Fréttir Laugardagur, 6. ágúst 2022

Flug Litið til gossins úr stjórnklefa þotu Icelandair í Parísarflugi í fyrradag.

Eldgosið stórkostlegt að sjá úr þotu

Í eldgosinu í Meradölum, rúmum tveimur klukkustundum frá upphafi þess, mátti sjá hvar þotur Icelandair sem voru að koma inn til lendingar á Keflavíkurflugvelli úr Evrópuflugi flugu yfir gosstöðvarnar. Vélarnar voru í á að giska 4.000-5. Meira

Hraustmenni „Þetta er allt of létt,“ sagði Jens þegar blaðamaður stillti upp lóðunum fyrir myndatökuna.

Níræður og æfir alla virka daga vikunnar

Jens Á. Ingimundarson níræður í dag • Hvetur eldra fólk til að stunda heilsurækt • Fer að veiða á afmælinu Meira

Suðaustanáttin þýðir veiði

Meðalveiði í Laxá í Kjós, þriðja sumarið í röð • Frostnótt við Bugðu • Kuldinn undanfarið hefur dregið úr veiði • Dræm bleikjuveiði norðanlands Meira

Gönguleiðir Á fimmtudagskvöld var lokið við að setja stikur á nýjan hluta á gönguleið A. Leiðin er steinsnar frá bílastæði eitt og er stysta leiðin að gosinu.

Viðrar illa til að skoða gosið

Veðurspá slæm fyrir helgina • Aðgangur að gosstöðvum líklega lokaður á sunnudag • Mengun gæti borist yfir byggð á sunnudag • Unnið að öryggismálum og stígagerð á gosstað • Endurbætur á leið A Meira

Undir regnhlífum Reykvíkingar og gestir þeirra hafa ósjaldan þurft að bregða regnhlífum á loft á þessu ári. Hvað gerist seinni hluta ársins?

Fellur úrkomumetið í Reykjavík?

Úrkoman fyrstu sjö mánuði ársins mældist 719,5 millimetrar, sem er 55% umfram meðalúrkomu • Ef áfram rignir af sama krafti til áramóta gæti gamla metið fallið, en það er meira en aldargamalt Meira

Bág staða Formaður BHM kynnir rannsókn á stöðu hinsegin fólks á íslenskum vinnumarkaði á Hinsegin dögum.

Samkynhneigðir með lægri laun

Samtökin '78 lögðu könnun fyrir 850 manns • Niðurstöður sýna bága stöðu hinsegin fólks • Samkynhneigðir karlmenn með þriðjungi lægri laun • Samkynhneigðar konur með 13% hærri laun Meira

Laufás Eitt af þekktari brauðum landsins.

Laufásprestakall er laust til umsóknar

Biskup Íslands hefur auglýst eftir sóknarpresti til þjónustu í Laufásprestakalli í Eyjafirði. Miðað er við að viðkomandi geti hafið störf 1. október. Umsóknarfrestur er til miðnættis 21. ágúst nk. Meira

Landsliðsmenn halda af stað til Álandseyja

Landsliðsteymi Íslands í hestaíþróttum lagði af stað á Norðurlandamótið 2022 í gær. Mótið fer að þessu sinni fram á Álandseyjum á milli Finnlands og Svíþjóðar. Meira

Eldflaugakerfið sem breytti gangi stríðsins

Bandaríkin hafa nú sent Úkraínustjórn minnst 16 HIMARS-eldflaugakerfi sem skotið geta mörgum eldflaugum á sama tíma og hæft skotmörk sín með mikilli nákvæmni. Meira

Göngugarpar Að mati ljósmyndara Morgunblaðsins sem var á gosstöðvunum í gærkvöldi voru á bilinu 500 til 1.000 manns á staðnum um ellefuleytið. Skyggnið að gosinu var lélegt og voru nokkrir sem slösuðust á leiðinni. Þá voru einhverjir göngugarpar heldur léttklæddir miðað við veður.

Vilja ekki týna fólki

Slæmt skyggni í gærkvöldi • Biðla til fólks að halda sig á merktum stígum Meira

Lyfjastofnun Húsnæði Lyfjastofnunar við Vínlandsleið í Reykjavík.

