Fréttir Fimmtudagur, 2. febrúar 2023

Lögregla Embætti LRH hefur keypt fleiri hjól vegna verkefnisins.

Lögreglan leitar liðsinnis

Ríkislögreglustjóri mun hugsanlega óska eftir aðstoð lögregluliðs frá Norðurlöndunum vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins • Selenskí er boðið til fundarins Meira

Heilbrigð sál í hraustum líkama ávallt fleyg orð

„Mens sana in corpore sano,“ skrifaði rómverska skáldið Júvenalis í Satírum sínum og er setningin enn fleyg þrátt fyrir að skáldið hafi verið fætt nálægt árinu 55 eftir Krists burð. Hefur líkamsræktarvakning nútímafólks ekki síst haldið… Meira

Eyjar Snurða er hlaupin á þráð raforkuaðfanga Eyjamanna.

Eyjamenn uggandi yfir raforkumálum í kjölfar bilunar

Vestmannaeyjar á varaafli þar til tímafrekri viðgerð lýkur Meira

Samdráttur Jafnt og þétt hefur dregið úr magni bréfpósts á þessari öld.

Hrun í bréfamagni hjá Póstinum

Reykjavíkurborg tilkynnir að hún sé hætt að senda út greiðsluseðla fasteigna- og þjónustugjalda • Forstjóri Póstsins segir bréfum hafa fækkað um að jafnaði 20% á ári síðustu ár og um 80% frá 2010 Meira

Strætó Reksturinn er í járnum og breytinga þörf til að rétta hann af.

Róttækra breytinga þörf í rekstri Strætó

Engar töfralausnir • Aukin framlög eða niðurskurður Meira

Norwegian Gannett Risastórt sláturskip er að athafna sig við laxakvíarnar á Dýrafirði þessar vikurnar. Það siglir þriðja hvern dag til Ísafjarðar.

Laxinum slátrað beint úr kvíunum

Afurðum úr Dýrafirði pakkað til útflutnings í Grindavík, Djúpavogi og víðar um landið • Starfsmenn fyrirtækjanna og tæknimenn útbjuggu aðstöðu til slátrunar og pökkunar á mettíma Meira

Nánara samstarf almannavarna

Yfirmenn almannavarna í Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð samþykktu á dögunum aukið samstarf á milli stofnana sinna í takt við nýjar áherslur og áskoranir. „Norðurlöndin hafa um árabil unnið náið saman á sviði almannavarna með góðum árangri Meira

Gæsla Sérsveit ríkislögreglustjóra var áberandi þegar varaforseti Bandaríkjanna kom hingað til lands árið 2019. Var sveitin m.a. með vopnaðan sjónpóst. Búast má við vopnaðri löggæslu á leiðtogafundi Evrópuráðsins í vor.

RLS virkjar fyrsta stig samstarfs

Hundruð lögreglumanna frá öllum embættum landsins munu sinna öryggisgæslu í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins • Mögulega kallað eftir erlendu lögregluliði • Allur miðbærinn öryggissvæði Meira

Guðlaugur Þór Þórðarson

650 milljóna hagræðing með sameiningu stofnana

Gert er ráð fyrir að minnsta kosti 650 milljóna króna hagræðingu á ári við sameiningu tíu stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins í þrjár stofnanir. Núverandi starfsmenn njóta forgangs í störfin í nýju stofnununum Meira

Dagmál Arnar Þór Jónsson ræðir um málfrelsi í Dagmálum í dag.

Hættuleg þróun ef málfrelsið glatast

Það er rétt að það fari fram uppgjör á því hvernig stjórnvöld víða í hinum vestræna heimi gengu fram á meðan kórónuveirufaraldurinn gekk yfir, meðal annars í því að hefta eða takmarka umræðu og ólík sjónarmið um það hvernig best væri að takast á við faraldurinn Meira

TF-SIF Eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar á flugi yfir Reykjavík.

Eftirlitsflugvélin verður seld

Sár vonbrigði og mikil afturför, segir forstjóri Landhelgisgæslunnar Meira

Hasar Hinn þekkti leikari Iain Glen fer með eitt aðalhlutverkanna í Napóleonsskjölunum sem fer í sýningar í kvikmyndahúsum í dag.

Sá söguna fyrir sér sem bíómynd

Arnaldur Indriðason er sáttur við kvikmyndina Napóleonsskjölin sem gerð er eftir sögu hans l  22 ár eru liðin frá því kvikmyndarétturinn var fyrst seldur l  Fylgdist með þróun handritsins Meira

Bækur Bækurnar um Litla fólkið og stóru draumana hafa verið þýddar víða um heim. Alls verða 30 titlar komnir út á íslensku fyrir lok þessa árs.

