Fréttir Þriðjudagur, 19. janúar 2021

Úrræði verða efld á árinu

Vinnumálastofnun (VMST) er að gera átak til þess að efla vinnumarkaðsúrræði fyrir atvinnulausa á árinu. Meira

Álfaborg setti sölumet í faraldrinum

Rúnar Höskuldsson, framkvæmdastjóri Álfaborgar, segir fyrirtækið hafa sett sölumet í fyrra. Álfaborg selur meðal annars flísar, parket, dúka og teppi. Skýringin sé ekki síst að margir hafi verið í framkvæmdahug í kórónuveirufaraldrinum. Meira

Eyþór Arnalds

Atvinnusvæði á Keldum

Sjálfstæðismenn vilja stöðva fyrirtækjaflótta úr Reykjavík Meira

Umræður Alþingi kom saman á ný eftir jólafrí í gær og virtu Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra grímuskyldu og héldu tveggja metra fjarlægð.

Bundið í lög að selja eignarhlut ríkisins

Sala á hlut ríkisins í Íslandsbanka var til umræðu á Alþingi í gær. Meira

Svavar Gestsson, fv. ráðherra

Svavar Gestsson, fyrrum ritstjóri Þjóðviljans, formaður Alþýðubandalagsins, þingmaður, ráðherra og sendiherra, lést á gjörgæsludeild Landspítalans aðfaranótt 18. janúar, 76 ára að aldri. Svavar fæddist á Guðnabakka í Stafholtstungum 26. Meira

Aurskriður Hættuástandi verður ekki aflétt á Seyðisfirði í bráð.

Hættustigi ekki aflétt á Seyðisfirði

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi og Veðurstofu Íslands ákveðið að aflétta ekki hættustigi á Seyðisfirði á meðan hreinsunarstarf er enn í gangi, og meðan unnið er að gerð varnargarðs og frummatsskýrslu beðið fyrir... Meira

Fatlað fólk oftar fórnarlömb ofbeldis

Ætla má að fjöldi fatlaðs fólks verði fyrir ofbeldi á Íslandi og að í einhverjum tilvikum verði þolendur ítrekað, og jafnvel reglulega, fyrir ofbeldi. Meira

Hagnaður Rekstur Arion gengur vel.

Hagnaður Arion banka eykst mikið

Samkvæmt drögum að ársuppgjöri Arion banka er gert ráð fyrir að afkoma bankans verði jákvæð sem nemi 6 milljörðum króna á fjórða fjórðungi ársins. Meira

Geyma ekki seinni skammtinn

Viðbúið að bóluefnaskammtar berist jafnt og þétt til landsins framvegis Meira

Skipakomum fækkaði um 25%

Gríðarleg fækkun var á skipakomum til Faxaflóahafna árið 2020, borið saman við árin á undan. Heimsfaraldur kórónuveirunnar hafði þessi áhrif. Fram kemur í frétt á heimasíðu Faxaflóahafna að skipakomur voru alls 1.106 í fyrra. Árið 2019 voru skipakomur... Meira

Símasamband styrkt í Skötufirði

Fjarskiptasjóður ákvað í desember að leggja fé í nýtt farsímaloftnet í Skötufirði • Neyðarlínan setur loftnetið upp í vor • Markmiðið er að samfellt farsímasamband verði á þjóðvegunum, segir PFS Meira

Gæslan Varðskipið Ægir í höfn, á meðan það var enn í notkun.

Fjórir vilja eignast varðskipið Ægi

Aðstaða fyrir snjóflóðasafn á Flateyri er meðal hugmynda tilboðsgjafa Meira

Ásdís Jenna Ástráðsdóttir

Ásdís Jenna Ástráðsdóttir táknmálsfræðingur er látin, hún varð bráðkvödd á heimili sínu í Kópavogi sl. laugardag, 16. janúar, 51 árs að aldri. Ásdís var fædd 10. janúar 1970, dóttir hjónanna Ástráðs B. Hreiðarssonar læknis (f. 1942) og Ástu B. Meira

Frumkvöðlar Fyrir hönd Sölubíls smáframleiðenda tóku þær Þórhildur M. Jónsdóttir og Auðbjörg Ósk Guðjónsdóttir, t.h., við viðurkenningunni.

