Fréttir Föstudagur, 16. nóvember 2018

Úrræðaleysið algjört

Móðir sprautufíkils kallar eftir aðgerðum af hálfu stjórnvalda til að grynnka á biðlistum eftir meðferð • Neyddist til að skilja fársjúkan son sinn eftir í bænum Meira

Fjöldi veitingastaða í pípunum í borginni

Byggingarfulltrúi í Reykjavík hefur í ár afgreitt tugi umsókna sem tengjast veitingarekstri. Samkvæmt athugun Morgunblaðsins hafa 33 verið samþykktar en 5 bíða lokaafgreiðslu. Ein umsóknin varðar fjóra veitingastaði og krá í Kringlunni. Meira

Leggja til bann á rafrettum gegnum netið

Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna lagði í gær fram tillögur sem takmarka sölu á rafrettum. Á breytingin að taka gildi í júní á næsta ári og miðast við að banna sölu á rafrettum á netinu og að þær fáist eingöngu í verslunum. Meira

Pokarnir eru ekki svo slæmir

Sorpa sér ekki rökin fyrir banni við notkun einnota haldapoka úr plasti. Bannið sé ekki sjálfbært í neinu tilliti, skapi kostnað fyrir samfélagið, hafi neikvæð umhverfisáhrif og flæki úrgangsmál að óþörfu. Meira

Þúsundir taka þátt í áfallarannsókn

Fjórðungur kvenna segist hafa orðið fyrir nauðgun eða nauðgunartilraun • Há tíðni kemur rannsakendum verulega á óvart • Stefnt er að því að kynna frekari niðurstöður rannsóknarinnar í janúar 2019 Meira

Þverárkot í vegasamband

Borgarráð samþykkti að borga helming í veginum á móti Vegagerðinni Meira

Ásókn í veitingasölu í miðborginni

Byggingarfulltrúinn í Reykjavík hefur samþykkt tugi umsókna um veitingastaði í miðborginni í ár • Allt frá kaffiteríu til staða fyrir hundruð gesta • Samhliða opnun staða kann öðrum að verða lokað Meira

Rákust á minjar í lagnaskurði

Minjar, sem talið er að séu hreyfðar kistuleifar frá fyrri öldum, komu í ljós í lagnaskurði í Víkurgarði, hinum forna kirkjugarði í miðbæ Reykjavíkur, á miðvikudaginn. Meira

Kröfu um frávísun hafnað

Héraðsdómur Reykjaness hefur hafnað kröfu fimm sakborninga af sjö í gagnaversmálinu um að máli þeirra verði vísað frá. Meira

Styttist í sviðslistafrumvarpið

Menntamálaráðherra stefnir á að leggja frumvarpið fram í desember eða janúar • Ný vinnubrögð við frumvarpsgerðina • Félagar í Sviðslistasambandinu bjóða fram aðstoð við gerð nýs frumvarps Meira

Aflaverðmætið nálægt 60 milljörðum

Landað var úr Vilhelm Þorsteinssyni EA 570 í Neskaupstað í fyrradag og var það síðasta löndun skipsins í íslenskri höfn undir merkjum Samherja. Skipið hefur verið selt til Rússlands, en kom nýtt til landsins árið 2.000. Meira

Kallar eftir aðgerðum stjórnvalda

Móðir neyddist til að skilja son sinn eftir í neyslu úti á götu vegna úrræðaleysis í meðferðarmálum • Biðlistar hjá öllum • Segist aldrei vita hvort það skiptið sem hún sér son sinn sé það síðasta Meira

Opinberar framkvæmdir almennt 60% yfir áætlun

Vantar gagnagrunn um framkvæmdir • Lektor segir hægt að gera betur Meira

Snorri fær 3,5 milljónir í bætur

Hæstiréttur hefur dæmt Akureyrarbæ til að greiða Snorra Óskarssyni 3,5 milljónir króna í skaðabætur vegna uppsagnar hans sem grunnskólakennara við Brekkuskóla á Akureyri. Áður hafði Héraðsdómur Norðurlands dæmt bæinn til að greiða honum 6,5 milljónir. Meira

