Fréttir Fimmtudagur, 26. nóvember 2020

Gengið til fundar Ekki náðist samkomulag á fundi ríkissáttasemjara í gær.

Án þyrlu eftir 14. desember

Skiptar skoðanir innan ríkisstjórnarinnar um hvort setja eigi lög á verkfall flugvirkja • Semjist ekki fyrir 14. desember verður ekkert loftfar LHG tiltækt þar eftir • Frumvarp tilbúið innan ráðuneytis Meira

Ferðamennirnir snúa aftur í apríl

SAF spá fjölgun ferðamanna í kjölfar tíðinda af bóluefnum Meira

Eyþór Arnalds

Ekki búið að auka tíðni Strætó

Eyþór Arnalds kallar eftir efndum á loforðum meirihluta borgarstjórnar um aukna ferðatíðni Strætó • Hjálmar Sveinsson segir að aukin tíðni kosti hundruð milljóna og vagnar sitji fastir í umferðinni Meira

Karl G. Kristinsson

Færri bakteríusýkingar

Mjög dró úr alvarlegum sýkingum af völdum þriggja algengra baktería þegar gripið var til sóttvarnaaðgerða gegn útbreiðslu kórónuveirufaraldursins fyrr á þessu ári. Meira

Víðir Reynisson

Víðir með veirusmit

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, greindist í gær með kórónuveirusmit. Hann hafði þá verið í sóttkví frá mánudegi. Víðir hefur verið fremstur í flokki í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn og segir sitt smit sýna hversu lúmsk veiran er. Meira

Fimm smit voru utan sóttkvíar

Alls sjö kórónuveirusmit greindust innanlands í fyrradag, þar af fimm meðal fólks sem var utan sóttkvíar. Tvö smit greindust við landmæraskimun. Annað smitið er virkt en hitt gamalt. Meira

Jón Gunnarsson

Orkuskipti í flugi næst á dagskrá

Stefnt að því að orkuskiptin geti hafist fyrir 2030 • Þingsályktunartillaga allra flokka lögð fram Meira

Fleiri í foreldrahúsum

Skýr merki um að leigjendum er að fækka • Aukið framboð á leiguhúsnæði Meira

Jólagleði Búast má við því að meira verði um að börn hitti jólasveina utandyra í ár en á hefðbundnum jólaskemmtunum vegna samkomutakmarkana.

Leita nýrra leiða fyrir jólaskemmtanir

Hart er í ári hjá jólasveinum vegna samkomutakmarkana • Dagskrá verður í Þjóðminjasafninu Meira

Fyrsta verðhækkun í langan tíma

Laxaframleiðendur slátra sem minnstu vegna lágs verðs á markaði Meira

Grunnskóli Umsóknum um undanþágur til kennslustarfa fjölgaði.

Fleiri fá undanþágur til kennslu

Umsóknum skólastjóra til að lausráða starfsmenn, sem ekki hafa leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari, hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu ár. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu undanþágunefndar grunnskóla 2019-2020. Meira

Hæfnisetur Verkefnið sett á flot, f.v. Jóhannes Þór Skúlason og María Guðmundsdóttir frá SAF, Þórdís Kolbrún og Sveinn Aðalsteinsson frá FA.

Hæfni ferðaþjónustu verði aukin

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur endurnýjað samning við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins um verkefnið Hæfnisetur ferðaþjónustunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Meira

Veðurstofan Stofnunin hélt upp á 100 ára afmæli sitt fyrr á þessu ári.

Síðasta ársskýrslan á pappír

Ársskýrsla Veðurstofu Íslands er nýkomin út. Nú verða tímamót því þetta er í síðasta sinn sem ársskýrslan er gefin út á pappír. Meira

Faraldur Konur eru fjölmennar í framlínustörfum á sjúkrahúsum.

Aukið áreiti og ofbeldi

Konur í framlínustörfum á tímum Covid-19 verða fyrir síauknu áreiti og hótunum af hálfu samborgara sinna, sem bætist ofan á hræðslu við smit og almennt andlegt og líkamlegt álag. Þá hefur atvinnuleysi einnig bitnað harkalega á konum. Meira

Álverið í Straumsvík Kórónuveirufaraldurinn hafði áhrif á eftirspurnina.

Hækkandi álverð styður álverin

Kína farið úr að vera útflytjandi á áli yfir í að vera innflytjandi á áli • Framleiðslan aukist um 5% í ár Meira

Heilsa Átakið í Langholtsskóla á eflaust eftir að smita út frá sér í fleiri skóla, en árangur þess verður metinn í lok skólaársins. Árangurinn til þessa lofar mjög góðu, segja kennararnir.

Frjáls hreyfing í stað kyrrsetu í skólanum

Gildi hreyfingar verður seint ofmetið og miklu skiptir að hún sé hluti daglegs lífs frá vöggu til grafar. Æfingatæki í kennslustofu í Langholtsskóla í Reykjavík koma til móts við þarfir krakkanna. Meira

Kjarval Hannes Pétursson

Grjót eftir Kjarval og Rauðamyrkur Hannesar

Bókverk Jóhannesar Kjarvals svo sem Grjót, Enn grjót, Einn þáttur, Ljóðagrjót og Hvalasagan, eru meðal þess sem býðst á yfirstandandi vefuppboði Bókarinnar og Foldar uppboðshúss. Því lýkur sunnudaginn 6. Meira

Breikkun vegar boðin út 2021

Matsáætlun vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar við Straumsvík í kynningu • Einn síðasti kafli brautarinnar sem eftir er að tvöfalda • Á þessum kafla hafa orðið mörg alvarleg slys undanfarin ár Meira

Loðna sést víða úti fyrir Norðurlandi

Útgerðarmenn fylgjast vel með leiðangri uppsjávarskipsins Polar Amaroq fyrir Norðurlandi. Loðna virðist vera á svæði með landgrunnskantinum allt frá Vestfjörðum og austur fyrir Melrakkasléttu. Meira

Skattlagning Frakkar ætla að skattleggja inntekt Amazon í Frakklandi.

Halda fast í stafrænan skatt í Frakklandi

Þrátt fyrir að bandarísk stjórnvöld í Washington DC kunni að beita þá refsiaðgerðum í formi tolla á franskar innflutningsvörur ætla Frakkar að krefja netrisa á veraldarvefnum um nýjan „stafrænan veltuskatt“. Meira

Snjóhús í New York Á förnum vegi í Bryant-garðinum í New York-borg nýtur fólk samveru og veitinga í huggulegum snjóhúsum. Á vesturströnd Bandaríkjanna er öldin önnur og veitingahús lokuð vegna kórónufaraldursins.

Lok, lok og læs í LA

Hert á undirbúningi bólusetninga við kórónuveirunni í Bandaríkjunum • Skorað á landsmenn að ferðast ekki Meira

Hallgrímskirkja Talsmenn sóknanna segja starfið aldrei mikilvægara en nú. Þegar kvíði og áhyggjur liggi þungt á fólki geti það leitað til kirkjunnar.

Togstreita um sóknargjöld heldur áfram

Ekki sér fyrir endann á áralöngum deilum milli þjóðkirkjunnar og ríkisvaldsins um sóknargjöld. Meira

Spenna í loftinu Siggi verður ekki einn við bingóhjólið í kvöld heldur fær hann til sín góðan gest venju samkvæmt.

Veglegir bingóvinningar í kvöld hjá Sigga Gunnars

Spjaldtölvur, ferðavinningar, gjafabréf og margt fleira Meira