Fréttir Miðvikudagur, 23. október 2019

Brim fækkar starfsfólki á næsta ári

Á skömmum tíma hefur Brim hf. gert viðskipti fyrir allt að sex milljarða króna. Þrír voru vegna kaupa á tveimur félögum í Hafnarfirði sem tilkynnt var um sl. Meira

Stækkar álmarkaðinn

Matvöruframleiðendur vestanhafs auka notkun áls • Framkvæmdastjóri Samáls bendir á áhrif tollmúra á Kína Meira

Í óvissu Flóttabörn á Grikklandi.

Kunna jafnvel ekki að leika sér

„Flest börn kunna undirstöðuatriði í lífinu, svo sem að leika sér með bolta, en hjá okkur eru börn sem vita ekki hvað á að gera við bolta eða önnur leikföng,“ segir Marianna Matziri, leikskólakennari hjá ELIX, sem undanfarin tvö ár hefur... Meira

Öskufall Eldgos í Eyjafjallajökli leiddi af sér mikið öskufall sem flokkast sem CBRNE-atvik. Á myndinni er verið að taka sýni úr öskunni sem féll á Mýrdalssandi. Þau fóru í efnagreiningu til að kanna hversu mikil hætta stafaði af.

Berskjölduð fyrir alls konar ógnum

Viðbragðsáætlun vegna efnamengunar, sýkla og geislunar kynnt • Brugðist við nýjum ógnum og endurteknum sýkingum • Handbók fyrir viðbrögð á vettvangi • Kynnt um land allt á næstu vikum Meira

Mikill fjöldi grindhvala en fá svínhveli

153 dýr skráð • Heræfingar gætu truflað andarnefju Meira

Úr áli Coke selur Dasani-vatn.

Gæti styrkt íslenskan áliðnað

Drykkjarvörurisar í Bandaríkjunum velja ál í stað plasts • Greinendur spá enn meiri notkun áls • Framkvæmdastjóri Samáls segir endurvinnanleika áls styrkja stöðu þess í samkeppninni við plast Meira

38 einstaklingar fá hálfan lífeyri

Fáir einstaklingar hafa nýtt sér það úrræði að hefja töku hálfs ellilífeyris almannatrygginga við 65 ára aldur samhliða áframhaldandi starfi á vinnumarkaði eða á móti töku hálfs lífeyris frá lífeyrissjóðum, frá því að þetta var heimilað 1. janúar 2018. Meira

Tónlistarmaðu r Eyjólfur óperusöngvari hér með langspilið sitt góða.

Hjómur úr annarri veröld

Langspilshátíð í Flóa • Skólabörn smíða hljóðfæri Meira

Leifsstöð Fólk á faraldsfæti.

Afturkalla ákvörðun um bætur flugfarþega

Samgöngustofa hefur afturkallað fyrri ákvörðun sína í máli flugfarþega sem kvörtuðu undan þjónustu flugfélagsins SAS. Farþegarnir áttu bókað flug með SAS frá Keflavík til Óslóar 29. Meira

Kjaramál Viðræður BHM og SNR fara fram í húsi Ríkissáttasemjara.

Stytta vinnuviku og tryggja kaupmátt

Engin breyting hefur orðið hjá okkur, segir formaður FÍN um stöðuna Meira

Leita umsagna skólaráða og foreldrafélaga

Minnihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur er á móti lokun Korpuskóla Meira

Heilbrigðis- og kjaramál ber hæst

Þróun kjaramála og aðgengi fólks að heilbrigðisþjónustunni verða meðal stærstu umræðuefna á tveggja daga þingi Starfsgreinasambands Íslands (SGS) sem hefst á morgun á Hótel Reykjavík Natura. Ekki er búist við átakaþingi, skv. Meira

Breytingar Þrengt verður að Stýrimannaskólanum og minjum við skólann með nýbyggingum.

Breytt útfærsla dugar ekki

Athugasemdir Minjastofnunar vegna Sjómannaskólans • Fagna hverfisvernd á stakkstæði og við vatnsgeymana • 150 íbúðir í skipulagi á lóðinni við skólann Meira

Beitir NK Eftir góða vertíð hefur veturinn minnt á sig undanfarið.

Biðu af sér verstu vindhviðurnar

Skip Síldarvinnslunnar hafa lokið veiðum á norsk-íslenskri síld þetta árið og sömuleiðis þau skip sem leggja upp afla hjá fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Meira

Hornafjörður fær styrk vegna tjóns

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gærmorgun að veita sveitarfélaginu Hornafirði styrk að upphæð 33,2 milljónir króna. Meira

Mikið rask Stefnt er að því að ljúka jarðvinnu við Skólaveg í haust en meðal íbúa gætir óánægju.

