Fréttir Föstudagur, 24. mars 2023

Mun þrýsta á leiguverðið

Verktakar segja vaxtahækkanir munu draga úr sölu og framboði nýrra íbúða • Hærri greiðslubyrði af íbúðalánum er talin þrýsta óbeint á leigumarkaðinn Meira

Í sambandi 30 Mb/s hraði á farnetinu á að standa til boða á öllum stofnvegum landsins innan fárra ára og 150 Mb/s í byrjun næsta áratugar.

Úthluta tíðnum á farneti til 20 ára

Háhraðafarnetsþjónusta verði aðgengileg fyrir alla landsmenn • Slitlaus þjónusta verði í boði á stofnvegum landsins • Greiðslur fjarskiptafyrirtækja fyrir leyfin eiga að skila ríkinu 750 milljónum króna Meira

Sinubruni Talsverður eldur varð af völdum blyssins og breiddist hann nokkuð hratt út um gróðurlendið.

Kveikti eld vestur af Straumsvík með kúlublysi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu staðfesti í gærkvöldi að eldur í sinu, sem kviknaði vestur af Straumsvík eftir hádegi í gær, hefði verið af mannavöldum. Kveikti maður á kúlublysi með þeim afleiðingum að eldur kviknaði í sinunni Meira

Kröflulína Þröskuldum í flutningskerfinu á Norðausturlandi fækkaði með línum sem búið er að leggja. Eftir er að tengja Akureyri við Suðvesturland.

Skerðingar kostuðu 5,3 milljarða

Niðurstaða greiningar fyrir Landsnet er að betri byggðalína hefði komið í veg fyrir allar takmarkanir á afhendingu raforku til stóriðju, fiskimjölsverksmiðja og hitaveitna í lélega vatnsárinu í fyrra Meira

Byggingar Hækkanir á stýrivöxtum hafa hægt á uppbyggingu á fasteignamarkaði. Hér rísa eignir við Ánanaust.

Spá kólnandi íbúðamarkaði í ár

Forstjóri ÞG Verks segir vaxtahækkanir hægja á uppbyggingu • Endurmeta þurfi framhaldið l  Eigandi byggingarfélagsins Öxa segir vaxtahækkanir Seðlabankans óbeint þrýsta á leigumarkaðinn Meira

Kári Friðriksson

Óverðtryggt lán hefur tvöfaldast

Greiðslubyrði af 40 milljóna króna óverðtryggðu íbúðaláni til 40 ára mun hafa hækkað úr tæplega 151 þúsund krónum í apríl 2021 í tæplega 305 þúsund krónur, eftir að síðasta vaxtahækkun Seðlabankans hefur skilað sér í útlánavöxtum bankanna, ef hún skilar sér að fullu Meira

Minjastofnun Umsóknir um styrki vegna húsafriðunar námu 1,1 ma.

Vegasjoppa á meðal styrkþega

Tæplega 309 milljónum króna var á dögunum úthlutað úr húsafriðunarsjóði til 207 verkefna sem flest lúta að viðgerðum og endurbótum. Þetta kemur fram á vef Minjastofnunar sem umsjón hefur með sjóðnum.Umsóknir voru mun fleiri eða fyrir samtals 1,1 milljarð króna Meira

Faraldur Engar hlífar, grímur né hanskar og óvissustiginu lokið.

Engin óvissa lengur vegna Covid-19

Ríkislögreglustjóri í samráði við sóttvarnalækni hefur ákveðið að aflýsa óvissustigi almannavarna vegna heimsfaraldurs Covid-19. Almannavarnastig vegna Covid-19 hafa verið í gildi frá 27. janúar 2020 þegar óvissustigi var fyrst lýst yfir vegna nýrrar kórónuveiru Meira

Safna til stuðnings fjölskyldu Guðjóns

Fjársöfnun er hafin til stuðnings fjölskyldu Guðjóns Björnssonar á Syðri-Hömrum sem lést af slysförum 17. mars. Guðjón lést í vinnuslysi á sveitabýli í Rangárvallasýslu síðastliðinn föstudag þegar verið var að vinna við dráttarvél Meira

Afmæliskaffi Dagurinn var haldinn hátíðlegur í húsakynnum samtakanna í gærmorgun. Formaðurinn stendur við enda borðsins.

„Við stöndum á öxlunum á risum“

Neytendasamtökin fögnuðu 70 ára afmæli samtakanna í gær og voru samtökin því stofnuð 23. mars 1957. „Við erum svo heppin að standa á öxlunum á risum sem voru svo framsýnir að stofna samtökin fyrir sjötíu árum og börðust ötullega fyrir þeim réttindum sem við höfum í dag Meira

TF-ABB Flugvélin hífð upp úr Ölfusvatnsvík í apríl í fyrra.

Drög að lokaskýrslu tilbúin

Rannsókn á flugslysinu í Þingvallavatni á síðasta ári er á lokastigi Meira

Hvatning Henný Björk Ásgeirsdóttir og Þóranna Þórarinsdóttir ritari BKR.

Starfað í þágu barna og fjölskyldna

Séra Matthildur Bjarnadóttir heiðruð sem kona ársins 2022 og Henný Björk Ásgeirsdóttir fékk hvatningarviðurkenningu ársins á 107. þingi Bandalags kvenna í Reykjavík sem haldið var á dögunum Meira

Sýndarveruleiki Ben Knapp og Gabor Schreier frá Saffron kynntu Metaverse fyrir þátttakendum á fundi Brandr.

Hvatti fólk til að prófa Metaverse

Nýir heimar verða til á hverjum degi • Markaðsherferðir, endurmenntun, fundir, ráðstefnur og vöruhönnun • Fyrirtæki byrji að hanna og eiga til vörumerki í þrívídd • Flytja í heim Hringadróttinssögu Meira

Bakhmút Úkraínskir hermenn halda hér til hinna hörðu bardaga í nágrenni Bakhmút í Donetsk-héraði.

Hyggja senn á gagnsókn

Úkraínuher telur að Wagner-hópurinn sé að missa þrótt í sókn sinni að Bakhmút • Niinistö staðfestir lög um NATO-aðild Finna • Finnar senda jarðsprengjudreka Meira

Minnismerki Úkraínumenn minntust þess í nóvember að 90 ár voru liðin frá upphafi hungursneyðarinnar miklu.

Þökkuðu fyrir stuðning Íslands

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, og Dmítró Kúleba, utanríkisráðherra landsins, þökkuðu í gær Íslendingum fyrir stuðninginn við Úkraínu, en Alþingi samþykkti í gær samhljóða þingsályktunartillögu Diljár Mistar Einarsdóttur, þingmanns… Meira

Salvör Nordal

Covid-19 reyndi mjög mikið á börnin

Í febrúar sl. höfðu 1.157 börn beðið lengur en þrjá mánuði eftir því að komast að hjá Geðheilsumiðstöð barna. Það er aukning um 419 frá árslokum 2021. Þeim sem bíða eftir greiningu hefur fjölgað jafnt og þétt á undanförnum mánuðum og ástandið fer versnandi Meira

Á Króknum Stefán, Geirmundur og Jóhann. Finnbogi var veðurtepptur.

Í sviðsljósinu í 65 ár

Söngkvöld með Geirmundi í Salnum í Kópavogi • Skemmtunin byggist á fjöldasöng gestanna Meira