Gáfu yfir 2.500 barnabækur

Færðu öllum leik- og grunnskólum bækur           Meira

Endufundir Helga er alsæl með að hafa endurheimt löngu týnda brúðuna þó hún hafi látið á sjá, tapað augunum sínum og eyrun nöguð.

Saman á ný eftir rúmlega 70 ár

„Ein af mínum allra fyrstu minningum er frá þeim sorgardegi þegar brúðan týndist. Ég man hvað það var sárt fyrir barnssálina, einskonar martröð lítillar stúlku sem átti engin önnur leikföng,“ segir Helga R. Einarsdóttir sem hitti aftur fyrir þá týndu brúðu nú í haust, sjö áratugum eftir tapið sára. Meira

Ærslaleikur Halaleikhóps

Halaleikhópurinn heldur upp á 30 ára afmæli sitt með frumsýningu á leikritinu Obbosí, eldgos! föstudaginn 10. febrúar nk. Halaleikhópurinn er blandaður leikhópur þar sem fatlaðir og ófatlaðir leika og stýra leikfélaginu jöfnum höndum Meira

Skipstjórar Benedikt Páll Jónsson, til vinstri, og Jónas Ingi Sigurðsson standa vakt í brúnni á Páli Jónssyni GK.

Velgengni er sameiginlegur árangur

Vel veiðist á Páli Jónssyni GK • Samhentir skipstjórar og áhöfn • 4.443 tonn í 43 róðrum í fyrra • Þorskur í sókn en kvóti takmarkaður • Konungur línuveiðara • Válynt á Brjálaðahrygg Meira

Bygging Millirými og útisvæði í Húsi íslenskunnar, sem er hús hárra sala og heill hugmyndaheimur, rétt eins og dýrgripirnir sem þar varðveitast.

Hús sem opnar nýja möguleika

Hús íslenskunnar við Arngrímsgötu senn tilbúið • Starfsemi Árnastofnunar verður flutt í byrjun sumars • Aðgengileg bygging og rannsóknaraðstaða • Fornhandritin verða til sýnis Meira

Útgáfa Biblíur á sýningu í Þjóðminja- safninu fyrir nokkrum árum.

Vilja auka sölu Biblíunnar

Lítil sala Biblíunnar hér á landi undanfarin ár bjó að baki ákvörðun Biblíufélagsins að taka á ný við útgáfu hennar en hún hefur verið í höndum Forlagsins undanfarin ár. Þetta segir Halldór Elías Guðmundsson, framkvæmdastjóri félagsins Meira

Skákin Salurinn er þétt setinn á Reykjavíkurmótinu. Í næsta mánuði verða þátttakendur fleiri en nokkru sinni.

Harpa heillar hugaríþróttamenn

Mjög fjölmennri bridshátíð er nýlokið • Reykjavíkurskákmótið er framundan og slær öll met Meira

Bessastaðir Handhafar nýsköpunarverðlaunanna ásamt forseta Íslands að lokinni afhendingu þeirra.

Nýsköpunarverðlaun forsetans afhent

Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í vikunni. Verðlaunin hlutu þeir Axel Pálsson, Tómas Frostason og Tómas Orri Pétursson fyrir verkefnið „Vélræn endurhæfing í heimahúsi með sýndarveruleika“ Meira

Brúin Ný göngu- og hjólabrú yfir Glerá verður um 45 metra löng og gæti kostað hátt í 200 milljónir króna.

Ný göngu- og hjólabrú yfir Glerá á Akureyri

Liður í uppbyggingu stígakerfis og bætir öryggi vegfarenda Meira

Kleppsspítalalóðin Björgunarmiðstöðin nýja mun rísa á þessari lóð, milli Klepps og Holtagarða. Viðkvæm læknaþjónusta er veitt á Kleppsspítala.

Vandasöm framkvæmd við Klepp

Mikilvægt geðsjúkrahús í nágrenni nýrrar björgunarmiðstöðvar • Forstjóri Landspítalans leggur áherslu á að starfsemin sé viðkvæm og taka þurfi tilliti til þess • Hönnun er að hefjast Meira

Blóðprufa Ný tækni sem getur greint krabbamein á frumstigum gæti þýtt byltingu í meðferð meinsins, en að mörgu þarf að huga, segir Ágúst Ingi.

