Fréttir Fimmtudagur, 6. nóvember 2025

Saksóknari sætti kærum

Játaði en dró svo játninguna til baka • Bar fyrir sig tímabundin andleg veikindi • Er enn við störf hjá embætti ríkissaksóknara • Sigríður svarar engu um málið Meira

Uppbygging Til stendur að koma félagsheimilinu í fyrra horf.

Hyggjast koma félagsheimilinu í rekstur á ný

„Við erum spennt fyrir alls konar hugmyndum og vonandi tjúttum við í Félagsheimili Seltjarnarness innan tíðar,“ segir Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi. Seltjarnarnesbær auglýsir í dag eftir hugmyndum og samstarfsaðilum um… Meira

Metið féll Eftir hlýindi lengi vel í október skall á hvellur. Nýtt met í snjódýpt leit dagsins ljós 29. dag mánaðarins.

Árið 2025 í hópi hlýjustu ára

Er í 4. sæti í röð 155 ára samfelldra mælinga í Reykjavík • Hlýir og kaldir dagar í október Meira

Dagmál Þórður Gunnarsson og Hörður Ægisson ræða efnahagshorfurnar.

Ríkisstjórnin sögð skeytingarlaus

„Ríkisstjórnin þarf að taka mark á því sem fólk í atvinnulífinu er að segja um stöðuna, ekki bara láta það sem vind um eyru þjóta,“ segir Hörður Ægisson ritstjóri Innherja. Hann og Þórður Gunnarsson hagfræðingur eru í viðtali Dagmála, sem birt er í dag, og fjalla um efnahagshorfur Meira

Geirfugl Uppstoppaður geirfugl sem er í eigu Náttúruminjasafns Íslands.

Gefa út frásögn um leit að geirfuglum

Tveir íslenskir fræðimenn, Már Jónsson prófessor og Gísli Pálsson prófessor emeritus, hafa gert samning við ensku bókaútgáfuna Pelagic Publishing um að gefa út Geirfuglabækur enska náttúrufræðingsins Johns Wolleys sem fjalla um Íslandsferð hans árið 1858 Meira

Álfsnes Starfsleyfi skotsvæðisins var fellt úr gildi. Sá úrskurður sætir harðri gagnrýni og mælingamaðurinn sagður ekki hlutlaus.

Segja mælingamann vilhallan

Skotveiðifélag Reykjavíkur og nágrennis, Skotreyn, gagnrýnir harðlega nýgenginn úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem felldi úr gildi starfsleyfi félagsins fyrir skotæfingasvæði í Álfsnesi Meira

Lögreglan Saksóknarinn játaði við yfirheyrslu hjá lögreglunni, en dró játninguna til baka.

Bar við erfiðu andlegu ástandi

Saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll, þjófnað og brot gegn barnaverndarlögum • Dró játningu til baka • Starfar enn hjá embættinu • Ríkissaksóknari aðhefst ekkert Meira

Bergþór Ólason

Breytt afstaða á milli funda

Óskynsamlegt að tala gegn markmiðum ríkisstjórnarinnar Meira

Gallar HMS svarar gagnrýni á breytingar á byggingarreglugerð.

Óháðir með eftirlit í umboði HMS

HMS svarar byggingarfulltrúanum l  Óska eftir fundi með sveitarfélaginu Meira

Ingólfur Örn Blöndal

Ingólfur Örn Blöndal, ferðamálafrömuður og forstjóri ferðaskrifstofunnar North Atlantic Tour Organization, lést 1. nóvember á heimili sínu í Simpsonville í Suður-Karólínu, 88 ára að aldri. Ingólfur fæddist í Þýskalandi 6 Meira

Samkeppni Núverandi fyrirkomulag póstþjónustu er gagnrýnt í skýrslunni.

