Fréttir Mánudagur, 16. maí 2022

Sveitarstjórnarkosningar Stórsókn Framsóknar hélt áfram í Borgarbyggð þar sem flokkurinn felldi meirihlutann og bætti við sig einum fulltrúa.

Framsókn felldi meirihlutann

Framsóknarflokkurinn vann glæstan kosningarsigur í Borgarbyggð um helgina, felldi meirihlutann og myndar nú hreinan meirihluta með fimm sveitarstjórnarfulltrúa. Meira

Kosningavaka Kjartan Björsson bæjarfulltrúi, Bragi Bjarnason oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg og Sveinn Ægir nýkjörinn bæjarfulltrúi.

´Sá yngsti vill hugsa lengra

Sveinn Ægir Birgisson, kennaranemi sem starfar í grunnskólanum Vallaskóla, er nýkjörinn bæjarfulltrúi í Árborg. Meira

Sandra Sigurðardóttir

Eining um ráðningu nýs bæjarstjóra

Okkar Hveragerði og Framsóknarflokkur hófu viðræður í gærmorgun um myndun nýs meirihluta • Sjálfstæðismenn voru með hreinan meirihluta í 16 ár • Niðurstaðan vonbrigði segir bæjarstjórinn Meira

Stöðugar horfur S&P hefur staðfest lánshæfiseinkunn ríkissjóðs.

Lánshæfiseinkunn ríkissjóðs staðfest

S&P metur horfur stöðugar og að hagur ríkissjóðs muni fara batnandi Meira

Þorgeir Pálsson

Sagt upp fyrir ári en vann kosningasigur

Þorgeiri Pálssyni var sagt upp sem sveitarstjóra Strandabyggðar fyrir rúmu ári. Strandabandalagið, með Þorgeir í oddvitasætinu, sigraði í sveitarstjórnarkosningunum á laugardag með 57 prósenta atkvæða. Meira

Bragi Bjarnason

Hreinn meirihluti D-lista

Sjálfstæðisflokkurinn vann góðan kosningasigur í Árborg • Flokkurinn sópaði til sín nýju bæjarfulltrúasætunum Meira

Vestmannaeyjar Hugur Eyjamanna hefur lítið breyst milli kosninga.

Hefja viðræður í Vestmannaeyjum

Eyjalistinn og Fyrir Heimaey munu funda saman í dag um áframhaldandi samstarf í Vestmannaeyjum en Sjálfstæðisflokknum, sem hlaut flest atkvæði, tókst ekki að fella meirihlutann í bæjarstjórnarkosningunum sem fóru fram á laugardag. Meira

Kópavogur Ásdís Kristjánsdóttir.

Óformlegar viðræður hafnar

Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar heldur í Kópavogi. Sjálfstæðisflokkurinn missir einn fulltrúa en Framsókn bætir við sig einum. Sjálfstæðisflokkurinn fær því fjóra fulltrúa og Framsókn tvo, sem og Vinir Kópavogs. Meira

Patreksfjörður Skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu um uppbyggingu nýs hátæknivinnsluhúss fyrir laxeldi.

Skrifað undir viljayfirlýsingu um laxasláturhús

Undirrituð hefur verið viljayfirlýsing á milli Arnarlax og Vesturbyggðar um uppbyggingu nýs hátæknivinnsluhúss fyrir eldisfisk í Vesturbyggð, svo fremi sem samningar nást og allar forsendur standast. Meira

Svartsengi Þenslu hefur orðið vart á nýjan leik norðan Grindavíkur.

Skjálftahrina skekur Reykjanesskagann

Stærsti mældist 4,8 við Þrengslin • Vara við grjóthruni Meira

Breytt stefna Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins kynnir breytta afstöðu flokksins til aðildar að Atlantshafsbandalagsins á blaðamannafundi í Stokkhólmi í gær.

Breytt stefna jafnaðarmanna

Besta trygging fyrir öryggi Svíþjóðar er að sækja um aðild að NATO ásamt Finnum, segir forsætisráðherra Svíþjóðar • Finnska ríkisstjórnin ætlar að sækja um aðild að bandalaginu Meira

Breytingar Ljóst er að nýr meirihluti verður myndaður í Mosfellsbæ.

Framsókn í sókn

Meirihluti Sjálfstæðisflokksins og VG fallinn • Framsókn fær flest atkvæði Meira

Veittir styrkir Gísli Karel Halldórsson, starfandi forseti Rótarýklúbbs Borgarness, Magnús B. Jónsson rótarýfélagi, Jóhannes Berg Björgunarsveitnni Ok, Þorsteinn Þorsteinsson Björgunarsveitinni Heiðari, Einar G. Pálsson Björgunarsveitinni Brák og Haukur Valsson Vesturlandsdeild RKÍ.

Rótarýklúbbur gaf peningagjöf

Stuðningur við flóttamenn og björgunarsveitir á Vesturlandi Meira

Eurovision Úkraínska hipphopp-hljómsveitin Kalush Orchestra sigraði með laginu Stefania á laugardagskvöld.

Úkraínumenn sigruðu í þriðja skiptið

Ísland lenti í 23. sæti í Eurovision með 20 stig • Úkraínumenn hlutu 631 stig • Vilja reyna að halda keppnina Meira

Flókin meirihlutamyndun

Enginn augljós meirihluti blasir við • Undanhald Vinstri grænna flækti stöðuna • Báðir stóru flokkanna biðla til Framsóknar • Þreifingar hafnar á vinstri væng Meira

Náttúruunnandi Ólafur nýtur þess að hlaupa úti í íslenskri náttúru og stundar utanvegahlaup af krafti. Hér við Ljótapoll hjá Landmannalaugum.

