Fréttir Laugardagur, 18. maí 2024

Vill í toppbaráttuna

Halla Tómasdóttir hyggst blanda sér í slag hinna efstu • Svarar fyrir störf sín hjá Viðskiptaráði og B-Team Meira

Mikil fjölgun kærðra sakamála til Landsréttar

Kærðum sakamálum til Landsréttar hefur fjölgað stórlega á síðustu árum. Í fyrra bárust réttinum 376 slík mál og fjölgaði þeim um 44% frá árinu á undan. Alls bárust Landsrétti 912 mál á síðasta ári og hafa þau aldrei verið fleiri á einu ári frá stofnun réttarins Meira

Alþingi Bryndís og Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra.

Stefna á að afgreiða málið í júní

Önnur umræða um útlendingafrumvarpið svokallaða fór fram í gær og voru atkvæði greidd um ýmsar breytingatillögur. Píratar óskuðu eftir því að málið færi aftur til allsherjar- og menntamálanefndar. Málið fer því aftur inn á borð nefndarinnar áður en það fer til þriðju umræðu í þingsal Meira

Bæjarstjórinn Fannar Jónasson (til vinstri) á fundi ríkisstjórnarinnar í Hörpu í gær. Við hlið hans er Skarphéðinn Berg Steinarsson.

Fyrirtæki í þröngri og erfiðri stöðu

Ríkisstjórnin kynnti í gær aðgerðir til að styðja við Grindvíkinga • Húsnæðisstyrkurinn framlengdur til áramóta • Þriggja manna framkvæmdanefnd skipuð • Ríkið kaupir ekki upp atvinnuhúsnæði Meira

Robert Fico Hann hitti Bjarna Benediktsson forsætisráðherra 2017.

Gaf kirkjubekki í kaþólsku kirkjuna

Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu, sem nú liggur illa særður á sjúkrahúsi þar í landi eftir að hafa orðið fyrir skotárás fyrr í vikunni, heimsótti Ísland snemmsumars árið 2017 og sat við það tækifæri hádegisverðarfund með Bjarna Benediktssyni… Meira

Spurt Halla Tómasdóttir situr fyrir svörum á vettvangi Spursmála að þessu sinni.

Vill starfa á grunni eigin gilda

Halla Tómasdóttir hætti sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs vegna þess að hún var ósammála þeim gildum sem það stóð fyrir • Telur Ísland eiga erindi á alþjóðavettvangi og að landið sé fyrirmynd Meira

Ársfundur Runólfur Pálsson og Jón Atli Benediktsson í Hörpu í gær.

Rekstur tekið stakkaskiptum

Rekstur Landspítala hefur tekið stakkaskiptum á liðnum árum. Þetta kom fram í ávarpi Runólfs Pálssonar forstjóra Landspítala og Gunnars Ágústs Beinteinssonar, framkvæmdastjóra rekstrar og mannauðs spítalans, á ársfundi Landspítala í Hörpu í gær Meira

Frjókornamælingar Sumrinu sæla fylgja frjókornin ávallt fast á eftir.

Frjókornin eru komin til byggða

Náttúrufræðistofnun Íslands með breytt fyrirkomulag á frjókornamælingum Meira

Blikur á lofti í rekstri ÁTVR

Sala á áfengi dróst saman um 2% í lítrum talið í Vínbúðunum í fyrra. Viðskiptavinum fjölgaði lítillega milli ára og í fyrra voru þeir 5,3 milljónir talsins. Þetta kemur fram í nýútkominni ársskýrslu ÁTVR fyrir árið 2023 Meira

Dekkjaskipti Mikilvægt er að herða felgurær samkvæmt stöðlum.

Skortur á upplýsingagjöf

Drífa Lýðsdóttir drifa@mbl.is Nokkur dæmi eru um að dekk losni undan bílum eftir dekkjaskipti og dregið hefur úr upplýsingagjöf verkstæða. Þetta segir Björn Kristjánsson, tækniráðgjafi Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), í samtali við Morgunblaðið. Meira

Flóð Stöðulón hafa myndast víðs vegar um landið vegna flóða og mun taka tíma að koma öllu í svipað horf og áður.

Mikil flóð hafa geisað í Kenía

„Hélt ég myndi deyja, með dóttur mína í bílnum” Meira

Hornafjörður Flugvöllurinn er staðsettur fimm kílómetra norður af Höfn.

Tilboðin voru langt yfir áætlun

Vegagerðin hefur ákveðið að hafna öllum tilboðum sem bárust í áætlunarflug til Hafnar í Hornafirði. Þau voru langt yfir kostnaðaráætlun. Vegagerðin bauð verkefnið út í vetur. Útboðið var auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu en um er að ræða sérleyfissamning fyrir árin 2024-2027 Meira

Sauðfjársetrið fær til sín skemmtiferðaskip

Skemmtiferðaskipin Fram og Nansen, á vegum norska fyrirtækisins Hurtigruten, heimsóttu Sauðfjársetrið á Ströndum um liðna helgi. Þeim var lagt í Steingrímsfirði og farþegar voru fluttir í land á gúmmíbátum Meira

Forsætisráðherra Bjarni Benediktsson ræðir helstu þingmál.

