Fréttir Föstudagur, 19. ágúst 2022

Ný nöfn Stöðugt fjölgar nöfnum sem færð eru á mannanafnaskrána.

Á annan tug nýrra nafna færð á skrá

Mannanafnanefnd hefur samþykkt að setja á annan tug eiginnafna á mannanafnaskrá, þar af átta kvennöfn, sex karlmannsnöfn og eitt kynhlutlaust. Nefndin hafnaði hins vegar umsókn um eitt millinafn. Meira

Helgi Gunnlaugsson

Fíkniefnamál ólík öðrum brotamálum

„Fólk ætlar sér að nota þessi efni“ • Helgi Gunnlaugsson og íslenskur fíkniefnasali ræddu kókaínmálið Meira

Hæstiréttur Leyfisbeiðandi krafðist riftunar á skjali frá 3. desember 2018.

Fallist á áfrýjunarbeiðni í arfsmáli

Hæstiréttur Íslands hefur fallist á áfrýjunarbeiðni landsréttardóms til réttarins um málverk er í arf gengu, að yfirsýn og úrskurði dómaranna Ólafs Barkar Þorvaldssonar, Bjargar Thorarensen og Karls Axelssonar. Meira

Leikskólamál Kristín Tómasdóttir tók til máls eftir að meirihlutinn kynnti tillögurnar að leikskólavandanum

Tillögur að lausnum kynntar

Um 665 börn 12 mánaða og eldri á biðlista eftir leikskólaplássi • Kallað eftir biðlistabótum fyrir foreldra • Borgin kynnti sex tillögur að lausn á leikskólavandanum • Telur að borgin þurfi að gera betur Meira

Vígðu nýjan útsýnispall

Nýr útsýnispallur á Hafnartanganum á Bakkafirði var formlega vígður í gær eftir íbúafund í þorpinu. Íbúafundurinn var haldinn í skólahúsinu af verkefnastjórn verkefnisins Betri Bakkafjörður sem er eitt verkefna Brothættra byggða á vegum Byggðastofnunar. Meira

Kósóvó Friðargæsluliðar á vegum NATO í Kósóvó fyrr í mánuðinum.

Neyðarfundur án árangurs

Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, sagði í gær að krísuviðræður á milli Serba og Kósóvóa, sem ESB hefur staðið að, hefðu ekki náð að draga úr spennunni sem ríkir á milli ríkjanna tveggja. Meira

Þurrkar valda skorti á sinnepi á heimsvísu

Skortur hefur verið á sinnepi í ár og er helsta ástæðan miklir þurrkar í Kanada. Þar í landi eru framleidd um það bil fjögur af hverjum fimm sinnepsfræjum á heimsvísu. Meira

Barátta Cristiano Ronaldo verður vitaskuld í eldlínunni á HM í Katar.

Undirbúa fótboltaveislu frá morgni til kvölds

„Ég held að þetta verði rosa flott keppni og leikirnir eru á hentugum tíma fyrir áhorfendur,“ segir Hilmar Björnsson, íþróttastjóri RÚV. Meira

Átján börn hafa greinst með sykursýki

Það sem af er ári hafa 18 börn greinst með insúlínháða sykursýki hér á landi, en undanfarna áratugi hafa nýgreiningar aukist um 3% á ári. Meira

Ingvar Gíslason

Ingvar Gíslason fyrrverandi alþingismaður og ráðherra lést sl. miðvikudag á hjúkrunarheimilinu Seltjörn á Seltjarnarnesi, 96 ára að aldri. Ingvar fæddist í Nesi í Norðfirði 28. mars 1926. Meira

Háeyri Fiskeldisdeild Háskólans á Hólum hefur verið á Sauðárkróki.

Háskólinn á Hólum fær hús að gjöf

Fiskeldis- og fiskalíffræðideild skólans flyst í hús Hólalax Meira

Landspítalinn Ráðherra segir mönnun heilbrigðiskerfisins í forgangi.

