Fréttir Þriðjudagur, 16. júlí 2019

Bætist í jarðasafn Fljótabakka

Bandarískir eigendur lúxushótelsins Depla keyptu jörðina Atlastaði í Svarfaðardal • Sveitarstjórnin vissi ekki af kaupunum fyrr en þau voru um garð gengin Meira

Sæbraut Þar eru engar málaðar línur sem skilja akreinarnar að.

Vegmerkingum ábótavant

Sæbraut ómerkt í nokkrar vikur • Víðar er pottur brotinn Meira

Batnandi ástand og vaðandi makríll

„Almennt talað fer ástand sjávar suður af landinu batnandi,“ sagði Héðinn Valdimarsson, sviðsstjóri umhverfissviðs Hafrannsóknastofnunar, um helstu niðurstöður vorleiðangurs stofnunarinnar 2019. Meira

Mikill hugur í liðsmönnum

Landslið Íslands í hestaíþróttum fyrir Heimsmeistaramót íslenska hestsins í Berlín, sem fara mun fram 4.-11. ágúst næstkomandi, var formlega kynnt í verslun Líflands í gær. Við val á landsliðinu var horft til árangurs á þremur WorldRanking-mótum, m.a. Meira

Makríllinn kominn upp að landinu

Fjölþjóðlegur leiðangur rannsakar uppsjávarvistkerfið í Norðurhöfum • Fitumæla makrílinn Meira

Guðrún Kristín Blöndal

Hafa tekið 82 viðtöl

82 viðtöl hafa þegar verið tekin í húsnæði Bjarmahlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, sem var opnuð á Akureyri 10. maí síðastliðinn. Meira

Erlendur aðili vill kaupa eyjuna Vigur í Djúpi

Skýrast ætti í næstu viku hvort verði af sölu Vigurs í Djúpi. Hugsanlegur kaupandi er útlendingur, búsettur í Evrópu, en ekki fengust nánari upplýsingar um hann. Sá kom nýlega með tilboð í eyjuna, sem síðasta árið hefur verið á söluskrá. Meira

Minna fer í matarkaup en áður

Útgjöld landsmanna til hótela og veitinga meiri en í ESB Meira

Hafið Sjávarhiti og selta hafa mikil áhrif á lífríkið í hafinu. Mun stærra svæði norður af landinu er nú íslaust stærri hluta ársins en áður.

Ástand sjávar fer batnandi suður af landinu

Hiti og selta sjávar er yfir meðallagi fyrir norðan land Meira

Bjarni Benediktsson

Féll að þessu sinni í hlut Íslands

Segir umræðuna bera vott um algjöra vanþekkingu á Asíuinnviðabankanum Meira

Bergur Þorri Benjamínsson

Þegar er erfitt að ferðast um

Fjöldi gildra stæðiskorta, P-merkja, fyrir hreyfihamlaða um mitt ár 2017 var 6.415 og þar af voru 4.247 á höfuðborgarsvæðinu. Heildarfjöldi útgefinna korta allt árið 2016 var 1.526. Meira

Ferðamenn Mörgum fannst erlent ferðafólk of duglegt að rusla til í fyrra.

Færri ferðamenn sóðalegir í sumar

Ekki stendur til að opna Kvennagjá fyrir almenningi eins og er • Formaður Ferðafélags Árnesinga segist hafa tekið eftir færri sóðum í sumar • Ferðamenn gengu örna sinna „nánast í garðinum heima“ Meira

Skipin tvö gerð klár fyrir eigendaskiptin

Togskip Gjögurs hf. á Grenivík, Áskell EA 748 og Vörður EA 748, eru nú í Slippnum í Reykjavík. Er unnið að því að pússa og mála skipin áður en þau verða afhent nýjum eiganda, FISK á Sauðárkróki, fyrir mánaðarlokin. Meira

Læknar að störfum Vanda þarf valið þegar ákveðið er hvernig meðhöndla eigi sjúkdóma.

Kanna oflækningar á Íslandi

Engin ástæða er að ætla annað en að staða oflækninga sé svipuð á Íslandi og í Noregi, segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Meira

Baklandið þarf að vera traust

Hjúkrunarfræðingurinn Auðbjörg Bjarnadóttir stendur vaktina á Kirkjubæjarklaustri • Fékk fálkaorðuna fyrir björgunarstörf • Bið eftir hjálp er alltaf löng • Alvarleg slys hafa orðið á svæðinu Meira

Hjörtur Ármann Eiríksson

Hjörtur Ármann Eiríksson, fv. framkvæmdastjóri Iðnaðardeildar Sambands íslenskra samvinnufélaga og síðar Vinnumálasambands samvinnufélaga, er látinn, 90 ára að aldri. Hjörtur lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 13. júlí sl. Hann fæddist í Reykjavík 11. Meira

Í framtíðinni Svona hugsa arkitektarnir sér að Óðinstorgið og nágrenni muni líta út að framkvæmdum loknum. Gert er ráð fyrir því að fólk geti tyllt sér á bekki og gert er ráð fyrir sölutjöldum, til dæmis á aðventunni.

Bílar víkja fyrir fólki á Óðinstorgi

Í sumar hefur verið unnið af fullum krafti við endurgerð Óðinstorgs og nágrennis. Verklok eru áætluð í nóvember. Meira

Eyjamenn Sighvatur Jónsson og Skapti Örn Ólafsson gerðu mynd.

Allar hliðar Þjóðhátíðar í Fólkinu í Dalnum

,,Við vildum sýna Þjóðhátíð í víðara samhengi en styttri fjölmiðlaumræða hefur gefið tækifæri til. Meira

Drasl Rusl eins og þetta er dæmi um það sem HSL vill gjarnan losna við.

Hreint Suðurland nú í fullu fjöri

Átakið Hreint Suðurland er nú í fullum gangi að sögn Sigrúnar Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Suðurlands (HSL), sem segir að átakið hafi farið sérstaklega vel af stað. Meira

Óæskilegar? Alexandria Ocasio-Cortez (t.v.) og Ilhan Omar, tvær þingkvennanna sem Trump hefur sagt að fara aftur til heimalanda sinna.

Trump sakaður um kynþáttafordóma

Forystumenn Repúblikanaflokksins veigra sér við því að gagnrýna forsetann Meira

Heilbrigt líf minnkar líkur á heilabilum

Allir geta minnkað líkurnar á að fá heilabilun með því að lifa heilbrigðu lífi, einnig þeir sem koma úr fjölskyldum þar sem heilabilun er arfgeng. Meira

Nesklúbburinn Nökkvi Gunnarsson, Plane Truth og PGA-golfkennari.

Ekki bara 14:2 í boltanum

Kylfingurinn Nökkvi Gunnarsson hefur fjórtán sinnum orðið í öðru sæti í móti Nesklúbbsins og tvisvar sigrað Meira