Fréttir Mánudagur, 16. desember 2019

Sigríður Á. Andersen

Ósamræmi hjá hæfnisnefnd

Nefnd um skipan dómara telur ekki tilefni til að greina á milli álíka hæfra umsækjenda • Hæfnismat er alltaf huglægt Meira

Dalvíkurlína Viðgerð sóttist vel í gær við raflínur sem skemmdust í ofsaveðrinu mikla. Viðgerð á línum Dalvíkurlínu var nær lokið í gærkvöld.

Línuviðgerðum miðar vel

Vinnuhópar Landsnets víða að störfum • Varaaflstöð var við heilbrigðisstofnunina á Hvammstanga • Hún var fjarlægð og átti varaaflstöð Rarik að nægja • „Nú vakna menn upp við vondan draum“ Meira

Jólaskógur Menn hjálpast að við að koma böndum á nýhöggvið tréð.

Höggva eigið tré í jólaskógi

Jólahefð margra fjölskyldna • Jólatrjáasala góð fjáröflun fyrir björgunarsveitir, en ekkert á við flugeldasölu Meira

Hleðslustöð Sigurður hafði reynt að fá fram breytingar á löggjöfinni í rúm tvö ár en talaði fyrir daufum eyrum þar til nýlega þegar nefnd var stofnuð.

Fjarlægja flöskuháls rafbílanna

Frumvarpi ætlað að auðvelda einstaklingum uppsetningu hleðslustöðva • Nauðsynlegt vegna fyrirhugaðra orkuskipta, að sögn formanns Húseigendafélagsins • Rafbílaeigendur fá ákveðin forréttindi Meira

Örtröð Margt er um manninn í verslunarmiðstöðvum rétt fyrir jól.

Um 5.000 á sama tíma í Kringlunni

Jólavertíðin er hafin og þá glæðast viðskiptin hjá kaupmönnum landsins. Meira

Vel gekk að gera við Dalvíkurlínu í gær. Viðgerð á vírum var nánast lokið í gærkvöld, að sögn Steinunnar Þorsteinsdóttur, upplýsingafulltrúa Landsnets.

Oft er varaafl ef það er bara ein raftenging

Skortur á varaafli hefur mikið verið ræddur eftir víðtækt rafmagnsleysi í kjölfar ofsaveðursins í síðustu viku. Pétur E. Þórðarson, aðstoðarforstjóri Rarik, segir að almenna reglan sé sú að þar sem er aðeins ein raftenging sé í flestum tilvikum eitthvert varaafl tryggt. Meira

Kalt Fjöldi íbúa í Kórahverfi tjáði sig um kuldann á Facebook um helgina.

Kuldakast í Kórahverfi

Síðustu daga hefur verið kalt í húsum í Kórahverfi og er þar um að kenna skorti á vatni til upphitunar. Íbúi í Kórahverfi segir að slíkt sé algengt ef hitastig úti við fari undir mínus 5 gráður. Meira

Menntun „Sérfræðiþekking ólíkra aðila er mikilvæg og þarf að ná til mála sem brenna á heimsbyggðinni,“ segir Guðbjörg Linda aðstoðarrektor.

Undirstaða velsældar

„Sterkir háskólar er ein helsta undirstaða velsældar þjóða og rannsóknir frumskilyrði þess að Ísland sé samkeppnishæft í vísindastarfi,“ segir Guðbjörg Linda Rafnsdóttir aðstoðarrektor vísinda við Háskóla Íslands. „Efling doktorsnáms er mikilvægur hluti þessa. Svo doktorsnemar geti óskiptir helgað sig námi þarf að tryggja þeim örugga framfærslu með stuðningi í gegnum rannsóknasjóði eða aðrar leiðir.“ Meira

Reykjanes Skjálftarnir sem riðu yfir á Reykjanesi í gær voru margir.

Skjálftar nærri fjórum stigum

Fjöldi skjálfta reið yfir á Reykjanesinu í gær • Hætta á stærri skjálftum Meira

Óli Björn Kárason

Miðlar styrktir með skattaafslætti

Fjölmiðlar verða undanþegnir greiðslu tryggingagjalds launa, samkvæmt frumvarpi sem fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram. Undanþágan mun gilda fyrir laun í tveimur neðri skattþrepum, þ.e. Meira

Skíðafjör Um 1.600 manns renndu sér í brekkunum í Bláfjöllum.

Fjöldi fólks fór í Bláfjöll um helgina

Fjöldi fólks nýtti tækifærið og renndi sér á skíðum og snjóbrettum í Bláfjöllum um helgina, er skíðasvæðið var opnað í fyrsta sinn þennan veturinn. Meira

Uppgangur Mikið líf er nú á Selfossi og víða má sjá hús þar í byggingu.

Viðráðanlegt íbúðaverð á Selfossi

Aðstreymi fólks í Árborg • Lífleg fasteignasala • Fjórðungi lægra verð en á höfuðborgarsvæðinu Meira

Tónlist Orgelið er heill heimur með mikið raddsvið, segir Jón Bjarnason.

Organisti í tíu kirkjum

Jón við hljóðfærið í Skálholtsprestakalli • Tuttugu athafnir • Sterk tónlistarhefð • Safnaðarsöngur í stað kórs Meira

Danmörk Umfangsmikil lögregluaðgerð leiddi til handtöku margra.

Með tengingar við innsta hring

Frá árinu 2012 hafa um 150 manns farið frá Danmörku til vígaslóða Sýrlands • Minnst einn hinna handteknu í Danmörku í síðustu viku hefur tengsl við öfgasinnaða íslamista í Kaupmannahöfn Meira

Sóknir flytjast á milli prestakalla og sameinast

Miklar breytingar eru að verða á skipulagi þjóðkirkjunnar. Þær snúa að sameiningu prestakalla eða flutningi þeirra milli prófastsdæma. Meira

Jólagleði Tammy Stefanson Evans og Indriði Kristjánsson á jólabasar Íslendingafélagsins í Vancouver í Kanada.

Íslenskar vörur eru vinsælar í Vancouver

Íslendingafélagið í Vancouver í Kanada (Icelandic Canadian Club of BC, ICCBC) heldur úti viðamiklu starfi og liður í því eru jólaball fyrir börnin og árlegur jólabasar, þar sem kaupa má íslenskan mat og handverk til stuðnings félaginu, en þetta er helsta fjáröflun þess ár hvert. Meira