Þróun á ávöxtunarkröfu ríkisskuldabréfa gefur til kynna aukna bjartsýni fjárfesta • Hefur jákvæð áhrif á vaxtakjör ríkisins • Gera ráð fyrir minnkandi verðbólgu Meira
Fjölmargar tillögur um sparnað og hagræðingu í nýrri skýrslu KPMG um menningarhúsin í Kópavogi l Starfsemi Náttúrufræðistofu og Héraðsskjalasafns endurskoðuð með tilliti til lögbundinna verkefna Meira
Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni, segir snjóflóðahættu litla þótt mörg snjóflóð hafa fallið í gær á Austfjörðum. Hins vegar verði líklega krapaflóðahættan ennþá fyrir hendi út daginn í dag Meira
„Krónan elskar hollar og ferskar matvörur og því er það okkur sönn ánægja að kynna til sögunnar fyrsta grænmetispáskaeggið,“ segir Fanney Bjarnadóttir, verkefnastjóri lýðheilsumála hjá Krónunni, en verslun Krónunnar í Lindum byrjar í dag með nýjung á páskaeggjamarkaðnum Meira
Öllu starfsfólki sagt upp • Hvorki vef né blaði verður haldið úti • Útsendingum Hringbrautar verður hætt en DV.is verður áfram til • Torg ehf. gjaldþrota Meira
Kennarar hafa ekki lokið kjaraviðræðum við viðsemjendur hjá ríki og sveitarfélögum en Kennarasambandið hefur verið í samfloti með öðrum heildarsamtökum á opinberum markaði. „Það eru ennþá viðræður í gangi Meira
Fyrirhuguð útvíkkun Íslands á EES-samningnum felur ekki í sér framsal á löggjafarvaldi, að sögn utanríkisráðherra. Eins og fram kom í Morgunblaðinu sl. mánudag hefur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir lagt fram frumvarp til breytinga á lögum um… Meira
Tilkynningum til barnaverndarþjónusta á landinu vegna meintrar vanrækslu á börnum, áhættuhegðunar og ofbeldis gegn börnum fjölgaði um 3,2% í fyrra frá árinu á undan. Fjölgaði tilkynningum vegna áhættuhegðunar til að mynda um 6% en tilkynningum vegna … Meira
Hlutafjáraukning Ice Fish Farm upp á 44 milljónir evra sem svarar til 6,5 milljarða íslenskra króna gekk út á einum degi. Núverandi hluthafar skrifuðu sig fyrir megninu af útboðinni fjárhæð en einnig bættust nýir hluthafar í hópinn Meira
Miklar umræður á þingi sveitarfélaga • Fyrsta skrefið tekið í jöfnun launa • 1.800 milljónir greiddar út 1. október Meira
Vísindaveiðar á rjúpu fara fram á Mosfellsheiði í dag. Tuttugu veiðimenn fá að ganga til rjúpna og má hver og einn skjóta allt að þrjár rjúpur. Ástæðan fyrir veiðinni er fyrst og fremst til að kanna ástand fuglanna og kortleggja útbreiðslu fuglaflensu í norðlægum löndum Meira
Hreinsunarstöð fráveitu Hveragerðisbæjar annar ekki því sem rennur frá bænum • Ný hreinsistöð kostar milljarð • Rakið til mikillar fjölgunar íbúa og ferðamanna • Veiði stöðvuð Meira
Stjórnendur tveggja af minnstu háskólum landsins, Háskólans á Hólum í Hjaltadal og Háskólans á Bifröst í Borgarfirði, hafa átt í óformlegum viðræðum sín í milli og við embættismenn háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins um náið samstarf Meira
Nú í vikunni veitti Myndstef alls 17 styrki til listverkefna og í pakkanum voru alls 10 milljónir króna. Þetta var sérstök aukaúthlutun til viðbótar hinni árlegu styrkveitingu Myndstefs. Styrkfjárhæðir nú voru því veglegri en endranær en í boði voru … Meira
Kiwanisklúbburinn Jörfi í Reykjavík heldur sína klúbbfundi í húsnæði Hjálpræðishersins við Suðurlandsbraut, og styrkir í leiðinni starfsemi Hjálpræðishersins. Klúbburinn bauð öllum Kiwanisklúbbum á Freyjusvæði til fundar á dögunum Meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir ekkert benda til að verð nýrra íbúða muni hækka um 5%, líkt og Samtök iðnaðarins halda fram, vegna lækkunar á endurgreiðslu vegna framkvæmda við íbúðarhúsnæði Meira
Íslenska heilbrigðistæknifyrirtækið Sidekick Health mun taka þátt í að móta bandarískt þjóðarátak gegn krabbameini. Joe Biden Bandaríkjaforseti og dr. Jill Biden forsetafrú kynntu nýverið átakið, sem ber yfirskriftina The Cancer Moonshot intiative Meira
Rauðsvík mun á næstu mánuðum hefja smíði íbúða og hótelturns við Skúlagötu í Reykjavík • Framkvæmdastjóri Rauðsvíkur gerir ráð fyrir mikilli eftirspurn eftir hótelíbúðum á reitnum Meira
Lúxus- og sportjeppinn Audi Q8 e-tron verður frumsýndur hjá Heklu á Laugavegi 174 í Reykjavík í dag, laugardag, milli kl. 12 og 16. Audi Q8 e-tron er arftaki Audi e-tron sem var frumkvöðull í sínum flokki Meira
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, kom ásamt frú Elizu Reid í opinbera heimsókn í Mýrdalshrepp í byrjun vikunnar. Þau heimsóttu fjölmörg fyrirtæki á svæðinu og mættu á árshátíð Víkurskóla þar sem krakkarnir sýndu leikritið um Emil í Kattholti Meira
Volodimír Selenskí Úkraínuforseti hét því í gær að Úkraínumenn myndu sigrast á innrás Rússa, en þá var þess minnst að eitt ár var liðið frá því að rússneski herinn hvarf á brott frá bænum Bútsja í nágrenni Kænugarðs Meira
Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins sagði í gær að Finnland myndi verða fullgildur aðili að bandalaginu á næstu dögum, en tyrkneska þingið samþykkti samhljóða í fyrrakvöld að staðfesta umsókn landsins að bandalaginu Meira
Ákærudómstóll í Manhattan gaf út ákæru í fyrradag á hendur Trump • Grunaður um að hafa misfarið með fjármál forsetaframboðs síns 2016 • Repúblikanar segja ákæruna runna af pólitískum rótum Meira
Vignir Ö. Hafþórsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, segir mega gera ráð fyrir að atvinnuleysi verði að meðaltali 2,4% í sumar. Það sé minnsta atvinnuleysi yfir sumartímann á Íslandi síðan 2017 og 2018 Meira
Ljósmyndari landbúnaðar á Laxamýri • Fréttaritarinn opnar sýningu á Húsavík í dag • Hringrásin er eilíf Meira