Mörgum spurningum enn ósvarað

Spennandi ný tækni • Þarf meiri umgjörð og reynslutíma • Kostnaður ennþá hár • Hvar er krabbameinið? • Getur valdið sjúklingum kvíða • Gæti orsakað meira inngrip en þyrfti í einhverjum tilfellum Meira

Skákeinvígið Baráttan um heimsmeistaratitilinn í skák fór fram á sviði Laugardalshallarinnar sumarið 1972. Mikill fjöldi fólks fylgdist með úr salnum,

Skákeinvígið 1972 sló allt annað út

Laugardalshöllin var reist sem íþróttahús og sýningarhús en fékk síðan fjölbreyttara hlutverk • Hefur í nær 60 ár hýst fjölsótta tónleika, dansleiki, kosningafundi og fleiri stórar samkomur Meira

Vegagerðin Niðurstaða úthlutunarinnar verður tilkynnt í næsta mánuði.

Háskólar sækja í sjóðinn

Alls bárust 124 umsóknir um verkefnastyrk til Rannsóknasjóðs Vegagerðarinnar, samtals að upphæð rúmar 365 milljónir króna. Rannsóknasjóðurinn hefur 150 milljónir króna til umráða á þessu ári. Tilkynnt verður um úthlutun úr sjóðnum í byrjun mars,… Meira

Egilshöll Til þessa hefur þetta verið flettiskilti. Það breytist núna.

LED-skilti verður við Egilshöll

Áberandi auglýsingaskilti hefur sett svip sinn á nágrenni Egilshallar í Grafarvogi. Þetta er flettiskilti eins og tíðkaðist þegar leyfi var veitt fyrir skiltinu árið 2006. En nú á breyta því í LED-ljósaskilti í takt við nútímatækni Meira

Fasteignalán Ef málið vinnst þýðir það að sögn Ingva Hrafns að margir myndu fá leiðréttingu á sínum lánum.

Milljarða hagsmunir í húfi

Héraðsdómur Reykjaness hefur beint spurningu til EFTA-dómstólsins vegna lánasamninga Íslandsbankal Tímamót að bæði Eftirlitsstofnun EFTA og framkvæmdastjórn ESB hafi tjáð sig um málið Meira

F-16-orrustuflugvélar Selenskí hefur beðið Vesturlönd um orrustuflugvélar en Joe Biden Bandaríkjaforseti segir það ekki koma til greina.

„Lögmæt skotmörk“ fyrir herafla Rússa

Vopnasendingar valda stigmögnun stríðsins segja Rússar • Vara Ísraela við hernaðaðaraðstoð við Úkraínu • Húsleitir í herferð gegn spillingu • Evrópusambandið lofar þjálfun 30 þúsunda hermanna Meira

Framtíðin Vélmenni í innsetningu listamannsins Dries Verhoeven.

Munu vélmenni bjarga heiminum?

Átta vélmenni sem líkjast mönnum verða helsta aðdráttaraflið á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um gervigreind í þágu heimsins sem haldin verður í Genf 6.-7. júlí nk. „Það er okkur öllum í hag að við getum mótað gervigreind hraðar en hún muni móta… Meira

Aukin lyfjanotkun og vaxandi kostnaður

Heildargjöld ríkisins vegna lyfjakostnaðar hafa aukist verulega á umliðnum árum bæði vegna leyfisskyldra lyfja og almennra lyfja og lyfjanotkun landsmanna vex jafnt og þétt með hækkandi aldri og fjölgun þjóðarinnar Meira

Kúnstarinnar reglur Hér er pítsan sett inn í eldofninn sem snýst rólega í kringum eldinn.

Skólasetning Pizzaskólans

Pizzaskólinn á Grazie Trattoria var settur með pompi og prakt á dögunum en í honum gefst áhugasömum kostur á að læra réttu handtökin í pítsugerð frá hinum ítalska Fernando sem þykir gríðarlega fær í sínu fagi og unun á að horfa. Meira

Bollugleði Það styttist í Bolludag sem í hugum sumra er besti dagur ársins.

Nýr Royal-búðingur væntanlegur

Þau stórtíðindi berast að nýr Royal-búðingur sé væntanlegur. Royal-búðingarnir hafa notið mikilla vinsælda í tæplega 70 ár en þeir komu fyrst á markað árið 1954. Nýi búðingurinn er unninn í samstarfi við Nóa Síríus og bragðast eins og hið rómaða Pipp-súkkulaði. Meira

Á Akureyri Ólafur Sveinsson innan um gripi sína á vinnustofunni.

Heldur við gömlu handbragði með stæl

Ólafur Sveinsson, myndlistarmaður, kennari, leiðsögumaður og fleira, hefur vakið athygli fyrir list sína og ekki síst fyrir útskurð og smíði á íslenskum munum. „Ég er í 100% stöðu sem kennari við Hlíðarskóla á Akureyri, en vinn jöfnum höndum við allt hitt,“ segir hann Meira