Fréttir Föstudagur, 31. mars 2023

Sigurður Hannesson

Mun hækka verð á nýjum íbúðum

Samtök iðnaðarins segja breytingar á endurgreiðslu virðisaukaskatts munu draga úr framboðinu Meira

Liðsauki Pálmi Guðmundsson kominn til Árvakurs.

„Spennandi áskorun“

Pálmi Guðmundsson fjölmiðla- og rekstrarhagfræðingur hefur verið ráðinn forstöðumaður þróunarmála hjá Árvakri. Pálmi hefur ríflega 22 ára reynslu úr fjölmiðlum. Hann var dagskrárstjóri í Sjónvarpi Símans í tæp tíu ár Meira

Fundur Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri og Ásgeir.

Ekki auðvelt að boða vaxtahækkanir

62. ársfundur Seðlabankans haldinn í Hörpu í gær • Seðlabankastjóri telur ríkisstjórnina hafa stigið jákvæð skref • Vinnumarkaðurinn þurfi að axla ábyrgð • Alþýðusambandið fái samningsumboð á ný Meira

Hafréttur Gögn um grunnlínu Íslands eru óuppfærð frá 1979.

Ráðuneytið telur afhendingu gagna ekki nauðsynlega

Íslensk yfirvöld telja ekki ástæðu til að afhenda Sameinuðu þjóðunum (SÞ) frekari gögn um skilgreiningu á lögsögu landsins umfram það sem kemur fram í uphaflegri tilkynningu um löggjöf Íslands frá 1979 Meira

Rýming Fjölskyldan samankomin hjá vinafólki sínu. Frá vinstri eru Eva Sól, Hlynur Fannar, Hrafnhildur Lilja, Jóhann Páll, Stefán, Sigtryggur, Anna Guðlaug, Haukur og Heimir. Með þeim á myndinni eru hundarnir Skuggi og Max.

Var byrjaður að mála eldhúsið

Fjölskylda Stefáns Péturssonar þurfti að yfirgefa heimili sitt í annað sinn á skömmum tíma í gær • Taka því sem að höndum ber • Vel fer um þau hjá vinafólki þótt þar séu margir samankomnir Meira

42 milljarða halli á seinasta ári

Meiri halli var á afkomu sveitarfélaga á seinasta ári en gert var ráð fyrir í gildandi fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Bráðabirgðauppgjör Hagstofunnar bendir til að heildarafkoma sveitarfélaga í fyrra hafi verið neikvæð um 1,1% af landsframleiðslu, sem svarar til 42 milljarða króna halla Meira

Þjálfun Norðmenn notuðu tvö ár í innleiðingu rafbyssna. Þar er einnig ávallt í gangi þjálfun lögreglumanna í notkun skotvopna.

Hvert einasta tilvik verður skoðað af rýnihópi

Lögreglumenn verða þjálfaðir í notkun rafbyssna í haust Meira

Halldór Benjamín Þorbergsson

Halldór lætur af störfum hjá SA

„Það eru óneitanlega blendnar tilfinningar sem fylgja því að kveðja þennan vettvang, enda alger forréttindi að gegna starfi framkvæmdastjóra SA. Starfið hjá SA hefur verið mjög lærdómsríkt og skemmtilegt en það er á sama tíma engum hollt að… Meira

Kári Þórisson veitingamaður

Kári Þórisson veitingamaður andaðist í Reykjavík í gær, áttræður að aldri. Hann var kunnur fyrir veitingarekstur um áratugabil og mikill miðbæjarmaður. Kári fæddist á Krossanesi 24. apríl 1942 og ólst upp í Reykjavík og í Hvalfirði Meira

Þingsalur Alþingi við Austurvöll.

Vantraust á ráðherra fellt í þingi

Allir þingmenn ríkisstjórnar studdu dómsmálaráðherra í atkvæðagreiðslu Meira

Dagmál Arnór Sigurjónsson hefur starfað að öryggis- og varnarmálum í áratugi og stofnaði meðal annars Víkingasveitina í upphafi 9. áratugarins.

Íslendingar taki ábyrgð á eigin vörnum

„Þetta snýst um að tryggja aðgengi þeirra sem eiga að koma okkur til aðstoðar. Þetta snýst um að byggja upp uppsprettu sérfræðiþekkingar og kunnáttu sem við höfum ekki í dag og þetta snýst um að Íslendingar taki eigin varnir og öryggi föstum… Meira

Tímamót Fulltrúar hins opinbera, með Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra í fararbroddi, og fyrirtækjanna tveggja skrifuðu undir í gær.

