Fréttir Fimmtudagur, 17. október 2019

Vogabyggð Þar er að rísa nýtt íbúðahverfi og framkvæmdir þegar hafnar.

Borginni stefnt vegna innviðagjalds

Byggingarverktaki segir að álagning innviðagjalds sé ólögmæt • Krefur borgina um endurgreiðslu Meira

„Eins og maður sé eitthvert stórmenni“

Viðtal Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri Stefán Sigurðsson á Akureyri fagnaði hundrað ára afmæli sínu í gær, 16. október, og þótti helst til of mikið umstang í kringum kaffitímann. Meira

Við Rauðavatn Fólk vill líklega ekki sjá svona sóðalega umgengni þegar það fer í heilsubótargöngu eða reiðtúr sér til ánægju úti í náttúrunni.

Alls konar rusli er hent úti á víðavangi

Ófögur sjón blasti við augum við Rauðavatnið, en í kringum það er mikil náttúrufegurð og vinsælt útivistarsvæði fyrir göngufólk og hestamenn. Einhver hafði farið þangað og losað sig við alls konar drasl. Meira

Dæmdur í fjögurra ára fangelsi

Árni Gils Hjaltason hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag. Dómur í málinu hefur ekki verið birtur en greint var frá niðurstöðunni á vef Fréttablaðsins. Meira

Synjað Kyrrahafsostrur á sölubás í Hollandi, en ekki fékkst leyfi til ræktunar á risaostrum í miklu magni við Faxaflóa.

Litla-Hraun fær ekki að flytja inn risaostrur

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu um að ógilda synjun Umhverfisstofnunar á leyfi til að flytja inn þrjár milljónir risaostra. Meira

Sveinn Andri Sveinsson

Endurgreiðir skiptakostnaðinn

Sveinn Andri Sveinsson, skiptastjóri EK1923, segir málið snúast um formsatriði • Vinnist stærsta málið fyrir Landsrétti fá kröfuhafar allar sínar kröfur greiddar Meira

Þrætuveggur Verktakar rífa hluta af óleyfismannvirkinu við lóð Gentle Giants á hafnarsvæði Húsavíkur.

Hlaðnir veggir rifnir á kostnað eiganda

Veggir sem hvalaskoðunarfyrirtæki reisti utan um hús sitt, utan lóðarmarka á hafnarsvæðinu á Húsavík, hafa verið rifnir. Meira

Kosninganótt 2017 Flokksmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs sækja landsfund um helgina. Flokkurinn er nú með 12% fylgi samkvæmt könnun en formaður hans segir mikla möguleika á að sækja meira fylgi. „Við höfum náð miklum árangri í þeim málefnum sem á okkur brenna,“ segir Katrín.

Loftslagsmál rauði þráðurinn

Landsfundur Vinstri grænna haldinn um helgina • Mikil endurnýjun verður á stjórn flokksins • Við höfum náð miklum árangri í þeim málefnum sem á okkur brenna, segir Katrín Jakobsdóttir Meira

Leikarar Tomohisa Yamashita, Katharine O'Donnelly, Alexandre Willaume, Laura Bach og John Lynch.

Kuldaleg hrollvekja í tökum á Íslandi

Japanski söngvarinn og leikarinn Tomohisa Yamashita ánægður með dvölina Meira

Sendiherra Ólafur og Jiang Zemin.

Þvingunarkenningin óraunhæf

Ástæðulaust er að ætla að sú staða muni koma upp að Íslendingar verði knúnir til að velja milli Kína og Bandaríkjanna. Meira

Kópavogur Framkvæmdir eru hafnar við verslunarkjarnann Lindir í Kópavogi vegna fjölorkustöðvar N1. Stöðin verður opnuð á næstu mánuðum.

Rafhleðslur fleiri en bensíndælur á nýrri stöð N1

Ný fjölorkustöð N1 rís við Krónuna í Lindum í Kópavogi Meira

Vogabyggð Pálmatré í glerhólkum eiga að verða einkenni hverfisins.

