Fréttir Laugardagur, 10. júní 2023

Metvelta í stórum greinum

Veitingageirinn velti 146 milljörðum króna í fyrra sem er mesta velta frá upphafi l  Metið féll næstum í gistiþjónustu l  Veitingageirinn vaxið um 45% frá árinu 2015 Meira

Trjágróður Laufblöð eru víða fallin af trjám á göturnar og í garða.

Laufin farin að falla í sumarbyrjun

Mörgum kann að þykja undarlegt að lauf séu fallin af trjám víðs vegar um landið, enda minnir það óneitanlega á haustið. Ástæðurnar eru í grófum dráttum tvær að sögn Hreins Óskarssonar, sviðsstjóra þjóðskóga hjá Skógræktinni Meira

BSRB Auglýsingin sem um ræðir. SÍS krafðist þess að auglýsingin yrði tekin niður en BSRB bar fyrir sig að þau hefðu þegar gert það.

BSRB undirbýr stefnur

Samninganefnd BSRB notaði gærdaginn í að taka saman möguleg verkfallsbrot sem sögð eru hafa verið framin í vikunni. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, sagði í samtali við Morgunblaðið að BSRB myndi undirbúa stefnur gegn sveitarfélögum þegar listinn yrði tilbúinn Meira

Sendiráðið í Moskvu Utanríkisráðherra hefur ákveðið að leggja niður starfsemi sendiráðs Íslands í Moskvu frá og með 1. ágúst næstkomandi.

Forsendur sendiráðsins gjörbreyttar

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur ákveðið að loka sendiráði Íslands í Moskvu frá og með 1. ágúst næstkomandi. Hún segir ákvörðunina eiga sér langan aðdraganda. „Forsendur fyrir starfsemi okkar í Moskvu eru… Meira

EGNOS-kerfið þéttara

Ný leiðréttingarstöð verður reist á Vestfjörðum • Nákvæmnisaðflug að minni flugvöllum verður auðveldara Meira

Sjósókn Skipverjar á Ljósafelli SU 70 taka trollið. Veruleg aukning í veiðiráðgjöf gullkarfa og ýsu mun skila auknum útflutningsverðmætum.

Værðmæti talin aukast

Mikil aukning í ýsu, gullkarfa og síld í ráðgjöf Hafró • Formaður SFS segir tíðindin jákvæð • Framkvæmdastjóri LS telur vonbrigði að hækki ekki meira í þorski Meira

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson

Sáttir við aukningu í síldinni

Ráðlögð aflaaukning í sumargotssíld fyrir næsta fiskveiðiár er 40% miðað við yfirstandandi ár og nemur 92.663 tonnum samanborið við þau 66.195 tonn sem ráðlögð voru fyrir þetta ár. Búast má við að þetta skili á milli 10 og 12 milljarða tekjum fyrir… Meira

Gatnamót Telja að ljósastýrð gatnamót Hringbrautar og Ánanausta verði flöskuháls.

Ósáttir við útkallstíma viðbragðs

Vilja fá slökkvistöð nær Seltjarnarnesi • Ástandið mun versna með nýrri byggð í Skerjafirði • Ljósastýrð T-gatnamót við JL-húsið munu tefja viðbragðsaðila enn frekar • Þungar áhyggjur af samgöngum Meira

Við störf Atvinnuleysi í maí fór niður í 3% og minnkaði úr 3,3% í apríl.

Spáð er að atvinnuleysi fari niður fyrir þrjú prósent í júní

Skráð atvinnuleysi á landinu var 3% í maí og minnkaði úr 3,3% í apríl. Hlutfallslega hefur atvinnuleysið ekki mælst minna frá því í kringum áramótin 2018-2019 en það fór síðast undir 3% mörkin í desember 2018 og var 3% í janúar 2019 Meira

Stærsta skip sem hingað hefur komið

Skemmtiferðaskipið MSC Virtuosa er stærsta skip sem komið hefur hingað til lands í brúttótonnum. Skipið, sem var smíðað árið 2019 og er í eigu MSC Cruises, er 181.151 brúttótonn að stærð og 331 metri á lengd Meira

Hallir undir stafræn gögn?

