Fréttir Miðvikudagur, 20. nóvember 2019

Hólsvirkjun Vinna við virkjun í Fnjóskadal stendur nú sem hæst.

Hólsvirkjun að myndast

Framkvæmdir við Hólsvirkjun, 5,5 MW vatnsaflsvirkjun í Fnjóskadal, standa nú sem hæst. Þessa dagana er áhersla lögð á að ljúka lagningu vegar, vatnspípu að stöðvarhúsi og koma stíflum vel á veg. Meira

Hlunnindi ráðamanna verði opinber

Frumvarp til laga um skráningu þeirra hagsmuna sem ráðamenn eiga að gæta og geta haft áhrif á störf þeirra hefur nú verið kynnt á samráðsgátt stjórnvalda. Meira

Saknar dýpri umræðu

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að ár eftir ár sé gefin ný og ný skýring á hallarekstri Landspítalans • Fjárframlög aukin frá árinu 2013 Meira

Akureyri Samherjatogarinn Kaldbakur EA hér í sinni heimahöfn.

Upplýsingaskyldan verði ríkari

Samherji í brennidepli • Ríkisstjórnin grípur til ráðstafana • Tryggja verður orðspor og heilindi • FAO geri úttekt á kaupum fyrirtækja á veiðiheimildum í þróunarlöndum • Skatturinn fær meira fé Meira

Gróðurhvelfing Tölvugerð mynd af gróðurhúsum framtíðarinnar.

Tillögu um íbúakosningu var hafnað í borgarstjórn

Tillaga fulltrúa minnihlutans um atkvæðagreiðslu meðal borgarbúa um byggingu gróðurhvelfingar í Elliðaárdal var felld á fundi borgarstjórnar í gærkvöldi. Meira

Eyjafjöll Rútan fór út í Hofsá en var dregin upp með stórri dráttarvél.

Sjúkraflutningamenn slösuðust í aðgerð undir Eyjafjöllum

23 með rútu úti í Hofsá • Djúpt sár og sprunga í sköflungi Meira

Hröð sala íbúða á Hlíðarenda

Búið er að selja rúman helming 228 íbúða sem komið hafa í sölu á Hlíðarenda. Þær eru í 14 stigagöngum við Smyrilshlíð, Haukahlíð, Valshlíð og Fálkahlíð en salan hófst í sumar sem leið. Meira

Óhefðbundið? Hringtorgið Hagatorg komst í hámæli í síðustu viku.

Sérákvæði opni biðstöðvarnar á ný

Reykjavíkurborg vinnur nú að því að leysa þá stöðu sem upp er komin vegna biðstöðva Strætó við Hagatorg og Hádegismóa • Greindu umferð fólks um Hagatorg • Borgarfulltrúi kallar eftir svörum Meira

Í Hörpu Maria Ressa er þekktur blaðamaður frá Filippseyjum.

Miður sín yfir ástandinu í heimalandinu

Maria Ressa frá Filippseyjum er gestur á Heimsþingi kvenleiðtoga í Hörpu Meira

Guðmundur Ingi Kristinsson

Guðmundur Ingi hefur talað mest allra þingmanna

Það styttist í að haustþingi 150. löggjafarþingsins ljúki og þingmenn fari í jólaleyfi. Nú standa yfir nefndardagar á Alþingi en þingstörf hefjast að nýju á mánudaginn. Meira

400 milljónir á ári vegna sjúklingatrygginga

Umsóknum um bætur vegna mistaka í opinbera heilbrigðiskerfinu fjölgar ár frá ári • 35-40% umsækjenda fá bætur Meira

Utanríkisráðuneytið Nafnið lengist.

Utanríkisráðuneytinu gefið nýtt nafn

Mun heita utanríkis- og þróunarsamvinnuráðuneytið frá næstu áramótum Meira

Suðurbugt Tæki Björgunar, Reynir og Pétur mikli, unnu við dýpkunina.

