Fréttir Mánudagur, 8. mars 2021

Lager Stefán Franz rak hundrað krónu búðina í geymslu í Fosshálsi. Hann segir söluna hafa gengið afar vel.

Allt seldist upp í fyrstu hundrað krónu búðinni

„Ég hef búið í Ameríku alla mína ævi. Meira

Mun ódýrari lausn en borgarlína

Áhugafólk um samgöngur vill endurskoða og bæta fyrirhugaða borgarlínu Meira

Dagurinn helgaður konum í forystu

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er í dag, 8. mars. Í ár eru 110 ár frá því að baráttudegi kvenna var fyrst fagnað hinn 29. mars 1911, og eitt hundrað ár frá því að 8. Meira

Krýsuvíkurbergið Horft til vesturs, út eftir 7 kílómetra löngu bjarginu.

Útsýnispallurinn færður á skipulagi

Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðarbæjar hefur ákveðið að auglýsa breytingu á deiliskipulagi við Krýsuvíkurberg, á þann veg að útsýnispalli sem til stendur að setja upp á bjargbrúninni verður hliðrað til um tíu metra og gönguleiðir sem að pallinum... Meira

Sveinn Óskar Sigurðsson

Afgreiddu málið þrátt fyrir forföll

Sveinn Óskar Sigurðsson, bæjarfulltrúi Mosfellsbæjar, gerir alvarlegar athugsemdir við fundargerð síðasta fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins, sem fram fór 15 janúar sl. Meira

Sveifla Anna Hulda Sigurðardóttir slær fagmannlega í golfhermi hjá GKG, en hægt er að velja heimsþekkta velli.

Mikið slegið í golfhermunum og styttist í vorið

Nánast fullbókað • Vonir um að vellir verði opnaðir snemma Meira

Sanaa Svartur reykur liðaðist yfir höfuðborgina eftir loftárásir Sádi-Araba.

Uppreisnarmenn svara árásum Sáda

Ras Tanura, ein af olíuhöfnum Sádi-Arabíu, varð fyrir drónaárás í gærkvöldi og reynt var að skjóta eldflaug á íbúðahverfi í borginni Dhahran, þar sem starfsmenn olíufélagsins Aramco hafa búsetu. Meira

Patreksfjörður Einn af fóðurprömmum Arctic Fish við sjókvíar á Patreksfirði, skammt frá þorpinu.

20% íbúa Vestfjarða lifi á fiskeldi

Greining KPMG bendir til að rúmlega þúsund störf verði við fiskeldi á Vestfjörðum þegar hámarkslífmassi í sjókvíaeldi verður nýttur til fulls • Söluverð afurðanna getur numið 46 milljörðum króna Meira

Tónleikar 800 manns voru á tónleikum Víkings Heiðars á föstudagskvöldið, en annar hinna smituðu sótti þá.

Niðurstöður skimana ráða úrslitum

Á morgun ræðst hvort Ísland sé á barmi nýrrar faraldursbylgju • Fjöldi fólks skimaður fyrir veirunni í dag og í gær • Sóttvarnalæknir segir ekkert benda til gáleysis þeirra sem áttu að vera í sóttkví Meira

Lending MAX-inn kom yfir miðborgina inn á Reykjavíkurflugvöll. Tólf flugfélög í heiminum hafa þegar tekið Boeing MAX í rekstur og allt gengur vel.

Öruggustu flugvélar heimsins

Boeing MAX á grænu ljósi • Kyrrsetningu aflétt • Flogið til Kaupmannahafnar í dag • Hagkvæmar vélar skapa ný tækifæri í rekstri • Breyttur hugbúnaður og kröfur um þjálfun flugmanna Meira

Halldór Jónsson

Afsögn í aðdraganda prófkjörs

Andrés Magnússon andres@mbl. Meira

Keilir Björgunarsveitarmenn horfa í átt að Keili. 25 þúsund skjálftar hafa mælst síðan hrinan hófst fyrir 12 dögum.

Stórir skjálftar og fjölgun mögulegra gossvæða

Enn mælist gríðarlegur fjöldi skjálfta á Reykjanesskaga Meira

Forsætisnefnd ræðir trúnaðarbrest

Ummæli Píratanna Jóns Þórs Ólafssonar og Andrésar Inga Jónssonar sem þeir létu falla í viðtölum sem þeir veittu eftir lokaðan fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis verða til umræðu á fundi forsætisnefndar Alþingis í dag samkvæmt heimildum... Meira

Lloyd Austin

Munu verja sig með öllum ráðum

Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hét því í gær að Bandaríkin myndu gera það sem þyrfti til þess að verja sig gegn árásum. Vísaði Austin þar til eldflaugaárása á herbækistöð í Írak þar sem m.a. bandarískir hermenn dvöldust. Meira

Mögulegt hópsmit í uppsiglingu

Loka þurfti hluta göngudeildar Landspítalans vegna smits • Ekki hætt við tónleika í Hörpu í gær Meira

Faraldurinn á örri uppleið í Evrópu

9% fjölgun tilfella í ríkjum álfunnar á einni viku • ESB ræðir við Bandaríkin um útflutningshömlur Meira

Stjórnmál Stefnan þarf ekki bara að miðast við græna og sjálfbæra þróun heldur líka fyrirséðar breytingar á atvinnuháttum, segir Óli Halldórsson.

Hlekkir í keðju

„Óvenjulegt ástand vegna kórónuveirunnar hefur dregið fram ýmislegt sem stjórnmálin þurfa að læra af. Þá á ég ekki bara við efnahagsmálin, sveigjanleika og fjarvinnu. Meira

Fossvogsskóli Ráðist hefur verið í miklar framkvæmdir í Fossvogsskóla til þess að reyna að uppræta myglu í húsi skólans. Enn finnast þó myglugró.

Þolinmæði foreldra á þrotum

Foreldrar í Fossvogsskóla safna nú upplýsingum um umfang veikinda barna • Formaður foreldrafélagsins segir borgina bjóða upp á sýndarsamráð • Kjörnir fulltrúar fengu fréttirnar í fjölmiðlum Meira