Fréttir Föstudagur, 7. maí 2021

Laugardalshöll Sviðið á MSI-rafíþróttamótinu er stórglæsilegt og á m.a. að tákna skilin á milli Ameríku- og Evrasíuflekanna undir Íslandi, með tilheyrandi norðurljósasýningu. Umfang búnaðarins er gríðarlegt.

Risastórt rafíþróttamót í Laugardalshöll

Risastórt alþjóðlegt rafíþróttamót hófst í Laugardalshöll í gær. Mótið nefnist Mid-Season Invitational (MSI) og er hluti af keppninni „League of Legends“. Meira

Vinsælt Mikil aðsókn hefur verið í Sky Lagoon á Kársnesi fyrstu vikuna.

Uppselt í baðlónið á Kársnesi um helgina

„Það hefur verið meira og minna uppselt hér síðan við opnuðum og helgin fram undan er uppseld,“ segir Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Sky Lagoon sem opnað var á Kársnesi í Kópavogi fyrir viku. Meira

Andabúskapur Jóhannes Jónsson, bóndi í Heiðarbót, hugar að öndum sínum. Hann er með 29 aliendur og eina gæs. Heiðarbót er með stærri andabúum.

Aliendur eru fínir fuglar

Jóhannes Jónsson bóndi í Heiðarbót í Suður-Þingeyjarsýslu hefur langa reynslu af andabúskap. Nóg til af andareggjum. Mikið um að vera í sumar þegar ungarnir koma úr eggjum. Andastofninn hér á landi minni en á árum áður. Meira

Ragnar Þór leggst gegn Síldarvinnslunni

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði á facebooksíðu sinni í gær að hann vonaði að hvorki almenningur né sjóðir í eigu almennings myndu „láta krónu“ í Síldarvinnsluna, en hlutafjárútboð félagsins hefst 10. maí nk. Meira

Atvinnuþátttaka gæti aukist hratt í sumar

Forstjóri VMST telur að úrræði muni skapa varanleg störf Meira

Fíkniefni Lögreglan vill ekki styðja frumvarpið í núverandi mynd.

Lögreglustjórar á móti frumvarpi

Guðni Einarsson Þorsteinn Ásgrímsson Melén Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra segist ekki geta stutt frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta. Meira

Grímsey Um fjórðungur íbúa hefur fengið bólusetningu á Akureyri.

Taka tveggja daga frí til að fá sprautu

„Við þurfum að taka okkur tveggja daga frí til að fara í bólusetningu sem tekur kortér,“ segir Anna María Sigvaldadóttir, íbúi í Grímsey. Óánægju gætir meðal íbúa í Grímsey með framkvæmd bólusetninga við kórónuveirunni. Meira

Söluaukning Vínið hefur fengist í vínbúðunum frá því í febrúar sl.

Sala á ísraelsku víni tífaldast eftir umfjöllun

Samtökin Ísland-Palestína vilja að Vínbúðin hætti sölu Meira

Læknavísindi Um heim allan er fólk hvatt til að láta bólusetja sig.

Einn skammtur veitir mikla vörn

Ein sprauta af bóluefni AstraZeneca og Pfizer veitir um og yfir 86% vörn gegn kórónuveiru hjá fólki sem er 60 ára og eldra. Er þetta niðurstaða rannsóknar í Suður-Kóreu, en fréttaveita Reuters greinir frá. Meira

Forsetinn Guðni Th. Jóhannesson var bólusettur með AstraZeneca í gær.

Langstærsti bólusetningardagurinn

12.800 skammtar af bóluefni voru blandaðir í gær hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Meira

Öflugur þýðandi Sálfræðingurinn Sigurjón Björnsson notar hverja stund.

Sigurjón þýðir á öllum stundum sólarhringsins

Segir skemmtilegra að pára eitthvað á blað en liggja andvaka Meira

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Áslaug Arna sækist eftir 1. sæti

Oddvitaslagur hjá sjálfstæðismönnum í Reykjavík í prófkjörinu 4. og 5. júní Meira

Geldingadalir Kvikustrókar skjótast upp úr gígnum og frá honum rennur myndarleg hrauná. Einnig losna ýmsar lofttegundir í miklu magni.

Ógnvaldur við heilsu manna á SV-horninu

baksvið Guðni Einarsson gudni@mbl. Meira

Tillaga um umferðarúrbætur felld

Tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um úrbætur á umferðaröryggi í Álmgerði í Reykjavík var hafnað af meirihluta í skipulags- og samgönguráði í dag. Meira

Atvinnuþátttakan með því minnsta

Vinnuvikan komin niður í 36,6 stundir á viku • Tæp 62 þúsund eru utan vinnumarkaðarins en voru 46 þúsund fyrir fjórum árum • 47,1% fólks á aldrinum 25 til 64 ára stundum eða venjulega í fjarvinnu Meira

Bruni Enn er verið að meta tjónið eftir gróðureld í Heiðmörk.

Minnst 61 hektari brann í Heiðmörk

„Við sjáum ekki alveg strax hversu mikill skaðinn er. Það er enn verið að meta tjónið og það tekur tíma. Meira

Sigríður Á. Andersen

Aðgerðin viðvörun til stjórnvalda

Skýrsla utanríkisráðherra var rædd á Alþingi í gær • Ekki hægt að gefa afslátt af tjáningarfrelsinu Meira

Grenivík Níu hjúkrunarpláss eru í Grenilundi og bæta mætti við því tíunda án kostnaðar við breytingar.

Geta bætt við fjölda hjúkrunarrýma

Ekki fæst fjárveiting til að sinna sjúklingum á hjúkrunarheimilum sem geta bætt við sig rýmum með litlum eða engum tilkostnaði • Halli á heimilinu á Grenivík eyddi rekstrarafgangi sveitarfélagsins Meira

Grímsey Tugi þúsunda kostar að fara með ferjunni til að fá sprautu.

Borga tugi þúsunda til að komast í bólusetningu

Grímseyingar þurfa að fara til Akureyrar í bólusetningu Meira

Franskir sjómenn sigldu heim í gær frá Jersey

Deilan í hörðum hnút • Boris Johnson lýsir stuðningi við stjórnvöld á Jersey Meira