Fréttir Laugardagur, 2. mars 2024

Handtekin? Menn ráku upp stór augu þegar barnið kom út úr bílnum.

Óvenjulegt lögreglumál loksins leyst 64 árum síðar

Þessi óvenjulega mynd birtist á forsíðu Morgunblaðsins í byrjun maí 1960 en óskipta athygli vakti þegar barn, sem enginn nálægur kannaðist við, fannst sofandi í barnavagni fyrir utan verslun á Vesturgötu Meira

Svartsengi Ármann telur mjög líklegt að gos hefjist um helgina.

Eldgos líklegt um helgina

Eldgos yfirvofandi á Sundhnúkagígaröðinni • Gæti gosið í dag eða á morgun • Svartsengi eins konar gildra • Jarðhræringar gætu leitt kvikuna í Eldvörp Meira

Karphúsið Sólveig Anna mætir Sigríði Margréti við upphaf fundar í gær.

Sáttasemjari segist vera sáttur

Full mannaðar samninganefndir í Karphúsinu • Funda áfram um helgina • Viðræður þokast áfram Meira

Spursmál Þorgerður Katrín er gestur þáttarins að þessu sinni.

Vill nýjan meiri- hluta um orkuna

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segist vilja láta reyna á að mynda meirihluta um framgang mála sem tryggi aukna orkuframleiðslu hér á landi. Þetta segir hún í ítarlegu viðtali á vettvangi Spursmála Meira

Segir stöðuna bara geta batnað

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sló á létta strengi er hún gerði grein fyrir fylgistapi flokksins á flokksráðsfundi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í gær. Hún sagði flokkinn myndu „rísa upp“ eins og Þorvaldur Örlygsson sem var á dögunum kjörinn formaður KSÍ Meira

Ferðaþjónusta Árhólmasvæðið er við rætur Reykjadals.

Framkvæmdir hafnar við Reykjaböðin við Reykjadal

Hveragerðisbær og Reykjadalsfélagið hafa gert samning um viðamikla ferðaþjónustuuppbyggingu á Árhólmasvæðinu í Hveragerði. Samningurinn felur í sér kaup Reykjadalsfélagsins á byggingarrétti og úthlutun lóða ásamt uppbyggingu svæðisins Meira

Ólafur Jóhann Ólafsson

Ólafur Jóhann leggur við hlustir

Rithöfundurinn Ólafur Jóhann Ólafsson segir að margir hafi hvatt sig til þess að lýsa yfir forsetaframboði. Hann segist hins vegar þurfa að velta því fyrir sér hvort hann geti gert eitthvert gagn áður en hann tekur stökkið Meira

Getum ekki rekið verslunina af hugsjón

„Við erum búin að meta stöðuna síðustu tvö ár og því miður gekk þetta ekki upp. Þetta var erfið ákvörðun en við getum ekki rekið búðina eingöngu af hugsjón,“ segir Sólveig Grétarsdóttir, eigandi Verslunar Guðsteins Eyjólfssonar Meira

Mótmæli Stuðningsfólk Palestínumanna hefur mótmælt á Austurvelli, við ráðherrabústaðinn og víðar og komið boðskap sínum á framfæri.

Leyfislaus söfnun fyrir Palestínu

Ekki sótt um leyfi eða tilkynnt um söfnun Solaris til sýslumanns • Opinberar safnanir háðar leyfi og ber að tilkynna • Sektað fyrir brot gegn lögum um opinberar safnanir • Milljónir sagðar hafa safnast Meira

Laugalækjarskóli Stílhreint hús sem nýtur verndar 20. aldar bygginga.

Álklæðning er ekki leyfð á skóla

Ekki fékkst leyfi til að klæða suðausturgafl og suðvesturhlið Laugalækjarskóla með sléttri álklæðningu. Skólahúsið nýtur verndar. Erindið var lagt fram á fundi byggingarfulltrúa Reykjavíkur sem framsendi það til skipulagsfulltrúa Meira

Nýtt nafn Sameinað sveitarfélag á Vestfjörðum fær nýtt nafn í maí.

Leitað að nafni á sveitarfélagið

Sameining Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps tekur gildi 19. maí Meira

Núverandi flugstöð Er að stofni til frá árinu 1949 en síðan hefur verið byggt við hana í áföngum. Mikil þörf er orðin á nýrri miðstöð innanlandsflugsins.

Ný flugstöð í einkaframkvæmd?

Undirbúningur hafinn að byggingu flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli • Gamla flugstöðin orðin gömul og slitin • Gert er ráð fyrir 1.700 milljónum króna til verkefnisins í næstu samgönguáætlun Meira

Marenza Hún er þekkt fyrir afar vandaðan, frumlegan og litríkan fatastíl.

Þær selja fötin sín í minningu vinkonu

„Okkur langar svo að leggja eitthvað af mörkum og gefa í minningu systra okkar. Ljósið hefur staðið svo vel við bakið á mörgum og öll eigum við einhvern sem krabbamein hefur lagt að velli,“ segir Marentza Poulsen, ein þeirra kvenna sem… Meira

Teresía Guðmundsson

Hildigunnur önnur konan til að stýra Veðurstofunni

Hildigunnur H.H. Thorsteinsson hefur verið skipuð nýr forstjóri Veðurstofu Íslands til næstu fimm ára, en skipun hennar tekur gildi frá og með 1. júní. Greint er frá skipuninni á vef Stjórnarráðsins Meira

Nikótín Púðarnir hafa orðið býsna áberandi hérlendis á síðustu árum.

