Fréttir Laugardagur, 13. apríl 2024

Kristján Loftsson

Útséð um hvalveiðar í sumar

Engin svör frá matvælaráðherra við starfsleyfisumsókn • Sótt um fyrir hálfum þriðja mánuði • Ríkislögmaður svarar ekki ósk um viðræður um skaðabætur Meira

Tryggingafélag Bankaráð Landsbankans segir miður að tilboð Landsbankans í allt hlutafé TM hafi orðið jafn umdeilt og raun ber vitni.

Bankaráði Landsbankans skipt út

Bankasýslan mun velja nýja einstaklinga í bankaráðið • Tilboðið í TM gegn eigendastefnu ríkisins • Bankaráð kveðst hafa uppfyllt upplýsingaskyldu sína • Mat verður lagt á kosti bankans í stöðunni Meira

Tæpitungulaust Elliði Vignisson hefur verið gagnrýninn á stjórnina.

Enn vantar eitt púsl í myndina

„Mig vantar enn eitt púsl inn í til að sjá hvernig þessi ríkisstjórn er mynduð og hvernig þau ná saman. Og það er hvað breyttist hjá Vinstri-grænum og Framsóknarflokknum um seinustu helgi sem varð til þess að Bjarni Benediktsson varð… Meira

Þórshöfn Lagt er til að raflína með mikla flutningsgetu verði lögð frá Öxarfirði til Þórshafnar, en hún yrði hluti af flutningskerfi Landsnets.

Flutningsgeta raforku forgangsmál

Stefnt að nýrri öflugri raflínu frá Öxarfirði til Þórshafnar • Áhersla lögð á orkuframboð og orku­öryggi • Skoðað að stofna þjóðgarð á Langanesi • Niðurstaða starfshóps var kynnt í ríkisstjórn í gær Meira

Þjóðarréttur Íslendinga hefur rokið upp í verði síðustu árin

Pylsan kostar orðið 740 krónur • Tilboð njóta vinsælda Meira

Hefur kostað samtals 10,5 milljarða

Vinnumálastofnun greitt 5,4 milljarða króna vegna búsetuúrræða fyrir flóttafólk frá miðju ári 2022 l  Miðast við áætlun fyrir þetta ár l  Þá greiðir hún 5,1 milljarð í daggjöld til sveitarfélaga á tímabilinu Meira

Grindavík Margar eignir í bæjarfélaginu eru stórskemmdar eftir hamfarir.

Íbúðaeigendur enda með neikvætt eigið fé

Fasteignasali í Grindavík segir aðstoð ganga of skammt Meira

Börnum fækkar en vandinn vex

Leikskólabörnum hefur fækkað í borginni en fjölgað í Kraganum • Einkareknir leikskólar leiða fjölgun leikskólabarna á höfuðborgarsvæðinu • Búist við 500 börnum á biðlista í borginni í haust Meira

Höfði Malbikunarstöðin er dótturfyrirtæki Reykjavíkurborgar.

Starfsemi haldið áfram án leyfis

Malbikunarstöðin Höfði á Sævarhöfða 6-10 í Reykjavík er enn að taka á móti úrgangi til endurvinnslu þrátt fyrir að vera ekki með starfsleyfi. Þetta fengu Samtök iðnaðarins (SI) staðfest eftir að kvartað var nýverið til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur Meira

Grindavík Þórkatla mun kaupa eignir eftir hamfarir í bænum.

Þórkatla fagnar fyrstu kaupum

„Við erum gríðarlega ánægð með að hafa framkvæmt fyrstu kaupin í Grindavík í dag,“ segir Örn V. Skúlason, framkvæmdastjóri Þórkötlu, eftir að viðskiptin gengu í gegn í gær. Verið er að innleiða rafræna þinglýsingu í fasteignaviðskiptum í fyrsta sinn á Íslandi Meira

Breytingar Múlalundur verður 65 ára í maí. Ríkið mun ekki veita frekara fjármagn í reksturinn í óbreyttri mynd.

Ríkið er ekki að loka Múlalundi

Hlutverk stjórnvalda að tryggja hagsmuni fatlaðs fólks • Samtöl einungis skilað óskum frá SÍBS um hærri og hærri styrki • Leiðarljós í nýsamþykktri landsáætlun • Áfram þörf fyrir aðgreinda vinnustaði Meira

Endurnýjun Tvö fyrstu skiltin hafa verið sett upp. Fleiri LED-skilti munu rísa við þjóðvegi landsins á næstunni.

Vegagerðin tekur LED-tækni í notkun

Ný upplýsingaskilti verða sett upp við þjóðvegi landsins Meira

Ólafur Elíasson

Listaverk ekki í íbúakosningu

„Tillaga minnihlutans var óskýr og ótæk bæði að efni og formi,“ segir Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja. „Lagt var til að efnt yrði til íbúakosningar um „málið“ eins og það hét í tillögunni en þó aldrei nefnt um hvað nákvæmlega ætti að spyrja Meira

Akranes Gamla Landsbankahúsið við Akratorgið er fremst á þessari mynd. Vestan þess, það er til hægri á þessari mynd, er fremsti hluti Kirkjubrautar en svo tekur við Skólabraut sem er á svonefndum Neðri-Skaga.

