Fréttir Fimmtudagur, 18. október 2018

Miklar brotalamir í samráðskerfum borgarinnar

Ný úttekt sýnir lýðræðisgáttirnar á netinu í lamasessi Meira

Draga sig út úr viðræðum um sameiningu

Sjómannafélag Eyjafjarðar og Sjómannafélagið Jötunn í Vestmannaeyjum hafa dregið sig út úr viðræðum um sameiningu við þrjú önnur félög sjómanna. Ástæðan er ásakanir sem fram hafa komið á forystu Sjómannafélags Íslands. Meira

Fyrir þá sem vilja vakna brosandi

K100 er fyrsta útvarpsstöðin sem hefur dagskrá klukkan sex að morgni og munu Jón Axel Ólafsson, Ágeir Páll Ásgeirsson og Kristín Sif Björgvinsdóttir stýra þættinum Ísland vaknar. Meira

Þarf að huga að auðlindagjaldi

Ráðherra telur miklar líkur á að fjárfestingar erlendra aðila muni aukast á næstunni • Sérstök umræða á Alþingi um fjárfestingar erlendra aðila í ferðaþjónustu og hvaða skorður beri að setja Meira

Stuttar færur í upphafi

Útlit er fyrir það að öll vötn falli til Dýrafjarðar í apríl ef gangagröfturinn gengur jafn vel og til þessa. Eru um það bil 25 vikur þangað til gangamenn slá í gegn, þangað sem vinnu lauk Arnarfjarðarmegin. Byrjað var að sprengja Dýrafjarðarmegin í... Meira

Hrun í bílasölu eftir að krónan gaf eftir

Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, áætlar að sala nýrra fólksbíla hafi dregist saman um 30% síðustu 3-4 vikur. Samdrátturinn hafi hafist eftir að gengi krónu fór að gefa eftir í sumarlok. Meira

Ekkert bólar á kostnaðarmatinu

SA kalla eftir mati stéttarfélaga á kröfugerðum • ,,Erum ekkert að munda reiknivélina um hvað þetta kostar,“ segir formaður SGS • Stefnt er að því að viðræðuáætlanir liggi fyrir upp úr næstu helgi Meira

Tveir hafa fengið skattskrána

Einungis tveir aðilar hafa fengið skattskrá allra Íslendinga yfir 18 ára afhenta frá ríkisskattstjóra og koma þannig til greina sem aðilarnar á bak við vefsíðuna tekjur. Meira

Segist ekki hafa skálað við Kjærsgaard

„Nei, ég skálaði ekki við hana, ég hitti hana ekki einu sinni,“ segir Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, um ummæli Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem féllu undir liðnum störf þingsins við upphaf þingfundar í gær. Meira

Lítið mældist bæði af eldri og yngri loðnu

Heildarmagn loðnu í leiðangri Hafrannsóknastofnunar í september mældist 337 þúsund tonn og þar af var metin stærð veiðistofns vertíðarinnar 2018/2019 um 238 þúsund tonn. Meira

Notandinn í forgangi

Rafvædd, bætt og einfölduð þjónusta er markmið nýrrar þjónustustefnu sem borgarstjórn samþykkti að innleiða á fundi sínum í fyrradag. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg. Meira

Lýðsræðisgáttir eru í lamasessi

Gjörbreyta þarf verkefnum sem Reykjavíkurborg hefur hrundið af stað á undanförnum árum til að auka samráð og þátttöku borgaranna. Meira

Gunnar Smári í forsvari félagsins

Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og eiginmaður Öldu Lóu Leifsdóttur, er í fyrirtækjaskrá skráður stjórnarformaður félagsins Nýr kafli ehf., sem tilgreint er í tilkynningu stéttarfélagsins Eflingar um verkefnið „Fólkið í Eflingu“ frá 12. Meira

Ástríða og mikil vinnusemi

Sigurður Sævar Magnúsarson er ungur myndlistamaður. Í kvöld opnar hann sína 20. einkasýningu; og sýnir þar fígúratíf verk af ýmsum toga. Meira

Landgönguliðar á Reykjanesi

„Þær aðgerðir sem við sjáum hér eru forsmekkur að mun stærri heræfingu sem haldin verður í Noregi og munu þessir landgönguliðar einnig æfa þar,“ segir Stephen M. Meira

Finnst gott að geta dregið mig í hlé

Arnaldur Indriðason gefur út 22. bók sína • Rýfur 500 þúsund eintaka múrinn í sölu á Íslandi • Segir glæpasagnahöfunda hafa þurft að brjóta niður múra í bókmenntaheiminum • Á nóg inni Meira

Dagdvalarpláss mæta ekki þörfinni

Tæplega 800 dagdvalarpláss á Íslandi • Mæta ekki þörfum vaxandi hóps eldri borgara • Dagdvalarheimili geta skipt sköpum fyrir andlega og líkamlega heilsu aldraðra • Seinka sjúkrahúsinnlögnum Meira

Byggðastofnun eignast skip

Byggðastofnun eignaðist farþegaskipið Sailor á nauðungaruppboði sem fram fór hjá sýslumanninum í Stykkishólmi í fyrradag. Sailor hefur verið notað til hvalaskoðunar frá Reykjavík undanfarin ár. Meira

Ísland í leit að skjóli stærri ríkja

Hafa rannsakað samskipti Íslands frá 1940 • Leitin að skjóli feimnismál í íslenskum stjórnmálum Meira

Nefndin krefst frekari útskýringa

Fulltrúi ráðuneytis kallaður fyrir umhverfis- og samgöngunefnd vegna málefna Samgöngustofu Meira

