Fréttir Laugardagur, 24. september 2022

Próf Stefnandinn neitaði að fara í sýnatöku við komu til landsins.

Stefnir vegna frelsissviptingar

Íslenskur ríkisborgari hefur stefnt Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra, fyrir hönd íslenska ríkisins, og krafist þess að bótaskylda ríkisins verði viðurkennd vegna ákvörðunar sóttvarnalæknis frá 24. nóvember 2021. Meira

Opinber glæpastarfsemi

Aðgerðir Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar eru að ýta mörgum út í verðtryggð lán sem nú mega vera til 25 ára. En hver er munurinn á 25 ára verðtryggðu og óverðtryggðu láni fyrir 40 milljónir króna samkvæmt reiknivél Landsbankans? Meira

Hryðjuverk Lögreglan upplýsti um hryðjuverkaógnina í fyrradag.

Áður tekinn fyrir vopnaframleiðslu

Annar mannanna sem voru handteknir vegna hryðjuverkamáls hafði áður komið við sögu lögreglu Meira

Mótmæli Þessi kona klippti hár sitt í samstöðumótmælum við íranska sendiráðið í Brussel í gær.

Að minnsta kosti fimmtíu látnir

Norsku mannréttindasamtökin Iran Human Rights lýstu því yfir í gær að a.m.k. fimmtíu manns hefðu verið myrtir af írönskum öryggissveitum vegna mótmælanna miklu sem nú skekja Íran. Meira

Úkraína Sjálfboðaliðar sjást hér í þjálfun í Donetsk-héraði með Mozart-hópnum svonefnda, en það er hópur fyrrverandi bandarískra hermanna og sérsveitarmanna sem þjálfa heimamenn til þess að taka þátt í orrustum.

„Atkvæðagreiðslurnar“ hafnar

Vesturveldin fordæma „skrípaleik“ og „farsa“ Rússa á hernumdu svæðunum • Gengið hús úr húsi til að smala atkvæðum • Deilt um fjöldann sem verður kvaddur í herinn • Rússar hafi framið stríðsglæpi Meira

Höfundur Skáldskapur er í ættinni, segir sr. Hjálmar hér með nýju bókina.

Skáldskapur er íþrótt og sköpun

Ævisögubrot eftir sr. Hjálmar Jónsson í nýrri bók • Vísurnar koma stundum fljúgandi • Fanga stund og stemninguna • Lærði ungur að meitla íslenskt mál Meira

Ályktun Lagt er til að íslenkst efni verði gert aðgengilegra á netinu.

Íslenskan stendur illa að vígi á netinu

Íslensk málnefnd hefur gefið frá sér nýja ályktun um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls. Yfirskrift ályktunarinnar er að þessu sinni ,,Íslensk tunga og nýir miðlar“. Er þetta í 17. Meira

Óeirðir Á einni kunnustu mynd Ólafs K., sem hefur verið kölluð fréttamynd 20. aldar á Íslandi, má sjá lögreglumenn með kylfur og hjálma hrekja andstæðinga aðildarinnar að Atlantshafsbandalaginu af Austurvelli 30. mars 1949.

Taka fagnandi við einstöku myndasafni

Ljósmyndir Ólafs K. af Morgunblaðinu á Ljósmyndasafnið Meira

Áhersla lögð á að viðhalda og auka kaupmátt launa

Samninganefndir iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins (SA) hittust á þriðjudaginn var, að sögn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar, formanns Rafiðnaðarsambands Íslands (RSÍ). Meira

Fé Lömb og fullorðið fé í réttum.

Heimilt að flytja líflömb á ný svæði

Fleiri geta keypt lömb sem eru með verndandi arfgerð gegn riðu Meira

Bústaðakirkja Prestar og djáknar með bangsa sem nú fá góðar móttökur.

Bangsar blessaðir í Bústaðakirkju

„Bangsar, dúkkur og tuskudýr eru börnunum dýrmæt,“ segir sr. Þorvaldur Víðisson sóknarpestur í Fossvogsprestakalli í Reykjavík. Við messu í Bústaðakirkju í Reykjavík á morgun, sunnudag kl. Meira

Vopn Ungu Íslendingarnir sem voru handteknir á fimmtudag voru búnir að viða að sér sprengiefnum og vopnum, auk þess að nota þrívíddarprentara.

Léttir að lögreglan gat afstýrt harmleik

Þessar fréttir eru mjög sjokkerandi,“ segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði í Háskóla Íslands, um áform ungra Íslendinga um hryðjuverk, sem lögreglan kom í veg fyrir á fimmtudag. Síðasta sumar voru þrjár skotárásir gerðar á almenning á Norðurlöndum svo að menn setti hljóða og nú virðist sem lögreglan hafi komið í veg fyrir hugsanlegan harmleik á Íslandi. Meira

Vinsæl Sífellt fleiri kjósa að ferðast um á rafhlaupahjólum og ráðherra vill breytingar á umferðarlögum. Refsivert verður að aka þeim undir áhrifum.

