Fréttir Miðvikudagur, 31. maí 2023

Rigning Ferðamenn og aðrir vegfarendur í miðbæ Reykjavíkur og víðar um land hafa margsinnis orðið að grípa í regnhlífarnar í maímánuði.

Sólarleysismetið gæti fallið

Ekki færri sólardagar í maí í Reykjavík síðan 1951 • Úrkomumetið líka í hættu Meira

Blönduðu drykki í gríð og erg

Lokakvöld hinnar árlegu World Class-barþjónakeppni fór fram í gær í Tjarnarbíói og mátti þar sjá tíu af bestu barþjónum landsins leika listir sínar við að blanda drykki. Hér má sjá Sævar Helga frá Tipsý taka þátt, en áskorun kvöldsins var að blanda sex drykki á sex mínútum Meira

Kjaramál Að óbreyttu hækka laun ráðamanna um rúm sex prósent.

Ekki útilokað að launahækkanirnar taki breytingum

Til greina kemur að víkja frá fyrirhuguðum launahækkunum æðstu ráðamanna þjóðarinnar með einhverjum hætti, að sögn Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Laun ráðamanna breytast ár hvert í byrjun júlí Meira

Verkföll Fjöldi verkfallsvarða stendur vaktina fyrir BSRB þessa dagana.

Verkfall þyngist næsta mánudag

Lítið gengur að leysa deilu BSRB og sveitarfélaga • Hertar aðgerðir boðaðar í næstu viku • Aðgerðir ná til fleiri vinnustaða • Hækkun hæstu launa vont innlegg • Engir formlegir samningafundir Meira

Sauðfé Málið er komið á borð lögreglunnar. Myndin að ofan er úr safni.

Fara fram á bann við dýrahaldi

Eftirlit Matvælastofnunar (MAST) leiddi í ljós óviðunandi ástand á bæ einum á Vesturlandi með tilliti til dýravelferðar. Ábúendur hafa nú þegar losað sig við öll dýr en MAST hefur farið fram á það við lögreglu að þeir verði með dómi sviptir heimild til að hafa dýr í sinni umsjá Meira

Skerjafjörður Íbúar óttast um öryggi sitt vegna aukins umferðarþunga en áætlað er að bílaumferð allt að sexfaldist með nýrri byggð.

Vilja fjölga slökkvistöðvum

Íbúi í Skerjafirði segir að fjölga þurfi slökkvistöðvum til að tryggja öryggi íbúa í hverfinu • „Höfum nú þegar greint verulegar tafir“ • Ósáttir íbúar afhentu Guðlaugi Þór umhverfisráðherra mótmælaskjal Meira

Dagmál Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og formaður utanríkismálanefndar Alþingis, er í viðtali Dagmála í dag.

Tryggjum öryggið í varnarsamstarfi

Bjarni Jónsson formaður utanríkismálanefndar í viðtali Meira

Vaknaðu! Styrktartónleikarnir voru haldnir í Hörpu annan í hvítasunnu.

10 til 15 milljónir kr. söfnuðust

„Góðu fréttirnar eru þær að fólk var greinilega að leggja inn og styrkja málstaðinn en slæmu fréttirnar eru að kerfið hrundi,“ segir Ellen Kristjánsdóttir, forsprakki styrktartónleikana Vaknaðu! sem voru haldnir í Hörpu í fyrradag Meira

Landsréttur Tveir sakborningar huldu höfuð sitt á leið í dómsal.

Húsleit gerð hjá manni í Ísrael

Aðalmeðferð í saltdreifaramálinu svokallaða hófst í Landsrétti í gær og verður fram haldið í dag. Málið varðar annars vegar innflutning amfetamínvökva í miklu magni og hins vegar kannabisræktun á sveitabænum Hjallanesi við Hellu Meira

Axel Björnsson

Axel Björnsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor emeritus, lést 26. maí sl. á hjúkrunarheimilinu Seltjörn, 80 ára að aldri. Axel fæddist í Reykjavík 25. september 1942, sonur hjónanna Björns Kristjánssonar, lögregluvarðstjóra og síðar starfsmanns… Meira

Björn Bjarnason

Áherslur á sviði gervigreindar

Björn Bjarnason fjallar um gervigreind og flokkadrætti í Noregi hennar vegna. Hann segir flokkinn Hægri hafa ákveðið að setja af stað eigin sérfræðivinnu en norskir vinstrisinnar, Rødt og SV, hafi lýst áhyggjum af gervigreindinni, að hún kunni að leiða til atvinnuleysis og skaða innviði samfélagsins. Þá hallist Verkamannaflokkurinn, forystuflokkur ríkisstjórnarinnar, að því að gera þurfi hlé á nýtingu gervigreindar á meðan hugað sé að opinberu regluverki. Meira

Ráðherra Guðlaugur Þór tekur til hendinni í fækkun stofnana.

