Fréttir Fimmtudagur, 19. september 2019

Ósátt við skýringar Sorpu

Eigendavettvangur Sorpu hittist á næstunni til þess að ræða stöðuna Meira

Ásmundur Einar Daðason

„Yrði bylting á húsnæðismarkaði“

Formaður VR bindur vonir við ríkisstyrki til íbúðakaupa • Ráðherra boðar slíka styrki árið 2020 Meira

Skýrt að reglugerðin tekur ekki til allra tilvika

María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir ljóst af núgildandi reglugerðum að greiðsluþátttaka ríkisins er ekki tryggð fyrir öll börn með skarð í vör eða gómi, enda koma fram í þeim skilyrði um alvarleika fráviksins og líkur á... Meira

Fundur Bergþór Ólason var kjörinn formaður með tveimur atkvæðum.

Bergþór er formaður á ný

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, var í gær kjörinn formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, með tveimur atkvæðum. Þau voru bæði greidd af Miðflokksmönnum í nefndinni, en aðrir flokkar sátu hjá. Meira

Harpa Ólafsdóttir

Bjóða þriggja klukkustunda styttingu á viku

Kallar á kerfisbreytingar • Bundin af kostnaðarramma Meira

Áttunda flugslysið á árinu til þessa

Tuttugu mál hafa verið tekin til rannsóknar hjá flugsviði Rannsóknarnefndar samgönguslysa á þessu ári • Ekkert flugslys skráð á síðasta ári • Tilkynningum hefur fjölgað mikið á síðustu árum Meira

Elskulegi bróðir Í bréfinu, sem dagsett er í mars 1948, segir Magnús bréfritari m.a. frá högum fjölskyldu sinnar sem búsett er víða í Bandaríkjunum.

Hverjir eru bræðurnir í bréfinu?

Guðrún Dóra fann sendibréf frá 1948 á háalofti • Leitar nú afkomenda bréfritara og viðtakanda Meira

Ófærð Vegfarendur nota fremur vef en app til að fá upplýsingar.

Vegagerðarappið verður lagt niður

Notkun smáforritsins stóðst ekki væntingar • Kostnaður er of mikill Meira

Fíkn Vinna á gegn notkun verkjalyfja sem innihalda ópíóða.

Verkjalyfjanotkun verði minni en nú

Setja þarf af stað verkefni til að sporna við ofnotkun sterkra verkjalyfja sem innihalda ópíóða og geta valdið alvarlegri fíkn. Meira

Börn berskjölduð gagnvart netinu

Fjölmargar hatursfullar síður sem beinast að börnum settar upp á samfélagsmiðlinum TikTok • Móðir sem uppgötvaði slíka síðu sem beinist gegn dóttur hennar telur nauðsynlegt að ræða vandann Meira

Utanvegaakstur Slæm aðkoma við Friðland að fjallabaki nýlega.

Mikið um utanvegaakstur

Landverðir hafa orðið varir við mikinn utanvegaakstur síðustu daga við Friðland að Fjallabaki. Sá lengsti var um tveggja kílómetra langur. Mikilvægt er að ökumenn virði lög og reglur, að því er fram kemur í tilkynningu frá Umhverfisstofnun. Meira

Öryggi Snjallhnappur er sagður fylgjast betur með fólki en áður þekkist.

Fylgist vel með fólki

Öryggismiðstöðin hefur sett svonefndan snjallhnapp á markað; nýja lausn fyrir eldri borgara, fatlaða og aðra þá sem þurfa aðstæðna sinna vegna að njóta öryggis heima við og geta kallað eftir aðstoð án tafar. Meira

Tímamót Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Guðjón Rúnarsson, formaður fimleikadeildar Gróttu, héldu ávörp í tilefni tímamótanna. Athöfninni í fimleikasalnum lauk með flottu hoppi og sterku klappi allra í salnum með bæjarstjóra og borgarstjóra í fremstu röð.

Líf og fjör í nýjum fimleikasal

Seltjarnarnes og Reykjavík byggðu húsið • Iðkendur eru nú 575 talsins Meira

Reyðarfjörður Starfsmenn Laxa fiskeldis undirbúa það að dæla laxi úr sjókví í brunnbát. Laxinn er fluttur til Djúpavogs til slátrunar.

Afköst aukin í laxasláturhúsi og samfelld slátrun verður allt árið

Laxar fiskeldi hefja slátrun á ný á Djúpavogi • Laxinn dafnar vel í Reyðarfirði Meira

Kirkjufólk F.v. Jarþrúður Árnadóttir, Dagur Fannar Magnússon, Steinunn Þorbergsdóttir, Benjamín Hrafn Böðvarsson, Alfreð Örn Finnsson og Daníel Ágúst Gautason. Myndin er tekin við vígslu í Dómkirkjunni sl. sunnudag.

Sex nývígð til starfa á akrinum

Þrír af fjórum guðfræðingum sem sr. Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands vígði til þjónustu á vettvangi þjóðkirkjunnar við messu í Dómkirkjunni sl. sunnudag fara til starfa í nýju sameinuðu Austfjarðaprestakalli. Er þetta í fyrsta sinn svo vitað sé að fleiri en einn sé vígður til sama prestakalls í sömu athöfn. Meira

Vangaveltur Snjókarlakaup krefjast úthugsaðra ákvarðana.

