Fréttir Laugardagur, 2. desember 2023

Kunna að hafa stækkað æðina

Hræringarnar 10. nóvember gætu hafa greitt brautina fyrir hraðara kvikuflæði úr geymsluhólfi á meira dýpi • Hólfið gæti viðhaldið eldvirkni í ár eða áratugi Meira

Grindavík Þrjár vikur eru liðnar frá því að bærinn var rýmdur.

Ríkið auglýsir eftir íbúðum

Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir auglýsir eftir fasteignum tímabundið til leigu fyrir Grindvíkinga. Ríkisstofnunin segir að það sé gert til að styðja enn frekar við öflun húsnæðis fyrir Grindvíkinga sem rýma hafa þurft heimili sín, að höfðu samráði við… Meira

Kapp Kristrún Frostadóttir og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir tókust á í líflegum umræðum.

Umræðan af stað af afli

Mikið áhorf á fyrsta þátt Spursmála sem fór í loftið á mbl.is kl. 14.00 í gær l  Fersk og beinskeytt nálgun að opinberri umræðu, að sögn þáttarstjórnanda Meira

Fiskeldi Stöðin er byggð á landi sem varð til í eldgosinu í Eyjum 1973.

Laxey opnar seiðaeldisstöð

Landeldisfyrirtækið Laxey í Vestmannaeyjum opnaði formlega risastóra seiðaeldisstöð í Friðarhöfn í gær. Gert er ráð fyrir framleiðslu á 32.000 tonnum af laxi árið 2031. Seiðaeldisstöðin er byggð á landi sem varð til í eldgosinu á Heimaey árið 1973 Meira

Hátíð barnanna Allt of fáa pakka er að finna undir jólatrénu að svo stöddu.

Pakkasöfnun Kringlunnar fer miklu verr af stað í ár en áður

Örfáar gjafir komnar undir tréð • Munur á milli ára • Mikið áhyggjuefni Meira

Stjórnarráðið Rósa Björk sat áður á Alþingi fyrir Vinstri græna.

Ráðning Rósu Bjarkar framlengd

Sinnir verkefnum fyrir forsætisráðuneytið í hlutastarfi til áramóta Meira

Úr landi Edda Björk Arnardóttir var flutt til Noregs síðdegis í gær.

Edda framseld

Edda Björk Arnardóttir, sem var handtekin á þriðjudag og úrskurðuð í gæsluvarðhald, var framseld til yfirvalda í Noregi síðdegis í gær. Landsréttur hafði þá staðfest ákvörðun héraðsdóms um framsalið og er hún nú farin af landi brott Meira

Sú fyrsta Iðnaðarmenn settu upp fyrstu útveggjaeininguna í gær en ágætis veður var í borginni.

Byrja að klæða sjúkrahúsið

Fyrsta útveggjaeiningin við nýjan meðferðarkjarna Landspítalans var sett upp í gær. Fyrsta einingin er við vesturenda meðferðarkjarnans en uppsteypu á honum er að ljúka. Haft var eftir Árna Kristjánssyni, staðarverkfræðingi Nýs Landspítala, á vef… Meira

Pálína Sigrún Halldórsdóttir

Viðurkenning á góðu og þörfu starfi í gegnum árin

Skrifað hefur verið undir samstarfssamning á milli Akureyrarbæjar og Grófarinnar Geðræktar sem snýr að þjónustu Grófarinnar á Akureyri. Markmið samningsins er að efla Grófina sem geðræktarmiðstöð og ennfremur að auka tengsl og samvinnu Grófarinnar… Meira

Ljósin tendruð á Óslóarjólatrénu

Jólaljósin á Óslóartrénu verða tendruð við hátíðlega athöfn á Austurvelli á fyrsta sunnudegi í aðventu, þann 3. desember, klukkan 16.00. Jólatréð er gjöf frá íbúum Óslóar og var fellt í Heiðmörk fyrr í vikunni Meira

Selfoss Tilbúin rör sem verður komið fyrir undir brúargólfinu.

Breiðari lögn undir Ölfusárbrúna

Unnið er nú við að koma nýrri vatnslögn undir Ölfusárbrú á Selfossi. Við borun á sl. ári fannst heitt vatn á vesturbakka Ölfusár, en íbúafjölgun og stækkun byggðar á Selfossi hefur kallað á að meira vatn fáist inn á bæjarkerfið Meira

Sævarhöfði Til stóð að geyma mengað jarðefni tímabundið á lóðinni. Nú hefur verið úrskurðað að geymsla jarðefnis á lóðinni sé andstæð aðalskipulagi.

Óheimilt að geyma mengað jarðefni

Skipulagsfulltrúi snýr við fyrri ákvörðun um lóð við Sævarhöfða • Í andstöðu við aðalskipulag Meira

Réttindi Krakkarnir í Melaskóla voru að vonum ánægðir með góðan árangur í alþjóðlegu starfi á vegum Unicef. Þegar ljósmyndari hitti hópinn voru greinilega margir komnir í jólaskap, enda jólamánuðurinn nú hafinn.

Hlustað á raddir barna í Melaskóla

Melaskóli hlýtur viðurkenningu sem réttindaskóli Unicef • Börn í stýrihópi sem kemur að aðgerðaáætlun • Koma málefnum barna á framfæri innan skólans • Réttindaráð skólabarna Meira

Karlmaður ákærður fyrir tilraun til manndráps

Karlmaður sem sakaður er um hrottafengna árás gegn fyrrverandi kærustu sinni í ágúst hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði Landsréttar, sem staðfestir úrskurð… Meira

Hugsi Göring og Hess í dómsalnum. Göring svipti sig lífi fyrir aftöku. Hess fór í ævilangt fangelsi og framdi sjálfsmorð 1987 er hann var 93 ára.