Minna nikótín á grunnskólalóðum

Færri börn á grunnskólaaldri prófa nikótínpúða en áður • Viðamikil könnun meðal nemenda í grunnskólum í tólf sveitarfélögum • 2,5% nemenda í 10. bekk nota nikótínpúðana daglega Meira

Jóhann Kristmundsson Hann lá fjóra daga undir snjó og lýsti skelfilegri reynslu sinni í viðtali við ritstjóra Morgunblaðsins.

Harmleikurinn í Goðdal

Í desembermánuði 1948 fórust sex manns í snjóflóði í Goðdal • Einn lifði af, bóndinn Jóhann Kristmundsson, sem hafði legið fjóra sólarhringa í fönnl Jóhann lýsti atburðum í viðtali   Meira

Kveðjuskál Þórgnýr Thoroddsen hefur rekið Bjórland síðustu fjögur ár.

Bjórlandi lokað

„Nú þarf maður bara að finna nýtt hobbí, annað hvort skemmtilegra eða eitthvað sem gefur eitthvað af sér,“ segir Þórgnýr Thoroddsen, einn eigenda Bjórlands sem hefur sérhæft sig í netsölu með handverksbjór síðustu fjögur ár Meira

Sigurtillaga Svona sá þýski listamaðurinn Karin Sander, er bar sigur úr býtum í samkeppni um útilistaverk í Vogabyggð, fyrir sér að verkið yrði.

Pálmatréð þarf að bíða í nokkur ár enn

Unnið að skipulagi í Vogabyggð • Pálmunum var fækkað Meira

Hólar Margir sækja Hólastað heim og stunda þar einnig háskólanám.

Mikilvægt að vernda sögu Hóla

„Mikilvægt er að vernda sögu staðarins og ég fagna áhuga fólks á því að gera staðnum hærra undir höfði. Háskólinn þarf að sama skapi að geta sinnt hlutverki sinu enn betur sem menntastofnun á sama tíma og hugað er að Hólastað og… Meira

Hella Unnið er á fullu við byggingu annars áfanga viðbyggingar Grunnskólans á Hellu.

Mikil uppbygging í skólamálum

Hreiðar Hermannsson, eigandi Stracta hótels, hefur fest kaup á Hótel Hellu sem stendur við Þrúðvang á Hellu. Nú standa yfir gagngerar endurbætur á húsnæðinu, sem verður allt tekið í gegn innandyra og fært til nútímahorfs Meira

Krabbi Gaddakrabbinn vakti óttablandna hrifningu nemendanna.

Gaddakrabbi í grunnskólanum

Ýmislegt getur rekið á fjörur náttúrufræðikennara í sjávarplássum landsins, sem gott er að nýta í kennslu. Útikennsla og náttúrufræði eru meðal kennslugreina hjá Hrafngerði Ösp í Grunnskólanum á Þórshöfn og þegar hún hafði veður af því að… Meira

Framkvæmdir Starfsmenn HS Veitna hafa staðið í ströngu á Reykjanesskaga undanfarið og m.a. lagt nýja hitaveitulögn yfir nýrunnið hraun.

Öryggisstjórnun í Grindavíkurverkum

Í fyrsta sæti að starfsfólk komi heilt heim, segir Páll Erland Meira

Nóbelsverðlaunahafi Joseph Stiglitz á málþingi forsætisráðuneytisins og viðskiptaráðuneytisins í gær.

Þrjár billjónir voru mikið vanmat

Nóbelsverðlaunahafinn Joseph Stiglitz segist hafa vanmetið kostnaðinn við hryðjuverkastríðið l  Ekki sé óraunhæft að miða við níu billjónir dala l  Gefur lítið fyrir kenningu Pútíns um stöðu dalsins Meira

Navalní Prestur sést hér búa um lík Navalnís í miðri útfararathöfninni skömmu áður en kistu hans var lokað.

Mótmæltu stríðinu við útförina

Þúsundir manna vottuðu Alexei Navalní virðingu sína • Útförin stytt að skipun stjórnvalda og mikill lögregluviðbúnaður • Rúmlega 45 handteknir um allt land Meira

Offita Ný rannsókn leiðir í ljós að rúmlega milljarður manna um allan heim þjáist af offitu og hefur fjöldinn fjórfaldast á rúmum þremur áratugum.

Rúmlega milljarður manna þjáist af offitu

Yfir einn milljarður manna um allan heim þjáist af offitu og hefur fjöldinn fjórfaldast frá árinu 1990. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn, sem gerð var á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), og sagt var frá í læknablaðinu Lancet í gær en 4 Meira

Tónlist Guðmundur R. málaður í framan og Árni Bergmann í verki fyrir aftan. Þeir hafa sameinað krafta sína og hyggja á frekari útgáfu.

Guðmundur R. breytir um stefnu

Tónlistarmaðurinn Guðmundur R. Gíslason í Neskaupstað sendi í gær frá sér lagið „Orð gegn orði“, sem hann vann með Árna Bergmann í dönsku elektró-rokkhljómsveitinni Hugorm, og er það aðgengilegt á helstu streymisveitum Meira