Sífellt algengara er að grágæsin haldi kyrru fyrir hér á landi og hafi hér vetrarsetu, að sögn Jóhanns Óla Hilmarssonar fuglafræðings, en þessi myndarlegi gæsahópur var á flugi nálægt golfvellinum í Grafarholti í Reykjavík þegar ljósmyndari Morgunblaðsins fangaði hópinn á mynd Meira
Matsáætlun vegna umhverfisáhrifa Sundabrautar kynnt • Varaformaður íbúasamtaka Kjalarness segir spennandi að sjá hvort vegurinn komist fyrir • Vegagerðin og Reykjavíkurborg funda með íbúum Meira
Skósmíði er ekki fjölmenn iðngrein en aðeins eru á annan tug skósmiða starfandi hérlendis. Hinn 33 ára gamli Anthony Millington Guðnason varð um helgina sá fyrsti síðan 2018 til að útskrifast með sveinspróf í greininni Meira
Á fjórða tug samtaka kvenna, hinsegin fólks og launafólks standa að allsherjarverkfalli á kvennafrídaginn 24. október og eru konur og kvár hvött til að leggja niður störf, bæði launuð sem ólaunuð, og mæta á útifund á Arnarhóli til að sýna samstöðu í verki Meira
Ísland stendur sig nokkuð vel • Horfa þarf til framtíðar Meira
Miðflokkurinn styður breytingar á útlendingalögum • Píratar mótfallnir áformuðum lagabreytingum • Sundruð ríkisstjórn er sjálfstætt vandamál um framgang mála á Alþingi, segir talsmaður Viðreisnar Meira
„Ég er bjartsýnn á að þetta verði samþykkt og mér heyrist að andinn meðal fólks sé þannig,“ segir Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri á Tálknafirði, en tillaga um sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar verður lögð í dóm kjósenda á svæðinu í þessum mánuði Meira
Bergþór Ólason þingmaður í viðtali Dagmála um lögbrot SKE og stjórnsýslu Meira
Staðan hjá kúabændum þrengist • Opinber stuðningur þynnist út og stöðugar hagræðingarkröfur • Búin bera ekki launakostnað • Skuldir í sumum tilvikum hundruð milljóna króna Meira
Lögreglan í Svíþjóð fær fleiri eftirlitsmyndavélar þegar lagabreytingar sem lúta að myndavélaeftirliti verða komnar í gegn, sagði Gunnar Strömmer dómsmálaráðherra Svía á blaðamannafundi sem haldinn var í gær með ríkisstjórnarflokkunum og Svíþjóðardemókrötum Meira
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær vantraust á Kevin McCarthy forseta deildarinnar með 216 atkvæðum gegn 210 og varð McCarthy þar með fyrsti þingforsetinn í sögu Bandaríkjanna til þess að vera vikið úr embætti Meira
Baksvið Hörður Vilberg hordur@mbl.is Dæmi eru um að alþjóðlegir tæknirisar fylgist með atferli barna í skólastofum á Íslandi. Þetta segir Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar en notkun nettengdra myndavéla í grunnskólum í Svíþjóð hefur verið takmörkuð þar í landi eftir þriggja vikna notkun þrátt fyrir að samþykki foreldra fyrir notkun þeirra lægi fyrir. Meira
Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Fossvogsskóli er í hjarta Víkingshverfisins í Reykjavík og tenging skólans við íþróttafélagið og forystumenn þess er mikil. „Um 90% nemenda okkar hafa einhverja snertingu við Knattspyrnufélagið Víking,“ segir Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir skólastjóri Fossvogsskóla, en af 27 stelpum í 6. bekk eru 11 Íslandsmeistarar með Víkingi í knattspyrnu. Meira