Fréttir Mánudagur, 20. maí 2019

Óvissa um þátttöku Íslands

Eftir síðasta útspil Hatara í Eurovision, þar sem meðlimir sveitarinnar héldu á lofti fána Palestínu, er uppi óvissa um hvort Ísland fær að keppa að ári. Stjórn Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, er að skoða málið og afleiðingar þess. Meira

Þingið árétti afstöðu Íslands

Sigmundur Davíð segir „alveg skýrt“ að Ísland sé ekki lengur umsóknarríki að Evrópusambandinu • Ítrekaði það á fundum með forsvarsmönnum sambandsins Meira

Ari Matthíasson

Lýsa yfir stuðningi við þjóðleikhússtjóra

Þjóðleikhúsráði og mennta- og menningarmálaráðuneytinu barst í byrjun mánaðarins yfirlýsing frá deildarstjórum allra deilda Þjóðleikhússins þar sem lýst var yfir stuðningi við Ara Matthíasson þjóðleikhússtjóra. Meira

Vélarvana Rækjutogarinn Sóley Sigurjóns komin að bryggju á Akureyri í gær.

Dregin í höfn eftir rússíbanareið í kjölfar elds um borð

Rækjutogarinn Sóley Sigurjóns GK-200 var dreginn til hafnar á Akureyri síðdegis í gær, en eldur kom upp í vélarrúmi skipsins á föstudagskvöld þegar það var um 90 sjómílur norður af landinu. Meira

Guðlaugur Þór Þórðarson

Langt seilst í túlkunum

Efasemdir um hvort aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu hafi verið dregin til baka að fullu Meira

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir

Forsætisnefnd hafi ekki verið samkvæm sjálfri sér

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segist ekki skilja þau fyrirmæli sem forsætisnefnd gefur varðandi siðareglur alþingismanna. Meira

Hatari Þegar myndavélum var beint að íslenska hópnum í stigagjöfinni í Eurovision á úrslitakvöldinu hélt Hatari á borða með fána Palestínu.

Uppátækið kallaði fram andúð og aðdáun

Hatari stal sviðsljósinu á úrslitakvöldinu og fékk fram sterk viðbrögð Meira

Sundabakki Yfirlitsmynd af hinum nýja hafnarbakka í Sundahöfn. Hann stendur við Viðeyjarsund og snýr í norðaustur. Kleppur er til vinstri.

Nýi bakkinn fær heitið Sundabakki

Stjórn Faxaflóahafna samþykkti á síðasta fundi sínum tillögu um að nýr hafnarbakki utan Klepps fái heitið Sundabakki, en eldri bakki með því nafni verði kallaður Vatnagarðabakki. Meira

Formaður Gerum vinnumarkað og -umhverfi manneskjulegri og fjölskylduvænni, segir Þuríður Harpa.

Atvinnan er auðlind

„Við eigum að ráðast á orsakir örorku en ekki á afleiðingarnar,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. Á vegum bandalagsins var fyrir helgina haldið málþingið Allskonar störf fyrir allskonar fólk þar sem rætt var um stöðu og möguleika fatlaðs fólks á vinnumarkaði. Stjórnvöld vinna nú að breytingum á framfærslukerfi almannatrygginga þar sem að leiðarljósi er haft að taka upp mat á starfsgetu í stað örorku. Meira

Bragginn Ýmis eftirmál hafa orðið af Braggamálinu svonefnda.

Vill umræðu um álit Trausta

Eyþór Arnalds segir gott að óvissu sé eytt • Hefði átt að ræða álitið mun fyrr Meira

Mættur Einn Þristur kom frá Bandaríkjunum til Reykjavíkur í gær.

Fyrsti Þristur kom í gær og 11 koma í dag

Fyrsti Þristurinn, af gerðinni DC-3/C-47, í leiðangrinum D-Day Scuadron, kom til Reykjavíkur í gær á leið sinni frá Bandaríkjunum til Frakklands til að taka þátt í athöfn í Normandí 6. júní nk. Meira

BRCA Þeir sem bera stökkbreytinguna eru allir í mikilli hættu, sagði Kári.

