Fréttir Mánudagur, 18. nóvember 2019

Telur að erlend mál ógni ekki íslenskunni

„Ég tel að íslensku stafi ekki ógn af erlendum tungum, eins og enskunni. Íslendingar hafa ávallt átt mikil samskipti við erlendar þjóðir og notið þess að mörgu leyti, meðal annars menningarlega, og þess sér stað mjög víða. Meira

Gegn breytingu á lyfjasölu

Landlæknir vill ekki að lausasölulyf verði seld í almennum verslunum • Þrír þingmenn hafa lagt fram frumvarp um aukið frelsi í sölu lausasölulyfja Meira

Hjúkrunarfræðingar 100 ár eru í dag frá stofnun fyrsta félags þeirra.

Vilja fá styttri vinnuviku

„Við höfum oft þurft að standa í samningaviðræðum gegnum tíðina og orðið að berjast fyrir okkar kjörum. Við höfum einnig verið lengur með lausa samninga en í þessari lotu núna. Meira

Rósbjörg Jónsdóttir

Framfaravogin mikilvægur vegvísir fyrir sveitarfélögin

Niðurstöður benda til skorts á gögnum milli sveitarfélaga Meira

Hafna ósk íbúa um ógildingu

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu íbúa á Skólavörðustíg 8 um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík um að samþykkja umsókn um leyfi fyrir biljarðstofu með vínveitingaleyfi í húsnæðinu þar sem áður var... Meira

Samherji Múturnar eru sagðar hafa farið í vasa ráðamanna í Namibíu.

Ráðherra á fund vegna Samherja

Málefni fyrirtækisins verða líklega einnig rædd við utanríkisráðherra á fundi utanríkismálanefndar • Fyrrverandi seðlabankastjóri telur öruggt að mál Samherja verði rannsakað af yfirvöldum í Noregi Meira

Skipta yfir í endurunnið plast

Ölgerðin tekur fyrst fyrirtækja í notkun plastflöskur úr 50% endurunnu plasti Meira

Ónýtt Slökkviliðsmenn rífa eins mikið og þarf af húsinu eða þar til hættir að loga. Að öllum líkindum verður ekkert eftir nema grunnurinn, að sögn Ólafs.

Vaknaði við logandi hús

Hús sem kviknaði í á Akureyri í gærmorgun er gjörónýtt og var rifið með vélarafli • Að sögn nágranna var húsið að hluta til nýuppgert og málað í sumar Meira

Eldfjallavefsjáin Hún er gagnvirk og geymir gríðarmikinn fróðleik.

Íslensk útgáfa af eldfjallavefsjánni opnuð

Aðgangur að íslenskri eldfjallavefsjá (www.islenskeldfjoll.is) var opnaður á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, sem jafnframt er dagur íslenskrar tungu. Það var við hæfi því Jónas var einn brautryðjenda íslenskra náttúruvísinda. Meira

Viðurkenning Jón G. Friðjónsson prófessor tekur við Verðlaunum Jónasar Hallgrímssonar við athöfn í Gamla bíói á laugardaginn.

Enskan er ekki ógnin

„Ég tel að íslensku stafi ekki ógn af erlendum tungum, eins og enskunni. Íslendingar hafa ávallt átt mikil samskipti við erlendar þjóðir og notið þess að mörgu leyti, meðal annars menningarlega, og þess sér stað mjög víða. Ógnirnar eru aðrar, svo sem að við lok grunnskóla geta 28% íslenskra drengja ekki lesið sér til gagns og það segir okkur að eitthvað hafi brugðist, skólafólk getur trúlega gert grein fyrir hvað það er,“ segir Jón G. Friðjónsson málvísindamaður. Meira

Talgreinir Jón Guðnason afhenti Rögnu Árnadóttur, skrifstofustjóra Alþingis, talgreininn formlega síðastliðinn laugardag.

