Fréttir Laugardagur, 25. mars 2023

Íslenska Nemendur Dósaverksmiðjunnar eru frá öllum heimshornum.

Þriðjungur lærir vestræna letrið

Stöðugt fjölgar erlendum íbúum sem vilja læra íslensku • Framkvæmdastjóri tungumálaskóla segir brotalamir í framkvæmd íslenskukennslu fyrir útlendinga Meira

Samningar Stefnt er að því að ná samningum fyrir mánaðamót.

Góður gangur í viðræðum á opinbera markaðinum

Góður gangur er sagður vera á kjaraviðræðurm samninganefnda heildarsamtaka opinberra starfsmanna og launagreiðenda á opinbera vinnumarkaðinum í húsnæði ríkissáttasemjara. Um er að ræða heildarsamflot Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, Bandalags… Meira

Þörungarækt Hluti af nýju þörungahúsi Algalífs á Ásbrú.

Milljarða samningur hjá Algalíf

Fyrirtækið hefur gengið frá stærsta sölusamningi sínum til þessa • Ný verksmiðja senn tekin í gagnið l  Fyrirtækið styrkir stöðu sína í Asíu l  Sér vaxandi tækifæri á nýjum mörkuðum í fisk- og rækjueldi Meira

Bjarni Jónsson

Utanríkismálanefnd fer vestur um haf

Fulltrúar í utanríkismálanefnd Alþingis halda á mánudaginn vestur um haf og sitja fundi í Washington og New York en þingmennirnir eru væntanlegir heim á föstudaginn. Bjarni Jónsson, formaður nefndarinnar, staðfesti þetta í gær og sagði lengi hafa… Meira

Æskan hrausta Hér gefur að líta unga fólkið á fleygiferð niður brekku í Bláfjöllum í gær í góða veðrinu sem lék við mannskapinn.

Uppskeruhátíð ungs skíðafólks

Unglingameistaramót Íslands í alpagreinum haldið í Bláfjöllum um helgina Meira

Dómur Karlmaður var dæmdur fyrir manndrápstilraun.

Átta ára fangelsi fyrir skotárás

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær 24 ára gamlan karlmann í átta ára fangelsi fyrir að hafa skotið karlmann og konu á bílaplani með 22 kalibera skammbyssu við Þórðarsveig í Grafarholti í Reykjavík í febrúar á síðasta ári Meira

Slökkvilið tilbúið á varnarlínum

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur vaktað sinubrunann í hrauninu við Straumsvík en vindurinn hefur þó kveikt örlítið í glæðunum. „Farið var yfir svæðið með dróna frá ríkislögreglustjóra, svo er verið að slökkva í glæðum núna,“ sagði … Meira

Embla? Nafn sem hélt vinsældum sínum á milli ára.

Emil sló Aroni við

Embla var aftur vinsælast hjá foreldrum nýfæddra stúlkna Meira

Vínbúð Í frumvarpinu er lagt til að afgreiðslutímar verði rýmkaðir.

ÁTVR leggst ekki gegn rýmkun

„Fái ÁTVR rýmri heimildir að lögum til þess að ákveða opnunartíma Vínbúða mun ÁTVR meta kosti til þess“ • Fyrst þyrfti að meta áhrif á áfengisneyslu og lýðheilsu • Aukið svigrúm kringum stórhátíðir Meira

Samhæfing Frumvarp sem unnið var í samvinnu þriggja ráðuneyta.

Slaka á reglum fyrir hælisleitendur

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að senda þingflokkum stjórnarflokkanna drög að frumvarpi. Verði frumvarpið að lögum verður heimilt að veita tímabundnar og skilyrtar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf, og skipulagi vegna breytinga á húsnæði,… Meira

Logi fór á hjólinu út í vorið

Fyrstu reiðhjólin í söfnun þeirri sem Barnaheill hafa hleypt af stokkunum voru afhent viðtakendum í gær. Í verkefni þessu er fólk sem á reiðhjól sem ekki eru í notkun hvatt til að skila þeim á endurvinnslustöðvar Sorpu á höfuðborgarsvæðinu en í maí… Meira

Sungið og dansað allt árið

Hús Máls og menningar hefur gengið í endurnýjun lífdaga • Nær allir gestir erlendir ferðamenn Meira

Tímamót Foreldrar og systkini drengsins, sem varð 40 þúsundasti Kópavogsbúinn, ásamt Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra.

40 þúsundasti Kópavogsbúinn

Þau tímamót hafa orðið í Kópavogi að íbúar bæjarins eru orðnir 40 þúsund talsins. Sá var Drengur Árnason er fæddist 15. mars síðastliðinn. Foreldrar hans eru Árni Grétar Finnsson og Melkorka Þöll Vilhjálmsdóttir Meira

Kvenréttindi Frá aðalfundi félagsins í Iðnó á fimmtudagskvöld.

Gegn mannréttindabrotum á konum

Kvenréttindafélag Íslands samþykkti á aðalfundi sínum í vikunni áskorun til stjórnvalda um að sýna „femíníska pólitíska forystu og ábyrgð gagnvart mannréttindabrotum á konum,“ eins og það er orðað í ályktun fundarins Meira

Kaupmaðurinn Fríða Birna við lyfjaskápinn í Esjuskálanum þar sem fæst allt það nauðsynlegasta. Covid-prófin ættu að koma sér vel fyrir marga.

Verkjalyfin nú í vegasjoppunni

Mikilvægt í Esjuskála • Ibuxin og óléttupróf • 20 km hjá Lyfjastofnun Meira

Eftirlaun Eignasöfn lífeyrissjóða bera merki um viðsnúning á síðasta ári.

