Fréttir Mánudagur, 10. nóvember 2025

Starfshættir Isavia og Samgöngustofu verði metnir

„Sú staðreynd að það hafi mistekist að lækka trjágróðurinn í Öskjuhlíð áður en nauðsynlegt reyndist að loka flugbrautinni getur bent til þess að þessum opinberu aðilum hafi ekki tekist nægjanlega vel að gæta að þessum meginskyldum… Meira

Fannar Jónasson

Þeir sem vilji fái að kjósa í Grindavík

Grindvíkingar leggja á það þunga áherslu að þeir fyrrverandi íbúar bæjarins sem það vilji fái að kjósa í sveitarstjórnarkosningum í bænum næsta vor. Þetta má lesa út úr fjölda umsagna sem sendar hafa verið inn í samráðsgátt stjórnvalda um… Meira

Brú yfir Breiðholtsbraut var steypt um helgina

Handagangur var í öskjunni um helgina þegar ný brú yfir Breiðholtsbraut í Reykjavík, sem verður hluti af Arnarnesvegi, var steypt. Hræran sem þurfti var alls 1.650 rúmmetrar og hún var flutt á staðinn í 205 ferðum steypubíla Meira

Runólfur Ólafsson

Tæpir tveir milljarðar af bílastæðum

7,3 milljónir heimsóttu 43 ferðamannastaði á síðasta ári Meira

Lilja Björk Guðmundsdóttir

Röng og ósanngjörn ummæli

„Ummælin koma mjög á óvart þar sem þau eru röng, ósanngjörn og sett fram gegn betri vitund formannsins. Þá er það sérstakt að einstakt fagfélag telji sig knúið til þess að fara fram með þessum hætti, þ.e Meira

Fannar Jónasson

Tvö ár frá rýmingu Grindavíkur

Tvö ár eru í dag liðin frá því að Grindvíkingar yfirgáfu heimili sín og bærinn var rýmdur í kjölfar jarðskjálfta 10. nóvember 2023. Af því tilefni verður samverustund í Grindavíkurkirkju í kvöld og tónleikar í Hljómahöll klukkan átta, þar sem koma… Meira

Hressilegar verðhækkanir hjá Sýn

Verð á stórum pökkum hækkar um næstu mánaðamót hjá Sýn • Vinsæll pakki með enska boltanum og Sýn+ hækkar um 17% og fer í 13.990 krónur • 65% dýrara að horfa á enska boltann en fyrir ári Meira

Banki Íslandsbanki tekur aftur upp verðtryggð húsnæðislán með fimm ára föstum vöxtum og heimild til endurfjármögnunar án uppgreiðslugjalda.

Gefa aftur út verðtryggð lán

„Vildum koma þessu út eins hratt og við gátum“ • Breytingar byggðar á niðurstöðum Hæstaréttar og nýjum föstum lánstímavöxtum Seðlabankans Meira

Jensína Edda Hermannsdóttir

Nýr rekstraraðili að Laufásborg

Nýr rekstraraðili, Hamingjuhöllin ehf., tekur við rekstri leikskólans Laufásborgar. Að baki Hamingjuhöllinni stendur Jensína Edda Hermannsdóttir skólastjóri Laufásborgar, sem hefur rekið skólann fyrir Hjallastefnuna í tvo áratugi Meira

17. júní Sveitarfélög greiða gjöld fyrir tónlistarflutning í starfi sínu, svo sem á viðburðum eins og Menningarnótt og 17. júní og í starfi barna.

Boða miklar hækkanir á verðskránni

Fyrirhuguð hækkun á verðskrá Stef, samtaka tón- og textahöfunda á Íslandi, mun hafa mest áhrif á stærstu sveitarfélögin. Hækkunin gæti numið 72% fyrir Reykjavíkurborg. Viðræður standa yfir um samning sem gæti þýtt að minni hækkun verði á greiðslum Meira

Öskjuhlíð Reykjavíkurborg þráaðist við að fella tré í Öskjuhlíð, sem leiddi til lokunar austur/vestur-flugbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli.

Segir aðila hafa brugðist skyldum

„Það er ljóst af skýrslunni að Reykjavíkurborg, Isavia og Samgöngustofa brugðust í að sinna skyldum sínum,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í samtali við Morgunblaðið, en hann fékk fyrir skemmstu í… Meira

Seljalandsfoss Bílastæðagjöld sem þar eru innheimt af ferðamönnum eru drjúg tekjulind og eru sögð hafa skilað 381 milljón árin 2022 til 2024.

Segir gullgrafaraæði á markaði

Úttekt FÍB á bílastæðagjöldum • Aukning í innheimtu gjaldanna nam rúmlega 400% á þremur árum • Gjaldtaka geti valdið íbúum og atvinnurekstri búsifjum • „Úr öllu hófi,“ segir framkvæmdastjóri FÍB Meira

Fundur Guðrún Hafsteinsdóttir á fundi með flokksmönnum á laugardag.

