Fréttir Laugardagur, 14. september 2019

Nám Um 30% nema í grunnskólum njóta sérkennslu.

Þurfa að bíða á annað ár

Löng bið er eftir greiningum fyrir börn sem glíma við erfiðleika í þroska, hegðun eða líðan • Hátt hlutfall nemenda nýtur sérkennslu Meira

Löggæsla Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri segir sameiningu lögregluembætta á Íslandi geta skilað mikilli hagræðingu.

Rógsherferðin hluti af valdatafli

Ríkislögreglustjóri segir markvisst reynt að hrekja sig úr embætti með rógi og ósannindum • Lögreglumenn kunni ekki að meta þegar tekið sé á málum þeirra • Hann hafi tekið á spillingu Meira

Árni Stefán Jónsson

BSRB hugar að aðgerðum

Viðræður stranda á kröfum um skerðingu réttinda á móti styttingu vinnutíma Meira

Dæmdur Dómur héraðsdóms yfir Degi Hoe Sigurjónssyni var staðfestur.

17 ár fyrir manndráp

Landsréttur hefur staðfest 17 ára fangelsisdóm yfir Degi Hoe Sigurjónssyni fyrir manndráp og tilraun til manndráps á Austurvelli í desember árið 2017. Meira

Erla Bolladóttir

Mál Erlu á borði ríkislögmanns

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur falið settum ríkislögmanni, Andra Árnasyni, að taka afstöðu til máls Erlu Bolladóttur, sem sakfelld var fyrir meinsæri í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Meira

WOW Trygging Isavia fór með Airbus-þotunni sem flogið var brott.

Isavia kærir niðurstöðu Landsréttar

Þotan er löngu farin en Isavia telur mikilvægt að fá úrskurð Hæstaréttar í málinu gegn ALC vegna fordæmis niðurstöðunnar • ALC gagnkærir vegna málskostnaðar sem Landsréttur lét falla niður Meira

Síðast sást hér til fuglsins 1956

Sigurður Ægisson sae@sae.is Ormskríkja (Vermivora peregrina), lítill amerískur spörfugl, hefur undanfarna daga haldið til á Suðvesturlandi, nánar tiltekið við Reykjanesvita, eftir að einhver kröftug lægðin greip hana nýverið og feykti upp til Íslands. Meira

Vindorkugarðar greiða ekki línuna

Eigendur vindorkugarðanna sem óskuðu eftir styrkingu á flutningskerfinu þannig að þeir gætu komið orkunni frá sér þurfa ekki að greiða stofnkostnað vegna lagningar um 100 km háspennulínu úr Hvalfirði í Hrútafjörð. Meira

Grænt ljós? Tafir og vandræðagangur eru daglegt brauð í Reykjavík enda hafa framkvæmdir setið á hakanum.

„Verulegar skattahækkanir“

Vegtollar á höfuðborgarsvæðinu geta kostað 400 þúsund krónur á ári fyrir einn bíl, segir FÍB • Stjórnarþingmaður hefur talað um þverpólitíska sátt • Stjórnarandstaða kannast ekki við það Meira

Þing Sjálfstæðismenn gerðu athugasemdir við kynningu samkomulagsins.

Samkomulag um samgöngur enn óundirritað

Fannst ýmislegt óútfært og kynning samkomulagsins gróf Meira

Formaður Bjarni Benediktsson ávarpar flokksráðsfund.

Áslaug Hulda og Jón í ritarakjöri

Formanna- og flokksstjórnarfundur Sjálfstæðisflokksins haldinn í dag Meira

Fjólujússa Matsveppurinn vinsæli er að ryðja sér til rúms hér á landi.

Fjólujússa hafði ekki sést hér í 50 ár

Fjólujússa, sem er af ætt ætisveppa, fannst í garði á Akureyri í sumar. Meira

Egnerssund Sundið milli leikhússins og Safnahússins hefur fengið nafn.

Sund nefnt eftir leikskáldi

Borgarráð hefur samþykkt að ónefnt sund vestan Þjóðleikhússins, milli Hverfisgötu og Lindargötu, verði nefnt Egnerssund í höfuðið á norska leikritaskáldinu Thorbjörn Egner. Frumkvæði hafði Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri. Meira

Hundar Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti.

Noregsfarar gæti varkárni

Matvælastofnun beinir þeim tilmælum til fólks sem er að koma frá Noregi að gæta ýtrustu varkárni til að koma í veg fyrir að sjúkdómur í hundum þar í landi berist til Íslands. Meira

Nýbyggingin Þarna var meðal annars gert ráð fyrir veitingastarfsemi, verslun og þjónustu á 580 fermetrum.

