Fréttir Þriðjudagur, 7. desember 2021

Bústaðavegur Horft í vesturátt og Grímsbær sést til vinstri. Fjórar byggingar eiga að rísa á þessum reit og aðrar fjórar hinum megin við götuna. Níu til viðbótar rísa svo handan Grímsbæjar.

Áform um allt að 150 nýjar íbúðir

Skiptar skoðanir um þéttingu byggðar við Bústaðaveg • Hundruð umsagna í samráði • Íbúafundur á miðvikudagskvöld • Umferð áfram um eina akrein í hvora átt en hámarkshraði lækkaður Meira

Kemur sér illa fyrir hagkerfið

Landsvirkjun hyggst skerða raforku til stórnotenda með skerðanlega skammtímasamninga strax • Þarf að skoða og bæta stöðu flutningskerfis raforkunnar Meira

Bókaperlur á uppboði

Bókaverslunin Bókin heldur uppboð á völdum bókum á slóðinni uppbod.is undir yfirskriftinni Bókaperlur. Alls verða uppboðsnúmerin 120, en uppboðið hefst í dag og stendur til 19. desember. Meira

Grímsvötn Nýi sigketillinn sást á sunnudag suðaustur af Grímsvötnum. Horft að eystri hnjúknum við Grímsvötn.

Engin teikn um aðsteðjandi gos

Jarðskjálftar í Grímsvötnum í gær • Engin merki sáust í gær um að kvika væri að brjótast til yfirborðs • Eftir er að rannsaka ástæðu þess að nýr sigketill hefur myndast í jöklinum suðaustan við Grímsfjall Meira

Fjölhæfur Gítarleikarinn og lagasmiðurinn Guðmundur Jónsson.

Guðmundur með gleði jólanna að leiðarljósi

Gítarleikarinn og lagasmiðurinn Guðmundur Jónsson hefur komið víða við í tónlistinni á löngum ferli. Meira

Dauði og tortíming í fyrirmyndarríkinu

Í margra augum er Svíþjóð fyrirmyndarríki, þar sem velferð og velmegun haldast í hendur, heimkynni Volvo og IKEA, þar sem landsmenn eru yfirmáta meðvitaðir um hvers kyns vandamál lífsins og lausnir þeirra. Meira

Athafnamenn Snorri Sigurfinnsson fasteignasali, til vinstri, og Pálmi Pálsson verktaki. Ánægðir með framkvæmdina og hvernig til tókst í málinu.

Íbúðir í Austurhólum seldust fljótt

35 íbúðir í nýju fjölbýlishúsi á Selfossi • Áhugi og mikil eftirspurn • Fólkið var samtaka við flutninga • Litlar og gott verð • Hægt hefði verið að selja allar íbúðirnar tvisvar, segir fasteignasalinn Meira

Viðræður Pútín, leiðtogi Rússa, hittir indverska ráðamenn.

Rússar treysta bönd við Indverja

Pútín forseti Rússlands hélt til Indlands í gær til viðræðna við Modi, forsætisráðherra landsins, og aðra ráðamenn. Með í förinni er Igor Sechin, forstjóri olíurisans Rosneft, en til stendur að ræða hernaðarmálefni og orkumál. Meira

Víkingur AK Á loðnuveiðum með nót undan Suðurlandi síðasta vetur.

Fyrstu farmarnir á loðnuvertíðinni

Góð hol fengust á loðnumiðunum norður af Melrakkasléttu á sunnudag. Þannig fékk Víkingur AK yfir 800 tonn í tæplega fimm tíma holi yfir hádaginn og landaði í gær yfir tvö þúsund tonnum á Vopnafirði. Bjarni Ólafsson AK var á sama tíma að landa um 1. Meira

Móttekinn arfur tvöfaldaðist á milli ára

Á seinustu fimm árum hafa landsmenn fengið 256 milljarða króna í arf samkvæmt skattframtölum einstaklinga um framtaldar tekjur á þessum árum. Meira

Patreksfjörður Töluverður fjöldi Covid-smita hefur greinst á Patreksfirði.

„Hefur óneitanlega áhrif á svona lítið samfélag“

Heilbrigðisþjónusta á Vestfjörðum skert vegna hópsmits Meira

Lögreglustöð Heimild er veitt til að selja Hverfisgötu 113-115, Hlemmi.

Ríkið hyggst selja stórhýsi

Heimild veitt til að selja áberandi byggingar í borginni Meira

Úrkoma Ekki hefur rignt jafn mikið í höfuðborginni síðan árið 1993.

Árið 2021 í hópi hlýju áranna

„Á lista yfir meðalhita síðustu 73 árin er hiti í Reykjavík í 15. hlýjasta sæti, í því fimmta hlýjasta á Akureyri og áttunda hlýjasta austur á Dalatanga. Meira

Peningar 6.916 fengu arf í fyrra og greiddu 8.818 millj. í erfðafjárskatt.

Fengu 92 milljarða í arf

Einstaklingar fengu samtals rúmlega 92 milljarða króna í arf á seinasta ári. Meira

Eldhaf USS Arizona í ljósum logum eftir 410 mm sprengikúlu Japana.

„Dagur vansæmdarinnar“

Árás Japana á Pearl Harbor 7. desember 1941 kostaði hátt í 3.000 mannslíf • Nagumo varaaðmíráll mundaði atgeir sinn eldsnemma sunnudagsmorguns Meira

Fylkir Íþróttafélagið hefur boðið upp á rafíþróttir í rúm þrjú ár. Um helmingur iðkenda er ekki í öðru íþróttastarfi.

Rammi um rafíþróttirnar

Stafræn áhugamál orðin fyrirferðarmikil • Ánægja með að móta eigi stefnu um málaflokkinn • Fellur ekki undir skilgreiningu á hefðbundnum íþróttum Meira

101 kórónuveirusmit greindist innanlands

101 kórónuveirusmit greindist innanlands á sunnudaginn síðastliðinn. Þar af voru 39 í sóttkví við greiningu. Þá greindust 9 smit á landamærunum. 1.366 einstaklingar voru þá í einangrun vegna veirunnar og 1.882 í sóttkví. Meira

Jafnara flæði í pakkasendingum

„Við höfum ekki náð sömu álagstoppum og í fyrra enda er flæðið jafnara í ár, meðal annars vegna skilvirkari flutningaleiða,“ segir Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri Íslandspósts. Meira

Frost Aðgát skal höfð í hálkunni.

Vörubíll rann utan í fimm bíla vegna hálku

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varaði við því í gærmorgun að fljúgandi hált væri þar, og áttu ökutæki og starfsmenn borgarinnar sem sáu um söltun í erfiðleikum vegna hálkunnar. Meira

Búrfellsvirkjun Bilun kom upp í vél í Búrfelli sem mun taka tíma að laga.

Skerðing til stórnotenda tekur strax gildi

Flutningskerfið flöskuháls • Brýnt að klára tengingar Meira

Bílalest Ekið er eftir bakka Ölfusár inn í kjallara Krónuhússins þar sem sýnatökur vegna kórónuveirunnar eru.

Langar biðraðir við bílakjallarann

Sýnatökur á Selfossi • Góð staðsetning • 500 manns á dag • Covid-smitum á Suðurlandi fækkar Meira