Fréttir Laugardagur, 22. febrúar 2020

Ávöxtunin í tveggja stafa tölum

Mjög gott ár hjá lífeyrissjóðunum • LIVE með 15,6% raunávöxtun Meira

Æfðu björgun úr skipi um borð í þyrlu frá Gæslunni

Nærri 30 manns tóku þátt í æfingu Slysavarnaskóla sjómanna sem haldin var á Sundunum út af Reykjavík í gærdag. Þrettán úr þessum hópi voru frá Grænlandi, sjómenn sem nú eru hér á landi til að nema ýmis mikilvæg öryggisatriði viðvíkjandi starfi þeirra. Meira

Verkföll Efling hefur boðað aðgerðir í fleiri skólum á næstunni.

Efling stefnir á frekari verkfallsagerðir á næstunni

Kópavogur, Seltjarnarnes og einkareknir skólar í deiglu Meira

Dæmdur fyrir líkamsárás gegn barni

Maður um þrítugt var í Landsrétti í gær dæmdur til fimm mánaða fangelsisvistar vegna fjögurra brota sinna á árunum 2017 og 2018. Meira

Aðgerð Landspítalinn er fjölmennasti vinnustaður hjúkrunarfræðinga á landinu öllu.

Sáttasemjari á næsta leik

Hjúkrunarfræðingar og ríkið • Stytting vinnutíma og launaliður eru óleyst mál Meira

Engin ákvörðun án samráðs við Hafró

Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, segir það skyldu og ábyrgð Hafrannsóknastofnunar að taka ákvarðanir hvað varðar framhaldsleit að loðnu og hvernig þeim verður háttað, er hann er inntur álits á tillögu Gunnþórs Ingvasonar,... Meira

Grænlendingar æfðu björgun

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl. Meira

Tjón Slökkviliðsmenn að störfum við Vesturvör 36 í gærmorgun.

Mikið tjón þegar eldur kviknaði í vélsmiðju

Kári Pálsson, framkvæmdastjóri vélsmiðjunnar Hamars, segir útlitið hræðilegt í húsnæði vélsmiðjunnar í Vesturröst 36 í Kópavogi en mikill eldur kviknaði í húsinu í fyrrinótt. „Hjartað er brunnið hjá okkur,“ sagði hann þegar blaðamaður mbl. Meira

Ofbeldið alvarlegra en áður

Margir slegnir óhug eftir birtingu myndbands þar sem hópur réðst á ungling • Nýr veruleiki að ofbeldi sé deilt á samfélagsmiðlum • Alvarlegt ef árásin tengist afstöðu til útlendinga • Málið í rannsókn Meira

Vetrarbrautin Norðurljósagangurinn í Stracta-hótelinu hefur verið opnaður.

Vetrarbrautin opnar á Hellu

Nýr glergangur sem byggður hefur verið á milli gistiálma Stracta-hótelsins á Hellu verður jafnframt notaður til norðurljósaskoðunar. Gangurinn var opnaður í gær og hlaut nafnið Vetrarbrautin. Meira

Smáralind Breytingar eru fyrirhugaðar á deiliskipulagi við Smáralind.

Nýtt bílastæðahús reist við Smáralind

Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir lóð Smáralindar, Hagasmára 1. Í tillögunni er gert ráð fyrir að þriggja hæða bílastæðahús verði reist norðan Smáralindar. Meira

Flugslys Frá rannsókn rannsóknarnefndar samgönguslysa á vettvangi flugslyss á Skálafelli í september í fyrra.

Átta atvik rannsökuð sem flugslys í fyrra

Alls bárust 3.619 tilkynningar um atvik og slys til flugsviðs rannsóknarnefndar samgönguslysa á síðasta ári. Er þar um að ræða svokölluð flugatvik, alvarleg flugatvik og flugslys. Meira

Jafnréttisþing Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í ræðustól.

Yfir 300 gestir á jafnréttisþingi

Yfir 300 manns tóku þátt í jafnréttisþingi sem stjórnvöld stóðu fyrir í Hörpu sl. fimmtudag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra setti þingið sem var haldið undir yfirskriftinni „Kyn, loftslag og framtíðin“. Meira

Álverið Vandi í Straumsvíkinni.

Vilja undirritun samninga

Ekki er boðlegt að tilbúinn samningur um kjör starfsmanna álvers Rio Tinto í Straumsvík sé notaður til þess að semja um verð á raforku fyrir álverið sem er algjörlega óskylt mál. Meira

Kátur Tómas Knútsson í Bláa hernum kampakátur við jeppann frá Toyota.

Blái herinn fær Toyota Hilux-jeppa til afnota við hreinsun á rusli víða um land

Jeppasýning Toyota um síðustu helgi var vel sótt en um 5.000 manns lögðu leið sína í Kauptúnið til að sjá jeppa frá Toyota í margvíslegum útfærslum, nýja og notaða. Meira

Grímsnes Kerhraun er sumarhúsabyggð suðaustur af Búrfelli. Það er fyrir miðri mynd og hægra megin við miðju.

