Fréttir Föstudagur, 18. október 2019

Kostur Verið er að mæla rennsli og rannsaka virkjanakosti um allt land.

HS Orka fær umtalsverða orku frá smávirkjunum

Verður komin í samstarf við 16 smávirkjanir á næsta ári Meira

Skammtímaáhrif talin ólíkleg

„Við höfum farið mjög vandlega yfir þetta mál og eigum ekki endilega von á að það verði mikil skammtímaáhrif af því ef Ísland lendir á gráum lista FAFT,“ sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Meira

Átak í samgöngumálum

Mörgum verkefnum verður flýtt • Unnið verði í einum jarðgöngum á hverjum tíma • Gerð Fjarðarheiðarganga hefjist árið 2022 • Hringtenging fylgi í kjölfarið Meira

Lögreglan Fjöldi mála berst til nefndar um eftirlit með lögreglu.

Fjöldi mála til eftirlitsnefndar

Málum, sem árlega hafa borist nefnd um eftirlit með lögreglu, hefur fjölgað mikið frá því nefndin var sett á stofn fyrir þremur árum. Á árinu 2017 voru málin alls 81, árið 2018 voru þau 100 og það sem af er árinu 2019 hafa nefndinni borist 86 mál. Meira

Framkvæmdir Brúarvirkjun verður tekin í notkun í janúar. HS Orka reisir hana í samvinnu við landeigandann á Brú. Framkvæmdum er að ljúka.

HS Orka kaupir raforku af 13 smávirkjunum

Þrjár bætast við á næsta ári • Uppsett afl verður 42 MW Meira

Stöðin hönnuð fyrir stærri bíla

Framkvæmdir eru í fullum gangi á vegum Olís við gerð nýrrar Ób-stöðvar á Akureyri. Unnið var að því í gærmorgun að koma stærðarinnar birgðatönkum fyrir í grunni stöðvarinnar. Meira

Yfir 200 fengið vernd á þessu ári

Frá upphafi árs til loka september voru umsóknir um hæli hér á landi alls 621. Fjölmennasti hópur umsækjenda er ríkisborgarar frá Írak, Venesúela og Afganistan. Meira

SA 20 ára Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði ársfund SA sem var 20 ára afmælisfundur.

Velmegun og jöfnuður aldrei meiri en nú

Samtök atvinnulífsins fögnuðu 20 ára afmæli með ársfundi Meira

Jaðrakan Fækkar ekki hér á landi.

Fækkun farfugla rannsökuð hér

Farfuglum hefur fækkað um 20-30 prósent í Evrópu á síðustu fimmtíu árum, sérstaklega hvað varðar langdræga farfugla, fugla sem fljúga 2.000 kílómetra eða lengra á milli varp- og ætisstöðva. Meira

Enn utan samkomulags um makrílveiðar

Var gert ljóst að samningur yrði ekki útvíkkaður að svo stöddu Meira

Bombardier Q 400 Vélarnar eru hljóðlátar og afkastamiklar.

Hvorug Bombardier-vélanna seld

Air Iceland Connect er með tvær Bombardier-skrúfuþotur á söluskrá Meira

Lendir Ísland á gráa listanum?

Guðni Einarsson Þór Steinarsson Þórunn Kristjánsdóttir Erla María Markúsdóttir Líklegt þykir að greint verði frá ákvörðun FAFT í dag um hvort Ísland lendir á gráa listanum yfir lönd sem ekki hafa gripið til fullnægjandi aðgerða gegn peningaþvætti og... Meira

Verðlaun Margrét Friðriksdóttir, fulltrúi í stjórn verðlaunasjóðs, Gunnar Stefánsson, stjórnandi verkefnisins Menntunar í ferðatösku, Bernhard Jóhannesson og Kristinn H. Þorsteinsson, fulltrúar Skógræktarfélagsins, Anna Stefánsdóttir, umdæmisstjóri Rótarý, og Jón B. Guðnason, formaður verðlauna- og styrktarsjóðs.