Arfberar greiða fyrir þróun manna

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var einn af þeim sem héldu erindi á opnu húsi Brakkasamtakanna í gær. Meira

Nýbyggingin Farið var m.a. yfir byggingaráform þingsins á Alþingisdeginum, en vonir standa til að byggingin verði tekin í notkun árið 2023.

Nýbyggingin kynnt þingmönnum

Þingmenn og starfsfólk þingsins héldu sameiginlegan fund um málefni vinnustaðarins • Nýbygging í Vonarstræti vonandi tekin í notkun árið 2023 • Líðan þingmanna og starfsfólks könnuð í haust Meira

Þjóðleikhúsið Skipað verður á ný í embætti þjóðleikhússtjóra til fimm ára frá og með 1. janúar á næsta ári.

Þakklátur fyrir traustið

Ari Matthíasson sækist eftir því að gegna áfram embætti þjóðleikhússtjóra • Stuðningsyfirlýsing frá öllum deildarstjórum • Samkeppni skapar óánægju Meira

Gönguleiðir Framkvæmt verður m.a. á Hofsvallagötu í sumar.

Borgin endurnýjar gönguleiðir

Borgarráð hefur heimilað umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar að bjóða út framkvæmdir við endurnýjun gönguleiða í eldri hverfum á árinu 2019. Alls verða endurnýjaðir um 2,1 kílómetrar af gangstéttum og öðrum gönguleiðum. Meira

Lundar sestir upp í Hrísey

Ferðaþjónustuaðilar í Eyjafirði pöntuðu tálfugla frá Kína til að setja upp í Hrísey • Næst er að spila hljóð lundans Meira

Björn Bragi Bragason

Minni áhugi á matreiðslunemum

Góð aðsókn í matreiðslu og framreiðslu í Menntaskólanum í Kópavogi Meira

Skaftafell 800 þúsund ferðamenn komu í fyrra en innviðir eru hannaðir til að taka á móti 250 þúsund manns. Uppbygging gæti hafist á næsta ári.

Mikil uppbygging áformuð í Skaftafelli

Bæjarstjórn Hornafjarðar hefur auglýst breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna fyrirhugaðs verslunar- og þjónustusvæðis um 1.500 metra sunnan við þjónustumiðstöðina í Skaftafelli. Meira

Sebastian Kurz

Stjórnarslit í Austurríki

Boðað hefur verið til þingkosninga í Austurríki í september næstkomandi í kjölfar þess að samstarf stjórnarflokkanna tveggja fór út um þúfur. Meira

BJP Indverjar bíða í röðum eftir að fá að kjósa í þorpi í Amritsar á síðasta degi kosninga. Útgönguspár benda til þess að stjórnin haldi meirihluta.

Útgönguspár segja Modi líklegan til endurkjörs

Kosningum í Indlandi, stærsta lýðræðisríki heims, lauk í gær. Meira

Stjórnarráðið Ráðherrar skipa fólk í fjölda nefnda, ráða og starfshópa á hverju ári, bæði lögbundnar nefndir og verkefnatengdar.

Kostar skildinginn að setja málið í nefnd

Málið er komið í nefnd. Skipaður hefur verið starfshópur, með aðkomu allra hagsmunaaðila. Þessar setningar hljóma kunnuglega og koma gjarnan af vörum ráðherra, sem hafa í gegnum tíðina verið duglegir að skipa nefndir og starfshópa til að skoða hin margvíslegustu mál. Kostnaður við þetta hefur verið töluverður (en í seinni tíð hefur hann ekki verið tekinn saman með markvissum hætti). Meira

Hugarleikfimi Að tefla við skákborð er talsvert öðruvísi en að tefla við tölvuskjáinn, segir formaður TR.

Skákmenn þjálfa hugann vikulega í TR

Vikuleg atskákmót Taflfélags Reykjavíkur eru hafin eftir langt hlé • „Ólíkt því að tefla fyrir framan tölvuskjáinn“ Meira