Fréttir Fimmtudagur, 23. maí 2019

Samþykkt í útlöndum, hafnað hér heima

„Sjúkratryggingar samþykktu að greiða fyrir aðgerð á vinstra brjóstinu en ég átti sjálf að borga fyrir aðgerð á því hægra og það var vegna þess að ég hafði greinst með krabbamein í því. Meira

Upptaka Báru ólögleg

Persónuvernd úrskurðar að upptökur á samtölum þingmanna á veitingastaðnum Klaustri hafi verið ólögmætar Meira

Verð Geysissvæðis ákvarðað

Ríkið skal greiða 1,2 milljarða fyrir kaup á tveimur þriðju hlutum hverasvæðisins við Geysi í Haukadal • Sáttir við að niðurstaða er fengin segir fulltrúi landeigenda Meira

List Styttan af Jackson og Bubbles var sýnd í Listasafni Íslands 2004.

Listaverk að seljast fyrir metverð

Það vakti athygli þegar skúlptúrinn „Kanína“ eftir Jeff Koons seldist á 11,3 milljarða króna 15. maí. Það var met fyrir verk eftir listamann á lífi. Gunnar B. Meira

Bára Halldórsdóttir

Hljóðupptökur á Klaustri úrskurðaðar ólögmætar

Persónuvernd telur upptökurnar ólögmæta rafræna vöktun Meira

Þungbært að sitja undir ásökunum

„Það er starfsmönnum skrifstofu Alþingis þungbært að sitja undir ásökunum um að greiða tilhæfulausa reikninga og gæta ekki að meðferð almannafjár,“ segir í yfirlýsingu frá skrifstofu Alþingis í tilefni af umræðu á þingfundi í fyrradag þar... Meira

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Hvorugt bréfið dró ESB-umsóknina til baka

Bréfið, sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, sendi Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í lok mars 2015 til þess að árétta stefnu ríkisstjórnar hans vegna umsóknar Íslands um inngöngu í sambandið frá 2009 fól ekki í sér að umsóknin væri dregin til baka. Meira

Hilmar Harðarson

80% félagsmanna ASÍ samþykktu

Félögin sem stóðu að lífskjarasamningum samþykktu samningana • Járniðnaðarmenn á Ísafirði voru þeir einu sem felldu • Framhaldið verður ákveðið á fundi félagsins á Ísafirði annað kvöld Meira

Undrabrekka Fyrirmynd leikskólans sem teiknaður er á horni Suðurstrandar og Nesvegar er barnshöndin.

Tillaga Andrúms vann

Hönnunarsamkeppni um nýjan leikskóla á Seltjarnarnesi • 27 tillögur bárust frá innlendum og erlendum arkitektum Meira

Alþingi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og félagar hans í þingflokknum eru í aðalhlutverki á maraþonfundum í þinghúsinu.

Bætt við tveimur kvöldfundum á Alþingi

Stefnt að þingfrestun 5. júní • Gæti þurft að funda lengur Meira

Akureyri Spáð er frosti og jafnvel snjókomu fyrir norðan og austan.

Snjókoma í kortunum um helgina

Hánorrænt heimskautaloft frá Austur-Síberíu á leiðinni Meira

Norrænir borgarstjórar Borgarstjórar höfuðborga Norðurlandanna, þau Anna König Jerlmyr, Raymond Johansen, Frank Jensen, Anni Sinnemäki og Dagur B. Eggertsson á ráðstefnunni Framtíð borganna, sem stendur yfir í Ósló.

Borgirnar verði endurhannaðar

Borgarstjórar höfuðborga Norðurlandanna funda um baráttuna gegn loftslagsbreytingum • Borgarstjóri Reykjavíkur boðar umdeildar ákvarðanir • Spáir vaxandi róttækni í loftslagsmálum Meira

Stefán Einar Stefánsson

Nýjar upplýsingar í bók um ris og fall flugfélagsins WOW air

Þriðjudaginn 28. maí nk. gefur Vaka-Helgafell út bókina WOW - Ris og fall flugfélags eftir Stefán Einar Stefánsson, viðskiptafréttastjóra á Morgunblaðinu. Meira

Steingrímur J. Sigfússon

Heimild ráðherra til launahækkana skert

Hækkun launa miðist aðeins við staðfesta útreikninga Hagstofunnar Meira

Brjóstaskurðaðgerð Viðmælandi Morgunblaðsins fór í aðgerð á sjúkrahúsí á Englandi í gær á báðum brjóstum sínum á kostnað Sjúkratrygginga, sömu aðgerð hjá sama lækni og SÍ hafnaði að greiða fyrir hér á landi. Hún er með krabbamein í öðru brjóstinu og lét fjarlægja hitt til að fyrirbyggja krabbamein.

Verið að refsa mér fyrir krabbameinið

SÍ vildu greiða fyrir aðgerð á vinstra brjósti konu á Klíníkinni en ekki fyrir það hægra • Skrýtin birtingarmynd greiðsluþátttökukerfisins • Er ekki að borga mig fram fyrir röð eða losna við biðlista Meira

Skemmtilegt að skrifa um hesta

Ásdís Haraldsdóttir heldur úti fræðsluvef um hestamennsku • Segir að vantað hafi upplýsingar fyrir almenna hestamenn • Hagsmunir þeirra vilji gleymast í umræðu um mót og keppni Meira

Sundahöfn Í sumar verður enn eitt metárið í komum skemmtiferðaskipa. Þetta færir höfnunum auknar tekjur.