„Stefnan er skýr“

Guðrún Hafsteinsdóttir stappaði stálinu í flokksmenn sína • „Skulum ganga veginn stolt“ • Grunngildin verði í öndvegi Meira

Réttindi ekki flutt ólögmætt

„Þó að umsögnin sé ekki eins beitt þá er boðskapurinn sé sami. Við teljum að þetta ákvæði nái yfir þá sem eru með aflahlutdeild nú þegar og það var það sem við bentum á í fyrri umsögninni, að það yrði að láta þá sem voru með hlutdeild fá rétt… Meira

Strætó Í ágúst var þjónusta Strætó aukin þegar ferðum var fjölgað.

Gjaldskrá Strætó verður hækkuð

Er í samræmi við gjaldskrárstefnu sem stjórnin setti fyrir nokkrum árum Meira

Stöðumælir Gjaldskylda hefur lengi verið við Landspítalann.

Hætta gjaldtöku við spítalann

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að segja upp samningi um gjaldtöku á bílastæðum á gjaldsvæði 4 (P4). Svæðið nær meðal annars að Landspítalanum við Eiríksgötu og Fossvog, Háskólanum í Reykjavík og Húsfélaginu við Borgartún 8-16 og Katrínartún 2 Meira

Fræðimaður Í sögunum má greina mikla skömm sem fylgir vanmætti og viðkvæmum tilfinningum. Allt snýst um að verja heiður sinn, segir Brynja Þorgeirsdóttir um rannsóknir sínar á því sem liggur milli línanna í fornsögunum.

Tilfinning fyrir samhengi og arfleifð

„Já, menn hafa lengi verið uppteknir af því að finna höfunda Íslendingasagna. Við þeim ráðgátum fást þó seint eða aldrei endanleg svör, kannski sem betur fer. Þó hafa verið færð fyrir því sannfærandi rök að Laxdæla saga komi úr ranni konu, og… Meira

Stefán Jón Hafstein

Athugasemd frá Stefáni Jóni Hafstein

Stefán Jón Hafstein, stjórnarformaður Ríkisútvarpsins ohf. fyrir hönd Samfylkingarinnar, hafði samband við Morgunblaðið og gerir eftirfarandi athugasemd við forystugrein þess á laugardag, en þar var fjallað um tilgang og umgjörð fjölmiðla á vegum… Meira

Heimsþing Fönn og Dögun Hallsdætur voru í föruneytinu í gær.

Heimsþing sett í Hörpu í dag

Heimsþing kvenleiðtoga hefst í Hörpu í dag. Heimsþingið er nú haldið í áttunda sinn og er Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, sérstakur verndari þess. Á þinginu koma saman yfir 500 leiðtogar úr stjórnmálum, viðskiptum, frjálsum félagasamtökum og vísindum víðsvegar að úr heiminum Meira

Prósentur Gengið frá pöntun á kaffihúsi í New York. Fyrirtækjum vestanhafs hefur lengi þótt kortafyrirtækin misnota markaðsráðandi stöðu sína.

Sættir loksins að nást í kortadeilu

Samkomulag í pípunum í Bandaríkunum sem mun lækka færslugjöld og heimila seljendum þar í landi að neita að taka við ákveðnum gerðum greiðslukorta • Verslanir borga brúsann af kortafríðindum Meira

Leit á sjó Maður í áhöfn malasísku landhelgisgæslunnar bregður sjónauka upp við leit í gær.

Óttast um örlög nær 300 manns

Fullur bátur af flóttafólki hvarf í hafið undan strönd Malasíu • Róhingja-múslimar frá Mjanmar meðal örfárra sem bjargað var • Atvikið uppgötvaðist ekki fyrr en tveimur dögum eftir að báturinn sökk Meira

Grindavík Nú hafa verið kölluð fram sjónarmið Grindvíkinga og annarra hagaðila um lykilatriði fyrir næstu skref í endurreisn bæjarins.

Bretta þarf upp ermar við endurreisnina

Einhugur virðist ríkja meðal Grindvíkinga um að þeir fyrrverandi íbúar bæjarins sem það vilji fái að kjósa í sveitarstjórnarkosningum í bænum næsta vor. Þetta má lesa út úr fjölda umsagna sem sendar hafa verið inn í samráðsgátt stjórnvalda um… Meira

Forsýning Fyrsti þátturinn um Hljóðrita var sýndur í Bíó Paradís á föstudaginn. Frá vinstri Bragi Valdimar og Guðmundur Kristinn Jónsson meðframleiðendur, Árni Þór Jónsson leikstjóri og Hannes Friðbjörnsson framleiðandi.

Hljóðriti mótaði nýja kynslóð tónlistarmanna

„Í byrjun síðasta árs, 2024, vaknaði þessi hugmynd að rekja sögu Hljóðrita í Hafnarfirði, sem er mikilvægur hluti af okkar tónlistarsögu. Við fengum veður af því að Hljóðriti yrði 50 ára 2025,“ segir Hannes Friðbjarnarson, framleiðandi… Meira