Fréttir Laugardagur, 26. apríl 2025

Íris Ava Jónasdóttir

„Erum vongóð“

Íris Ava Jónasdóttir, nú fjögurra mánaða, fæddist með SMA, týpu 2, genetískan taugasjúkdóm sem veldur alvarlegri fötlun. Hún gekkst nýlega undir genameðferð sem mætti líkja við kraftaverk, en meðferðin gefur góðar vonir um að Íris Ava fái að lifa lífinu eins og önnur börn Meira

Logi Einarsson

Fordæmir ummælin

Ráðherra afar harðorður í garð Sigurjóns Þórðarsonar • Segir fyrirætlanir sínar ekki tengjast kergju Flokks fólksins Meira

Ágreiningur Lögmaður Eignabyggðar telur fyrirtækið vera í fullum rétti og hafi réttmætar væntingar til að klára byggingu fasteignarinnar.

Buðust til að kaupa íbúðir

Mótmælir fullyrðingu lögmanns Búseta að verkið hafi verið unnið í vondri trú l  Húsið nánast fullrisið þegar athugasemdir bárust í nóvember-desember 2024 Meira

Orri Vignir Hlöðversson

Píratinn trónir á toppnum

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi, var með 16.852.320 krónur í laun á síðasta ári fyrir setu í bæjarstjórn, ráðum og nefndum. Er hún því launahæsti bæjarfulltrúi Kópavogs. Þetta kemur fram í fundargerð frá síðasta fundi bæjarráðs Kópavogs Meira

Helsingi Jóhann segir gæsina ekki þurfa að vera áhyggjuefni fólks.

Helsingjar þurfa ekki að vera áhyggjuefni

„Enginn er búmaður nema barmi sér,“ segir Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur og fréttaritari Morgunblaðsins, spurður álits á umræðu bænda um að helsingjafaraldur ógni afkomu þeirra. Að sögn Jóhanns hefur helsingjum fjölgað töluvert… Meira

Brugðið Aroni Quan og fleiri fasteignaeigendum var brugðið þegar þeir áttuðu sig á því að fasteignir þeirra væru í reynd orðnar verðlausar.

Fasteignirnar verðlausar

Eigendur atvinnuhúsnæðis á Bíldshöfða segja Reykjavíkurborg hafa skilið sig eftir í algjörri óvissu og með verðlausar eignir. Aron Wei Quan, eigandi veitingastaðarins Fönix á Bíldshöfða 12, segir í samtali við Morgunblaðið að þegar einn eigenda í… Meira

Skóflustunga Ingvi, hér til hægri, ásamt Jóhanni Sigurðssyni arkitekt og Heiðu Björgu Hilmisdóttur borgarstjóra.

Hefja uppbyggingu á Borgarhöfðanum

Vilja reisa yfir 800 íbúðir • Hjúkrunarheimili undirbúið Meira

Reykjavíkurhöfn Það er sjaldgæf sjón að sjá bæði varðskip Íslendinga, Þór og Freyju, samtímis í höfn. Venjulega er annað þeirra við gæslustörf á miðunum. Mælingarbáturinn Baldur er fremst.

Gæslan tekur þátt í kafbátaeftirliti

Kafbátaeftirlitsæfingin Dynamic Mongoose hefst eftir helgina • Varðskip og þyrlur frá Íslandi • Herskip úr fastaflota NATO komin til Reykjavíkur • Þýskur kafbátur tekur þátt í æfingunni Meira

Þorleifur Pálsson

Þorleifur Pálsson, fyrrverandi sýslumaður í Kópavogi, lést miðvikudaginn 23. apríl síðastliðinn, á 87. aldursári. Þorleifur fæddist á Skinnastað í Öxarfirði 17. júní árið 1938 og ólst þar upp við öll almenn sveitastörf Meira

Alþingi Þingmenn koma að nýju saman til fundahalda eftir helgina.

Páskahléi þingmanna að ljúka

Alþingi kemur saman á mánudaginn • Stefnt er að frestun þingsins 13. júní Meira

Ein elsta ljósmynd frá Íslandi glötuð

Sænskt uppboðshús tilkynnti kaupanda að ljósmynd sem hann keypti væri týnd • Alvarlegt ef uppboðshús glatar menningararfi íslensku þjóðarinnar • Um er að ræða svokallaða stereó-mynd Meira

Nýtt húsnæði Athvarfið verður áfram rekið eins og heimili en áhersla verður einnig lögð á fleiri viðtalsrými fyrir þær sem dvelja ekki í athvarfinu.

Söfnun fyrir athvarfið gengur vel

Nýbygging Kvennaathvarfsins gengur samkvæmt áætlun • Framkvæmdastýra þakkar samtakamætti samfélagsins • Gerir ráð fyrir flutningum næsta sumar • Starfsemin mun eflast á alla vegu Meira

Kringlumýrarbraut Hin nýja forgangsakrein byrjar við Háaleitisbraut og mun liggja að Miklubraut. Hún verður 400 metra löng og mun nýtast strætó vel.

