Fréttir Laugardagur, 27. febrúar 2021

Heilt ár með veirunni

Íslendingar hafa lifað með kórónuveirunni í eitt ár • Bóluefni kom fyrr en yfirlæknir smitsjúkdómadeildar átti von á • Margir upplifa slæm eftirköst Meira

Vísindi Bryndís Ýr Gísladóttir náttúruvársérfræðingur við störf í gær þar sem hún fór yfir niðurstöður jarðskjálftamælinga. Upplýsingarnar berast nánast á rauntíma til Veðurstofunnar, en stærsti skjálftinn sem reið yfir í gær var um 4,9 að stærð og ekki er hægt að útiloka að eldgos verði á þessum slóðum.

Mörg þúsund jarðskjálftar

Fjöldi kröftugra skjálfta reið yfir suðvesturhorn landsins í gær. Sá öflugasti þeirra varð á ellefta tímanum í gærkvöldi og mældist um 4,9 að styrkleika. Líklegast þykir nú að gos komi upp við Trölladyngju, verði af því á annað borð. Meira

Motturnar verða sýnilegar í mars

Fulltrúar Landhelgisgæslu Íslands, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins þáðu skeggsnyrtingu frá rökurum rakarastofunnar Herramönnum í húsakynnum slökkviliðsins í tilefni formlegrar setningar Mottumars í gær. Meira

Flugsýn Horft til Keilis síðastliðinn miðvikudag. Þá hófst yfirstandandi skjálftahrina en upptökin eru þarna nærri.

Fylgst er með flekum og kviku

Reykjanessvæðið vaktað • Mæla landris og skjálfta • Staðan metin Meira

Áll Um margt sérstakur fiskur, en er víða vinsæll til matar.

Lítill áhugi og rýr eftirtekja af veiðum á álum

Reglugerð um bann við álaveiði var sett 2019, en takmörkuð veiði til eigin neyslu er leyfð. Leyfi til veiðanna hafa verið auglýst síðustu tvö ár og hefur Fiskistofa nú auglýst álaveiðileyfi í þriðja sinn. Meira

Nýtt hlutverk jarðarberjahúsa

Ræktunin í gróðurhúsunum í Sólbyrgi á Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði hefur tekið vinkilbeygju, eins og loftmyndin gefur til kynna. Í stað jarðarberjaplantnanna sem gáfu góðan ávöxt allt árið er búið að fylla gróðurhúsin með hjólhýsum og tjaldvögnum. Meira

Loðna og landbúnaður Arnar Eysteinsson við heyskap heima í Stórholti.

Bóndinn undirbýr hrognavinnsluna

Nú styttist í að vinnsla loðnuhrogna hefjist í fiskiðjuverum víða um land og þá kemur til kasta Arnars Eysteinssonar, bónda í Stórholti 2 í Saurbæ í Dalabyggð. Meira

Landspítali Virkni grunnkerfa rofnaði ekki hjá stofnuninni.

Skemmdir á Landspítala eftir jarðskjálfta á Reykjanesskaga

Vatnsleki og sprungumyndanir • Ekkert alvarlegt tjón Meira

Hlýindi Febrúarmánuður hefur verið góður í höfuðborginni og nokkur tækifæri gefist til að fá sér kaffisopa utan dyra og njóta blíðunnar.

Hlýr febrúar að kveðja

Febrúarmánuður, sem senn er liðinn, hefur verið höfuðborgarbúum hagstæður. Febrúar virðist ætla að verða á meðal þeirra 20 hlýjustu í Reykjavík, gæti náð upp í 10. sæti af 150 mældum árum. Meira

Evrópskar konur bíða með barneignirnar

Á sama tíma og frjósemi kvenna lækkar í löndum Evrópu hefur meðalaldur frumbyrja, mæðra sem eignast sitt fyrsta barn, farið jafnt og þétt hækkandi á umliðnum árum og áratugum. Meira

Kársnesskóli Tölvumynd af nýjum Kársnesskóla. Stefnt er að því að taka skólann í notkun haustið 2023, en hann verður byggður úr timbureiningum.

Tilboð í Kársnesskóla undir áætlun

Niðurstöður tilboða í byggingu Kársnesskóla voru kynnt á fundi bæjarráðs Kópavogs í fyrradag. Lægsta tilboð átti ítalska fyrirtækið Rizzani de Eccher og var það 3,20 milljarðar, en kostnaðaráætlun var upp á tæplega 3,7 milljarða. Meira

Framtalið Telja þarf fram allar tekjur og eignir, þar á meðal íbúðir.

Skatturinn opnar fyrir framtalsskil

Ekki veittur aukafrestur í ár eins og tíðkast hefur áður Meira

Embætti skrifstofustjóra laus

Hæstiréttur og Landsréttur auglýsa • Stafræn þróun innleidd í Hæstarétti Meira

Hestamannamót Dómstólnum fannst heimild stjórnarinnar ekki skýr.

