Fréttir Laugardagur, 4. febrúar 2023

Átök Halldór Benjamín segir stöðuna í kjaradeilunni dapurlega og svo virðist sem viðsjár séu vaktar með Eflingu og tveimur ráðherrum auk SA.

Ekki eingöngu í stríði við SA

Aðferðafræði sem nefna mætti „telja og velja“ • Forystan tali eins og um landráð sé að ræða • Tekist á um lögmæti verkfalls og félagatal fyrir tveimur dómum Meira

Eldur Húsið stóð í björtu báli.

Mikill eldsvoði í Fljótsdal

Fjögur hundruð fermetra verkfærahús er fallið eftir eldsvoða við bæinn Ytri-Víðivelli í Fljótsdal í gærkvöldi. Húsið stóð í ljósum logum ásamt aðliggjandi hlöðu, sem þó var möguleiki á að bjarga, að sögn Harðar Guðmundssonar, eiganda verkfærahússins, áður en Morgunblaðið fór í prentun Meira

Mikil upphefð Óperusöngvarinn Gunnar Guðbjörnsson hlaut Grammy-verðlaun árið 2003 en frétti fyrst af því á dögunum.

Gunnar fékk Grammy en missti alveg af því

Wagnerupptaka frá 2003 var verðlaunuð • Mjög hissa Meira

Dapurlegt Halldór Benjamín kveður stöðu mála dapurlega í kjaradeilunni sem fór fyrir tvo dómstóla í gær.

Segir Eflingu „telja og velja“

Efling velji vinnustaði eftir viðhorfi starfsfólks • Komin í stríð við tvo ráðherra • „Við erum með deilu sem er linnulaust í fjölmiðlum“ • Tvö dómsmál rekin í gær Meira

Aðalsteinn Á. Baldursson

Samningur á borðinu við PCC

Stéttarfélögin Framsýn og Þingiðn í Norðurþingi hafa á undanförnum vikum átt í kjaraviðræðum við PCC á Bakka um framlengingu á sérkjarasamningi starfsmanna PCC og liggur kjarasamningur nú á borðinu, sem gert er ráð fyrir að verði undirritaður á mánudaginn Meira

Elva Hrönn Hjartardóttir

Býður formanninum byrginn

Elva Hrönn Hjartardóttir, starfsmaður verkalýðsfélagsins VR, gefur kost á sér í embætti formanns félagsins í kosningum til formanns og stjórnar sem haldnar verða í mars. Frá þessu greinir Elva í tilkynningu og skorar þar með á hólm sitjandi formann, … Meira

Fundur Jón Gunnarsson ráðherra með sínu starfsfólki úr dómsmálaráðuneytinu sat fyrir svörum hjá þingnefndum í gær vegna flugvélamálsins.

Vilji til að hætta við sölu á TF-SIF

Dómsmálaráðherra reiknar með því að fallið verði frá þeim áformum að selja eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF. Ríkisstjórnin fundaði um málið í gær en ráðherrann hafði áður ákveðið að selja vélina til að hagræða í rekstri Landhelgisgæslunnar Meira

Mast Höfuðstöðvar Matvælastofnunar eru á Selfossi.

Eftirlit sýnir ekki nautgripi í neyð

Eftirlit Matvælastofnunar sýndi fram á að nautgripir á bæ á Norðurlandi sem Dýraverndunarsamband Íslands (DÍS) hefur vakið athygli á, voru hvorki í neyð né horaðir. Kemur þetta fram í athugasemd Mast vegna fréttatilkynningar DÍS þar sem fram kom að… Meira

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson

Stefnir í 30 milljarða króna loðnuvertíð

Loðnuráðgjöf hækkuð í 275 þúsund tonn • „Ágætis búbót“ Meira

Þórhildur Garðarsdóttir

Hyggst einbeita sér að fótbolta

Stjórnendur segja skilið við Forlagið l  Egill starfandi formaður Lunch Utd. Meira

Bjarni Benediktsson

Nauðsynleg uppfærsla

Bergþór Ólason alþingismaður hefur í vikunni borið upp spurningar til tveggja ráðherra um samgöngusáttmálann svokallaða, en eins og fram hefur komið hefur áætlaður kostnaður við hann hækkað um litla fimmtíu milljarða króna á þremur árum. Meira

Samkomulag Ármann Kr. Ólafsson og Dagur B. Eggertsson á brúnni.

Fossvogslaug fer á teikniborðið

Borgarráð hefur samþykkt skipan dómnefndar fyrir samkeppni um sundlaug í Fossvogsdal. Hin nýja sundlaug verður sameiginlegt verkefni Reykjavíkur og Kópavogs, enda verður hún byggð við mörk sveitarfélaganna í Fossvogsdalnum Meira

Aldraður Sleipnir frá Kronleiten er 42 vetra og meðal elstu Íslandshesta sem sögur fara af.

42 vetra hestur við góða heilsu

Sleipnir í Bæjaralandi er meðal elstu íslensku hesta sem vitað er um • Danska hryssan Tulle virðist þó eiga aldursmetið en hún varð 56 vetra • Dýralæknir varar við að halda gamla hesta Meira

Stóri-Núpur Minnismerki Helga Gíslasonar um sr. Valdimar, prest og skáld.

