Fréttir Fimmtudagur, 23. maí 2024

Dregið á asnaeyrum

Mikil óánægja með áform um byggingu gagnfræðaskóla í Laugardal • Segir meirihlutann ekki vinna með borgarbúum Meira

Stefnan tekin á Normandí

Áttatíu ár verða í sumar frá D-deginum mikla, 6. júní 1944, þegar hersveitir bandamanna sóttu af miklum móð inn í Frakkland. Var um að ræða umfangsmestu innrás sögunnar og markaði hún upphaf endaloka seinna stríðs Meira

Hvalaskoðun Ferðamenn á Eyjafirði.

Aðsókn minnkar í hvalaskoðun

Útlit er fyrir að aðsókn í hvalaskoðun muni ekki ná sömu hæðum og undanfarin ár. Í samtali við Morgunblaðið segir Rannveig Grétarsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Eldingar, sem sér m.a. um hvalaskoðunarferðir frá Akureyri og Reykjavík, að hún búist við 10-15% færri bókunum en í fyrra Meira

„Verið að koma aftan að fólki“

„Foreldrarnir upplifðu þessi tíðindi sem svik“ • Segir meirihlutanum í borgarstjórn fyrirmunað að vinna með borgarbúum • Sjónarspil og leikaraskapur • Hiti á fundi um framhaldsskóla í Laugardal Meira

Jón Þór Þorvaldsson

Sætisbelti vörn í þessum aðstæðum

„Ég er búinn að fljúga í 25 ár og hef oft lent í heiðkviku þar sem er ókyrrð en aldrei svo harkalegri þar sem farþegar slasast,“ segir Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna Meira

Brattind Selfangarinn Brattind á leiðinni í sína hinstu för. Um borð voru 14 menn sem allir fórust í ferðinni.

Brakið úr selfangaranum Brattind

Hlutar skipsins komu upp með trolli Viðeyjar RE 50 • Fórst á milli Íslands og Grænlands í apríl 1952 • Fimm skip fórust, 46 konur misstu eiginmenn og 98 börn feður sína • Norðmenn segja söguna Meira

Ný íbúðabyggð kynnt við Sóleyjarima í Grafarvogi

Fjöldi íbúða yrði á bilinu 65-96 • Endanlegur fjöldi ákveðinn í deiliskipulagi Meira

Vel veiðist og hátt verð á markaði

Ágæt aflabrögð hafa verið í mánuðinum hjá sjómönnum á standveiðibátum sem gerðir eru út frá höfnum í Snæfellsbæ. Bræla og kaldaskítur af suðaustri ræður þó því að á síðustu dögum hafa menn ekki fiskað í samræmi við væntingar Meira

Suðurland Hér sést stórbýlið Hæll í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Kosið um nafnið á sveitarfélaginu

„Nú í fyrstu lotu eru valkostirnir einfaldir og skýrir,“ segir Haraldur Þór Jónsson, oddviti og sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Þar í sveit jafnhliða forsetakosningum 1. júní næstkomandi greiða íbúar atkvæði um hvort sveitarfélagið skuli fá nýtt nafn Meira

Burstabær Glæsilegt hús sem var reist 1930 og svo stækkað árið 1974.

Endurbótum á Þingvallabæ að ljúka

Bústaður forsætisráðherra og móttökuhús • Reyndist illa farinn af raka Meira

Kató Húsið sem þekkt er undir nafninu Kató stendur við Suðurgötu 44 í Hafnarfirði og á sér merkilega sögu.

Kató víkur fyrir tveimur einbýlishúsum og fjölbýli

Húsið staðið autt í mörg ár • Hýsti áður skóla St. Jósefssystra í Hafnarfirði Meira

Hnúkaþeyr og serenaða Mozarts

Serenaða eftir Mozart og íslensk tónlist af ýmsum toga voru á efnisskrá blásarasveitarinnar Hnúkaþeys sem hélt ferna tónleika á sunnanverðum Vestfjörðum sl. helgi. Fyrstu tónleikarnir voru á Birkimel á Barðaströnd en hinir í kirkjunum á Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal Meira

Uppgjörið Hér getur að líta handsamaða meðlimi þýsku leynilögreglunnar Gestapo í Akershus-virkinu vorið 1945.

Þurfum að horfast í augu við uppgjörið

Norskur sagnfræðingur segir að endurskoða þurfi hvernig tekið var á samverkamönnum Þjóðverja í Noregi eftir stríð • Konur og börn voru rekin úr landi • Fólki útskúfað fyrir syndir foreldra sinna Meira

Nýr vegur í Kinn í umhverfismat

Skipulagsstofnun kynnir ákvörðun um matsskyldu • Grípa þarf til margvíslegra mótvægisaðgerða • Liggur yfir tvö eldhraun og er í nálægð við gígaþyrpingu • Hefur einnig áhrif á votlendisbúsvæði fugla Meira

Drangur Einbúi á bökkum Jöklu varð táknmynd andófs gegn virkjun. Viðbrögð við fréttum af falli hans voru sterk.