Kosturinn við stafræn gögn er að þau taka minna pláss en hin áþreifanlegu. Á þessu virðast ekki allir átta sig. Meira

Skoða ókeypis móðurmálsþjónustu fyrir börn Pólverja hér á landi

Borgarráð hefur samþykkt að fela skóla-og frístundasviði að fara í viðræður við Móðurmál og Pólska skólann með það að markmiði að gera þjónustu þeirra gjaldfrjálsa. Pólverjar eru langfjölmennasti hópur innflytjenda hér á landi, en Pólski skólinn var … Meira

Eftirlit Strandlengjan og vatnsverndarsvæði eru íbúum mikilvæg.

Eitt heilbrigðiseftirlit verði á höfuðborgarsvæðinu

Formlegar samningaviðræður að hefjast til að efla eftirlitið Meira

Árás Dómurinn var þyngdur um tvö ár vegna alvarleika brotsins.

Dómur yfir Nazari þyngdur um 2 ár

Landsréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Nazari Hafizullah vegna tilraunar hans til að ráða samstarfsfélaga sínn af dögum við vinnusvæði á Seltjarnarnesi þann sautjánda júní á síðasta ári, en refsing hans var þyngd um tvö ár miðað við dóm héraðsdóms Meira

Raddir Kári og Rósa fara yfir sviðið. Raddir þeirra líkjast væntanlega röddum forfeðra þeirra.

Sýnt fram á að röddin erfist

Tímamótarannsókn hjá Íslenskri erfðagreiningu • Raddsýni tekin úr þúsundum Íslendinga í heilsurannsókninni • Er hægt að finna breytanleika í erfðamenginu sem tengist flámæli? Meira

Hætta Viðsjár við Jökulsárlón og styrkja þarf björgunarliðið.

Vilja bæta öryggismál í Öræfum

Ferðamannafjöldi í Skaftafelli og nágrenni • Innviðirnir eru þandir • Meira þarf en fáliðaða björgunarsveit sjálfboðaliða • Almannavarnir vilja styrkja viðbragð á landfræðilegri miðju Suðurlandsins Meira

Áhyggjur vegna opinna vinnurýma

Félag sjúkrahúslækna hefur lýst yfir þungum áhyggjum vegna yfirlýstrar stefnu stjórnvalda og áforma um opin vinnurými lækna á heilbrigðisstofnunum. Þá segir í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi að félagið telji breytinguna ekki geta tryggt… Meira

Þorsteinn Húnfjörð

Þorsteinn Guðmundur Húnfjörð bakarameistari lést á líknardeild Landspítala 6. júní sl., níræður að aldri. Þorsteinn fæddist 3. febrúar 1933 á Ólafsfirði en ólst upp á Blönduósi hjá móður sinni, Ingibjörgu Guðrúnu Sigurðardóttur, en faðir hans var Valur Nordahl Guðmundsson listamaður í Kaupmannahöfn Meira

Rannsóknir Jóhanna hefur rannsakað samspil mjólkurneyslu og krabbameinshættu seinna á ævinni.

Mjólkurdrykkja minnkar til muna

Íslendingar eru í tólfta sæti í mjólkurdrykkju • Mjólkurneysla farin úr sjö glösum yfir í eitt glas á dag • Óþarft er að drekka mjólk alla daga • Ekki vör við skortseinkenni meðal almennings Meira

Heima Vinnubátur frá Sjótækni dregur fóðurprammann Svanborgu síðasta spölinn til hafnar á Bíldudal.

Arnarlax kaupir tvo fóðurpramma af stærstu gerð

Arnarlax hefur keypt tvo nýja fóðurpramma af stærstu gerð. Annar er kominn til hafnar á Bíldudal og þar verður móttaka á morgun, sunnudag, og honum gefið nafn. Hinn kemur eftir helgi. Heildarfjárfesting Arnarlax í þessum tveimur tækjum er rúmur milljarður Meira

Akureyri Svona verður gagnaverið að Hlíðavöllum fullbyggt.