Fá ekki að eiga lögheimili heima

Hjón sóttu um að breyta sumarhúsi í íbúðarhús en var neitað • Segja fordæmi fyrir slíku í sveitarfélaginu • Úrskurðarnefnd sá ýmislegt við stofnun byggðasamlags sveitarfélaga um skipulagsmál Meira

Grundarfjarðarbær Margt jákvætt í atvinnulífi svæðisins, segir bæjarstjóri.

Afsláttur til að örva framkvæmdir

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar hefur samþykkt afslátt á gatnagerðargjöldum í því skyni að ýta undir nýjar íbúðarbyggingar, auk byggingar atvinnuhúsnæðis. Meira

Flórgoði Að mestu farfugl, sem kemur á varpstöðvar í apríl og þá í sínu fínasta pússi, enda tilhugalífið fram undan.

Flórgoði hreiðrar um sig á Rauðavatni

Skúfönd stóð sig best andategunda við Tjörnina • Sex mikilvæg fuglasvæði innan borgarinnar Meira

Hleðslustöð Húsfélaginu í Álftamýri 46-52 var neitað um styrk.

Hafna því að tíst Dags hafi horfið

Reykjavíkurborg hafnar því að húsfélagið í Álftamýri 46-52 hafi verið hlunnfarið vegna styrkbeiðni þess í tengslum við uppsetningu hleðslustöðvar fyrir rafbíla. Meira

Bílaeign hefur aldrei verið meiri

Alls taldi 126.461 fjölskylda fram bifreiðir á skattframtali fyrir árið 2018 • Bifreiðir og ökutæki voru alls metin á 312 milljarða • „Efnahagslífið blómstraði og hagur landsmanna vænkaðist“ Meira

Far þorsks við Ísland gæti verið að breytast

Fréttir frá sjómönnum herma að erfiðlega hafi gengið að veiða þorsk á hefðbundnum slóðum á Vestfjarðamiðum í sumar og haust. Meira

Gnúpur GK Frystitogari Þorbjarnar.

Fjórir vildu leigja skip í togararallið

Auk rannsóknaskipanna Árna Friðrikssonar og Bjarna Sæmundssonar taka togararnir Gnúpur GK og Múlaberg SI þátt í togararalli. Áætlað er að það hefjist 27. febrúar og taki um þrjár vikur. Meira

Hótel Stykkishómur Hótelið er í stóru hlutverki í sjónvarpsþáttunum Ísalög en þar fundar Norðurskautsráðið á Hotel Tasiilaq á Grænlandi.

Húsum og jöklum bætt við eftir þörfum

Úr bæjarlífinu Gunnlaugur Árnason Stykkishólmi Veðráttan hefur á undanförnum vikum haft áhrif á landsmenn. Kvartað er undan slæmu og stormasömu veðri. Fjölmiðlar fylgjast vel með og viðvaranir eru gefnar út í tæka tíð. Meira

Thomas Thabane

Mætti ekki fyrir dóm

Thomas Thabane, forsætisráðherra Lesótó, mætti ekki fyrir dóm í gær, en lögregluyfirvöld í landinu hafa tilkynnt að þau hyggist ákæra hann fyrir morðið á fyrrverandi eiginkonu hans. Meira

Ræða Trump á framboðsfundi.

Saka Rússa um íhlutun

Yfirmenn í leyniþjónustum Bandaríkjanna vöruðu þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings við því í síðustu viku að rússnesk stjórnvöld væru að reyna að hafa áhrif á bandarísku forsetakosningarnar, sem eiga að fara fram 3. nóvember nk. Meira

Faraldur Verkamaður sótthreinsar búð á götumarkaði í Shanghæ.

Tilfellum fjölgar á ný

Ný dauðsföll af völdum kórónuveirunnar í Suður-Kóreu og Íran • Faraldurinn blossar upp í kínverskum fangelsum • Tækifærið mögulega að renna úr greipum Meira

Sauðárkrókur Alexandersflugvöllur er upp af Borgarsandi, fyrir botni Skagafjarðar, við Vestari-Héraðsvötn. Áætlunarflug er ekki flogið þangað.

Flugið gegn varaflugvelli á Sauðárkróki

Einhugur er meðal flugmanna og helstu flugrekenda um að uppbygging aðstöðu á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum eigi að ganga fyrir uppbyggingu nýrra varaflugvalla fyrir millilandaflug. Meira

Í Aratungu Gamanleikurinn hefur fengið góðar viðtökur enda þykir hann drepfyndinn og ögrandi.

Allir á svið í Tungunum

Gamanleik leikdeildar ungmennafélagsins vel tekið í Aratungu Meira