Fréttir Föstudagur, 5. júní 2020

Engin annarleg sjónarmið hjá bænum

Bent á annmarka á leyfum kísilvers í stjórnsýsluúttekt Meira

Tölvuárás Árásinni var ekki beint að fyrirtækinu sérstaklega.

Innbrot í tölvukerfi RB

Tilraun var í gær gerð til innbrots í tölvukerfi Reiknistofu bankanna, en að sögn Ragnhildar Geirsdóttur, forstjóra RB, eru engin merki um að árásin hafi haft áhrif á kerfi RB eða upplýsingar sem geymdar eru hjá fyrirtækinu Ekki beint að RB sérstaklega... Meira

Utanríkisráðuneytið Frumvarp er snýr að málefnum sendiherra er til umræðu.

Sendiherramálið sagt ófullbúið

Skiptar skoðanir á frumvarpi um breytingar á lögum um utanríkisþjónustu • Gera verður breytingar á reglum er snúa að skipan sendiherra • Úttekt verði gerð á afköstum heimasendiherra Meira

„Þetta var rosalega gaman“

„Þetta var fyrsti laxinn minn – og þetta var rosalega gaman! Meira

Fjögur banaslys á 16 árum

Allir vinnuferlar starfsmanna Sundhallar Selfoss skoðaðir Meira

Flugsýn Laugarvatn er skólaþorp og menntasetur, en heimamenn eru ósáttir við að Háskóli Íslands skuli hafa hætt allri starfsemi sinni þar.

Háskólasetri á Laugarvatni lokað

Væntingar gengu ekki upp • Átti að sinna sveitarstjórnar- og byggðamálum • Úthaldsleysi HÍ er dapurlegt, segir sveitarstjórnarráðherra • Nýrra leiða leitað • Langt frá aðalskrifstofu, segir rektor Meira

Sumar Fátt er betra en að fá sér ís á heitum sumardegi, sem vonandi verða margir í ár.

Bjartsýni ríkir um mikla sölu á ís í sumar

Íssala hefur gengið vonum framar það sem af er ári. Þetta segir Pálmi Jónsson, framkvæmdastjóri Emmessíss, í samtali við Morgunblaðið. Fram til þessa nemur aukning í sölu á boxís um 43% milli ára. Meira

Skólabörn Efling semur um kjör starfsmanna í um 20 leik- og grunnskólum innan Samtaka sjálfstæðra skóla, sem eru allir í Reykjavík og Kópavogi.

Efling krefst sjálfstæðs samnings

Fyrsti sáttafundur í deilu Eflingar og sjálfstæðra skóla Meira

Staðsetningartæki Hægt er að kortleggja ferðir sjúklinga á B3.

Geta nú fylgst með hverju skrefi sjúklinga

Tilraunaverkefni á Landspítala • Sjúklingar fá staðsetningartæki Meira

Afeitrun Deildin er sú fyrsta sinnar gerðar fyrir börn yngri en 18 ára.

Afeitrunardeild fyrir ungmenni

Úrræði fyrir ólögráða einstaklinga í vímuvanda • Vistun til 2-3 sólarhringa Meira

Kristján Hólm Óskarsson skipstjóri

Kristján Hólm Óskarsson skipstjóri lést í Hamborg í Þýskalandi 6. maí síðastliðinn, níræður að aldri. Kristján fæddist á Siglufirði 28. júní 1929, sonur Óskars Sveinssonar, sjómanns og verkamanns, og fyrri konu hans, Guðlaugar Sveinsdóttur húsfreyju. Meira

Kjósa ódýr léttvín og Víking í dós

Ársskýrsla ÁTVR sýnir neyslumynstur áfengis á Íslandi • Aukin sala á innfluttum bjór • Ítölsk vín vinsælust Meira

Meistari Jakob Svavar Sigurðsson telst sigurstranglegastur.

Lokamótið verður haldið utanhúss

Stjórn Meistaradeildar í hestaíþróttum hefur ákveðið að halda lokamót deildarinnar laugardaginn 20. júní. Verður það á Selfossi sem liður í Íslandsmóti barna og unglinga sem hestamannafélagið Sleipnir heldur þessa helgi. Meira

Teflt Hrókurinn hefur staðið að fjölda skákmóta um land allt.

„Önnur verkefni taka nú við“

„Hrókurinn er að svífa inn í sólarlagið. Við erum að þakka fyrir okkur eftir þessi 22 ár, en við erum ekki hættir og við taka önnur og jafnvel enn meira spennandi verkefni,“ sagði Hrafn Jökulsson, formaður Hróksins. Meira

Framkvæmdir Vegurinn undir Ingólfsfjalli verður tvær akreinar og nú er verið að móta brautina sem bætist við.

Framkvæmdir á fullt

Suðurlandsvegur breikkaður í Ölfusi • Flytja 4.000 tonn af efni á dag • Byggja fimm brýr • Kostnaður 5,1 ma. kr. Meira

Mótmæltu þrátt fyrir bannið

Þúsundir mótmælenda komu saman í Hong Kong í gær til þess að minnast þess að 31 ár var þá liðið frá því að kínversk stjórnvöld brutu á bak aftur stúdentamótmælin á Torgi hins himneska friðar með valdi. Meira

Minningarathöfn Aðstandendur, vinir og aðrir velunnarar George Floyds minntust hans við hátíðlega minningarathöfn í Minneapolis í gærkvöldi.

Segir Trump reyna að sundra þjóðinni

James Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, gagnrýndi forsetann harðlega í fyrrinótt og sakaði hann um að sá vísvitandi fræjum misklíðar í bandarískt samfélag. Meira

Fjölmargar aðgerðir vegna óveðurs 2019

Forsætisráðherra hefur samkvæmt beiðni nokkurra þingmanna lagt fram á Alþingi skýrslu um aðdraganda og afleiðingar óveðursins sem gekk yfir landið 9. til 11. desember í fyrra, viðbúnað og úrbætur. Meira

Á Miðfirði Björn Sigurðsson, alltaf kallaður Bangsi, á handfærum fyrir rúmum áratug, sæll með aflann og ánægður með lífið og tilveruna.

Bangsi jákvæð hvunndagshetja á Hvammstanga

Minningarskilti um Björn Þóri Sigurðsson, Bangsa eins og hann var gjarnan nefndur, verður afhjúpað á Hvammstanga á sjómannadaginn, sunnudaginn 7. júní næstkomandi. Athöfnin hefst með messu á Bangsatúni kl. 13.00 þar sem sr. Magnús Magnússon, sóknarprestur á Hvammstanga, þjónar og prédikar. Kirkjukór Hvammstanga syngur undir stjórn Pálínu Fanneyjar Skúladóttur organista. Að lokinni messu verður minningarskiltið afhjúpað og síðan verður boðið upp á veitingar undir bláhimni. Meira