Fréttir Föstudagur, 9. júní 2023

Vilja að ríkislögreglustjóri útskýri kaupin

Innkaup embættis ríkislögreglustjóra (RLS) á búnaði handa lögreglu vegna fundar leiðtogaráðs Evrópuráðsins sem fram fór í Reykjavík í maí sl. fóru ekki í gegnum útboð á vegum Ríkiskaupa. Þess í stað tók RLS þá ákvörðun að fara í svonefnd bein samningskaup, þ.e Meira

Klíníkin Framkvæmdir eru hafnar við að tengja saman Ármúla 7 og 9.

Klíníkin Ármúla stækkar

Nýtt húsnæði tilbúið haustið 2024 • Ný verkjaklíník Meira

Kjötið mun hækka í haust

Afurðastöðvar hækka verð á dilkakjöti til bænda umtalsvert þegar sláturtíð hefst • Hörð samkeppni við innflutt kjöt en hlutdeild þess hefur vaxið verulega Meira

Kópavogur Vísbendingar eru um kólnun á íbúðamarkaði á Íslandi.

Svartsýni mun draga úr sölu íbúða

Væntingavísitala Gallup bendir til vaxandi svartsýni meðal landsmanna um efnahagshorfur. Hún mældist undir 80 stigum í maí en var tæplega 100 stig í janúar síðastliðnum. Ef vísitalan er yfir 100 stigum eru fleiri jákvæðir en neikvæðir um horfurnar Meira

Fyrsti sláttur sumarsins á háskólasvæðinu

Rúm vika er nú í þjóðhátíðardaginn og víða er unnið að hreinsun og fegrun á útisvæðum. Við Háskóla Íslands var gengið í verkin af festu á dögunum. Fyrsti sláttur sumarsins fór fram á grasflötum og þótti vissara að íslenski fáninn væri við hún á… Meira

Fjarskipti Tækniþróun síðustu ára hefur sett sóninn í útrýmingarhættu.

Símasónninn orðinn safngripur

Að undanförnu hefur Sigurður Harðarson rafeindavirki unnið að því að endurræsa 90 ára gamla símstöð sem er á Samgöngusafninum á Skógum. Sigurður segir mikilvægt að lífga símstöðina við svo fólk eigi möguleika á því að heyra sóninn sem fylgir henni, því senn muni sónninn í símanum heyra sögunni til Meira

Skiptar skoðanir um Búrfellslund

Sveitarstjórnarfólk í Rangárþingi ytra fer ekki fram á að fresta landnotkun líkt og nágrannar þeirra • Fyrirhugaðar framkvæmdir við Búrfellslund í tveimur sveitarfélögum • Breyta þarf skattaumgjörð Meira

Klíník Starfsemi Klíníkurinnar við Ármúla verður í byggingunum á myndinni og í húsi á baklóð Ármúla 7.

Umsvif Klíníkurinnar Ármúla aukast

Kári Freyr Kristinsson karifreyr@mbl.is „Húsnæðið okkar er sprungið,“ segir Sigurður Ingibergur Björnsson, framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Ármúla, í samtali við Morgunblaðið. Meira

Helguvík Áætlað er að viðlegukanturinn verði 390 metrar að lengd og myndi hann þjónusta herskip aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins.

Fyrirhugað að hafa herskip í Helguvík

Áætlað er að reisa 390 metra langan viðlegukant í Helguvík á Reykjanesskaga fyrir herskip Atlantshafsbandalagsins. Einnig er gert ráð fyrir að koma þar á fót 25.000 rúmmetra eldsneytisbirgðageymslu. Framkvæmdin yrði upp á fimm milljarða króna, án virðisaukaskatts Meira

Fast skotið en engar viðræður

Forsvarsmenn Sambands íslenskra sveitarfélaga og BSRB skiptust á skeytum í gær. Enginn fundur hefur verið boðaður í kjaradeilunni og verkfall um 2.500 félagsmanna BSRB heldur áfram í 29 sveitarfélögum Meira

Fleiri svartsýnir á horfurnar

Væntingavísitala Gallup er á niðurleið • Hún þykir gefa vísbendingu um einkaneyslu og fjárfestingu l  Fasteignasali segir óvissu og umræðu um verkföll og vaxtahækkanir hafa áhrif á fasteignasöluna  Meira

Ragnhildur Hjaltadóttir

Grímseyjarferjan Sæfari siglir á ný

Siglingar ferjunnar Sæfara milli Grímseyjar og Dalvíkur hófust á ný sl. miðvikudag og voru um 50 farþegar um borð í þeirri ferð. Siglt verður í sumar fimm ferðir á viku milli lands og eyjar. Sæfari hefur verið í slipp á Akureyri síðan í mars en… Meira

Landbúnaður Verð á innlögðu dilkakjöti til bænda hækkar í haust.

Afurðaverð til bænda hækkar

Framleiðsla á lambakjöti hefur dregist saman og staða sauðfjárbænda er erfið • Innflutningur hefur aukist vegna minni tollverndar eftir samnig við ESB • Erlent kjöt er nú fimmtungur af markaðnum Meira

Tjaldsvæði Íslendingar elta jafnan veðrið en erlendir ferðamenn ekki.

