Fréttir Miðvikudagur, 12. desember 2018

Tugir milljarða í ný hótelherbergi

1.500 ný herbergi í Reykjavík • Hertar reglur um Airbnb Meira

Ný lög um veiðigjöld sett

Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra til laga um veiðigjöld var samþykkt á Alþingi í gær með 32 atkvæðum. 16 þingmenn stjórnarandstöðunnar greiddu atkvæði gegn frumvarpinu og 10 sátu hjá. Meira

Hafarnastofninn hefur styrkst mikið

Óvenjumörg ný hafarnapör urpu á liðnu sumri • 39 ungar komust upp Meira

Yfirlýsing Ágústs „ekki í samræmi við málavexti“

Bára Huld Beck segir lýsingu Ágústs Ólafs ekki í samræmi við sína upplifun • Þingmaður Viðreisnar efast um að málið falli undir siðareglur þingsins Meira

Rukka 1.500 kr. í Vaðlaheiðargöng

„Ég tel að þetta sé sanngjarnt verð. Það er í raun gleðilegt að við skulum hafa forsendur til að verðið sé þó ekki hærra en þetta. Meira

Mönnun nýrra hjúkrunarrýma í óvissu

110 af þeim sem biðu eftir hjúkrunarplássi látnir á árinu Meira

Reynt að ná samkomulagi um frestun

Þingmenn úr stjórnarandstöðu hóta málþófi verði reynt að afgreiða samgönguáætlun fyrir jól • Vinnu að ljúka í umhverfis- og samgöngunefnd • Þrír starfsdagar eftir í þinginu fyrir jólahlé Meira

Báðir játa árás á dyraverði í miðbæ Reykjavíkur

Karlmennirnir tveir sem ákærðir eru fyrir grófa líkamsárás á dyraverði við skemmtistaðinn Shooters aðfaranótt sunnudagsins 26. ágúst sl. hafa játað sök í öðrum tveggja ákæruliða. Meira

Hætta á árekstri innan hafnarinnar

Árekstrarhætta skapaðist rétt fyrir innan innsiglinguna í Reykjavíkurhöfn þegar hvalaskoðunarskipið Eldey og frystitogarinn Brimnes mættust þar fyrir rúmu ári. Meira

Verður Ísland áfangastaður ársins?

Tilnefnt til alþjóðlegra verðlauna innan geira skemmtiferðaskipa Meira

1.500 herbergi að koma á markað

Fjöldi gististaða verður tekinn í notkun í miðborginni 2019-20 • Hóteleigendur bjartsýnir á næsta ár Meira

Lýsti ónæmismeðferð í útsendingu frá Nóbelsathöfninni

Hildur Helgadóttir er yfirlæknir í krabbameinslækningum á Karolinska Meira

Tilboð talsvert undir áætlun

Tilboð hafa verið opnuð í næsta áfanga Urriðaholtsskóla í Garðabæ. Lægstu tilboð voru talsvert undir kostnaðaráætlun, en sex tilboð bárust. Lægsta tilboð í framkvæmdirnar var frá E. Sigurðsson ehf. og hljóðaði það upp á rúmlega 660 milljónir króna. Meira

Blendin viðbrögð við ræðu Macrons

Stjórn Frakklands reyndi í gær að sannfæra þingmenn og almenning um að ráðstafanir, sem Emmanuel Macron forseti hét í sjónvarpsávarpi, ættu að duga til að koma til móts við kröfur svonefndra gulvestunga. Meira

Breytingum á brexitsamningnum hafnað

Merkel sér engan möguleika á að breyta skilmálum brexit Meira

Búa sig tæknilega undir stærri hamfarir

Síðustu fjögur ár hafa verið tiltölulega róleg. Þetta eru alls 18 tjónsatburðir á þeim árum en innan hvers atburðar eru allt frá einu og upp í 56 tjón. Meira

Nikkan leynivopn í skötuklúbbnum

Gísli nýr formaður og stofnandinn Emil heiðursformaður Meira