Fréttir Miðvikudagur, 11. desember 2019

Óveðrið færist yfir Austurland

Austfirðingar búa sig undir slæmt veður með lokun vega og skóla og fólk er hvatt til að halda sig heima Meira

Tekur viku að gera við Kópaskerslínu

Straumur fór af þónokkrum byggðum í gær, einkum á Norðurlandi og Vestfjörðum. Dísilstöðvar eru keyrðar sem varaafl á flestum stærri stöðum. Alvarlegasta bilunin varð á Kópaskerslínu þar sem nokkuð á annan tug staura brotnuðu. Meira

Rok í Eyjum Meðal viðfangsefna björgunarmanna í Vestmannaeyjum var að tryggja þök húsa.

Almenningur tók við sér

Veðurspár virðast ganga nokkurn veginn eftir og veðurviðvaranir Veðurstofu Íslands og undirbúningur stofnana og samtaka gæti hafa dregið úr tjóni á eignum • Spáð ofsaveðri á Suðausturlandi í dag Meira

Tjón á eignum en ekki slys á fólki

Rauð veðurviðvörun og hættustig almannavarna enn á Norðurlandi eystra • Versta veðrið var á Norðurlandi í gær • Dagleg störf og líf fólks úr skorðum Meira

Ótíð Ásgrímur Halldórsson SF var við bryggju í Þórshöfn í Færeyjum.

Í höfn vegna storms á Færeyjamiðum

Vonskuveður er við Færeyjar og héldu átta íslensk kolmunnaskip til hafnar í Færeyjum í gær. Ekki er líklegt að gefi til veiða á miðunum vestur af Færeyjum fyrr en á morgun, fimmtudag. Meira

1981 Morgunblaðið 18. febrúar.

Sumarhús, kirkja og fólk á flugi

Mörg dæmi eru um aftakaveður hér á landi síðustu áratugina • Fólk tókst á loft við Höfðatorg • Hús eyðilögðust til sjávar og sveita í Gróðurhúsalægðinni • Bílar þeyttust til og frá í Engihjalla Meira

Ófærð Starfsmenn Landhelgisgæslunnar og sjúkraflutningamenn voru meðal þeirra sem aðstoðuðu ökumenn á götum borgarinnar í mars 2013.

Samgöngur fóru úr skorðum um allt land

„Því fyrr sem við sendum út tilkynningar, þeim mun betra. Þær hefðu mátt fara út fyrr, en veðrið kom okkur í opna skjöldu,“ sagði Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, eftir mikinn veðurhvell í mars 2013. Meira

Alþingi Þingmenn eiga að fara í jólafrí frá og með næstu helgi.

Ellefu þingmenn á fundum erlendis

Alþingismenn eru á faraldsfæti þessa vikuna og sækja fundi og þing víða um heim. Alls verða 11 alþingismenn á fundum erlendis. Fundur forsætisnefndar Norðurlandaráðs er haldinn í Noregi dagana 9.-10. desember. Þátttakendur eru Oddný G. Meira

Svanhildur Hólm Valsdóttir

41 sótti um starf útvarpsstjóra

Samtals sótti 41 um starf útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins, en starfið var auglýst laust til umsóknar 15. nóvember eftir að Magnús Geir Þórðarson sagði starfi sínu lausu og var svo skipaður þjóðleikhússtjóri frá og með áramótum. Meira

Vogur Þúsundir Íslendinga glíma á hverju ári við fíknisjúkdóma.

Veita þarf skriflegt leyfi

Forstjóri Persónuverndar segir lög um sjúkraskrár takmarka aðgang að þeim • Móðir fíkils lýsti umkomuleysi • Forstjóri SÁÁ segir fjárskort hamla meðferð Meira

Alþingi Steingrímur J. Sigfússon

Hótaði að slíta þingfundi

Forseti Alþingis hótaði að slíta þingfundi í gær ef þingmenn héldu áfram að kalla fram í fyrir honum. Undir dagskrárliðnum fundarstjórn forseta var Steingrímur J. Sigfússon harðlega gagnrýndur af Helga Hrafni Gunnarssyni, þingmanni Pírata. Meira

Innlifun Jógvan að syngja í Söngvakeppni Sjónvarpsins fyrir nokkru.

Jógvan verður gestur Brokkkórsins í kvöld

Brokkkórinn, hópur fólks sem samanstendur af áhugafólki um hestamennsku og útivist alls staðar af höfuðborgarsvæðinu og hefur að auki gaman af söng, blæs nú til árlegra jólatónleika í kvöld miðvikudagskvöld kl. 20 í Seljakirkju í Breiðholti. Meira

Ný götumynd Timburhúsin til vinstri eru nýbyggingar. Hótelið verður til hægri.

Opna hótel á Granda í maímánuði

CenterHótelin taka 8. hótelið í keðjunni í notkun í maí • Til stóð að taka 1. áfanga í notkun í þessum mánuði Meira

Náttúruhamfarir Skyndilegt eldgos hófst á White Island í fyrradag og náði gosstrókurinn rúmlega 3,5 km hæð.

Eyjan sögð vera eins og Tsjernóbýl

Einn þeirra björgunarmanna sem leituðu eftirlifenda á White Island sagði ástandið þar yfirþyrmandi • Hinir slösuðu eru með brunasár víða um líkamann • Enn er óttast um afdrif nokkurra ferðamanna Meira

Leitað Hercules-flugvél frá Síle.

Flugvél með 38 innanborðs hvarf

Björgunarmenn hófu í gær leit að herflutningaflugvél flughers Síle sem hvarf af ratsjám á leið sinni til herflugvallar á Suðurskautslandinu, en þangað átti að fljúga vélinni frá Chabunco-herstöðinni í Punta Arenas. Meira

Símar á lofti Byggja á upp þéttriðið háhraðanet fyrir 5G. Í frumvarpinu er sagt fyrirséð að Ísland verði gígabita-samfélag um miðjan næsta áratug.

Frjálst framsal tíðniréttinda verði innleitt

Fjarskipti framtíðarinnar og stafræn tækni eiga eftir að umbylta lífsháttum og er vitaskuld þýðingarmikið að gildandi lög og regluverk um fjarskipti fylgi þeirri þróun nú þegar uppbygging 5G er í burðarliðnum. Meira

Ostagerð Þórarinn á fullu. Laufey Skúladóttir fylgist með.

Heldur við hefð í ostagerð í heimahúsi

Mjólkurverkfræðingurinn Þórarinn Egill Sveinsson hefur undanfarin nær 15 ár farið víða um land til þess að kynna og kenna ostagerð og segir að námskeiðahaldið hafi tekið kipp eftir bankahrunið. Meira