Fréttir Miðvikudagur, 12. júní 2024

Mikil áform Hér má sjá hluta af fyrirhuguðu hóteli og baðlóni.

Baðlón og hótel fyrir 20 milljarða

Eigendur World Class áforma að reisa heilsuhótel og baðlón ásamt líkamsrækt á Fitjum í Njarðvík. Skipulagið er í kynningu og ef allt gengur að óskum gætu framkvæmdir hafist á næsta ári. Björn Leifsson, einn eigenda World Class, bindur vonir við að lónið verði opnað 2028 Meira

Leiðin til að drepa atvinnurekstur

Stjórnarþingmaður orðlaus yfir ósvífni matvælaráðherrans Meira

Borgarstjórn Skólamál í Laugardal voru rædd í borgarstjórn í gær.

Segir skólasamfélagið svikið

„Til að gera langa sögu stutta hafa borgaryfirvöld nú svikið skólasamfélagið við Laugardalinn. Í eitt og hálft ár hafa helstu ráðamenn borgarstjórnar verið að pukrast með það að ganga á bak orða sinna í stað þess að standa við þau,“… Meira

Hvalbátar Hvalbátarnir Hvalur 8 og Hvalur 9 munu ef að líkum lætur liggja við bryggju enn um sinn.

Hvalveiðileyfi veitt í 204 daga

„Útkoman eftir að hafa legið yfir þessu í alla þessa mánuði í Legolands-herberginu í ráðuneytinu,“ segir Kristján Loftsson • Byggt á varúðarnálgun Meira

Framhald Gerard Butler og Morena Baccarin í kvikmyndinni Greenland.

Gerard Butler er kominn til landsins

Tökur á spennumyndinni Greenland: Migration hófust hér á landi í gær. Hinn kunni leikari Gerard Butler fer með aðalhlutverkið og er hann kominn hingað til lands. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins fara tökur fram næstu tvær vikurnar í nágrenni Reykjavíkur Meira

Vopnuð útköll næstum tífaldast

Vopnuð útköll sérsveitarinnar voru 50 árið 2013 en 461 á síðasta ári • Aukinn vopnaburður meðal almennings líkleg skýring • Formaður Landssambands lögreglumanna óttast öryggi lögreglumanna Meira

Velsæld Jane Goodall ávarpaði þingið í gegnum fjarfundabúnað.

Rof milli heila og hjarta

Doktor Jane Goodall, mannfræðingur og einn frægasti dýra- og umhverfisverndarsinni í heimi, ávarpaði alþjóðlegu ráðstefnuna Velsældarþing, sem haldin er í Hörpu þessa dagana, með fjarfundabúnaði í gær Meira

Breytingar Móttökustöð Sorpu við Dalveg í Kópavogi verður að óbreyttu lokað 1. september. Enn liggur ekki fyrir hvar ný stöð verður byggð.

Enn óvíst hvar ný stöð Sorpu verður

Vinnu starfshóps seinkar • Skellt í lás á Dalvegi í haust Meira

Fjarðabyggð Lítið var um lóðaúthlutanir og byggingarleyfi til 2021.

Fyrsta íbúðarhúsnæðið í 27 ár

Mikil aukning í byggingu íbúða í Fjarðabyggð • 37 húsbyggingar frá 2021 Meira

Færeyjar Sjö þúsund verkamenn lögðu niður störf í tæpan mánuð.

Almenn sátt með kjarasamningana

Almenn sátt ríkir á meðal verkafólks í Færeyjum með undirritaða kjarasamninga. Þeir kváðu á um 13% launahækkun og gilda í tvö ár. Atvinnurekendur halda því hins vegar fram að launahækkunin muni reynast fyrirtækjaeigendum erfið, og geti jafnvel… Meira

Faxaflóahafnir Skemmtiferðaskipið Fridtjof Nansen var fyrst skipa landtengt rafmagni á Miðbakka í Faxaflóahöfn um helgina.

Fyrsta tenging á Miðbakka við skemmtiferðaskip

Skemmtiferðaskipið Fridtjof Nansen var um helgina landtengt rafmagni á Miðbakka í Faxaflóahöfn fyrst skipa. Landtengingin var samstarfsverkefni Faxaflóahafna og norsku skipaútgerðarinnar Hurtigruten Expeditions sem gerir Fridtjof Nansen út Meira

<strong></strong>Kaupmannahöfn Talið er að 99% þeirra listaverka sem voru í Børsen hafi verið bjargað, m.a. málverki af Heklu.

Íslensku málverki bjargað í Bør­sen

Allar líkur eru á að málverki eftir Jóhannes Geir hafi verið bjargað frá brunanum í dönsku kauphöllinni • Málverkið var gjöf frá Félagi íslenskra stórkaupmanna • 99% verka bjargað Meira

Dæmdur Hunter Biden á leið úr dómssal í Delaware í gær.

Hunter Biden fundinn sekur

Hunter Biden, sonur Joes Bidens Bandaríkjaforseta, var í gær sakfelldur af bandarískum kviðdómi fyrir ólögleg kaup á skotvopni. Hann var dæmdur sekur um að hafa sagt löggiltum vopnasala ósatt, haldið því ranglega fram á umsókn um vopnakaup að hann… Meira

Bandamenn Úkraínuforseti og Þýskalandskanslari fluttu í gær báðir ávörp í þýska þinginu í Berlín.

Tryggja þarf yfirburði í lofti

Vesturlönd verða nú að senda Úkraínuher loftvarnakerfi til að hægt sé að stöðva sókn innrásarliðs Rússlands • Selenskí varar Vesturlönd við áróðri „Rússadindla“ Meira

13% fjölgun ársverka hjá ríkinu frá 2019

Ríkisstarfsmönnum innan A-1-hluta ríkisins fjölgaði um 2.260 frá árinu 2019 til 2023 eða um 13%. Þetta kemur fram í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar um fjármálaáætlunina fyrir árin 2025-2029. Nefndin tók saman upplýsingar samkvæmt gögnum frá… Meira

Vinna Ásdís semur kennsluefnið við gamla borðstofuborð ömmu sinnar.

Íslenskukennsla í sýndarveruleika

Ólsarinn Ásdís Helga Jóhannesdóttir, sjálfstætt starfandi málfræðingur og íslenskukennari, hefur samið eigið kennsluefni og kennt útlendingum íslensku undanfarin ár. Hún stofnaði fyrirtækið Íslensk samskipti í mars sl Meira