Fréttir Laugardagur, 27. maí 2023

Sigursæll Pavel Ermolinskij.

Lítur á sig sem leiðtoga frekar en þjálfara

„Sigurhefðin hjálpar mér að ná athygli. Hún fær menn til að hlusta og trúa enda þótt það sem ég segi sé ekkert alltaf rétt,“ segir Pavel Ermolinskij, þjálfari Íslandsmeistara Tindastóls í körfubolta, í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins Meira

Hluti áformanna Hluti af fyrirhuguðum íbúðakjarna í Vatnsnesi.

Mikil þensla suður með sjó

Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir 60 fjárfestingarverkefni í pípunum í bænum l  Vegna þeirra sé skortur á iðnaðarmönnum á öllum sviðum og sérhæfðu fólki Meira

Eldsvoði í Heimabakarí á Húsavík

Eldur kviknaði í húsnæði Heimabakarís á Húsavík í gærkvöldi. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út, fjórir bílar og sautján menn, til að slökkva brunan. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins að sögn Gríms Kárasonar, slökkviliðsstjóra í Norðurþingi Meira

Hveragerði Sundlaugin í Laugaskarði hefur verið vinsæl.

Íbúafundur breyttist í vinnufund

Íbúafundur Hveragerðis, þar sem kynna átti stefnumótun KPMG fyrir sveitarfélagið, breyttist fljótlega í vinnufund, að sögn íbúa bæjarins sem sátu fundinn og Morgunblaðið ræddi við. „Íbúafundur verður haldinn í Grunnskólanum í Hveragerði þar… Meira

Diljá Mist Einarsdóttir

Fordæma brottnám barnanna

„Þessi tillaga er bara í takti við aðrar aðgerðir og stuðningsyfirlýsingar sem við höfum ráðist í“ • Börnunum skuli tafarlaust komið til foreldra sinna eða annarra lögmætra forráðamanna Meira

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson

Aðalmeðferð í máli hjúkrunarfræðingsins lokið

Verjandi segir litið fram hjá ábyrgð sjúkraliða í málinu Meira

Sundhöllin Stytta á laugina um fimm metra við endurbætur.

„Atlögu“ að Sundhöllinni var frestað um sinn

Áform um endurbætur sett á ís vegna fjárhagsstöðu borgarinnar Meira

Undirritun Frá undirrituninni í gær, f.v. Aðunn Friðrik Kristinsson, Jón Gunnarsson, Halldór Karl Hermannsson og Kjartan Már Kjartansson.

Skipaútgerð Gæslunnar í Njarðvíkurhöfn

Viljayfirlýsing undirrituð í gær • Tveir milljarðar í höfnina Meira

Björn Sigurbjörnsson

Björn Sigurbjörnsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri og forstjóri hjá FAO og Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni lést 26. maí sl. á Droplaugarstöðum, 91 árs að aldri. Björn fæddist í Reykjavík 18. nóvember 1931, sonur hjónanna Sigurbjörns Þorkelssonar,… Meira

Hugsi Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á kynningu Seðlabankans í vikunni, er 13. hækkun stýrivaxta var boðuð.

Hækkun álaga ofaukið – „Farið að hafa áhrif á allt“ – Vill ekki þurfa að flýja land – „Hefur

Fyrr í vikunni ákvað peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að hækka stýrivexti um 1,25 prósentustig og eru þeir nú 8,75%. Er þetta þrettánda stýrivaxtahækkun peningastefnunefndar í röð, en verðbólga mælist nú 9,47% samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Hvaða áhrif hafa þessar aðgerðir á Íslendinga og hvernig væri hægt að sporna við áframhaldandi verðbólgu með ólíkum hætti? Morgunblaðið tók vegfarendur í Skeifunni tali í gær og lagði spurningarnar fyrir þá. mist@mbl.is Meira

Veður Regnbogar gætu látið sjá sig.

Skin og skúrir um hvítasunnuhelgina

Von er á alls kyns veðri um helgina og gætu íbúar Austurlands þurft að hafa bæði úlpur og stuttermaboli til reiðu. Samkvæmt Marcel di Vries, veðurfræðingi á Veðurstofunni, dregur úr úrkomu fyrri part dagsins í dag en þó má búast við hvassviðri og stormi á Austfjörðum og Suðausturlandi Meira

Björg Finnbogadóttir

Björg Finnbogadóttir lést á Akureyri 23. maí sl., rétt að verða 95 ára. Björg fæddist 25. maí 1928 á Eskifirði, dóttir hjónanna Finnboga Þorleifssonar, skipstjóra og útgerðarmanns, og Dórotheu Kristjánsdóttur, húsfreyju á Eskifirði Meira

Tækni Störfum í UT-iðnaði fjölgaði um 58% á 10 árum í löndum ESB.

Ísland í 21. sæti í samanburði á fjölda í UT-iðnaði

Hlutfall kvenna í upplýsinga- og fjarskiptatækni lækkaði Meira

Ný tengibygging Mannvirkið er hluti af miklum framkvæmdum sem fyrirhugaðar eru á Keflavíkurflugvelli. Það á að vera tilbúið fyrir sumarið 2029.

Tengir saman Keflavíkurflugvöll

Isavia kynnir ný drög að fyrirhugaðri tengibyggingu á Keflavíkurflugvelli • Mun ásamt austurálmu, sem nú er í smíðum, stækka flugstöðina um 70% • Áformað að ljúka framkvæmdum 2028 Meira

Skjaldborg Prýðifélagið Skjöldur afhenti innviðaráðherra ályktunina. Á myndinni eru Bjarni Friðriksson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Eggert Hjartarson, Jytte Th. M. Jónsson og Kjartan Gunnar Kjartansson.

