Fréttir Þriðjudagur, 21. mars 2023

Samanburður Mikill munur er á öðrum Evrópuþjóðum og Íslandi.

Evrópskur samanburður „sláandi“

Hlutfall lögregluþjóna á Íslandi heldur ekki í við fólksfjölgun Meira

Umræða Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í ræðustól á Alþingi í gær þegar rætt var um rafvarnarvopn.

Ræddu um rafvopnavæðingu

Þingmenn tókust á um hvort dómsmálaráðherra hefði verið skylt að bera áform um að heimila lögreglu að nota rafbyssur undir ríkisstjórn áður en hann skrifaði undir reglugerð þess efnis Meira

Hátíðir Karamelluregn verður með breyttu sniði framvegis.

Karamelluregn stöðvast

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að segja upp samkomulagi við Flugáhugamannafélagið á Ísafirði um notkun lítilla flugvéla á uppákomum sveitarfélagsins, sem hafa m.a. séð um karamelluregn á hátíðum Meira

Ferjukotssíki Styttri brúin skekktist og þurfti að rífa hana. Nú er verið að aka fyllingu í skarðið.

Bráðabirgðabrú verður sett á Síkið

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Styttri brúin á Ferjukotssíki í Borgarfirði skemmdist í vatnavöxtunum í Hvítá á dögunum. Hún var talin hættuleg og var ákveðið að rífa hana og nú er verið að fylla í skarðið. Á móti verður lengri brúin lengd og byggð ný brú, til bráðabirgða, á þann ál síkisins. Meira

Börn utan borgarinnar fá pláss

Mosfellsbær gerir ráð fyrir að útvega pláss á leikskólum fyrir öll börn sem eru tólf mánaða og eldri næsta haust. Þetta hyggst bærinn gera með aðstoð samnings við sjálfstætt starfandi leikskólann Korpukot við Fossaleyni í Reykjavík Meira

Lést í vinnuslysi

Maðurinn sem lést í vinnuslysi á sveitabýli í Ásahreppi í Rangárvallasýslu á föstudag hét Guðjón Björnsson. Hann var fæddur árið 1983 og lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Guðjón var bóndi og rak kúabú ásamt konu sinni á Syðri-Hömrum 3 í Ásahreppi Meira

Gull Leit að gulli í Þormóðsdal hefur verið hætt að sinni.

Deilt um leit að íslensku gulli

Starfsleyfi vegna gullleitar í Þormóðsdal er útrunnið og verður ekki endurnýjað að sinni. Óskað hefur verið eftir frekari gögnum um leitina að þessum dýrmæta málmi. Þormóðsdalur er í landi Mosfellsbæjar Meira

Framleiðsla á tómötum og kartöflum hefur aukist

Neysla á tómötum jókst töluvert á síðasta ári. Nokkur aukning varð í innlendri framleiðslu í kjölfar stækkunar gróðurhúsa á síðustu árum en innflutningur jókst einnig. Einnig jókst uppskera kartaflna og hvítkáls en aftur á móti varð samdráttur í framleiðslu á blómkáli og papriku Meira

Sjúkraþjálfun Samningar milli sjúkraþjálfara og Sjúkratrygginga Íslands hafa verið lausir lengi. Nú geta sjúklingar hafið meðferð án tilvísunar.

Þurfa ekki lengur að fara í biðröð

Sjúklingar þurfa ekki lengur tilvísun til að geta hafið meðferð hjá sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfurum • 50-60 þúsund tilvísanir á ári og ekki skynsamlegt að bæta á álagið • Viðræður hafnar um samning Meira

Framkvæmdir Starfandi einstaklingum fjölgaði um 5% á milli ára.

Starfandi fjölgaði um 9.700 milli ára

Alls voru tæplega 205.200 einstaklingar starfandi á íslenskum vinnumarkaði í janúar sl. samkvæmt upplýsingum sem Hagstofan birti í gær. Þar af voru um 161.400 með íslenskan bakgrunn og innflytjendur á vinnumarkaðinum voru 43.800 Meira

Staðan metin Félagsmenn í RSÍ og VM komu saman fyrir hádegi í gær til að ræða næstu skref í kjaradeilunni.

