Fréttir Miðvikudagur, 28. júlí 2021

K2 John Snorri Sigurjónsson klífur hér upp fjallið K2 árið 2017.

Voru líklega á leið niður af toppi K2

Fjölskylda Johns Snorra þakkar fyrir hlýhug, stuðning og umhyggju Meira

123 smitaðir innanlands í gær

Aldrei fleiri greinst á einum degi • Kári segir gögnin þurfa að ráða för í framhaldinu • Þung staða á farsóttarhúsum vegna óbólusettra ferðamanna • Hótelin neita að taka á móti óbólusettum Meira

Heimsleikar Björgvin Karl Guðmundsson, fremstur í hringjunum, hefur keppni á heimsleikunum í crossfit í Madison í Bandaríkjunum í dag.

Heimsleikar í crossfit hefjast í dag

Fimmtándu crossfitheimsleikarnir fara fram í Madison í Bandaríkjunum í vikunni. Leikarnir hefjast í dag og standa fram á sunnnudag. Fjórir íslenskir keppendur eru skráðir til leiks í einstaklingskeppni. Meira

Skemmtun Bræðslan fór fram síðustu helgi á Borgarfirði eystra og var þannig ein af síðustu takmarkalausu tónahátíðunum sem haldnar eru í bili.

Vertíð í vaskinn í tónleikahaldi

Nýjar sóttvarnareglur eru bylmingshögg fyrir tónleikahald innanlands en bransinn var rétt að komast á skrið eftir rúmt ár án venjubundinna tekna. Meira

Atvinnuleysi Framkvæmdastjóri SA kveðst óttast aukið atvinnuleysi.

Atvinnustig fari í forgrunn kjaraviðræðna

Stjórnvöld efndu ekki öll fyrirheit við gerð lífskjarasamnings Meira

Bóluefnatöflur stefna hraðbyri á markað

Þau bóluefni sem notuð hafa verið hingað til við Covid-19 eru öll á fljótandi formi og þurfa að geymast í kulda. Það gæti breyst fljótlega því bóluefni í formi dufts og taflna eru nú í þróun víða um heim. Meira

Kirkjusandur Byggingar sem Miðborg 105 hefur reist. Í Stuðlaborg (gul) eru 77 íbúðir og í Sólborg (brún) 52 íbúðir. Milli þeirra má sjá í skrifstofubygginguna Sjávarborg, sem nú er í byggingu. Forsvarsmenn Miðborgar 105 telja að spurn eftir atvinnuhúsnæði sé ekki fyrir hendi um þessar mundir.

Markaður fyrir atvinnuhús í frosti

Hætt við byggingu atvinnuhúsnæðis á Kirkjusandi og íbúðir byggðar í staðinn Meira

Geti búið, numið og starfað í Bretlandi

Samkomulag er í höfn milli Íslands og Bretlands sem gerir ungu fólki frá Íslandi, á aldrinum 18 til 30 ára, mögulegt að búa og starfa í Bretlandi í allt að tvö ár. Frá þessu er greint í frétt á vefsíðu utanríkisráðuneytisins. Meira

Myndasmiður Fuglalífið á höfuðborgarsvæðinu er fjölbreytt, segir Árni, hér með myndavélina og linsuna sem skiptir miklu við fuglamyndatökur.

Fuglarnir í borginni

Árni sýnir í Gallerí Gróttu • Nær 100 myndir og 50 tegundir • Auðnutittlingur, músarrindill, endur og krossnefur Meira

Sauðárkrókur Þar var þéttskipað á tjaldsvæðinu í sumar þegar Steinullarmótið fór fram. Örtröð hefur verið á tjaldsvæðum þar sem veðrið er gott.

Margir ætla í útilegu um helgina

Tjaldsvæði á Suðurlandi mikið skoðuð á tjalda.is • Hægt er að tryggja sér tjaldstæði með appinu PARKA • Hrun varð í bókunum á föstudag þegar þjóðin beið eftir ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar Meira

Kynning Ríkisstjórnin kynnti aðgerðir til stuðnings lífskjarasamningnum.

Aukið atvinnuleysi óásættanlegt

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, telur að næstu kjaraviðræður geti orðið snúnar • Ræða þarf efndir stjórnvalda á aðgerðum sem lofað var í tengslum við lífskjarasamninginn Meira

Mikil stemning í dalnum 2019.

Skoða að sækja um ríkisstyrk

Hörður Orri Grettisson, formaður þjóðhátíðarnefndar, segir nefndina skoða það að sækja um ríkisstyrk eftir að þurfti að fresta Þjóðhátíð í Eyjum annað árið í röð eftir að innanlandstakmarkanir voru hertar í síðustu viku. Meira

Austurvöllur Búast má við að margir vilji njóta góða veðursins þegar loksins birtir til og hlýnar í höfuðborginni eftir langvarandi dumbung og vætu. Þessar konur létu fara vel um sig í blíðunni á Austurvelli.

Hlýindum spáð í höfuðborginni í dag og á morgun

Spáð er norðaustanátt „af hlýrri gerðinni“ og sólríku veðri • Hafátt gæti mögulega sett strik í reikninginn Meira

Útgerð Fiskistofa hefur nú í tvígang í sumar svipt Valþór GK veiðileyfi.

Ítrekað verið landað fram hjá vigt

Fiskistofa sviptir Valþór GK leyfi í fjórar vikur • Var svipt leyfi fyrr í sumar Meira

Sláttur Hér má sjá hinn óslegna púttvöll en fyrir aftan sést glitta í skíðabrekkuna. Völlurinn verður klár næsta sumar.

Skíðabrekkan slegin en púttvöllurinn bíður til næsta árs

Vellir sem þessi ekki á hverju strái • Fögur er þó hlíðin Meira

Sprenging Slökkviliðsbílar á leið á vettvang í Leverkusen í gær.

Efnaverksmiðja logaði

Einn lést, 31 slasaðist og fjögurra er enn saknað eftir sprengingu í efnaverksmiðju í borginni Leverkusen í vesturhluta Þýskalands í gærmorgun. Meira

Bretland Sjúklingur færður á Royal London Hospital í Whitechapel. Breska heilbrigðiskerfið virðist hafa skilgreint fleiri Covid-sjúklinga en tilefni var til.

Fjöldi veikra gróflega ofmetinn

Tölfræði um útbreiðslu Covid-19 lekið úr breska heilbrigðiskerfinu • Meira en helmingur smitaðra greindur eftir innlögn • Skilgreindir sem Covid-sjúklingar óháð veikindum eða ástæðu innlagnar Meira