„Markaðirnir voru ekki gjöfulir“

Búist við að neikvæð raunávöxtun í fyrra sé gegnumgangandi hjá lífeyrissjóðum • Mínus 10,1% hjá LSRB • Góð eignastaða • Var lokað fyrir nýjum sjóðsfélögum 1998 • 191 sjóðfélagi greiddi iðgjöld 2022 Meira

Orkuskipti Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra ræddi meðal annars um stækkun virkjana í ávarpi og aukna orkuþörf á næstu árum.

Vindorka notuð í rafeldsneyti

Sérfræðingar Landsnets telja nærtækast að vindurinn verði sá orkugjafi sem knýi orkuskiptin • Gert er ráð fyrir framleiðslu rafeldsneytis sem hluta orkuskiptanna og hægt er að nota breytilega orku í hana Meira

Skiptar skoðanir á hækkun lögaldurs

Frumvarp Gísla Rafns Ólafssonar þingmanns Pírata um hækkun kynferðislegs lögaldurs upp í 18 ár var lagt fram síðasta haust. Í frumvarpinu er bent á að bæði í barnalögum frá 2003 og í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna séu einstaklingar undir 18 ára… Meira

Orð og ljós Kunnugleg lykilorð fylgja Sigurði Árna inn í þriðja æviskeiðið.

Kveðjumessan á boðunardegi Maríu

Straujar rikkelínið og hempuna í síðasta sinn • Skráði sig í ritlist í HÍ Meira

Ísafjarðardjúp Blámi hefur tekið þátt í því með sjóeldisfyrirtækjunum að tengja fóðurprammana við rafmagn úr landi. Fyrsti pramminn hefur verið tengdur, Ögurnes Háafells við Skarðshlíð. Spennirinn í landi er í forgrunni.

Innleiða kennslu um nýja orku

Blámi aðstoðar nemendur Véltækniskólans við undirbúning orkuskipta Meira

Eyjar Óvíst er hvar jarðgöng kæmu á land, ef af framkvæmdum verður.

Kanna fýsileika jarðganga til Eyja

Sigurður Ingi Jóhannsson innviða­ráðherra hefur ákveðið að skipa starfshóp sem ætlað er að leggja mat á fýsileika jarðganga milli lands og Vestmannaeyja, byggt á fyrirliggjandi vísindagögnum og nýjustu upplýsingum, eins og það er orðað á vef Stjórnarráðsins Meira

Vetrarlegt Kylfingar verða að bíða aðeins lengur eftir vorinu til að geta spilað á Háagerðisvellinum en þeir voru byrjaðir að pússa kylfurnar í febrúar.

Golfurum kippt niður á jörðina

Eftir blíðviðri í febrúar, þar sem allur snjór var horfinn, voru golfarar á Skagaströnd farnir að pússa kylfurnar og búa sig undir að fara hring á golfvellinum. Þeim hefur verið kippt niður á jörðina nú í mars með miklum frostum og norðaustan… Meira

Héraðsdómur Ummæli um blaðamenn voru ómerkt með dómi.

Ómerkir ummæli um tvo blaðamenn

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur ómerkt ummæli Páls Vilhjálmssonar um að Þórður Snær Júlíusson, annar ritstjóri Heimildarinnar, og Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður sama miðils, hafi átt beina eða óbeina aðild að byrlun Páls skipstjóra Steingrímssonar… Meira

Formlegt Fjögur sem gegnt hafa og gegna embætti umhverfisráðherra yfir langan tíma klipptu á borða og opnuðu þjóðgarðsmiðstöðina formlega með því móti. Frá vinstri talið eru á myndinni; Sigrún Magnúsdóttir, Sigríður Anna Þórðardóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Guðmundur Ingi Guðbrandsson.

Jökulhöfði og Fiskbeinið

Margt var um manninn á Hellissandi í gær þegar þjónustumiðstöð og gestastofa Snæfellsjökulsþjóðgarðs var opnuð. Verkefni þetta, sem Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir hefur haft umsjón með, hefur verið lengi í deiglu Meira

Sýrland Austin varnarmálaráðherra greindi frá loftárásinni.

Felldu ellefu vígamenn í loftárás

Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, greindi frá því í fyrrakvöld að Bandaríkjaher hefði framkvæmt loftárásir að skipan Bidens Bandaríkjaforseta á búðir vígamanna í austurhluta Sýrlands, með þeim afleiðingum að ellefu vígamenn féllu Meira

Horft til himins Úkraínskir loftvarnahermenn horfa hér til himins í nágrenni Bakhmút í Donetsk-héraði.

Rússar undirbúa varnir sínar

Medvedev segir Rússa tilbúna til að beita öllum ráðum reyni Úkraínumenn að endurheimta Krím • Danir bjóða eigendum Nord Stream að taka þátt í aðgerðum Meira

Skákmót Skáklistin hefur lengi notið mikilla vinsælda hér á landi og nokkrir Íslendingar náð frábærum árangri á alþjóðlegum skákmótum.

Stuðningur ríkis við skák í endurskoðun

Unnið er að því að endurskoða fyrirkomulag styrkveitinga ríkisins til skákhreyfingarinnar. Að ósk Ásmundar Einars Daðasonar, sem fer með menntamál í ríkisstjórninni, hefur Skáksamband Íslands mótað heildstæðar tillögur á þessu sviði og liggja þær nú fyrir í stórum dráttum Meira

Í Grásteini Sjöfn Kolbeins er ánægð með viðbrögð við sýningunni.

Loksins staðfestir að betra er seint en aldrei

Loksins, málverkasýning Sjafnar Kolbeins í Gallerýi Grásteini á Skólavörðustíg 4 í Reykjavík, stendur til og með næstkomandi þriðjudags, 28. mars. „Sýningin hefur gengið glymrandi vel, yfir 150 manns mættu á opnunina 4 Meira