Búist við mikilli aðsókn á tjaldsvæði landsins í sumar

Þess má vænta að mikið verði um að vera á tjaldsvæðum landsins í sumar. Ferðalangar geta komið sér vel fyrir á hinum ýmsu tjaldsvæðum en mikið hefur verið um að vera þar sem veðurblíðan hefur gert vart við sig Meira

Afgreiðslutími Verslunin hefur verið til húsa á Grandanum í áratug.

Nætursölu hætt hjá Nettó á Grandanum

Nettó hefur stytt afgreiðslutíma í verslun sinni á Granda í Reykjavík en þar hefur verið opið allan sólarhringinn á undanförnum árum. Nýlega var því breytt en verslunin er opnuð kl. 8 og er opin til miðnættis eða nokkru lengur en gengur og gerist hjá Nettó Meira

Uppskera Um 110 tonn af slægðum laxi voru seld til viðskiptavina.

50 þúsund laxar í fyrstu slátrun

Tímamót hjá Landeldi hf. í Þorlákshöfn • Næsta slátrun verður í ágúst Meira

Iðnaðarsvæði Kísilver PCC er með starfsemi á Bakka en markmiðið með Grænum iðngarði á Bakka er að nýta úrgang fyrirtækja sem auðlind.

Innviðir forsenda græns iðngarðs

Úrgangur verður að auðlind á Bakka • Byrja á að taka til eftir fyrirtækin sem eru á svæðinu • Þolinmæði lykilatriði í uppbyggingu iðngarðsins • Fyrirtæki ættu að geta mætt og hafið starfsemi strax Meira

Umdeilt Útboð Arnarnesvegar er umdeilt, vegna þess að Vegagerðin hyggst ekki taka lægsta tilboði.

Ætla að henda 1,3 millörðum króna út um gluggann

Útrýma mætti 3-4 einbreiðum brúm fyrir það fé • Krefur ráðherra svara Meira

Færeyjar Vél Atlantic Airways á flugvellinum í Vogum.

Icelandair til Færeyja

Færeyjar voru í gær kynntar sem nýr áfangastaður hjá Icelandair. Flogið verður fimm til sex sinnum í viku frá 1. maí og út október á næsta ári. Flogið er í morgunflugi frá Keflavíkurflugvelli og mun áfangastaðurinn því tengjast leiðakerfi Icelandair í Keflavík Meira

Lífeyrir Fólk lifir lengur og lífeyrisgreiðslur dreifast á lengri tíma.

Raunávöxtun LSR betri en greint var frá

Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríksisins segir það fjarri sanni að raunávöxtun LSR hafi verið neikvæð um nærri 19% á síðasta ári eins og sagt var í frétt í Morgunblaðinu í vikunni. Hið rétta sé að hún hafi verið neikvæð um 12,9% og að… Meira

Heræfingar Úkraínskur hermaður æfir sig að skjóta skriðdrekabana á heræfingu í Donetsk-héraði, skammt frá víglínunni sem nú er barist um.

Harðir bardagar í suðri og austri

Úkraínumenn setja aukinn þunga í árásir sínar í Saporísja- og Donetsk-héruðunum • Rússar segjast hafa staðið af sér árásir Úkraínu • Selenskí heimsótti flóðasvæðin • NATO-ríki ræddu neyðaraðstoð Meira

Rauðgulur himinn vegna elda í Kanada

Austurströnd Bandaríkjanna hefur mátt þola lítil loftgæði síðustu daga vegna gróðurelda í Kanada. Var himinninn í New York-borg rauðgulur í gær og fyrradag vegna mengunarinnar frá eldunum. Orku- og umhverfisráðuneyti Bandaríkjanna varaði fólk í gær… Meira

Áhrif vikurflutninga sögð verulega neikvæð

Skipulagsstofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að heildaráhrifin af fyrirhugaðri framkvæmd þýska fyrirtækisins E. P. Power Minerals með vikurnámi úr Háöldu á Mýrdalssandi og miklum þungaflutningum með jarðefnin til Þorlákshafnar, verði verulega neikvæð Meira

Gaman Ásdís Jóna Sigurjónsdóttir, Íris Dröfn Magnúsdóttir, dr. Helgi Þór Ingason kennari, Ragnheiður Perla Hjaltadóttir og Hildigunnur Ægisdóttir slá á létta strengi í hléi í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun.

Endurmenntun HÍ í 40 ár og öllum opin

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Brautskráning 185 nemenda frá Endurmenntun Háskóla Íslands verður í Háskólabíói í dag og EHÍ fagnar 40 ára afmæli í ár. Á heimasíðu EHÍ (endurmenntun.is) segir að stofnunin sé í fararbroddi í endur- og símenntun á Íslandi. „Við erum með umfangsmestu starfsemina og hún er öllum opin, með eða án háskólagráðu,“ segir Halla Jónsdóttir endurmenntunarstjóri. Meira