Fréttir Fimmtudagur, 18. janúar 2018

Blöðrur og botnlaust stuð í nýju myndbandi

Söngkonan og lagahöfundurinn Unnur Sara Eldjárn útskrifaðist frá Tónlistarskóla FÍH árið 2015 þar sem hún nam jazz, popp og rokksöng. Sama ár sendi hún frá sér sína fyrstu sólóplötu. Meira

Ferðavenjur þurfi að breytast

SPITAL sendi í mars 2012 frá sér „greinargerð um samgöngur vegna deiliskipulags fyrir nýjan Landspítala við Hringbraut“. Til upprifjunar vann SPITAL-hópurinn hönnunarsamkeppni um nýjan Landspítala. Meira

Heillandi heimur Hörpu

Þættirnir Heimilislíf hafa slegið í gegn á Smartlandi. Í sumar voru átta þættir sýndir á vefnum en í desember fór sería númer tvö í loftið. Þættirnir eru vinsælustu sjónvarpsþættirnir sem framleiddir eru á mbl.is. Meira

Þorramatur er ofurfæða

Það er hluti af starfi Odds að borða mikið af þorramat. Hann verður jú að vakta gæði vörunnar, og svo er ágætt að skera sneið af blóðmör eða lifrarpylsu í dagsins önn til að fá orku í kroppinn. Meira

Tillaga sjálfstæðismanna felld

Hjálpræðisherinn fær ekki niðurfellingu gjalda hjá borgaryfirvöldum Meira

Bieber-áhrif í Fjaðrárgljúfri

Hluti Game of Thrones tekinn upp í janúar • Stökkbreyting eftir I'll show you • Mosinn eftirsóttur en viðkvæmur • 82% fjölgun ferðamanna milli ára • Landvörðum fækkað um átta á landinu öllu Meira

Aukið smygl á fiski í Noregi

Í nyrstu fylkjum Noregs hefur talsvert af fiski verið gert upptækt við tilraunir til að smygla flökum úr landi. Magnið hefur vaxið frá ári til árs. Meira

Þorrinn er fínn tími fyrir kokkteil

Það er ekkert sem bannar að bregða á leik með góðum kokkteil á þorra, og t.d. hægt að gera mjög skemmtilega hluti með brennivín og kokkteilhristara við höndina Meira

Gamli Haki mun fá nýtt líf

Frá því var greint í Morgunblaðinu í síðustu viku að Borgarsögusafn Reykjavíkur hefði eignast Haka, hinn gamla hafnsögubát Reykjavíkurhafnar. Hyggst safnið gera bátinn upp þegar fram líða stundir. Meira

Hún er ein af 325 í heiminum

Fjóla Röfn þriggja ára er með sjaldgæfa heilkennið WSS • Sú eina sem hefur greinst hér á landi • Efnt til kvöldverðar þar sem safna á fé til lyfjarannsókna Meira

Vilja Hafnarfjarðarveg í stokk

„Við núverandi umferðarástand verður engan veginn unað,“ segir Gunnar Einarsson bæjarstjóri • Tillögur Vegagerðar ekki í samræmi við aðalskipulag • Vilja skoða einfaldari lausnir á næstunni Meira

Nýtt lyf við ADHD lofar góðu

Virkar vel á börn með ákveðna stökkbreytingu í genum í miðtaugakerfi sem veldur ADHD • Hákon Hákonarson læknir hafði uppi á lyfinu í Japan • Yfir 80% svörun í fyrstu rannsókn • Rannsakað frekar Meira

Warmland vekur athygli

Dúettinn Warmland skaust fram á sjónarsviðið í fyrravor. Þeir hafa nú síðustu vikur notið mikilla vinsælda á útvarpsstöðvum landsins með lagið „Overboard“. Meira

Skaðlegar veiðar eða vistvænni?

Evrópuþingið samþykkir tillögu um að banna rafmagnsveiðar • Sagðar skaða lífríki sjávar • Stuðningsmenn veiðanna segja þær leiða til mikils eldsneytissparnaðar og minnka meðafla Meira

Stjórnvöld treysti mörk lögsögunnar

Dr. Snjólaug Árnadóttir kynnir í dag niðurstöður doktorsrannsóknar sinnar, sem fjallar um tilkall ríkja til auðlinda í hafi. Fyrirlesturinn hefst klukkan tólf á hádegi í stofu V-102 í Háskólanum í Reykjavík. Meira

Fjárveiting tryggð til ILS-aðflugsbúnaðar

Þörf er á fullkomnari aðflugsbúnaði á Akureyrarflugvelli ef hann á að geta þjónað reglulegu millilandaflugi eins og heimamenn vilja. Þá er þörf á því að stækka flugstöðina og flughlaðið. Meira

Hörð deila flugliða og Primera

Í fyrsta sinn í 38 ára sögu ríkissáttasemjara sem deiluaðili mætir ekki á boðaðan sáttafund • Ekki heimilt líkt og í grannríkjum að beita handtökuskipun • Undirbúa kosningu um vinnustöðvun Meira

Bæta þarf mannvirki

Gunnar Einarsson segir að umræður um Borgarlínu og framkvæmdir við stokkalausn og mislæg gatnamót á Hafnarfjarðarvegi í Garðabæ séu óskyld mál og eigi ekki að hafa áhrif hvort á annað. Meira

Einstakt tækifæri fyrir einhverfa

Danska brugghúsið People like us er rekið af einhverfum • Starfsmenn þess kynna hugmyndafræðina og bjórinn á Mikkeller-barnum á Hverfisgötu um helgina • Vilja breyta ríkjandi viðhorfum Meira

