Fréttir Laugardagur, 24. október 2020

Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is „Við metum það svo að...

Ræða við lögmenn vegna smitaðra skipverja • Grunur hefur komið upp um smit í 19 skipum, þar af 11 íslenskum Meira

Honda e Hlynur Björn Pálmason, sölumaður hjá Öskju, við rafbílinn sem áskrifendur hafa möguleika á að vinna.

Verður þú á nýjum Honda e-bíl í desember?

Í heimsfaraldri er mikilvægt að sýna þakklæti og einblína á ljósu punktana í tilverunni. Meira

Sauðfé Staðfest riðusmit er á einum bæ en grunur um smit á tveimur.

„Virkilega umfangsmikið“

Grunur um víðtækt riðusmit í Skagafirði • Stór sauðfjárbú í miklum vanda • Ef farga þarf fénu vill bóndi á Syðri-Hofdölum nýta tækifærið til rannsókna Meira

261 foreldri fékk fjárhagsaðstoð

Alls fékk 261 foreldri fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg á tímabilinu maí 2019 til maí 2020 en á þeim heimilum sem nutu aðstoðar bjó 441 barn. Meira

Hópsýking á Landakoti

Alls hafa 22 kórónuveirusmit greinst meðal sjúklinga og starfsmanna á Landakotsspítala, að sögn Önnu Sigrúnar Baldursdóttir, aðstoðarmanns forstjóra Landspítala. Meira

Bílalest Biðröð bíla á bökkum Ölfusár, þar sem var fólk á leiðinni í skimun sem fram fer í verslunarhúsinu til hægri.

Kórónuskimun í Krónukjallara

50 mæta á dag á Selfossi • 70 eru í sóttkví á Suðurlandi Meira

Dauðsföll í ár langt undir meðaltali 50 ára

Fjöldi dauðsfalla hérlendis það sem af er þessu ári er verulega undir meðallagi undanfarinna 50 ára. Meira

Jakob Jakobsson fiskifræðingur

Jakob Jakobsson, fiskifræðingur og fyrrverandi forstjóri Hafrannsóknastofnunar, lést á Landspítalanum 22. október, 89 ára gamall. Jakob fæddist 28. júní 1931 í Neskaupstað. Foreldrar hans voru Sólveig Ásmundsdóttir húsmóðir og Jakob Jakobsson... Meira

Sorpa Flokkað í móttökustöð.

Færri nytjamunir í Sorpu

Verulega hefur að undanförnu dregið úr því að komið sé með nytjahluti á endurvinnslustöðvar Sorpu. Á tímabilinu 1. janúar til 30. september á þessu ári er þessi samdráttur um alls 32,1% miðað við sama tímabil á fyrra ári. Meira

Af gráum lista Katrín Júlíusdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir á blaðamannafundi í Hörpu í gær þar sem ákvörðun FATF var kynnt.

Ísland verður fjarlægt af gráum lista

Gríðarlega mikilvægt fyrir íslenskt efnahagslíf, segir dómsmálaráðherra • Fyrirtæki sem hafa ætlað að stofna til viðskiptasambanda í útlöndum lentu sum hver í erfiðleikum vegna listans Meira

Álverið í Straumsvík.

Reyna að fá lengri samning

Samkomulagið sem náðist í vikunni milli verkalýðsfélaga starfsmanna álversins í Straumsvík og Rio Tinto, eiganda verksmiðjunnar, um skammtímasamning felur í sér að hann gildi í eitt ár frá 1. júní sl. til 1. júní á næsta ári. Meira

Dýrafjarðargöng Göngin eru tilbúin til að taka við umferðinni sem hingað til hefur farið yfir Hrafnseyrarheiði. Leiðin styttist um 27,4 kílómetra.

Börnin fyrst í gegn

Dýrafjarðargöng verða opnuð fyrir almenna umferð á morgun Meira

Hafnarfjörður Báturinn marar í hálfu kafi.

Sökk við bryggju – enginn leki

Jökull SK 16 sökk við bryggju í Hafnarfjarðarhöfn um miðjan ágúst í sumar. Fram kemur í lokaskýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa, siglingasviðs, um málið að þegar búið var að taka bátinn upp og dæla úr honum reyndist enginn leki vera að honum. Meira

Landeyjahöfn Rifið sem um ræðir er skammt utan við hafnarmynnið. Skapa þarf skjól fyrir öldu utan við höfnina til að auðvelda siglingar þangað og styðja við dýpkunaraðgerðir. Of mikil ölduhæð hefur oft hamlað siglingum.