Viðbyggingu Hafnarbúða hafnað

Var talin of umfangsmikil • Reiknað með húsi í stíl grænu verbúðanna • Margvísleg starfsemi Meira

Reyndi að svíkja út fé í síma

Alzheimersamtökin vara við hrappi • Tilkynnt lögreglu Meira

Ríkislögreglustjóri Haraldur Johannessen hefur gegnt embættinu í 22 ár. Hann segist orðinn ýmsu vanur í umræðunni.

Yfirbygging lögreglunnar alltof mikil

Ríkislögreglustjóri segir hægt að efla löggæslu og spara fé með sameiningu lögregluembætta • Gagnrýni á embættisverk hans að undanförnu sé hluti af rógsherferð til að koma honum úr starfi Meira

Kokkar Viktor Örn Andrésson og Hinrik Lárusson hefja störf hjá Saffran.

Viktor Örn og Hinrik til liðs við Saffran

Meistarakokkarnir Viktor Örn Andrésson og Hinrik Lárusson hafa gengið til liðs við Saffran-veitingastaðina. Munu þeir m.a. þróa nýja rétti á matseðlinum ásamt því sem þeir munu hafa yfirumsjón með gæðamálum á Saffran-stöðunum. Meira

Nýjar aðstæður í atvinnulífinu krefjast að fólk afli sér menntunar

Metfjöldi á Bifröst • Upplýsingalæsi • Nýjum lausnum fylgja vandamál Meira

102 Reykjavík frá mánaðamótum

Frá og með 1. október næstkomandi verður póstnúmerið 102 tekið upp fyrir Vatnsmýri. Þá mun sá hluti póstnúmers 101 sem er sunnan Hringbrautar breytast í póstnúmerið 102. Mörk fyrir póstnúmer 105 og 107 haldast óbreytt. Meira

Alþingi Frumvarp um eftirlit með barnaníðingum flutt í þriðja sinn.

Vilja heimila eftirlit með barnaníðingum

Eftirlit geti farið fram þótt einstaklingur hafi lokið afplánun dóms Meira

Strætó er ráðþrota

Strætó-appið mælti með 20 mínútna göngutúr í Öskjuhlíð • Áætlun HR-leiðar stenst illa • Stúdentar þrýsta á borgina Meira

Konur líklegri til að greina frá einelti

Rúmlega tveir af hverjum tíu hafa orðið fyrir einelti á vinnustað og eru konur líklegri en karlar til að greina frá því, eða um 25 prósent kvenna á móti sjö prósentum karla. Meira

Möguleg útfærsla Í fyrstu drögum er gert ráð fyrir því að íbúðarhúsin verði 15 talsins. Þjónustuhús í miðjunni.

Telja sig geta reist 550-600 íbúðir á nokkrum mánuðum

Þingvangur vill leysa skammtímaskort á íbúðarhúsnæði í höfuðborginni Meira

Beðið svara um kostnað við fráveitukerfið

Úr Bæjarlífinu Sigurður Ægisson Siglufjörður Á vordögum voru sett upp skiptitjöld í bæði íþróttahúsin í Fjallabyggð, þ.e. í Ólafsfirði og á Siglufirði. Í hvoru húsi fyrir sig eru tvö skiptitjöld sem skipta húsunum í þrjú bil. Meira

Rostungur Sérstakur íslenskur stofn lifði hér við land áður fyrr.

Stofn rostunga hér fyrir landnám

„Þetta er mjög merk viðbót við fánuna okkar þó að tegundin sé útdauð,“ segir Hilmar J. Meira

Tekist á um sjúkratryggingar

Forsetaefni demókrata deila um hvort koma eigi á opinberum sjúkratryggingum fyrir alla Meira

Bárður á Steig Nielsen

Samkomulag um borgaralega stjórn í Færeyjum

Sambandsflokkur samdi við Fólkaflokkinn og Miðflokkinn Meira

Boðið upp á helga nótt í miðaldakirkju

Gestir greiða um 50 pund, jafnvirði tæpra 8.000 króna, hver fyrir gistingu í miðaldakirkju í þorpinu Edlesborough, um 64 km norðan við Lundúnir. Meira

Alþingi Fjöldi mála er á dagskrá ríkisstjórnarinnar á þessu þingi.

170 frumvörp, 27 tillögur og átta skýrslur

Yfirlit um þau þingmál sem ríkisstjórnin hyggst flytja á 150. löggjafarþingi var lagt fram á miðvikudaginn samhliða flutningi stefnuræðu forsætisráðherra, ásamt áætlun um hvenær málum verður útbýtt. Meira

Safn Vel á fimmta þúsund fjár var á afrétti Hrunamanna og var þorri þess dreginn í dilka í réttunum í gær.

Hin sanna réttarstemning

Sigmundur Sigurgeirsson sigmundur@novacon.is Þeir voru glaðbeittir fjallmenn og fjáreigendur í Hrunamannahreppi sem drógu fé sitt í dilka í Hrunaréttum í gær. Meira