Fréttir Fimmtudagur, 21. febrúar 2019

Draga Boeing og Airbus að borðinu

Icelandair Group stígur næstu skref í flotamálum sínum Meira

Afnema frystiskyldu á innfluttu kjöti

Stjórnvöld að virða EES-skuldbindingar • Viðbrögð við dómum Hæstaréttar og EFTA- dómstólsins • Sérákvæði um dreifingu á alifuglakjöti • Margþátta aðgerðaáætlun komið á til að efla matvælaöryggi Meira

Shooters Sakborningar í Shooters-málinu við aðalmeðferð þess.

Fimm ára fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás

Artur Pawel Wisock var dæmdur í gær í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stórfellda líkamsárás á dyravörð á skemmtistaðnum Shooters í ágúst í fyrra, með þeim afleiðingum að dyravörðurinn lamaðist fyrir neðan háls. Meira

Stórfjölgun háskólafólks hjá VIRK

Konur greiða dýru verði með heilsu sinni niðurskurð, álag og manneklu, að mati formanns Bandalags háskólamanna Meira

Kjaramál Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambandsins mæta til fundarins í gær.

Viðræðum mögulega slitið í dag

ASÍ og BSRB segja tillögur stjórnvalda í skattamálum ganga of skammt Meira

Horfinn Jón Þröstur Jónsson hvarf sporlaust í Dublin og er hans nú ákaft leitað. Er m.a. víða búið að hengja upp myndir af honum í borginni.

Írar aðstoða við leit að Jóni Þresti

Tólf dagar síðan Jón Þröstur Jónsson hvarf • 13 Íslendingar sjá um skipulagða leit í Dublin • Heimamenn skutla Íslendingum óumbeðnir milli leitarsvæða • Stefna á fjölmenna leit um helgina Meira

Slysstaður Þrennt var flutt með þyrlu á sjúkrahús eftir slysið.

Búið að yfirheyra báða ökumenn

Þrennt liggur enn slasað á Landspítalanum eftir alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi austan við Hjörleifshöfða á fimmtudag í síðustu viku. Meira

Upplýsingar Þríhyrningarnir á korti Safetravel.is tákna að hægt er að fá nánari upplýsingar um aðstæður og veður með því að smella á táknin.

Stuðlað að auknu öryggi ferðamanna

Vilja efla Safetravel.is • Sjóvá með ferðaþjónustuhóp Meira

Lýðræði Alþingishúsið stendur við Austurvöll í miðbæ Reykjavíkur.

Sjálfstæðisflokkur eykur fylgi sitt

Sjálfstæðisflokkur mælist nú með 22,7% fylgi og Samfylking er með 15,9% Meira

Herjólfur Ljóst er að fjölmargir munu sigla á Þjóðhátíð 2019.

Sala á miðum fyrir Þjóðhátíð byrjar vel

Sala á miðum í Herjólf, fyrir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum 2019, fór vel af stað, að sögn ÍBV og Sæferða. Miðasala hófst kl. Meira

Álitamál Atvinnukylfingurinn Bryson DeChambeau bíður eftir úrskurði dómara á móti þeirra bestu á Hawaii.

Skiljanlegri golfreglur flýti leik

Mestu breytingar í mörg ár • Fjarlægðarmælar leyfðir • Kylfingar „festist“ ekki í glompu Meira

Óður maður réðst á konu

„[Við] gátum ekki brugðist við fyrr en hann var búinn að ná að lumbra ansi duglega á henni, henda henni inn í runna og stappa á henni þar. Meira

Upplýsingaleki sagður alvarlegur

„Við sem Samtök foreldra lítum þetta grafalvarlegum augum. Þetta er atriði sem verður bara að vera í lagi. Meira

Nýr vettvangur Gunnar Páll Ólafsson og Samúel Bjarki Pétursson eru á uppleið ytra.

