Fréttir Laugardagur, 16. janúar 2021

Myndin LeRoy Neiman var þekktur listamaður vestur í Bandaríkjunum.

Sá myndina fyrst eftir tæp 50 ár

„Ég hafði ekki hugmynd um að þessi tæplega 50 ára gamla mynd væri til fyrr en Helgi Ólafsson stórmeistari hafði samband við mig fyrir nokkrum dögum. Meira

Guðlaugur Þór Þórðarson

Bætt úr samskiptaleysi

Utanríkisráðherra ánægður með bætt samskipti við Bandaríkin • Ríkisstjórnarsamstarf gengið ágætlega Meira

Baldur Pétursson

Áhugi á að taka þátt í orkuverkefnum í Austur-Evrópu

Íslensk fyrirtæki taka þátt í verkefnum við virkjun vatnsafls og jarðvarma sem Uppbyggingarsjóður EES styrkir í Rúmeníu og Póllandi. Útboð á sviði vatnsaflsvirkjana í Rúmeníu voru kynnt á veffundi í fyrradag. Meira

2,7 milljarðar við skil á dósum og flöskum

Met slegið í endurheimtum • Kolefnisávinningur eykst um 5% Meira

Nýburi Konur á Norðurlandi vestra fara langt til að fæða. Mynd úr safni.

Fæðingarþjónustu misskipt

Skagfirðingar óánægðir • Ný skýrsla um barneignarþjónustu Meira

Óskar Reykdalsson

Lítið er um inflúensu og öndunarfærasýkingar

„Ástandið hvað varðar inflúensu og öndunarfærasýkingar nú er eins og í mjög rólegu ári,“ sagði Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Meira

Mesta hækkunin var á Íslandi

Húsnæðisverðverð á Íslandi hækkaði um 120% á seinasta áratug og er það meiri hlutfallsleg hækkun en átti sér stað í 30 öðrum Evrópulöndum á sama tímabili samkvæmt samanburði Eurostat, Hagstofu Evrópusambandsins. Meira

Vel tekist til með sóttvarnaaðgerðir

Starfshópur, sem fjármálaráðherra skipaði til að meta efnahagsleg áhrif valkosta í sóttvörnum, segir í lokaskýrslu að tekist hafi tiltölulega vel að halda kórónuveirufaraldrinum í skefjum hér á landi með tímanlegum sóttvarnaaðgerðum og umfangsmikilli... Meira

Skriður Mikið tjón hlaust af skriðuföllunum á Seyðisfirði í desember.

Hluti Seyðisfjarðar rýmdur vegna úrkomu

Fjöldahjálparstöðin opin um helgina eftir þörfum • Vel verði tekið í kröfur heimastjórnarinnar um rannsókn Meira

Biðin á enda Sylwia Gretarsson Nowakowska og Guðmundur Felix Grétarsson hafa beðið í Lyon í Frakklandi.

Bað fyrir góðar kveðjur til Íslands

Í fyrsta sinn sem báðir handleggir og axlir eru grædd á sjúkling • Aðgerðin gekk betur en menn höfðu þorað að vona • Ný heimildarmynd um Guðmund Felix og lífið eftir ágræðsluna undirbúin Meira

Gjaldþrot Fimm matvöruverslanir voru reknar undir merkjum Víðis.

Greiðslum upp í skuld rift með dómi

Landsréttur hefur rift færslum í bókhaldi þrotabús matvöruverslunarinnar Víðis upp á 39,4 milljónir sem bókaðar voru sem greiðsla upp í skuld verslunarinnar við Helgu Gísladóttur, annan stofnenda og eiganda matvöruverslunarinnar. Meira

Grenivík Í Grýtubakkahreppi eru um 370 íbúar og er hann því í hópi þeirra sveitarfélaga sem þurfa að sameinast öðrum á næstu árum, samkvæmt stefnumörkun ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Unnið að stofnun nýrra samtaka

Minni sveitarfélög óánægð með afstöðu stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga til lögþvingunar • Hugað að stofnun samtaka minni sveitarfélaga sem verði annaðhvort innan eða utan Sambandsins Meira

Á vinnumarkaði Atvinnuleysi er mjög misjafnt eftir atvinnugreinum.

