Fréttir Þriðjudagur, 26. október 2021

Fjölgar nokkuð í sóttkví og einangrun

214 veirusmit greindust um helgina • Sjö liggja inni á sjúkrahúsi með veiruna Meira

Fiskveiðar Margir sækja í gjöful fiskimið þróunarríkja.

Fyrsta áfanga rannsóknar lokið

Sjávarútvegsskrifstofa Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) kynnti á fundi síðdegis í gær kortlagningu úthlutunar veiðiheimilda til erlendra fiskiskipa í þróunarríkjum. Meira

Í Eyjafirði Fjöldi farþega í hvalaskoðun um borð í Knerrinum í haust, snæviþaktar hlíðar í baksýn. Knörrinn var byggður úr eik á Akureyri 1963 sem fiskiskip fyrir Hríseyinga. Norðursigling á Húsavík breytti honum í hvalaskoðunarbát og hóf Knörrinn siglingar sem slíkur árið 1995.

Listsýningar og líflegt í hvalaskoðun

Óskarsverðlaunahátíð skilar sínu • Margir farþegar fylgja jarðhitaráðstefnunni Meira

Innri-Njarðvík Hugmyndin er að öryggisvistunin verði í nýju hverfi, Dalshverfi 3.

Íbúar bíða eftir frekari svörum

Félagsmálaráðuneytið fundaði með fulltrúum íbúa í Innri-Njarðvík og bæjarstjórnar • Ný öryggisgæsla og öryggisvistun fyrir ósakhæfa í undirbúningi • Íbúar kalla eftir frekari upplýsingum Meira

Reykjavík Það er stutt síðan byggingarkranar gnæfðu víða yfir miðbæinn, en þéttingin þar bætti litlu við af hagkvæmu íbúðarhúsnæði.

Lóðaframboð lykill að lausn íbúðavanda

Umræða um húsnæðismál í Reykjavík hefur verið mikil undanfarin ár, enda vel þekkt að erfitt getur verið að finna íbúðarhúsnæði í borginni og fasteignaverð hefur hækkað ört. Svo rammt hefur að þessu kveðið að sumir hafa talað um húsnæðiskreppu í því samhengi og kennt um lóðaskorti, sem rekja megi til stefnu meirihlutans í borginni eða sinnuleysis. Meirihlutinn segir hins vegar að mikil íbúðauppbygging eigi sér stað, en nýjar byggðir þurfi að bíða borgarlínunnar til 2034. Meira

Afþreying Fluglínur eru vinsælar þar sem þær hafa verið settar upp, m.a. yfir Varmá í Hveragerði.

Hugmyndir um fluglínubraut í Glerárgili

Fimm línur sem krossa Glerána fram og til baka • Einstakt tækifæri til að kynnast Glerárgili á nýjan máta Meira

Minningarathöfn Aðstandendur kveiktu á kertum í minningu Hutchins.

Vilja banna virk skotfæri á tökustað

Vinir og vandamenn Halynu Hutchins, kvikmyndatökumannsins sem lést í síðustu viku af völdum voðaskots á tökustað myndarinnar Rust, héldu minningarathöfn á sunnudagskvöldið í Los Angeles, þar sem fjöldi fólks kom saman og kveikti á kertum í minningu... Meira

Herjólfur III Vestfirðingar vilja fá gamla Herjólf á Breiðafjörð.

Hleypur á hundruðum milljóna

Framhald ferjusiglinga yfir Breiðafjörð krefst nýrra hafnarmannvirkja Meira

Undirbúningsnefnd Nefndin mun funda daglega út þessa viku.

Undirbúningsnefnd kjörbréfa á lokasprettinum

Ræða við talningarstarfsfólk í Norðvesturkjördæmi í dag Meira

Skálholt Þar var biskupssetur frá 11. öld og fram á 19. öld. Nú situr þar annar vígslubiskupanna, sr. Kristján Björnsson.

Tekist á um embætti vígslubiskupa

Tillaga á kirkjuþingi um að þau verði „heiðurshlutverk“ • Biskup leggur til óbreytt verkefni Meira

Mótmæli Fjölmennt var á götum höfuðborgarinnar Kartúm þar sem valdaráni hersins var mótmælt í gær.

Herinn rændi völdum á ný

Bráðabirgðastjórnin í Súdan leyst upp og forkólfar hennar handteknir • Fjölmenn mótmæli í Kartúm • Skorað á herinn að sleppa hinum handteknu úr haldi Meira

Djamm Eigendur biðja starfsfólk sitt að vera vakandi fyrir einkennum.

Byrlanir geti gerst á hvaða stað sem er

Vilja útrýma byrlurum • Funda með starfsfólki sínu Meira

Hvatning F.v. Halla Benediktsdóttir, formaður FKA-DK, Herdís Steingrímsdóttir verðlaunahafi og Helga Hauksdóttir, sendiherra Íslands í Danmörku.

Hvatning í Danaveldi

Herdís Steingrímsdóttir fékk hvatningarverðlaun FKA í Danmörku Meira

Byssumaðurinn hlaut þrjú ár

Maðurinn sem var handtekinn af sérsveit lögreglu í lok júní eftir að hafa ógnað fólki við kaffistofu Samhjálpar með byssu var dæmdur í þriggja ára fangelsi í síðustu viku. Þetta staðfestir Friðrik Smári Björgvinsson aðstoðarsaksóknari. Meira

Stemning Ragnheiður Hreiðarsdóttir, Benedikt Ingi Grétarsson og Margrét Vera við búðarborðið í jólahúsinu.

Alltaf jólin fyrir norðan

Fyrir liðlega aldarfjórðungi stofnuðu hjónin Benedikt Ingi Grétarsson og Ragnheiður Hreiðarsdóttir gjafavöruverslunina Jólagarðinn í Sveinsbæ í Eyjafjarðarsveit, um átta km inn af miðbæ Akureyrar. Meira

Einkenni byrlunar brýnd fyrir starfsfólki skemmtistaða

Eigendur og stjórnendur skemmtistaða Reykjavíkur brýna nú fyrir starfsfólki hver einkenni byrlunar eru og hvernig bregðast skuli við. Meira

Nýbygging Byggingar á fyrsta byggingarstigi eru ekki í talningu SI.

Flóknara að byggja á þéttingarreitum

Viðskiptabankar enn tilbúnir til að lána fyrir uppbyggingu Meira

Fiðrildi Ófleygt kvendýr haustfeta til vinstri og karldýr hægra megin.

Haustfeti var seint á ferðinni

Karlinn sækir í birtu frá útiljósum • Kerlan flýgur ekki Meira