Óþægindi vegna framkvæmda

Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir síðustu þrjú ár við lagnakerfi í Skólavegi á Fáskrúðsfirði, sem liggur í gegnum bæinn endilangan. Meira

Oddeyrin Verði hugmyndin að veruleika verður svona umhorfs við gatnamót Strandgötu og Hjalteyrargötu. Breyting verður því talsverð.

Skiptar skoðanir um Seglin við Pollinn

Úr bæjarlífinu Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri Fyrsti snjórinn þetta haustið féll á Akureyri í gær, allt hvítt þegar þorpsbúarnir opnuðu augun og dagurinn hófst. Misvel undirbúnir auðvitað eins og gengur, þegar kemur að bílum og hjólbörðum. Meira

Systkinin Charlie Smith og Lily Smith börðu miðbæinn augum í blíðskaparveðri. „Þetta er skemmtilegt, stöðugt og frekar hraðskreitt og þægilegt,“ sagði Charlie Smith.

„Maður kemst hratt á þessu“

Margir nýta sér rafskútur í miðbæ RVK • 50 rafskútum verður bætt við flota Hopp fyrir jól • Íslendingar nota skúturnar frekar en ferðamenn • Rafskútuleigunni verður lokað þegar illa viðrar Meira

Hópurinn 1979 Landsliðið sem keppti á HM U21 og starfsmenn þess. Menn voru samstiga jafnt utan vallar sem innan. Aftari röð frá vinstri: Jóhannes Sæmundsson aðstoðarþjálfari, Sigurður Gunnarsson, Sigurður Sveinsson, Kristján Arason, Alfreð Gíslason, Guðmundur Þórðarson, Theodór Guðfinnsson, Friðrik Þorbjörnsson, Atli Hilmarsson, Halldór Matthíasson sjúkraþjálfari og Ólafur Jónsson fararstjóri. Fremri röð frá vinstri: Andrés Kristjánsson, Sigmar Þröstur Óskarsson, Birgir Jóhannsson, Stefán Halldórsson, Guðmundur Magnússon, Brynjar Kvaran, Ársæll Hafsteinsson, Ólafur Gunnlaugsson, Jóhann Ingi Gunnarsson þjálfari og Friðrik Guðmundsson, formaður unglingalandsliðsnefndar og stjórnarmaður Handknattleikssambands Íslands.

Þeir ruddu brautina fyrir 40 árum

Íslenska unglingalandsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri tók þátt í heimsmeistarakeppninni í Danmörku og Svíþjóð fyrir um 40 árum. Meira

Sálfræðingur Jóhann Ingi Gunnarsson rekur sálfræði- og ráðgjafarþjónustu og er með ráð undir rifi hverju.

Rétt hugarfar og seigla

Jóhann Ingi Gunnarsson steig áður óþekkt skref sem þjálfari hérlendis Meira

Ný flugstöð Svona mun byggingin líta út að lokinni endurgerð og endurbótum samkvæmt hugmyndum arkitekta.

Flugstöðin verr farin en talið var

Framkvæmdaleyfi fyrir endurbyggingu var veitt í fyrra • Ástandsskoðun leiddi í ljós að það væri óframkvæmanlegt vegna ástands bygginganna • Því verður ráðist í uppbyggingu og endurbætur Meira

Á fundi Bjarni Benediktsson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir sátu fyrir svörum hjá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í gærmorgun.

Ferlið sagt ógagnsætt

Ferli FATF, alþjóðlegs starfshóps um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, er ófyrirsjáanlegt og ógagnsætt að mati Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Meira

Umsóknir Kirkjan í Hveragerði.

Fimm sóttu um prestsembætti

Fimm umsóknir bárust um embætti sóknarprests í Hveragerðisprestakalli. Þessi sóttu um embættið: Erna Kristín Stefánsdóttir guðfræðingur, sr. Gunnar Jóhannesson, sr. Hannes Björnsson, Ingimar Helgason guðfræðingur og sr. Ninna Sif Svavarsdóttir. Meira

Ótti Marianna Matziri er leikskólakennari í ELIX-námsverinu í Aþenu.

Hafa verið svipt æskunni

Mannúðarsamtökin ELIX með stuðningi UNICEF reka skóla fyrir börn á flótta og innflytjendur í miðborg Aþenu • Meira en 420 milljónir barna búa við stríð, eða eitt af hverjum fimm börnum Meira

Breytingar Veitingahúsið Snaps við Þórsgötu hefur verið í fararbroddi þeirra staða sem boðið hafa upp á kampavín á lægra verði en áður tíðkaðist.

