Fréttir Laugardagur, 8. nóvember 2025

Höfundur Arnaldur Indriðason er í ítarlegu viðtali í Sunnudagsblaðinu.

Kerfið ætti að vernda þessar konur

„Ég held að því miður eigi konur ekki sjö dagana sæla frammi fyrir kerfinu sem á að grípa þær, lögreglu og dómsvaldi, og það er nú aðeins komið inn á það í bókinni,“ segir rithöfundurinn Arnaldur Indriðason sem hefur nú skrifað sína síðustu bók um lögreglumanninn Konráð Meira

Heyrði ekkert í nýjum heilbrigðisráðherra

„Á fyrsta mánuðinum eftir að sá ráðherra tók við þá var ekkert samtal og ég heyrði ekki bofs og þá sá ég að það var bara merki um að hann teldi ekki þörf á mér og það var líka merki fyrir sjálfan mig að leggja ekki þetta aukastarf á mig og það … Meira

Tiltekinni óvissu nú verið eytt

„Samtök iðnaðarins fagna þessu útspili Seðlabankans. Það er jákvætt að bankinn sé með nýjum vaxtaviðmiðum að leggja sitt af mörkum til að höggva á hnútinn sem hefur verið á húsnæðismarkaði eftir dóm Hæstaréttar í máli Íslandsbanka og… Meira

Stefna Formaður pípulagningameistara segir félagið tilneytt að leita réttar síns og ríkið ætli að taka til varna fyrir að verið sé að brjóta lög í landinu.

Óttast um atvinnuréttindi sín

Félag pípulagningameistara er búið að stefna íslenska ríkinu vegna leyfisveitingar meistararéttinda til pólsks pípulagningamanns, sem veitt var án þess að viðkomandi hefði þá menntun sem gerð er krafa um á Íslandi Meira

Húsnæði Óljóst er hvaða áhrif vaxtaviðmiðið hefur á fasteignamarkaðinn.

Varfærin viðbrögð við vaxtaviðmiðinu

Fyrstu viðbrögð bankanna við útspili SÍ liggja ekki fyrir Meira

Ævilangt Líklega fyrstur Íslendinga með slíkan dóm erlendis.

Íslenskur leigumorðingi dæmdur

Guðmundur Mogensen, 41 árs gamall Íslendingur, var í gærmorgun dæmdur í ævilangt fangelsi í Héraðsdómi Solna í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi. Var Guðmundur fundinn sekur um – í samverknaði við þriðja mann – að skjóta Kristinu Bah, 63… Meira

Traust Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra leggur áherslu á mikilvægi þess að um ný vaxtaviðmið vegna húsnæðislána ríki traust.

Viðmiðið verði að njóta trausts

Fjármálaráðherra segir bönkum ómögulegt að eiga við vaxtaviðmið húsnæðislána • Öll vaxtakúrfan undir viðmiðinu • Byggist á aðferðafræði bandaríska seðlabankans • Ónothæft ef ekki ríkir traust Meira

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Deilt um viðskiptaþvinganir

Réttarhöld í málum kaupsýslumannsins Ivans Nicolais Kaufmanns og fyrirtækisins Vélfags gegn íslenska ríkinu fóru fram í vikunni í Héraðsdómi Reykjavíkur. Málið snýr að viðskiptaþvingunum sem Vélfag hefur sætt vegna meintra tengsla við rússneska… Meira

Fánar Þingmenn vilja að leyft verði að flagga á björtum sumarnóttum.

Vilja breyta reglum um fánatíma

Íslandsstofa fagnar þingsályktunartillögu um að forsætisráðherra verði falið að endurskoða fánatíma þannig að heimilt sé að draga þjóðfána Íslendinga að húni eftir miðnætti og fyrir klukkan sjö að morgni á sumrin Meira

Hoffellsjökull Hið áformaða byggingarsvæði við Hoffellsjökul er fjölsótt og leggjast flestir umsagnaraðilarnir gegn uppbyggingaráformunum.

Andstaða við áform um uppbyggingu

Flestar umsagnir gegn hóteli og baðlóni við Hoffellsjökul Meira

Moskítófluga Ein af moskítóflugunum sem fundist hafa við Kiðafell.

Fleiri moskító­flugur finnast

Alls hafa fimm moskítóflugur nú fundist við Kiðafell í Kjós, sú síðasta nú í vikunni en þá fyrstu fann Björn Hjaltason, sem þar býr, 16. október sl. „Ég er með bönd úti í garði sem ég bleyti í sykurbættu rauðvíni Meira

Fylgist með Guðrún Aspelund gegnir embætti sóttvarnalæknis.

Flensutilfellum fer fjölgandi

Vart hefur orðið við fleiri innlagnir vegna inflúensu síðustu vikuna en fyrr í haust. Að sögn Guðrúnar Aspelund sóttvarnalæknis er staðan nokkuð hefðbundin miðað við árstíma og hvetur hún fólk til að fara í bólusetningu Meira

Leiðtogafundur Mikill viðbúnaður var við Höfða í október árið 1986.

Undirbúa afmæli fundar í Höfða

Borgarráð hefur samþykkt erindisbréf stýrihóps um hlutverk Reykjavíkurborgar vegna þess að á næsta ári eru 40 ár liðin frá leiðtogafundinum í Höfða. Fram kemur í erindisbréfinu að fundur Ronalds Reagans forseta Bandaríkjanna og Mikhaíls Gorbatsjevs leiðtoga Sovétríkjanna í Höfða 11.-12 Meira

Sundahöfn Síðasta stóra skemmtiferðaskip sumarsins, Norwegian Star, lagðist að Skarfabakka 21. september sl.