Stofnunum fækki úr tíu í þrjár

Frumvarp komið í samráðsgátt frá umhverfis- og auðlindaráðherra Meira

Úlpur Elías Geirsson ásamt Jie Gao frá YAYA á kynningunni í Grafarvogi í gær, og barnakórinn í bakgrunni.

Íslenskur dúnn í kínverskum úlpum

Stærsta úlpuvörumerki Kína framleiðir úlpur fóðraðar með dún úr íslenskum æðarfuglum • Boðar stöðugleika á markaði æðardúns • Kínverska fyrirtækið hélt í gær viðburð í Grafarvogi Meira

Verklegt Á þessari mynd sést hvernig Suðurvarargarður er lengdur langt út, en slíkt mun með öðru í raun skapa allt önnur skilyrði og tækifæri og styrkja Þorlákshöfn í sjóflutningum.

Lengri garður skjól fyrir stórskipin

Miklar framkvæmdir í Þorlákshöfn • Garður lengdur og annar styttur • Aðstaðan er bætt vegna flutningaskipa • Búkollur flytja stóra steina • Kostnaðurinn hleypur á milljörðum króna Meira

Hvalaskoðun Ferðamenn um borð í skipi Eldingar, Hafsúlunni.

Hvalaskoðunarbátar allir í höfn vegna vondrar tíðar

Maímánuður hefur reynst hvalaskoðunarfyrirtækjum í höfuðborginni erfiður. Mánuðurinn hófst vel en veður undanfarnar vikur hefur orðið til þess að engar ferðir hafa verið farnar með ferðamenn. Reynar Davíð Ottósson, framkvæmdastjóri Whale Safari,… Meira

Kínverjar vanvirða breskar stríðsgrafir

Yfirvöld í Malasíu hafa kyrrsett kínverskt flutningaskip eftir að um borð fundust skotfæri frá tímum síðari heimsstyrjaldar. Höfðu skotfærin þá verið fjarlægð úr bresku herskipunum HMS Prince of Wales og HMS Repulse sem sökkt var af japanska… Meira

Drónaárás Sérfræðingur rannsakar skaðann sem einn dróninn skildi eftir sig á íbúðablokk í Rúbljovka-hverfinu í Moskvu eftir árásina í gær.

Óvænt drónaárás á Moskvuborg

Pútín sakar Úkraínumenn um að ráðast á óbreytta borgara • Drónar lentu á tveimur blokkum í einu af auðugri hverfum höfuðborgarinnar • Úkraínumenn neita beinni aðild • Prigósjín formælir hernum Meira

Stopp Sprunga í vegi skammt frá Eyrarbakka. Margt gekk úr skorðum í skjálftunum og tjónabætur upp á marga milljarða króna voru greiddar út.

Spennan er enn þá í jörðu á Suðurlandi

Sviðsljós Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Kyrrt og engra skjálfta verður vart. Þetta er í stuttu máli sagt staðan um þessar mundir á Suðurlandi; svæði sem þekkt er fyrir jarðhræringar. Síritandi mælar Veðurstofu Íslands segja sína sögu – meðal annars þá að víbrar eru víðast hvar meiri nú en fyrir austan fjall. Margir Sunnlendingar hafa rifjað upp síðustu daga, í frásögnum á félagsmiðlum, að síðastliðinn mánudag, voru liðin rétt og slétt fimmtán ár frá Suðurlandsskjálftanum mikla. Meira

Sagan Gunnar Tómasson hér við skiltin sem senn verða sett upp. Vitnisburður um lífsbaráttu sem oft var hörð.

Sjóslys við Grindavík á spjöldum sögunnar

Skipskaðar og björgunarafrek • Fróðleikur í fjöru Meira