Sölubíll og brúðulist framúrskarandi

Alþjóðleg brúðulistahátíð og Sölubíll smáframleiðenda voru valin Framúrskarandi verkefni á Norðurlandi vestra á árinu 2020. Meira

Hrein viðbót eða áður mæld loðna?

„Spennandi og vonandi kemur eitthvað út úr þessu,“ segir fiskifræðingur Meira

Fellaskóli Forsetahjónin og þau Rúben Leó Ingólfsson og Sæunn Svava Óskarsdóttir sem hófu lesturinn í gær.

Íslenskan haldi velli

Lestrarkeppni grunnskólanna hafin • Raddsýnum er safnað • Talmál og tíðnisvið • Hugbúnaður er í þróun Meira

Laugavegur 105 Hlemmur Square var með starfsemi þar um sjö ára skeið en rekstrinum var hætt í nóvember sl.

Hosteli við Hlemm verði breytt í íbúðir

Á fundi skipulagsfulltrúa Reykjavíkur hinn 8. janúar sl. var lögð fram fyrirspurn Gunnlaugs Jónassonar arkitekts fyrir hönd eiganda um að gera allt að 36 íbúðir á 3., 4. og 5. hæð hússins nr. 105 við Laugaveg. Meira

Vettvangur fyrir trúfélög stofnaður

Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt tillögu Önnu Kristinsdóttur mannréttindastjóra að stofnaður verði samráðsvettvangur Reykjavíkurborgar og trú- og lífsskoðunarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Meira

Hveragerði Íbúar eru vel á þriðja þúsund og fer fjölgandi.

Öllum frjálst að stofna samtök

Formaður segir að langur aðdragandi sé að stefnu um lágmarksfjölda Meira

Styttist í valdatöku Biden

Miklar varúðarráðstafanir í Washington • Fordæmalaus verkefni bíða forseta með veiklað umboð • Reynir á sáttfýsi í þinginu • Hófsemi í ráðherravali Biden Meira

Jörðin hefur hert á snúningi sínum

Vísindamenn um heim allan hafa tekið eftir því að jörðin hefur hert á sér og fer nú hraðar um möndul sinn en nokkru sinni áður. Meira

Handtaka Navalní sést hér leiddur á brott á leiðinni í gæsluvarðhald.

„Hæðst að réttarfarinu“

Vestræn stjórnvöld og stjórnmálamenn fordæmdu í gær handtöku Alexei Navalní, leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, og kröfðust þess að honum yrði sleppt. Meira

Ógnvænleg fjölgun langtímaatvinnulausra

Allt að ellefu þúsund einstaklingar sem voru á atvinnuleysisskrá um seinustu áramót höfðu verið án atvinnu lengur en í hálft ár. Er það mun stærri hópur langtímaatvinnulausra en á nokkrum tíma í fjöldaatvinnuleysinu sem gekk yfir á árunum í kjölfar hrunsins 2008. Meira

Á Hótel Skálholti Sigurbjörg Bjarney Ólafsdóttir í eldhúsinu.

Trú, von og kærleikur á Hótel Skálholti

Kyrrðarbænadagar Kyrrðarbænasamtakanna á Íslandi voru í Skálholti um helgina og þögnin allsráðandi, en engu að síður var nóg að gera á Hótel Skálholti vegna gestanna. „Reksturinn hefur eðlilega verið erfiður frá byrjun vegna kórónuveirufaraldursins, en það virðist vera að rofa til og ég verð að vera bjartsýn á framhaldið,“ segir Sigurbjörg Bjarney Ólafsdóttir. Meira