Gagnaver atNorth opnað á Akureyri

Kostnaður um þrír milljarðar króna • Fyrsti áfangi risinn Meira

Tálknafjörður Margt bendir til samruna Tálknafjarðar og Vesturbyggðar.

Sjá tækifæri í sameiningu

Nýverið voru haldnir íbúafundir vegna sameiningarviðræðna Tálknafjarðar og Vesturbyggðar. Að sögn Ólafs Þórs Ólafssonar, sveitarstjóra Tálknafjarðarhrepps, fór fram kynning á markmiði sameiningarinnar auk þess sem íbúum gafst færi á að gera grein… Meira

Mikil sjálfvirkni við laxaslátrun

Arctic Fish fjárfestir fyrir 4-5 milljarða í nýju laxasláturhúsi í Bolungarvík • Fyrstu reynsluslátrun lokið en starfræksla vinnslunnar hefst um mánaðamót • Afkastar 30 tonnum á klukkustund Meira

Flugskýli Unnið er að viðgerð á vélinni hans Jiris í flugskýli sem staðsett er við flugvöll Fisfélagsins á Hólmsheiði.

Flugmaður í ógöngum í Nýjadal

Stefndi á að fljúga frá Tékklandi til Kanada • Ekki kunnugt um að flugvöllurinn í Nýjadal væri úr alfaraleið á þessum árstíma • Farið var í björgunarleiðangur á sjö vélum Fisfélagsins Meira

Fiskur Uppbygging landeldisstöðvar Landeldis í Þorlákshöfn er í fullum gangi. Fyrsta slátrunin var í vikunni.

12 milljarða hlutafjáraukning

Stoðir bæta við sig 4 milljörðum • Horn 4 nýr inn með þrjá milljarða • Skráning í Kauphöll 2025 • Eitt af þremur stórum verkefnum • Minna rauður • Sjórinn einstakur án aðskotaefna • Sérhæfing Meira

Vopnasafn Árásardrónar frá Íran, líkt og þessir sem sjást á myndinni hér fyrir ofan, hafa valdið miklum usla yfir Úkraínu sl. mánuði. Rússar hafa beitt vopnum sem þessum ósjaldan gegn almennum borgurum í landinu.

Vinna náið með Kína og Íran

Rússar segja samstarf við Kína á sviði hermála auka stöðugleika á heimsvísu og vilja framleiða íranska árásardróna heima fyrir • Verksmiðja opnuð eftir áramót Meira

Luftwaffe Þýskur orrustuflugmaður býr sig undir flugtak.

Stærsta flugæfing í sögu NATO

Varnaræfing Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Þýskalandi, Air Defender 2023 (AD23), hefst næstkomandi mánudag. Er um að ræða umfangsmestu æfingu flugherja bandalagsins í sögu NATO. Alls taka 250 flugvélar frá 25 aðildarríkjum NATO þátt í henni Meira

Veltan af veitingasölu aldrei verið meiri

Velta í veitingasölu og -þjónustu nam tæplega 146 milljörðum króna í fyrra og hefur aldrei verið meiri. Hefur veltan aukist um 45% frá árinu 2015 er hún var 100,5 milljarðar króna. Þetta má lesa úr tölum Hagstofunnar sem sóttar eru í virðisaukaskattsskýrslur fyrirtækjanna Meira

Í Ósló Frá vinstri: Trausti Víglundsson, Finnur Gauti Vilhelmsson, Benedikt E. Birnuson, Axel Árni Herbertsson, þjálfari og liðsstjóri framreiðslunema, Hinrik Örn Halldórsson, Marteinn Rastrick, Gabríel Kristinn Bjarnason, þjálfari og liðsstjóri matreiðslunema, og Ólafur Jónsson hjá Nemastofu atvinnulífsins, Iðunni fræðslusetri.

Uppbygging og gæði

Trausti Víglundsson í veitingabransanum í tæplega 60 ár • Norræn nemakeppni • Bjartsýnn á framhaldið Meira