Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir hvorki raunhæft né skynsamlegt að forgangsraða innviðauppbyggingu núna með því að setja hundruð milljarða í nýjan flugvöll í Hvassahrauni. „Við vitum að það þarf að styrkja vegakerfið verulega,… Meira
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að ómögulegt sé að ganga í gegnum tímabil með miklum hækkunum á fjármagnskostnaði en samhliða hægja á efnahagslífinu án þess að fólk missi vinnuna eða vanskil skapist Meira
„Svæðisfélögin hafa skilað inn kjörbréfum fyrir sína fulltrúa á landsfundinum,“ segir Ragnar Auðun Árnason, framkvæmdastjóri Vinstri grænna, í samtali við Morgunblaðið og bætir við að þau verði tekin til afgreiðslu í upphafi landsfundar flokksins sem hefst á föstudaginn Meira
„Stórt öryggismál“ • Rauk úr rafmagnstöflum í Mývatnssveit • Alvarlegasta rafmagnsleysi síðan í desember 2019 Meira
Hagstofan birti í gær bráðabirgðatölur sem sýna að ráðstöfunartekjur íslenskra heimila jukust um 13,6% árið 2023 hjá fjölskyldum samanborið við árið 2022 og einnig jukust ráðstöfunartekjur á mann um 10,8% milli ára Meira
Virkt eldfjallasvæði er ekki ákjósanlegur nágranni flugvallar • Sérfræðingarnir verða að finna sér önnur verkefni til að senda reikning vegna • Leysa þarf pattstöðuna á Reykjavíkurflugvelli Meira
Afar ólíklegt er að byrlunarmálinu svonefnda sé lokið, þó að lögregla á Norðurlandi eystra hafi fallið frá rannsókn þess. Erfitt sé að sjá hvernig ríkissaksóknari komist hjá því að láta taka málið upp á ný Meira
„Þetta hefur verið ljúf skylda og blóðgjöf varð fljótt að vana,“ segir Aðalsteinn Sigfússon, sem gaf blóð í 250. sinn í gær. Þetta var jafnframt síðasta blóðgjöf Aðalsteins, sem nú þarf að hætta þeim vegna aldurs Meira
Tímabundin hækkun á útsvari • Lækkun skulda takmarkið Meira
Byggðastofnun eykur framlag til Brothættra byggða um 135 milljónir Meira
Helga Haraldsdóttir, íþróttakennari og sunddrottning, lést síðastliðinn laugardag, 28. september, 87 ára að aldri. Helga fæddist í Reykjavík 7. júlí 1937. Foreldrar hennar voru Haraldur Jensson, lögregluþjónn og bifreiðarstjóri Læknavaktar í Reykjavík, og Björg Jónsdóttir húsmóðir Meira
Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra hefur gert samning við sjálfseignarstofnunina Almannaróm um að gegna hlutverki miðstöðvar máltækni á Íslandi til ársins 2027, en fyrirtækið sá einnig um framkvæmd máltækniáætlunar 1 frá 2019-2023 Meira
Yngri stelpur koma sjaldan í Konukot • Sofandi í tröppunum • Kjósa að halda til í tjöldum á sumrin • 4.276 einstaklingar leitað til Frú Ragnheiðar það sem af er ári • Neyðarskýlin sprungin Meira
Verslunin Reykjafell vísar til lítillar notkunar á reiðufé í búðinni • Það útheimti vinnu að fara í banka l Hugmyndir um að draga úr notkun reiðufjár á Íslandi hafa reglulega komið til umræðu á þessari öld Meira
Höfuðborgarsvæðið stækkar hratt og Veitur leita jarðhita til að tryggja stöðuga afhendingu á heitu vatni • Jarðhita var leitað á Álftanesi í sumar • Næst eru það Kjalarnes og Geldinganes Meira
Vaxandi óþols gætti gagnvart áfengisbanni árið 1927 • Mogginn kallaði bannmenn skoðanalausar hópsálir • Var stúdentafræðsla ópraktísk fyrir aðra en þá sem vildu verða embættismenn? Meira
Sonam Gangsang frá Tíbet braust til menntunar með aðstoð Ingibjargar Steingrímsdóttur og SOS Barnaþorpanna • Kom til Íslands í fyrstu utanlandsferðinni í sumar • Ólst upp á Indlandi Meira
Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur ósjaldan komist í fréttirnar fyrir að vera snögg að afgreiða málin. Enn einn stutti fundurinn var haldinn á miðvikudaginn í síðustu viku og stóð hann aðeins yfir í sex mínútur Meira
Fimmtán þingmenn vilja rannsaka hagkvæmni slíkra ganga • Margt myndi breytast til batnaðar í landsfjórðungnum með tilkomu þeirra • Vegagerðin hefur haft til skoðunar göng undir Öxnadalsheiði Meira
Félagið S8 setur í sölu 33 íbúðir á Hlíðarenda í Reykjavík • Alls fara 195 íbúðir í sölu á reitnum l Íbúðir eru með svölum, þakpalli eða sólpalli í inngarði l Hægt að leigja stæði í bílakjallara Meira
Reykjavík kemur við sögu í kvikmynd sem er framhald vinsælustu kvikmyndar í sögu Kína • Erlendur Sveinsson leikstjóri segir mikil tækifæri í samstarfi Íslands og Kína í kvikmyndagerð Meira
Vinsæl hlaupaleið vekur athygli • Klár í Kambana • Brottför í Þelamörk • Farið er um brekkur, klif og undirgöng • Surtsey úti við sjóndeildarhringinn en er ekki enn komin á hringsjána Meira
Katrín Níelsdóttir gætir íslenska bókasafnsins við Manitoba-háskóla • Móðirin í vændi og eiturlyfjum • Lauk meistaraprófi frá Háskóla Íslands • Dauðir kettlingar og börn þakin eigin saur Meira
Búist við að Ísraelsmenn svari flugskeytaárás Írana með árásum á innviði í Íran, jafnvel kjarnorkuver, með það að markmiði að velta stjórn landsins úr sessi • „Þetta mun ekki enda vel,“ segir sérfræðingur Meira
Kostnaður sveitarfélaga við meðhöndlun úrgangs hefur aukist mikið á undanförnum árum. Á milli áranna 2012 til 2023 fór brúttókostnaður sveitarfélaga úr því að vera 3,7 milljarðar króna í 10,3 milljarða á verðlagi hvers árs, sem er 182% aukning Meira
Bjarki Snær Þorsteinsson, matreiðslumaður og landsliðskokkur, og konan hans, Stefanía Marta Jónasdóttir, eiga og reka kaffihúsið og vínbarinn Dæinn í Urriðaholti í Garðabæ. Staðurinn er orðinn þekktur hverfisstaður og íbúar eru iðnir við að fjölmenna og njóta góðra veitinga. Meira
Uppaldir knattspyrnumenn í Völsungi á Húsavík hafa verið áberandi hjá KA undanfarin ár og nú eru sex í hópnum. „Það er stutt að fara hérna yfir fyrir okkur Völsunga,“ segir Hallgrímur Mar Steingrímsson, sem gekk í KA 2009 og fagnaði bikarmeistaratitlinum á dögunum Meira