Fréttir Laugardagur, 18. maí 2019

Reykmökkinn frá eldsvoðanum hjá Hringrás 2004 lagði yfir nálæg fjölbýlishús. Húsin voru rýmd og íbúarnir fluttir í neyðarathvarf.

Rýmingaráætlun í vinnslu

Drög að rýmingaráætlun höfuðborgarsvæðisins kynnt • Tilgangurinn að forða fólki úr varhugaverðum aðstæðum • Mengun frá eldsvoðum og möguleg eldgos Meira

Viðtal Minni Gunnarsson Kalsæg lærði íslensku af Þórbergi.

Þýddi ekki að vera hrædd

Hélt fundi í andspyrnuhreyfingunni með Þjóðverja í húsinu Meira

Hyggjast sleppa eldislaxi í tilraunaskyni

Hafrannsóknastofnun hefur undirbúið tilraunir með hafbeit á norskættuðum eldisseiðum til að kanna hvort og þá í hversu miklum mæli þau lifa af vetrardvöl í sjó við Ísland. Meira

Öræfajökull Tvö gos hafa orðið í jöklinum frá landnámi Íslands.

Drög að rýmingaráætlun komin vegna Öræfajökuls

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl. Meira

Fékk gullmerki Jón Þór Ólason, formaður SVFR, afhendir Guðrúnu E. Thorlacius gullmerki félagsins. Aðeins 18 hafa fengið merkið í 80 ára sögu félagsins, þar á meðal Ásgeir Ásgeirsson, fyrrverandi forseti Íslands, og Ólafur Noregskonungur, borgarstjórar og fyrrverandi formenn félagsins.

Fjölmennasta veiðifélag heims

Í gær voru 80 ár frá því Stangaveiðifélag Reykjavíkur var stofnað í Baðstofu iðnaðarmanna við Reykjavíkurtjörn. Af því tilefni var haldinn óformlegur stjórnarfundur á sama stað, þar sem Jón Þór Ólason formaður sæmdi Guðrúnu E. Thorlacius, félagsmann nr. Meira

Rútuslysið Hátt á þriðja hundrað manns kom að aðgerðum vegna slyssins.

Þrír farþegar enn á gjörgæslu

Bílstjóri rútunnar í Öræfum mætti tveimur stórum bílum stuttu fyrir slysið • Hátt á þriðja hundrað manns kom að aðgerðum • Brýn þörf á úrbótum í samgöngum í Öræfum að mati bæjarstjórans á Höfn Meira

Hrafnista Tryggvi Sigurbjarnarson og Siglinde Sigurbjarnarson fylgjast af áhuga með strákunum sínum.

Hugmyndaríkir strákar með mikinn boðskap

„Þessir strákar hafa alltaf verið mjög uppátækjasamir og hugmyndaríkir. Þeim hefur líka verið gefið að koma sínu vel á framfæri eins og þátttaka þeirra núna í Eurovision sýnir best. Meira

Eurovision Liðsmenn Hatara tóku æfingu í Tel Aviv í gær, fyrir úrslitakvöldið. Æfingabúningar voru notaðir hjá þeim Klemens, Matthíasi og félögum.

Skilar nektin sigri í Eurovision?

Úrslitin í Eurovision fara fram í Tel Aviv í kvöld • Lag Hatara komið í 8. sæti hjá veðbönkum Meira

Björn Þ. Guðmundsson, fyrrverandi lagaprófessor

Björn Þ. Guðmundsson, fyrrverandi lagaprófessor við Háskóla Íslands, lést 16. maí sl., tæplega áttræður að aldri. Björn fæddist á Akranesi 13. júlí 1939 og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Guðmundur Björnsson kennari og Pálína Þorsteinsdóttir... Meira

Sardínur Algengt er að ferðamenn komi með sardínur á flugvöllinn.