Einbúinn stóð vörðinn á öræfum

Stærsta framkvæmd Íslandssögunnar • Stór stífla, lón, aðrennslisgöng og virkjun • Á annað þúsund manns voru við störf á hálendinu • Umdeilt verkefni sem skók þjóðlífið • Umhverfismál Meira

Austfirðir Ýmis framfaraverkefni á Stöðvarfirði í Fjarðabyggð hafa verið styrkt í því skyni að byggðin þar nái að eflast í bráð og lengd.

Bætt staða í brothættu byggðunum

Þrír fasar og ljósleiðari • Sjálfsafgreiðsla á Stöðvarfirði Meira

Skagastönd Hér er horft yfir hafnarsvæðið. Hinn svonefndi Ásgarður er efst á myndinni, annar ysti kanturinn sem bátur sést hér liggja við.

Endurbyggja á Ásgarðsbryggju

Framkvæmdir hefjast innan tíðar við endurbætur á Ásgarði sem er bryggja yst og nærri mynni hafnarinnar á Skagaströnd. Samið var við Borgarverk hf. um framkvæmdirnar sem á að ljúka á þessu ári. „Ásgarður var útbúinn á síldarárunum nærri miðri síðustu öld Meira

Gróður Fallegur skógur við Þorfinnstjörn nærri Hringbrautinni.

Tilnefna tré í tíu hverfum borgar

Hverfistré Reykjavíkur verða í sumar útnefnd af Skógræktarfélagi Reykjavíkur; eitt tré í hverju af tíu hverfum borgarinnar. Óskað er eftir tilnefningum frá íbúum og áhugafólki á netfangið heidmork@heidmork.is Meira

Rætt um afvopnun Ráðstefnan fór fram í Veröld – húsi Vigdísar síðastliðinn föstudag. Þar voru m.a. fræðimenn og fv. og núverandi sendiherrar.

Kjarnorkuvá aftur í brennidepli

Vaxandi spenna í alþjóðakerfinu einkenndi alþjóðlega ráðstefnu um afvopnunarmál í Reykjavík l  Stirðleiki í samskiptum við Rússland og uppgangur Kína til umræðu l  Við blasir breytt heimsmynd Meira

Ráðstefna Sérfræðingar víða að komu saman í Veröld – húsi Vigdísar. Melissa Parke er lengst til hægri í fremstu röð.

Draga þarf úr hættu á kjarnorkustríði

Stjórnandi alþjóðlegra samtaka segir leiðtogafundinn í Höfða hafa næstum markað þáttaskil • Brýnt þykir að draga úr stigmögnun • Hætta á kjarnorkustríði er á ný viðfangsefni listamanna Meira

Spánn Þingmenn á Spáni fögnuðu yfirlýsingu Sanchez með því að rísa úr sætum.

Viðurkenndu Palestínu sem ríki

Ísraelsmenn kalla sendiherra sína heim frá Noregi, Írlandi og Spáni • Biden leggst gegn einhliða viðurkenningu á fullveldi Palestínu • Netanjahú segir viðurkenninguna „verðlaun fyrir hryðjuverk“ Meira

Eystrasalt Grannt er fylgst með ferðum rússneskra herskipa um Eystrasalt.

Krefjast útskýringa frá Rússum

Rússar hyggjast víkka út lögsögu sína í Eystrasalti einhliða • Landsbergis sakar Rússa um ögrun við NATO og ESB • Finnar fylgjast með stöðu mála Meira

Rishi Sunak

Sunak boðar til þingkosninga

Rishi Sunak forsætisráðherra Breta boðaði í gær til almennra þingkosninga í Bretlandi 4. júlí næstkomandi. Sunak greindi frá þessu í Downingstræti 10 eftir fund með ríkisstjórn sinni. Fylgi Íhaldsflokksins, sem hefur setið í ríkisstjórn frá árinu… Meira

Gagnamagnið eykst og símtölum fækkar

Velta á fjarskiptamarkaði jókst á milli áranna 2022 og 2023. Tekjur af fastaneti, farsímarekstri, gagnaflutningi, internetþjónustu, sjónvarpsþjónustu og annarri fjölmiðlun hækka á milli ára. Tekjur af heimasíma halda áfram að lækka eins og undanfarin ár Meira

Sjósund Kristinn Einarsson hefur yfirstigið margar hindranir.

Lét vaða og hefur verið í sjósundi í 50 ár

Sjósund nýtur aukinna vinsælda en fáir voru í því fyrir 50 árum, þegar Skagmaðurinn Kristinn Einarsson komst á bragðið. „Ég byrjaði að svamla og synda í sjónum út af Langasandi fyrir nær 60 árum, en markvisst sjósund hófst sumarið 1974 og ég… Meira