Endurbóta er þörf í Landeyjahöfn

Óháð úttekt á framkvæmd og nýtingu Landeyjahafnar er komin út Meira

Íslandsþari Vilyrði hefur fengist um lóð á iðnaðarsvæði sunnan við bæinn.

Lóð fyrir þaravinnslu

Íslandsþari undirbýr starfsemi á Húsavík • Vinnsla gæti hafist næsta sumar • Um 90 starfsmenn eftir fimm ár Meira

FG samþykkir kjarasamning

Félagar í Félagi grunnskólakennara samþykktu nýgerðan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga. Úrslit atkvæðagreiðslu um samninginn, sem lauk klukkan ellefu í gærmorgun, urðu þau að 73,23% sögðu já en 25,07% sögðu nei. 3. Meira

Reykjavíkurflugvöllur Öll skynsamleg rök hníga í þá átt að halda flugvellinum, að mati Njáls Trausta þingmanns.

Telur brýnt að þjóðin hafi lokaorðið

Reykjavíkurborg hefur lítið gert til að standa við samkomulag Meira

Sauðárkrókur Færa á eftirlit með póstþjónustu til Byggðastofnunar.

Póstmál færist til Byggðastofnunar

Áformuð er tilfærsla póstmála frá Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) til Byggðastofnunar, þ.e.a.s. bæði stjórnsýsla og eftirlit með póstþjónustu í landinu. Meira

Kórónuveiran á allra vörum

Úr bæjarlífinu Gunnlaugur Árnason Stykkishólmi Covid, codvid, covid er daglega á vörum flestra Íslendinga síðustu vikur og mánuði. Smit barst í Stykkishólm um miðjan september. Strax var brugðist við með einangrun sjúkra og sóttkví annarra. Meira

Á Klaustri Björn Traustason við sitkagreni sem nálgast 30 metra hæð og er hæsta tré sem mælt hefur verið hér.

Tíu tegundir trjáa í 20 metra klúbbinn og fleiri eru á leiðinni

Hefur táknræna merkingu, skrifar Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri Meira

Ósátt Móðirin hefur barist lengi við kerfið vegna dóttur sinnar sem henni þykir ekki fá viðunandi aðstoð, hvorki í skóla né hjá BUGL.

„Heiftin var ólýsanleg“

BUGL tilkynnir móður stúlku á einhverfurófi til barnaverndarnefndar • Móðirin segir BUGL ljúga upp á sig, hafa í hótunum og í raun sett á sig nálgunarbann Meira

Kappræður Donald Trump og Joe Biden sjást hér í miðri orðasennu í seinni kappræðum sínum, sem fram fóru í Nashville í Tenneessee-ríki. Fréttakonan Kristen Welker (fyrir miðju) stýrði kappræðunum og þótti standa sig vel.

Skiptust á föstum skotum

Trump og Biden sökuðu hvor annan um spillingu í seinni forsetakappræðum sínum • Óvíst að kappræðurnar hafi breytt stöðunni í kosningabaráttunni Meira

Kórónuveiran Faraldurinn hefur haft mikil áhrif í Bretlandi.

Staðan í Evrópu þykir alvarleg

Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins varaði við því í gær að fjöldi nýrra tilfella í 23 af 27 aðildarríkjum þess, sem og í Bretlandi, ylli nú „þungum áhyggjum“. Meira

Flateyri Fjórir bátar sukku og tveir strönduðu þegar snjóflóð féll á bæinn og niður í höfnina um miðjan janúar.

Illviðravetur í vændum líkt og sá síðasti?

Illviðri voru mjög tíð og miklar truflanir á samgöngum Meira

Framkvæmdaráð Rótarý á Íslandi Anna Stefánsdóttir, Soffía Gísladóttir og Ásdís Helga Bjarnadóttir.

Mikilvægasti dagurinn

Polio plús dagurinn er í dag, 24. október. Þá leggja félagar í rótarý-hreyfingunni um allan heim sérstaka áherslu á mikilvægi þess að útrýma lömunarveiki í heiminum. Fjallað er um veikina í klúbbunum, upplýsingum dreift og almenningur hvattur til að styrkja málefnið. „Þetta er einn mikilvægasti dagur alþjóðahreyfingarinnar,“ segir Soffía Gísladóttir, umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi. Meira