Sardínum og skyri gjarnan hent

Algengt er að ferðamenn þurfi að henda sardínum og skyri fyrir brottför Meira

Berufjörður Úrskurðarnefnd stöðvar ekki útsetningu laxaseiða í Berufirði og Fáskrúðsfirði samkvæmt nýjum leyfum Fiskeldis Austfjarða.

Hafna stöðvun framkvæmda við laxeldi

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnar kröfum umhverfisverndarsamtaka og veiðifélaga um að réttaráhrifum nýrra starfs- og rekstrarleyfa Fiskeldis Austfjarða verði frestað eða framkvæmdir stöðvaðar. Meira

Eldsvoði Reykmökkinn frá eldsvoðanum hjá Hringrás 2004 lagði yfir nálæg fjölbýlishús. Húsin voru rýmd og íbúarnir fluttir í neyðarathvarf.

Áætlun um að forða fólki úr ógnandi aðstæðum

Drög að rýmingaráætlun fyrir höfuðborgarsvæðið voru rædd á fundi borgarráðs Reykjavíkur í fyrradag. Meira

Spáforrit auðvelda ákvarðanir

Ný tækni greiðir fyrir ákvarðanatöku í kjölfar greiningar á stökkbreytingu í BRCA-geni • Áhættuþættir og erfðabreytileikar lagðir saman • Stökkbreyting leiðir ekki endilega af sér mein Meira

Úlfarsárdalur Umhverfi Leirtjarnar er talið kjörið svæði til útivistar.

Nýtt útivistarsvæði

Borgin lætur móta land við Leirtjörn í Úlfarsárdal • Verkið verður boðið út Meira

Sumar Í ár hafa Íslendingar úr 20 tegundum íslensks sumarbjórs að velja.

Suðrænir ávextir og tónar í sumarbjór

Víking Lite Lime vinsælastur • 20 tegundir í boði í ár Meira

Leigubílar Til stendur að breyta regluverkinu hér á landi.

Breytt lög um leigubíla kynnt

Drög að frumvarpi til nýrra laga um leigubifreiðar hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Meira

Flamenco Irene la Serranilla dansari, Reynir Hauksson gítarleikari, Jacób de Carmen söngvari, Jorge el Pisao gítarleikari og Paco Fernández dansari.

Dulinn flamenco-áhugi á Íslandi

„Það kemur mér alltaf hálfpartinn á óvart hversu margir eru móttækilegir. Það virðist vera dulinn flamenco-áhugi á Íslandi. Oft kemur fólk til mín eftir tónleika sem segist hafa farið til Andalúsíu fyrir mörgum árum og lært að dansa og aðrir sem hafa farið til að læra söng,“ segir Reynir Hauksson gítarleikari sem búsettur er í Granada á Spáni en hefur síðustu ár haldið fjölda flamenco-tónleika hér á landi. Hann heldur nokkra tónleika á næstu dögum. Meira

Í Nauthólsvík Kostnaður við braggann var meiri en upphaflega var áætlað.

Deilt um lagaheimildir í braggamálinu

Samþykki á ársreikningi borgarinnar þarf ekki að fela í sér samþykki einstakra gerninga. Meira

Sjókvíar Tilraunir Hafró miða að því að styrkja grundvöll áhættumats vegna erfðablöndunar eldislax við villta nytjastofna í laxveiðiám.

Vilja gera tilraun með hafbeit á eldisstofni

Helgi Bjarnason helgi@mbl. Meira

14 tegundir Í vatninu hafa veiðst alls 14 fisktegundir: áll, bleikja, gráröndungur, hnúðlax, hornsíli, lax, lýsa, makríll, síld, skarkoli, skata, ufsi, urriði og þorskur. Gráröndungurinn er til uppstoppaður nyrðra og eins hnúðlax.

Sýning opnuð um Ólafsfjarðarvatn

Vatnið vakti heimsathygli á 19. öld • Í því veiðast bæði sjó- og vatnafiskar Meira

Reykjavík Hverfisgata verður endurnýjuð á milli Ingólfsstrætis og Smiðjustígs.