RSÍ og VM semja við Orkuveituna

Félagsmenn í Rafiðnaðarsambandi Íslands og VM – félagi vélstjóra og málmtæknimanna voru boðaðir á fund í Hús fagfélaganna klukkan ellefu í gærmorgun til að ræða yfirstandandi erfiða kjaradeilu við Orkuveitu Reykjavíkur og ákveða næstu skref Meira

Hryðjuverkamál Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson.

Óljóst með nýja ákæru í málinu

Niðurstaða fæst við þingfestingu í maí • Málinu tvívegis verið vísað frá dómi Meira

Hestöfl Hestar við aðra mylluna sem felld var á síðasta ári.

Þurfa ekki nýtt umhverfismat

Skipulagsstofnun telur að bygging tveggja vindmylla á undirstöðum fyrri vindmylla í Þykkvabæ sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum Meira

Kría Aufúsugestur á Seltjarnarnesi en minkur rústaði varpið í fyrrasumar. Fuglafræðingur telur aðgerða þörf.

Vill grípa til aðgerða gegn minknum

Fuglafræðingur telur að koma hefði mátt í veg fyrir algert hrun kríuvarpsins á Seltjarnarnesi síðasta sumar • Vill nýja friðlýsingarskilmála • Mikil fjölgun jaðrakana eru merkileg tíðindi Meira

Móttaka Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Eyjum, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson ráðherra rita undir samning um móttöku flóttafólks.

Níu sveitarfélög að taka við 3.000 manns

Enn bætast við sveitarfélög sem semja við stjórnvöld um móttöku flóttamanna. Nú síðast var gerður samningur við Vestmannaeyjabæ um að taka á móti allt að 30 manns. Undirrituðu Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, þann samning Meira

Þórshöfn Beðið eftir löndun. Sigurður VE við löndunarkant sl. sunnudag en Álsey beið.

Vertíðin á fullu

Aðstoðuðu við útskipun á mjöli Meira

Einkaréttur á auðlindum Svalbarða?

„Það er ekkert sem breyttist við þennan dóm. Í rauninni staðfestir hæstiréttur Noregs bara skoðun og nálgun norskra stjórnvalda,“ segir Birgir Hrafn Búason, deildarstjóri laga- og stjórnsýsluskrifstofu utanríkisráðuneytisins, um nýfallinn dóm í… Meira

Moskva Forseti Kína, Xi Jinping, ræðir við Vladimír Pútín Rússlandsforseta í Kreml í Moskvu í gær í þriggja daga heimsókn forsetans.

Pútín segist tilbúinn til samninga

Rauði dregillinn var dreginn fram á flugvelli Moskvu í gærmorgun þegar forseti Kína, Xi Jinping, kom í sína fyrstu opinberu heimsókn til Rússlands frá því að innrás Rússa hófst í Úkraínu. Jinping sagði við komuna að heimsóknin myndi styrkja samskipti þjóðanna og gefa vináttu ríkjanna nýjan kraft Meira

Fellt Elisabeth Borne forsætisráðherra á franska þinginu í gær.

Tvær vantrauststillögur felldar

Ríkisstjórn Frakklands hélt velli þegar greidd voru atkvæði um tvær vantrauststillögur í neðri deild franska þingsins í gær. Báðar voru tilllögurnar lagðar fram í kjölfar þess að frönsk stjórnvöld beittu í síðustu viku sérstöku ákvæði stjórnarskrár… Meira

Mannlíf Heimili eru sögð skilvísari en fyrirtæki. Merki eru um að fólk sé farið að forgangsraða greiðslum en meðalupphæð krafna var 23 þús. kr.

Vanskil jukust lítið eitt á síðasta ári

Greiðsluerfiðleikar virðast enn sem komið er ekki vera mjög útbreiddir og í sögulegu ljósi eru vanskil bæði meðal einstaklinga og fyrirtækja lítil frá því sem áður var. Á undanförnum tíu árum hefur greiðsluhegðun Íslendinga tekið miklum breytingum til hins betra Meira

Í Kaupmannahöfn Guðrún Þórey Gunnarsdóttir við innganginn.

Íslenskt góðgæti í gamla bænum

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Kaffihúsið Gudrun's Goodies í Sankt Peders-stræti 35 í gamla bænum í Kaupmannahöfn er lítill og heimilislegur íslenskur staður. „Þetta er allt upp á við,“ segir Guðrún Þórey Gunnarsdóttir eigandi kaffihússins um reksturinn. „Salan tvöfaldaðist frá 2021 til 2022 og nú stefnir í aðra tvöföldun.“ Meira