Fréttir Laugardagur, 26. september 2020

Nær milljarður í rannsóknir á kæfisvefni

Greint hvort blóðtaka meti kæfisvefn og líkur á fylgikvillum Meira

Dýrara að leigja stæði en íbúð

Sé leiguverð á hvern fermetra á langtímabílastæði við Keflavíkurflugvöll borið saman við leiguverð á fasteignamarkaði er leiguverð við flugvöllinn hærra en meðalleiguverð á þriggja herbergja íbúð í miðbæ Reykjavíkur. Meira

Handverk Grímur Karlsson eyddi þrjátíu árum í að smíða skipslíkön.

„Skiptir máli fyrir alla Íslendinga“

Yfir hundrað skipslíkön Gríms Karlssonar færð í annað hús • Þrjátíu ára þrotlaus vinna • Hvert stykki sérsmíðað • Byggðasafnið býr til nýja sýningu • Uppeldisdóttir Gríms óttast um afdrif safnsins Meira

Halldór Benjamín Þorbergsson

Vilja efna samninginn en biðja um sveigjanleika

SA vilja reyna að semja um lausn fram á síðustu stundu Meira

Bárðarbunga Um 700 metrar eru á milli sigkatlanna í Bárðarbunguöskjunni. Gufa stígur upp úr þeim vestari.

Gufa stígur upp úr sigkatli í Bárðarbungu

Ekki hægt að fullyrða að aukin virkni sé í eldstöðinni Meira

Farin af landi brott fyrir seinni skimun

Þó nokkur dæmi eru um það að fólk, sem kemur til landsins, sé farið aftur af landi brott þegar kemur að síðari skimun þess fyrir kórónuveirunni. Meira

Landsþing Þorgerður formaður á setningu stafræns landsþings Viðreisnar.

Þorgerður leiðir ásamt Daða Má

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var endurkjörin formaður Viðreisnar á landsþingi flokksins í gær. Þá var Daði Már Kristófersson, fráfarandi forseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands og prófessor í hagfræði, kjörinn varaformaður flokksins. Meira

Sjósund við ysta haf

Líney Sigurðardóttir, Þórshöfn Margir telja sjósund hafa jákvæð áhrif á heilsu fólks og hópur kvenna á Þórshöfn er því hjartanlega sammála. Þær stofnuðu nýlega hópinn „Áhugakellur um sjósund“ en fyrsta sund hópsins var í byrjun september. Meira

Þórarinn Gíslason

Viðamikil rannsókn á kæfisvefni

Samstarf Þórarins Gíslasonar prófessors og teymis hans við svefnrannsóknadeild háskólasjúkrahússins í Fíladelfíu í Bandaríkjunum heldur áfram • Að minnsta kosti 11.000 með kæfisvefn á Íslandi Meira

Löndun Togarinn Breki við bryggju í Vestmannaeyjum fyrr á árinu.

Þriðja bylgjan hefur áhrif á verð á fiski

Í ljósi lækkandi verðs og minni spurnar eftir ferskum fiski í Bretlandi og víðar í Evrópu var ákveðið að hætta við útflutning á um 35 tonnum frá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum á fimmtudag. Meira

Uppboð Hjólin sem boðin eru upp á reiðhjólauppboði lögreglunnar voru til skoðunar hjá Vöku í vikunni.

Uppboði að ljúka

Reiðhjólauppboð lögreglunnar er nú í fullum gangi. Lýkur því klukkan 21 á sunnudagskvöld. Meira

Umferðarteppa Deilibílum er ætlað að fjölga valkostum í borginni.

Borgin leggur deilibílum til fé

Reykjavíkurborg hyggst leggja til fjármagn til að liðka fyrir áhuga fólks á að koma að deilibílaþjónustu í Reykjavík. Tillaga þess efnis var lögð fyrir og samþykkt með öllum greiddum atkvæðum í borgarstjórn. Meira

Gjaldskylda Núna eru tvö gjaldskyld svæði vestan megin spítalans.

Gjaldskyld stæði við „Húð og kyn“

Í dag er langur gangur fyrir sjúklinga og aðstandendur sem eiga þangað erindi Meira

Haustfengur Erik Koberling, staðarhaldari við Blöndu, veiddi í vikunni stórlaxa bæði í Stóru-Laxá og Miðfjarðará. Þennan í þeirri síðarnefndu, 100,5 cm.

Stefnir í „svona 35 þúsund laxa“

Ekki „svo slæmt en við höfum séð það betra“ segir Guðni Guðbergsson um laxveiðisumarið • Segir mikilvægast „að passa upp á búsvæðin, vatnsgæðin og sjálfbæra nýtingu“ stofnanna Meira

Perlufesti lögð í Öskjuhlíðinni

Nýr stígur mun auðvelda aðgengi að útivistarsvæðinu • Síðar verður ráðist í gerð hringtengingar Meira

Bílastæði Vinsælt er að geyma bíla í langtímastæðum á Keflavíkurflugvelli þegar fólk fer til útlanda. Verðskrá Isavia hefur hækkað á síðustu árum.