Framkvæmd eftirlits gagnrýnd

Byggðastofnun fer með eftirlit á póstmarkaði • Nýleg skýrsla Intellecon varpar ljósi á meinbugi núverandi fyrirkomulags • Íslandspóstur geti í reynd ákveðið verðþak og sótt endurgreiðslur í ríkissjóð Meira

Austurvöllur Táragasi var beitt til að stöðva átökin 30. mars 1949.

Óeirðirnar á Austurvelli í kvikmynd frá sjónarhóli sósíalistanna

„Með því myndefni sem nú er aðgengilegt gefst fólki nú kostur á að sjá sömu sögu frá nokkrum hliðum,“ segir Gunnar Tómas Kristófersson hjá Kvikmyndasafni Íslands. Nú fyrr í vikunni var sett inn á gagnvirkt kort safnsins, sem er á… Meira

Svaml Ungur drengur í sundi í æfingastöð Glóar við Háaleitisbraut í Reykjavík þar sem Rósa Gunnsteindóttir sjúkraþjálfari starfar og hún sést hér á myndinni. Um 1.400 börn árlega sækja þjónustu og þjálfun á stöðina.

Glóandi lífskraftur

Stuðningur! Áskoranir í umhverfinu, segir Bergljót Borg hjá Gló. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hefur fengið nýtt nafn, en hlutverkið er sem fyrr að styðja ungmenni með fötlun. Meira

Heiður Tolli Morthens sést hér í jakkafötunum sem keypt voru af þessu tilefni. Bindishnútinn gat hann ekki hnýtt.

„Ævintýraleg viðurkenning“ Tolla

Tolli Morthens tekur síðar í mánuðinum á móti Friðarverðlaunum Gusi á Filippseyjum • Fær verðlaunin fyrir sjálfboðastarf í fangelsum og myndlist sína • Kunni ekki að hnýta bindishnútinn Meira

Instagramstjarnan Volvo gefur loðin svör

Kominn í heimspressuna • Túristarnir sjúkir í Volvo • Krónprins í 101 Meira

Náttúruperla Baðstaður og gestastofa eiga að vera við jökulgarðinn og Hoffellslón með útsýni að Hoffellsjökli.

„Ætlað að verða bygging á heimsvísu“

Áform Bláa lónsins um uppbyggingu 120 herbergja hótels við Hoffell og baðlóns við Hoffellslón og jökulgarðinn kynnt í matsáætlun • „Gestir fái að njóta útsýnis yfir jökulinn og jökullónið“ Meira

90 jólabjórar koma til byggða í dag

Hátíðardagur hjá bjóráhugafólki í dag þegar jólabjórinn kemur í vínbúðir • Ný útgáfa af Tuborg-jólabjórnum vekur athygli • Fleiri léttbjórar nú en áður • 69 íslenskar bjórtegundir Meira

Helga ljósmóðir vann þrekvirki

Hóf árið 1931 að byggja fæðingarheimili fyrir eigin reikning • Húsið kostaði 45 þúsund krónur en Helga átti bara 2.500 krónur í banka • Fékk hjálp góðra manna • Tók á móti 3.483 börnum Meira

Galeiðan Frá endursmíði skipsins hjá Albaola-skipasmíðastöðinni nærri borginni fallegu San Sebastian.

Setja galeiðuna á flot

Á morgun verður galeiðan San Juan sett á flot á vegum skipasmíðastöðvarinnar og safnsins Albaola í Pasaia við San Sebastian á Spáni en áður hefur verið greint frá endursmíðinni hér í blaðinu. Skipið er eftirgerð galeiðu sem fannst á sjávarbotni í Red Bay við Nýfundnaland 1978 Meira

22,6% fjölgun vegna ofbeldis

Tilkynningum til barnaverndar vegna áhættuhegðunar barna, svo sem vegna vanrækslu og ofbeldis og neyslu á fíkniefnum, fer enn fjölgandi á milli ára. Ef litið er á fyrstu sex mánuði hvers árs yfir tímabilið frá 2023 til fyrri hluta yfirstandandi árs… Meira

Búðardalur Krónan kemur með kostinn sendan frá Akranesi.