Vilja meira líf í hjarta bæjarins

Undirskriftasöfnun á Akranesi • Bæjarskrifstofur verði í gamla Landsbankahúsinu við Akratorg • Bæjarstjórn vill frekar byggja nýtt við Mánabraut og tengja Sementsreitinn við miðbæinn Meira

Vilja endurbætur á Hlíðaskóla strax

Íbúaráð Miðborgar og Hlíða ræddi á síðasta fundi sínum um rakavandamál í Hlíðaskóla. Vill ráðið að tekinn verði saman listi um stöðu þessara mála í skólum Reykjavíkur. Fulltrúi foreldrafélaga í Hlíðum lagði fram bókun á fundinum þar sem lýst er yfir … Meira

Gosið Senn hefur gosið staðið yfir í mánuð á Sundhnúkagígaröðinni.

Engin merki um framrás hrauns

Eldgosið við Sundhnúkagíga helst stöðugt og landris heldur áfram á svipuðum hraða og í byrjun apríl. Þetta kemur fram í nýrri færslu á vef Veðurstofu Íslands en þar segir að áfram sé einn gígur virkur eins og hefur verið síðan 5 Meira

Borgarskjalavörður Á síðasta degi 36 ára starfs segist Svanhildur hafa áhyggjur af stöðu skjalamála borgarinnar.

Eina höfuðborgin án skjalasafns

Síðasti vinnudagur Svanhildar borgarskjalavarðar eftir 36 ár • Gott starf unnið þrátt fyrir fjársvelti • Stafræn umbreyting en fengu ekki krónu af 10 milljörðum • Sorgleg staða í skjalavörslu borgarinnar Meira

Öræfin Geimfaraefnin og fylgdarlið þeirra á leið úr Öskju og í Herðubreiðarlindum árið 1967. Með á myndinni er Bjarni Benediktsson þáv. forsætisráðherra.

Ný heimsmynd fyrir sjónum okkar

Tuglferðir hefjast • Merkur atburður í mannkynssögunni • Mennirnir á mánanum fengu þjálfun sína með æfingaleiðangri til Íslands • Með djörfung til sóknar hinu óþekkta • Jörð í nýju ljósi Meira

Fagstjóri Þurfum að vita hver fræðsluþörf skólstæðinga okkar er, segir Sólrún Ólína Sigurðardóttir í viðtalinu.

Efla fræðslustarf og forvarnir

Nýjar áherslur hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins með notadrjúgum og fjölsóttum námskeiðum • Kvenheilsa, sykursýki og hugræn atferlisnámskeið Meira

Kórastarf Kammerkór Tónskóla Mýrdalshrepps saman kominn eftir vel heppnaða tónleika í verslun Icewear í Vík.

Ekkert lát á uppbyggingunni

Miklar byggingarframkvæmdir eru í gangi í Mýrdalnum. Verið er að byggja nýjan leikskóla, tvö fjölbýlishús eru í byggingu og eitthvað af einbýlishúsum. Jafnframt er fyrirhuguð stækkun á húsi Icewear þar sem stækka á húsið til suðausturs og byggja ofan á það Meira

Spilatími Gaman við hljóðfærið í Tónmenntaskóla Reykjavíkur.

Nótutónleikar haldnir víða í dag

Hæfileikaríkir krakkar láta heyra hvað í þeim býr og Ísland ómar á Nótunni 2024 , uppskeruhátíð tónlistarskólanna sem haldin verður nú um helgina, með hátíðartónleikum á fjórum stöðum á landinu Meira

Sakborningur Truong My Lan í réttarsalnum í Ho Chi Minh-borg í vikunni.

Dauðadómur fyrir fjársvik

Eitt umfangsmesta fjársvikamál sögunnar leitt til lykta í Víetnam • Kaupsýslukona sveik jafnvirði þúsunda milljarða króna út úr banka sem hún átti 90% hlut í Meira

Afmælis­hátíð í dýragarði

Haldið verður upp á það í dýragarðinum í Berlín í Þýskalandi í dag, að Fatou, elsta kvengórillan sem vitað er um, verður 67 ára að aldri. Talið er að górilluapar geti orðið 45-50 ára gamlir í náttúrulegum heimkynnum sínum Meira

Aksel V. Johannesen

Öryggismál til umræðu í Færeyjum

Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, sagði á þemaþingi Norðurlandaráðs um öryggi, frið og viðbúnað á Norður-Atlantshafi, sem haldið var í Þórshöfn í vikunni, að Færeyingar vildu taka virkan þátt í varnarsamstarfi Norðurlanda Meira

Áætlunarflug Framkvæmdastjóri SA segir það umhugsunarefni að rætt sé í þriðja skiptið á innan við hálfu ári að fara í aðgerðir á Keflavíkurflugvelli.

Einróma umboð til að undirbúa aðgerðir

Það gæti farið að hitna í kolunum fyrr en síðar í kjaraviðræðum og óleystum kjaradeilum vegna endurnýjunar samninga sem runnu sitt skeið í lok janúar sl. Flugmálastarfsmenn hjá Isavia á Keflavíkurflugvelli hafa veitt umboð til að hefja undirbúning… Meira

Tindafeðgar Frá vinstri: Jómundur Atli, Bjarni, Guðlaugur og Atli.

Á beinni braut eða um átján hringtorg

Þrír ættliðir koma fram á vortónleikum Karlakórs Hreppamanna, sem verða í Hveragerðiskirkju klukkan 16.00 í dag, í Guðríðarkirkju í Grafarvogi kl. 20.00 nk. föstudag, 19. apríl, og í félagsheimilinu á Flúðum á sama tíma kvöldið eftir Meira