Fréttir Fimmtudagur, 30. mars 2023

Aðhald og skattahækkanir

Framkvæmdastjóri SA ósáttur við „lítt ígrundaðar“ skattahækkanir í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar • Bjarni ánægður með verulegan afkomubata Meira

Áætlun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra talar og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hlusta.

Seglin rifuð í ólgusjó verðbólgu

Dregið úr fyrirferð ríkisins • Skjól og vernd þeirra er þurfa • Tímabundinn viðbótarskattur lögaðila • Framkvæmdir sitja á hakanum • Minna endurgreitt af virðisaukaskatti • Skemmtiferðaskip sköttuð Meira

Alþingi Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra verst vantrausti í dag.

Vantraustið tekið fyrir á Alþingi um miðjan morgun

Hluti stjórnarandstöðu með vantraust á dómsmálaráðherra Meira

Úrkomumælirinn fór niður í snjóflóði

Talið er að snjóflóðið í Neskaupstað hafi tekið með sér úrkomumælinn í hlíðinni, þegar flóðin miklu féllu á kaupstaðinn með þeim þungu búsifjum sem kunnar eru. Fyrirliggjandi er þó spákort frá sunnudagskvöldi sem ætti að gefa góðar vísbendingar um uppsafnaða úrkomu til kl Meira

Starmýri Fjölbýlishúsið við Starmýri 17-19 í Neskaupstað fór einna verst út úr flóðinu í byrjun vikunnar.

„Búnir að ná tökum á aðstæðum“

Snjóflóðaeftirlitsmaður í Neskaupstað hafði ekki miklar áhyggjur af stöðu mála í gærkvöldi Meira

Dagmál Viðskiptastjórarnir Hörður Ægisson og Gísli Freyr Valdórsson.

„Pólitíkin er loks að ná þessu“

Ríkisvaldið til liðs við Seðlabankann • Meira þurfi þó til Meira

Andrés Magnússon

Engin merki um minni einkaneyslu

Framkvæmdastjóri SVÞ segir hærri greiðslubyrði íbúðalána ekki hafa dregið úr einkaneyslu l  Skattahækkanir geti haft áhrif l  Forstöðumaður RSV segir launahækkanir hafa áhrif á neyslu Meira

Þórds Kolbrún R. Gylfadóttir

Þórdís útilokar engin úrræði

Utanríkisráðherra svarar gagnrýni á veru sendiherra Rússa á Íslandi Meira

Gatnamótin Afmörkun göngugötusvæðis verður gerð skýrari.

Fjölfarin gatnamót endurbætt

Strax eftir páska hefjast endurbætur á gatnamótum Laugavegar og Frakkastígs. Mikil umferð er um þessi gatnamót, bæði bíla og gangandi fólks, ekki síst erlendra ferðamanna. Fram undan er sumarið, þegar erlendir ferðamenn fjölmenna á Laugaveginn Meira

Liðskipti Langir biðlistar eru eftir liðskiptaaðgerðum á öxlum og mjöðmum. Átak gert til að stytta biðina.

Læknar á LSH stofnuðu eigið félag

Skurðlæknar semja um að gera 400 liðskiptaaðgerðir utan Landspítalans til áramóta • Fjármagnaðar af Sjúkratryggingum Íslands • Samningar gerðir í dag við Klíníkina og Cosan Meira

Meistaranám Háskólinn í Reykjavík með nýtt nám í boði í haust.

Nýtt meistaranám HR

Háskólinn í Reykjavík ætlar að bjóða upp á nýtt meistaranám (M.Sc.) í stafrænni heilbrigðistækni (e. digital health ) næsta haust. Um er að ræða þverfaglegt nám sem hefur verið hannað og þróað í samstarfi tölvunarfræðideildar og verkfræðideildar háskólans Meira

Hálslón Stíflan er í Múlaþingi.

Eru ekki á móti frekari orkuuppbyggingu

Afar sérstakt að orkumannvirkin séu undanþegin fasteignagjöldum Meira

Tónleikar Strengir og kór. Fallegir tónar og húsið fyllist af gleði.

Sinfónía á Selfossi

Sinfóníuhljómsveit Suðurlands heldur sína fyrstu páskatónleika í Selfosskirkju laugardaginn 8. apríl klukkan 16.00. Einsöngvarar á tónleikunum verða þau Helga Rós Indriðadóttir sópran og Gunnlaugur Bjarnason baritón Meira

Heimkoman Örninn siglir seglum þöndum fram hjá Keflavík sumarið 1974.

