Fréttir Laugardagur, 20. júlí 2019

Mun hafa „alvarlegar afleiðingar“

Byltingarverðirnir, úrvalssveitir klerkastjórnarinnar í Íran, fóru í gær um borð í tvö bresk olíuskip við Hormuz-sund. Er um að ræða skipin Stena Impero og MV Mesdar, en þegar Morgunblaðið fór í prentun í gærkvöldi stefndi Stena Impero í átt að Íran. Meira

Bræðurnir Natan Dagur og Isak.

Bræður sem vissu ekki hvor af öðrum

Natan Dagur Berndsen, 10 ára íslenskur strákur, hitti hálfbróður sinn, Isak Ahlgren, í fyrsta sinn í Svíþjóð í fyrradag. Natan Dagur, Isak og 10 ára drengur í Danmörku eru allir getnir með gjafasæði sama manns. Meira

Selá Ratcliffe við veiðiskap í sumar.

Um 60 jarðir í eigu erlendra fjárfesta

Eignarhald á tugum jarða virðist ekki vera formlega skráð Meira

Orkupakkamálið líklegasta skýringin á fylgisflöktinu

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR mælist fylgi Sjálfstæðisflokksins nú 19%. Er þetta minnsta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með í könnun MMR til þessa. Meira

Eina skuldatrygging Isavia nú farin úr landi

Síðasta farþegaþota hins fallna flugfélags WOW air flaug af landi brott á tíunda tímanum í gærmorgun. Meira

Aldís Hafsteinsdóttir

Ákvörðun borgarinnar kemur á óvart

Formaður SÍS hafði ekki hugmynd um ákvörðun Reykjavíkurborgar um eingreiðslu til allra Meira

Bræður Natan Dagur Berndsen og Isak Ahlgren smullu saman um leið og þeir hittust í fyrsta sinn í Svíþjóð. Þeir nutu samvistanna hvor við annan.

Hálfbræður hittast í fyrsta sinn

Mæður fundu þrjú börn frá sama sæðisgjafa sem búa á Íslandi, Danmörku og í Svíþjóð • Fundu börnin í gegnum gagnagrunn • Uppruninn skiptir máli • Mæður Natans búa hvor á sinni hæð í sama húsi Meira

Stjórnarráðshúsið Myndin sýnir vinningstillögu um viðbygginguna. Gera þarf fornleifarannsókn á lóðinni áður en nýja húsið verður byggt.

Útboð vegna Stjórnarráðslóðar stendur

Minjastofnun Íslands fékk í síðustu viku umsókn um rannsóknarleyfi á Stjórnarráðsreitnum frá VG-fornleifarannsóknum, sem eru undirverktaki hjá Hellum og lögnum ehf. sem buðu lægst. Meira

Lúxuslíf á 13 hæðum

Sigtryggur Sigtryggsson Árni Sæberg Það var eftirvænting í loftinu snemma í gærmorgun þegar skemmtiferðaskipið Queen Mary 2 kom til hafnar í Sundahöfn. Drottningin er lengsta skip sem lagst hefur að Skarfabakka, 345 metra langt. Meira

Efstidalur II Saurgerlasmit (E.coli) hefur verið staðfest í 21 manneskju.

Smit í Efstadal ekki bundið við kálfa

Erlendur ferðamaður sem heimsótti bæinn 8. júlí smitaðist af E. coli Meira

Laxveiði Lítil veiði hefur verið í sumar og meiri ástæða til að sleppa.

Laxveiðimenn hvattir til að sleppa

Hafrannsóknastofnun hefur sent frá sér stutta greinargerð þar sem veiðifélög og stangveiðimenn eru hvött til að gæta hófsemi í veiði og sleppa sem flestum löxum aftur eftir veiði. Ástæðan er litlar laxagöngur það sem af er sumri og dræm veiði. Meira

Stjórnarráðið Forsætisráðuneytið leggur til breytingar á upplýsingalögum sem miða að því að bæta stöðu þriðja manns þegar upplýsinga er óskað frá stjórnvöldum; m.a. er lagt til að leitað verði eftir afstöðu þessara aðila.

