Fréttir Miðvikudagur, 5. maí 2021

Sigurður Þór Helgason með dróna frá DJI sem kostar um sex milljónir króna.

Eldgosið hefur dýpkað drónamarkaðinn

Sumarið 2017 opnaði Sigurður Þór Helgason fyrstu sérhæfðu drónaverslunina á Íslandi. Veltan hefur síðan margfaldast og stefnir í að verða jafnvel 700 milljónir í ár. Meira

Reykjalundur Margir sjúklingar hafa fengið endurhæfingu þar eftir kórónuveiruveikindi. Myndin er úr safni og tengist ekki Covid sérstaklega.

Endurhæfing eftir kórónuveiruveikindi

Endurhæfing fólks með eftirköst vegna Covid-19 hófst aftur á Reykjalundi í síðustu viku eftir nokkurt hlé. Meira

Hjúkrunarheimili Stytting vinnuvikunnar hækkar launakostnað.

Eykur kostnað um 10-15%

„Við óttumst að þetta muni kosta meira en gert var ráð fyrir í upphafi. Meira

Blíðviðri Áhöfn seglsnekkjunnar A var einkar heppin með veður.

Akureyringar voru sólbakaðir

Nýliðinn apríl var fremur svalur, þurr og hægviðrasamur. Mjög sólríkt var norðanlands og hafa sólskinsstundir aðeins einu sinni mælst fleiri á Akureyri í aprílmánuði. Loftþrýstingur var sérlega hár í mánuðinum. Meira

Farsímar Stefnt er að því að 5G-net Símans nái til flestra fyrir lok 2022.

Síminn gerir nýjan 5G-samning

Síminn hefur skrifað undir nýjan samstarfssamning við sænska fjarskiptarisann Ericsson. Meira

Bólusetning Alma Möller landlæknir fékk bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer í Laugardalshöll í gærmorgun.

Sóttvarnareglur framlengdar um viku

Stefnir í afléttingar eftir viku • Sex smit greindust innanlands • 40 þúsund bólusettir í vikunni Meira

Varnarlið Sjötíu ár eru liðin í dag frá undirritun varnarsamningsins.

Ráðstefna í tilefni varnarsamnings

Varðberg heldur ráðstefnu í dag í tilefni 70 ára afmælis varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. Meira

Breytt fyrirkomulag opinbers stuðnings

Kristján Þór Júlíusson kynnir umræðuskjal til mótunar nýrrar landbúnaðarstefnu á 21. öldinni Meira

Skemmtikraftur Jón Ólafur Þorsteinsson spilar fyrir fólkið á Grund.

Hugsar um gamla fólkið og fækkar mínusunum

Harmonikuleikarinn Jón Ólafur Þorsteinsson hefur verið traustur hlekkur í lífi íbúa og starfsmanna Grundar hjúkrunarheimilis í Reykjavík mörg undanfarin ár. Meira

Takmarkanir Gestir á veitingahúsi í Eckernförde í Þýskalandi.

Bólusettir fá undanþágur

Þjóðverjar áforma að aflétta takmörkunum af þeim sem hafa fengið fulla bólusetningu gegn kórónuveirunni. Meira

Á brún bjargsins Skoðunarferð á Bolafjalli og gönguferð á útsýnispallinum verður ekki fyrir lofthrædda.

Ögrandi verkefni á Bolafjalli

Vinna hefst á ný síðar í mánuðinum við útsýnispall • Búist við 100 þúsund gestum árlega innan tíu ára • Þróunarfélag um uppbyggingu í Bolungarvík Meira

Hernaðarmáttur Rafale-orrustuþotur sjást hér á dekki franska flugmóðurskipsins Charles de Gaulle. Myndin er tekin við aðgerðir á Miðjarðarhafi.

Egyptar bæta við vopnabúr sitt

Samningur undirritaður við Frakkland um kaup á Rafale-þotum • Kaupverð 3,75 milljarðar evra Meira

Play Birgir Jónsson ræðir málefni flugfélagsins í Dagmálum í dag.

Margir fjárfestar vilja koma að borðinu hjá Play að sögn forstjóra

Engir starfsaldurslistar í kjarasamningum • Airport Associates að ráða 200 manns Meira

Hraunflæðið hefur heldur aukist

Hættusvæði umhverfis eldgíginn í Geldingadölum stækkað • Hraunbombur berast langt frá gígnum Meira

Ríkissjóður fiskar á strandveiðum

Eftir fyrsta dag strandveiða á mánudag lönduðu 111 bátar af 233 afla umfram það sem leyfilegt er að koma með að landi. Heimilt er að landa 774 kílóum af óslægðum þorski, en 82 bátar voru með yfir 800 kíló og alls nam umframaflinn í þorski 9,9 tonnum. Meira

Íslandsbankahúsið Það hefur verið dæmt ónýtt vegna myglu. Engin starfsemi hefur verið þar síðan 2017.

Skemmdarverk unnin á Íslandsbankahúsinu

Eigandinn vill flýta niðurrifi hússins enda fari ástand þess hratt versnandi • Nýjar íbúðabyggingar munu rísa á lóðinni Meira

Girðingavinna Kortleggja þarf girðingar í eigu hins opinbera.

Um 358 milljónir á ári í girðingar

Skýrsla um girðingar í eigu hins opinbera • Tækifæri víða en úrbóta þörf Meira