Fréttir Laugardagur, 23. mars 2019

Flugfélög Icelandair og WOW air hafa gefið sér fram yfir helgi til að ljúka viðræðum sínum.

Flugfélögin ræðast við um helgina

Gengi hlutabréfa í Icelandair hækkaði um 5,8% í gær • Ríkisvaldið hefur fylgst mjög náið með stöðunni og er reiðubúið að liðka fyrir ef hægt er Meira

Verkfall Þátttakendur í verkfallinu tóku sér kröfustöðu meðal annars fyrir utan Hús atvinnulífsins.

Tjónið þegar töluvert

Um 2.300 manns tóku þátt í sólarhringsverkfalli Eflingar og VR • Sáttasemjari boðar til fundar á mánudaginn • Ásakanir um að verkfallsbrot hafi verið víða Meira

Í Landsrétti Atli Már, t.v., með Gunnari I. Jóhannssyni lögmanni.

Atli Már dæmdur fyrir meiðyrði

Landsréttur hefur snúið við dómi Héraðsdóms Reykjaness og dæmt blaðamanninn Atla Má Gylfason fyrir meiðyrði í garð Guðmundar Spartakusar Ómarssonar og til að greiða honum 1,2 milljónir króna í miskabætur. Meira

Í þvottaherberginu Sólveig Anna var meðal verkfallsvarða. Hún fór um þvottaherbergið á Grand hóteli til að athuga hvort einhver væri að störfum.

Grunur um verkfallsbrot víða

Hópferðabílstjórar og hótelstarfsfólk Eflingar og VR í sólarhringsverkfalli í gær • Kröfustöður fyrir utan hótel og Hús atvinnulífsins • Grunur um verkfallsbrot • Verkfallsverðir fylgdust grannt með Meira

Raforka Ríkisstjórnin mun leggja orkupakkann fram á þingi.

Orkupakkinn lagður fyrir Alþingi með fyrirvara

Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl. Meira

Stundin segir frelsið hafa sigrað

Hæstiréttur staðfesti dóm Landsréttar um að hafna lögbannsbeiðni Glitnis Meira

Sneri við dómi í máli Freyju

Landsréttur sneri í gær við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu og er niðurstaða dómsins að Freyju hafi verið mismunað vegna fötlunar sinnar þegar umsókn hennar um að gerast fósturforeldri var hafnað. Meira

Umsækjendum um vernd fjölgar

Hælisleitendur á Íslandi voru 138 á fyrstu þremur mánuðum 2018 en eru nú þegar orðnir 203 • Fjölga þarf búsetuúrræðum • Útlendingastofnun er að kanna áhuga sveitarfélaga víða um land Meira

Landsréttur Karlmaður var sýknaður í gær af ákæru um kynferðisbrot.

Sýknaður af nauðgunarákæru í Landsrétti

Landsréttur sýknaði í gær karlmann af ákæru um kynferðisbrot gagnvart konu, en Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður dæmt manninn árið 2017 í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi og til að greiða konunni eina og hálfa milljón króna í miskabætur og rúmlega... Meira

Hvaleyrarbraut Tveir stórbrunar urðu í fyrra sem reyndu mjög á slökkviliðið. Nú er hafin vinna við að fylgja því eftir að eldvarnir í eftirlitsskyldum húsum séu samkvæmt lögum og reglum og að brunavarnakerfi séu í lagi.

Eldvarnir teknar fastari tökum

Aukin áhersla á eldvarnaeftirlit hjá SHS • Húseigendur bera ábyrgð á að brunavarnakerfi séu í lagi • Skipa þarf eldvarnafulltrúa þar sem húsnæði er eftirlitsskylt • Prófa þarf kerfin reglulega Meira

Merkingar Um 1.800 þorskar voru merktir fyrir vestan og norðan.

Þorskur merktur á nýjan leik

Nú í marsmánuði hóf Hafrannsóknastofnun merkingar á þorski á ný eftir nokkurt hlé. Merktir voru 1800 þorskar fyrir vestan og norðan land um borð í rannsóknaskipunum þegar skipin voru í stofnmælingu botnfiska. Meira

Nýjar íbúðir í sölu á Hljómalindarreit

Verktakafyrirtækið Þingvangur hefur sett á sölu 15 íbúðir á svonefndum Hljómalindarreit í Reykjavík. Fermetraverðið er hæst vel á aðra milljón króna. Þær eru í tveimur húsum, Klapparstíg 28 og 30. Meira

Hafrannsóknastofnun Mikið hefur mætt á Þorsteini Sigurðssyni og samstarfsfólki hans í vetur.