Réttað yfir nasistum í Nürnberg

Sverrir Þórðarson fylgdist með stríðsglæparéttarhöldunum fyrir Morgunblaðið • Fann enn fyrir þrúgandi andrúmsloftinu rúmri hálfri öld síðar • Undraðist léttúð er dauðadómur vofði yfir Meira

Kópavogur Horft yfir Kórahverfið sem er nærri Elliðavatni.

Rekstur traustur hjá Kópavogsbæ

Gert er ráð fyrir að rekstur samstæðu Kópavogsbæjar verði á næsta ári jákvæður upp á 228 miljónir króna og að niðurstaða af A-hluta bæjarsjóðs verði jákvæð um 221 millj. kr. Veltufé frá rekstri er áætlað 4,6 ma Meira

Yfirlit Sláturhúsið stendur á Brjótnum í Bolungarvík og er um 3.000 fermetrar að grunnfleti.

Dagskammtur í Drimlu er 100 tonn

Laxasláturhúsið í Bolungarvík í fullum afköstum • Þekking og tækni • Kostar 5 milljarða kr. Meira

Miðbakki

Ljósin tendruð á Hamborgarjólatrénu

Ljósin á Hamborgartrénu verða tendruð við hátíðlega athöfn á Miðbakka gömlu hafnarinnar í Reykjavík í dag, laugardaginn 2. desember, klukkan 17. Allir eru velkomnir. Á heimasíðu Faxaflóahafna segir frá því að íslenskir sjómenn, sem komu í höfn í… Meira

Breikkun vegar boðin út fyrir jól

Seinni hluti breikkunar Vesturlandsvegar á Kjalarnesi 5,6 kílómetrar að lengd • Liggur frá Vallá að Hvalfjarðarvegi • Mikilvægt umferðaröryggismál • Sjálfstæðismenn vilja að framkvæmdinni verði flýtt Meira

Framkvæmdir Steypuframkvæmdir við nýtt iðnaðarhús. Sökklarnir eru steyptir í plastmót og eru því einangraðir að innan og utan um leið og steypt er.

Skagaströnd fékk andlitslyftingu

Skagstrendingum fjölgaði um einn á dögunum þegar Alexandra Jóhannesdóttir sveitarstjórinn okkar eignaðist lítinn dreng. Meðan hún er í fæðingarorlofi tekur Ólafur Þór Ólafsson við keflinu og verður starfandi sveitarstjóri Meira

Sveitahótel Friðrik Pálsson, eigandi hótelsins, segir þetta mikinn heiður.

Hótel Rangá valið besta sveitahótelið

Hótel Rangá hlaut í gær viðurkenningu sem „Besta sveitahótelið í heiminum“, sem veitt er af keðjunni Small Luxury Hotels of the World (SLH) Meira

Fjölskyldufyrirtæki Hjördís Viðarsdóttir, Katrín Stefánsdóttir og Björg Máney Byron Magnúsdóttir.

Umfang fyrirtækisins tvöfaldast

Klukkan komin til Reykjavíkur eftir fimmtíu ár í Kópavogi • Rekur vinsæla netverslun • Áfram opið á Nýbýlavegi • Keyptu heildverslun með þekkt tískumerki • Fimmtíu ára saga • Góðar viðtökur Meira

Stríð á ný Palestínumenn skoða rústir húss sem eyðilagðist í flugskeytaárás Ísraelshers á Khan Yunis á suðurhluta Gasasvæðisins í gær.

Hörð átök hafin að nýju á Gasasvæðinu

Ísraelsher segist hafa ráðist á yfir 200 skotmörk á fyrstu klukkustundunum eftir að vopnahléi lauk • Hamas segir að yfir 100 hafi látið lífið • Sjúkrahús á Gasasvæðinu minna á hryllingsmynd, segir WHO Meira

Kaupmannahöfn Meirihluti borgarstjórnar vill taka upp ferðamannaskatt.

Vilja taka upp ferðamannaskatt

Meirihluti borgarfulltrúa í Kaupmannahöfn er fylgjandi því að lagður verði sérstakur skattur á ferðamenn sem koma til borgarinnar eins og gert er í ýmsum evrópskum stórborgum á borð við London, Róm og Búdapest Meira

Reykjanesskagi Landið hefur bifast í jarðskjálftum að undanförnu og mælingar sýna að kraftur reginafla náttúrunnar er hreint ótrúlegur.

Svartsengi færðist til um heilan metra

Sviðsljós Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Land víða á Reykjanesskaganum hefur í jarðskjálftunum þar að undanförnu færst til svo verulegu munar í sumum tilvikum. Mest er þetta við Grindavík og þar í kring. Til dæmis hefur Svartsengi, þar sem eru orkuver og baðlón, færst um réttan heilan metra, eða 100 cm, til vesturs, og 25 cm til norðurs. Þetta sýna mælingar sem Landmælingar Íslands hafa fengið og greint. Meira

Leikarar Úlfhildur Jónsdóttir og Þorbjörg Erna Mímisdóttir.

Jólin koma með Jólaævintýri Hugleiks

Hugleikur fagnar 40. leikári félagsins með fjórum sýningum á gamansöngleiknum Jólaævintýri Hugleiks, sem var áður á dagskrá fyrir 18 árum, í Gamla bíói klukkan 16.00 og 20.00 sunnudagana 10. og 17. desember Meira