Fréttir Miðvikudagur, 29. mars 2023

Á vaktinni Daði Benediktsson, formaður björgunarsveitarinnar Gerpis.

Stund á milli stríða í Neskaupstað

Flytja vistir milli fjarða • Gul viðvörun í gildi á morgun Meira

Götusópun Vorsópun gatna er hafin í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum en áherslan þessa dagana er ekki síður á gangstéttar borgarinnar.

Vorsópun gatna hefst af krafti

Sæta hefur þurft lagi við að sópa hjólreiðastíga í Reykjavík vegna frosts • Almenn vorsópun hefst í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum á svipuðum tíma og í fyrra • Rykið þyrlast upp af götuköntum Meira

Reykur Eldur kom upp í skotbómulyftara á sjöunda tímanum í gærkvöldi.

Ökutæki ónýt eftir bruna

Þrír ökutækjabrunar komu upp með stuttu millibili í gær Meira

Rýming Erill var á götum Neskaupstaðar þegar íbúar fengu margir hverjir að snúa heim að sækja helstu nauðsynjar.

Samhugur íbúa áberandi í Egilsbúð

Erfitt verður að aflétta rýmingunni gangi veðurspáin eftir Meira

Orkuskipti Hörður Arnarson ræddi orkumál í nýjasta þætti Dagmála. Hann telur ósennilegt að stjórnvöld nái kolefnishlutleysi fyrir 2040.

Segir boltann hjá stjórnvöldum

Forstjóri Landsvirkjunar telur að auka þurfi raforkuframleiðslu Meira

Skjólbelti Asparaðir eru tilvaldar í skjólbelti til að verja annan gróður eða mannvirki. Þær eru einnig góðar til skógrækar en velja þarf staðinn vel.

Dalamenn hefja ræktun á ösp

15-17 bændur og landeigendur taka þátt í asparverkefni í Dalabyggð • Skógarplöntur ræktaðar af stiklingum til sölu eða skógræktar í eigin reitum • Vonast til að einhverjir geri þetta að atvinnu Meira

Sigurður Ingi Jóhannsson

Ráðherra opinn fyrir umræðunni

Sammála því að ræða þurfi tekjur nærsamfélagsins af orkumannvirkjum • Á hraðri ferð í orkuskipti Meira

Vígaleg grýlukerti á Húsavíkurkirkju

Það er vissara að vera ekki mikið að þvælast upp við Húsavíkurkirkju þessa dagana en vígaleg grýlukerti hafa myndast við þakskegg kirkjuþaksins. Skipst hafa á frost og hláka síðustu daga og góð skilyrði skapast fyrir grýlukertin að taka á sig kynjamyndir Meira

Teflt í Hörpu Nýjasti stórmeistarinn, Vignir Vatnar, teflir á mótinu.

Reykjavíkurskákmótið hefst í dag

Reykjavíkurskákmótið hefst í Hörpu í dag og stendur til 4. apríl. Þátttakan í ár slær öll met því 400 keppendur eru skráðir til leiks. Í fyrra voru þátttakendur 245 og eldra met er frá 2015 þegar 272 skákmenn sátu að tafli Meira

Útkall Björgunarsveitarmenn í Fagrafelli og þyrlan mætt.

Viðbúnaður vegna göngumanna

Björgunarsveitir og Landhelgisgæslan þurftu að hafa nokkurn viðbúnað í fyrrinótt vegna tveggja göngumanna sem voru að klifra Fagrafell á Hamragerðisheiði við Eyjafjallajökul. Hafði annar mannanna fallið niður felllið og hinn var í sjálfheldu og komst ekki að slösuðum félaga sínum Meira

Góðgjörðir Fulltrúar frá Domino’s og Neistanum við afhendinguna.

Pítsusala gaf Neistanum 7,3 milljónir

Ágóði af góðgerðarpítsu Domino’s var nýverið afhentur Neistanum, styrktarfélagi hjartveikra barna. Alls söfnuðust 7,3 milljónir króna. Um er að ræða samstarfsverkefni á milli Domino’s og matreiðslumeistarans Hrefnu Sætran, sem hefur staðið yfir allt frá árinu 2013 Meira

Korputún Atvinnukjarninn nýi er fyrir neðan Vesturlandsveg. Fjær á myndinni má sjá Korputorg og golfvöllinn á Korpúlfsstöðum. Hægra megin er svæðið þar sem mikil íbúðabyggð mun rísa á Blikastaðalandinu á næstu árum.

Framkvæmdir á Korputúni hefjast

Mosfellsbær hefur samþykkt skipulagsáform Reita um 90 þúsund fermetra atvinnukjarna sem rís á Blikastaðalandi Meira

Þota Vélin sem Nice Air gerir út er Airbus A-319 og heitir Súlur. Á öflugri vél er flug í Eyjafjörð vandkvæðalaust segir framkvæmdastjóri flugfélagsins sem kallar eftir því að aðstaða á Akureyrarflugvelli verði bætt frekar.

Viljum stækka áfangastaðinn Ísland

Nice Air stefnir hærra • Hlutafé verður aukið • Dauðafæri til vaxtar og sóknar • Frá Akureyri út í heim • Bretland og Düsseldorf í bið • Mikil þörf á fleiri hótelherbergjum á Norðurlandi Meira

Bardagar Úkraínskir hermenn í Donetsk-héraði hleypa hér af TRF-1 hábyssu af franskri gerð á víglínu Rússa.

Leopard 2-drekarnir komnir

Þjóðverjar ætla að senda Úkraínumönnum meiri hernaðaraðstoð • Langdræg eldflaug sögð skotin niður • Þjóðverjar fordæma tillögu ólympíunefndarinnar Meira

Sorg Kona krýpur við inngang skólans þar sem árásin var gerð.

Rannsaka ástæður ódæðisins

Lögreglan í Nashville rannsakaði í gær hvaða ástæður Audrey Hale, árásarmaðurinn sem skaut þrjú börn og þrjá kennara í einkaskóla í borginni í fyrradag, hefði haft fyrir ódæði sínu. Sagði lögreglan að Hale hefði haft kort af skólanum og einnig… Meira

Til sigurs Úkraínskir skriðdrekahermenn við þjálfun í Bretlandi.

„Höfum alltaf þurft að berjast við Rússa“

Í brennidepli Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Ég berst fyrir minni framtíð, fyrir framtíð heimalands míns og fyrir framtíð minnar fjölskyldu. Þessi skriðdreki er sem demantur í okkar augum. Og ég held að þetta hljóti að vera besta skriðdrekategund heims,” sagði úkraínskur drekahermaður sem nú hefur lokið skriðdrekaþjálfun á vegum breska hersins. Hann er í hópi fyrstu hermanna Úkraínu sem fengið hafa þjálfun á breska orrustuskriðdrekann Challenger 2, en varnarmálaráðuneyti Bretlands tilkynnti um þessi miklu tímamót í fyrradag. Meira

Starf Eðlilega sjást aðstæður á hverjum stað í verkefnum sem læknar sinna, segir Aaron um starfið í Snæfellsbæ.

Krefjandi læknavakt

Aaron til starfa í Ólafsvík • Skrámur, skurðir og önglar fastir í fólki • Fjölbreytt verkefni til sjós og lands Meira