Metfjöldi kom með farþegaskipum

Alls komu 330.474 farþegar til Reykjavíkur í sumar • Samdráttur í bókunum skipafélaganna Meira

Stólaskipti Breyting í borgarráði hefur í för með sér aukinn kostnað.

Aukinn kostnaður

Við breytingar vegna stólaskipta í borgarráði breytast greiðslur til borgarráðsmanna með þeim hætti að Líf Magneudóttir fékk áður 40% álag á grunnlaun sín fyrir að vera formaður borgarráðs, en fær nú 25% álag á grunnlaun fyrir að vera… Meira

Primex Þriðja hæð einnar byggingarinnar skemmdist mikið.

Hundraða milljóna króna tjón

Líklegt að framleiðsla verði stopp í mánuði vegna eldsvoða Meira

Kristján Sigfús Sigmundsson

Nýr stórmeistari Frímúrara kjörinn

Kristján S. Sigmundsson var kjörinn nýr stórmeistari Frímúrarareglunnar á Íslandi á kjörfundi 31. október síðastliðinn. Greint er frá þessu á heimasíðu reglunnar. Stórmeistari er æðsti stjórnandi Frímúrarareglunnar á Íslandi Meira

Gleði Joe Love, söngvari ensku hljómsveitarinnar Fat Dog, í banastuði sem og áhorfendur í listasafninu.

Rokk og ról í miðborginni

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves þykir hafa farið vel af stað en hún hófst á fimmtudaginn og lýkur formlega annað kvöld að loknum tónleikum múm í Eldborg í Hörpu. „Við erum rosalega ánægð því þetta var mjög fínt fyrsta kvöld,“ sagði… Meira

Sjávarútvegur Samantekt í lok ráðstefnunnar einkenndist af bjartsýni.

Minna á samtakamáttinn í íslenskum sjávarútvegi

„Þurfum að hugsa fram á við og vinna úr þessu saman“ Meira

Skip við skip Floti togara liggur í Hafnarfjarðarhöfn. Henni stýrir formaður Hafnasambandsins, Lúðvík Geirsson.

Framlag í hafnabótasjóð hefur hríðlækkað

Ekki verður unað við þetta lengur, segir Hafnasambandið Meira

Siglufjörður Síldarstúlkurnar þrjár í blíðskaparveðri á dögunum framan við Gránu á Siglufirði. Minnismerkið er eftir listamanninn Arthur Ragnarsson og var afhjúpað 29. júlí 2023. Það vekur mikla athygli ferðamanna, skiljanlega.

Ríflega 29 þúsund sótt safnið í ár

Sveitarfélagið Fjallabyggð var eitt 16 sveitarfélaga sem hlutu nýverið viðurkenningu Jafnréttisvogarinnar, hreyfiaflsverkefnis FKA, árið 2025. Alls hlutu 90 fyrirtæki, 22 opinberir aðilar og 16 sveitarfélög viðurkenningu að þessu sinni Meira

Hagamelur Nú standa yfir breytingar á gangstétt sem var lögð of hátt.

Hraðahindrun líkt við blindhæð

„Þessi hraðahindrun sem sett var upp þarna var svo há að hún minnti mig helst á blindhæð því maður sá ekki hvað var fyrir handan og því hefði þurft að setja upp blindhæðarskilti sem við þekkjum svo vel á sveitavegum í mishæðóttu landslagi,“ segir… Meira

Dælt Nýmæli sem fékk góðar viðtökur, segir Björn Erlingsson sem starfað hefur fyrir Orkuna allt frá upphafi.

Orkan hefur leitt þróun á 30 árum

Stórafmæli • Ný tækni færði viðskiptavinum valkost Meira

Brussel Ákvörðunin er meðal annars tekin vegna drónaflugs í námunda við flugvelli í Evrópu, en sterkur grunur leikur á að Rússar séu þar að verki.

Herða reglur um áritanir til Rússa

ESB takmarkar óhindraða för Rússa um aðildarríkin • Herða á eftirlit með Rússum sem ferðast til aðildarríkja ESB • Búlgarska þingið samþykkir heimild til ríkisins til að taka yfir dótturfélag Lukoil Meira

Súdan Flóttakona frá El-Fasher hvílir sig í flóttamannabúðum.

Lítil von um að vopnahlé náist

Sérfræðingar í málefnum Súdans vöruðu við því í gær að lítil von væri um að vopnahlé væri í nánd í borgarastríðinu þar, þrátt fyrir að leiðtogar RSF-hraðsveitanna hefðu sagt í fyrrakvöld að þeir styddu nýjustu tillögur Bandaríkjastjórnar og annarra milligönguríkja um vopnahlé Meira

Virðing Heiðursvörður rússneska hersins stendur við minnismerki um fórn almennings í seinna stríði. Dökk mynd er nú dregin upp af stöðu hersins.

Rússar drepa eigin liðsmenn í Úkraínu

Þeir hermenn Rússlands sem neita að framfylgja skipunum á átakasvæðum Úkraínu eða kjósa að leggja niður vopn eru teknir af lífi eða hreinlega látnir ganga út í opinn dauðann. Er þetta á meðal þess sem fram kemur í úttekt Verstka, rússnesks fjölmiðils sem ekki er hliðhollur Moskvuvaldinu Meira

Á sviði Alex Óli heldur styrktartónleika í Lindakirkju fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru.

Styrkir Minningarsjóð Bryndísar Klöru

Alex Óli Jónsson, 12 ára gamall söngvari og nemandi í Lindaskóla í Kópavogi, heldur jólatónleika til styrktar minningarsjóði Bryndísar Klöru í Lindakirkju miðvikudaginn 10. desember nk. og rennur allur ágóði til sjóðsins Meira