Sóttvarnayfirvöld ætlast ekki til þess að farsímanotendur losi sig við smitrakningarappið Rakning C-19 úr símunum sínum þrátt fyrir að flest bendi til að kórónuveiran hafi verið upprætt hér innanlands. Meira
Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í vikunni karlmann í sex mánaða fangelsi fyrir margendurtekinn ölvunarakstur. Maðurinn var jafnframt sviptur ökurétti ævilangt og bifreið hans var gerð upptæk. Meira
Stjórn Bændasamtaka Íslands samþykkti samhljóða á fundi fyrir skömmu að óska eftir áliti umboðsmanns Alþingis á stjórnsýslulegu fyrirkomulagi við framkvæmd búvörusamninga innan atvinnuvega- og... Meira
Þörf á hættumati vegna náttúruvár • Netöryggi ábótavant Meira
„Eldgos heilla alltaf og spennan eykst,“ segir Ragnar Th. Sigurðsson ljósmyndari. Meira
Eldgosasaga Reykjanesskaga sýnir endurtekin gosskeið • Um tíu aldir eru á milli gosskeiða • Tæplega 800 ár eru frá síðasta hraungosi á Reykjanesskaga Meira
Upplýsingar skortir um umfang tölvu- og netglæpa og netöryggi er ábótavant að mati þjóðaröryggisráðs • Seðlabankinn býr til varaleið til að tryggja innlend yfirráð yfir rafrænni greiðslumiðlun Meira
Talið er að íslensk fyrirtæki, lífeyrissjóðir og einstaklingar eigi nú liðlega 10% hlut í Arctic Fish Holding, norsku eignarhaldsfélagi fiskeldisfyrirtækisins Arctic Fish á Vestfjörðum. Meira
Veðurstofan telur hættu á stærra jökulhlaupi úr lóni yfir í Hvítá í Borgarfirði Meira
Hæstaréttarlögmaður bregst við sjónarmiðum ráðuneytis um að ákvæði um verðlagningu sé óvirkt • Íslandspóstur hafi horft fram hjá ákvæðinu, sem varðar raunkostnað, þegar gjaldskrá var smíðuð Meira
Áform um aukna framleiðslu • Spútnik komið í áfangamat Meira
Árásin rannsökuð sem tilraun til morðs að svo stöddu • Árásarmaðurinn sagður 22 ára karlmaður frá Afganistan Meira
Hæstiréttur staðfestir dóm um alvarlegt brot MS á samkeppnislögum og 480 milljóna króna sekt • Brutu á keppinautum • Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafði áður komist að annarri niðurstöðu Meira
Þúsundir menningarminja eru skráðar á mögulegu áhrifasvæði eldsumbrota á Reykjanesskaga, að sögn Agnesar Stefánsdóttur, sviðsstjóra hjá Minjastofnun Íslands. Meira
Átök herforingjastjórnar Búrma, einnig þekkt sem Mjanmar, halda áfram við mótmælendur sem ósáttir eru við nýlegt valdarán hersins. Síðastliðinn miðvikudag féllu minnst 38 mótmælendur og fjölmargir særðust til viðbótar. Meira
Píratar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd gagnrýndir fyrir að halla réttu máli í skjóli trúnaðar • Kvartað til forseta Alþingis • Lögreglustjóri segir samtöl við ráðherra aðeins verið til upplýsingar Meira
Nefndarmenn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis eru sumir mjög óánægðir með fjölmiðlaviðtöl, sem píratarnir Jón Þór Ólafsson, formaður nefndarinnar, og Andrés Ingi Jónsson veittu eftir nefndarfund í fyrradag og telja til marks um trúnaðarbrest. Meira
Skjálftavirkni hefur færst suðvestur frá Keili • Lítið kvikuhlaup á miðvikudag Meira
Landssamband smábátaeigenda styður þingsályktunartillögu um viðhald og varðveislu gamalla báta. Meira
Framkvæmdir hófust í gær við nýtt 6-700 íbúða hverfi við Eiðsvík í Gufunesi í Reykjavík á vegum Fasteignafélagsins Spildu. Af því tilefni tóku borgarstjóri og fulltrúar Spildu skóflustungu í Jöfursbási 7. Meira