Fréttir Þriðjudagur, 19. október 2021

Gestur Fiðlukónguló með eggjasekk. Margir óttast bit hennar sem er eitrað.

Fiðlukónguló leyndist í vínberjaklasa

Fiðlukónguló barst starfsmönnum á Náttúrufræðistofnun nýlega. Hún hafði hreiðrað um sig í vefhjúp inni í rauðum vínberjaklasa og var þar með eggjasekk, greinir Erling Ólafsson skordýrafræðingur frá á fésbókarsíðu sinni, Heimur smádýranna. Meira

Viðræður Á makríl á grænlenska skipinu Tasiilaq fyrir nokkrum árum.

Strandríkin ræða stjórnun makrílveiða

Árlegur haustfundur strandríkja um makríl, norsk-íslenska síld og kolmunna verður haldinn í London í þessari viku og þeirri næstu. Byrjað verður á að ræða makríl með umræðum um stjórnun, ráðgjöf, veiðitölur og einnig ramma fyrir vísindamenn sem munu taka saman yfirlit um líffræðilega dreifingu og veiði úr stofninum. Meira

Vildu varamenn eftir úrsagnir

Kröfu um að Alþingi greiddi atkvæði um það hvort þingmenn hefðu misst kjörgengi við að ganga til liðs við aðra flokka en þeir voru kjörnir fyrir var hafnað af forseta sameinaðs þings haustið 1986. Vísaði hann til 48. Meira

Strönd Strandlengjan við Ánanaust þar sem reisa á nýjan sjóvarnargarð.

Sjóvarnargarður endurbyggður við Ánanaust

Fram undan er að endurbyggja sjóvarnargarð við Ánanaust í Reykjavík og hefur útboð á verkinu verið auglýst. Tilboð verða opnuð 5. nóvember, en stefnt er að því að framkvæmdir geti hafist í nóvember og ljúki í síðasta lagi í lok apríl 2022. Meira

Askja Sérfræðingar frá Veðurstofunni fóru nýlega í tvo leiðangra í Öskju til að koma upp ýmsum mælitækjum og myndavélum sem vakta eiga svæðið.

Ekki hægt að útiloka möguleika á gosi

Land við Öskju risið um fimmtán sentimetra frá byrjun ágúst • Kvika byrjuð að safnast fyrir grunnt í jarðskorpunni • Setja upp GPS-stöðvar, skjálftastöðvar, myndavélar og skjálftamæli Meira

Vogabyggð Svona sá listamaðurinn fyrir sér að pálmatrén myndu líta út í turnlaga gróðurhúsum. Þeim var ætlað að bera með sér andblæ suðrænna landa í hrjóstugu landi. Ákveðið hefur verið að aðeins eitt tré verði gróðursett.

Pálmatrjám í Vogabyggð fækkað úr tveimur í eitt

Niðurstaða raunhæfismats að hægt sé að rækta pálmatré við aðstæður hér Meira

Ófullnægjandi mat á umönnunarþörf

Umboðsmaður Alþingis setur ofan í við úrskurðarnefnd velferðarmála Meira

Fátækt hvergi minni í OECD en á Íslandi

Hlutfallsleg fátækt er hvergi minni en á Íslandi, á meðal landa Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) og er raunar langminnst hér á landi. Þetta var dregið fram af stofnuninni í gær, í tilefni alþjóðlegs dags um útrýmingu fátæktar. Meira

Hnífsstunga við Breiðholtslaug

Drengur á unglingsaldri fluttur á spítala eftir hnífsstungu Meira

Alþingi Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa fundar stíft um málið.

Uppkosning framhald fyrri kosningarinnar

Ráðuneytið útilokar ekki að við skipulagningu og framkvæmd komi upp vafaatriði og að um þau rísi ágreiningur Meira

Rússland Sergei Lavrov utanríkisráðherra kynnti ákvörðun Rússa.

Loka skrifstofum NATO

Sergei Lavrov segir grunnskilyrði fyrir samstarfi ekki lengur fyrir hendi • Sendifulltrúar þeirra í Brussel kallaðir heim frá og með næstu mánaðamótum Meira

Apótekarinn Maðurinn var handtekinn síðdegis í gær eftir ránið.

Handtekinn eftir vopnað rán

Maður sem grunaður er um að hafa framið vopnað rán í Apótekaranum í Vallakór í gær var handtekinn upp úr klukkan fjögur síðdegis í gær. Verður hann í gæslu lögreglu að minnsta kosti þar til í dag. Meira

Á Íslandi Colin Powell tekur hér í hönd Halldórs Ásgrímssonar, þá utanríkisráðherra, árið 2002.

Powell látinn af völdum Covid-19

Fjölskylda Colins Powells tilkynnti í gær að hann væri látinn, 84 ára að aldri, af völdum kórónuveirunnar, þrátt fyrir að Powell hefði verið fullbólusettur, en hann glímdi einnig við mergæxli. Meira

Prentari og múrari Þórir Jóhannsson var á sjó um tíma og rekur Prentmótagerð Þóris á Skemmuvegi í Kópavogi.

Síðasti móhíkaninn

Þórir Jóhannsson eini faglærði prentmótagerðarmaðurinn Meira

Samhent hjón Sesselja og Finnbogi saman á Sólvangi í Hafnarfirði í gær, þar sem þau búa núna.

Sat á bögglaberanum hjá honum á milli fjarða

Hafa verið hjón í 75 ár • Vináttan skiptir mestu máli Meira

Húsnæðismál Tillaga sjálfstæðismanna um tafarlausa uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík verður tekin fyrir í borgarstjórn í dag.

Ljótur leikur að gera lítið úr húsnæðiseklu

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, telur að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sé á villigötum um húsnæðismál og umferð í borginni. Meira

Teppi Alan Talib kveðst ósáttur við vinnubrögð Neytendastofu.

Í áfalli yfir sekt Neytendastofu

Gunnhildur Sif Oddsdóttir Hólmfríður María Ragnhildardóttir Neytendastofa hefur sektað fyrirtækið Cromwell Rugs ehf. um þrjár milljónir króna vegna auglýsinga sem birtust í Morgunblaðinu. Meira

Kirkjan Aukakirkjuþing ræddi í sumar um stefnumótun kirkjunnar.

Vilja selja 24 fasteignir kirkjunnar

Starfshópur á vegum kirkjuþings leggur til að átta jarðir og 16 aðrar fasteignir í eigu þjóðkirkjunnar verði seldar. Tillagan er liður í fjárhagslegri endurskipulagningu kirkjunnar. Meira

Íslensk sindraskel Hnífskeljar líkjast helst gamaldags rakhnífum.

Líklegt að landneminn sindraskel breiðist út

Á annað hundrað sindraskeljar hafa fundist í Hvalfirði og við ósa Hafnarár í Borgarfirði á þessu ári. Sindri Gíslason, líffræðingur og forstöðumaður Náttúrustofu Suðvesturlands, telur miklar líkur á að þessi nýbúi á Íslandi eigi eftir að breiðast nokkuð hratt út norður með Vesturlandi og norður fyrir land. Hvort hægt verði að nýta fiskinn úr skelinni, sem þykir lostæti, segir hann að tíminn verði að leiða það í ljós, hversu mikill þéttleikinn verði og hversu víða hún dreifist. Meira