Fréttir Föstudagur, 17. maí 2024

Karl Gauti Hjaltason

Tveir í gæsluvarðhaldi í nótt

Skipstjóri og stýrimaður af flutningaskipinu Longdawn voru vistaðir í fangageymslu í Vestmannaeyjum í nótt grunaðir um að hafa yfirgefið mann í skipsháska í fyrrinótt. Mannbjörg varð þegar strandveiðibáturinn Hadda HF sökk norður af Garðskaga Meira

Baldur efsti „varaforseti“

Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur er sá sem flestir nefna sem annað val í forsetakjöri. Í vikulegri könnun Prósents fyrir Morgunblaðið var að venju spurt um hvern menn vildu kjósa sem forseta, en að þessu sinni var síðan spurt hvern menn vildu… Meira

14 til 17 milljarða kr. tap vegna skerðinga

Ástæðan viðvarandi aðgerðaleysi í orkumálum að mati SI     Meira

Allsherjar- og menntamálanefnd Nefndin fer með ríkisborgararéttarmál.

Forræði málsins er hjá þingnefndinni

„Forræði yfir málum af þessu tagi liggur hjá allsherjar- og menntamálanefnd og ef það er ágreiningur um málsmeðferð þar, þá getur hann komið til úrskurðar hjá forseta Alþingis, en þetta mál er ekki á því stigi enn þá,“ segir Birgir Ármannsson forseti Alþingis í samtali við Morgunblaðið Meira

Birgir Þórarinsson

Lögmenn vísa umsóknum hælisleitenda til Alþingis

Vill setja undirnefnd vinnureglur um veitingu ríkisborgararéttar Meira

Laugarnesskóli Ekki er vilji til að byggja við þrjá skóla í hverfinu. Ætlunin er að byggja framhaldsskóla þess í stað.

Fordæmir leyndarhyggju í skólamálum

Ólafur E. Jóhannsson oej@mbl.is „Þessi mikli viðsnúningur í málinu og leyndin sem hefur ríkt um vinnuna að stefnubreytingunni vekur spurningar um hvort það hafi alltaf verið ætlunin að byggja unglingaskóla í Laugardalnum, þrátt fyrir mótmæli íbúa,“ segir Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, en hún á jafnframt sæti í skóla- og frístundaráði borgarinnar. Meira

Sigurður Hannesson

Mikið tap vegna skerðinga á raforku

Aðgerðaleysi í orkumálum er samfélaginu dýrt að mati SI Meira

Skip Longdawn í Eyjum í gær þar sem skipstjórinn var tekinn tali.

„Trúlega rákumst við saman“

„Þetta gerðist allt í einu og mér að óvörum. Raunar átta ég mig ekki á því hvernig atburðarásin nákvæmlega var,“ segir Þorvaldur Árnason sjómaður og lyfjafræðingur. Hann var á strandveiðibátnum Höddu HF 52 sem hvolfdi út af Garðskaga í fyrrinótt Meira

Greiddu ekki atkvæði um ný útlendingalög

Síðasti þingfundur fyrir hlé er í dag • Atkvæðagreiðsla komin á dagskrá Meira

Nefna Baldur oftast sem annað val

Baldur Þórhallsson efstur hinna næstbestu • Vísbending um að Baldur gæti átt fylgi inni á kjördag •  Jafnara með öðrum efstu mönnum sem annað val l  Lokabaráttan milli Katrínar og Höllu Hrundar Meira

Jökulsárlón Aðalbílastæðið á svæðinu var lagfært í síðasta mánuði eftir að bráðaúthlutun fékkst frá stjórnvöldum.

Aðstaðan við lónið „ekki boðleg“

Ein milljón ferðamanna kemur að Jökulsárlóni á ári og uppbyggingar er þörf á svæðinu • Gámaklósett boðin út og verða vonandi sett upp í sumar • Stígar lagfærðir • Mikið álag á verktaka í Hornafirði Meira

Landspítali Tveir einstaklingar hafa verið lagðir inn með kíghósta.