Vinna með virtu fólki í bransanum

Samúel og Gunnar gerðu samning við framleiðslufyrirtækið Superprime • Eigendur þess njóta virðingar í kvikmyndabransanum • Kynntir við hlið Martin Scorsese og Paul Thomas Anderson Meira

Höfn Hornfirðingar vilja ekki afnema ríkisstyrk á fluginu.

Vilja ekki að ríkisstyrkt flug verði lagt niður

Bæjarráð Sveitarfélagsins Hornafjarðar hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem harðlega er mótmælt áformum í drögum að stefnu um almenningssamgöngur að leggja af ríkisstyrkt innanlandsflug til Hafnar í Hornafirði. Meira

Smálán Þeir sem veita smálán hafa sent viðskiptavinum SMS og hvatt þá til lántöku af ýmsum tilefnum, eða til að bæta úr fjárhagserfiðleikum.

Ágeng markaðssetning smálána

Lántakendur smálána fá SMS með hvatningum til lántöku • PFS fékk margar kvartanir vegna óumbeðinna fjarskipta • Ólöglegt að senda skilaboð til þess sem óskar eftir að sendingum sé hætt Meira

Samstarfsmenn Stefán R. Dagsson verslunarstjóri og Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri fyrir utan fjölbýlishúsið sem er við Urriðaholtsstræti.

IKEA-blokkin í Garðabæ í gagnið

34 notadrjúgar íbúðir og félagsleg blöndun • Brugðist við húsnæðisvandanum • Miklar kröfur í reglugerð hækka leiguverðið • Fyrsta Svansvottaða fjölbýlishúsið • Enginn verður í vistarböndum Meira

Prúðbúin Gestir á Hotel Piccadilly á 10 ára fullveldisafmæli Íslendingafélagsins í New York 18. júní 1954. Morgunblaðinu hafa borist nokkrar ábendingar um nöfn gesta. Á fremsta borði vinstra megin sitja f.v. Kristín E. Jónsdóttir læknir, Halldór Hansen læknir, bandarískur trompetleikari, Magnús Blöndal píanóleikari, Bryndís Sigurjónsdóttir, kona Magnúsar, og Guðrún Tómasdóttir söngkona. Fyrir aftan Bryndísi er Guðrún Camp og maður hennar, David. Við borðið aftan við þau er m.a. Thor Thors sendiherra. Fyrir miðju í fremstu röð á myndinni eru í ljósum kjólum þær Magnea Hannesdóttir, Stefanía Kjartansdóttir og Guðmunda Elíasdóttir söngkona. Í næstu röð fyrir aftan, milli Magneu og Stefaníu, er Guðrún Steingrímsdóttir flugfreyja. Aftar, aðeins til hægri, situr Sigurður A. Magnússon rithöfundur og á borði aftan við hann er m.a. Leifur Guðmundsson hjá Loftleiðum. Fremstur á myndinni hægra megin er Jóhannes Markússon flugstjóri og fyrir aftan hann Ólaf Olsen flugstjóri. Fyrir aftan Ólaf, með svört gleraugu, er Henrik Knudsen, maður Guðmundu Elíasdóttur.

Sungið af þjóðernisást í New York

Kom fram á 10 ára fullveldisafmælinu í New York • Sjálfsþurftabóndi í Mosfellsdal • Kenndi og söng fram á tíðræðisaldur • Söng einsöng og í kórum • Fyrstu tónleikar hennar í Gamla bíói 1958 Meira

Glaðbeitt Magnús Ragnarsson og Kór Langholtskirkju bjóða sálmasöng og bjór í safnaðarheimili kirkjunnar.

Bjór og sálmar eru góð blanda

Kór Langholtskirkju aflar fjár á nýstárlegan hátt • Sálmasöngur og bjórdrykkja á 30. Bjórdeginum • Kórstjóri segir hugmyndina hafa fengið góðar viðtökur og býst við að sungið verði af hjartans lyst Meira

Tasiilaq Hrókurinn og Kalak eru með öflugt skákstarf á Grænlandi.

