Fréttir Miðvikudagur, 19. janúar 2022

Þróun Hákon Hákonarson telur að nýja lyfið geti gagnast Alzheimer-sjúklingum en eftir er að rannsaka það nánar. Verið er að þróa blóðpróf til að finna þá snemma sem eru í áhættuhópi.

Öllum með arfgengu íslensku heilablæðinguna boðin þátttaka

Lyf sem Hákon Hákonarson þróar getur nýst Alzheimer-sjúklingum • Mikil viðbrögð við umfjöllun Meira

Guðni B. Guðnason

Guðni B. Guðnason, fv. kaupfélagsstjóri, lést á Landspítalanum í Fossvogi 15. janúar sl. á 96. aldursári. Guðni fæddist á Guðnastöðum í Austur-Landeyjum í Rangárvallarsýslu 1. apríl árið 1926. Meira

Kristján Þór Magnússon

Kristján Þór sækist ekki eftir endurkjöri

Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri í Norðurþingi, sækist ekki eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Hann mun ekki heldur bjóða sig fram í sveitarstjórn. Kristján Þór hefur verið sveitarstjóri í átta ár í Norðurþingi. Meira

Hörð viðbrögð Myndskeið dýraverndarsamtakanna Animal Welfare Foundation og Tierschutzbund Zürich af blóðtöku vakti verulega athygli.

Flóð umsagna sem stangast á

Ekkert virðist hafa dregið úr þeim sterku viðbrögðum og háværu gagnrýni á blóðtöku úr fylfullum hryssum, sem spratt upp í kjölfar sýningar á heimildarmyndinni „Ísland – land 5.000 blóðmera“ í nóvember sl., sem gerð var af dýraverndarsamtökunum Animal Welfare Foundation og Tierschutzbund Zürich. Meira

Trjáfellingar Vaskur hópur nemenda í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi á leið í skógarhögg.

Vilja fræðast um keðjusagir og trjáfellingar

Vaxandi áhugi • Aukin skógrækt • Fjölbreyttur hópur Meira

Aldursmörk á kaup nikótínvara

Allar nikótínvörur lúti sömu reglum og gilda um rafrettur í frumvarpsdrögum • Lagt til að þeim sem eru 18 ára og yngri verði ekki heimilt að kaupa nikótínpúða Meira

Ekki færri á gjörgæslu síðan í fyrra

39 sjúklingar lágu á Landspítalanum í gær með Covid-19, þar af þrír á gjörgæslu en þeir eru allir í öndunarvél. Hafa ekki færri verið á gjörgæslu allt þetta ár. Síðast voru jafnmargir á gjörgæslu á Þorláksmessu, 23. desember. Meira

Guðmundur Helgi Þórarinsson

Ásökunum um óstjórn vísað á bug

Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður VM Félags vélstjóra og málmtæknimanna, gefur lítið fyrir ásakanir fyrrverandi formanns VM, Guðmundar Ragnarssonar, sem nú hyggst sækjast eftir embættinu á ný eftir að hafa tapað fyrir Guðmundi Helga árið 2018. Meira

Guitar Islancio Þórður Árnason, Jón Rafnsson og Björn Thoroddsen á Gítarhátíð Bjössa Thor í Bæjarbíói í Hafnarfirði á liðnu hausti.

Nýr kafli hjá Guitar Islancio-tríóinu

Guitar Islancio sendir frá sér nýja vínilplötu á föstudag og stefnir tríóið á að fylgja henni eftir með tónleikum þegar færi gefst til. „Um leið og birtir til höfum við í hyggju að halda tónleika víða um landið og svo er stefnt að því að vinna verkefni með sænska tónlistarmanninum Jonasi Knutssyni á árinu og eru fyrirhugaðir tónleikar með honum í Hörpu þegar færi gefst,“ segir Jón Rafnsson bassaleikari. Meira

Vetrarríki Í Hornvík í mars 2020, en friðland Hornstranda er eitt helsta griðland refa á Íslandi.

Veiði ekki ráðandi ástæða fækkunar og fjölgunar

Fjallað um stofnbreytingar, veiðar og verndun á refnum Meira

Almar Guðmundsson

Þarf að verja góða stöðu Garðabæjar

Almar Guðmundsson vill 1. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Garðabæ Meira

Fjölskyldan Sæþór Sindri Kristinsson og Guðrún Birna Blöndal með börnin sex við fermingu.

Ekki nokkrum manni bjóðandi

Bændahjón á Fellsströnd sáu fram á að vera sambandslaus við umheiminn í þrjá til fimm daga • Guðrún Blöndal segir að þau séu með sex börn og öryggisleysið sem fylgi símaleysinu sé óþolandi Meira

Vellirnir Fjölmennir vinnustaðir verða byggðir í hverfinu næstu ár.

Óvissa um áhrif þéttingar

Óvíst er hvaða áhrif þétting byggðar mun hafa á framboð atvinnuhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Jafnframt liggur ekki fyrir sundurliðun á því hvernig heimildir til uppbyggingar atvinnuhúsnæðis skiptast eftir eðli starfseminnar sem það á að rúma. Meira

Veiðar Huginn VE á loðnumiðunum í síðustu viku. Skipið landaði um helgina í Vestmannaeyjum, en var í gær komið á miðin austur af Langanesi.

Beitir NK landaði metfarmi í Noregi

Íslensk, norsk og grænlensk loðnuskip voru í gær að veiðum á tveimur svæðum norðan og norðaustan við Langanes. Meira

Leikskóli Ástandið á leikskólum Reykjavíkurborgar og skortur á starfsfólki er sagt hafa áhrif á starf þeirra.

Staðan á leikskólum borgarinnar sögð „mjög alvarleg“

Fleiri starfsmenn vantar nú en í október • Ekki er ráðist að rótum vandans Meira

Magnús Guðmundsson

Magnús Jóhannes Guðmundsson, skíðakennari og margfaldur Íslandsmeistari í golfi og á skíðum, lést í Bandaríkjunum 16. janúar sl., 88 ára að aldri. Frá andláti hans var greint á fréttavefnum Akureyri.net. Magnús fæddist 30. Meira

Elín Oddný Sigurðardóttir

Elín Oddný vill fyrsta sæti og oddvitaslagur í VG

Stuðst verður við prófkjör við val í efstu þrjú sætin á lista Meira

Heræfingar Rússneskir hermenn sjást hér með hvítrússneskt brauð og salt, en þeir voru nýkomnir til Hvíta-Rússlands til sameiginlegra heræfinga.

Rússar krefjast svara

Lavrov lokar á frekari viðræður þar til kröfum Rússa er svarað • Blinken hittir ráðamenn í Úkraínu í dag • Hvít-Rússar og Rússar hefja sameiginlega heræfingu Meira

Tómatar Knútur í nýja gróðurhúsinu sem búið er nýjustu tækni sem keypt er frá Hollandi. Nýbyggingin er 5.600 fm og tvöfaldar framleiðslu fyrirtækisins.

Tvöfölduðu framleiðslugetuna

Eigendur Friðheima sneru vörn í sókn í faraldrinum með uppbyggingu Meira

Spennandi tími fram undan

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, segist líta stoltur um öxl á tíma sinn í bæjarpólitík í Kópavogi, bærinn hafi stækkað og tekið stakkaskiptum. Meira

Anders Behring Breivik

Krefst reynslulausnar

Héraðsdómur í Telemark-héraði tók í gær fyrir kröfu fjöldamorðingjans Anders Behring Breivik um að sér verði veitt reynslulausn, en tíu ár verða liðin í haust frá því að dómur féll í máli hans. Meira