Fréttir Mánudagur, 26. febrúar 2024

Vaxandi óánægja með heilsugæsluna

Ánægja skjólstæðinga heilsugæslustöðvanna á höfuðborgarsvæðinu fer minnkandi samkvæmt gæða- og þjónustukönnun sem gerð var fyrir Sjúkratryggingar Íslands. Niðurstöðurnar voru kynntar hlutaðeigandi á fundi með rannsóknarfyrirtækinu Maskínu í byrjun mánaðarins Meira

Komin í nýjan raunveruleika

Kvikan sem kom upp með eldgosinu 8. febrúar er gjörólík þeirri sem myndaði hraunbreiðurnar á Reykjanesskaganum fyrir mörg hundruð árum. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur að þetta kunni að skýrast af því að möttulstrókurinn undir landinu… Meira

Dagmál Karl Steinar ræddi m.a. umhverfi lögreglu hér á landi.

Nýta sér bága stöðu flóttafólks

Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn á alþjóðasviði ríkislögreglustjóra, segir að ekki sé hægt að útiloka að hér á landi séu einstaklingar sem tengjast hryðjuverkasamtökum. Karlmaður sem var búsettur á Íslandi ásamt fjölskyldu sinni var… Meira

Skróp Gjaldið er algengara þar sem aðeins er boðið upp á samsettan seðil.

Skrópið gæti kostað meira en máltíðin

Fleiri veitingastaðir farnir að taka upp tryggingargjald Meira

Við störf Unnið að lagningu hjáveitulagnarinnar á dögunum.

Gömul lögn fær nýtt líf

Á laugardaginn tókst að koma heitu vatni á í Grindavík á nýjan leik með því að leggja hjáveitulögn. „Ákveðið var að endurnýta gamla lögn sem var í notkun þegar eldgosið byrjaði 14. janúar,“ segir Sigrún Inga Ævarsdóttir samskiptastjóri HS Veitna sem annaðist framkvæmdina Meira

Menntun Mikil aukning hefur verið á námsefni á ensku. Doktorsnemi telur að endurhugsa þurfi hlutverk enskukennarans í grunnskólum.

Enskunotkun við kennslu eykst

Umfang námsefnis á ensku í félagsfræði og náttúrufræði kom á óvart • Nauðsynlegt að efla fagmál nemenda svo þeir skilji texta betur • Telur tilefni til að endurskoða hlutverk enskukennarans Meira

Gæti farið inn fyrir varnargarðana

Veðurstofa Íslands mun auka vöktun á Reykjanesskaganum strax í dag þar sem landris í Svartsengi mun sennilega ná sömu hæð og fyrir síðasta eldgos í þessari viku. Þetta segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands, í samtali við Morgunblaðið Meira

Hraun Eldgos hófst snemma morguns þann 8. febrúar milli Sundhnúks og Stóra-Skógfells. Hraunið rann yfir Grindavíkurveg og til Svartsengis, og yfir Njarðvíkuræðina sem flutti heitt vatn til bæja á Reykjanesskaganum.

Eldgosin sex eru enn ráðgáta

Óljóst hvað veldur því að kvikan er ólík kviku frá fyrri gosskeiðum á Reykjanesskaga • Möttulstrókurinn kann að vera að verki, með ófyrirséðum afleiðingum • Svartsengisvirkjun gæti enn farið undir hraun Meira

Björn Bjarnason

Frumkvæðið verður ekki af þeim tekið

Björn Bjarnason skrifar á heimasíðu sinni undir fyrirsögninni „Nýtt átak í útlendingamálum“ um nýtt frumvarp dómsmálaráðherra sem boðað var 20. febrúar þegar ríkisstjórnin lagði fram „heildarsýn í útlendingamálum“. Meira

Smábókasafn Hér getur fólk tekið og skilið eftir bækur að vild.

Safnið vissulega á vegum borgarinnar

Vesturbæingurinn Sigríður Rut Hreinsdóttir óttast að smábóka­safnið í hverfinu, skápur þar sem íbúar geta skilið eftir og sótt sér nýjar bækur að vild, verði fjarlægt þar sem skápurinn þarfnist viðgerðar Meira

Samningaviðræður Fundað verður í Karphúsinu klukkan níu í dag.

Náðu ekki að semja um helgina

Forsenduákvæðið komið í höfn l  Hægagangur við samningaborðið Meira

Valgerður Lísa Sigurðardóttir

Stuðningur á meðgöngu mikilvægur

Konur í námi virðast vera í meiri hættu á að upplifa áfall eða neikvæðar tilfinningar við eða eftir fæðingu. Þetta kemur fram í niðurstöðum doktorsverkefnis Valgerðar Lísu Sigurðardóttur, ljósmóður og lektors við Háskóla Íslands Meira

Vöktun Fylgst er grannt með framvindunni á Reykjanesskaga úr stjórnstöðvum þar sem línur eru jafnframt lagðar um björgunarstörf.

Verstu sviðsmyndirnar geta raungerst

„Einu má gilda hvar land er skipulagt og mannvirki eru byggð; náttúruvá er viðfangsefni sem iðulega þarf að taka tillit til og því þarf að bregðast við og lifa samkvæmt því,“ segir Ólafur Árnason forstjóri Skipulagsstofnunar Meira

Fundu fornleifar frá víkingaöld

Fornleifafundur á Kjalarnesi vorið 2022 • Minjastofnun hefur lokið rannsókn • Brautarholt er landnámsjörð, fornt höfuðból og kirkjustaður • Fyrstu fornleifar frá landnámsöld sem finnast á Kjalarnesi? Meira

Hvalur Sandlægja stekkur í Kyrrahafi við Los Cabos í Mexíkó. Ný rannsókn varpar nýju ljósi á söng skíðishvala.

Hljóðmengun ógn við hvali

Ný rannsókn sýnir að barkakýli skíðishvala hefur þróast með einstökum hætti • Vísindamenn segja að setja þurfi skýrar reglur um hljóðmengun í hafinu Meira

Kænugarður Volodimír Selenskí forseti á blaðamannafundinum.

31 þúsund hermenn drepnir

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti greindi frá því í gær að 31 þúsund úkraínskir hermenn hefðu verið drepnir í stríðinu frá upphafi. Þetta sagði hann á ráðstefnu í Kænugarði þar sem þess var minnst að tvö ár væru liðin frá upphafi stríðsins Meira

Hefur stuðlað að lægra verði á bókum

Mikilvægt er fyrir bókaútgefendur á Íslandi að nota tímann meðan þeir fá endurgreiðslur frá ríkinu til að móta framtíðaráform sín. Fram undan séu gríðarlegar breytingar á bókamarkaði, bæði vegna tæknibreytinga en einnig tilkomu gervigreindar Meira

„Þú mátt koma inn, elsku tengdamamma, en töskurnar verða að vera eftir úti!“

Hvers eiga tengdamömmur að gjalda?

Telur að tengdamæður hafi fengið ómaklega útreið   Meira