Hrun hjá haustfeta

Rigning á uppvaxtartíma • Færri strákar hafa flögrað um í stelpuleit Meira

Stormfuglar og Ungfrú Ísland

„Ég er því sem næst alæta á lestrarefni. Núna er ég að reyna að ná nýju jólabókunum, sem gengur brösuglega enda stoppa bækurnar stutt við og eru nánast alltaf í útláni. Svo les ég líka mikið alls konar reyfara. Meira

2,9 í stað 4 milljarða vegna tafa milli ára

Í tillögum meirihluta fjárlaganefndar er fjallað um 1,1 milljarðs kr. lækkunina vegna örorkulífeyris sem Öryrkjabandalagið hefur harðlega gagnrýnt. Meira

Vilja auka framlög til að vernda velferðarkerfið

Forsvarsmenn Samfylkingarinnar kynntu breytingartillögur þeirra við fjárlagafrumvarpið á fréttamannafundi í gær. Leggja þeir m.a. til að framlag til öryrkja verði áfram fjórir milljarðar, stofnframlög til almennra íbúða verði aukin í tvo milljarða kr. Meira

Styrkja rannsóknir og saksókn lögreglu

Hækka á framlög til lögreglu um 64 milljónir á næsta ári til að fjölga stöðugildum um fjögur. Meira

2,3 milljörðum hærri gjöld vegna breytinga á gengi

Meirihluti fjárlaganefndar leggur til ýmsar breytingar á fjárlagafrumvarpinu Meira

1,5 milljarða lán til Íslandspósts

Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að heimild verði veitt til að endurlána Íslandspósti allt að 1,5 milljarða kr. og að veitt verði allt að eins milljarðs kr. endurlán til Vaðlaheiðarganga ehf. Meira

Fræðsla gegn ranghugmyndum

Skólar hafa hrópað eftir fræðslu um áhrif rafreykinga • Hafa áhrif á þroska barna og ungmenna • Rafrettur eru hættulegar, segir í ályktun Læknafélags Íslands • Herferð í Bandaríkjunum Meira

Morðingjar Khashoggis hljóti dauðadóm

Sádi-Arabía hafnaði í gær kröfu tyrkneskra stjórnvalda um alþjóðlega rannsókn á morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi sem var myrtur í ræðismannsskrifstofu landsins í Ankara fyrir nokkrum vikum. Meira

Berst fyrir pólitísku lífi sínu

Allt á tjá og tundri í breskum stjórnmálum eftir samkomulag Theresu May við Evrópusambandið • Þrír ráðherrar sögðu af sér í gær • Andstæðingar May hafa í heitingum og vilja hana úr embætti Meira

Melania Trump lét reka ráðgjafa forsetans

Melania Trump, eiginkona Bandaríkjaforseta, hefur fengið því framgengt að Miru Ricardel, sem var aðstoðarþjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, hefur verið vikið úr starfi í Hvíta húsinu. Meira

Aðrir pokar hafa verri áhrif á umhverfi

Sorpa sér ekki rökin fyrir banni við notkun einnota haldapoka úr plasti. Bannið sé ekki sjálfbært í neinu tilliti, að líkindum dýrara fyrir samfélagið, hafi neikvæð umhverfisáhrif og flæki úrgangsmál að óþörfu. Meira

Dregið úr pökkun í plast

Forlagið stígur skref til plastleysis í ár. Fyrirtækið dregur mjög úr pökkun bóka inn í plast. Egill Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri áætlar að að minnsta kosti 150 þúsund eintök verði seld án plasts í ár. Meira

Heimilislífið hjá Agli

Ný þáttaröð af Heimilislífi á Smartlandi fer í loftið í dag • Hús tekið á áhugaverðu fólki • Bjó í sama húsinu í 37 ár Meira