Hverfisgötu lokað að hluta á mánudag

Framkvæmdir við áframhaldandi endurgerð Hverfisgötu hefjast á mánudag og í sumar er það kaflinn milli Ingólfsstrætis og Smiðjustígs sem gengur í endurnýjun lífdaga, segir í frétt frá borginni. Loka þarf Hverfisgötu tímabundið meðan á framkvæmdum... Meira

Fjórlemd Ærin Vespa með lömbin sín fjögur en þau eru undan hrútnum Bingó.

Byggingarframkvæmdir í fullum gangi í Mýrdalnum

Úr bæjarlífinu Jónas Erlendsson Mýrdal Í Mýrdalnum gengur allt sinn vana gang. Þeir örfáu sauðfjárbændur sem enn eru eftir eru uppteknir við að sinna sauðburði sem víðast hvar er vel á veg kominn. Meira

Safnið verður senn flutt úr turninum

Einstakt bókasafn í Skálholti brátt aðgengilegt • Bak við luktar dyr frá 1967 Meira

TF-EIR Nýja þyrlan kom til landsins um miðjan mars sl. Nýju þyrlurnar auka björgunargetu Landhelgisgæslunnar þegar þær eru komnar í notkun.

Styttist í TF-EIR

Flugmenn Gæslunnar í þjálfun á nýju þyrlurnar • Von er á TF-GRO fljótlega Meira

Tímamót að verða hjá Björgun

Að öllu óbreyttu á fyrirtækið að hætta starfsemi á Sævarhöfða í lok þessa mánaðar • Hefur óskað eftir framlengdu starfsleyfi tímabundið • Tafir hafa orðið á flutningi Björgunar á lóð við Álfsnesvík Meira

Aðeins 10% lifa kappflugið af

Manila. AFP. | Keppnin er 600 kílómetra löng þrekraun og keppendurnir þurfa að þola steikjandi hita og mikið mótviðri yfir opnu hafi, auk þess sem þeir standa frammi fyrir hættulegum afræningjum og mönnum sem eru staðráðnir í að stela þeim. Meira

Prinsessan og seiðmaðurinn Marta Lovísa Noregsprinsessa og nýr unnusti hennar, bandaríski heilarinn Durek Verrett, í Ósló í fyrradag.

Hvött til að afsala sér prinsessutitlinum

Marta Lovísa Noregsprinsessa notaði titilinn til að kynna fyrirtæki sitt og auglýsa fyrirlestra sína og unnusta síns, seiðmannsins Dureks • Unnustinn bauð upp á námskeið og einkatíma á Íslandi Meira

Vatnsafl Starfshópur hefur unnið í þrjú ár til þess að bregðast við skipun ESA um breytt fyrirkomulag samninga um nýtingarheimildir.

EES-reglur kalla á útboð nýtingarréttar

Nýtt nýtingarform vatnsfalla í eigu ríkis og sveitarfélaga til raforkuframleiðslu getur haft í för með sér að þar til gerðir nýtingarsamningar fari í útboð þegar samningstíma lýkur. Þetta staðfestir Guðni A. Meira

Dynjandi Danshópurinn samdi dans við lag Hatara. Í dag verða þær með danskennslu í Sporthúsinu.

Kenna frumsaminn dans við lag Hatara

Nokkrir nemendur frá Dansskóla Birnu Björns, sem mynda danshópinn Dynjanda, standa fyrir danskennslu með Eurovision-þema í Sporthúsinu í dag. Meira

Hatarar Viktor Sigurjónsson sölustjóri með brauðin góðu.

Hatborgarabrauð

Í tilefni af gengi Íslands í Eurovision setti Gæðabakstur nú í vikulokin á markað svonefnd hatborgarabrauð , sem vísa til tónlistarmannanna Hatara sem flytja lagið Hatrið mun sigra . „Þetta gerðist mjög hratt. Meira