Fréttir Föstudagur, 14. ágúst 2020

Mat sóttvarnalæknis ráði för

Sóttvarnalæknir telur að stöðugleika þurfi í aðgerðir stjórnvalda gegn veirunni • Heilbrigðisráðherra segist leggja áherslu á að fylgja ráðleggingum sóttvarnalæknis Meira

Bensínstöð Skeljungur ætlar að hasla sér völl á markaði hollustu.

Vilja nýta lóðirnar betur

Með kaupum á hlut í fyrirtækjunum Gló og Brauði & co. hyggst olíufélagið Skeljungur hasla sér enn frekari völl á markaði sem stuðlar að hollustu. Þetta segir Árni Pétur Jónsson, forstjóri félagsins, í samtali við Morgunblaðið í dag. Meira

Atvinna Mikil fjölgun umsókna um endurgreiðslu virðisaukaskatts í ár.

Tvöfalt fleiri vilja endurgreiðslu

Margir nýta sér Allir vinna-úrræðið sem felur í sér endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna vinnu • Yfir tólf þúsund umsóknir á fyrri helmingi ársins • Ríflega þrjú þúsund sækja um vegna bílaviðgerða Meira

Yrðlingar Fallegir en mikið skaðræði sem þarf að halda í skefjum.

Tófum að fjölga og Snorri hefur unnið 74 dýr á árinu

Dýrbít verður að halda í skefjum • Þróun mála er slæm Meira

Lögreglan Hvor fékk 550.000 kr.

Hálf milljón á mann í bætur í Löke-máli

Miskabætur vegna ólögmætrar handtöku, húsleitar og fleiri þvingunaraðgerða Meira

Upplýsingafundur Þríeykið og Karl Kristinsson, prófessor og yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala.

Hjúkrunarstarfsmaður smitaður

Fjórtán í sóttkví vegna smits á hjúkrunarheimilinu Hömrum • Sóttvarnalæknir kallar eftir stöðugleika í aðgerðum stjórnvalda • Hluti sýkla- og veirufræðideildar mun flytjast í húsnæði ÍE Meira

Busar Hætt er við að nýnemar MR þetta árið verði aldrei tolleraðir.

Kennsla fer að stórum hluta fram á netinu

Kennsla í framhaldsskólum landsins mun að miklu leyti fara fram á netinu þegar nemendur og kennarar snúa aftur úr sumarfríi á næstu dögum. Meira

Harpan Fáir viðburðir hafa verið á dagskrá í núverandi ástandi. Vonir eru bundnar við að það breytist í vetur.

„Enga burði til að bíða þetta af sér“

Fjórðungur félaga í FÍT fékk bætur vegna lokana • Aflýsingar viðburða valda mörgum miklum erfiðleikum Meira

Takmörk Eins metra reglan verður í gildi í skólum landsins.

Metfjöldi nýnema í HR á haustönn

Um 1.700 nýnemar hefja í haust nám við Háskólann í Reykjavík (HR). Er þar um að ræða nema í grunnnámi, meistaranámi og doktorsnámi. Meira

Stórt Frystihúsið er 9.000 fermetrar og var tekið í notkun í gær.

Tóku milljarða fjárfestingu í notkun

9.000 fermetra frystihús Samherja á Dalvík • Endapunktur á 4 ára vinnu Meira

Deilt á aðgengi verndaðra svæða

Ákall um aukið samráð og samtal vegna umgengni um þjóðgarða og friðlönd • Félagasamtök hafna því að notkun farartækja og umhverfisvernd fari ekki saman • Nægt svigrúm fyrir alla aðila Meira

Óvissa Lokað er á b5 og öllu starfsfólki staðarins hefur verið sagt upp.

Öllu starfsfólki á b5 sagt upp

„Það hljóta einhverjar viðvörunarbjöllur að hringja þegar langvinsælasti skemmtistaður landsins er kominn í þessa stöðu,“ segir Þórður Ágústsson, eigandi skemmtistaðarins b5 í Bankastræti. Meira

Kvennaathvarf opnað á Akureyri

Kvennaathvarf verður opnað á Akureyri 28. ágúst. Fram kemur á vef Akureyrar, að athvarfinu verður ætlað að þjónusta konur og börn sem geta ekki búið heima hjá sér vegna ofbeldis. Meira

Litríkt Ráðhúsið í ísraelsku borginni Tel Aviv var lýst upp í fánalitum SAF eftir að samkomulagið var kynnt.

Sögulegt samkomulag Ísraels og SAF

Trump tilkynnti um samkomulag ríkjanna • Vona að það hafi frið í för með sér • Forseti Palestínu hafnar samkomulaginu Meira

Múrmeldýr Talið er að svartadauðatilfelli tengist þessum dýrum.

Lést úr svartadauða í Mongólíu

Nokkrir deyja af völdum svartadauða í Mongólíu og Kína ár hvert Meira

„Hótel mamma“ er enn vinsælt gistihús

Hótel mamma“ er enn vinsælt gistihús í löndum Evrópu samkvæmt tölum frá Eurostat um fjölda ungs fólks í foreldrahúsum árið 2019. Meira

Einbeittur Hrafnkell Freyr Ágústsson er málari á daginn en kafar ofan í fótboltafræðin á kvöldin.

Sökkvi mér stundum fullmikið ofan í þetta

„Ég er farinn að kunna betur og betur við mig í þessu hlutverki. Meira