Stæðin dýrari en leiga í miðbænum

Verðskrá Isavia á langtímabílastæðum hefur hækkað um allt að 300% frá 2015 • Gefa ekki upp tekjur af rekstrinum • Mánaðarpassi í Hafnarhúsinu ódýrari Meira

Hjólað Hægt er að sekta fyrir glannaskap á göngustígum.

Sektað fyrir tillitsleysi

Heimilt verður að sekta hjólreiðamenn sem ekki sýna gangandi eða akandi vegfarendum tillitssemi, verði frumvarp samgönguráðherra um breytingar á umferðarlögum samþykkt. Meira

Snjóflóð Mannskæð snjóflóð féllu á byggðina á Flateyri haustið 1995. Eftir það voru byggðir snjóflóðavarnagarðar. Tvö snjóflóð féllu á þá í janúar sl. og fóru yfir hann að hluta. Skemmdust hús við garðinn og bátar í höfninni.

Flateyringar undirbúa safn og sýningu um snjóflóð

Leitað að hentugu húsnæði • Ferðafólk vill upplýsingar Meira

Bílstjóri „Innst inni langaði mig alltaf mest að verða trukkabílstjóri og sá draumur rættist,“ segir Veigar A. Sigurðsson, hér undir stýri á bílnum. Sérstakt samfélag er meðal manna sem keyra stóru trukkana, skriðdrekaher Íslands.

Vesturferð með Veigari

Úr Reykjavík á Ísafjörð eru 455 km. Þá leið fer Veigar A. Sigurðsson stundum þrisvar í viku á stórum trukk. Hann skynjar huldukonu í Skötufirði í Djúpi. Meira

Reykjanesbær Bítlarnir koma að sjálfsögðu fyrir í Rokkveislunni miklu. Hér er fylgst með rennsli, f.v. Einar Þór Jóhannsson bassi, Benedikt Brynleifsson slagverk, Dagur Sigurðsson söngur og Davíð Sigurgeirsson gítar.

Rokkveisla í bænum í dag

Úr bæjarlífinu Svanhildur Eiríksdóttir Reykjanesbæ Þó Ljósanótt hafi verið slegið á frest þetta árið, líkt og öðrum bæjarhátíðum á landinu, ákváðu aðstandendur tónleikaraðarinnar Bliks í auga að seinka tónleikunum í ljósi aðstæðna vegna covid en ekki... Meira

Lesbos Flóttamannabúðirnar í Moria brunnu til grunna í byrjun september, þar voru um 12 þúsund flóttamenn.

Taka við 15 flóttamönnum frá Lesbos

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að Ísland taki á móti flóttafólki frá Lesbos á Grikklandi, með áherslu á sýrlenskar fjölskyldur í viðkvæmri stöðu, eins og það er orðað í tilkynningu. Meira

Plæging Unnið hefur verið að tengingu ljósleiðara í dreifbýli.

Allir fái tengingu við ljósleiðara

Óánægja í Mosfellsdal • Bæjarstjóri segir fjarskiptasjóð setja reglurnar Meira

Hlustar þú á gervigreind?

Fjöldi listamanna á tónlistarveitunni Spotify er gervimenn en ekki til í raunveruleikanum • Smellirnir „Landmannalaugar“ og „Seljalandsfoss“ hafa fengið um tólf milljón spilanir á veitunni Meira

Hryðjuverk Lögreglan í París var með mikinn viðbúnað eftir árásina.

Tveir særðir eftir árás með kjötexi í París

Réðst á fólk fyrir utan fyrrverandi skrifstofur Charlie Hebdo Meira

Netárásir Tölvuþrjótar eru sagðir hafa skipt sér af kosningum.

Leggur til sáttmála gegn afskiptum

Vladimír Pútín Rússlandsforseti lagði til í gær að Rússar og Bandaríkjamenn gerðu með sér sérstakt samkomulag um að ríkin skiptu sér ekki af kosningum og innri málefnum hins ríkisins. Meira

Atvinnulíf Framtíð lífskjarasamningsins getur ráðist á næstu dögum. Afstaða fyrirtækja í SA til uppsagnar samninga á að liggja fyrir á þriðjudag.

„Þá verður farið mjög hratt af stað“

Framtíð lífskjarasamningsins ræðst á næstu dögum. Mikil óvissa er komin upp um hvort samningurinn heldur áfram gildi sínu eða verður sagt upp áður en frestur til þess rennur út klukkan 16 næstkomandi miðvikudag eftir að Samtök atvinnulífsins lýstu því yfir að forsendur hans væru brostnar. Ákvörðun um hvort segja beri upp samningum er í höndum framkvæmdastjórnar SA en fyrirtæki sem aðild eiga að SA kjósa um það eftir helgi hvort þau vilja að það verði gert. Meira

Á Reykjanestá Gísli Pálsson við styttu af geirfugli, sem horfir út að Eldey.

Samstaða mikilvæg gegn umhverfishættu

Fyrir tæpu ári fékk enska forlagið Welbeck Gísla Pálsson, mannfræðing og fyrrverandi prófessor við Háskóla Íslands, til þess að skrifa á almennu máli myndskreytta fræðibók um mannöldina. Verk hans, The Human Age, How we created the Anthropocene epoch and caused the climate crisis, er nú komið út á ensku í sérstakri ritröð og líklegt er að það verði fljótlega þýtt á japönsku og jafnvel fleiri mál. Meira