Fréttir Fimmtudagur, 7. júlí 2022

Elkem lagði íslenska ríkið

Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í gær á kröfu járnblendiverksmiðjunnar Elkem um að fella úr gildi úrskurð ríkisskattstjóra frá 9. júlí 2020 þar sem ríkisskattstjóri ákvað að lækka fjárhæð gjaldfærðra vaxta í skattskilum um u.þ.b. Meira

Knapi Sigurbjörn Bárðarson er eini hestamaðurinn sem hefur á ferli sínum hlotið nafnbótina íþróttamaður ársins en hann á marga titla að baki.

Klukkan besti dómarinn og bakterían lifir

Þrír ættliðir láta til sín taka á Landsmóti hestamanna Meira

Þjálfari Þorsteinn Halldórsson er í lokaþættinum af Dætrum Íslands.

Alltaf með fiðring í maganum

„Fyrir alla leiki er ég með fiðring í maganum,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands í knattspyrnu, í Dætrum Íslands, vefþætti mbl.is sem framleiddur er af Studio M. Meira

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Lilja ráðherra hlynnt hvalveiðum eins og staðan er í dag

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra, segist hlynnt þeirri stefnu í hvalveiðum sem farið er eftir eins og staðan er í dag. Meira

Fjöldi látinna fór úr 153 í 179

Guðrún Sigríður Arnalds Gunnhildur Sif Oddsdóttir Frá upphafi kórónuveirufaraldursins hafa 179 andlát verið skráð á vef almannavarna, covid.is. Fyrir viku voru andlátin sögð 153. Fjölgunin er því töluverð á milli vikna. Meira

Lónið Ágúst bendir á að stór hluti ísjaka sjáist ekki og því sé auðvelt fyrir fólk að vanmeta þá, enda sjáist ekki nema lítill hluti á yfirborðinu.

„Eitthvað í áttina að því sem var“

Jökulsárlón laðar áfram til sín fjölda ferðamanna • Fólk áttar sig ekki alltaf á hættu ísjakanna Meira

Einfaldur og ómótstæðilegur Þessi eftirréttur er vel þess virði að prófa enda einfaldur og bragðgóður.

Eftirrétturinn sem hittir í mark

Hér erum við með eftirrétt sem allir grillarar ættu að prófa. Hér blandast saman epli, kanill, smjör, hunang, sykur og karamellusósa sem er síðan toppað með hnetukurli og vanilluís. Hljómar hreint ótrúlega og bragðast enn betur. Meira

Doppur og hattur Katrín hertogaynja er alltaf ákaflega smart til fara. Þá sérstaklega á viðburðum eins og Ascot veðreiðunum og á Wimbledon-mótinu.

Doppótt er mynstur sumarsins hjá Katrínu

Katrín hertogaynja af Cambridge klæddist bláum kjól með hvítum doppum þegar hún lét sjá sig á Wimbledon-mótinu sem haldið er í Bretlandi um þessar mundir. Hertogaynjan hefur ætíð verið hrifin af doppóttum kjólum og er þetta ekki fyrsti doppótti kjóllinn sem hún klæðist í sumar. Meira

Þjóðarrétturinn Við Íslendingar elskum okkar pylsur og erum fremur fastheldin á meðlæti.

Pylsusósa sem rífur í

Flest erum við alin upp við hið hefðbundna meðlæti á pylsur þar sem tómatsósa, sinnep og remúlaði eru í aðalhlutverki. Það er hins vegar ótrúlega skemmtilegt að breyta til og prófa eitthvað nýtt. Meira

Afsagnarræða Sajid Javid, fyrrv. heilbrigðisráðherra, flutti ræðu í breska þinginu í gær og hvatti þar aðra ráðherra til að fylgja fordæmi sínu.

Hart sótt að Johnson

Fleiri en 40 háttsettir hafa sagt af sér • Javid þótti greiða Boris þung högg • Ræða að breyta reglum flokksins Meira

Kötlusetur Skáksýning verður opnuð næsta laugardag í tilefni 50 ára frá Einvígi aldarinnar.

Skáksýning og mót í Kötlusetrinu

Skákáhugamenn ættu að leggja leið sína í Kötlusetur í Vík í Mýrdal næsta laugardag, 9. júlí. Meira

Galið smábátakerfi eða breyting til bóta?