Kynna skákstarfið á Grænlandi í ár

Hrókurinn og Kalak, vinafélag Íslands og Grænlands, efna til skákmóts og kynningar á starfinu á Grænlandi 2019, í Pakkhúsi Hróksins, Geirsgötu 11, laugardaginn 23. febrúar nk. kl. 14. Meira

Göngugarpar Ungu skátarnir leggja af stað á Hellisheiði frá Úlfljótsvatni klukkan sjö að morgni þriðjudags.

Írskir og íslenskir skátar í áskorun Crean á Hellisheiði

Ungir skátar eru nú á Hellisheiði, þar sem þeir láta reyna á kunnáttu sína og getu í vetraraðstæðum. Um er að ræða árlegt samstarfsverkefni íslenskra og írskra skáta auk Landsbjargar frá 2012. Að þessu sinni hófst vikulanga áskorunin á Úlfljótsvatni sl. Meira

Kvennaskólinn Þessi ófagra sjón blasti við í gærmorgun.

Skemmdarverk í Kvennó

Óprúttnir aðilar höfðu úðað skilaboð á vegg skólans og hellulagða stétt Meira

Lengri tíma tekur að ná í mark

Vísbendingar eru um að Þjóðarsáttmáli um læsi sé að skila árangri • Unnið að fjölmörgum verkefnum • Þó er útlit fyrir að það taki lengri tíma að ná því markmiði að 90% nemenda geti lesið sér til gagns Meira

Sveitamaður og heimsborgari

Ævisaga Ásgeirs Ásgeirssonar forseta • Tryggvi Pálsson skrifar um móðurafa sinn • Fyrirmynd gegn flokkshlýðni • Var forsætisráðherra, fræðslumálastjóri og stórmeistari frímúrareglunnar Meira

Rannsóknir Ingibjörg G. Jónsdóttir sjávarvistfræðingur um borð í Dröfn RE 35, en skipið var notað til rækjurannsókna við landið í fjölda ára.

Afránið fór illa með rækjuna

Með fjölgun þorsks og ýsu í fjörðum og flóum fyrir vestan og norðan gáfu rækjustofnar eftir • Ólíklegt að rækjustofnar nái fyrri stærð við óbreytt magn þorsks og ýsu, segir fiskifræðingur Meira

Viðurkenning Jónas Karl Þorvaldsson og Sverrir Harðarson fengu í gær viðurkenningu og heiðursmerki NATO.

Heiðraðir fyrir mannúðarstörf í Írak

Tveir sprengjusérfræðingar hjá Landhelgisgæslunni fengu viðurkenningu og heiðursmerki Atlantshafsbandalagsins • Sáu um þjálfun sprengjusérfræðinga í Írak • Mikilvægt mannúðarstarf Meira

Ólík sýn á umboðssvikamálin

Formaður Lögmannafélags Íslands segir að mögulega þurfi að breyta ákvæðum hegningarlaga • Deilt sé um beitingu réttarheimilda í umboðssvikamálum • Lögmaður segir óvissu skapa hættu Meira

Smokra sér inn í Formúlu 1

Tóbaksfyrirtæki hafa verið að smeygja sér inn í raðir keppnisliðanna í Formúlu 1 sem bráðvantar fé til að halda bílum sínum út til keppni • Áratugur frá því að tóbaksauglýsingar voru upprættar Meira

Ræða Vladímír Pútín flytur stefnuræðu sína í rússneska þinginu í gær.

Rússland hótar að setja upp flugskeyti

Vladímír Pútín, forseti Rússlands, sagði í stefnuræðu sinni á rússneska þinginu í gær að Rússar yrðu að koma fyrir flugskeytum sem miðað yrði á stjórnstöðvar ef bandarísk stjórnvöld kæmu fyrir flugskeytum í Evrópu. Meira

Flutt á brott Fólk situr á palli vörubíls sem ekið var í gær frá Baghuz.