„Þetta er yfirgangur og ofsóknir“

Mótmæla fyrirhuguðum byggingarframkvæmdum í Skerjafirði í Reykjavík • Eru uggandi yfir auknum umferðarþunga • Afhentu innviðaráðherra ályktun fundarins • Áhyggjur af menguðum jarðvegi Meira

Reykjavíkurflugvöllur Aðflugsljós eru að norður-suðurbraut vallarins. Þau eru staðsett nálægt Hringbrautinni.

Aðflugsljósin fari í umhverfismat

Ríki og borg sömdu um það árið 2013 að sett yrðu upp aðflugsljós við Suðurgötu til að auka flugöryggi • Skipulagsstjóri vill umhverfismat • Gerir athugasemdir við orðalag í skýrslu Isavia Meira

Á toppnum Yandi Núñez Martinez hefur búið á Íslandi í átta ár. Hann segir íslenska náttúru hafi vakið upp drauminn um að ganga á Everest.

Komst loksins á tind Everest-fjalls í annarri tilraun

Yandi Núñez Mart­inez er fyrsti Kúbverjinn til að klífa Everest Meira

Breytt Njarðvíkurhöfn Teikningin sýnir útlit Njarðvíkurhafnar eftir að áformuðum framkvæmdum lýkur árið 2026, á 100 ára afmæli Landhelgisgæslunnar, en hefja á framkvæmdir í haust. Nýr hafnargarður er vinstra megin á myndinni. Við hann standa tvö varðskip og á bak við þau eru minni bátar Landhelgisgæslunnar við flotbryggju. Þar fyrir aftan er fyrirhugað húsnæði Landhelgisgæslunnar á landfyllingu. Þar hægra megin við eru drög að útliti nýrrar þurrkvíar Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur en til hægri við hana er núverandi skipasmíðastöð. Samhliða þessum framkvæmdum verður höfnin dýpkuð í 9 metra á þessu þjónustusvæði. Heildarframkvæmdin er talin munu kosta um tvo milljarða og er ný þurrkví þá undanskilin.

60 fjárfestingarverkefni í pípunum

Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir mikla áskorun að útvega starfsfólk og húsnæði vegna áforma l  Uppbyggingin muni hafa keðjuverkandi áhrif á eftirspurn l  Verktakar vilja reisa vinnubúðir Meira

Verðlaun Árni Bragason landgræðslustjóri, Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir frá Midgard, Þröstur Magnússon og Kristinn H. Þorsteinsson, Skógræktarfélagi Kópavogs, Októ Einarsson og Svandís Svavarsdóttir.

Skógrækt og landgræðsla orðin ástríða

„Mér mun ekki endast aldur til að ljúka þessu. Skógrækt er fyrst og fremst fyrir næstu kynslóð og vonandi mun hún njóta. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á umhverfismálum og vil leggja mitt lóð á vogarskálarnar,“ segir Októ Einarsson,… Meira

Halla Þorvaldsdóttir

Áskorun framtíðar fyrirsjáanleg

„Við erum að kalla eftir markvissri viðbragðsáætlun heilbrigðisyfirvalda til þess að tryggja að við getum tekist á við þessa risastóru áskorun sem fyrirsjáanleg er í framtíðinni þegar kemur að fjölgun krabbameina,“ segir Halla… Meira

Skóli Aron ásamt verðandi eiginkonu sinni, Söru Dröfn Gunnarsdóttur. Hún fer í sama MBA-nám í haust.

Meðal 100 bestu í heimi

Fyrst og fremst mikill heiður • Framúrskarandi leiðtogi • Vildi vera á staðnum • Strax falin ábyrgð hjá Amazon • Stofnaði Roots sem tengir fjölskyldur saman Meira

Kósovó Óeirðalögregla í Kósovó þurfti að beita táragasi til þess að leysa upp mótmæli serbneska minnihlutans.

Átök milli lögreglu og serbneska minnihlutans

Serbar senda herinn að landamærunum að Kósovó Meira

Sundlaug Akureyrar Verkföll verða hjá starfsfólki margra sundlauga um helgina.

Verkföllin breiðast út með auknum þunga

Sviðsljós Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Sívaxandi þungi færist í verkfallsaðgerðir BSRB félaganna. Yfir hvítasunnuhelgina bætist starfsfólk sundlauga og íþróttamiðstöðva í hóp þeirra sem hafa lagt niður störf í þessum verkfallsaðgerðum, og standa verkföll þeirra í sundlaugum og íþróttamiðstöðvum yfir á laugardag, sunnudag og mánudag, sem ná til átta sveitarfélaga á Vestur-, Norður- og Austurlandi. Meira

Dnípró Mikill eldur kom upp eftir að Rússar sprengdu upp heilsugæslustöðina í Dnípró. Tveir létust og 23 særðust í árásinni í gærmorgun.

Árásin „glæpur gegn mannkyni“

Tveir féllu þegar Rússar skutu eldflaug á heilsugæslustöð í Úkraínu • Úkraínumenn skjóta á landamærahéruð Rússlands • Þjóðverjar vilja að Kínverjar þrýsti á Rússa um að yfirgefa Úkraínu Meira

Gengið F.v. Sigurður Ingi Georgsson, Bjargmundur Aðalbjörn Grímsson, Ingvar Einarsson, Kári Hólmfjörð Bessason og aftar eru Einar og Hafliði.

Þekkingin mun lifa eins og þjóðsögurnar

„Við mættum þarna, gamla Daníelsslippsgengið, til að óska Einari til hamingju með áfangann, en líka til að harma það að hætt var að kenna skipasmíði fyrir mörgum árum og að núna sé líka verið að leggja niður bátasmíðanámið og setja það undir… Meira