Fréttir Þriðjudagur, 23. júlí 2024

Vegagerð Forgangsraða þarf í þágu innviða, að mati framkvæmdastjóra SI.

Framkvæmdir í uppnámi

Meira fé þarf í samgönguinnviði • Samfellu skortir í verkefni • Innviðaskuld vex hröðum skrefum • Skatttekjur af ökutækjum mun hærri en en fjárveitingar Meira

Hlíðarfjall Úrkomunni fylgdi snjókoma til fjalla í Eyjafirði.

Skriðuföll í Skagafirði

Úrhellisrigning var á Ströndum og Norðurlandi vestra í fyrrinótt, og var gul veðurviðvörun í gildi um nóttina. Féllu minnst tvær skriður í Skagafirði í gær vegna úrhellisins og féll sú fyrri á Reykjastrandarveg norðan við Sauðárkrók Meira

Sjá merki um aukið ólöglegt niðurhal

Gæti brátt náð sömu hæðum og þegar mest var • Minnkaði með vinsælum, ódýrum streymisveitum • Augljósir hápunktar á Meistaradeildarkvöldum hjá stórliðum • Fólk leitar annað þegar verð hækkar Meira

Gjaldið taki mið af þyngd og orkugjafa

Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) vill að fyrirhugað kílómetragjald taki mið af þyngd og orkugjafa hvers og eins bíls. Áform stjórnvalda gera aftur á móti ráð fyrir einu og sama gjaldinu á alla bíla undir 3,5 tonnum Meira

Veitingamaður Emil Bjartur var á vaktinni í portinu við Laugaveg 48 í gær. Þar skín sólin fram á kvöld að hans sögn.

Selja samanbrotnar pitsur á Laugavegi

Tveir 22 ára strákar keyptu gamlan pulsuvagn og létu drauminn rætast Meira

Eitt próf sýnir ekki hver getan er

Neitaði að taka þátt í PISA-könnuninni • „Ég var ekkert vinsæl“ • Skólarnir sterkir í að meta eigin nemendur • „Við erum að reyna að finna hvar styrkleikar allra eru“ • Kennarar þekki sína krakka best Meira

Heyskapur Júlímánuður hefur verið hlýr og spretta góð. Gróður lítur vel út á afrétti nema í Svarfaðardal. Þar sá á úthaga líka, sem er mjög sjaldgæft.

Eftir kalt vor er grassprettan góð

Heyskapur hefur gengið vel bæði á Norður- og Suðurlandi þrátt fyrir kalt vor og horfur eru góðar fyrir seinni slátt. Á Suðurlandi eru lömbin væn þótt gróðurinn hafi verið seinn til. Eftir nokkra svartsýni um kornuppskeru fyrir norðan hefur kornið þroskast vel í júlí Meira

Sætir ákúrum umboðsmanns

Ríkislögreglustjóri sætir ákúrum umboðsmanns Alþingis sökum þess að einkennismerki lögreglunnar, lögreglustjörnunni, var breytt í heimildarleysi og án stoðar í reglugerðum þar um, að því er fram kemur í bréfi umboðsmanns til ríkislögreglustjóra sem birt hefur verið á heimasíðu umboðsmanns Meira

Felldir Veiðimenn við fallna hreindýrstarfa á Jökuldalsheiði.

35 tarfar felldir í fyrstu vikunni

Aðeins heimilt að veiða tarfa • Kýr veiddar frá 1. ágúst Meira

Hjólreiðakeppni Keppnin, sem er 1.000 km, er nú haldin í þriðja sinn.

Lengsta hjólreiðakeppni landsins

32 hjólreiðamenn taka þátt • 1.000 km löng leið um Vestfirðina Meira

Akranes Skaginn 3X var einn af burðarásum atvinnulífs á Akranesi.

Púsluspil með bú Skagans 3X

„Það liggur fyrir tilboð í þrotabúið í heild, það er púsluspil að koma því saman með bankanum, en það er verið að vinna í málinu,“ segir Helgi Jóhannesson, lögmaður og skiptastjóri þrotabús Skagans 3X, í samtali við Morgunblaðið og kvað… Meira

Öskjuhlíð Skógurinn í Öskjuhlíð er gróskumikill og nauðsynlegt að grisja í þágu flugöryggis. Í forgrunni eru byggingar Háskólans í Reykjavík.

