Fréttir Laugardagur, 31. júlí 2021

Skilyrði Frá starfsstöð Vöku.

Vaka fær undanþágu

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur veitt fyrirtækinu Vöku hf. undanþágu fyrir hluta starfsemi félagsins við Héðinsgötu 2 og má starfsemi þess því halda áfram í einhverri mynd. Meira

Brekkusöngvarinn Magnús Kjartan stýrir söngnum af stóra sviðinu í Herjólfsdal annað kvöld.

Fyrsti brekkusöngurinn með tóma brekku

Magnús Kjartan Eyjólfsson, forsöngvari og gítarleikari Stuðlabandsins frá Selfossi, mun á morgun stýra brekkusöngnum fræga af stóra sviðinu í Herjólfsdal. Meira

Gos Ljósmyndari Morgunblaðsins flaug yfir gosstöðvarnar með Norðurflugi í gær og náði þar meðfylgjandi myndum. Hefðbundinn viðbúnaður verður við gosstöðvarnar um helgina.

Gosið hafi aðdráttarafl þessa helgi

Blíðskaparveður í kortunum • Hvetja fólk til þess að fara varlega Meira

Akureyri Bæjarbúar og gestir sleiktu sólina í gær, í orðsins fyllstu merkingu, fyrir utan Brynjuís í suðurbænum. Hitinn fór upp undir tuttugu gráðurnar.

Hlýjasti júlí í sögu mælinga á Akureyri

Hlýjasti júlímánuður aldarinnar fyrir norðan og austan Meira

Langflestir flokkaðir grænir

Tveir á gjörgæslu vegna Covid-19 • A.m.k. 112 smit í gær • Mest af smitum á meðal þeirra sem bólusettir voru með efni Janssen • Að sögn staðgengils sóttvarnalæknis geta ýmsar ástæður verið fyrir því Meira

Þingeyrar Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur að störfum.

Eldgos og faraldur við Þingeyraklaustur

Uppgröftur hefst að nýju eftir helgi • Þriðja sumarið á Þingeyrum Meira

Grindavíkurbátar bundnir við bryggju

Nú um hásumarið er starfsemi sjávarútvegsfyrirtækja í lágmarki og margir bátar í höfn. Við Miðgarð í Grindavík liggja línubátar Vísis, Páll Jónsson GK, Sighvatur GK og Fjölnir GK, og aftar við sömu bryggju eru Vörður ÞH og Áskell ÞH, togskip Gjögurs hf. Meira

Flöskuvatn E ina drykkjarvatnið sem íbúarnir í Lastras de Cuellar geta svalað þorsta sínum með.

Leita drykkjarvatns á Spáni

Vatnsból eru víða menguð af arseniki og nítrati á Spáni Meira

Verndi jafn vel gegn Alfa og Delta

Ný gögn frá Bretlandi benda til þess að bóluefni verndi fólk jafn vel gegn alvarlegum veikindum vegna Alfa-afbrigðis Covid-19-veirunnar og Delta-afbrigðisins. Meira

Aftur á svið Skítamórall á Kótelettunni á Selfossi 2021.

Skímó hitar upp fyrir Helga Björns í kvöld

Það má segja að hljómsveitin Skítamórall ræsi allar vélar þetta sumarið, eftir um það bil 13 mánaða dvala. Í kvöld hitar sveitin upp fyrir tónleika Helga Björns sem streymt verður í beinni útsendingu frá Hótel Borg. Meira

Einangrun Við innritun á sóttkvíarhótel. Farsóttarhús landsins eru nú nokkurn veginn full af fólki í einangrun.

Stytta einangrunartíma bólusettra

Ákveðið hefur verið að snúa aftur til þess að leggja mat á styttingu einangrunar vegna Covid-19 á einstaklingsgrundvelli, út frá því hvernig veiran hefur hegðað sér. Meira

Gísli J. Alfreðsson, fv. þjóðleikhússtjóri

Gísli J. Alfreðsson, fyrrverandi þjóðleikhússtjóri, lést á Landspítalanum sl. miðvikudag, 28. júlí, 88 ára að aldri. Gísli Jakob fæddist 24. janúar 1933 og ólst upp í Keflavík. Meira

Sól Blíðviðri hefur verið á Seyðisfirði sem víðar fyrir austan.

Yfir 2 milljarðar í snjóflóðavarnir

297 milljónir í stálvirki • Verndar byggðina undir Bjólfi Meira

Silungur! Birgir Snæbjörn Birgisson myndlistarmaður hefur loks hendur á hinum gríðarmikla sjóbirtingi sem hann togaðist á við í einar 90 mínútur í Húseyjarkvísl í vikunni. Fiskurinn var 86 cm langur og 49 cm að ummáli.

Glímdi við fisk lífs síns

Laxveiðin öll að koma til en göngur hafa verið óvenju seinar • Mikill bati í Þverá/Kjarrá frá síðustu árum • 45 til 70 laxa holl í Þverá undanfarnar vikur • Glæsilegur sjóbirtingur í Húseyjarkvísl Meira

Nýja byggðin Þarna munu rísa fimm hús með 12 íbúðum og búsetukjarni, sem sést efst til hægri á myndinni.

Nýbyggingar munu rísa í Seláshverfinu

Alls 67 íbúðir skammt fyrir ofan hesthúsabyggð í Víðidal Meira

Nauka að leggjast upp að ISS-geimstöðinni skömmu fyrir óhappið.

Geimstöðin óstöðug eftir óhapp

Breytti um legu er hreyflar rússneska hylkisins hrukku óvænt í gang Meira

Smit Skimað fyrir veirusmiti í kínversku borginni Nanjing í gær.

Ný smitbylgja breiðist út í Kína

Ný smitbylgja í Kína sækir hratt í sig veðrið • Tekið fyrir allt flug í Nanjing Meira

270 konur hafa tilkynnt tíðaraskanir til Lyfjastofnunar.

„Allt sem við óskuðum eftir“

Lyfjastofnun rannsakar röskun tíðahrings kvenna eftir Covid-19-bólusetningu Meira