Gefa griðastöðum í Zaatari 18 milljónir

UN Women á Íslandi hafa afhent griðastöðum UN Women í Zaatari flóttamannabúðunum í Jórdaníu rúmar 18 milljónir króna, sem söfnuðust í neyðarsöfnun og jólagjafasölu landsnefndar samtakanna. Meira

Stokkhólmur, forn og fagur

Stokkhólmur er í senn höfuðborg Svíþjóðar og stærsta borg Norðurlanda, með um 945.000 þúsund íbúa. Elstu heimildir um nafnið ná aftur til ársins 1252, og er það eignað Birger Jarl sem almennt er álitinn einn af upphafsmönnum borgarinnar. Meira

Glæsihús við Laugaveg lýst upp

Lokið er endurbótum á Laugavegi 13 • Húsið var endurnýjað í upprunalegri mynd • Það er nú upplýst með nýjustu ljósatækni • Kristján Siggeirsson reisti húsið 1953 og rak þar húsgagnaverslun Meira

Réttað yfir Glitnismönnum

Sakborningar ítrekuðu sakleysi sitt • Rúm 9 ár liðin frá meintum brotum Meira

„Reykjavík er að skrapa botninn í þjónustu “

Höfuðborgin mælist neðst í þjónustukönnun sveitarfélaga Meira

Fara til hjálparstarfa í Bangladess

Tveir sendifulltrúar Rauða krossins eru komnir til Cox´s Bazaar í Bangladess, þeir Ríkarður Már Pétursson og Róbert Þorsteinsson. Meira

Mikil vinna er lögð í þorramatinn

Ekki er sama hvernig þorramaturinn er verkaður og þurfa flinkir kjötiðnaðarmenn að hefjast handa strax í ágúst svo allt sé klárt á réttum tíma Meira

Skemmtilegri og öðruvísi matur

Það blása ferskir og framandi vindar við höfnina í Reykjavík þar sem opnaður hefur verið nýr veitingastaður sem leitar á suðrænar slóðir í mat og drykk. Það má með sanni segja að RIO komi eins og ferskur andvari inn í íslenska veitingaflóru. Meira

Taki strætó á spítalann

Ný stefna mótuð í umferðarmálum á svæði nýja Landspítalans • Meirihluti 5-6 þúsund starfsmanna komi ekki akandi til vinnu Meira

Heiðruðu sjötugan Davíð Oddsson

Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, varð sjötugur í gær og bauð Árvakur, útgefandi Morgun-blaðsins, mbl.is og K100, til veglegrar veislu í Hádegismóum í tilefni þess. Meira

Stefnt á Íslandsmet í perlun

Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, boðar til árlegs átaks dagana 17. janúar til 4. febrúar. Frá þessu segir í tilkynningu frá félaginu. Meira

Ör eru eins og ævisaga sem er skráð í húðina

Samtal bókmennta og lista og læknisfræði rætt á Læknadögum í Hörpu Meira

Pólitík og myndlist í deiglunni

ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Nýr oddviti verður á lista eins „gömlu“ flokkanna fyrir kosningar til bæjarstjórnar á Akureyri, hið minnsta. Einn núverandi oddviti liggur undir feldi og íhugar hvort hann gefi kost á sér aftur. Meira

Heimilin verða stöðugt snjallari

Helstu tæknifyrirtæki heims sýndu afurðir sínar í Las Vegas • Gervigreind, tölvuský og sjálfvirkni verða stöðugt stærri hluti af daglegu lífi fólks • Gæludýrin njóta líka góðs af tækninni Meira

Ganga saman undir einum fána

Suður- og Norður-Kórea samþykktu í gær að keppendur landanna myndu ganga saman undir „einum fána Kóreu“ við setningu Vetrarólympíuleikanna sem haldnir verða í Suður-Kóreu 9. til 25. febrúar. Meira

Skortur á legurými er ein helsta skýringin á frestun

Skortur á legurými er helsta skýring þess að Landspítalinn þarf stundum að grípa til þeirra úrræða að fresta fyrirfram skipulögðum og ákveðnum aðgerðum. Meira

Bíða stokkalausnar og vilja minni framkvæmdir á meðan

Vegagerðin kynnti í haust tillögur til úrbóta á Hafnarfjarðarvegi í gegnum Garðabæ. Þær fólu í sér talsverðar breytingar á samgöngumannvirkjum og átti að ráðast í framkvæmdir í vor. Meira

Notkun strætó muni stóraukast

Samgöngustjóri Reykjavíkur segir gert ráð fyrir breyttum ferðavenjum starfsfólks nýs Landspítala • Bílastæði kosti fjármuni • Greining SPITAL bendir til að starfsfólkið noti fjölda stæða í miðbænum Meira

Nú er það rúffskipið Farsæll

Njörður S. Jóhannsson gerir enn eitt líkanið af sögufrægu Fljótaskipi • Á sjöunda þúsund koparnaglar og um 900 klukkustundir fóru í verkið • Með áhuga á súðbyrðingum frá 10 ára aldri Meira

Allt er á uppleið hjá Macron

Ímynd Frakklands í augum alþjóðlegra fjárfesta hefur gjörbreyst frá því Emmanuel Macron var kosinn forseti • Ánægja ríkir með aðgerðir hans í efnahagsmálum og frumkvæði á alþjóðavettvangi Meira