Þverskallast við grisjun skógar í Öskjuhlíð

„Þetta er alvarleg staða og nú er hún orðin sú að blindaðflugið inn á flugbrautina er ónothæft,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður og nefndarmaður í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, í samtali við Morgunblaðið Meira

Umferð 72% ferða á höfuðborgarsvæðinu eru farin á einkabíl.

Ferðum fjölgað um 42 þúsund

Hlutfall strætóferða hækkar • Yfir 5 þúsund rafhlaupahjólaferðir • Einkabíllinn algengasti fararskjótinn • Fjölgun ferða helst í hendur við fólksfjölgun Meira

Dóra Björt Guðjónsdóttir

Ekkert tortryggilegt við farveg bréfsins

Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, sagði í samtali við mbl.is í gærkvöldi að sér fyndist umræðan byggja á ákveðnum misskilningi, þar sem bréf Samgöngustofu til Reykjavíkurborgar var hvorki stílað á umhverfis- og skipulagsráðs né borgarráð Meira

Sýndarveruleiki Notendur nota hendur sínar til að spila leikinn.

Íslendingar leiðandi í sýndarveruleika

Stofnandi Aldin Dynamics segir fyrirtækið vera nokkuð einstakt á sviði tölvuleikja og sýndarveruleika • Tölvuleikurinn Waltz of the Wizzard nýtur mikilla og vaxandi vinsælda í netheimum Meira

Héraðsdómur Reykjavíkur Athugasemdir nefndarinnar varða m.a. lögmannsþjónustu og framlögð skjöl í tengslum við málarekstur fyrir dómstólum.

Telja háttsemi lögmanns aðfinnsluverða

Sex úrskurðir • Í málarekstri við ekkju frænda síns • Úrskurðarnefnd gerir athugasemdir við háttsemi Ragnars H. Hall • Kvartað yfir ýmsum atriðum • Sonur Ragnars gerði ekkert rangt Meira

Árás Lögregla stendur vörð við hjúkrunarheimilið í Daruvar.

Skaut sex til bana í Króatíu

Karlmaður hóf skothríð á hjúkrunarheimili í Króatíu í gærmorgun og skaut sex heimilismenn til bana og særði nokkra til viðbótar. Lögregla segir að árásarmaðurinn hafi verið handtekinn. Maðurinn fór inn á hjúkrunarheimili í Daruvar, um 130 km austur af höfuðborginni Zagreb, og hóf að skjóta á fólk Meira

Frambjóðandi Kamala Harris stýrði stuttri athöfn við Hvíta húsið í Washington í gær en hélt síðan á fund með kosningastjórn sinni í Delaware.

Háttsettir demókratar styðja Harris

Varaforsetinn hringdi í yfir 100 framámenn í flokknum á sunnudag til að afla stuðnings við forsetaframboð sitt • Enn óljóst hvernig formleg útnefning flokksins á frambjóðanda mun fara fram Meira

Forsetaframboð Kamala Harris varaforseti stefnir að því að verða fyrsta konan í sögunni til að gegna embætti forseta Bandaríkjanna.

Sviðsljósið beinist að Kamölu Harris

Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna sækist nú eftir því að verða næsti forseti Bandaríkjanna. Fátt virðist ætla að koma í veg fyrir að hún fái útnefningu Demókrataflokksins og mun hún því líklega mæta Donald Trump í forsetakosningunum 5 Meira

Tríó Ljósa í Háteigskirkju í kvöld

„Í morgun sá ég stúlku“ er yfirskrift tónleika sem Tríó Ljósa heldur í Háteigskirkju í kvöld kl. 20. Tríóið skipa þær Guja Sandholt söngkona, Diet Tilanus á fiðlu og Heleen Vegter á píanó Meira

Verklok Christine og Søren Bernsted við freskuna í kirkjunni.

Danskir forverðir löguðu freskuna

Dönsku forverðirnir og feðginin Christine og Søren Bernsted, sem reka fyrirtækið Malerikonservering Bernsted ApS í Kaupmannahöfn, komu til landsins fyrir rúmri viku til að laga fresku sem er í stað altaristöflu í Hallgrímskirkju í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd og lauk verkinu um helgina Meira