Spá auknu atvinnuleysi í janúar

Heildaratvinnuleysi var 12,1% í desember • Nær til 26.473 einstaklinga Meira

Framleiðsla á laxi jókst um 27%

Faraldurinn hefur mikil áhrif á fiskeldið • Verð á laxi lækkaði á nýliðnu ári og framleiðsla bleikju dróst saman • Stefnir í áframhaldandi aukningu í laxeldi Meira

Fækkun farþega um 3,3 milljónir

Tekjur Strætó af farþegum minnkuðu um 800 milljónir • Rætt við ríkisvaldið Meira

Útflutningur hrossa eykst í faraldrinum

Flutt voru út 2.320 hross á síðasta ári. Eru það umtalsvert fleiri hross en farið hafa úr landi undanfarin tíu ár og slíkar tölur hafa raunar ekki sést síðan á árunum 1993 til 1997 þegar mun fleiri hross voru flutt út. Meira

Klettur Fjölskyldan á Kletti, f.v., Magnús, Sjöfn, sonurinn Sveinn, sonardæturnar Agnes Líf og Elísa Sjöfn, og tengdadóttirin Thelma Gunnarsdóttir.

Staðið vaktina á Kletti í 47 ár

Hjónin Magnús og Sjöfn að hætta með Klett í Vestmannaeyjum og afkomendur taka við • Hafa sinnt öllum af sömu ljúfmennskunni • Ljúfur afréttari á sálina að kíkja þar við í pylsu og spjall Meira

Skólavörðustígur Göngugötuhlutinn verður hannaður upp á nýtt.

Þrjú teymi munu hanna göngugötur

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur valið þrjú þverfagleg teymi til að taka þátt í mótun göngugötuhluta Laugavegar, Vegamótastígs og Skólavörðustígs með þarfir notenda og rekstraraðila í fyrirrúmi, eins og það er orðað í tilkynningu frá... Meira

Siglufjörður Sólin er tekin að fikra sig niður að byggðinni í Siglufirði og mun varpa geislum sínum á Ráðhústorgið í bænum 28. janúar næstkomandi, eftir 74 daga fjarveru.

Sólardagurinn á næsta leiti á Siglufirði

Úr bæjarlífinu Sigurður Ægisson Siglufirði Sólardagurinn er á næsta leiti, öllum til mikillar gleði. Sólin lét sig hverfa á bak við fjöllin í suðri 15. nóvember á síðasta ári en fer á ný að varpa geislum sínum yfir Ráðhústorgið á Siglufirði 28. Meira

Bóluefni Mikil spurn er eftir bóluefninu frá Pfizer og erfitt að anna henni.

Tvær milljónir dauðsfalla

Fleiri en 30 milljónir tilfella í Evrópu • Hert á aðgerðum vegna nýrra afbrigða • Pfizer bregst við framleiðslutöfum Meira

Kanslarinn Það ætlar að reynast höfuðverkur fyrir kristilega demókrata að finna eftirmann Angelu Merkel.

Hver getur tekið við af Merkel?

Kristilegir demókratar kjósa sér nýjan formann í dag • Líklegast að varaformaðurinn Laschet verði fyrir valinu • Verður formaðurinn kanslaraefni líka? Meira

Óeirðir Chansley sést hér ákalla „frelsið“ í sal öldungadeildarinnar.

Hugðust myrða kjörna fulltrúa

Bandarískir saksóknarar telja sterk sönnunargögn fyrir því að stuðningsmenn Donalds Trump sem réðust á bandaríska þinghúsið í síðustu viku hafi meðal annars ætlað sér að „handsama og ráða kjörna fulltrúa af dögum“. Meira

Kirkella Óvissa er í rekstri togarans, sem legið hefur við bryggju síðan í desember. Myndin sýnir skipið á siglingu undir Tower-brú yfir Thames.

Tekist á um veiði-heimildir og aðgang

Eftir Brexit er staðan breytt í samskiptum Norðmanna og Breta í sjávarútvegi. Frá áramótum eru þeir síðarnefndu sjálfstætt strandríki, en ekki hluti af Evrópusambandinu og samningum þess. Margar fisktegundir ganga á milli lögsögu þjóðanna í Norðursjónum og mið, sem áður voru aðgengileg og opin, eru nú í mörgum tilvikum lokuð þar sem nýir samningar um kvóta og gagnkvæman aðgang hafa ekki verið gerðir. Meira

Bjartsýn Ursula lætur mótlæti ekki á sig fá og heldur ætíð í vonina.

Ekkert líf án vonar

Ursula leitaði skjóls í seinni heimsstyrjöldinni og aftur nú Meira