Costco byrjar jólin á undan IKEA

Jólatréssalan er byrjuð í Garðabæ • Þjóðfræðingur segir svo snemmbúinn jólaundirbúning vera óvenjulegan en ekki til marks um breytta siði Íslendinga • Jólin í IKEA munu byrja í október Meira

„Haltu mér – slepptu mér“

Flestir túlka námskrá grunnskólans svo að tölfræði eigi að koma þar sem minnst við sögu, helst alls ekki, segir dósent á menntavísindasviði Háskóla Íslands Meira

Tveir skólameistarar á fjörutíu árum

Á laugardag verða 40 ár síðan Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra á Sauðárkróki var fyrst settur Meira

Vertíð Beitir NK á togi í leiðindaveðri á kolmunnaveiðum síðasta vor.

September hefur verið erfiður á makrílveiðum

Útgerðarmenn vilja fá að flytja 20% á milli ára svo aflaheimildir falli ekki niður Meira

Þjónustan auðveldari Á efri myndinni er skissa af hjúkrunarheimili þar sem tengibygging milli íbúða til vinstri og hjúkrunarheimilis til hægri er jafn há meginbyggingum. Á þann hátt verður þjónusta auðveldari. Á neðri myndinni er tengibygging hins vegar ein hæð með löngum göngum eins og verið hefur algengt.

Áform um nýja Sunnuhlíð í Kópavogi

Tími kominn á nýtt hjúkrunarheimilið í stað þess gamla • Nýtt heimili eftir 3-4 ár? • Vigdísarholt ehf. hefur rætt við ríkisvaldið og bæjaryfirvöld • Tenging hjúkrunarheimilis og hjúkrunaríbúða Meira

Flugsýn Eyjafjallajökull til vinstri og Mýrdalsjökul fjær. Undir hömrum á sléttunni fram til sjávar er blómleg sveit, þar sem búa nú um 270 manns.

Undir Fjöllum

Sveit við suðurströndina • Búsældarlegt og gróið • Vinsælar ferðamannaslóðir • Ástarsagan á Stóru-Borg Meira

Hlíðarbær Hörgársveit hefur selt Reglu Musterisriddara félagsheimilið.

Molta, máltíðir, mjöður og Musterisriddarar

Úr bæjarlífinu Margrét Þóra Þórsdóttir Eyjafjörður Jarðgerðarstöðin Molta í Eyjafjarðarsveit fagnar 10 ára afmæli í ár. Frá því fyrirtækið hóf starfsemi hefur það tekið á móti rúmlega 63 þúsund tonnum af lífrænum úrgangi sem ella hefði verið urðaður. Með því hefur verið komið í veg fyrir losun á 100 þúsund tonnum af koltvísýringi sem jafngildir losun allra fólksbíla í Eyjafirði í tvö ár. Meira

Veðurstofan í Katar kaupir af Vista

Íslenska verkfræðistofan Vista hefur gert samning við veðurstofuna í Katar um sölu á hugbúnaðarlausn sem Vista hefur þróað. Meira

Á tveimur hæðum Ein þakíbúðanna í austurbyggingunni á baklóðinni.

2. áfangi Brynjureits á markað

Þingvangur setur í sölu óvenjulegar miðborgaríbúðir • Margar á 2 hæðum Meira

Netanyahu Forsætisráðherrann með eiginkonu sinni, Söru (við hlið hans).

Úrslitin áfall fyrir Netanyahu

Forsætisráðherra Ísraels talinn í veikari stöðu en eftir þingkosningarnar fyrir fimm mánuðum Meira

Strawberry Field opinn til frambúðar

Aðdáendur Bítlanna geta nú farið í garð í Liverpool sem varð innblástur að laginu „Strawberry Fields Forever“ sem John Lennon samdi. Meira

Urðunarstöðin í Álfsnesi Gas- og jarðgerðarstöðin á að koma í gagnið á árinu 2020 og taka við yfir 95% heimilisúrgangs frá höfuðborgarsvæðinu.

Fá ekki Sorpu-lánið nema öll standi að því

Sviðsljós Ómar Friðriksson omfr@mbl. Meira

Breytt mataræði Eyþór borðar allt öðruvísi mat í dag en áður.

Búinn að léttast um 62 kíló á þessu ári

Eyþór Árni Úlfarsson varð landsþekktur á einni nóttu þegar hann keppti í Biggest Loser Ísland 2014. Hann hafði nokkra sérstöðu því hann var þyngsti keppandinn í sjónvarpsþáttaröðinni. Meira

Fullkominn fimmtudagur Takó er frábær fimmtudagsmatur enda bæði bragðgott og auðvelt í matreiðslu.

Matarást Kolbrúnar Pálínu

Fyrsti þátturinn af ÁST verður frumsýndur í Sjónvarpi Símans í kvöld og af því tilefni leitaði matarvefurinn til fagurkerans og sælkerans Kolbrúnar Pálínu Helgadóttur, annars umsjónarmanns þáttanna og verkefnastýru hjá Árvakri, eftir hugmynd að... Meira

Dásemd Heiður himinn, gylltar strendur og sól bíða í Palma De Mallorca. Á þessari mynd sést í dómkirkjuna frægu.

Hrotur og hryllingur meðal þess sem fram undan er á K100

Það er aldrei lognmolla á K100. Stöðin býður upp á fjölbreytt efni og tónlist allan sólarhringinn sem og alls kyns skemmtilega leiki. T.d. fer fram Íslandsmót í hrotum á næstu vikum á vegum stöðvarinnar. Meira

Á heimavelli Skúli Hansen, matreiðslumeistari í 45 ár, kann vel við sig í eldhúsinu á Grund hjúkrunarheimili.

Heimilismatur í hávegum

Skúli Hansen hefur starfað sem matreiðslumaður í 45 ár • Var sagður vera einn áhrifamesti matreiðslumeistarinn Meira