í júní hef ég gengið eða hlaupið alls 1.100 kílómetra og held ótrauð áfram. Takmarkið er tíu þúsund skref á dag og því hef ég haldið. Meira

Sálfræðingur Tryggja þarf að syrgjendur fái hjálp og að komið sé til móts við þá,“ segir Wilhelm Norðfjörð um hið viðkvæma mál sem sjálfsvíg eru.

Forvörn að þekkja einkenni andlegrar vanlíðanar

Skrifar bók um sjálfsvíg • Sorgarferli eftirlifenda erfitt Meira

Vakandi Bundnar eru vonir við að myndavélar geti eflt eftirlit.

Tilraunir með myndavélaeftirlit hefjast í nóvember

Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl. Meira

Stæðilegur Viðgerðir á Blossa eru komnar vel á veg og eru vonir bundnar við að hann haldi til rannsókna í vor.

Blossi öðlast nýtt hlutverk

Báturinn sökk í snjóflóðinu á Flateyri og var mikið skemmdur • Verður nú útbúinn til rannsókna á útbreiðslu stórþara • Tengist áformum um að hefja umfangsmikla þaravinnslu á Húsavík Meira

Tyrkland Fjölmenni mótmælti við franska sendiráðið í Ankara í gær.

Heitir hefndum vegna skopmyndar

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, fordæmdi í gær franska skoptímaritið Charlie Hebdo, en það birti mynd af forsetanum að sötra bjór og kíkja undir pils íslamskrar konu á forsíðu sinni í vikunni. Meira

Aldrei fleiri tilfelli á einum degi

Tilfellum kórónuveirunnar fjölgaði um rúmlega 500.000 á einum sólarhring • Aukningin einna mest í Evrópu og í Bandaríkjunum • Sóttvarnaaðgerðir verða hertar mjög í bæði Frakklandi og Þýskalandi Meira

Heimasíminn lifir enn á um helmingi heimila

Um eitt af hverjum þremur heimilum á Íslandi notar nettengingar heimilisins fyrir myndsímtöl og fjarvinnu svo sem í gegnum Skype, Zoom og Teams í frekar miklum eða mjög miklum mæli. Konur virðast nota þessa tækni meira en karlar eða um 37% kvenna á móti 31% karla. Þetta er meðal þess sem lesa má út úr niðurstöðum neytendakönnunar á fjarskiptamarkaði, sem Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) fékk MMR til að gera um seinustu mánaðamót meðal landsmanna. Meira

Krullujárnið sem síðhærðir hafa beðið eftir

Það er fátt eins mikilvægt þessa dagana og að reyna að lifa sem eðlilegustu lífi. Meira

Engir gúmmítékkar í Gleðibankanum Auðvelt er að ná sér í gjaldeyri í Gleðibankanum en Jói segir best að óska eftir tilboði fyrir sinn hóp og því verði svarað hratt og vel. Áhugasamir geta sent tölvupóst á gledikronur@gledipinnar.is og eins er hægt að kynna sér nýja bankann og gjaldmiðilinn frekar á vefsíðunni, www.gledipinnar.is.

Ákváðu að opna sinn eigin banka

Þegar American Style, Saffran, Hamborgarafabrikkan, Keiluhöllin, Shake&Pizza, Blackbox, Eldsmiðjan, Aktu taktu og Pítan sameinuðust undir nafni Gleðipinnar í vor varð til ein stærsta veitingastaðakeðja landsins. Meira

Hreinasta skemmtun Það er fátt skemmtilegra en að dunda sér við bakstur heima.

Vatnsdeigskanilkleinuhringir

Þessir dásemdar vatnsdeigs-kanilkleinuhringir koma úr smiðju Elenoru Rósar sem var að gefa út bókina BAKAÐ með Elenoru Rós. Hér deilir Elenora uppskriftinni sem hún segir að sé í algjöru uppáhaldi hjá sér. Meira

Skreyta snemma Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar.

Jólaljósin komin upp í Hafnarfirði

Í Hafnarfirði er verið að hvetja bæjarbúa til þess að skreyta extra snemma til þess að lífga upp á skammdegið og tilveruna á þessum síðustu og verstu tímum. Meira

Við Eiðsgranda Kristín Waage er ánægð með lífið og tilveruna.

Fyrirsæta í hálfa öld

Kristín Waage hefur undanfarna mánuði birt myndir frá þeim tíma þegar hún var á fjölmörgum forsíðum frægustu tískublaða heims á Iinstagramsíðu sinni, @ k.waage, á hverjum föstudegi. Meira