Vilja breyta lögunum á nýjan leik

Forsætisráðuneytið leggur til breytingu upplýsingalaga • Varðar afstöðu og hagsmuni þriðja aðila • Heildarendurskoðun laganna nýlokið • Tillagan sögð flækja aðgengi almennings að upplýsingum Meira

Seltjörn Kristján Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vigdísarholts, segir að um óverulegt smit sé að ræða. Gert verði við á kostnað verktakans, en sú vinna er þegar hafin. Hjúkrunarheimilið var vígt í febrúar síðastliðnum.

Leki á tveimur stöðum á hjúkrunarheimilinu Seltjörn

Óverulegt að sögn framkvæmdastjóra og verktaki lagfærir Meira

Dauðir Rotnandi hvalahræ eru nú áberandi á Löngufjörum.

Ekki þörf á að fjarlægja hvalahræin

Þyrlu þyrfti til að koma vísindamönnum á Gömlueyri í Löngufjörum, þar sem tugi grindhvala rak á land. Er útlitið því ekki gott með sýnatöku, að sögn Gísla Arnórs Víkingssonar, hvalasérfræðings hjá Hafrannsóknastofnun. Sagði hann í samtali við mbl. Meira

Skóli Börn í Norðlingaskóla við setningu hans fyrir nokkrum árum.

625 nemendur í skóla fyrir 450

Óskað eftir aukafundi í skóla- og frístundaráði vegna Norðlingaskóla Meira

Eignarhaldið virðist vera á huldu

Eignarhald á Dylan Holding, sem á fjölda jarða á Íslandi, virðist hvergi vera formlega skráð • Félagið var í upphafi skráð hjá Kaupþingi en síðan hjá banka sem reistur var á grunni þess Meira

Vilja bætur Fulltrúar Mæðra Srebrenica voru viðstaddir réttarhöldin.

Holland ber 10% ábyrgð á drápunum

Hæstiréttur Hollands staðfesti í gær úrskurð um að hollenska ríkið bæri að nokkru leyti ábyrgð á dauða 350 karlmanna úr röðum múslima sem serbneskar hersveitir drápu í bænum Srebrenica í Bosníu árið 1995. Alls voru 8. Meira

Yfirgaf börnin Jihan Qassem var þrettán ára þegar henni var rænt fyrir fimm árum og hún var seinna neydd til að giftast liðsmanni Ríkis íslams. Eftir að hún var leyst úr haldi þurfti hún að segja skilið við þrjú ung börn sín.

Þurfa annaðhvort að yfirgefa börnin eða hætta á útskúfun

Jasídastúlkur í valþröng eftir að hafa verið neyddar til að giftast íslamistum Meira

Geysissvæðið Unnið er að friðlýsingu þessa fjölsótta ferðamannastaðar.

Búið að friðlýsa nær fjórðung af Íslandi

Búið er að friðlýsa tæpan fjórðung af Íslandi. Alls er búið að friðlýsa rúmlega 22.000 ferkílómetra eða 21,6% af flatarmáli Íslands. Og meira er í pípunum enda tilkynntu stjórnvöld á dögunum að gert yrði átak í friðlýsingum eins og kveðið er á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Meira

Teppasaumur Í vikunni gaf Björk Villiköttum 170 teppi. Nú er ekki um annað að ræða en byrja að sauma aftur.

Hefur gefið Villiköttum á fjórða hundrað teppa

Kettir sem dvelja í kattaathvarfi Villikatta standa í þakkarskuld við Björk Bjarnadóttur. Hún hefur gefið athvarfinu hátt í 350 mjúk og notaleg teppi í gegnum tíðina sem hún sjálf hefur saumað. Meira