Fréttir Föstudagur, 18. janúar 2019

Árið 2019 verði enn eitt metárið í ferðaþjónustu

„Ég er sannfærður um að árið 2019 verður stærra en 2018 í komum ferðamanna til landsins. Reksturinn á eftir að ganga vel í ár,“ segir Þórður Birgir Bogason, framkvæmdastjóri RR Hótela. Meira

Leggst yfir hvalaskýrslu HÍ

„Menn telja að finna megi fleiri stofna sem þola sjálfbærar veiðar, en ég hef svarað þessu á þann veg að við höfum ekki neina úttekt Hafrannsóknastofnunar á því máli og þar til slíkt mat liggur fyrir er þetta ekki mál sem er að koma til... Meira

Flengur nýttur í alls kyns verkefni

Landhelgisgæslan fékk í vikunni afhentan nýjan léttabát fyrir varðskipið Tý. Báturinn, sem er 8,5 metrar á lengd, nefnist Flengur 850 og var smíðaður af Rafnari ehf. Meira

Fiskistofa getur ekki sinnt eftirliti

Skortur er á mannskap, úrræðum og viðurlögum, að sögn Ríkisendurskoðunar • Veikleiki eftirlits gerir það ómögulegt að meta umfang brottkasts • Samþjöppun aflaheimilda styður ekki markmið laga Meira

Borgin greiðir Ástráði 3 milljónir

Reykjavíkurborg og hæstaréttarlögmaðurinn Ástráður Haraldsson hafa komist að samkomulagi um að Reykjavíkurborg greiði Ástráði þrjár milljónir króna eftir að borgin braut jafnréttislög við skipun borgarlögmanns. Meira

Gæti orðið fyrsta mál siðanefndar RÚV

Fyrrverandi ritstjóri Kastljóss neitar því að óeðlilegum vinnubrögðum hafi verið beitt við viðtal við Elínu Björgu Ragnarsdóttur árið 2012 • Siðanefnd RÚV hefur starfað síðan 2016 en ekki enn fjallað um mál Meira

Níu tíma vistun barna 44% dýrari

Í nýrri könnun verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands (ASÍ), á breytingum á gjaldskrá fyrir vistun og fæði í leikskólum 16 stærstu sveitarfélaganna 2018 til 2019 kom fram að níundi tíminn í vistun væri dýrastur í Kópavogi. Meira

Lítið um norðurljós í vetur og mörgum ferðum aflýst

Ferðaþjónustufyrirtæki hafa orðið að fella niður fjölda norðurljósaferða í vetur eða þá að ferðir hafa reynst árangurslitlar þegar horft er til himins að kvöldlagi. Meira

Helga Vala óskar eftir LÖKE-gögnum

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur óskað eftir því við embætti ríkislögreglustjóra að fá um sig allar upplýsingar úr LÖKE, upplýsingakerfi lögreglunnar. Þetta staðfesti hún í samtali við mbl. Meira

Vantar pláss og starfsfólk

Eiríkur G. Guðmundsson þjóðskjalavörður segir að Þjóðskjalasafnið þyrfti að hafa fleiri starfsmenn en það hefur, að mati ráðgjafa. Safnið vantar meira geymslurými og í heilt ár hafa ekki verið samþykktar nýjar afhendingar pappírsskjala. Meira

Öryggisafritunin situr á hakanum

Staða héraðsskjalasafnanna er veik • Ekki er búið að uppfylla kröfur sem gerðar voru með nýjum lögum 2014 • Héraðsskjalasöfnin þurfa að fjölga starfsfólki Meira

Fá sömu móttöku við komuna til landsins

Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögur Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, þess efnis að ekki skipti lengur máli hvort flóttafólk komi hingað til lands sem umsækjendur um alþjóðlega vernd eða í boði stjórnvalda. Meira

Sindri Þór skipulagði öll innbrotin

Þýfið í gagnamálinu sem metið er á 96 milljónir króna er enn ófundið Meira

Gillette á hvers manns vörum

Umdeild auglýsing rakvélaframleiðandans Gillette • „Eitruð karlmennska“ á undanhaldi • Markaðsfólk telur auglýsinguna vel heppnaða • Dósent í kynjafræði segir viðbrögð karla ekki koma á óvart Meira

Suðupottur á Mannamóti MAS

„Mannamót er mikill suðupottur og hér verða mikil verðmæti til á einum degi. Það er margt að gerast hjá fyrirtækjum á landsbyggðinni sem tengjast ferðaþjónustu,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsskrifstofu Norðurlands. Meira