Sektir og fangelsisdómar boðaðir

Breytingar á umferðarlögum vegna rafhlaupahjóla • Bönnuð innan 13 ára Meira

Lögreglan Kom í veg fyrir árás.

Hófsamari orðræða hér

Ísland sér á parti innan Norðurlandanna • Minna um öfgahópa • Sami trúar- og menningarbakgrunnur • Léttir að meintri árás var afstýrt • Hermiáhrif Meira

Haustskrúði Haustveðrið hefur leikið við Skagfirðinga, blómin á Kirkjutorgi á Sauðárkróki skarta enn sínu fegursta og berjaferðir hafa skilað góðu.

Einn besti mánuðurinn framundan

Úr bæjarlífinu Björn Björnsson Sauðárkróki Ekki verður annað sagt en að septembermánuður hafi veðurfarslega leikið við Skagfirðinga, enda einn besti mánuður sumarsins fram til þessa, blóm skarta enn sínu fegursta og berjaferðir hafa skilað góðu. Meira

Fljótshlíð Í væntanlegum leiðangri verður m.a. komið við í Hlíðarendakirkju í Fljótshlíð sem hér sést. Í baksýn er hinn svipsterki Eyjafjallajökull.

Fer um Rangárþing og segir frá konum í Njálu

,,Njála er ótrúleg og margslungin, segir Guðni Ágústsson fyrrverandi ráðherra. ,,Söguna má sjá sífellt í nýju ljósi það er óskaplega gaman að fara með fólki á Njálu-slóðir svo ekki sé talað um hinn nýja miðbæ Selfoss. Meira

Þingsetning Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og Jörundur Valtýsson, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, voru viðstödd setningu allsherjarþings.

Þingmenn á allsherjarþingið á ný

Hlé varð á þátttöku í tvö ár vegna covid • Fjórir þingmenn sækja þing SÞ í New York í október Meira

ÍRIS Strengjaskipið hóf lagningu sæstrengsins á hafsbotninn milli Íslands og Írlands í maímánuði. Verkið gekk vel og var lokið í byrjun ágústmánaðar.

Tímabært að huga að nýjum streng

Nýi strengurinn til Írlands kemst ekki í gagnið fyrr en 1. mars Meira

Fimmþúsundkallar Dýrt getur verið að gera mistök í heimabankanum.

Tapaði 900 þúsund á einu aukanúlli

Maður sem gerði mistök við kaup í hlutabréfasjóði er sár út í Landsbankann fyrir að vilja ekki aðstoða sig við að láta viðskiptin ganga til baka • Keypti hluti fyrir 11 milljónir í stað 1,1 milljónar Meira

Freyja Varðskipið sigldi nýmálað til hafnar í Reykjavík í gærmorgun.

Freyja í nýjum búningi

Varðskipið er komið aftur til landsins eftir að hafa verið málað í Noregi Meira

Skák Þórir Benediktsson kenndi Bjarti og Benedikt að tefla.

Einbeittir bræður

Benedikt og Bjartur Þórissynir efnilegir skákmenn • Fjölmenni á Evrópumóti ungmenna í skák í Tyrklandi Meira

Hreintarfur Veiðitímabili hreindýra er lokið, fyrir utan nóvemberveiði.

Ekki náðist að veiða út á 55 hreindýraveiðileyfi

Hrun varð í veiði á svæði 2 • Kallar á endurskoðun kvóta Meira

Skemmdir Hestarnir gæddu sér á salti sem sest hafði á Volkswagen-bíl Norðmannanna og ollu skemmdum sem metnar voru á 950 þúsund krónur.

Fóru heim einni milljón fátækari

Norskir veiðimenn í Minnivallalæk þurftu að greiða viðgerðarkostnað á bíl eftir að hestastóð stórskemmdi bílinn • Ósáttir við bílaleiguna en eigandi hennar segir þá hafa sýnt af sér vanrækslu Meira

Fræsöfnun Fólk á öllum aldri tók þátt í því að safna birkifræi í Garðsárreit og tók með því þátt í að hefja landsátak Skógræktar og Landgræðslu.

Hálf milljón fræja

Um 50 manns, fólk á öllum aldri, kom til að tína fræ og njóta fræðslu og útiveru í skóginum þegar landsátak í söfnun á birkifræi hófst formlega í Garðsárreit í Eyjafjarðarsveit síðdegis í fyrradag. Meira