Fréttir Mánudagur, 23. júlí 2018

Mannvistarleifar frá landnámi

Könnun fornleifafræðinga leiddi í ljós heilleg jarðlög frá landnámi til miðalda Meira

Lögðu fram tillögur til úrbóta í maí

„Síðast var fjallað um umferðaröryggismál á Þingvallavegi í Mosfellsdal hjá skipulagsnefnd Mosfellsbæjar 9. maí sl. Snerust þá mál m.a. um að setja upp svokölluð þéttbýlishlið og skerpa á merkingum, s.s. Meira

Merkar minjar við Mosfellskirkju

Líklegt er að forn hús og mannvirki finnist við Mosfell Meira

Fjórir eða fleiri komi saman í bíl

Sýslumaður gefur leyfi fyrir 26.900 gestum á tónleikum Guns N' Roses Meira

Útlitið jákvætt eftir fundina

Innkoma Landspítala skipti höfuðmáli • „Maður vill alltaf gera betur“ • Kosið um samninginn í dag og á morgun • „Einhvers staðar varð að höggva á hnútinn“ Meira

Bærinn mun beita sér

Ódýrar aðgerðir til að bæta umferðaröryggi á Þingvallavegi ræddar snemma í maí hjá skipulagsnefnd Mosfellsbæjar Meira

Vígslubiskup vígður í Skálholti

Fjölbreytt dagskrá fór fram á Skálholtshátíð um helgina • Sr. Kristján Björnsson tók við af sr. Kristjáni Vali Ingólfssyni sem vígslubiskup • Samningur skrifaður við Skógræktarfélag Íslands Meira

Dagskrá fyrirfram aðgengileg

Borgarráð hefur samþykkt tillögu borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúa Miðflokksins, Flokks fólksins og Sósíalistaflokks Íslands um að útsend dagskrá ráða og nefnda á vegum borgarinnar verði aðgengileg á vef Reykjavíkurborgar fyrir... Meira

Þræðir fléttast saman

„Í fjölþættri starfsemi bæjarins fléttast allir þræðir saman,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, nýr bæjarstjóri í Hafnarfirði. Meira

Endurveki forkaupsrétt sveitarfélaga

Forkaupsréttur mikilvægur til að bregðast við uppkaupum • Starfshópur skilar niðurstöðum í ágúst Meira

Endurbætur á höfninni

Tveir buðu í lagfæringar á Landeyjahöfn • Ístak átti lægsta boð Meira

Fornt skipsflak dregið til Noregs

Norski dráttarbáturinn Tandberg Polar hélt áfram för sinni í gær frá Kanada til Noregs með flak af skipinu Maud í eftirdragi. Leiðangurinn kom til Vestmannaeyja sl. föstudag og lagði af stað að nýju í gærmorgun. Meira

Fischer var og er einn af okkur

Skákmeistarans mikla minnst í Laugardælakirkju • Davíð Oddsson sagði frá atbeina sínum við frelsun Fischers • Barátta við Bandaríkjamenn • Lágu á sömu sjúkradeild á Landspítalanum Meira

„Ekki gott að skipta um hest í miðri á“

Byggingarsamvinnufélagið Búhöldar með 50. íbúðina í smíðum á Sauðárkróki • Formaðurinn Þórður Eyjólfsson er 91 árs og hvergi nærri hættur • Segir fleiri lóðir vanta og biðlistinn langur Meira

Hvíthjálmarnir hólpnir

422 meðlimum sýrlenskrar sjálfboðahjálparsveitar forðað til Jórdaníu Meira

Skæðasta hneykslismál Macrons

Rannsóknardómstóll hefur verið settur á fót í Frakklandi til þess að rannsaka Benalla-hneykslið svokallaða. Frá þessu er sagt á fréttasíðum Le Monde , Huffington Post og AFP . Meira

Gefast ekki upp í leit að íslensku gulli

Við landnám var talað um að Ísland hefði verið skógi vaxið milli fjalls og fjöru. Ekki fylgdi sögunni að hér væri í sama mund hægt að finna gull og græna skóga. Meira

Gull í greipar Melmis?

Gull er verðmætur málmur og ef tekst að finna það í vinnanlegu magni hér á landi gæti verið eftir miklu að slægjast. Gullverð á markaði náði hæstu hæðum fyrir um tveimur árum en hefur eitthvað gengið til baka. Únsa af gulli selst í dag á um 1. Meira

Hlaupa fyrir tengdamömmu

Fjórar systur; þær Brynja, Edda Ýrr, Margrét Rós og Íris Einarsdætur verða meðal þátttakenda í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 18. ágúst nk. Meira