Tæplega 80 tilfelli kíghósta hér

Tilfellum kíghósta fjölgar • Tveir lagðir inn • Læknar fylgist vel með Meira

Rík krafa um jöfnun launa

Kjaraviðræður stéttarfélaga kennara innan Kennarasambands Íslands eru komnar í gang. Leggja kennarar m.a. ríka áherslu á að staðið verði við að leiðrétta launamun á milli opinbera markaðarins og hins almenna, sem er hluti samkomulagsins sem gert var … Meira

Vesturbærinn Kaþólska kirkjan er svipsterkt kennileiti í Reykjavíkurborg.

Gert er við hina gotnesku kirkju

Þar sem gnæfir hin gotneska kirkja ganga skáldin og yrkja, sagði borgarskáldið Tómas Guðmundsson sem kvað ekkert fegurra en vorkvöld í Vesturbænum í Reykjavík. Hin gotneska bygging sem hann vísaði til er kaþólska dómkirkjan í Landakoti sem vígð var árið 1929 Meira

Hjálparstarf Bæta samfélagið og aðstoða þá sem á því þurfa að halda, segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir um störf og áherslur Rauða krossins fyrr og nú.

Hugsjónafélag mannúðarstarfs

Rauði krossinn á Íslandi verður senn 100 ára • Félagið var stofnað af fyrsta forseta lýðveldisins • Mikilvæg gildi sem breytast ekki • Hjálparstarf á vettvangi stríðsátaka verður æ hættulegra Meira

Ferðamannastaður Ferðamenn skoða hinn ryðgaða Garðar BA 64 sem er einn vinsælasti viðkomustaður ferðamanna á sunnanverðum Vestfjörðum.

Garðar BA 64 einn sá vinsælasti á Vestfjörðum

Valgerður Laufey Guðmundsdóttir vally@mbl.is Ferðamannasumarið 2024 er hafið og undanfarin ár hefur verið mikil aðsókn að Garðari BA 64, elsta stálskipi Íslands. Íbúar hafa lýst áhyggjum af ástandi skipsins eins og það er í dag. Það sér mikið á því og það er orðið mjög illa farið. Skipið er gegnumryðgað og götótt. Áhyggjur íbúa snúa að því að það verði slys og að slysahætta hafi aukist verulega vegna ástandsins skipsins. Meira

Rannsókn Lögreglan gerði húsleit í gær á heimili Cintula í borginni Levice, en hann var ákærður í gær fyrir að hafa reynt að ráða Robert Fico af dögum.

Fico sagður úr lífshættu en ástand hans alvarlegt

Saksóknarar í Slóvakíu ákærðu í gær Juraj Cintula, 71 árs gamlan rithöfund, fyrir banatilræðið við forsætisráðherrann Robert Fico í fyrradag. Cintula var handtekinn á staðnum, en hann mun hafa skotið Fico fimm sinnum af stuttu færi Meira

Peking Pútín og Xi stóðu þétt saman við athöfn þar sem tekið var formlega á móti Rússlandsforseta í Peking.

Vilja standa þétt saman í alþjóðamálum

Pútín heimsótti Xi í Peking • Belousov og Shoígú báðir með í för • Leiðtogarnir segja ríkin tvö „stuðla að stöðugleika“ í heiminum • Úkraínumenn segjast hafa stöðvað framrás Rússa í Karkív-héraði Meira

Vantar alltaf meiri peninga í viðhaldið

Það er uppsöfnuð viðhaldsþörf og okkur vantar alltaf meiri peninga í viðhaldið. Við erum tveimur árum á eftir áætlun í viðhaldi á öllum svæðum og náum ekki alltaf að laga fljótt það sem þarf að laga,“ segir Kristinn Lind Guðmundsson, sérfræðingur hjá Vegagerðinni Meira

Þríþrautarkona Hjördís Ýr hljóp hálft maraþon í hálfum járnkarli í Feneyjum og bætti eigið Íslandsmet.

Kláraði hálfan járnkarl á undir fimm tímum

Hjördís Ýr Ólafsdóttir, 41 árs þríþrautarkona, bætti nýverið eigið Íslandsmet í hálfum járnkarli í keppni í Feneyjum á Ítalíu. Hún kom í mark á 4 klukkustundum 55 mínútum og 27 sekúndum. Fyrra Íslandsmetið setti hún í Samorin í Slóvakíu árið 2017 og … Meira