Ármenningar vilja í Vogabyggð

Glímufélagið Ármann hefur skrifað borgaryfirvöldum bréf með ósk um viðræður um íþróttastarf og skipulag íþróttamannvirkja í Vogabyggð við Elliðaárvog. Meira

Marta Guðjónsdóttir

Borgin verði leiðandi í merkingum

Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum sl. þriðjudag tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að Reykjavík verði leiðandi í aðlögun umferðarmerkinga í samræmi við tækninýjungar í umferð. Meira

Umferðarmiðstöðin Hefur verið helsta miðstöð rútubílastarfsemi í landinu allt frá því hún tók til starfa árið 1965.

Þarf Umferðarmiðstöðin að víkja?

Taka þarf ákvörðun áður en efnt er til samkeppni • Endurbygging gæti kostað hálfan milljarð Meira

Í vikunni Þetta er nýjasta myndin af Leirfinni. Hún var tekin í varðveisluhúsi Þjóðminjasafnins á mánudag. Þetta er eina litmyndin sem blaðið á.

Það er bara einn Leirfinnur

Nýleg tilgáta um að leirstyttur í Geirfinnsmálinu hafi verið tvær gefur tilefni til að rifja upp sögu þessarar frægu styttu • Þeir sem gerst þekkja til taka af öll tvímæli • Mistök að birta myndina? Meira

Áhrifamikill C.S. Lewis ritaði fjölda áhrifamikilla bóka.

Ráðstefna um C.S. Lewis

Ráðstefna um breska rithöfundinn C.S. Lewis og tengsl hans við Ísland verður haldin í Háskólabíói og nálægum húsum á morgun og laugardag, 18.-19. október. Í kvöld kl. Meira

Uppbygging Gert er ráð fyrir 500-600 íbúðum á íbúðareitnum efst til vinstri á myndinni.

Kynna drög að nýju hafnarsvæði

Hafnarfjarðarbær kynnir áformaða endurnýjun og uppbyggingu á Flensborgar- og Óseyrarsvæði Meira

Áður óþekktar minjar bætast við

Ný tækni notuð við fornleifarannsóknir á Þingvöllum • Fleiri minjar á Spöng en vitað var um • Hugmyndir um uppgröft á búðarúst og uppbyggingu • Stefnt að frekari rannsóknum undir vatni Meira

Leikrit Lína langsokkur og félagar í uppfærslu Leikfélags Sauðárkróks.

Lína langsokkur á svið í Bifröst

Sauðárkrókur | Allt frá ágústlokum hafa staðið yfir æfingar á hinu ástsæla og skemmtilega leikriti um Línu langsokk hjá Leikfélagi Sauðárkróks, undir leikstjórn Péturs Guðjónssonar. Alls eru leikendur 16 en eins og alltaf koma mun fleiri að sýningunni. Meira

Langidalur Leggja á rafstreng frá Húsadal yfir í Langadal og Bása.

Undirbúa 3,9 km raflögn í Þórsmörk

Lagning 3,9 kílómetra rafstrengs úr Húsadal yfir í Langadal og Bása í Þórsmörk þarf ekki að fara í umhverfismat samkvæmt ákvörðun Skipulagsstofnunar. Meira

Blönduós Lokaáfanga við viðhald Blöndubrúar fer senn að ljúka, eða í lok þessa mánaðar.

Arnór hélt við aðra gæs

Úr bæjarlífinu Jón Sigurðsson Blönduósi Í dag eru 290 dagar liðnir af árinu og rétt rúmir tveir mánuðir þar til sól fer aftur að hækka á lofti. Meira

Afleiðingarnar oft skelfilegar

Barnahjónabönd og vinnuþrælkun barna eru meðal þeirra verkefna sem starfsfólk fjölskyldumiðstöðvarinnar Al Farah þarf að takast á við í starfi sínu með börnum í afar viðkvæmri stöðu Meira

Fiskur Afli í september jókst um 1%.