Utanvegahlaup hafa sprungið út í vinsældum

Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl. Meira

Meirihlutinn í borginni fallinn

Samfylking og Sjálfstæðisflokkur missa tvo menn hvor • Framsókn vinnur fjóra borgarfulltrúa • Vonir brustu um framlengt líf meirihlutans • Viðreisn tapar manni en Píratar vinna borgarfulltrúa Meira

Ónýtt Hús númer 10a við Vatnsstíg telst ónýtt og það verður rifið.

Hús við Vatnsstíg rifið

Stúdentaíbúðir fyrir 122 námsmenn verða byggðar í Skuggahverfi Meira

„Þetta er bölvað púl“

Enn eitt skipslíkan Njarðar S. Jóhannssonar á Siglufirði lítur dagsins ljós, það 24. í röðinni • Nú er það rúffskipið Hreggviður, sem er búið að vera sjö mánuði í smíðum. Sagan tengist miklum skipskaða Meira

Staðbundnar sveiflur en ekki á landsvísu

Fyrir kosningar bollaleggja allir áhugamenn um stjórnmál hvernig þær fari og rökstyðja það gjarnan með tilvísun til reynslu, skoðanakannana og eigin hyggjuvits. Meira

Sauðburður að fara í gang Ærin Dökkbrá fylgist með fimmlembingunum sínum í fangi Úlfars Þórðarsonar, bónda og Kristínar Heimisdóttur.

Sprækir fimmburar á Syðri-Brekkum

Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Sprækir fimmlembingar komu í heiminn í fjárhúsinu á Syðri-Brekkum á Langanesi í síðustu viku, allt hrútar og alveg jafn stórir. Meira

Bið Mikil spenna ríkti í höfuðstaðnum meðan beðið var eftir fyrstu tölum.

Tímafrek talning í Reykjavík skrifast á nýtt fyrirkomulag

Miklar tafir voru á kosningatölum frá Reykjavík aðfaranótt sunnudags. Fyrstu tölur voru áætlaðar á miðnætti en komu þegar klukkan var að ganga tvö og lokatölur komu ekki fyrr en á fimmta tímanum. Eva B. Meira

Sveitarstjórn Kjörsókn dróst saman á landinu frá síðustu kosningum.

Kjörsókn fór undir 50% í Reykjanesbæ

Kjörsókn í Reykjavík í nýafstöðnum borgarstjórnarkosningum var 61,1% og dróst mjög saman frá síðustu kosningum, árið 2018, en þá var kjörsókn 67%. Meira

Kosningar Einari Þorsteinssyni, oddvita Framsóknar, var ákaft fagnað þegar hann kom sigurreifur á fund stuðningsmanna sinna á kosninganótt.

Framsókn í lykilstöðu við meirihlutamyndun

Meirihluti Samfylkingarinnar fallinn • Sjálfstæðisflokkur leitar hófanna víða Meira

Sigurreifur Hendrik Wüst eftir sð útgönguspár voru birtar í gær.

SPD tapaði í mikilvægum kosningum

Þýski Sósíaldemókrataflokkurinn, SPD, beið ósigur í sambandsríkiskosningum í Norður-Rín Vestfalíu í gær ef marka má útgönguspár. Meira

Rósa Guðbjartsdóttir

Framsóknarflokkurinn í lykilstöðu í Hafnarfirði

Meirihlutinn hélt • Rósa og Valdimar munu eiga fund Meira

Sauðárkrókur Sveitarfélagið mun heita Skagafjörður eftir kosningarnar.

Munu heita Skagafjörður og Húnabyggð

Fimm sveitarfélög á landinu munu skarta nýjum nöfnum á næstunni. Sveitarfélögin hafa orðið til með sameiningum að undanförnu. Meira

Styrkur Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og Kristján Þór Harðarson framkvæmdastjóri Landsbjargar.

Veitir styrk til kaupa á björgunarbátum

Dómsmálaráðuneytið leggur Slysavarnafélaginu Landsbjörg til 115 milljóna króna styrk til eflingar á sjóbjörgunargetu björgunarsveita á Flateyri og Húsavík. Meira

Ung Magnea Gná Jóhannsdóttir.

Málefni ungs fólks á oddinn

Yngsti borgarfulltrúi sögunnar • Húsnæðis-, samgöngu-, leikskóla- og umhverfismál skipti unga fólkið máli Meira

Oddvitar Valgarður Lyngdal, Ragnar og Líf Lárusdóttir.

Framsókn bætti við sig á Skaganum

Niðurstaða kosninganna var nokkuð athyglisverð á Akranesi, fjölmennasta sveitarfélaginu í Norðvesturkjördæmi. Þrjú framboð eru með þrjá bæjarfulltrúa hver. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 36,1%, Framsókn og frjálsir 35,6% og Samfylkingin var með 28,3%. Meira

Þór Sigurgeirsson

Þór fetar í fótspor föður síns

Á Seltjarnarnesi er ekki þörf á meirihlutaviðræðum en Sjálfstæðisflokkurinn fékk 50% atkvæða eða hreinan meirihluta eins og svo oft í sögu sveitarfélagsins. Meira

Mjótt á munum í Rangárþingi ytra

Stundum er sagt í hálfkæringi að hvert atkvæði geti skipti máli í kosningum. Í Rangárþingi ytra voru tvö framboð sem sóttust eftir því að stýra sveitarfélaginu næstu fjögur árin og þar munaði ekki mörgum atkvæðum. Meira

Hallfríður Hólmgrímsdóttir.

Miðflokkurinn með 32,4%

Kosningasigur Miðflokksins í Grindavík • Meirihlutinn felldur • Miðflokkurinn ræðir við Framsókn um samstarf Meira