Leggja niður störf eftir viku • Ekki liggur fyrir hvenær sýslumaður bregst við Meira
Flugvirkjar hjá GMT ehf., sem margir starfa hjá Play, felldu í gær kjarasamning milli Flugvirkjafélags Íslands og GMT ehf. Kjörsókn var 100% og sögðu 13 nei (72,22%) en fjórir já (22,22%). Einn tók ekki afstöðu (5,56%) Meira
Ekkert varð úr fundi Sólveigar og Aðalsteins • Efling krefst þess að staðgengill verði skipaður Meira
Héraðsdómur komst að því að skilmáli Landsbankans hefði ekki verið í samræmi við lög • Tveir fengu ofgreidd lán endurgreidd • Bankinn metur fjárhagsáhrifin á 200 milljónir í mesta lagi Meira
Ellefu manna hópur Íslendinga farinn á hamfarasvæðið eftir jarðskjálftana í Tyrklandi • Flogið var með leiguvél Icelandair • Munu einbeita sér að aðgerðastjórn á vettvangi • Hópstjórinn vel undirbúinn Meira
Reiknað er með að það kosti 2-2,5 milljarða króna að leggja nýjan sæstreng á milli lands og Eyja. Landsnet hefur undirbúið það að flýta lagningu strengsins þannig að hún fari fram á árinu 2025. Undirbúningur og innkaup taka langan tíma, reiknað er… Meira
Gliðnun hefur orðið á samstarfi landssambanda og stéttarfélaga iðn- og tæknigreina sem hefur verið náið á umliðnum árum. Félag iðn- og tæknigreina (FIT), stærsta félag iðn- og tæknifólks, hefur hætt samstarfi við önnur iðnfélög undir merkjum Húss… Meira
Sálræn áföll í æsku geta tengst langvinnum verkjum á fullorðinsárum samkvæmt nýrri rannsókn • Hagnýta má niðurstöðurnar á ýmsan hátt, m.a. til að auka áfallamiðaða þjónustu í heilbrigðiskerfinu Meira
Vinnuslysum virðist þó hafa fækkað í öðrum helstu atvinnugreinum Meira
Píratar og systurflokkar þeirra á þingi standa nú fyrir málþófi undir flestum dagskrárliðum til að reyna að tryggja það að löggjöf um útlendingamál verði áfram með allt öðrum hætti en annars staðar tíðkast. Birgir Þórarinsson, sem hefur farið víðar en aðrir menn til að kynna sér þessi mál, sagði meðal annars á þingi í gær: „Móttaka hælisleitenda er komin í ógöngur. Til landsins streyma rúmlega 500 manns í hverjum mánuði og fer fjölgandi. Sveitarfélögin eru komin að þolmörkum. Reykjanesbær neitar að taka við fleirum. Meira
„Þetta hefur verið frábært, það skemmtilegasta sem ég hef gert. Fréttaljósmyndun er líflegt og fjölbreytt starf, maður veit aldrei í hverju maður lendir,“ segir Árni Sæberg, ljósmyndari á Morgunblaðinu Meira
Kirkjukórar landsins sameinast • Tveggja sólarhringa útsending á RÚV 2 í maí • 3.000 manns í 150 kórum taka þátt • 795 sálmar • Byrjað verður á þjóðsöngnum • Biðlað til Bubba og KK Meira
Þeim sem ferðast um Reykjavík á hjóli fjölgaði í fyrra samkvæmt teljurum sem settir hafa verið upp víða á hjólastígum á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að fjölgunin nemi tæpum 7% á tímabilinu september-desember 2021 og á sama tímabili í fyrra Meira
Stefnt að því að minnka innflutning á áburði með því að nýta betur lífræn áburðarefni sem til falla l Bændur báru 760 þúsund tonn af skarni á hóla l Búist við að meira verði af kadmíum í fosfór í ár Meira
Kapphlaup við tímann • Tala látinna hækkar og er nú yfir 7.800 manns • Bein áhrif á 13,5 milljónir Tyrkja • Ásakanir um brot á byggingarreglugerðum • Björgunarstarf erfitt • Sjö daga gluggi Meira
Í brennidepli Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Kínverski loftbelgurinn sem skotinn var niður sl. laugardag við strendur Bandaríkjanna var hugsanlega búinn sprengihleðslu til sjálfseyðingar, samkvæmt umfjöllun Telegraph sem vitnar til heimildarmanns í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna (e. Pentagon). Tæknibúnaður sá sem áfastur var við belginn er um 30 metra langur, sem jafngildir stærð þriggja stórra rútubíla, og vegur hátt í eitt tonn. Belgurinn sjálfur var um 60 metra hár. Meira
Matur er mannsins gaman rétt eins og maður er mannsins gaman og þegar þetta tvennt fer saman má búast við góðu. Þorrablót um allt land eru til vitnis um það og þegar ágóðinn rennur til góðra mála verður það varla betra Meira