Gengið að öllum kröfum

„Það er ekki óeðlilegt að biðja um að mál sé fellt niður þegar búið er að ganga að öllum okkar kröfum,“ sagði Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness (VLFA). Meira

Málið gegn Hval fellt niður

Verkalýðsfélag Akraness stefndi Hval hf. fyrir Félagsdóm • Krafðist þess að kjarasamningur SGS og SA gilti og starfsmenn mættu velja verkalýðsfélag Meira

Einangrun og einmanaleiki

Fólk með meðaltekjur hefur ekki lengur ráð á að búa í eldri hverfum höfuðborga Norðurlandanna Meira

Íhuguðu af alvöru allsherjar byltingu

Hörður Torfason söngvaskáld segir mótmælendur hafa íhugað að gera allsherjarbyltingu á Íslandi • Gerir upp búsáhaldabyltinguna í nýrri bók • Mótmælendur leituðu Davíðs Oddssonar á sjúkrahúsi Meira

Teigsskógarleiðin alltaf með betra skor

Láglendisleiðin sem Vegagerðin hefur lengi unnið að, svokölluð Teigsskógarleið (ÞH), kemur betur út en leiðin sem norsku sérfræðingarnir lögðu til, í öllum þeim þáttum sem Vegagerðin kannaði í frumathugun sinni. Meira

Tjörn á Klambratúni og sprellikarl í Breiðholti

Árleg íbúakosning um framkvæmdir í Reykjavík, Hverfið mitt, er nú hafin. Borgarbúum gefst kostur á að kjósa á milli verkefna í sínu hverfi sem valin voru úr tillögum íbúa. Meira

Olíubirgðastöðin ekki á förum

Ekki er raunhæft að íbúðabyggð geti risið í Örfirisey fyrr en eftir 15-20 ár • Olíubirgðastöðin hefur leyfi til loka október 2030 • Ekki hefur fundist heppilegri staðsetning fyrir nýja olíubirgðastöð Meira

Styrkja hjartadeild um 18 milljónir

Samningur var undirritaður í vikunni á milli Samtaka fjármálafyrirtækja og Landspítala um að vátryggingafélögin Sjóvá, TM, VÍS og Vörður styrki hjartadeild spítalans um 18 milljónir króna á næstu þremur árum. Meira

Meðalþyngd fjár af fjalli minni en í fyrra

Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Eins og mislitar perlur á bandi rann kindahópurinn eftir túninu við Brekknafjall og stefndi heim að fjárhúsum. Meira

Vilja skoða stöðu barna á Íslandi áratug eftir hrun

Hópur þingmanna hefur lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi um að ríkisstjórninni verði falið að skipa starfshóp til þess að kanna með heildrænum hætti stöðu barna á Íslandi tíu árum eftir hrun. Meira

Gústi guðsmaður í brons

Fæddist í Dýrafirði árið 1897 en bjó á Siglufirði frá 1929-1985 • Var í útgerð með almættinu • Af mörgum talinn helgur maður • Ævisagan væntanleg Meira

Árshækkun vísitölu leiguverðs hefur ekki verið minni síðan í júní 2016...

Árshækkun vísitölu leiguverðs hefur ekki verið minni síðan í júní 2016. Meira

Taldir tengjast krónprinsinum

Áhrifamikill repúblikani á Bandaríkjaþingi hvetur til refsiaðgerða gegn Sádi-Arabíu vegna meints morðs á blaðamanninum Jamal Khashoggi • Donald Trump forseti andvígur refsiaðgerðum Meira

Beðið svara ráðuneyta um ný leyfi

Laxeldisfyrirtækin hafa sótt um bráðabirgðaleyfi til viðkomandi ráðuneyta til að stunda áfram laxeldi í Patreksfirði og Tálknafirði, þrátt fyrir ógildingu úrskurðarnefndar á leyfunum. Meira

Sérfræðingar í sumarfríi?

Hefur formaður utanríkismálanefndar Alþingis ekki um nóg annað að hugsa en að gagnrýna borgarstjórnina í Reykjavík? Meira

Ástin sigrar alltaf allt

Ástin er í forgrunni hjá bresku konungsfjölskyldunni og virðast meðlimir hennar keppast við að binda sig með formlegum hætti. Eugenie prinsessa gifti sig í síðustu viku og er önnur í röðinni á þessu ári sem gengur í heilagt hjónaband. Meira

Hugmyndin kviknaði við eldhúsborðið

Árið 2013 var mjólkurgerðin Arna formlega stofnuð á Ísafirði. Síðan þá hefur fyrirtækið rutt sér til rúms á íslenskum markaði með laktósafríum mjólkurafurðum sem hafa gjörbreytt lífi margra. Færri vita söguna á bak við fyrirtækið og hvaðan nafnið er komið. Meira

Lætur krabbameinið ekki stöðva sig

Guðrún Sigríður Ágústsdóttir, Sirrý, er 44 ára. Hún segir lífið núna enda talar hún af reynslu. Hún greindist með leghálskrabbamein 2010 og aftur 2015 og þá voru henni gefin eitt til þrjú ár. Á næstu dögum nær hún í grunnbúðir Everest. Meira

Fréttamenn séu með allt á hreinu

Ferillinn hefur í raun verið tvískiptur milli starfa á fjölmiðlum og fyrir hjálparsamtök. Í byrjun þessa árs sneri ég aftur á Stöð 2, Vísi og Bylgjuna eftir að hafa verið í allmörg ár hjá Rauða krossinum og kann þeirri breytingu vel. Meira

Bókaskápur í hæð risa

2,34 í Amtsbókasafninu á Akureyri • Jóhann Svarfdælingur og Guðlaugur Arason • Hornsúlan vekur athygli Meira