Netárás gerð á Lyfjastofnun

Lyfjastofnun varð fyrir netárás í vikunni og segir stofnunin að þetta hafi haft áhrif á fimmtudag og í gær á vef sérlyfjaskrár, þjónustukerfi fyrir Mínar síður og verðumsóknarkerfi. Meira

Samstaða „Við þurfum að standa upp hvert fyrir öðru,“ segir Mars M. Proppé.

Undiralda í samfélaginu

Aktívistinn Mars M. Proppé segir í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins að fólk þurfi að taka höndum saman til að sporna við hatursumræðu og fordómum í garð hinsegin fólks. „Það er mikið bakslag í gangi núna, ekki bara á Íslandi heldur víða. Meira

Hvíti risinn Ganga á Mont Blanc krefst þess að fólk viti hvað það er að gera.

„Með dauðann í bakpokunum“

Bæjarstjóri krefst 15.000 evra tryggingar fyrir fjallgöngu Meira

Forvarnafulltrúi Ungur þýskukennari og forvarnafulltrúi í nýju stórglæsilegu húsnæði Fjölbrautar í Garðabæ á forvarnadaginn árið 1999.

„Haldið þið að þetta sé eitthvert kaffihús!?“

Rektor Menntaskólans í Reykjavík lætur af störfum eftir áratuga starf í íslensku menntakerfi • Missti systur sína á skólaárunum • Var að byrja á ritgerðinni þegar símtal kom frá Garðabæ Meira

Grindavík Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid heimsóttu Grindvíkinga á miðvikudag, skömmu áður en gos hófst í Meradölum. Þrátt fyrir skjálftavirkni og eldgos eru Grindvíkingar ánægðir á sínum heimaslóðum.

„Við erum svo skemmtileg hérna á Suðurnesjunum“

Mest hlutfallsleg fjölgun íbúa hefur verið á Suðurnesjum Meira

Krefjandi verkefni

Líta Hvassahraunsflugvöll öðrum augum • Huga þarf að Reykjanesbraut Meira

Katrín Ólafsdóttir

Takmarkað svigrúm til launahækkana

Katrín mælir með því að annarra leiða en launahækkana sé leitað til að bæta stöðu fólks á vinnumarkaði • Mikilvægt er að kaupmáttaraukning síðustu ára týnist ekki á næsta samningstímabili Meira

Eldgos eykur áhuga á landi

Fulltrúar stjórnvalda hafa á fundum síðustu daga rætt eldgosið í Meradölum, en ljóst er að grípa þarf til ýmissa verkefna þar nú. Meira

Kvika Fjöldi fólks hefur gert sér ferð að eldgosinu síðan á miðvikudag.

Jafnt flæði í eldgosinu

Hraunjaðarinn „svo gott sem kominn yfir Meradali“ Meira

Ellilífeyririnn Á meðan kjarnorkuver er sagt laskað í vargöldinni reyna ellilífeyrisþegar að draga fram lífið. Hér sækja þeir lífeyrinn í Maríupol í gær.

Kveða kjarnorkuver laskað

Rússar sagðir hafa skaddað kjarnaofn en sverja af sér • Bretar segja Rússa bregða skeytum í þeirri trú að Úkraínumenn dirfist ekki að skjóta á kjarnorkuver Meira

Byggingar Landsbankahúsin svonefndu við Framnesveg í Reykjavík voru reist árið 1922. Eru því að detta í friðun hvað sem líður sögulegu gildi.

Aldarfriðun verði ekki algild regla

Endurskoða á lög um menningarminjar • Friðun miðast nú við árið 1922 • Fágæti eykur varðveislugildi minja en gagnstætt dregur úr • Vernd alls er hvorki æskileg né framkvæmanleg Meira

Meistari Norski heimsmeistarinn Magnus Carlsen fer fyrir norska liðinu í Chennai og hefur unnið fimm skákir af þeim sex sem hann hefur teflt.

Sigur og jafntefli

Ísland í 31. sæti í opnum flokki á ólympíuskákmóti og 81. sæti kvennaflokki Meira

Listasmiðjur Listamarkaður haldinn af ungu fólki fyrir ungt fólk í anda Hinsegin Daganna.

Stærri gleðiganga en nokkru sinni fyrr

Gleðiganga Hinsegin daganna verður haldin í dag, en hún er að margra mati hápunktur hátíðarinnar. Gangan verður með hefðbundnum hætti og hefst á slaginu klukkan tvö við Hallgrímskirkju. Meira