Útgerðarmönnum smábáta á Norðaustur- og Austurlandi líst vel á áform matvælaráðherra um að taka aftur upp svæðisbundna kvóta á strandveiðum. Það má ráða af orðum útgerðarmanns á Raufarhöfn sem rætt var við. Meira

Solla grillar

Þegar Solla Eiríks tekur sér stöðu fyrir framan grillið er eins gott að halda sér fast því það eru fáir sem standast henni snúning á því sviðinu. Meira

Laun hækkað meira á opinbera markaðnum

Launaþróun hefur verið talsvert mismunandi eftir mörkuðum ef litið er á tímabilið frá mars 2019 til janúar í ár. Kaupið hækkaði mest hjá Reykjavíkurborg en minnst á almenna markaðnum. Meira

Umbrot á mörkuðum

Útlit fyrir að lakari viðskiptakjör muni birtast í minni kaupmætti síðar á árinu • Hátt olíuverð meðal skýringa • Móðurfélög íslenskra álvera hafa rifað seglin Meira

Jafnmikið kaos og dauðarokksveit

Bassaleikari In Memoriam geðhjúkrunarfræðingur í London • „Ég blómstra svo seint á akademíska sviðinu“ • Þarf stundum að neyða fólk inn á geðspítala • Kynntust í tónleikaferð á Akureyri Meira

Lykilfólk Fyrir utan verslunarhúsið í Skeifunni í gærkvöldi en þá var verið að leggja lokahönd á uppsetningu og undirbúning. Til vinstri er Krónufólkið Jón Símon Gíslason verslunarstjóri og Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri verslunarkeðjunnar. Þá kemur Óttar Örn Sigurbergsson, framkvæmdaastjóri Elko, og lengst til hægri er Magnús Torfi Magnússon sem stýrir rekstrinum í þessari nýju og glæsilegu verslun. Spennandi tímar eru framundan.

Verslanir í Skeifu eru flaggskip

Krónan og Elko á sama stað • Opnað í dag • Bjart og stílhreint • Verslunarrekstur er síkvikur og aðstæður á dagvörumarkaði breytast hratt • Ótrúleg tækni í Elko og tryggja 100% upplifun Meira

Dýralæknir Sigurður Sigurðarson fylgdist með sonum sínum í brekkunni.

Lítill en glæsilegur stofn

Enn bætist í brekkuna • Milliriðlum lokið • Jafnaldra dætur Þráins efstar Meira

Slóvíansk Mikill eldur kviknaði í helsta markaði borgarinnar eftir eldflaugaárás Rússa í gær. Íbúar borgarinnar eru hvattir til þess að flýja.

Hvetja íbúa til að flýja Slóvíansk

Úkraínskir embættismenn hvöttu í gær íbúa Slóvíansk til þess að flýja borgina, þar sem Rússar væru nú farnir að varpa sprengjum á hana. Meira

Stjörnukokkur Gunnar Karl Gíslason á Dill fagnar stjörnu Óx.

Michelin-stjarna eflir matarmenningu landsins

Gunnar Karl Gíslason, eigandi veitingastaðarins Dill, samgleðst eigendum Óx, sem fengu Michelin-stjörnu sl. mánudag. Meira

Stemning Á tröppunum er pláss fyrir hundruð manns og hefur gefist vel að sýna frá viðburðum á risaskjá á torginu.

„Þetta fyrsta ár er búið að vera algert ævintýri“

Ísland vaknar og Helgarútgáfan halda áfram að ferðast um landið og munu heiðra sveitarfélagið Árborg með nærveru sinni um næstu helgi. Það er aldrei lognmolla í kringum mannlífið í Árborg en þar er alltaf eitthvað skemmtilegt um að vera. Meira

Súðbyrðingar Hvert borð í byrðingnum leggst ofan á brún næsta borðs fyrir neðan, líkt og skarsúðuð þakklæðning.

Gömul bátahefð við Breiðafjörð

Á Bátadögum er siglt á gömlum súðbyrðingum • Farið verður í Hvallátur þar sem margir bátar voru smíðaðir • Smíði súðbyrðinga komin á skrá UNESCO • Öfugsnúið að fella niður löggildingu Meira

Skeifan Bygging þar sem áður var bakarí hefur nú verið gerð upp og útkoman er glæsileg verslun. Rúmgott anddyri opnar möguleika fyrir mannamót og markaði.

