Hugbúnaðargeirinn var fljótur að taka gervigreind í sína þjónustu og eru áhrifin núna farin að koma skýrt í ljós. Elvar Örn Þormar hjá Reon segir gervigreindarlausnir nýtast til að vinna alls konar einfaldari verkefni og spara þannig forriturum mikinn tíma Meira
Isavia leggst ekki gegn bænahaldi í kaffiskúr leigubílstjóra á Keflavíkurflugvelli en þó þarf að tryggja að öllum líði eins og þeir séu velkomnir. Yfirmönnum Isavia var brugðið er fréttir bárust af yfirtöku skúrsins af hálfu erlendra leigubílstjóra… Meira
Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir nauðsynlegt að ráðast í endurskoðun laga um leigubíla • Alþingi kemur saman í dag aftur eftir páskafrí • Hildur segir mál stjórnarinnar hroðvirknislega unnin Meira
Lilja Jóhannesdóttir, náttúrufræðingur hjá Náttúrustofu Suðausturlands, segir að þó helsingjum hafi fjölgað undanfarna áratugi á Íslandi, hafi þeim fækkað síðustu tvö ár samkvæmt mælingum Náttúrustofu Meira
Fjöldi bíla rispaður í Nökkvavogi • Upptökur sýna þrjá unga drengi skemma bíla • Mikið fjárhagslegt tjón • Eigendur hafa lítið heyrt frá lögreglu • Íbúar nánast hættir að leggja bílum sínum við götuna Meira
„Það að fólk sé að iðka trú á einhverjum stöðum eða fólk sé að biðja, það er í eðli sínu ekki eitthvað sem við gerum athugasemdir við,“ segir Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia, í samtali við Morgunblaðið um kaffiskúr í eigu Isavia Meira
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra var viðstödd minningarathöfn um helförina í síðustu viku þar sem minnst var sex milljóna gyðinga sem létu lífið í helförinni. Rabbíni íslenska gyðingasamfélagsins, Avraham Feldman, talaði um sögu sinnar… Meira
Sveit Infocapital varð Íslandsmeistari í sveitakeppni í brids eftir harða úrslitakeppni. Í öðru sæti varð sveit Grant Thornton en sveit Karls Sigurhjartarsonar í því þriðja. Keppninni lauk í gær í húsnæði Fjölbrautaskólans í Mosfellsbæ Meira
„Ég tel að Gunnarsstofnun á Skriðuklaustri hafi náð að setja sitt mark á menningarlíf á Austurlandi síðasta aldarfjórðunginn með ýmsum hætti,“ segir Skúli Björn Gunnarsson. „Þetta er menningarstofnun og ætlunin var alltaf sú að í… Meira
Góður árangur hefur náðst í rekstri Árborgar og afkoma síðasta árs þykir með besta móti, segja stjórendur sveitarfélagsins. A og B-hluti bæjarsjóðs voru eftir árið 2024 í plús sem nemur 3,2 milljörðum króna en áætlanir gerðu ráð fyrir neikvæðri niðurstöðu upp á 115 milljónir króna Meira
Upplýsingatorgi fyrir aðstandendur fatlaðra barna ýtt úr vör • Nýtti reynslu sína sem innflytjandi, þroskaþjálfi og foreldri fatlaðs barns • Gott samstarf við Stafrænt Ísland • Framtíðarverkefni Meira
11 látnir í Vancouver eftir bílaárás • Einn grunaður um verknaðinn • Ökumaðurinn í haldi lögreglunnar • Myrkasti dagur í sögu borgarinnar, segja yfirvöld Meira
Þingkosningar fara fram í Kanada í dag þar sem talið er líklegt að Frjálslyndi flokkurinn fari með sigur af hólmi enn á ný. Mark Carney hafði nýlega tekið við sem forsætisráðherra Kanada og sem formaður frjálslyndra þegar hann boðaði til… Meira
Fleiri en 300 skipasmíðastöðvar eru við langa strandlengju Kína og framleiða þær meira en helming af borgaralegum nýsmíðum á heimsvísu. Frá þessum skipasmíðastöðvum koma kaupskipin sem knýja áfram viðskipti heimsbyggðarinnar, en á sama tíma sinna… Meira
„Harmonikan er heillandi hljóðfæri. Það má segja að draumur okkar rætist með því að heiðra hljóðfærið og gera því hátt undir höfði á Harmonikudeginum sem haldinn verður næsta sunnudag, 4. maí, með glæsilegum tónleikum í Menningarhúsinu Hofi á… Meira