Fréttir Miðvikudagur, 23. september 2020

Breytingar Í bæjarstjórn Akureyrar starfa nú allir flokkar saman.

Eru að missa 10 til 15 milljarða af útsvarinu

Ómar Friðriksson Margrét Þóra Þórsdóttir „Við erum í miklum samskiptum við ríkisvaldið um með hvaða hætti við getum í sameiningu séð til lands,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, en mikill umsnúningur... Meira

Lögmaður bjartsýnn á að gáleysi verði dæmt

Aðalmeðferð í Mehamn-málinu haldið áfram í Noregi í dag Meira

Akureyri Gunnar Gíslason, Halla Björk Reynisdóttir og Hilda Jana Gísladóttir á blaðamannafundinum í gær þegar samstarfið var kynnt.

Taka höndum saman við stórt verk

Búið að afnema meiri- og minnihluta í bæjarstjórn Akureyrar • Stefnir í mikinn hallarekstur • Tekjufall og aukin útgjöld • Hagræðingaraðgerðir framundan Meira

Beðið eftir skimun 3.009 sýni voru tekin hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í gær. Komust allir að sem vildu.

320 nemendur eru í sóttkví

Nemendur úr sex grunnskólum Reykjavíkurborgar í sóttkví • 33 leikskólabörn • Aldrei fleiri sýni tekin á einum degi • Smit aðeins borist tvisvar innan skóla Meira

Alþingi Gripið hefur verið til víðtækra ráðstafana á vinnustaðnum.

Þrír alþingismenn í sóttkví

Þrír alþingismenn eru í sóttkví auk tveggja starfsmanna Alþingis. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, er enn í einangrun eftir að hafa greinst smitaður af kórónuveirunni. Gripið hefur verið til víðtækra ráðstafana á Alþingi og skrifstofu þess. Meira

Guðlaug M. Jakobsdóttir

Telur ummæli Þórólfs um Frakkaveiruna óheppileg

Stjórnarformaður Alliance Française varar við því að verið sé að draga þjóðir í dilka í umræðu um kórónuveiruna Meira

Gauti Jóhannessom

Hefja meirihlutaviðræður

Viðræður Sjálfstæðisflokks og Framsóknar um meirihluta í sveitarstjórn í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, sem kennt hefur verið við Múlaþing, munu vonandi ekki taka langan tíma, að sögn Gauta Jóhannessonar, oddvita D-lista... Meira

Átta fljúga til Íslands 47 vélar flugu til og frá Íslandi á fimmtudag.

Tæp 30% fara um flugstjórnarsvæði Íslands nú

Flugumferð um flugumsjónarsvæði Íslands er tæplega þriðjungur af því sem hún var á sama tíma árið 2019. Bæði er um að ræða fragtflug og farþegaflug. Meira

Verkefni ÍAV er að skila af sér stóru verki á öryggissvæðinu, endurbótum á flughlöðum og akbrautum.

Skemmtilegt að hverfa til upprunans

ÍAV hreppti stórverk á öryggissvæði á Keflavíkurflugvelli Meira

Undirritun Lífskjarasamningarnir voru gerðir í apríl á síðasta ári.

Verkalýðsforingjar réðu ráðum sínum

Forsendunefnd Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins kemur saman til fundar í dag en nefndin hefur nú til umfjöllunar hvort samningsforsendur lífskjarasamninganna hafi staðist. Meira

Stopp Þeir sem taka vilja strætó við Hádegismóa geta skýlt sér fyrir veðri.

Biðstöðin fær loks skýli

Stoppistöð Strætó við Hádegismóa í Árbæjarhverfi í Reykjavík hefur nú loks fengið skýli á ný. Hefur biðstöðin verið án skýlis frá því í nóvember sl., en þá var hún færð úr hringtorgi og inn á götu vestan við torgið. Meira

Olíufélögin Nú býðst Eyfirðingum og lengra komnum lægra eldsneytisverð á Akureyri.

Verðstríð í bensíni á Akureyri

Segja má að skollið sé á verðstríð á þremur sjálfsafgreiðslustöðvum olíufélaganna á Akureyri. Atlantsolía tilkynnti á mánudag um lækkun á bensínlítranum niður í 185,5 krónur á stöð sinni við Baldursnes. Dísillítrinn fór niður í 181,5 krónur. Meira

Ásvallabraut Hringtorgið er tilbúið en nú á að leggja veg yfir heiði sem verður tenging við Kaldárselsveg, Ásland, Setberg og Reykjanesbraut

Úthluta lóðum fyrir 1.000 íbúðir í Hamranesi

Framkvæmdir í nýju hverfi • Byggingarland til framtíðar í Hafnarfirði Meira

Akureyri Fjárfestingar í sveitarfélögunum drógust saman um 18,9%.

Skuldir jukust um 10,2 milljarða

Fjárhagsstaða fjögurra af stærstu sveitarfélögunum hefur versnað til muna á árinu • Útgjöld jukust um 4,3 milljarða • Tekjufallið mest í Reykjavíkurborg • Launakostnaður hækkaði þar um 7,6% Meira

Hæstiréttur Aðdáendur Bader Ginsburg hafa lagt blómvendi við hæstaréttarbygginguna í Washington D.C.

Meirihluti með útnefningu

Romney segir að Trump eigi að fá að útnefna næsta dómaraefni í Hæstarétt • Óvíst hvaða áhrif málið mun hafa á fylgið fyrir forsetakosningarnar í nóvember Meira

Hernám Kínverska hernámsliðið í Tíbet dregur fána Rauða-Kína að húni gegnt Potala-höllinni í Lhasa sem áður var aðsetur Dalai Lama.

Kínverjar herleiða Tíbeta til starfsnáms

Kínversk stjórnvöld hafa orðið uppvís að því að neyða Tíbetbúa í „starfsnámsverkefni“, ekki ósvipað og komið hefur fyrir Uighura í héraðinu Xinjiang, og stappar nærri ánauð eða vinnuþrælkun. Tíbetarnir – einkum búalið og hirðingjar utan af landi – eru kallaðir inn samkvæmt kvótakerfi og sendir í sérstakar þjálfunarbúðir þar sem þeir fá hugmyndafræðilega brýningu og líkamlega þjálfun, sem um margt minnir á herþjálfun. Að henni lokinni er þeim svo ráðstafað til vinnu, ýmist innan heimahéraðs eða fjarri heimahögum, en um það hafa verkamennirnir minnst sjálfir að segja. Meira

Útnefning Jason Ívarsson, íþróttakappi og félagsmálatröll úr Flóanum, er Öðlingur ársins 2019 hjá HSK.

Alltaf í viðbragðsstöðu

Ársþing Héraðssambandsins Skarphéðins, HSK, var haldið á Hvolsvelli fyrir helgi og við það tækifæri var Jason Ívarsson útnefndur Öðlingur ársins 2019. „Ég hélt að allir væru búnir að gleyma mér fyrir austan, því langt er síðan ég keppti þar, en viðurkenningin er ánægjulegri fyrir vikið,“ segir Jason, sem er kennari í 50% starfi við unglingadeild Austurbæjarskóla í Reykjavík. Meira

Guðmundur Óli (t.v.) og Karel Atli setja markið hátt. Þeir segja að kauphegðun sé að breytast.

Preppup horfir til verslana

Matvælafyrirtækið Preppup.is er þegar komið með hundruð viðskiptavina. Fyrirtækið sendir tilbúna rétti til viðskiptavina og stefna eigendurnir á sölu í fleiri matvöruverslunum. Þeir segja framtíðina liggja í netverslun og er Heimkaup meðal dreifingaraðila. Meira