Fréttir Þriðjudagur, 7. apríl 2020

Tómlegt Fáir eru á ferli í miðborg Reykjavíkur þessa dagana.

Kallar á afgerandi aðgerðir

Ef ekkert verður að gert gæti svo farið að um helmingur ferðaþjónustufyrirtækja hér á landi yrði gjaldþrota. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustu (SAF). Meira

Tap Rekstur álversins í Straumsvík hefur gengið brösulega síðustu ár.

Óviss framtíð álversins

Rio Tinto skoðar þann möguleika að loka álverinu í Straumsvík í tvö ár • Nýr kjarasamningur bundinn því skilyrði að Landsvirkjun semji upp á nýtt Meira

Bakverðir Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti heilbrigðisstarfsfólk til Ísafjarðar. Hjá HVEST eru 36 starfsmenn í sóttkví, einangrun eða smitaðir.

Langþráður liðsauki

Tíu hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar til liðs við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða • Í gær voru 335 Vestfirðingar í sóttkví, þar af 242 í Bolungarvík Meira

Lögreglan Rannsóknin snýr að því hvernig konurnar tvær létu lífið.

Lögreglan rannsakar andlát tveggja kvenna

Báðar létust í heimahúsi, í Sandgerði og í Hafnarfirði Meira

Drífa Snædal

Úrræði miðist við ólíka stöðu

Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir stöðuna á vinnumarkaði alvarlega vegna þeirra aðgerða sem búið er að grípa til í þeirri von að hægt verði að hefta útbreiðslu kórónuveiru. Hún bendir þó á að fyrirtæki séu misjafnlega stödd. Meira

Fjögur leikskólabörn smituð

Yfir 5.000 leik- og grunnskólabörnum í Reykjavík haldið heima vegna veirunnar Meira

Sex andlát á Íslandi

Fleiri dauðsföll á milljón íbúa en í Kína • Yfir 70.000 látnir á heimsvísu Meira

Róðurinn á eftir að þyngjast

Umtalsverður fjöldi veikist alvarlega af kórónuveirusjúkdómnum • Áhersla er lögð á að vernda þá sem eldri eru því dánartíðnin er hæst þeirra á meðal • Íslendingar eru hvattir til að halda sig heima Meira

Ferðamaður Einn af örfáum ferðamönnum sem enn eru staddir hér á landi. Algjört tekjuhrun er í ferðaþjónustu.

Ferðaþjónustan rær lífróður

Staða fyrirtækja í ferðaþjónustu versnar dag frá degi • Brýn þörf á frekari aðgerðum stjórnvalda • Niðurfelling lána til fyrirtækja geti nýst sem lausn • Útlit er fyrir að háönnin sé að mestu farin Meira

Stjórnstöð Fjöldi tilkynninga hefur borist undanfarna daga.

Gæslan undir auknu álagi

„Menn vilja hafa vaðið fyrir neðan sig og gæta fyllstu varúðar,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Meira

Hálslón Mun minna vatn en í fyrra.

Mjög hefur gengið á vetrarforðann

Innrennsli í miðlanir Landsvirkjunar á hálendinu hefur verið slakt í vetur Meira

Gissur Sigurðsson

Gissur Sigurðsson fréttamaður lést á Landspítalanum laugardaginn 5. apríl síðastliðinn, 72 ára að aldri, eftir stutta sjúkrahúslegu vegna lungnasjúkdóms. Gissur fæddist 7. desember 1947 í Hraungerði í Flóa. Meira

Brú Leiðin er greið frá Odda og yfir nýju brúna á Þverá sem verður opnuð formlega þegar samkomubanni lýkur.

Oddabrúin nýja er nú opin fyrir umferð bíla

Samgöngubót • Bakkabæir tengjast við Rangárvellina Meira

Mexíkó Baðstrendurnar eru tómlegar þessa dagana vegna veirunnar.

Útskriftarferðirnar eru í uppnámi

Framhaldsskólanemar á leið til Mexíkó skoða frestun þar til í ágúst • Vikurnar fram undan áttu að vera bestu vikurnar • Vonar að kórónuveirufaraldurinn nái sér ekki mikið á strik í Mexíkó Meira

Arkitektúr Skuggi Hótel á Hverfisgötu er íslensk hönnun.

Frumvarp fær óblíðar viðtökur

Frumvarp tveggja þingmanna Flokks fólksins um breytingar á höfundalögum fær óblíðar viðtökur hjá öllum þeim sem sent hafa Alþingi umsögn um það. Meira

Kjartan L. Pálsson

Kjartan Lárus Pálsson, fararstjóri og blaðamaður lést á Landspítalanum síðastliðinn föstudag, 3. apríl, áttræður að aldri. Kjartan fæddist í Keflavík 6. október 1939, sonur þeirra Páls Ebenesers Sigurðssonar og Ingibjargar Bergmann Eyvindsdóttur. Meira

New York Hjúkrunarfræðingur í Brooklyn býr sig undir daginn.

Rúmlega 10.000 dánir vestanhafs

Rúmlega 360.000 manns hafa nú smitast af kórónuveirufaraldrinum í Bandaríkjunum og rúmlega 10.000 manns farist af völdum hans þar í landi samkvæmt talningu Johns Hopkins-háskólans. Meira

Gott bil Merkel ræðir við blaðamenn með tveggja metra bili í gær.

„Mesta prófraun“ ESB

Aðildarríkin ræða neyðaraðstoð • Óttast verstu kreppuna frá stríðslokum Meira

Þórshöfn Götur í höfuðstað Færeyja hafa nánast verið auðar síðan sett var á samkomubann í eyjunum í mars. Það á að gilda til 15. apríl hið minnsta.

Færeyingar sjá til lands í faraldrinum

Færeyingum virðist hafa tekist nokkuð vel að hemja kórónuveirufaraldurinn. Meira

Listamaður Karl Ragnarsson með eftirlíkingu sína af franska spítalaskipinu Sankti Páli.

Skip með mikla sögu

Smíðaði eftirlíkingu af franska spítalaskipinu Sankti Páli Meira