Borgin vill hærri arðgreiðslur

Reykjavíkurborg er langstærsti eigandi Faxaflóahafna með 75,6% hlut • Telur að fjárbinding í félaginu sé hærri en það geti ávaxtað með góðu móti • Skipum hefur fjölgað og þau eru stærri Meira

Bryggjuhverfi vestur Hið nýja hverfi mun rísa á landi sem Björgun hefur mótað með stórvirkum tækjum. Jaðar landfyllingar er styrktur með grjóti til að vernda byggðina fyrir ágangi sjávar.

Íbúðabyggð á landfyllingum

Bryggjuhverfi vestur verður nýtt hverfi við Elliðaárvog • Bryggjuhverfi austur er fullbyggt • Reiknað með húsnæði sem þekur allt að 150 þúsund fermetra • Íbúðabyggð og nærþjónusta Meira

Jökulstál Jöklar eru síbreytilegir enda bráðna þeir og ummyndast á degi hverjum. Þeir draga upp hinar ólíkustu myndir af kynjaverum eins og sjá má á þessum sem eru í Breiðamerkurjökli.

Tímamót með nýrri siglingaleið

Ráðstefna um viðskipti á norðurslóðum í sendiráði Íslands í Washington í dag • Utanríkisráðherra vill að miðstöð leitar og björgunar á svæðinu verði á Íslandi Meira

Hellnar Kjarvalströð sem þessi fallegu hús standa við er nefnd eftir Jóhannesi Kjarval listmálara sem hér var mikið.

Fyrir jökul

Yst á Snæfellsnesinu • Hverfandi jökull, huldir hellar og hátt mastur Meira

Kraftar Jón Björnsson þjóðgarðsvörður hér við steininn Fullsterk.

Fáir valda Fullsterk

Á Djúpalónssandi láta margir reyna á mátt sinn og megin. Steinarnir þar eru þrír; Fullsterkur er 155 kíló að þyngd, Hálfsterkur 140 kíló, og Hálfdrættingur er 49 kíló. Fjórði steininn, Amlóði, var 23 kíló og brotnaði fyrir löngu. Meira

Bjart Góð birta kemur frá firðinum. Stóra verkið til vinstri, Apparizione, er eftir Sigmar Polke en það er frá 1992.

Fylgir eldlínu samtímalistarinnar

Astrup Fearnley-nútímalistasafnið í Ósló hefur styrkt stöðu sína í stjórnartíð Gunnars B. Kvaran • Er nú eitt helsta safn nútímalistar í Evrópu • Listheimurinn er nú margpóla sem skýrir metverð Meira

Hvítagullið Nóg er af rekaviði á Sauðanesi á Langanesi.

Reki frá Langanesi til Berlínar

Ólafur Elíasson ætlar að búa til listaverk úr ósöguðum íslenskum rekaviði Meira

Búnaður Eftir langa og dygga þjónustu eru hjólin hætt að snúast.

Nær aldar gamall hverfill úr umferð

Gufustöðin í Bjarnarflagi er elsta jarðhitastöð Íslands Meira

Heimilað að líkum verði breytt í moltu

Los Angeles. AFP. | Ríkisstjóri Washington-ríkis hefur undirritað lög sem heimila að líkum manna sé breytt í moltu, með það að markmiði að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna bálfara eða greftrana. Washington varð þar með fyrsta ríki Bandaríkjanna til að heimila slíka moltugerð úr líkum. Meira

Theresa May á þinginu í gær.

Heimta tafarlausa afsögn

Þingmenn og ráðherrar í Íhaldsflokknum í Bretlandi lögðu í gær fast að Theresu May forsætisráðherra að segja af sér þegar í stað vegna óánægju með síðustu tilraun hennar til að fá neðri deild þingsins til að samþykkja brexitsamning hennar við... Meira

Ánægja Stjórnarþingmenn þakka góðu samstarfi oddvitanna, Bjarna, Katrínar og Sigurðar Inga, þann góða anda sem ríki á stjórnarheimilinu.

Gengur vel þrátt fyrir skiptar skoðanir

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur var mynduð 30. nóvember 2017 og verður því eins og hálfs árs í næstu viku. Segja má að í megindráttum hafi stjórnin átt nokkuð farsæla og átakalitla 18 mánuði, þótt viss núnings gæti á milli flokka í ákveðnum málum. Meira

Er þetta eðlilegt? Íslensk kona sendir spurningu til Valdimars og veltir fyrir sér hvort hún sé með ástarþrá.

Er ég með ástarþrá?

Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá konu sem veltir því fyrir sér hvort hún sé með ástarþrá. Meira

Sigur Það var kokteillinn „Grapefruit & Tonic“ sem bar sigur úr býtum.

Sumarkokteillinn í ár

Bestu barþjónar landsins háðu einvígi á dögunum þegar keppt var um Sumarkokteil Finlandia 2019. Meira

Fallegt Glerið hefur grænan undirtón en öðrum litum er náð fram með úðun.

Endurunnið gler hjá Bitz

Borðbúnaður frá Bitz hefur notið mikilla vinsælda hér á landi og nú bætist við skemmtileg glerlína sem heitir Kusintha. Glerið er endurunnið og kemur í fallegum litum sem passa vel við núverandi Bitz-borðbúnað. Meira

Díva Hera á sviði í Eurovision-keppninni árið 2010.

Skellti sér á Eurovision í leiðinni

Börnin sem búa í SOS Barnaþorpunum hafa átt erfitt líf. Hera Björk söngkona segir að verkefni Barnaþorpanna sé að leiða börnin í gegnum æskuna og skila þeim heilsteyptum út í lífið. Meira

Listmálarinn Þórhallur Sigurðsson, Laddi, við nokkur verka sinna en hann opnar málverkasýningu á morgun.

Fígúrur Ladda eru ekki alveg mennskar

Þúsundþjalasmiðurinn Þórhallur Sigurðsson er engum líkur enda hefur listamaðurinn farið í fleiri hlutverk en gengur og gerist í listasögunni. Meira