Fréttir Þriðjudagur, 3. ágúst 2021

Óskar Reykdalsson

Bólusetning skólabarna í skoðun

Með öndina í hálsinum, segir formaður Félags grunnskólakennara • Þýsk börn sprautuð • Áframhald bólusetninga mikilvægt, segir forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis • Útbreiðsla áhyggjuefni Meira

Flóttafólki fjölgar stöðugt á heimsvísu

Þess var minnst í sl. viku að sjötíu ár voru liðin frá því að Flóttamannasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var samþykktur, árið 1951. Meira

Hellishólar Fjölskylda og vinir Víðis Jóhannssonar staðarhaldara, aftast í halarófunni, bregða á leik við brekkusöng og varðeld sl. laugardagskvöld.

Víða safnast saman á góðri stund

Nýafstaðin verslunarmannahelgi var haldin með breyttu sniði í ár þar sem hertar sóttvarnir innanlands settu strik í reikninginn. Engu að síður kom fólk víða saman á góðri stund og var á faraldsfæti um helgina. Meira

Afrekskona Annie Mist lyftir lóðum á Heimsleikunum og til hægri samfagnar Katrín Tanja henni, eftir að bronsið var í höfn um helgina.

Ótrúlega ánægð og hlakkar til að koma heim

Annie Mist Þórisdóttir hlaut bronsverðlaun á Heimsleikunum í crossfit, sem fram fóru í Bandaríkjunum um helgina. Hún segist í samtali við mbl. Meira

Egle Sipaviciute

Á milli hóstakastanna

Egle Sipaviciute losnaði úr tíu daga einangrun í farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg 18 í gær, eftir að hafa fengið Covid-19. Meira

Smitsjúkdómadeild að fyllast

Bæta þarf við legurýmum fyrir Covid-sjúklinga • Áhyggjur af útbreiðslunni Meira

Herjólfsdalur Frá upphitun fyrir brekkusöng á sunnudagskvöld.

Skilur vel að fólk hafi orðið pirrað

Þar sem Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum var frestað í ár var tekin sú ákvörðun að brekkusöngurinn, sem hefð er fyrir að sé á sunnudagskvöldi Þjóðhátíðar, yrði með rafrænu formi og því streymt. Meira

Hrauntún Kjartan, Erla og Davíð í góðum félagsskap í garðinum hjá Sæsu Vídó og Bjössa Núma að horfa á streymið.

Brekkusöngur heima á lóð

Eyjamenn reyndu að gera það besta úr aðstæðum þó engin væri Þjóðhátíð í Herjólfsdal um helgina • Skemmtunin færð heim í garð • Góð stemning og lögreglan sátt við útkomuna Meira

Gosslóðir Ferðamenn hér staddir við fjarskiptamastrið á Langahrygg, þaðan sem sést vel til eldgígsins en hraunið úr honum hefur fyllt nærliggjandi dal.

Upplifun fólks við gosið er sterk

Þúsundir manna að gosinu á hverjum degi • Bandaríkjamenn og Bretar áberandi • Mismikil virkni í gígnum • Sést í glóð • Mörgum skrikar fótur og björgunarsveitarfólk stendur vaktina Meira

Jón Steinar Gunnlaugsson

Athugavert að Páll hafi tekið að sér skýrslugerð

Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, segir að óeðlilegt hafi verið að Páll Hreinsson, forseti EFTA-dómstólsins, hafi tekið að sér skýrslugerð um lögmæti sóttvarnaaðgerða á Íslandi. Meira

Eldar Hörfað undan eldum í Mugla við Marmaris í Tyrklandi í gær.

Eldar ógna baðstrandabyggð

Að minnsta kosti átta manns hafa farist í gróðureldum í suðurhluta Tyrklands. Hafa þeir lagt baðstrandabæi í rúst og hrakið ferðamenn flótta. Eldarnir höfðu logað í sex daga í gær og lítið útlit fyrir að þeim væri að linna. Meira

Aldarafmæli Jakobína Valdimarsdóttir á heimili sínu á Sauðárkróki.

„Ég hef ekki undan neinu að kvarta“

„Þetta er sannarlega mikill dagur. Ég hef ekki undan neinu að kvarta,“ sagði Jakobína Valdimarsdóttir á Sauðárkróki, alltaf kölluð Bína, sem fagnaði í gær 100 ára afmæli sínu. Meira

Hvít-Rússi Tsimanouskaya komin í skjól í sendiráði Póllands í Tókýó.

Hvítrússneskum hlaupara boðið hæli í Póllandi

Hugðust bola Tsimanovskayu um borð í flugvél er flytti hana til Hvíta-Rússlands Meira

Hvolsvöllur Stærsti þéttbýlisstaðurinn á svæðinu sem rætt er um að sameina. Um 1.000 manns búa á Hvolsvelli sem er þjónustustaður í héraði.

Innviðir samfélagsins verði sterkari

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl. Meira

Spítalinn býr sig undir frekari átök

Legurýmum fjölgað í samræmi við fjölgun innlagna • Leggja bara inn fólk sem þarf á því að halda • Tveir á gjörgæslu og einn í öndunarvél • Umstang í kringum smitaða sem þurfa aðra aðhlynningu Meira

Brekkusöngur Trúbadorinn Kaleb Joshua hélt stemningunni uppi.

Mikil gleði á Hellishólum yfir helgina

Mikil gleði var á Hellishólum yfir verslunarmannahelgina. Víðir Jóhannsson, ferðaþjónustubóndi á Hellishólum, hélt þar fjölskylduskemmtun í 15. sinn. „Það var alveg æðislega gaman og allir gestirnir voru til fyrirmyndar,“ segir Víðir. Meira

Frelsi Egle Sipaviciute fyrir utan farsóttarhúsið er hún losnaði í gær.

Líkir einkennum Covid við jóladagatal

Bólusett með Janssen en fékk mikil einkenni • Átti að vera í fjórtán daga einangrun en losnaði eftir tíu • Hitaði pítsu með hárblásara • Erfitt að vera einn á hótelherbergi þegar manni líður illa Meira