Felldi úrskurð aganefndar úr gildi

Dómstóll ÍSÍ felldi á fimmtudag úr gildi úrskurð aganefndar Landssambands hestamanna um að Fredrica Fagerlund hefði brotið gegn lögum félagsins. Meira

Nýr sendiherra Kanada á Íslandi

Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú tóku sl. fimmtudag á móti nýjum sendiherra Kanada hér á landi, Jeannette Menzies, með athöfn á Bessastöðum. Menzies kom með trúnaðarbréf sitt og afhenti Guðna. Meira

Smáhýsin Fyrstu húsin fyrir heimilislausa voru tekin í notkun í Gufunesi haustið 2020. Fleiri hús verða sett upp.

Fimm smáhýsi verða sett upp í Laugardal

Alls bárust 69 athugasemdir • Langflestar neikvæðar Meira

Gjöf Landverðirnir mættu uppáklæddir til Hringsins í vikunni.

Gáfu Barnaspítala Hringsins 500 þúsund króna hagnað

Barnaspítali Hringsins fékk í vikunni góða gjöf, 500 þúsund krónur, frá höfundum myndasögubókarinnar Landverðirnir, sem fjallar um íslenskar ofurhetjur. Meira

Styrkur Sigríður Lillý Baldursdóttir og Kristín Ólafsdóttir undirrita samstarfssamninginn milli Rotaryklúbbsins og Píetasamtakanna.

Ýta úr vör nýju stuðningsúrræði

Rotaryklúbburinn Reykjavík-Austurbær hefur undirritað samning við Píetasamtökin um styrk til að ýta úr vör nýju úrræði Píetasamtakanna fyrir aðstandendur þeirra sem glíma við sjálfsvígshugsanir eða stunda sjálfsskaða. Meira

Súkkulaði Pétur Thor Gunnarsson, framkvæmdastjóri Freyju.

Mjólkursúkkulaði bragðbætt með Djúpum og Sterkum Djúpum

Sælgætisgerðin Freyja í Kópavogi hefur undanfarið eitt og hálft ár unnið að þróun á nýju sælgæti. Meira

Aukin skriffinnska Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, í heimsókn á fiskmarkaði í Grimsby í kosningabaráttunni í desember 2019. Breytingar við innflutning á fiski til Bretlands munu ef að líkum lætur auka skriffinnsku við útgáfu heilbrigðisvottorða. Landamæraeftirlit verður síðan tekið upp 1. júlí.

Vilja vottorð með öllum sendingum

Bretar herða reglur og fella niður undanþágu við innflutning á fiski 1. apríl Meira

Löggarðar Á þessari tilgátumynd má sjá mögulega útfærslu miðstöðvar. Fulltrúar allra aðila sitja saman við borð.

Löggarðar verði hjá Kleppi

Faxaflóahafnir samþykkja að úthluta lóð undir björgunarmiðstöð • Viðræður aðila eru hafnar Meira

Tómstundastyrkir í boði

Úr bæjarlífinu Óli Már Aronsson Hellu Rangárþing ytra hefur opnað fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum þar sem markmiðið er að jafna tækifæri þeirra til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og... Meira

Áhersla á kolefnisjafnaða sauðfjárrækt

Bændur á Kiðafelli í Kjós ná góðum árangri í framleiðslu kindakjöts þótt meiri áhersla sé lögð á kolefnisjöfnun en miklar afurðir • Blönduðu saman stofnum • Meiri frjósemi en hjá öðrum fjárbændum Meira

Á að afnema hömlur við samruna?

Fulltrúar fimm ráðherra útfæra tillögur um heimildir til hagræðingar í kjötiðnaði • Rætt hvort heimila eigi samvinnu og samruna eins og í mjólkinni eða taka upp sömu reglur og gilda í Evrópu Meira

Fjör í frosti Fyrir tveimur vikum hrelldi ofurkuldi Breta. Í Aberdeen-skíri fór frostið niður í 23 stig og hafði ekki mælst meira í Bretlandi í 25 ár.

Golfstraumurinn missir máttinn

Straumurinn hefur mikil áhrif á veðurfar • Veikingin sögð fordæmalaus • Selta hafsins minnkar Meira

Nefndarfundur Salmond situr fyrir miðju á fundi stjórnskipunarnefndar skoska heimaþingsins í Edinborg í gær. Deilurnar gætu rýrt vonir um sjálfstæði.

Salmond skýtur föstum skotum

Fyrrverandi leiðtogi skosku heimastjórnarinnar, Alex Salmond, gagnrýndi harðlega í gær stjórn fyrrverandi skjólstæðings síns, Nicola Sturgeon. Meira

Forsetahjónin Joe Biden og Jill Biden lentu í Houston í Texas í gær.

Fyrsta herför Joes Bidens

Bandaríkin sendu „ótvíræð skilaboð“ með loftárás sinni í gær gegn uppreisnarmönnum í austurhluta Sýrlands sem njóta stuðnings frá Íran, að sögn Jen Psaki, blaðafulltrúa Hvíta hússins í Washington. Meira

Símanotkun Reglur um afnám reikigjalda farsímanotenda renna út 2022 en framkvæmdastjórn ESB leggur til að þær verði framlengdar um tíu ár.

Sama verð og heima verði framlengt

Sviðsljós Ómar Friðriksson omfr@mbl. Meira

Á toppnum Háhyrningar eru stundum kallaðir úlfar hafsins vegna þess að þeir eru efstir í fæðukeðjunni.

Grindhvalir hrekkja rándýr Atlantshafsins

Ást við fyrstu sýn þegar hún sá hafið sextán ára gömul Meira