Fréttir Miðvikudagur, 18. júní 2025

Trump íhugar árás á Íran

Þjóðaröryggisráðið fundaði • Trump ræddi við Netanjahú í síma • Krefst „skilyrðislausrar uppgjafar“ Írans • Gætu auðveldlega ráðið æðstaklerkinn af dögum Meira

Fjallkona Katrín Halldóra Sigurðardóttir var fjallkonan í Reykjavík að þessu sinni. Regnhlífar voru þarfaþing nærstaddra.

Umbrotatímarnir færi okkur tækifæri

„Við verðum að horfast í augu við stöðuna, byggja brýr, draga upp áttavitann og bretta upp ermar. Vitundin um krefjandi úrlausnarefni yfirgnæfir þó alls ekki trú mína á að þessir umbrotatímar færi okkur tækifæri til að standa okkur… Meira

Skemmtiferðaskip Árið 2027 er áætlað að hafnir landsins muni hafa um 1,2-1,4 milljörðum minna í tekjur.

Stefnir í að ríkissjóður verði af milljörðum

Skipafélög breyta ferðum vegna innheimtu innviðagjalds Meira

Þingeyri Bæjarbúar eru margir þreyttir og pirraðir á ástandinu.

Raddir Þingeyringa fá ekki að heyrast

Upplifa erfiðleika við að fá áheyrn • „Öryggisatriði fyrir sjófarendur“ Meira

Hveragerði Skjálftinn fannst vel í bænum er íbúar fögnuðu deginum.

Jörð skalf í Hveragerði

Skjálfti reið yfir Hveragerði og nágrenni laust fyrir klukkan 16 í gær, 25 árum frá Suðurlandsskjálftanum stóra. Urðu íbúar í bænum hans vel varir, en á Facebook-síðu Hvergerðinga sögðust margir hafa fundið fyrir skjálftanum Meira

Skólakerfið Soffía Ámundadóttir.

„Það er neyðarástand í skólum”

Skimun fyrir ofbeldi barna þurfi að vera ítarleg og vönduð • Heilbrigðiskerfið og skólakerfið tali ekki saman • Kennarar gjörsamlega búnir á því • Ástandið verst á yngsta stigi • Skortur á fagfólki Meira

Jafnrétti, íþróttir, leiklist og barnalækningar

Halla Tómasdóttir forseti Íslands sæmdi í gær, á þjóðhátíðardaginn, fimmtán Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf í þágu samfélagsins, hvert á sínu sviði. Þau eru Albert Eymundsson, fyrrverandi skólastjóri á Hornafirði og… Meira

Elliðaárdalur Björgunarsveitarfólk leitaði konunnar í Reykjavík í gær.

Leituðu Sigríðar í Elliðaárdalnum

Björgunarsveitarmenn leituðu Sigríðar Jóhannsdóttur í Elliðaárdal í gær. Leitin hófst klukkan eitt og stóð yfir fram á kvöld. Áður hafði meginþungi leitarinnar farið fram í kringum Digranesheiði í Kópavogi Meira

Gunnar Úlfarsson

Samkeppnishæfni Íslands eykst milli ára

Ísland komið í 15. sæti • Bætt staða vegna skilvirkni atvinnulífsins Meira

Formannsskipti Gunnþór Ingvason er tekinn við formennsku SFS.

Gunnþór er nýr formaður SFS

Ný skipan í forystu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) var samþykkt á fundi stjórnar í gær. Samþykkt var að Gunnþór Ingvason, varaformaður SFS og forstjóri Síldarvinnslunnar hf., tæki við formennsku fram að næsta aðalfundi Meira

Yndislestur Anna segir að neikvæð umræða í kringum heimalestur geti orðið til þess að börn fari að horfa á lestur sem kvöð og hætti að njóta hans.

Upplifa skömm vegna heimalesturs barna

Rannsakar lestrarmenningu • Þarf að opna samtalið Meira

Guðni Th. Jóhannesson

Hugmyndin um eins þjóð er horfin

„Blessunarlega er sú hugmynd og tálsýn horfin að ein þjóð skuli vera eins þjóð,“ sagði Guðni Th. Jóhannsson, fv. forseti Íslands og prófessor við HÍ, sem var ræðumaður dagsins á Hrafnseyrarhátíð þar vestra í gær Meira

Stúdentar Árni Stefán og Þórey sköruðu fram úr í náminu við MA.

Dúxarnir í MA komu frá Dalvík

184 stúdentar brautskráðir • Allir taki framförum • Seigla sé sýnd í verki Meira

Íbúar segja að sagan skipti máli

Hópur Vesturbæinga skorar á borgaryfirvöld að endurskoða áform varðandi brunareitinn á Bræðraborgarstíg • Segja að skipulagsvaldið sé í höndum lóðareiganda • Ívarssel verði flutt aftur á svæðið Meira

Grindavík Hótel Grindavík og veitingahúsið Brúin opna senn dyr sínar á ný eftir að reksturinn var lagður niður föstudaginn 10. nóvember 2023.

Hefja rekstur í Grindavík á ný

Ólafur Benedikt Arnberg Þórðarson, sem rekur Hótel Grindavík sem og veitingahúsið Brúna í Grindavík, hyggst opna dyrnar og hefja rekstur að nýju nú í júnímánuði eftir að hafa þurft að loka 10. nóvember 2023 þegar bærinn var rýmdur sökum jarðhræringa Meira

Hengifoss Hætta fylgir á ferðum í slitróttu símasambandinu.

Fjarskiptin þarf að bæta

Öryggi er talið ógnað á ferðamannastöðum á Austurlandi Meira

Ísrael Íbúar Tel Avív leituðu skjóls í bílastæðahúsi í fyrrinótt er Íranar skutu eldflaugum á borgina. Ísraelsher sagðist hafa skotið flestar niður.

Átök Ísraels og Írans stigmagnast

Ekkert lát á árásum • Íranskur hershöfðingi drepinn • Sérstakt aðgerðarteymi til aðstoðar Bandaríkjamönnum • 100 til 150 þúsund Ísraelsmenn fastir erlendis • Flugumferð hefjist á ný í dag Meira

Spánn Þörf er á strangara eftirliti og verklagsreglum, sagði Aagesen.

„Yfirspenna“ olli rafmagnsleysinu

Víðtæka rafmagnsleysið sem varð á Íberíuskaganum í apríl varð vegna „yfirspennu“ í raforkukerfinu sem hratt af stað „keðjuverkun“. Sara Aagesen, umhverfis- og orkumálaráðherra Spánar, greindi frá niðurstöðum skýrslu ríkisstjórnarinnar á… Meira

Danskir víkingar á fleyjum sínum.

Danskar grafir afhjúpa heim víkinga

Bærinn Árósar við austurströnd Jótlands hins danska var á víkingatímanum – tímabilinu frá 800 til 1050 eftir Krist á Norðurlöndum – valdasetur og verslunarkjarni. Í sjö kílómetra fjarlægð var þorpið Lisbjerg, sem nú telst úthverfi Árósa… Meira

Borgarlistamaður Skúli Helgason, Heiða Björg Hilmisdóttir og Ragnhildur Gísladóttir á hátíðarstund í Höfða.

Aldrei áður hugsað út í viðurkenningar

„Mér finnst þetta stórkostlega gefandi og hvetjandi en ég hef aldrei hugsað út í svona viðurkenningar áður. Ég hef aldrei stefnt að því að vera best í einhverju heldur bara að því að vera hluti af listamannasamfélaginu.“ Þetta segir… Meira