Fréttir Föstudagur, 30. september 2022

Rannsóknin kallað á 17 húsleitir

Einungis örfáar byssur þrívíddarprentaðar • Gæsluvarðhald framlengt um viku • Hættustig vegna hryðjuverkaógnar metið lágt • Flestar byssur verksmiðjuframleiddar og löglega skráðar Meira

ASÍ Þing sambandsins eru haldin á tveggja ára fresti. Þar mæta um 300 fulltrúar launafólks af öllu landinu til að móta stefnuna. Mynd frá 2018.

Kallað er eftir harðari og róttækari verkalýðsbaráttu

Aðalsteinn Á. Baldursson hjá Framsýn vill framlengja lífskjarasamninginn Meira

Reykjavíkurhöfn Hvalbátarnir eru komnir á sinn gamla stað við Ægisgarð.

148 langreyðar veiddust

Kristján Loftsson reiknar með að halda áfram á næsta ári Meira

Lögreglan „Þegar fólki fjölgar gefst líka rými til þess að bæta verkferla og endurhugsa hlutina,“ segir Ævar.

Fjölga fólki í kynferðisbrotadeild

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fjölgar stöðugildum í þeim deildum sem koma að kynferðisbrotamálum • Tilraun til að stytta málsmeðferðartíma • Þrír nýir rannsóknarlögreglumenn Meira

Vestmannaeyjar Bili vatnsleiðslan skapast neyðarástand fyrir íbúa og atvinnulíf. Því þarf að leggja aðra leiðslu.

Vilja fá nýja vatnslögn

Aðeins ein vatnsleiðsla sér Vestmannaeyjum fyrir neysluvatni • Bæjaryfirvöld vilja fá aðra leiðslu til að auka öryggi Meira

Sögulegur snúningur hjá Vinstri grænum

Brennidepill Andrés Magnússon andres@mbl. Meira

Tóku upp tónlist fyrir þátt BBC

Reykjavik Recording Orchestra (RRO) hefur nýlega lokið framleiðslu á tónlist Hans Zimmer fyrir Frozen Planet 2 á vegum BBC og David Attenborough. Þáttaröðin var frumsýnd fyrir skemmstu og hefur fengið góða dóma. Meira

Svavar Pétur Eysteinsson

Svavar Pétur Eysteinsson tónlistarmaður er látinn, 45 ára að aldri. Svavar fæddist í Reykjavík 26. apríl 1977. Foreldrar hans eru Aldís Hjaltadóttir tækniteiknari og Eysteinn Pétursson eðlisfræðingur. Svavar Pétur greindist með 4. Meira

Skjöl Eitt það fyrsta sem breski herinn gerði var að handtaka Gerlach og gera öll gögn ræðismannsins upptæk.

Skjöl Gerlachs ræðismanns á leið heim eftir rúm 80 ár

Þjóðskjalasafn afhendir Þjóðverjum skjöl ræðismannsins Meira

Stefnt að innlimun héraðanna í dag

Pútín sagður ætla að staðfesta innlimun fjögurra héraða Úkraínu í Rússland • Guterres fordæmir fyrirætlanir Rússa um innlimun • Úkraínuher sækir að Líman • Finnar loka fyrir ferðamannaáritanir Meira

Halldóra Sigríður Sveinsdóttir

Staðan í ASÍ grafalvarleg

Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, 2. varaforseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og formaður Bárunnar stéttarfélags á Selfossi, hyggst ekki bjóða sig fram til forystu á 45. þingi ASÍ sem haldið verður 10.-12. október. Þar verður m.a. kjörin ný forysta. Meira

Villst af leið? Umboðsmaður barna telur 60 prósenta hækkun fargjalda ungmenna þyngja róður margra fjölskyldna.

Efnaminni fjölskyldum svíður 60% hækkun fargjaldanna

„Öll þessi sveitarfélög hafa lýst því yfir að vera barnvæn,“ segir umboðsmaður Meira

Söngur Sungið í Laugarnesskóla.

Undirskriftasöfnun um skóla í Laugardal

Hafin er undirskriftasöfnun meðal íbúa í Laugardal í Reykjavík þar sem skorað er á borgaryfirvöld að að samþykkja tillögu um að byggt verði við Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla og Langholtsskóla á fundi skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar á... Meira

Snillingar Bubbi Morthens og Guðmundur Óskar Guðmundsson.

Níu líf fyllir Borgarleikhúsið kvöld eftir kvöld

Söngleikurinn Níu líf í Borgarleikhúsinu hefur slegið í gegn enda valinn maður í hverju rúmi. „Ég er mjög stoltur af verkinu og í sæluvímu,“ segir Guðmundur Óskar Guðmundsson, tónlistar- og hljómsveitarstjóri söngleiksins, en 118. sýning verður annað kvöld. „Allir standa sig mjög vel og það skilar sér í útkomunni.“ Meira

Tengsl Sigríður B. Guðjónsdóttir.

Húsleit á heimili föður ríkislögreglustjóra

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hefur sagt sig frá rannsókn á hryðjuverkum, sem grunur leikur á að hafi verið í undirbúningi. Ástæðan er vanhæfi og hefur forræði á rannsókninni færst yfir til embættis héraðssaksóknara. Meira

Skip Hraðskreitt og mikilvægt fyrir útgerðina.

Nýr björgunarbátur afhentur í Eyjum

Endurnýjun á flota björgunarskipa Slysavarnafélagsins Landsbjargar er nú að ganga í garð. Formleg afhending á skipinu Þór sem Björgunarfélag Vestmannaeyja fær er á morgun, laugardag, 1. október. Þetta er fyrsta skipið af þremur sem Landsbjörg kaupir. Meira

Fellibylurinn Ian Vindhraði bylsins mældist á sumum stöðum um 66 m/s.

Einn versti fellibylur í sögu Flórída

Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í gær að fellibylurinn Ian kynni að verða sá mannskæðasti í sögu Flórída-ríkis. Meira

Byggt Ný bygging Landsbankans.

Ríkið kaupir Norðurhús af Landsbanka

Íslenska ríkið hefur keypt Norðurhús við Austurbakka í Reykjavík af Landsbankanum. Um er að ræða tæplega 6 þúsund fermetra byggingu sem er hluti af nýframkvæmdum Landsbankans við Austurhöfn. Meira

Upptökur Reykjavik Recording Orchestra hefur fengist við stór verkefni í ár fyrir erlenda viðskiptavini. Sveitin tekur upp í þremur sölum Hörpu.

Tóku upp fyrir Hans Zimmer í Hörpu

Reykjavik Recording Orchestra landar stórum erlendum verkefnum • Framleiddi nýlega tónlist fyrir Frozen Planet 2 • Með bestu mögulegu upptökutæki í Hörpu • Þekktir fjárfestar eru bakhjarlar Meira

Grjót Hagaskýlið er götótt eftir grjótbarninginn og háar grjóthrúgur inni.

Vegurinn rofinn í þriðja sinn á þremur árum

Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Vegurinn út á Langanes varð rækilega fyrir barðinu á óveðri og sjógangi á föstudaginn þegar lægðin mikla gekk yfir en hann varð algjörlega ófær. Meira