Veitingahúsin bjóða betra verð

Tölur ÁTVR vitna líklega um talsvert breytta neysluhegðun þar sem kampavínið kemst æ oftar á lista fólks yfir þá áfengu drykki sem það lætur ofan í sig. Og þeir sem þekkja veitingahúsamenninguna sjá hið sama þar. Meira

Lúxus sem sífellt sækir í sig veðrið

Kampavín nýtur sífellt meiri vinsælda hér á landi sem annars staðar • Framleiðendur í Champagne seldu ríflega 300 milljón flöskur í fyrra • Veitingahúsin hafa breytt neyslumynstrinu hér á landi Meira

Hvað á barnið að heita? Nafngjöf fer oft fram við skírn. Mynd úr safni.

Nú má heita Aldur, Yrkir og Ljóni

Mannanafnanefnd samþykkti 3. október sl. beiðni um eiginnafnið Aldur (kk.) og skal færa nafnið á mannanafnaskrá. Eiginnafnið Delía (kvk.) var einnig samþykkt líkt og Reinhard (kk.). Þá voru eiginnöfnin Jarpi (kk.), Katra (kvk.), Jasper (kk.), Yrkir (kk. Meira

Blaðberi Helga Hansdóttir með blaðberatöskurnar, en hún ber út bæði Morgunblaðið og Fréttablaðið í Leitum og á svæðinu við Höfðatorg.

Líkamsræktin launuð

Helga Hansdóttir hefur borið út blöð í áratugi • 10 kílómetra ganga um hverfin • Reykjavíkurnætur með dulúð Meira

Hélt velli Justin Trudeau fagnar úrslitum kosninganna í Montreal.

Trudeau þarf að leita eftir stuðningi vinstriflokks

Frjálslyndi flokkurinn missti þingmeirihluta sinn í kosningum í Kanada Meira

Beið ósigur Boris Johnson forsætisráðherra á breska þinginu í gær.

Tímaáætlun Johnsons felld

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði á fundi neðri deildar þingsins í gærkvöldi að hann myndi gera hlé á umræðu þess um brexit-frumvarp stjórnarinnar eftir að þingið hafnaði tímaætlun hans um afgreiðslu frumvarpsins. Meira

Fylgst með hugmynd um heimastjórnir

Samþykki íbúar í fjórum sveitarfélögum á Austurlandi að sameinast í eitt kemur til framkvæmda metnaðarfull tilraun til íbúalýðræðis, svokallaðar heimastjórnir. Meira

Fóður er ekki bara fóður Hægt er að velja milli alls konar fóðurs sem gerir fötin sérstök.

Allt annað yfirbragð með sérsaumi

Vilhjálmur Svan Vilhjálmsson eða Villi í Herragarðinum, eins og hann er oftast kallaður, hefur verið í herrafatabransanum í meira en 20 ár. Hann segir að það færist í vöxt að menn láti sérsauma á sig föt því menn lendi oft á milli stærða. Meira

Mögnuð framtíðarsýn Það leynist margt skrítið í eldhúsi framtíðarinnar. Hér má sjá Holly Petty, sem stýrir verkefninu hérlendis, ásamt áhugasömum nemanda.

Hvernig verður eldhús framtíðarinnar?

Í eldhúsi framtíðarinnar getur þú þrívíddarprentað fagurlega löguð matvæli úr næringarríkum fiskafgöngum sem annars færu til spillis, bakað rjúkandi volga tortillu á sekúndum eftir þörfum og án nokkurrar matarsóunar í þar til gerðum tortilluofni, og... Meira

Vinsælir Jökull Breki og Fannar Ingi skipa Hipsumhaps.

Aukatónleikar í nóvember

Þeir Jökull Breki og Fannar Ingi skipa hið vinsæla tvíeyki Hipsumhaps sem vakið hefur athygli undanfarið fyrir skemmtilegar lagasmíðar og frumlega texta. Meira

Grín Pétur Jóhann verður gestur Loga og Sigga í þætti morgundagsins.

20 ógeðslega mikilvægar spurningar í hverri viku hjá Loga og Sigga

Þeir félagar Siggi Gunnars og Logi Bergmann fóru af stað með nýjan síðdegisþátt á K100 í síðustu. Yfirskrift þáttarins er að fólk taki skemmtilegri leiðina heim. Meira

Sæla í sveitinni Alfreð Gíslason ræktar garðinn sinn í Þýskalandi.

Í fremstu röð í handboltanum í 40 ár

Akureyringurinn Alfreð Gíslason átti sér þann draum á menntaskólaárunum að verða sæmilegur leikmaður í efstu deild handboltans á Íslandi. Á síðustu stundu vorið 1979 var hann valinn í U21 árs landsliðshóp vegna heimsmeistaramótsins um haustið og þar með var tónninn sleginn fyrir þennan þá óslípaða demant í alþjóðlegum handbolta. Meira