Fréttir Þriðjudagur, 11. ágúst 2020

Aukinn fjöldi umsókna

Skólar tekið eftir auknum fjölda umsækjenda • Íslendingar búsettir erlendis hafa vetursetu á Íslandi • Geta ekki tekið við fleirum en umsóknir berast áfram Meira

Tónleikar Óvíst er hvort hægt verði að halda stóra viðburði hér á landi.

Verða fyrir þungu höggi

Skipuleggjendur íþrótta- og menningarviðburða geta mjög lítið aðhafst í núverandi ástandi. Þannig liggur starfsemi umræddra aðila nær algjörlega niðri. Meira

Katrín furðar sig á tækifærismennsku

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gefur lítið fyrir gagnrýni Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, þingmanns Viðreisnar, á ákvarðanatöku vegna Covid-19. Meira

Sólin skein og skín áfram

Sólin skein á Húsavík í gær og var þar margt um manninn. Hiti náði mest 21 gráðu þar í gær, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Meira

Feneyjanefndin Nefndin veitir ríkjum m.a. lögfræðilega ráðgjöf.

Leitað til Feneyjanefndar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur óskað eftir því að Feneyjanefndin veiti umsögn um stjórnarskrártillögur sem unnið er að á vegum ríkisstjórnarinnar. Þetta kemur fram á vefsíðu nefndarinnar. Meira

Árni Sverrisson

Nýtt Alzheimerslyf lofar góðu

Fyrsta lyfið sem gæti snúið við hrörnun • Bjartsýni ríkir en þó ástæða til að stilla væntingum í hóf, segir formaður Alzheimersamtakanna • Lyfið hefur fengið flýtimeðferð bandarískra eftirlitsaðila Meira

Noregur Íslendingar gætu þurft að fara í 10 daga sóttkví í Noregi.

Leggur til að Ísland fari á rauðan lista Norðmanna

Landlæknir Noregs hefur lagt það til við stjórnvöld að Íslandi verði bætt á rauðan lista stjórnvalda, en ferðamenn sem koma frá þeim ríkjum þurfa að sæta tíu daga sóttkví við komuna til landsins. Meira

Varnir Tillögur sóttvarnalæknis hafa ekki verið lagðar fyrir ráðherra.

Nokkrir kostir á borð ráðherra

Sóttvarnalæknir segir það ekki sitt að meta hagsmuni einnar greinar umfram aðrar • Einstaklingur um tvítugt lagður inn á spítala • Til skoðunar er að hætta með seinni skimun fyrir Íslendinga Meira

Netverslun Félagarnir í Dropp auðvelda fólki að nálgast vörur sínar.

Auðvelda fólki að versla á netinu

Ný tegund þjónustu gerir fólki kleift að kaupa á netinu og sækja sjálft • Mikil aukning hefur orðið í netverslun • Fjöldi afhendingarstöðva Dropp á höfuðborgarsvæðinu • Almenn hagræðing fyrir alla Meira

Brim Aldan í Reynisfjöru ygglir sig. Myndasmiðurinn gerði sér á síðustu stundu ljóst hvað verða vildi, greip tæki sín og bjargaði sér þannig á harðaspretti.

Slapp með þrífót undan öldufaldi

Háskalegt í Reynisfjöru • Hrammur brimsins • Vandamálið er viðvarandi Meira

Nafngiftir Mörg mál koma til úrskurðar mannanafnanefndar.

Heimila nafn vegna tilfinningagildis

Mannanafnanefnd hefur heimilað umsækjanda notkun millinafnsins Haveland þótt nafnið uppfylli ekki öll skilyrði laga um mannanöfn, þar sem það er ekki dregið af íslenskum orðstofni. Í úrskurði nefndarinnar frá 22. Meira

Úrgangur Brúnar tunnur verða komnar í Hamrahverfið í haust.

Brúnar tunnur í Hamrahverfið

Undirbúningur er hafinn á sérsöfnun á lífrænum eldhúsúrgangi í Hamrahverfi í Grafarvogi. Verkefnið er hluti af aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar um sérsöfnun á lífrænum eldhússúrgangi og endurvinnslu á honum. Meira

Hveradalir Fulltrúar Fannborgar, Vina Kerlingarfjalla, Umhverfisstofnunar og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins komu saman til að fagna friðlýsingunni í gær.

Friðlýsing Kerlingarfjalla undirrituð

344 ferkílómetra svæði sem nær yfir fjóra virkjunarkosti í verndarflokki rammaáætlunar • Verið á áætlun frá 2016 • Ítarleg friðlýsing í formi landslagsverndar, segir teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun Meira

Opna ræktina á nýjan leik

Líkamsræktarstöðvar Fjallabyggðar hafa verið opnaðar með takmörkunum Meira

Súkkulaði Fyrirtækið hefur verið í miklum vexti síðustu ár.

Tap á rekstri Omnom þrátt fyrir mikinn tekjuvöxt

Áhrif faraldurs kórónuveiru óljós • Tekjur jukust um 30% Meira

Eldflaug Skylark L eldflaug skoska fyrirtækisins Skyrora í prófunum.

Eldflaug Skyrora skotið frá Langanesi

Skoska fyrirtækið Skyrora er nú á lokastigum leyfisveitinga vegna tilraunaskots Skylark Micro eldflaugar fyrirtækisins á Langanesi. Fyrsti skotglugginn er frá 12. til 16. ágúst. Meira

Öllum viðburðum slegið á frest sökum faraldurs

Ljóst er að menningar- og íþróttalíf hér á landi hefur orðið fyrir miklu höggi sökum faraldurs kórónuveiru. Meira

Handtekinn Lögreglumenn leiða Jimmy Lai á brott eftir handtökuna.

Útgefandi í Hong Kong handtekinn

Fjölmiðlakóngurinn Jimmy Lai í Hong Kong var í gær handtekinn í krafti hinna nýju öryggislaga, sem þar tóku nýverið gildi í trássi við alþjóðasamninga um sérstöðu borgarinnar innan Kína. Meira

Óeirðir Herlögregla í Minsk í Hvíta-Rússlandi þótti beita miklu afli gegn andstæðingum Alexanders Lúkasjenkó.

Andstæðingar örvaðir til dáða

Ríki ESB settu öll fyrirvara við kosningaúrslitin í Hvíta-Rússlandi • Engir eftirlitsmenn með kosningunum á sunnudag voru frá ÖSE og Evrópuráðinu Meira

Forsætisráðherra Katrín segir ótal erfiðar spurningar til staðar.

Þurfum að halda samfélaginu gangandi

Fréttaskýring Andrés Magnússon andres@mbl. Meira

Lögreglumaður Glíman við þjóðveginn er stór þáttur í starfinu. Birgir Rúnar Steinarsson Busk hér á Sandskeiði.

Umferðin í bláum geisla

Birgir Rúnar nýr í lögreglunni • Stóð vaktina á Sandskeiði • Tiltal við ökumenn oft besta ráðið við glannaskap Meira