Aldrei fleiri verðlaunaðir

Mikið var um að vera á degi íslenskrar tungu sem haldinn var hátíðlegur á fæðingardegi þjóðskáldsins Jónasar Hallgrímssonar á laugardag. Meira

Mannréttindanefnd Helen Inga Von Ernst sendiráðsritari (t.v.), fulltrúi Íslands í nefndinni.

Alþjóðlegur jafnlaunadagur

Ályktun um alþjóðlegan jafnlaunadag var samþykkt einróma í mannréttindanefnd allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna (Sþ) í New York á föstudaginn var. Meira

Nýr Landsbanki Botnplatan var steypt á laugardaginn var.

Stöðugur straumur af steypubílum

Botnplatan í grunni nýja Landsbankans við Austurbakka 2, við hlið Hörpu, var steypt á laugardaginn var. Steypuvinnan hófst aðfaranótt laugardagsins og var stöðugur straumur steypubíla fram á kvöld. Í botnplötuna fóru um 1. Meira

Trú Hjarðarholtskirkja er falleg og setur sterkan svip á umhverfi sitt.

Vilji þjóðarinnar verður að ráða

„Samband ríkis og kirkju hefur tekið miklum breytingum á liðinni öld og áratugum og sú þróun mun áreiðanlega halda áfram,“ segir sr. Ninna Sif Svavarsdóttir, formaður Prestafélags Íslands. Meira

Útvarpsstjórar sátu oft lengi í embætti

Níu skipaðir, settir eða ráðnir útvarpsstjórar á 89 árum Meira

Suðurlandsvegur breikkaður

Innan fimm ára verður Suðurlandsvegur úr Reykjavík og að Ölfusá orðinn tvöfaldur eða með þremur akreinum • Umhverfismat hafið á síðasta kaflanum Meira

Lyf Sjónarmið landlæknis og þriggja þingmanna um lyfsölu stangast á.

Landlæknir leggst gegn lyfjasölu í verslunum

Flutningsmenn telja brýnt að auka frelsi í sölu lausasölulyfja • Landlæknir vill að þekking og reynsla séu fyrir hendi Meira

Andrés Bretaprins

Svör prinsins vekja furðu

Andrés Bretaprins hefur verið sakaður um dómgreindarleysi og skort á samúð eftir að viðtal við hann birtist bresku þjóðinni á BBC á laugardagskvöld. Meira

Kína Börn ganga til skóla undir vökulu auga eftirlitsmyndavéla í Xinjiang.

Skipað að sýna „alls enga miskunn“

Sjaldgæfur gagnaleki innan úr kínversku stjórnkerfi • Gefur nýja innsýn í aðgerðir stjórnvalda gegn uighur-múslimum • Segja átti nemendum að skyldmenni þeirra hefðu sýkst af veiru öfgahyggju Meira

Forseti Trump hafði ekki farið leynt með stuðning sinn við frambjóðendur repúblikana í ríkisstjórakosningunum.

Annar ósigur og annað högg fyrir Trump

Íbúar Louisianaríkis kusu demókratann John Bel Edwards til áframhaldandi setu í stóli ríkisstjóra á laugardag. Meira

Hjúkrun Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga er 100 ára í dag, 18. nóvember. Félagið hefur verið með lausa kjarasamninga frá 1. mars sl.

Telja hægt að stöðva flóttann úr stéttinni

Við höfum oft þurft að standa í samningaviðræðum gegnum tíðina og orðið að berjast fyrir okkar kjörum. Við höfum einnig verið lengur með lausa samninga en í þessari lotu núna. Okkar saga hefur einkennst af mikilli kjarabaráttu,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, en í dag eru nákvæmlega 100 ár liðin síðan stofnað var fyrsta stéttarfélag hjúkrunarfræðinga, sem fékk heitið Félag íslenskra hjúkrunarkvenna. Meira

Göngum yfir brúna Siri Mac lætur sig hafa það og félagarnir fylgjast með.

Brotin markvisst niður til að byggja upp

Birna Margrét hefur verið sigursæl í Noregi að undanförnu Meira