Krónan sendir nú vörur í Búðardal

Krónan er nú byrjuð með vörusendingar í Búðardal og með því er svarað kalli í Dalabyggð um lægra verð á dagvörum. Pantanir verða teknar saman í verslun Krónunnar á Akranesi og fyrst um sinn keyrðar vikulega í Búðardal, með viðkomu á Bifröst og sveitabæjum á leiðinni Meira

Búrfell Orkuver sem skiptir miklu fyrir Sunnlendinga.

Tekjur af auðlindunum haldist heima í héraði

Skattastefna sé greind • Atvinnulífið hefur veikst Meira

Sundabakki Stærstu skip Eimskips liggja við bakkann. Faxaflóahafnir ætla að ráðast í lengingu hans á næstunni.

Aðalhafnarbakkinn lengdur

Ef Sundabraut verður lögð á brú við Holtagarða mun Vogabakki skerast í tvennt • Faxaflóahafnir hyggjast bregðast við skerðingunni með því að lengja Sundabakkann um 230 metra Meira

Menntaverðlaun Skólahljómsveit Vesturbæjar og Miðbæjar spilaði að sjálfsögðu við afhendingu menntaverðlaunanna á Bessastöðum.

Skólahljómsveit fékk Íslensku menntaverðlaunin

Verðlaunin afhent á Bessastöðum • Hvatningarverðlaunin til Háaleitisskóla í Reykjanesbæ Meira

New York Zohran Mamdani fagnar hér ásamt eiginkonu sinni Römu Duwaji á kosninganótt, en fljótlega var ljóst að hann hafði borið sigur úr býtum.

Mamdani næsti borgarstjóri New York

Demókratar fögnuðu sigri á kosninganótt í New York, Virginíu og New Jersey • Mamdani fyrsti músliminn til þess að verða borgarstjóri • Kjósendur í Kaliforníu samþykktu að breyta kjördæmaskipan Meira

Skrif Starfsmenn staðarmiðla hamra margir á lyklaborðið af ástríðu.

Reksturinn erfiður þrátt fyrir eftirspurn

Eiga héraðsmiðlar framtíð fyrir sér á Íslandi? Sigurður Elvar Þórólfsson, ritstjóri Skagafrétta á Akranesi, veltir því fyrir sér í pistli sem hann ritaði í vikunni en þá voru níu ár frá því að Skagafréttir hóf göngu sína á netinu Meira

Matreiðslumeistararnir Leifur Kolbeinsson og Arnar Darri Bjarnason á La Primavera settu saman glæsilegan matseðil þar sem hvíta trufflan var í aðalhlutverki og fékk að vera stjarnan á disknum.

Hvíti demanturinn skein á diskunum

Það var sannkölluð hátíð fyrir bragðlaukana þegar La Primavera hélt árlega Hvíttruffluhátíð sína um helgina. Hvíta trufflan – demanturinn sjálfur – lék aðalhlutverkið í réttum sem matreiðslumeistararnir Leifur Kolbeinsson og Arnar Daði Bjarnason unnu af snilld. Meira

Árvekni Frá blóðsykursmælingu Fjörgynjar og Foldar. Frá vinstri: Sveinn Grímsson, Jakob Gunnarsson, Guðmundur H. Gunnarsson og Tómas B. Þorbjörnsson. Hjálmur St. Flosason og Þórunn Björg Haraldsdóttir sitja.

Um 190 milljónir til góðra málefna

Valið lið tónlistarmanna kemur fram á 21. tónleikum Lionsklúbbsins Fjörgynjar til styrktar ýmsum verkefnum líknarsjóðs klúbbsins. Þar ber hæst styrk til Barnaspítala Hringsins og Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans (BUGL), en hann nemur um 130 milljónum króna frá stofnun klúbbsins 1990 Meira