Miklar endurbætur gerðar á Suðurbugt

Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir í Suðurbugt Gömlu hafnarinnar í Reykjavík að undanförnu. Suðurbugtin er einn þekktasti staður hafnarinnar. Meira

Borgartún Reykjavíkurborg vildi ókyngreind klósett í stjórnsýsluhúsum sínum. Vinnueftirlitið segir það ekki ganga upp og bendir á reglugerð.

Borgin kynjamerki salernin

Vinnueftirlitið tók út salerni hjá Reykjavíkurborg og vísar í reglugerð Meira

Listar afhentir Halldór Jónas Gunnlaugsson á Hundastapa, Brynjar Bergsson á Refsstöðum, Þröstur Aðalbjarnarson á Stakkhamri, Guðrún S. Tryggvadóttir, formaður BÍ, og Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri BÍ.

Bændur vilja semja upp á nýtt

Hópur kúabænda óánægður með það sem felst í samningum um endurskoðun búvörusamninga • Formaður kúabænda svarar fullum hálsi • Rafræn atkvæðagreiðsla á meðal bænda hefst í dag Meira

Fjarkönnun Drónar m.a. notaðir.

Ráðstefna um fjarkönnun haldin í dag

Nýstofnað Fjarkönnunarfélag Íslands efnir í dag til fyrstu ráðstefnu sinnar. Tilgangur félagsins er að stuðla að eflingu fjarkönnunar á landinu og skapa umræðugrundvöll um fræðin og hagnýtingu þeirra. Meira

Hólsvirkjun Unnið er að byggingu stöðvarhúss, skammt frá þjóðveginum um Fnjóskadal. Húsið er að komast upp úr jörðinni og tekur á sig betri mynd á næstu vikum og mánuðum. Vélbúnaðurinn þarf að fá þar skjól í lok janúar.

Reisa virkjun í Fnjóskadal í kappi við Vetur konung

Hólsvirkjun í notkun eftir tæpt ár • Eykur orkuöryggi Eyjafjarðarsvæðisins Meira

Lyf Tekist hefur að minnka notkun svonefndra breiðvirkra sýklalyfja.

Minni notkun sýklalyfja í fyrra

Þrír með bakteríur sem geta verið nær alónæmar fyrir öllum sýklalyfjum Meira

Svanir Hamborgar fluttir á íslausar vetrarstöðvar

Þjóðverjinn Olaf Nieß, sem ber titilinn „svanafaðir“ Hamborgar, setur hnúðsvani í bát til að flytja þá af ánni Alster á vetrarstöðvar þeirra. Meira

Vill innlimun Benjamin Netanyahu (fyrir miðju) skoðar eina af landtökubyggðum gyðinga á Vesturbakkanum.

Talið geta greitt fyrir innlimun

Ríkisstjórn Trumps telur ekki að landtökubyggðir gyðinga á Vesturbakkanum séu brot á þjóðarétti • Nær öll önnur ríki heims og Sameinuðu þjóðirnar telja byggðirnar brot á fjórða Genfarsáttmálanum Meira

Stjórnarráðið Forsætisráðuneytið á að halda skrá yfir upplýsingar um hagsmuni, gjafir og fríðindi og birta þær almenningi að hluta.

Upplýsi hagsmuni, gjafir og fríðindi

Eðlilegt er að almenningur hafi annars vegar upplýsingar um hagsmuni, gjafir og önnur fríðindi æðstu handhafa framkvæmdavalds og hins vegar vitneskju um það hverjir það eru sem sinna hagsmunavörslu.“ Þetta segir í skýringum með frumvarpsdrögum Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvalds í Stjórnarráði Íslands, sem birt hefur verið á Samráðsgátt stjórnvalda. Meira

Formenn Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir, nýr formaður Tannlæknafélags Íslands, og Elín Sigurgeirsdóttir, fráfarandi formaður félagsins.

Jóhanna yngsti formaður tannlækna

Fyrsta stjórn Tannlæknafélags Íslands var kosin 6. nóvember 1927. Kona var fyrst kjörin formaður félagsins árið 2008 en nýkjörinn formaður, Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir, er yngsti formaður félagsins til þessa, verður fertug á næsta ári. Meira