Fréttir Mánudagur, 12. apríl 2021

Umhverfis jörðina á 108 mínútum

Sextíu ár liðin frá geimferð Júrí Gagaríns • Rússar verða ávallt stoltir af afrekum sínum í geimferðasögunni • Íslandsheimsókn Gagaríns vakti mikla athygli og umfjöllun • Buðu Matthíasi í sendiráðið Meira

Áslaug Björgvinsdóttir

Áslaug dregur umsókn til baka

Áslaug Björgvinsdóttir, lögmaður og áður héraðsdómari, hefur dregið umsókn sína um embætti umboðsmanns Alþingi til baka. Frá þessu greindi hún í yfirlýsingu á Facebook í gær. Meira

Undirbúa samræmd Covid-vottorð

Samræmd vottorð á landamærum í Evrópu taki gildi í lok júní í sumar Meira

Eyjar Suðurkjördæmi nær frá Vogum og alveg austur á Hornafjörð.

Línur framboðsmála að skýrast

Margt er á seyði í Suðurkjördæmi • Prófkjöri VG að ljúka • Úrslit verða tilkynnt í kvöld • Níu gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokks sem er síðast í maí Meira

Á víglínunni Zelenskí Úkraínuforseti (annar frá vinstri) kannaði aðstæður við víglínuna á föstudaginn.

Segjast ekki stefna að átökum

Aukin spenna við landamæri Rússlands og Úkraínu • Blinken varar Rússa við „árásargirni“ gagnvart nágrönnum sínum • Úkraínumenn útiloka hernaðaraðgerðir gegn aðskilnaðarsinnum í austri Meira

Sóttvarnahús Velferðarnefnd býst við að fá öll gögn afhent í dag.

Fengu ekki öll gögn sem lágu fyrir

Velferðarnefnd fær einungis hluta gagna um lagagrundvöll skyldudvalar í sóttvarnahúsi • Engin gögn að baki nýrri reglugerð • Mælt með að aðrir yfirgefi heimili á meðan einstaklingur er þar í sóttkví Meira

Rafskútur Jóna Sæmundsdóttir og Gunnar Einarsson tilbúin.

Rafskútum Hopp fjölgað í 1.200

Auka þjónustu á höfuðborgarsvæðinu og fjölga á landsbyggðinni í sumar Meira

Ragnar Þór Ingólfsson

Ætla að stefna ASÍ og SA

Karítas Ríkharðsdóttir Sigurður Bogi Sævarsson Formenn VR og Verkalýðs- og sjómannafélags Akraness gagnrýna og undirbúa lögsóknir á hendur ASÍ því ekki hafi verið haft samráð við aðildarfélög sambandsins vegna frumvarps fjármálaráðherra um... Meira

Undirskriftasöfnun. Haukur Hilmarsson, t.v., og Hannes Friðriksson á förnum vegi í Reykjanesbæ um helgina.

Eldsneytisverð á Suðurnesjum verði lækkað

Undirskriftasöfnun • Munar 45 kr. á Keflavík og Costco Meira

Berjabændur Gunn Apeland og Daníel Halldórsson í sólríku gróðurhúsinu á Reykholti þar sem allt vex og dafnar.

Uppskerutíminn hafinn

Berjabúð í Biskupstungum • Plöntuðu út um áramót og tína nú aldin af klösum • Stemningin fylgir heimasölunni Meira

Sóttvarnir. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra með sínu besta fólki.

Stjórnsýsla í molum í heilbrigðisráðuneyti

Vandræðin vegna reglugerðar Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um skyldudvöl í sóttkvíarhóteli, sem héraðsdómur úrskurðaði ólögmæta, hafa vakið mikla athygli, jafnvel deilur. Meira

Engar skerðingar á afhendingu

Tvö smit greindust utan sóttkvíar á laugardaginn • Ekki enn búið að ákveða með framhald AstraZeneca • Hótel Barón verður ekki gert að sóttvarnahúsi Meira

Bæjarfulltrúi Ákvarðanir til frambúðar, segir Helga Dís Jakobsdóttir.

Unga fólkið vill hafa áhrif í bænum

„Grindavík er algjör paradís,“ segir Helga Dís Jakobsdóttir, bæjarfulltrúi í Grindavík. Meira

Halda í hefðirnar og skapa nýjar

„Ullin kemur sífellt sterkar inn þessi misserin, enda góð náttúruleg afurð,“ segir Margrét Jónsdóttir hjá Ullarvinnslunni á Þingborg í Flóa. Meira

Á ystu brún við glóðina

Áfram gýs af krafti í Geldingadölum, þar sem fjórða gossprungan opnaðist aðfaranótt laugardags. Stöðugt hraunflæði er úr öllum sprungunum sem eru á svipuðum slóðum. Meira

Smábátasjómenn sækja sjóinn og veðurspá vikunnar veit á gott

Eins og jafnan á útmánuðum er líflegt við hafnir landsins, enda margir á sjó. Að undanförnu hafa komið allmargir dagar með brælu, kulda og norðanátt sem hefur hamlað sjósókn smábátasjómanna. Meira

Feykir Páll Friðriksson ritstjóri sker bita af afmælistertunni.

Feykir hefur flutt fréttir í fjörutíu ár

Héraðsfréttablaðið Feykir fagnar um þessar mundir 40 ára afmæli sínu en fyrsta blaðið kom út 10. apríl árið 1981. Meira

Eftirlitshlutverk Velferðarnefnd Alþingis býst við því að fá gögnin.

„Treystum því að við fáum öll gögn“

„Það er erfitt að biðja um ákveðin álit þegar við vitum ekki hvað hefur verið unnið. Við erum búin að biðja um öll gögn og treystum því að við fáum þau,“ segir Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar í samtali við Morgunblaðið. Meira

Afmælisbarn Jóna Sigurðardóttir verður 100 ára í dag en hún dvelst á Hrafnistu í Reykjavík.

Fimi, blóm og hannyrðir til yndisauka

Jóna Sigurðardóttir er 100 ára í dag, en hún er fædd 12. apríl 1921 í Vestmannaeyjum. Hún ólst upp á Hvanneyri í Eyjum fram til tólf ára aldurs, við leik og gleði. Meira