Brestur í loðnu og blikur á lofti

Unnið að margvíslegum rannsóknum • Afrán og breytt vistkerfi • Enginn afsláttur á vísindunum Meira

Fallinn Efri hluti skorsteinsins var felldur á þriðja tímanum í gærdag. Neðri hlutinn var sprengdur skömmu síðar.

Mikið sjónarspil þegar Sementsstrompurinn féll

Skorsteinn gömlu verksmiðjunnar var lengi eitt helsta kennileiti Akraness Meira

„Ég er Ungverji og ég lifði af helförina“

Andras Hamori deildi erfiðri lífsreynslu úr heimsstyrjöldinni síðari Meira

Myndir ársins Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir og Eyþór Árnason unnu í gærkvöldi að uppsetningu sýningarinnar sem verður opnuð í dag.

Blaðaljósmyndir ársins sýndar í Smáralind

Sýningin „Myndir ársins“ verður opnuð í dag og stendur uppi til 4. apríl Meira

Styttist í útboð byggingar hjúkrunarheimilis

Úr Bæjarlífinu Sigmundur Sigurgeirsson Selfoss Selfyssingar , og raunar Sunnlendingar allir eru orðnir nokkuð langeygir eftir nýju hjúkrunarheimili sem fyrirhugað er á bökkum Ölfusár, austan við sjúkrahúsið á Selfossi. Meira

Kveður Séra Davíð Baldursson tók á móti tónleikagestum í kirkjunni, m.a. þeim Kristínu Guðjónsdóttur (t.v.) og Dagbjörtu Briem Gísladóttur.

Sjötugum séra Davíð var fagnað

Emil Thorarensen Eskifirði Haldnir voru veglegir afmælistónleikar í Eskifjarðarkirkju, sem jafnframt hýsir Tónlistarmiðstöð Austurlands, í tilefni 70 ára afmælis séra Davíðs Baldurssonar og prófasts Austurlandsprófastsdæmis. Meira

Mosfellsbær Bæjarstjórn hefur ákveðið að fara í úttekt á skólahúsnæði bæjarins, m.a. Varmárskóla, sem hefur í þrígang verið skoðaður af Eflu.

Úttekt á skólahúsnæði í Mosfellsbæ

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt tillögu fulltrúa D- og V- lista um úttekt á rakaskemmdum í öllu skólahúsnæði Mosfellsbæjar. „Ef fram koma merki um örveruvöxt í þeirri skoðun verði strax gerð áætlun um úrbætur og ráðist í þær. Meira

Sýnataka erfiðari en talið var

Ómannað geimfar NASA, OSIRIS-REx, kom að smástirninu Ranu í desember eftir rúmlega tveggja ára ferð frá jörðinni en bandaríska geimvísindastofnunin segir nú að miklu erfiðara verði að ná meginmarkmiðinu með leiðangrinum en vísindamenn töldu. Meira

Leiðtogarnir sagðir hafa tekið ráðin af May

Aukin andstaða við forsætisráðherrann í Íhaldsflokknum Meira

Erfiðisverk Það getur tekið á að koma þungum ruslatunnum frá húsum fólks og að bílnum, en ekki var spurt út í þessa þjónustu borgarinnar.

42,4% íbúa ánægð með veitta þjónustu

Þjónustukönnun Maskínu sem gerð var á vegum Reykjavíkurborgar var kynnt í borgarráði í fyrradag. Var könnunin unnin dagana 22. nóvember 2018 til 28. janúar 2019 og náði til 2. Meira

Borgarfulltrúi Vil hafa áhrif á umhverfi mitt, segir Kolbrún.

Vil bæta samfélagið

Að eiga þess kost að vinna í þágu fjöldans á vettvangi borgarstjórnar finnst mér frábært tækifæri. Í raun er þetta beint framhald af fyrri störfum mínum sem sálfræðingur þar sem ég vann mikið með til dæmis börnum, þolendum eineltis og hælisleitendum. Meira

Loftslagsbreytingar Þuríður Yngvadóttir segir ekki nóg að gera sjónvarpsþætti um loftslagsbreytingar og skrifa undir samninga. Til aðgerða þurfi að grípa, til dæmis draga úr notkun plasts og jarðefnaeldsneytis.

„Amma kenndi mér allt“

Þuríður Yngvadóttir, ellefu ára nemandi í Dalskóla, sló í gegn í sjónvarpsþættinum Hvað höfum við gert? Meira