Borgin hyggst farga „kvikmyndaleikara“

Víkingabáturinn Örninn ónýtur • Fargað með viðhöfn? Meira

Urðarhvarf 16 Byggingin, sem er alls níu hæðir, verður einkennandi fyrir hverfið.

Skrifstofuhúsið gnæfir yfir Hvörfin

Á næstunni verður hafist handa við að innrétta níu hæða skrifstofuhús í Urðarhvarfi í Kópavogi • Húsbyggjandi segir fyrirtæki í ýmsum geirum sýna því áhuga að vera með starfsemi í húsinu Meira

Guðni Th. Jóhannesson

Ræða stofnun heildarsamtaka

Búnaðarþing 2023 verður sett á Hótel Natura í dag klukkan 11. Á setningunni flytur Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ávarp rétt eins og Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna og Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra Meira

Gullkista Mikið laxeldi er í Arnarfirði og við þann fjörð er stór hluti starfsemi Arnarlax, stærsta laxeldisfyrirtækis landsins.

Skattaspor Arnarlax 1,5 milljarðar

Greiðir tekjuskatt í fyrsta skipti • Öll gjöld hækkað mikið á fjórum árum eða jafnvel margfaldast • Auðlindagjald og gjald í umhverfissjóð 182 milljónir • Stjórnarformaðurinn hugsar tíu ár fram í tímann Meira

Sigling Fánum prýtt björgunarskipið kemur inn fjörðinn á fullri ferð.

Sigurvin er mættur

Vel var fagnað á Siglufirði um síðustu helgi þegar nýtt björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Sigurvin, í fyrsta sinn til heimahafnar sinnar þar. Ferð skipsins frá Reykjavík og norður gekk eins og í sögu, Lagt var af stað síðdegis á föstudag að vera kominn um miðjan laugardaginn norður Meira

Lúterskt Pétur Georg Markan biskupsritari og Agnes M. Sigurðardóttir hér í hinni nýju aðstöðu.

Biskup nú í Grensáskirkju

Flytja í hentugt húsnæði við Háaleitisbrautina • Í góðum tengslum við fólk og samfélag • Þjónusta við þjóðina er forgangsmál, segir Pétur Markan biskupsritari Meira

Jarðvegsfræði Stór hluti vistkerfa á Íslandi er í mjög slæmu ástandi, segir Ólafur sem stundað hefur ýmsar rannsóknir á náttúru Íslands mjög lengi.

Í jarðveginum leynist mikið líf

Mold ert þú • Bók um jarðveg • Afrakstur rannsóknastarfs í áratugi • Stór hluti vistkerfa á Íslandi er í mjög slæmu ástandi, segir Ólafur G. Arnalds • Umhverfissjónarmið og loftslagsmál ráði áherslum Meira

List Ragnhildur Elísabet Sigfúsdóttir og Snorri Freyr Hilmarsson með Ásgrímsmyndir sem með fleiru verða sýndar austur á Eyrarbakka.

Ásgrímssýning

Æskuárin i í lífi Ásgríms Jónssonar listmálara er þráður í sýningu Byggðasafns Árnesinga sem opnuð verður næstkomandi laugardag, 1. apríl. Ásgrímur var fæddur 1876 í Suðurkoti í Rútsstaðahverfi í Flóa en fór um fermingu í vist í Húsinu á Eyrarbakka og var vikapiltur hjá faktorsfjölskyldunni Meira

Vestmannaeyjar Heimamenn hafa mikinn áhuga á að tengjast landi með jarðgöngum. Áður en ráðist væri í slíka stórframkvæmd yrðu að fara fram umfangsmiklar jarðfræðirannsóknir.

Eyjagöng flókin og dýr framkvæmd

Starfshópur á að leggja mat á fýsileika jarðganga milli lands og Vestmannaeyja • Rannsóknir sýndu að göngin þyrftu að fara niður á 220 metra dýpi • Kostnaður yfir 200 milljarðar króna? Meira

Svipmikil Norsku stafkirkjurnar eru margar hverjar hin mesta listasmíð. Aðeins eru þær 28 eftir í landinu nú, af því sem voru líklega rúmlega 1.000 á miðöldum. Kirkjunum fækkaði verulega í kjölfar svartadauða og siðaskipta.

Byggja fyrstu stafkirkju Noregs síðan í grárri forneskju

Hópur eldhuga ræðst í ævintýralegt verkefni • Nota eingöngu aðferðir og verkfæri sem þekktust á 13. öld Meira

Fundur Íslenskir og breskir hæstaréttardómarar báru saman bækur sínar í heimsókninni á dögunum.

