Menntamálayfirvöld Finnlands og Eistlands upplýsa grunnskóla ríkjanna um árangur þeirra í PISA-könnuninni. Þetta segja PISA-verkefnastjórar beggja ríkja í svörum við fyrirspurn Morgunblaðsins Meira
Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar segir að vegna ónógs orkuframboðs hafi verkefni um uppbyggingu iðnaðar á Íslandi ekki orðið að veruleika á síðustu árum. „Til okkar hafa leitað aðilar með mjög áhugaverð verkefni sem því miður er ekki… Meira
Landsvirkjun hefur ekki getað undirritað samninga um sölu á raforku vegna ónógs orkuframboðs l Forstjóri Landsvirkjunar hefur áhyggjur af þeirri stöðu sem kunni að skapast á árunum 2025 og 2026 Meira
Um tuttugu flugumferðarstjórar munu taka þátt í vinnustöðvun sem boðuð hefur verið í næstu viku. Þetta staðfesti Arnar Hjálmsson, formaður félags flugumferðarstjóra, í samtali við mbl.is í gær. Félag íslenskra flugumferðarstjóra hefur boðað vinnustöðvun dagana 12 Meira
Land heldur áfram að rísa hratt í grennd við raforku- og hitaveituna í Svartsengi. Landið hefur nú risið um nærri 30 sentimetra frá því það féll skyndilega hinn 10. nóvember. Þann dag er kvika talin hafa hlaupið úr kvikusyllunni, sem valdið hafði… Meira
Hopið í ár mælist 59 metrar • Einn kílómetri á tuttugu árum • Ár í nýjan farveg og breytingarnar stöðugar • Ekkert sem kemur mér á óvart, segir mælingamaðurinn sem er fyrrverandi þjóðgarðsvörður Meira
Umtalsvert magn peningaseðla fannst um borð í Dettifossi, flutningaskipi Eimskips, þegar það kom til hafnar í Reykjavík frá Nuuk á Grænlandi þann 29 Meira
Breytingar eru nú boðaðar í leikskólastarfi í Hafnarfirði sem eru framhald af nýjum áherslum sem kynntar voru snemma á þessu ári. Næstu skref eru að skipulagi leikskóladagsins verður skipt í kennslu og frístundastarf og gjöld fyrir sex tíma vistun lækka umtalsvert Meira
Snjóframleiðsla hafin víða • Mikil óvissa í Bláfjöllum Meira
Lóðarúthlutun vegna Nauthólsvegar 79 afturkölluð • Forstjóri ÞG Verks undrast málsmeðferð Meira
G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að ónákvæmni hafi gætt í svari hans til Morgunblaðsins vegna fréttar um Breiðafjarðarferjuna Baldur í blaðinu í gær. G. Pétur svaraði því til þá að smíði nýs Baldurs væri ekki á samgönguáætlun Meira
Gufubornum Dofra, sem í áratugi var notaður til jarðhitaleitar víða um land, hefur nú verið komið fyrir í Elliðaárdal í Reykjavík þar sem hann verður sýningargripur á virkjunarsvæði. Borinn kom til landsins árið 1958 og fram til 1991 var hann nýttur … Meira
Ræstingafyrirtækið Hreint fagnar 40 ára afmælil Ræstiróbótar njóta góðs af þróun sjálfkeyrandi bílal Eitt tíu fyrirtækja með Svansvottunl 200 starfsmenn Meira
Svo mjög hefur dregið úr nýjum stuðningi við Úkraínu að horfa þarf aftur til janúar árið 2022 til að finna sambærilegar tölur • Kremlverjar fagna hindrunum repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings Meira
Karlmaður vopnaður byssu hóf skotárás á lóð Nevada-háskólans í Las Vegas í Bandaríkjunum sl. miðvikudag. Maðurinn skaut þrjá til bana og einn særðist alvarlega en Kevin McMahill, lögreglustjóri í Las Vegas, sagði á blaðamannafundi að ástand þess sem særðist væri stöðugt Meira
Sviðsljós Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Ef Alþingi samþykkir fyrir jólaleyfi frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um nýtt fyrirkomulag gjaldtöku í formi kílómetragjalds á akstur hreinorkubíla, þarf nýtt gjaldtökukerfi að vera uppsett og tilbúið 1. janúar nk. Útfærslan og innleiðing þess er flókin. Ráðast þarf í uppsetningu og rekstur álagningar- og hugbúnaðarkerfa hjá Skattinum og viðbótarverkefni Skattsins og Samgöngustofu m.a. vegna álagningar, eftirlits og utanumhalds um skráningu á stöðu akstursmæla bíla o.s.frv. Meira
Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Söngfjelagið er óútreiknanlegt. Jólatónleikarnir undanfarin ár hafa verið smitaðir af tónlist víðs vegar að úr heiminum en nú ber svo við að ekki er leitað langt yfir skammt. „Við erum svolítið sérstök þetta árið,“ segir Hilmar Örn Agnarsson kórstjóri. „Við höfum alltaf verið með þema, til dæmis verið með Balkanjól með söngvurum frá Balkanlöndum, keltnesk jól og írsk jól, en núna ákváðum við að kafa í heimahagann og vera með jólin heima.“ Meira