Fréttir Þriðjudagur, 29. nóvember 2022

Kjaraviðræður Mikið er um að vera í Karphúsinu um þessar mundir.

Viðræður þokast lítið

LÍV, SGS og VR funda aftur með SA í dag • VR mætir aftur þrátt fyrir viðræðuslit eftir síðasta fund • Efnislega ekkert breyst • Hófleg bjartsýni á framhaldið Meira

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra í Kænugarði í Úkraínu. Merking:

Þórdís Kolbrún fundaði með Selenskí í Kænugarði

Segir gagnlegt að sjá stöðuna í Úkraínu með eigin augum Meira

Samningar Viðræðufundur samflots iðn- og tæknifólks og Samtaka atvinnulífsins (SA) stóð frá kl. 10-18 í gær í húsi ríkissáttasemjara.

Stíft fundað í kjaraviðræðum

Samflot iðn- og tæknifólks ekki lýst yfir árangursleysi • Viðræður við Eflingu efnislega á þeim stað sem búist var við • SGS, VR, LÍV og SA funda í dag • SÍS ekki rætt að koma til móts við stéttarfélög Meira

Kjarval seldist á 6,2 milljónir

Alls voru 78 listaverk á uppboði í Gallerí Fold í gærkvöldi. Dýrasta verk kvöldsins var Sumarfantasía eftir Jóhannes S. Kjarval en olíumálverkið seldist á 6,2 milljónir króna. Uppboðshaldarinn Jóhann Ágúst Hansen segir að ekki sé um að ræða met… Meira

Aðgerð á Landspítala Framlög til heilbrigðismála hækka á næsta ári.

Framlög hækka um 37 milljarða

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti fyrir fjárlaganefnd í gær tillögur ríkisstjórnarinnar að ýmsum breytingum á fjárlagafrumvarpi næsta árs við aðra umræðu um frumvarpið, sem fela í sér aukin framlög upp á um 37 milljarða króna til nokkurra veigamikilla málaflokka Meira

Löggæsla Málefni lögreglu hafa verið í brennidepli vegna skipulagðrar glæpastarfsemi, gruns um fyrirhuguð hryðjuverk og einstök stórmál.

Bæta við 2,5 milljörðum í löggæslu

Mesta hækkun um árabil • Stóraukið fé gegn skipulagðri glæpastarfsemi • Minni embætti styrkt • Fangavörðum fjölgað og aðbúnaður bættur • Landhelgisgæslan efld • Meira fé vegna hælisleitenda Meira

Kristrún Frostadóttir

Helminga framlög til húsnæðisuppbyggingar

„Ríkisstjórnin hæstvirt helmingar framlög til húsnæðisuppbyggingar á árinu 2023,“ sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, á Alþingi í gær. Hún sagði að áformin hefðu verið kynnt fjárlaganefnd á fundi í gærmorgun Meira

Kárahnjúkar Vatnsyfirborð Hálslóns er nú miklu hærra en í fyrravetur.

Landsvirkjun græðir á vætunni

Hækkað hefur í lónum á hálendinu í nóvember • Litlar líkur á að grípa þurfi til skömmtunar í vetur Meira

Svindla á stóru netsöludögunum

„Fólk er teymt hingað og þangað um netið og látið samþykkja hitt og þetta. Því miður eru þessir netbófar að verða færari og færari,“ segir Breki Karlsson, formaður Neyt­enda­samtakanna. Talsvert hefur borið á því í kringum stóra söludaga í netverslun að undanförnu að fólk verði fórnarlömb svindlara Meira

Trúnaður á þingi á reiki hjá Pírötum

Nákvæmar reglur fastanefnda gilda um trúnað • Píratar líta svo á að þeir geti „deilt trúnaði“ • Þingmenn hafa áhyggjur af að slíkur trúnaðarbrestur geti breiðst út • Tónninn sleginn á Alþingi Meira

Egilsstaðaflugvöllur Þörf á rúmum 600 milljónum króna ár hvert.

200 krónur í varaflugvallagjald

Skili stjórnvöldum 1.500 milljónum ár hvert sem nýtist í uppbyggingu flugvalla Meira

Baldur Vegagerðin leitar nú að nýrri ferju til Breiðafjarðarsiglinga.