Dómarar heimsóttu hæstarétt Bretlands

Fulltrúar frá Hæstarétti heimsóttu hæstarétt Bretlands hinn 17. mars síðastliðinni og funduðu með sex af dómurum réttarins, þar með talið Lord Reed, forseta dómsins, og Lord Hodge, varaforseta hans. Einnig sátu fundinn Sturla Sigurjónsson,… Meira

Hörðuvallaskóli Breytingar eru fyrir höndum á starfseminni í haust.

Stærsta skólanum skipt í tvennt

Hörðuvallaskóla í Kópavogi verður skipt í tvo sjálfstæða skóla frá og með næsta skólaári. Annars vegar skóla fyrir 1.-7.bekk og hins vegar skóla fyrir unglingastigið, 8.-10.bekk. Fram kemur í tilkynningu frá Kópavogsbæ að miðað verði við núverandi skiptingu árganga á milli skólabygginga Meira

Í brúnni Norðmaðurinn Ole Torstein Sjo, yfirmaður flotans í leiðangrinum, um borð í hollenska skipinu HNLMS Schiedam í gær.

Eins og að leita að nál í heystakki

Tundurduflaslæðarar frá NATO við bryggju í Reykjavík • Heimsókn í HNLMS Schiedam Meira

Píanó Gabríel Ólafsson tekur tónlist sína upp í tónlistarhúsinu Hörpu en Decca Records greiðir kostnaðinn.

Með 100 milljón streymisspilanir

Á mála hjá Decca Records • Íslensk samtímatónskáld flæki hlutina of mikið • Aðgengilegt á Spotify, Apple Music og Amazon Music • Á 600 þúsund manna spilunarlista • Vill vekja tilfinningar Meira

Flughermir Pútín Rússlandsforseti kynnir sér Mi-171A2 þyrluna í flughermi í nýlegri heimsókn sinni til flugvélaverksmiðju í Ulan-Ude í austurhluta Rússlands. Skortur á vinnuafli er farinn að hrjá vopnaframleiðslu Rússa.

Efnahagur Rússlands lækkar flugið

Pútín segir að refsiaðgerðir vesturveldanna gætu haft neikvæð áhrif á Rússland • Hvetur til aðgerða til að vinna gegn þeim • Tekjur ríkisins fara minnkandi • Vinnuaflsskortur hjá helmingi fyrirtækja Meira

Markaðsstarf Hafliði Halldórsson, framkvæmdastjóri Icelandic lamb, notar hvert tækifæri sem gefst til að kynna íslenskt lambakjöt.

Merking eykur virði íslensks lambakjöts

Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Fyrir það fyrsta setur þetta íslenskt lambakjöt í samhengi við aðrar verðmætar vörur og vekur athygli þess hluta neytenda sem þekkir fyrir hvað þessi merking stendur. Hún tryggir einnig íslensku lambakjöti aukna virðingu á markaðnum og vonandi aukna eftirspurn og aukið virði,“ segir Hafliði Halldórsson, framkvæmdastjóri markaðsstofunnar Íslenskt lambakjöt. Tilefnið er að íslenskt lambakjöt hefur nú fengið verndaða evrópska upprunamerkingu, PDO, eftir langt og strangt ferli. Meira

Ómissandi Í huga margra er það ómissandi hluti af páskahaldinu að bjóða upp á dýrindis lambalæri.

Páskalambið ljúfa

Hér gefur að líta eina af þessum keppnisuppskriftum sem eru samt svo einfaldar. Fæst viljum við bregða mikið út af vananum en stundum má stíga nokkur hænuskref til hliðar og bæta við spennandi grænmeti í steikarpottinn eða kryddi. Ekki spillir sósan fyrir en hér er á ferðinni ekta béarnaisesósa sem er í uppáhaldi hjá ansi mörgum. Meira

Húsfyllir Íbúar í Fjallabyggð eru áhugasamir um verkefnið og fjölmenntu á kynningarfundinn í gær.

Sveigjanleg þjónusta fyrir 60 ára og eldri

Kristján Jónsson kris@mbl.is „Þetta snýst að miklu leyti um samþættingu á félags- og heilbrigðisþjónustu með sveigjanlegri dagdvöl, heilsueflingu og geðrækt,“ segir Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir, verkefnisstjóri Hátinds 60+, sem hleypt var af stokkunum í Fjallabyggð í gær. Meira