Heildarafli á 12 mánaða tímabili 13% minni

Afli íslenskra fiskiskipa í september var 109 þúsund tonn, sem er 1% meiri afli en í september í fyrra. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Botnfiskafli nam rúmum 36 þúsund tonnum og jókst um 2% en þar af var þorsksaflinn 21,4 þúsund tonn. Meira

Samdráttur Verulega hefur dregið úr umsvifum greiningardeilda bankanna vegna hertra reglna um greiningarstarfsemi þeirra.

EES-gerðir hamla starfi greiningardeilda bankanna

Verðbréfagreiningar geta fallið undir skilgreiningu laga um hvatagreiðslur Meira

Hlaupahjól Ægir Þorsteinsson er framkvæmdastjóri Hopps.

Tíu hringir um Ísland á einni viku

Ægir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Hopps, sem leigir stöðvalaus rafmagnshlaupahjól í Reykjavík, segir viðtökurnar fyrstu þrjár vikurnar hafa verið langt framar vonum. Meira

Hraktir og ofsóttir í þúsundir ára

Kúrdar hafa aldrei eignast eigið þjóðríki og að mestu haldið til í fjallahéruðum á mörkum Tyrklands, Sýrlands, Íraks og Írans • Hafa ræktað sérstaka menningu sína, tungumál og samfélag Meira

Þurfa ekki að hoppa eins og kanínur á tunglinu

Washington. AFP. Meira

Heimsbyggðin slegin undrun? Kim Jong-un einræðisherra þungt hugsi á hvítum hesti í skógi á Paektu-fjalli eftir fyrstu snjókomu vetrarins.

Telja „stórvirki“ vera í vændum

Fjölmiðlar í Norður-Kóreu hafa birt myndir af einræðisherranum Kim Jong-un ríða hvítum hesti á snæviþöktu Paektu-fjalli, helgum stað í augum Norður-Kóreumanna, og lýsingar meðreiðarmanna hans þóttu benda til þess að hann væri að undirbúa mikilvæga... Meira

Búast má við áframhaldandi kærumálum

Ekki er við því að búast að deilum um lagningu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit og Þorskafjörð linni þótt nú hafi hreppsnefnd samþykkt aðalskipulag sem gerir ráð fyrir nýrri veglínu í gegnum Teigsskóg. Meira

Líkamsrækt Agnes segir að kraftlyftingar og dans eigi vel saman.

Best að vera bara mátuleg

Agnes Kristjónsdóttir hefur kennt dans og líkamsrækt frá unga aldri og er í grunninn dansari og kom þannig inn í líkamsræktina. Meira

Bakarameistarinn Silvía segir mikilvægt að hnoða deigið ekki of mikið.

Langbestu kleinurnar

Þið sem hélduð að kleinubakstur væri á útleið höfðuð heldur betur rangt fyrir ykkur því hér erum við með uppskrift að kleinum sem búið er að eiga aðeins við og gera enn betri. Þetta er klárlega verkefni helgarinnar enda fátt betra en nýsteiktar kleinur. Meira

Fantaform Glæsilegur flokkur fagurmótaðra kroppa á Iceland Open 2018.

Stærsta fitnessmót ársins

Fyrstu helgina í nóvember verður haldið stærsta hreystimót ársins, Iceland Open, í Laugardalshöll. Á mótinu verður bæði keppt í hreysti auk þess sem haldið verður alþjóðlegt lyftingamót og keppt í hnefaleikum. Búist er við miklum fjölda erlendra keppenda því eftir miklu er að slægjast. Meira

Hamingjusöm í sólinni Jón Axel og María í Bari á Ítalíu.

Jón Axel fluttist til Ítalíu í haust

Jón Axel Ólafsson er flestum kunnur fyrir störf sín á sviði fjölmiðla. Hann hefur sl. ár stýrt morgunþætti K100, Ísland vaknar, ásamt þeim Ásgeiri Páli og Kristínu Sif. Meira

Bílamenn Bræðurnir Sigurður og Þorsteinn Jónssynir, hér við Scania-bílinn sem sá síðarnefndi ekur um landið.

Tvíburar á trukkum

Þjóðvegariddarar úr Þorlákshöfn • Tveir bílstjórar en ekki einn • Samrýndir dugnaðarforkar • Flytja fisk Meira