Fréttir Laugardagur, 15. júní 2019

Systur Systurnar fjórar eru allar mjög efnilegir hljóðfæraleikarar.

Slógu í gegn í Þýskalandi

Fjórar systur á aldrinum 9-14 ára hafa undanfarin ár gert garðinn frægan í Þýskalandi fyrir klassískan hljóðfæraleik. Meira

Fækkar um 4 sveitarfélög

Sameiningarviðræður á Austurlandi og í Þingeyjarsýslum • Gerjun vegna stefnu stjórnvalda um lágmarksfjölda íbúa • Þvingun leiðir til helmingsfækkunar Meira

Ragna Árnadóttir

Ragna til skrifstofu þingsins

„Mér líst mjög vel á þetta,“ segir Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og fyrrverandi dómsmálaráðherra, en tilkynnt var í gær að hún myndi taka við starfi skrifstofustjóra Alþingis 1. Meira

Viðbrögðin æfð Um þrjátíu slökkviliðsmenn tóku þátt í æfingunni í gær.

Mjög góð æfing að baki

Um þrjátíu slökkviliðsmenn frá fjórum slökkviliðum tóku þátt í æfingu í Skorradal • Mjög brýnt að passa vel upp á allan eld meðan þurrt er í veðri Meira

Spila saman á hverjum föstudegi

Opið hús var hjá Hjálpræðishernum í Reykjavík í Mjóddinni í gærkvöldi, en þar hafa verið haldin spilakvöld á hverju föstudagskvöldi um nokkra hríð. Meira

Sandfok Jarðvegur fauk undan norðvestanáttinni við Sandkluftavatn og Lágafell á Uxahryggjaleið. Moldarmökkur var yfir Suðurlandi í gær.

Mikið þarf að rigna til að gróður jafni sig á afréttum

„Ástandið er skelfilegt,“ segir landgræðslustjóri Meira

Ræða þinglokin áfram um helgina

Ekki tókst að ná samkomulagi um þinglok fyrir helgi • Sérfræðingahópur sem átti að fara yfir þriðja orkupakkann helsti ásteytingarsteinninn • Reyna að ná lendingu fyrir upphaf þingfundar á þriðjudag Meira

Stefna ríkinu fyrir úthlutun makrílkvótans

Sex fyrirtæki í sjávarútvegi hafa stefnt íslenska ríkinu vegna úthlutunar makrílkvóta á árunum 2015-2018. Meira

Tríó Þær Hanna Rósa á fiðlu, Sólveig á selló og Linda á víólu mynda tríó.

Tónelskar systur unnu til sex verðlauna í Þýskalandi

Sú elsta sigraði í landskeppni í klassískum hljóðfæraleik Meira

Bjarnheiður Hallsdóttir

Óvissa ástæðan fyrir svartsýni

„Ekkert hissa“ að ferðaþjónustufyrirtæki séu ekki bjartsýn á horfurnar á næstunni • Greiningaraðili sér fram á samdrátt í landsframleiðslu í ár og aftur á því næsta Meira

Markaðsverð á við um 10-15 íbúðir

Formaður byggingarsamvinnufélags Samtaka aldraðra segir að dómar sem féllu í Landsrétti í síðustu viku um að erfingjum eigenda íbúða sé heimilt að selja þær á markaðsverði eigi við um 10-15 íbúðir af um 500 sem félagið hafi selt. Meira

Vinnumarkaður Skráð atvinnuleysi í maí mældist 3,6% og minnkaði um 0,1 prósentustig frá því í apríl, samkvæmt tölum frá Vinnumálastofnun.

2.677 fleiri á atvinnuleysisskrá í maí nú en í fyrra

Skráð atvinnuleysi í maí mældist 3,6% og minnkaði um 0,1 prósentustig frá því í apríl. Að því er fram kemur í yfirliti Vinnumálastofnunar voru 2.677 fleiri á atvinnuleysisskrá í maí á þessu ári en í maí á síðasta ári. 6. Meira

Miðbær Margar íbúðir í Reykjavík eru notaðar undir heimagistingu.

Eftirlit með heimagistingu hert

Alþingi samþykkti í vikunni breytingu á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald sem eykur eftirlit sýslumanns með heimagistingum. Meira

Bryndís Haraldsdóttir

Dánaraðstoð mikilvægt frelsismál

Óska eftir viðhorfskönnun um afstöðu til dánaraðstoðar • Málefnið eigi erindi við almenning Meira

Dalurinn Loftmynd af Mosfellsdal, hvar Bakkakotsvöllur Golfklúbbs Mosfellsbæjar liggur.

Golfkúlnahríðin gæti skemmt glerhýsið

Ekki verður við það unað að starfsfólk Laufskála fasteignafélags og eignir þess séu í hættu vegna golfkúlnahríðar frá golfvelli Golfklúbbs Mosfellsbæjar í Mosfellsdal. Meira

Afrekshugur Styttan hefur staðið áratugum saman fyrir utan Waldorf Astoria. Viðgerðir á hótelinu standa nú yfir og var styttan því tekin niður. Hún var geymd um stund í anddyri hótelsins en síðan færð í geymslu.

Afsteypa Afrekshugar í farvegi

Unnið að því að koma afsteypu af verki Nínu Sæmundsson í Fljótshlíð Meira

Stefnir í meira en helmingsfækkun

Verði stefna ráðherra um hækkun lágmarksfjölda íbúa sveitarfélaga lögfest mun sveitarfélögum fækka um 39 og eftir verða 33 • Lögþvingun mætir andstöðu fjárhagslega vel stæðra sveitarfélaga Meira

Sæbraut Nýi vitinn mun leiðbeina skipum til hafnar í Reykjavík.

Kveikt á vitanum á bjartasta degi ársins

Stefnt er að því að kveikja ljósin á nýja innsiglingarvitanum við Sæbraut föstudaginn 21. júní kl. 12.00. Þess má geta að þennan dag verða sumarsólstöður og því er þetta bjartasti dagur árins. Meira

Öld frá fyrsta Atlantsflugi

Öld er liðin frá því tveir breskir flugmenn fóru frá Nýfundnalandi á breskri sprengjuflugvél • Urðu fyrstir til að fljúga yfir Atlantshafið án viðkomu á leiðinni • Ferðin tók 16 klukkustundir Meira

Titringur vegna ótta um átök

Bandarísk stjórnvöld saka Írana um að hafa gert árásir á tankskip nálægt Hormuz-sundi en þeir neita því • Rúmur þriðjungur af allri hráolíu sem flutt er með skipum fer um Hormuz-sund Meira

Vilja launajöfnuð Fjölmenn kröfuganga fór fram í Genf í gær.

Krefjast sömu launa og karlar

Konur í Sviss lögðu niður vinnu í gær og tóku þátt í fjölmennum göngum í borgum landsins til að krefjast þess að fá sömu laun og karlar. 28 ár voru þá liðin síðan hálf milljón svissneskra kvenna fór í sams konar kröfugöngur og verkfall. Meira

Umhverfismat vegna reglna frá Evrópu

Frétt Morgunblaðsins í gær um að breikkun Vesturlandsvegar þyrfti að fara í umhverfismat kom mörgum í opna skjöldu. Meira

Sjálfstyrking Arnór Guðjohnsen býr að mikilli reynslu og gefur út meistaraspilin til að miðla af henni.

Miðlar af reynslunni

Sjálfstyrkingarspil til að auka færni eftir Arnór Guðjohnsen komin á markað • Hugarfar og núvitund mikilvæg Meira