Ný akrein lögð fyrir strætó

Vegagerðin hefur fengið framkvæmdaleyfi vegna nýrrar akreinar á 400 metra kafla meðfram Kringlumýrarbraut • 30.000 bílar á sólarhring • Umferðin of hæg fyrir strætó á annatímum Meira

Vildarbörn Fjölskyldur þeirra 17 barna sem úthlutað var úr sjóði Vildarbarna Icelandair við athöfn í nýjum höfuðstöðvum félagsins í Hafnarfirði sumardaginn fyrsta.

Ferðastyrkur Vildarbarna til 17 barna

Úthlutað úr sjóði Vildarbarna Icelandair á fyrsta degi sumars • Fyrsta úthlutun í nýjum höfuðstöðvum í Hafnarfirði • Sjóðurinn á sínu 22. starfsári • Yfir 800 fjölskyldur hafa notið styrksins Meira

Ekki geti allir lifað í nábýli við dýr

Húseigendafélagið leggst gegn breytingu á lögum um fjöleignarhús Meira

Aldarkór Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps á tónleikum sínum í Húnaveri sumardaginn fyrsta, er haldið var upp á 100 ára afmæli kórsins. Fleiri afmælistónleikar hafa verið haldnir.

Hundrað ára öldungur bauð í veislu

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps fagnar 100 ára afmæli í ár með nokkrum tónleikum • Sérstök afmælisveisla í Húnaveri sumardaginn fyrsta • Ungir menn bætast við og framtíðin björt Meira

Lækjamót Unga fjölskyldan í fjósinu, f.v. Sólborg María Snorradóttir, óskírð Snorradóttir, Oddrún Inga Marteinsdóttir, Halldóra Gígja Snorradóttir, Snorri Már Snorrason og Oddþór Ingi Snorrason.

Það er mikið líf á Lækjamóti

Góða tíðin í vetur verður lengi í minnum höfð. Það voru stillur í febrúar og mars sem komu öllum á óvart. Það var gaman að geta verið í girðingarvinnu á góunni, enda voru þeir margir sem nýttu þennan tíma til útiverka Meira

Háskóli Ráðherra og rektorar handsala samkomulagið í gær.

Háskólasamstæða verður til

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands (HÍ), Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum (HH), og Logi Einarsson menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra undirrituðu í gær samkomulag um stofnun háskólasamstæðu með þátttöku skólanna tveggja undir nafni Háskóla Íslands Meira

Rússland Rannsóknarlögreglumenn sjást hér að störfum á vettvangi árásarinnar í Balasjíka, þar sem Moskalík undirhershöfðingi var veginn.

Hershöfðingi felldur með bílsprengju

Rússneska rannsóknarlögreglan rannsakar sprengjuárás í nágrenni Moskvu • Enginn hefur lýst ábyrgðinni á árásinni á hendur sér • Trump segir að Krímskaginn verði „áfram hjá Rússum“ í viðtali Meira

Saka Rússa um upplýsingaóreiðu

Leyniþjónusta danska hersins, FE, sakaði í gær rússnesk stjórnvöld um að hafa staðið á bak við upplýsingaóreiðu í tengslum við Grænlandsmálið. Vísaði FE þar í skilaboð sem birtust á samfélagsmiðlum í janúar, þar sem látið var í veðri vaka að danski… Meira

Spenna Indverskur hermaður kannar vegabréf Pakistana á landamærum ríkjanna tveggja.

Skærur hófust í Kasmírhéraði

Skærur brutust út í gær á milli landamærasveita Indlands og Pakistans í Kasmírhéraði. Mikil spenna ríkir nú á milli ríkjanna tveggja og hvöttu Sameinuðu þjóðirnar ríkisstjórnir beggja til þess að sýna stillingu, en bæði ríkin búa yfir kjarnorkuvopnum Meira

Íslandsflugi fagnað Ewa Lampart og Krzysztof Moczulski, fulltrúar LOT.

Pólska flugfélagið hefur trú á Íslandi

Fulltrúar flugfélagsins LOT, stærsta flugfélags Póllands, eru vongóðir um að mikil eftirspurn verði eftir flugi félagsins milli Íslands og Póllands. Sendiráð Póllands í Reykjavík efndi á dögunum til blaðamannafundar í tilefni af því að LOT hóf flug til Íslands 12 Meira

Listamenn Ólafur Freyr Birkisson, Vala Sigþrúður Jónsdóttir og Ingunn Hildur Hauksdóttir.

Eyðibýli er þar sem sálin nærist ekki

Tónleikarnir Eyðibýli sálarinnar eru í tónlistarröðinni Sígildum sunnudögum og hefjast í Norðurljósum í Hörpu á morgun, sunnudag, kl. 16. Ingunn Hildur Hauksdóttir píanóleikari og Ólafur Freyr Birkisson bassi flytja Songs of Travel eftir Ralph Vaughan Williams auk íslenskra söngljóða Meira