Eitt tilboð barst í Breiðafjarðarferju

Aðeins barst eitt tilboð í að leigja Vegagerðinni ferju til siglinga á Breiðafirði í byrjun næsta árs í stað ferjunnar Baldurs. Vegagerðin auglýsti eftir skipi til siglinga á Breiðafirði, Breiðafjarð­arferju Meira

Flokkun úrgangs Heimili og fyrirtæki eiga að flokka í pappír, plast, almennan úrgang og lífrænan úrgang sem hér er settur í brúna tunnu.

Reglugerð um ruslið vantar

„Staðreyndin er, eins og kemur fram í upplýsingum frá stjórnvöldum, að við eigum afar langt í land með að ná ýmsum markmiðum í úrgangsmálum sem við höfum þegar undirgengist. Nýju markmiðin sem taka gildi um næstu áramót ganga ennþá lengra,“ segir Tryggvi Felixson, formaður Landverndar Meira

Fimm milljónir króna í styrki til staðbundinna fjölmiðla í ár

Níu fjölmiðlar á landsbyggðinni hlutu umræddan styrk í fyrra Meira

Uppbygging Gullna skeljasandsfjaran í Önundarfirði á að draga til sín ferðafólk sem vill baða sig í sjónum.

Sjóböð í Önundarfirði verði segull fyrir túrista

Verða hönnuð inn í umhverfið • Veitingastaður og nudd Meira

Tog Systurskipin Vilhelm Þorsteinsson EA 11 og Börkur NK 122 á togi.

Vilhelm Þorsteinsson dreginn í höfn

„Það koma sérfræðingar á morgun [í dag] og kíkja á skipið til að sjá hvað hafi gerst,“ segir Guðmundur Þ. Jónsson, skipstjóri Vilhelms Þorsteinssonar EA. Skipið strandaði á leið sinni til hafnar í Neskaupstað í gær og þurfti að draga það að bryggju rétt eftir hádegið Meira

Ferðaþjónusta Uppbygging Skógarbaðanna í Eyjafirði kostaði um 1,2 milljarða króna. Opnað var fyrir gesti sl. vor.

Stefna á 3,5 milljarða uppbyggingu

Skógarböðin í Eyjafirði hafa slegið í gegn • Yfir 65 þúsund gestir á fyrsta árinu, sem er yfir væntingum • Hótel á teikniborðinu og hyggjast fá fleiri fjárfesta að borðinu • Skapar fjölmörg heilsársstörf Meira

Eldgosið Þessi loftmynd sýnir hraunstrauminn í Mauna Loa, stærsta virka eldfjalli heims, en þetta er í fyrsta sinn frá 1984 sem fjallið gýs.

Eldgos hafið á Havaíeyju

Eldfjallið Mauna Loa á Havaíeyju tók að gjósa í gærmorgun eða um hálftíuleytið að íslenskum tíma. Eldfjallið, sem er dyngja, er stærsta virka eldfjall í heimi, en það gaus síðast árið 1984. Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna sagði í gær að hraunstraumurinn væri nú að mestu innan sigketils fjallsins Meira

Stórskotalið Úkraínskir hermenn sjást hér hlaupa til eldflaugavagns síns af BM-21 Grad-gerð, eftir að þeir höfðu skotið á vígstöður Rússa í nágrenni Bakhmút. Þurfa þeir að færa sig fljótt áður en svarið berst frá Rússum.

Varað við frekari árásum

Úkraínumenn búa sig undir frekari loftárásir Rússa • Enn harðir bardagar við Bakhmút • Orrustunni líkt við Verdun • Bretar hóta frekari refsiaðgerðum Meira

Peking Mannfjöldi safnaðist saman í gær til að mótmæla dauðsföllum vegna eldsvoðans í Urumqui og ósveigjanlegum Covid-19 reglum.

Þolinmæði ungra Kínverja á þrotum

Eftir gífurleg mótmæli í stærstu borgum Kína frá því á föstudag hafa kínversk stjórnvöld loks tilkynnt einhverjar tilslakanir á harðlínustefnu sinni vegna kórónuveirufaraldursins. Í borginni Urumqui sem telur fjórar milljónir manna má nú ferðast í… Meira

Menning Eliza Reid forsetafrú þakkar Jeannette Menzies, sendiherra Kanada á Íslandi, fyrir bókagjöfina og opnar farandsýninguna.

Samskipti Íslands og Kanada í brennidepli

Sjötta hringborðsumræða sendiráðs Kanada á Íslandi og sendiráðs Íslands í Kanada í samstarfi við Polar Knowledge Canada og Norðurslóðanet Íslands á Akureyri verður á morgun, miðvikudaginn 30. nóvember, og verður hægt að fylgjast ókeypis með henni í… Meira