Fólk flutt frá síðasta vígi Ríkis íslams

Byrjað var í gær að flytja óbreytta borgara frá síðasta þorpinu í Sýrlandi, sem enn er undir yfirráðum Ríkis íslams, samtaka íslamista. Meira

Uppljóstrari Bradley Birkenfeld, fyrrverandi starfsmaður UBS, veitti stjórnvöldum upplýsingar.

Hæsta sekt í réttarsögu Frakklands

Franskur dómstóll dæmdi í gær svissneska bankann UBS til að greiða 3,7 milljarða evra sekt, jafnvirði rúmlega 500 milljarða króna, fyrir að hafa með ólöglegum hætti aðstoðað franska viðskiptavini sína við að fela milljarða evra í Sviss fyrir frönskum... Meira

Sætaskipti Þingkonurnar þrjár setjast hjá fyrrverandi þingmönnum Verkamannaflokksins við upphaf fundar í breska þinginu í gærmorgun.

Breskir þingmenn segja sig úr flokkum

Þrír þingmenn breska Íhaldsflokksins, sem fer með völd í Bretlandi, sögðu sig úr flokknum í gær. Er ástæðan óánægja með stefnu Íhaldsflokksins vegna Brexit, væntanlegrar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Meira

Fleiri úrræði vegna heimilisofbeldis

Heimilisofbeldismálum hjá lögregluembættum á landinu fækkaði milli áranna 2017 og 2018. Frá 2015 til 2017 fjölgaði heimilisofbeldismálum en vísbending er um að tilkynningarhlutfall þessara brota hafi aukist. Meira

Hver getur staðist gullið? Doré þýðir einmitt gull á frönsku en nýja karamellusúkkulaðið frá Nóa mælist vel fyrir hjá neytendum sem virðast afar sáttir með þessa bragðgóðu nýjung.

Nýtt súkkulaði frá Nóa Síríusi

Það er heldur betur gósentíð hjá súkkulaðiunnendum því komið er á markað nýtt súkkulaði frá Nóa Síríusi sem ber hið fagra nafn Doré. Súkkulaðið er með karamellubragði og þykir með afbrigðum vel heppnað. Meira

Þriggja stjörnu áhorf

„Þegar fyrsta Lego-myndin kom hélt ég að þetta yrði bara 90 mínútna auglýsing fyrir leikföng, en það reyndist ekki vera,“ segir Ragnar Eyþórssson, eða Raggi bíórýnir sem kemur aðra hverja viku í síðdegisþáttinn á K100. Hann tók einnig fyrir Netflix-seríuna Umbrella Academy. Meira

Boltaferð Gunnar Sigurðsson staddur í Liverpool nú í líðandi viku.

Sjómaðurinn reri á ný mið í lífinu

Eftir vinnuslys úti á sjó fyrir sex árum tók líf Gunnars Sigurðssonar, sem var þá var háseti og vélavörður á loðnuskipinu Faxa RE, nýja stefnu. „Krani á skipinu brotnaði og hrundi yfir mig. Ég mölbrotnaði og var fluttur í land með þyrlu. Meira

Rakarinn með fjóra ættliði Villi Valli rakarameistari, Tryggvi Þór Guðmundsson og Heimir Tryggvason fyrir aftan. Magnús Þór Heimisson í stólnum með Heimi Snæ Magnússon. Auk þess klippti Villi Valli Guðjón Kristjánsson (f. 1880, d. 1954) og Guðmund Guðjónsson (f. 1910, d. 1984).

Villi Valli maður sex kynslóða fyrir vestan

Tónlistarmaðurinn hefur klippt sex ættliði í beinan karllegg Meira

Hafnarfjörður Væntanlegir íbúar undirrita leigusamninga.

Samið við Vinabæ

Stuðlaskarð í Hafnarfirði • Íbúðakjarni fyrir fatlað fólk Meira