Vera nútímaleg og reka verslanir sem bjóða fólk velkomið

Alls eru um 150 bílastæði við verslunarhúsið nýja í Skeifunni. Í framtíðinni verða þar allt að 20 rafhleðslustæði og fyrir utan húsið verður ágæt aðstaða fyrir viðskiptavini sem koma á reiðhjólum. Meira

Lindargata Niðurrif á húsinu nr. 44 hefur staðið yfir síðustu daga.

Hús rifið niður vegna stúdentagarða

Þriggja hæða steinhús sem stóð á lóðinni Lindargötu 44 hefur verið rifið niður en í staðinn verður afmarkaður nýr byggingarreitur á lóðinni fyrir stúdentagörðum á þremur hæðum. Meira

Glomar Arctic Sea Shepherd leigði skipið til að afla heimilda um hvalveiðarnar í sumar og að taka myndir.

Sea Shepherd fylgist með hvalveiðunum

Glomar Arctic elti Hval 8 • Eru í friðsamlegum tilgangi Meira

Guðmundur Ingi Guðbrandsson

Úrbætur boðaðar á réttindagæslu

Félagsmálaráðherra hyggst bæta þjónustu við fatlaða • Formaður ÖBÍ segir þjónustuna hafa verið óásættanlega • Málefni langveikra barna þurfi að taka til sérstakrar skoðunar, segir ráðherra Meira

Mathöll Kristján Kristjánsson ætlar að gera sögu prentiðnaðar á Akureyri skil á veggjum mathallarinnar, þar sem prentsmiðjan Ásprent var áður til húsa. Á myndinni að baki Kristjáns er Reynir Hjartarson, prentari fyrr á tíð.

Mathöll opnuð senn við Glerárgötu á Akureyri

Veitingastaðir, verslanir, markaður og kaffihús í um 1.000 fermetra húsnæði • Prentsmiðjan Ásprent áður þar til húsa Meira

Prestur Pétur Þorsteinsson í Óháða söfnuðinum á hluti í Festi.

Sundrung komin frá presti óháðra

Segir tillögu sína um nafnbreytingu eiga að vekja athygli á uppsögn forstjóra Meira

Rangárbakkar Allt á fullu á landsmóti hestamanna sem haldið var á Hellu sumarið 2008 og margir muna eftir. Gestir fylla brekkuna og tjald nemur við tjald og hjólhýsi við hjólhýsi á tjaldsvæðum.

Sveitamót í þéttbýli

Landsmót hestamanna haldið á Hellu • Mótin á Rangárbökkum eru fjölsóttustu landsmótin • Vallarstjóri segir að reynt verði að endurvekja gleðina og fjörið sem eigi að vera á landsmótum Meira

Blendnar tilfinningar þjálfarans

Þorsteinn Halldórsson tók við þjálfun Íslands í janúar á síðasta ári eftir sex tímabil hjá Breiðabliki • Fanndís Friðriksdóttir, Katrín Ásbjörnsdóttir og Rakel Hönnudóttir spáðu í spilin fyrir lokamótið Meira

Bruni Báturinn Gosi dreginn að landi af björgunarskipinu Björg. Þar tóku slökkviliðsmenn á móti honum í fjöruborði og slökktu í síðustu glóðunum.

Mannbjörg í bruna

Einn um borð í Gosa þegar eldur kom upp skammt frá Rifi • Mikið tjón Meira

Hagstjórn Yngvi Örn er hagfræðingur Samtaka fjármálafyrirtækja.

Mögulega of hart stigið á bremsuna

Hætt er við því að Seðlabankinn bregðist of hart við með aðgerðum sínum á húsnæðismarkaði • Erfitt verður að loka fjárlagagatinu á komandi árum án þess að til komi frekari skattheimta Meira

Kraftmikill kjúklingur Þessi frábæra uppskrift er einstaklega bragðmikil og góð.

Kjúklingur að hætti BBQ-kóngsins

Nú megið þið halda ykkur fast því hér er á ferðinni marinering sem sögð er svo góð að það leikur allt á reiðiskjálfi þegar hún er borin fram. Það er enginn annar en BBQ-kóngurinn Alfreð Fannar Björnsson sem á heiðurinn að þessari uppskrift sem er í senn bragðmikil og spennandi. Meira