700 aðgerðir staðfestar í ár

„Þessir samningar munu tryggja jafnt aðgengi einstaklinga að þessari mikilvægu heilbrigðisþjónustu óháð efnahag,“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra en samningar milli Sjúkratrygginga Íslands, Klíníkurinnar í Ármúla og… Meira

Jónína Pálsdóttir tannlæknir

Jónína Pálsdóttir tannlæknir lést í Gautaborg 27. mars sl., á 74. aldursári. Nína, eins og hún var alltaf kölluð, fæddist 14. desember 1949 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru hjónin Páll Sigurðsson, bæklunarlæknir og ráðuneytisstjóri (1925-2020), og Guðrún Jónsdóttir geðlæknir (1926-2019) Meira

Reykjavík Íbúasamsetning í Grafarholti og Úlfarsárdal breytist hratt, sem kallar á að skipan grunnskólamála verði endurskoðuð og breytt.

Skólar í skoðun

Þörf á uppstokkun vegna íbúasamsetningar • Þrír grunnskólar í hverfinu Meira

Viðurkenning Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra óskar Þorgrími Einari Guðbjartssyni til hamingu með landbúnaðarverðlaunin. Helga Elínborg Guðmundsdóttir heldur á verðlaunagripnum.

Vill laga merkingaróreiðu matvæla

„Afkoma bænda verður til umræðu. Við höfum einnig talsverðar áhyggjur af merkingaróreiðu á matvælum í verslunum. Eins fyrirsjáanleika í rekstrarumhverfi bænda. Það virðist talið í lagi að fella niður tolla með einu pennastriki og setja allt í… Meira

Yfirlýsing. Undirritað á Skrúfudegi. Í neðri röð eru f.v. Valdemar Gísli Valdemarsson skólastjóri Raftækniskólans, Þorsteinn Másson frá Bláma, Víglundur Laxdal Sverrisson og Hildur Ingvarsdóttir skólameistari Tækniskólans. Í aftari röð eru vottarnir að samkomulagi, f.v. Ísak Þór Björgvinsson formaður nemendafélags Véltækniskólans, Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Pálmi Þrastarson formaður nemendafélags Skipstjórnarskólans.

Samið um þekkingu

Orkuskipti í brennidepli • Blámi og Tækniskólinn • Vilji og samstarf • Vélarnar verða keyrðar með vistvænni orku Meira

Handtaka Blaðamaðurinn Evan Gershkovich sést hér leiddur út úr dómhúsi í Moskvu og fluttur til gæsluvarðhalds eftir handtökuna í gær.

Handtóku erlendan blaðamann

Rússar saka blaðamann Wall Street Journal um njósnir • Handtakan fordæmd víða á Vesturlöndum • Mun líklega hafa áhrif á samskipti Rússlands og Bandaríkjanna • Mikið mannfall í Bakhmút-borg Meira

Berlín Ræðu Karls 3. Bretakonungs var vel tekið í þýska þinginu og veittu þingmenn honum standandi lófatak.

Lagði áherslu á bætt samskipti Breta og Þjóðverja

Karl 3. Bretakonungur ávarpaði í gær þýska þingið og varaði þar við því að innrás Rússa í Úkraínu væri ógn við öryggi Evrópu og hin lýðræðislegu gildi álfunnar en að Bretar og Þjóðverjar gætu verið stoltir af samstöðu sinni með Úkraínu, friði og frelsi Meira

Vopnakerfi Pólskar orrustuþotur af gerðinni MiG-29 sjást hér leika sér í háloftunum. Pólverjar munu brátt senda tugi slíkra véla til Úkraínu.

Orrustuþotur auka slagkraft Úkraínu

Nú þegar tvær vikur eru frá því að stjórnvöld í Slóvakíu tilkynntu að sendar yrðu 13 orrustuþotur af gerðinni MiG-29 til Úkraínu hafa fjórar þeirra þegar verið afhentar. Var þeim flogið frá Slóvakíu af úkraínskum flugmönnum og eru þær þegar komnar í notkun hersins Meira

Leiklist Svipmynd af sviðinu á Hvammstanga. Alls taka um fjörutíu manns þátt í uppfærslunni á Himni og jörð.

Blá augu, Gaggó Vest og Heim í Búðardal

„Hér eru margir frábærir hæfileikaríkir leikarar sem gaman er að starfa með. Leiklistarhefðin á svæðinu er sterk og fólk hér var áfram um að færa skemmtilegt verk á svið,“ segir Ármann Guðmundsson leikstjóri og höfundur Meira