Fræðslusetur og menntun í ferðatösku

Á umdæmisþingi Rótarý á Íslandi, sem haldið var í Kópavogi sl. laugardag, voru veittar viðurkenningar og styrkir úr verðlauna- og styrktarsjóði hreyfingarinnar. Meira

Loftslagsmál Fulltrúar sveitarstjórna og sérfræðingar eru á meðal þeirra sem ávarpa munu gesti fundarins.

Áskoranir framtíðar og loftslagsmál á fundi Samfylkingar

Logi Einarsson segir nauðsynlegt að umbótaöflin myndi næstu ríkisstjórn Meira

Kiwanis Sæunn Sunna Samúelsdóttir frá Eimskip, Ólafur Jónsson, formaður hjálmanefndar Kiwanis, Guðmundur Viðarsson, starfsmannastjóri Vöruhótels Eimskips, og Eyþór Kr. Einarsson, umdæmisstjóri Kiwanis.

65 þúsund hjálmar gefnir á 15 árum

Kiwanishreyfingin fagnaði því á umdæmisþingi í Hafnarfirði nýverið að búið er að taka á móti nærri 65 þúsund reiðhjólahjálmum frá Eimskip á undanförnum 15 árum. Meira

Gæslan Þyrla Gæslunnar kom að góðum notum við flutning á rusli.

Þyrlan flutti tvö tonn af rusli á brott

Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug átta ferðir á miðvikudag með rusl úr friðlandinu í Búðahrauni og úr Beruvík í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli frá strandlengju og upp á veg. Alls flutti þyrlan um tvö tonn af rusli í þessum ferðum. Meira

Bann við tilteknum beislisbúnaði virkar

Alvarlegustu áverkarnir horfnir en þeim vægari fjölgar Meira

Mikill sigur fyrir Johnson? Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, og Michel Barnier, samningamaður ESB, kynna nýjan brexit-samning í Brussel.

Tvísýnt um afdrif nýja samningsins

Boris Johnson kveðst vera vongóður um að breska þingið samþykki brexit-samning við Evrópusambandið • DUP hafnar samningnum • Uppreisnarmenn í Verkamannaflokknum gætu ráðið úrslitum Meira

Árásum hætt? Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, í Ankara.

Tyrkir gera hlé á árásum í fimm daga

Stjórnvöld í Tyrklandi hafa samþykkt að gera hlé í fimm daga á árásum á yfirráðasvæði Kúrda í norðanverðu Sýrlandi og ætla að stöðva hernaðinn alveg ef Kúrdar samþykkja að senda herlið sitt af öryggissvæði sem Tyrkir ætla að koma á sunnan við landamærin... Meira

Á markað Gulrótum pakkað í garðyrkjustöðinni Jörfa á Flúðum. Um tveir þriðju hlutar grænmetisframleiðslunnar koma af Suðurlandi.

Miklir möguleikar til vaxtar í garðyrkjunni

Þessi grein er stærri en ég átti von á, áður en ég fór í þessa vinnu, miklu fleiri rekstraraðilar en ég átti von á og afkoman ótrúlega góð,“ segir Vífill Karlsson, hagfræðingur hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, þegar hann var spurður hvað hefði komið mest á óvart við niðurstöður skýrslu um staðbundið mikilvægi garðyrkju á Íslandi. Meira

StarWars Borðspilarar á X-Wings heimsmeistaramóti í USA, f.v. Freyr Magnússon, Egill Björnsson, Arnar Björnsson, Andri Baldvinsson, Hákon Davíð Halldórsson, Gísli Baldur Bragason og Stefán Gunnar Sveinsson.

Eins og að spila skák og póker á sama tíma

Sjö Íslendingar eru nú staddir í St. Paul í Minnesota-ríki, þar sem fram fer heimsmeistaramótið í X-Wing, borðspili sem hermir eftir flugbardögunum í Stjörnustríðsheiminum. Meira