Fréttir Mánudagur, 22. júlí 2019

Vesturbærinn KR og Stjarnan skildu jöfn í fjörugum leik.

Stjarnan rauf sigurgöngu KR

Eftir átta sigurleiki í röð í Pepsi Max-deild karla í fótbolta urðu KR-ingar að sætta sig við jafntefli í gærkvöld þegar þeir tóku á móti Stjörnunni á Meistaravöllum. Meira

Gjá milli þingflokks og grasrótar

Gangi ekki í takt við aðra flokksmenn • Elliði segir eðlilegt að brugðist verði við Meira

Langleggur Fundur áttfætlunnar í Surtsey kom líffræðingum á óvart. Ólíklegt þótti að hún gæti borist langt út á haf til að nema nýtt land.

Þrjár nýjar tegundir fundust

Ein ný plöntutegund og tvær nýjar pöddutegundir fundust í Surtsey • Gróðurlífið er í sókn • Líffræðingar Náttúrufræðistofnunar könnuðu eyjuna ásamt öðrum sérfræðingum í árlegum leiðangri Meira

Bjarni Benediktsson

Hagræðing á sér nú þegar stað í bankakerfinu

Telur ekki líklegt að lög myndu heimila samruna bankanna Meira

Vaktmaðurinn Jónas Guðmundsson aðstoðar fólk í neyð á hálendinu.

Aukin verkefni hjá hálendisvaktinni

„Það er meira af verkefnum það sem af er sumri en það sem var síðasta sumar enda var það í rólegri kantinum. Þá var rok og rigning og enginn nennti upp á hálendi. Meira

Styrmir Gunnarsson

Á skjön við vilja grasrótarinnar

Vill kosningu meðal flokksmanna um orkupakkann • Efasemdir um orkupakkann í þingflokkum • Verkefnið að brúa bilið frá þingflokknum til grasrótarinnar • Segir sóknarfæri í ólgu innan flokksins Meira

Árborg Örugg sigling, segir Gísli Halldór Halldórsson, hér í miðbænum á Selfossi, um stöðu mála í bænum.

Fordæmalaus fjölgun

„Við upplifum mikinn áhuga fólks á höfuðborgarsvæðinu á að flytjast á Selfoss og tölurnar þar um tala sína máli. Fjölgunin hefur undanfarið verið í kringum 6% á ári og gæti raunar verið meiri, ef framboðið á nýjum eignum í bænum væri í samræmi við eftirspurnina. Hver einasta íbúð sem kemur á markað selst á svipstundu,“ segir Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Árborg. Meira

Sendiherrann Jeffrey Ross Gunter flutti ávarp í Bíó Paradís.

Þjóðirnar deila sögunni saman

„Ísland verður áfram mikilvægur liður í geimáætlun Bandaríkjamanna,“ segir Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Frumsýnd var í Bíó Paradís og á RÚV síðastliðið laugardagskvöld, 20. júlí, heimildamyndin Af jörðu ertu kominn eftir Örlyg Hnefil Örlygsson og Rafnar Orra Gunnarsson. Sama dag var þess minnst víða um lönd að rétt og slétt hálf öld var liðin frá landnámi manna á mánanum, þegar þeir Neil Armstrong og Buzz Aldrin stigu þar fæti. Meira

Bjarni Benediktsson

Landið ekki eins og hver önnur vara

„Hægt að gera ráðstafanir“ innan gildandi regluverks • Eðlilegt að stjórnvöld geti gripið inn í Meira

Virkja Hvalá nyrðri í Ófeigsfirði.

Gaf ekki upp hvort kæmi til mótmæla

Talsmaður Vesturverks væntir þess að fólk haldi sig réttum megin við lögin Meira

Marc Lanteigne

Gæti haft góð áhrif til langs tíma litið

Teitur Gissurarson teitur@mbl. Meira

Þórður Sveinsson

Nánast allir fengið fulltrúa

Meirihluti ríkisstofnana og nánast öll sveitarfélög hafa tilnefnt persónuverndarfulltrúa og hafa Persónuvernd borist tilkynningar um persónuverndarfulltrúa fyrir alls 302 sveitarfélög, stofnanir og ráðuneyti. Meira

Eftirlitseymi Þjóðverjinn Helmut og Janus að störfum í Úkraínu.

Fylgdist með hverju skrefi

Janus var við kosningaeftirlit í Úkraínu í gær • Sótti um vegna áhuga á kosningum • Tók viðtöl við starfsfólk á staðnum Meira

Ísafjörður Varðbáturinn María Júlía bíður örlaga sinna í höfn vestra. Viðgerð er dýr og svo kann að fara að skipinu verði sökkt í varðveisluskyni.

Skipunum verði sökkt til varðveislu

Vill skipakirkjugarð í Djúpi • Álftafjörður hentar • María Júlía grotnar Meira

Bretastjórn gagnrýnd

Duncan Smith sakar Bretastjórn um vanrækslu vegna hertöku Stena Impero • „Ef þið hlýðið verður ykkur óhætt,“ segja Íranir á hljóðupptöku af hertökunni Meira

Slys Níu manns létu lífið í flugslysi í Svíþjóð fyrr í mánuðinum.

Yfir 60 ástralskar flugvélar kyrrsettar

Flugmálayfirvöld í Ástralíu hafa kyrrsett 63 ástralskar flugvélar af gerðinni GippsAero GA8 þar í landi. Vélarnar eru af sömu gerð og flugvél sem hrapaði í Umeå í Austur-Svíþjóð hinn 14. Meira

Bolaöldur Forsætisráðuneytið kannaði nýverið efnistöku á svæðinu.

Tóku verulegt efni umfram heimildir

Verulegt magn malarefnis var tekið úr malarnámu í Bolaöldum norðan við Vífilsfell, á svæði sem ekki fellur undir svæði sem mat á umhverfisáhrifum tók yfir en náman er á þjóðlendu. Landvernd sendi forsætisráðuneytinu erindi um málið og til skoðunar er hvernig brugðist verði við. Meira

Bustarfell Einn þeirra fjölmörgu staða sem Páll heimsótti á ferðalagi sínu nýverið er Bustarfell í Vopnafirði.

Skyldustörfin mikilvæg

Páll Bergþórsson hefur gefið út veðurspá á vefnum í tíu ár Meira