Sálmaskáldsins minnst

175 ár frá fæðingu Valdimars • Messa á Stóra-Núpi Meira

Geðhjálp Héðinn Unnsteinsson hættir störfum fyrir Geðhjálp.

Héðinn stígur til hliðar hjá Geðhjálp

Héðinn Unn­steins­son hef­ur ákveðið að stíga til hliðar eft­ir þriggja ára for­mennsku hjá Lands­sam­tök­un­um Geðhjálp. Nýr formaður verður kos­inn á aðal­fundi sam­tak­anna þann 30. mars nk. en þangað til mun vara­formaður sam­tak­anna, Elín Ebba Ásmunds­dótt­ir, gegna hlut­verki for­manns Meira

UT-messa Fulltrúar Controlant og Ský, þeir Gísli Herjólfsson og Erlingur Brynjúlfsson, ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands.

Controlant fékk verðlaun á UT-messunni

Controlant hlaut Upplýsingatækniverðlaun Ský 2023 sem voru afhent við hátíðlega athöfn á ráðstefnu- og sýningardegi UTmessunnar í gær. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti stofnendum Controlant, þeim Gísla Herjólfssyni forstjóra og… Meira

Reglur Koma þarf upp fleiri skilgreindum stæðum fyrir rafskútur.

Forðast göngustíga vegna rafskútanna

Ný könnun meðal blindra og öryrkja í Noregi vekur athygli Meira

Sýning Anna María sýnir verk sín á Amtsbókasafninu á Akureyri. Þar er m.a. fjöldi ljósmynda af ferlinu sem Kristrún, vinkona hennar, gekk í gegnum í sinni erfiðu krabbameinsmeðferð. Kristrún lést núna í byrjun ársins.

Baráttan við mergskipti skrásett

Sýningin „Helvítis krabbamein“ hefur vakið athygli á Amtsbókasafninu á Akureyri • Undirbjó sýninguna ásamt vinkonu sinni, sem síðan greindist með bráðahvítblæði og lést nýverið   Meira

Selfoss Gestir sundlaugarinnar á Selfossi njóta þess að slaka á í heitu pottunum á ný, eftir að tókst að tryggja aukið vatnsstreymi.

Fegin að komast í heitu pottana á ný

Gestir sundlaugarinnar á Selfossi eru fegnir að geta notið heitu pottanna á nýjan leik en í kuldakastinu í desember og janúar var þeim lokað á tímabili en nú er allt komið í réttar skorður. Raunar var það eldsvoði í dæluskúr hitaveitunnar sem olli… Meira

Búskapur Karólína Elísabetardóttir með lambhrút í Hvammshlíð.

Vilja veita innsýn í lífið í sveitinni

Karólínu í Hvammshlíð finnst stjórnmálamenn hafa misst tengslin við landbúnaðinn • Berst fyrir bændur Meira

Samið Fulltrúar stofnenda Eyglóar tóku saman höndum á stofnfundi.

Eygló á Austurlandi

Betri orkunýting í hringrásarhagkerfi nýsköpunar er inntak samstarfs í orkumálum sem nú hefur verið sett á laggirnar. Verkefnið hefur fengið heitið Eygló og nú í vikunni var samstarfssamningur undirritaður af fulltrúum stofnenda, sem eru… Meira

Kópavogshöfn Í lok ársins gerði gerði harðan kuldakafla sem stóð fram í janúar. Þessir bátar komust ekki á sjó.

Öfgafullt „veðurár“ var í meðallagi

Þótt veðurfar ársins 2022 hafi verið mjög breytilegt enduðu ársmeðaltöl hita, vinds og loftþrýstings mikið til í meðallagi • Árið var óvenju blautt í höfuðborginni en jafnframt mjög sólríkt Meira

Verðlaun Íris Mjöll Gylfadóttir framkvæmdastjóri segir að stefnumiðuð vörumerkjastjórnun skipti miklu máli.

Persónur verðlaunaðar

Brandr útnefnir bestu vörumerki ársins þann 8. febrúar nk. • Margir flokkar • Gríðarlegur metnaður hjá fyrirtækjum • Skilningur og vitund aukist mikið Meira

Kínaheimsókn frestað vegna belgs

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur frestað fyrirhugaðri heimsókn til Kína vegna kínversks ­loftbelgs sem svífur yfir Bandaríkjunum • Kínverjar segja að belgurinn sé veðurrannsóknatæki Meira

Hannes Steindórsson

Fasteignaverð mun lækka um allt að 5%

Hannes Steindórsson, formaður Félags fasteignasala, telur það ekki munu hafa úrslitaáhrif fyrir fasteignamarkaðinn þótt Seðlabankinn hækki vexti um 0,5% á miðvikudaginn kemur. Síðustu vaxtahækkanir og hertar kröfur um greiðslubyrði hafi enda þegar haft mikil áhrif á eftirspurnina Meira

Eldri krakkarnir Kristín Kara Collins með félögum í 6.-8. bekk.

Efnilegir krakkar í handbolta á Reyðarfirði

Erfitt getur reynst að halda úti keppnisliðum í boltagreinum eins og fótbolta og handbolta á fámennum stöðum á landsbyggðinni, en grunnskólakrakkar á Reyðarfirði hafa þreyð þorrann og góuna í eitt ár og eru til alls líklegir þegar fram líða stundir Meira