Fréttir Mánudagur, 10. ágúst 2020

Komið að stjórnmálamönnum

Kynna nýtt fyrirkomulag á samfélagsaðgerðum nú í upphafi vikunnar • Formaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina ekki geta skýlt sér lengur á bak við almannavarnateymið • Sex ný smit um helgina Meira

Framkvæmdir Mikilvægt er að verja kaupmátt í kjölfar faraldurs kórónuveiru. Hann hefur aukist mikið undanfarin misseri.

Kaupmáttur heldur áfram að aukast

Fjármálaráðherra segir mjög mikilvægt að verja árangur síðustu ára Meira

Bjarni Benediktsson

Verkefnið að verja kaupmáttinn

Fjármálaráðherra fagnar kaupmáttaraukningu síðustu ára • Telur að haustið muni litast af því að tímabundnar aðgerðir líði undir lok • Segir ljóst að ríkið geti ekki varið hagkerfið endalaust Meira

Hlaup Maraþonið fer ekki fram í ár sökum heimsfaraldurs kórónuveiru.

Íþróttabandalag Reykjavíkur verður af 115 milljónum

Situr uppi með tugmilljóna króna fastan rekstrarkostnað Meira

LHÍ Óvíst er um leiklistarnám í haust, þar sem nándar er þörf.

Grunnskólar geta byrjað að óbreyttu

Skólasetning er í grunnskólum víða um land í næstu viku eða þarnæstu. Samkvæmt núgildandi ráðstöfunum, sem Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir ekkert benda til að verði afnumdar 13. Meira

Neyðarstig hefur lítil áhrif á fólk

Fari svo að neyðarstig verði virkjað hjá almannavörnum ríkislögreglustjóra vegna heimsfaraldurs kórónuveiru hefur það lítil áhrif á almenning. Að sögn Jóhanns K. Meira

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Ógagnsæið að kljúfa samstöðuna í þjóðfélaginu

Segir ríkisstjórnina ekki lengur geta falið sig í skjóli embættismanna Meira

Önnur bylgja Tilkynnt verður á allra næstu dögum hvort aðgerðir verði hertar vegna veirunnar eða framlengdar eins og þær eru. Samstaða um að fylgja tveggja metra reglunni hefur ekki verið næg að mati yfirvalda.

Lentu pínulítið á vegg með samstöðuna

Fá smit síðustu daga • Færri leita til læknis um helgar Meira

Vegagerð Allt er gott sem endar vel. Stefnt er að því að klára lagningu bundins slitlags um Vatnsskarð í sumar. Vegurinn klárast að fullu eftir tvö ár.

Malbika fjallveginn um Vatnsskarð

Héraðsverk ehf. vinnur nú að lagningu bundins slitlags um Vatnsskarð, fjallveg sem liggur að Borgarfirði eystri. Meira

Sveitarstjóri Atvinnustarfsemin er þannig að eitt styður annað, svo úr verður öflug heild, segir Helgi Gíslason, hér við heimili sitt á bænum Húsum. Landbúnaður, skógrækt og ferðaþjónusta eru helstu atvinnugreinarnar í sveitinni.

Sveitarfélagið fái arð af auðlindinni

„Ef heldur fram sem horfir fer íbúatalan í þriggja stafa tölu áður á árinu. Takmarkið okkar hér í sveitinni er skýrt og hlýtur að nást,“ segir Helgi Gíslason sveitarstjóri Fljótsdalshrepps. Meira

Fundinn Konráðs var leitað í Belgíu í 10 daga en hann er kominn í leitirnar.

Konráð fannst heill á húfi í Brussel í Belgíu

Konráð Hrafnkelsson, sem hafði verið saknað síðan 30. júlí, er kominn í leitirnar, heill á húfi, að því er móðir Konráðs, Hlín Ástþórsdóttir, greindi frá í Facebook-færslu í gær. Meira

Sauðfé Lambakjöt hefur ekki fylgt almennri verðþróun.

Bændur krefjast leiðréttingar verðs

Segja verð sauðfjárafurða ekki hafa fylgt almennri þróun smásöluverðs Meira

Útipottar Búið er að loka útipottunum á svæðinu. Þrátt fyrir ástandið hefur þó tekist að halda bjórböðum opnum.

Bjórböðin hafa haldið dampi eftir faraldur

„Það er búið að ganga mjög vel hjá okkur. Meira

Samstarf Steinarr og Kidda ætla í samstarf við grænlenska framleiðendur.

Vilja framleiða kvikmyndir á Grænlandi

„Það er svo margt spennandi við Grænland og margar sögur sem okkur langar til að segja,“ segir Steinarr Logi Nesheim, kvikmyndaframleiðandi og einn stofnenda framleiðslufyrirtækisins Polarama. Meira

Breytt kynskráning miðist við 15 ára aldur

Leggja til breytingar á lögum um kynrænt sjálfræði í ráðherrafrumvörpum Meira

Engar rækjuveiðar við Eldey

Hafrannsóknastofnun leggur til að að veiðar á rækju við Eldey verði ekki heimilaðar árið 2020, að því er fram kemur í tilkynningu á vef stofnunarinnar. Meira

Mánárbakki Mörgum hugnast að tjalda við sjóinn á Mánárbakka en helmingur gesta í sumar voru Íslendingar.

„Þýðir ekkert að kvarta“

Margir hafa heimsótt tjaldsvæði Bjarna og Jóhönnu við Mánárbakka, þrátt fyrir erfitt árferði • Helmingur gesta Íslendingar • Fleiri eftir því sem leið á sumarið Meira

Guðmundur Þór Björnsson

Segir ástandið betra en ætla mætti

Íslendingar búsettir í Flórída-ríki verða lítið varir við faraldur kórónuveiru • Fjölmiðlar mála svarta mynd af stöðu mála • Mistök gerð þegar skemmtistaðir opnuðu • Beðið eftir bóluefni Meira

Veiran herjar á mörg stærstu ríkin

Alls rúmlega 175 þúsund smit greindust í Bandaríkjunum, Brasilíu og Indlandi á fimmtudaginn var • Kórónuveiran er aftur komin á kreik á Spáni og í Frakklandi en greinist nú í minna mæli á Ítalíu Meira

Stefnir í flest gjaldþrot frá árinu 2012

Heildarfjöldi þeirra fyrirtækja sem urðu gjaldþrota á fyrstu sex mánuðum ársins var 546, að því er fram kemur í tölum Hagstofu Íslands. Ef gjaldþrotin verða jafn mörg á seinni helmingi ársins fara 1. Meira

Íslendingurinn Staðurinn verður með íslenskan plokkfisk á boðstólum, að sögn Magnúsar.

Íslenskur veitingastaður opnaður í Dortmund

Plokkfiskur, fiskiborgarar og ferskur fiskur á Íslendingnum Meira