Mönnun sé í forgangi

Ráðherra segir að bregðast þurfi við á fleiri en einn hátt • Greining Háskóla Íslands og Landspítalans þegar hafin Meira

Skólameistari Árangur nemenda fór að dala á veirutímanum, einkum í kjarnagreinum, segir Jóna Katrín Hilmarsdóttir um skólastarfið.

Korteri seinna á fætur

Skóladagur í ML hefst kl. 8:30 í vetur • Nemendur fara seint í háttinn og þurfa aðhald • Nánast allir á heimavist Meira

Eldgos Björgunarsveitarmenn hafa komið mörgum til aðstoðar í Meradölum, stundum fólki sem er mjög vanbúið.

Ekki sé gengið um of að sjálfboðaliðsstarfi

Mikið álag í Meradölum • Björgunarsveitir víða að Meira

Íslenskur kókaínmarkaður í vexti

Mörgum brá sjálfsagt í brún þegar greint var frá því að lögreglan hefði gert upptæka tæplega 100 kg sendingu af kókaíni, sem send var hingað til lands með löglegri vörusendingu. Meira

Finnland Sanna Marin svarar spurningum fjölmiðla í gær.

Reiðubúin að taka vímuefnapróf

Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, sagði í gær að hún hefði ekkert á móti því að gangast undir vímuefnapróf, eftir að myndbandsupptökur af henni í heimateiti vöktu gagnrýni. Meira

Fasteignir Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæði hækkar en vísitala leiguverðs lækkar.

Þinglýstum leigusamningum fækkar

Þinglýstir leigusamningar um íbúðarhúsnæði voru 480 talsins á landinu öllu í júlí. Fækkaði þeim um 24,4% frá mánuðinum á undan og um 60,3% frá júlí 2021. Meira

Tuttugu milljarðar fást fyrir jarðefni

Útflutningur á jarðefnum mun innan fárra ára skila yfir 20 milljörðum í útflutningstekjur á ári, ef þau miklu áform um útflutning á vikri af Mýrdalssandi og móbergi úr fjalli í Þrengslunum verða að veruleika. Meira

Árskarð Hér eru hús undir brekku og háum hjalla. Um þrjátíu herbergi verða á hótelinu nýja og svo margvísleg þjónusta við ferðafólk, enda gerir fólk hjá Íslenskum heilsulindum ráð fyrir að staðurinn verði fjölsóttur á næstu árum. Náttúran í Kerlingarfjöllum sé einstök og staðurinn eigi því mikla inneign.

Reisa glæsihótel í Kerlingarfjöllum

Uppbygging fyrir á annan milljarð króna • Byggingar falli að svip náttúru • Nærri miðju Íslands • Rúm verði fyrir 100 gesti • Nýpur fluttar á nýjan stað • Friðlýstur fjallgarður með möguleika Meira

Skortur Þar sem Dijon-sinnepið er vanalega að finna er nú allt tómt. Enn er þó hægt að næla sér í krukku af pólsku sinnepi og sælkerasinnepi Svövu.

Sinnepsskortur skekur landsmenn

Dijon-sinnep víða ófáanlegt um þessar mundir • Tómar hillur í kjörbúðum en von á sendingu eftir 1-2 vikur • Þurrkum í Kanada og stríðinu í Úkraínu um að kenna • Vona að nóg verði til fyrir jólin Meira

Íslensk jarðefni sem ný auðlind

Hekluvikur hefur verið fluttur út í áratugi • Útflutningur jarðefna margfaldast ef tvö stór verkefni verða að veruleika og umsvif aukast • Dregur úr losun kolefnis við sementsframleiðslu í Evrópu Meira

Fundur Erdogan Tyrklandsforseti, Selenskí Úkraínuforseti og Antonio Guterres funduðu í gær í borginni Lvív.

Heimsóknin sendi skilaboð

Selenskí fundaði með Erdogan og Guterres í gær • Ræddu samkomulagið um kornflutninga • Rússar segja Úkraínumenn undirbúa „hryðjuverk“ í Saporisjía Meira