Íslendingar hafa lifað með kórónuveirunni í eitt ár • Bóluefni kom fyrr en yfirlæknir smitsjúkdómadeildar átti von á • Margir upplifa slæm eftirköst Meira
Fjöldi kröftugra skjálfta reið yfir suðvesturhorn landsins í gær. Sá öflugasti þeirra varð á ellefta tímanum í gærkvöldi og mældist um 4,9 að styrkleika. Líklegast þykir nú að gos komi upp við Trölladyngju, verði af því á annað borð. Meira
Fulltrúar Landhelgisgæslu Íslands, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins þáðu skeggsnyrtingu frá rökurum rakarastofunnar Herramönnum í húsakynnum slökkviliðsins í tilefni formlegrar setningar Mottumars í gær. Meira
Reykjanessvæðið vaktað • Mæla landris og skjálfta • Staðan metin Meira
Reglugerð um bann við álaveiði var sett 2019, en takmörkuð veiði til eigin neyslu er leyfð. Leyfi til veiðanna hafa verið auglýst síðustu tvö ár og hefur Fiskistofa nú auglýst álaveiðileyfi í þriðja sinn. Meira
Ræktunin í gróðurhúsunum í Sólbyrgi á Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði hefur tekið vinkilbeygju, eins og loftmyndin gefur til kynna. Í stað jarðarberjaplantnanna sem gáfu góðan ávöxt allt árið er búið að fylla gróðurhúsin með hjólhýsum og tjaldvögnum. Meira
Nú styttist í að vinnsla loðnuhrogna hefjist í fiskiðjuverum víða um land og þá kemur til kasta Arnars Eysteinssonar, bónda í Stórholti 2 í Saurbæ í Dalabyggð. Meira
Vatnsleki og sprungumyndanir • Ekkert alvarlegt tjón Meira
Febrúarmánuður, sem senn er liðinn, hefur verið höfuðborgarbúum hagstæður. Febrúar virðist ætla að verða á meðal þeirra 20 hlýjustu í Reykjavík, gæti náð upp í 10. sæti af 150 mældum árum. Meira
Á sama tíma og frjósemi kvenna lækkar í löndum Evrópu hefur meðalaldur frumbyrja, mæðra sem eignast sitt fyrsta barn, farið jafnt og þétt hækkandi á umliðnum árum og áratugum. Meira
Niðurstöður tilboða í byggingu Kársnesskóla voru kynnt á fundi bæjarráðs Kópavogs í fyrradag. Lægsta tilboð átti ítalska fyrirtækið Rizzani de Eccher og var það 3,20 milljarðar, en kostnaðaráætlun var upp á tæplega 3,7 milljarða. Meira
Hæstiréttur og Landsréttur auglýsa • Stafræn þróun innleidd í Hæstarétti Meira
Dómstóll ÍSÍ felldi á fimmtudag úr gildi úrskurð aganefndar Landssambands hestamanna um að Fredrica Fagerlund hefði brotið gegn lögum félagsins. Meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú tóku sl. fimmtudag á móti nýjum sendiherra Kanada hér á landi, Jeannette Menzies, með athöfn á Bessastöðum. Menzies kom með trúnaðarbréf sitt og afhenti Guðna. Meira
Barnaspítali Hringsins fékk í vikunni góða gjöf, 500 þúsund krónur, frá höfundum myndasögubókarinnar Landverðirnir, sem fjallar um íslenskar ofurhetjur. Meira
Rotaryklúbburinn Reykjavík-Austurbær hefur undirritað samning við Píetasamtökin um styrk til að ýta úr vör nýju úrræði Píetasamtakanna fyrir aðstandendur þeirra sem glíma við sjálfsvígshugsanir eða stunda sjálfsskaða. Meira
Sælgætisgerðin Freyja í Kópavogi hefur undanfarið eitt og hálft ár unnið að þróun á nýju sælgæti. Meira
Bretar herða reglur og fella niður undanþágu við innflutning á fiski 1. apríl Meira
Faxaflóahafnir samþykkja að úthluta lóð undir björgunarmiðstöð • Viðræður aðila eru hafnar Meira
Úr bæjarlífinu Óli Már Aronsson Hellu Rangárþing ytra hefur opnað fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum þar sem markmiðið er að jafna tækifæri þeirra til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og... Meira
Bændur á Kiðafelli í Kjós ná góðum árangri í framleiðslu kindakjöts þótt meiri áhersla sé lögð á kolefnisjöfnun en miklar afurðir • Blönduðu saman stofnum • Meiri frjósemi en hjá öðrum fjárbændum Meira
Fulltrúar fimm ráðherra útfæra tillögur um heimildir til hagræðingar í kjötiðnaði • Rætt hvort heimila eigi samvinnu og samruna eins og í mjólkinni eða taka upp sömu reglur og gilda í Evrópu Meira
Straumurinn hefur mikil áhrif á veðurfar • Veikingin sögð fordæmalaus • Selta hafsins minnkar Meira
Fyrrverandi leiðtogi skosku heimastjórnarinnar, Alex Salmond, gagnrýndi harðlega í gær stjórn fyrrverandi skjólstæðings síns, Nicola Sturgeon. Meira
Bandaríkin sendu „ótvíræð skilaboð“ með loftárás sinni í gær gegn uppreisnarmönnum í austurhluta Sýrlands sem njóta stuðnings frá Íran, að sögn Jen Psaki, blaðafulltrúa Hvíta hússins í Washington. Meira
Ást við fyrstu sýn þegar hún sá hafið sextán ára gömul Meira