Ríkisstjórnin forgangsraðar frumvörpum

„Við höfum sett heilmikla vinnu í að greina stöðu allra mála í þingnefndum og átt samtöl á milli stjórnarflokkanna. Afraksturinn af því er þegar farinn að birtast okkur í samþykkt mála í þessari viku sem fengið hafa sérstakan forgang, eins og… Meira

Mathöll Svona leit Vesturgata 2 út sumarið 2021 þegar áform um mathöll voru kynnt. Síðan hefur háum fjárhæðum verið eytt en mathöllin er enn óopnuð.

Ráðgátan um Mathöll Reykjavík

Þrjú ár eru síðan áform um „eina glæsilegustu mathöll landsins“ voru kynnt • Hundruðum milljóna eytt í endurbætur á sögufrægu húsi • Veitingamönnum var lofað „góðum kjörum og fjármögnun“ Meira

Á íslenskri jörð Jóhannes Páll II. kraup á kné og kyssti íslenska jörð þegar hann kom til Keflavíkurflugvallar.

„Kalt en kuldi fyllir mig lífsþrótti“

Jóhannes Páll II. páfi fékk hlýjar móttökur á Íslandi í byrjun sumars 1989 þótt kaldir vindar hafi blásið á landinu • Lagði áherslu á nauðsyn þess að hefja siðferðileg verðmæti aftur til vegs Meira

Katrín og Halla Hrund tapa fylgi

Fylgi Katrínar Jakobsdóttur og Höllu Hrundar Logadóttur dalar nokkuð á milli kannana í Þjóðarpúlsi Gallup sem gerður er fyrir Ríkisútvarpið. Þær eru þó enn í forystu. Katrín og Halla Hrund mældust með um 25% fylgi í síðasta Þjóðarpúlsi fyrir viku Meira

Nýsköpun Áslaug Arna kynnti kerfisbreytingarnar í Kolaportinu í vikunni.

„Fundasjúkt kerfi“ sem þarf að breyta

Áslaug Arna hefur ráðist í einföldun stjórnkerfisins Meira

Mörkin Frá vinstri talið: Páll Eysteinn Guðmundsson framkvæmdastjóri FÍ, Sigurlaug Jónsdóttir verkefnisstjóri og svo skálaverðirnir Ásta Begga Ólafsdóttir og Gísli Sveinsson sem mættu á svæðið nú í byrjun maí.

Sumaropnun í Þórsmörkinni

„Hér er einstakt veður með hlýindum þannig að munur sést á gróðri milli daga,“ segir Ásta Begga Ólafsdóttir, skálavörður Ferðafélags Íslands í Þórsmörk. Þau Ásta og Gísli Sveinsson eiginmaður hennar, sem lengi hafa starfað við… Meira

Loftrýmisgæsla Norsk F-35-herþota sést hér í flugskýli sínu í Keflavík. Perry segir legu Íslands á Atlantshafi skipta NATO mjög miklu máli.

Gegnum lykilhlutverki fyrir NATO

Doug G. Perry, yfirmaður Norfolk-flotastöðvarinnar, kynnti sér aðstæður hér á landi í vikunni • Ísland lykilhlekkur í öryggi á norðurslóðum • NATO vel í stakk búið fyrir áskoranir framtíðar Meira

Belbek Gervihnattafyrirtækið Maxar sagði í gær að Úkraínumenn hefðu náð að skemma þrjár orrustuþotur Rússa í árás á Belbek-flugvöllinn.

Búa sig undir árás Rússa á Súmí

Úkraínumenn telja Rússa ætla að gera árás norðan við Karkív • Tilgangurinn að dreifa kröftum Úkraínumanna • Pútín segir hertöku Karkív-borgar ekki á dagskrá • Stærsta drónaárásin á Rússland Meira

Gasa Flotbryggja Bandaríkjahers við Gasa var tekin í notkun í gær.

Flytja neyðaraðstoðina sjóleiðis

Bandaríkjaher tilkynnti í gær að hann væri byrjaður að senda neyðaraðstoð til Gasasvæðisins í gegnum flotbryggju sem herinn lét reisa til bráðabirgða. Sagði CENTCOM, yfirstjórn hersins í Mið-Austurlöndum, að vörubílar með matvæli og aðra… Meira

Landsréttur Alls bárust réttinum 912 ný mál í fyrra. Þar af voru kærð sakamál 376 talsins og fjölgði um 115 mál eða 44% frá árinu á undan.

Metfjöldi mála barst Landsrétti í fyrra

Sviðsljós Ómar Friðriksson omfr@mbl.is. Ekki dró úr starfsálagi á dómendur við Landsrétt á síðasta ári. Alls bárust Landsrétti 912 ný mál á árinu og hafa þau aldrei verið fleiri á einu ári í sögu réttarins. Til samanburðar bárust Landsrétti 840 ný mál á árinu 2022 og 805 á árinu á undan. Meira

Kátur Guðlaugur hefur eingöngu fengið jákvæð viðbrögð við númeraplötunni í umferðinni. Enda sé þetta til þess gert að krydda tilveruna.

Klopp er fyrst og fremst góð manneskja

Ekkert enskt knattspyrnulið á jafn marga stuðningsmenn á Íslandi og FC Liverpool. Þar sem stjórinn vinsæli Jürgen Klopp er að kveðja félagið þótti Morgunblaðinu rétt að taka einhvern þeirra tali og fáir eru betur til þess fallnir en Siglfirðingurinn … Meira