Starf forstjóra Barnaverndarstofu auglýst

Starf forstjóra Barnaverndarstofu hefur verið auglýst laust til umsóknar og er umsóknarfrestur til 28. janúar. Forstjóri Barnaverndarstofu stýrir starfi stofnunarinnar og heyrir undir félags- og barnamálaráðherra. Meira

Flestir kysu Sjálfstæðisflokk

Flestir myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef kosið yrði til Alþingis í dag og næstflestir Samfylkinguna. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR sem birt var í gær. Meira

Verkföll gætu skaðað orðspor

Kristófer Oliversson, formaður FHG – fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu, segir eigendur gististaða bíða eftir því að óvissu í ferðaþjónustu létti. „Menn bíða og horfa til verkfalla og eftir því hver niðurstaðan verður hjá WOW air. Meira

Spáir metári í ferðaþjónustu

Framkvæmdastjóri RR hótela segir bókunarstöðuna góða • Hrakspár um samdrátt hafi ekki ræst • RR hótel hafa tekið yfir rekstur Turnsvítanna í Höfðatorgsturninum • Munu opna nýtt hótel í vor Meira

Næla Guðríðar Jónsdóttur ljósmóður fundin

Demantsnælan á Þjóðminjasafninu • Tilfinningalegt gildi að sjá næluna Meira

Flugakademía Keilis kaupir Flugskóla Íslands

Flugakademía Keilis hefur fest kaup á Flugskóla Íslands, einum elsta starfandi flugskóla landsins. Samanlagður fjöldi nemenda í bóklegu og verklegu námi í flugskólunum er á fimmta hundrað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Keili. Meira

Gróðurhvelfingar rísi í Elliðaárdal

Skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafa auglýst nýtt deiliskipulag fyrir þróunarsvæðið Stekkjarbakki Þ73. Hugmyndir eru um gróðurhvelfingar. Skilmálar eiga að tryggja að ljósmengun frá starfsemi á svæðinu verði innan marka. Meira

Unglingaskólinn NÚ í stærra húsnæði

Einkarekni unglingaskólinn NÚ-Framsýn fagnaði því í gær að vera kominn í nýtt húsnæði á Reykjavíkurvegi 50 í Hafnarfirði, þar sem Krónan var áður til húsa. Þetta er þriðji veturinn sem skólinn starfar en hann býður upp á nám í 8.-10. bekk. Meira

Meðferð Hjartar Elíasar gengur vel

Fjölskyldan komst heim þremur dögum fyrir jól • Móðir Hjartar þakklát fyrir aðstoð sem fjölskyldan fékk • Erfið og löng bið eftir niðurstöðum úr jáeindaskanna • Hjörtur á leið til Svíþjóðar í eftirfylgd Meira

Hross látin stökkva yfir bálkesti á eldhátíð

Hestur stekkur með knapa yfir bálköst á árlegri eldhátíð, Las Luminarias, í þorpinu San Bartolome de Pinares, nálægt Madríd, höfuðborg Spánar. Um 130 reiðmenn láta hesta sína stökkva yfir bálkesti á götum þorpsins á hátíðinni. Meira

Segja þörf á að gerbreyta matarvenjum

París. AFP. Meira

Almyrkvi á tungli og blóðmáni í nánd

Almyrkvi á tungli verður aðfaranótt mánudagsins kemur og sést þá í vestanverðri Evrópu og í Ameríkulöndum. Ef vel viðrar sést allur almyrkvinn á Íslandi. Þetta er í fyrsta skipti sem almyrkvi á tungli sést á Íslandi frá 28. september 2015. Meira

Yfir markmiðum um söfnun á rafhlöðum

Heimtur á rafhlöðum til endurvinnslu hafa aukist síðustu ár og eru yfir markmiðum stjórnvalda samkvæmt tilskipun og reglugerð Evrópusambandsins. Meira

Kenni góðar dygðir

Skólastarfið er lifandi og lærdómsríkt,“ segir Hjálmar Bogi Hafliðason, grunnskólakennari, bæjarfulltrúi á Húsavík og varaþingmaður, sem er 39 ára í dag. Meira

Ánægjan er helsta gulrót starfsins

Ása Dagný Gunnarsdóttir var útnefnd Vinnuþjarkur Aftureldingar 2018 á uppskeruhátíð félagsins fyrir áramót. Viðurkenningin hefur verið veitt frá 2001 og segist hún vera komin í góðra manna og kvenna hóp. Meira