Fréttir Fimmtudagur, 21. september 2023

Guðmundur Kamban

Banamaður Kambans nafngreindur í fyrsta sinn

Daginn sem Danir fögnuðu því að hersetu Þjóðverja lauk 5. maí 1945 voru nokkrir einstaklingar teknir af lífi, án dóms og laga, af félögum í dönsku andspyrnuhreyfingunni. Meðal fórnarlamba þeirra var Guðmundur Kamban rithöfundur Meira

100 milljarða á bið

Bjarni Benediktsson vill að skynsemi ráði för • Betra að horfa til skemmri tíma í einu • Stofnbrautir geti ekki beðið Meira

Landið rís á ný Talið er að kvika safnist fyrir á um sextán kílómetra dýpi undir yfirborði Reykjanesskagans.

Kvika safnast fyrir undir Reykjanesskaga

Skýrt merki um landris við Fagradalsfjall • Eldgos líklegt Meira

Lögregla Leyniskyttur á þaki ráðstefnuhússins Hörpu í maí.

Ástæða til að skoða framsal lögregluvalds

Heimild ríkislögreglustjóra til að fela erlendum ríkisborgurum framkvæmd löggæsluverkefna er óskýr og orðalag í lögum of rúmt, að sögn Þórunnar Sveinbjarnardóttur, formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis Meira

Dróni Flygildi eins og drónar geta verið til margra hluta nytsamleg.

Bóndi kærir fréttamenn Kveiks

Reyndu að mynda blóðtöku úr merum í leyfisleysi • Kvartað til Persónuverndar og Samgöngustofu • Sakaðir um að brjóta lög um vinnslu persónuupplýsinga, reglur um drónaflug og friðhelgi einkalífs Meira

Umferð Ívilnanir vegna rafmagnsbifreiða eru nú í hraðri mótun.

Gjöld á græna bíla að skýrast

Áform um breytingar á gjöldum á rafmagns- og tengiltvinnbíla verða fljótlega kynnt • Unnið að því að útfæra ívilnanir vegna hreinorkufarartækja • Tímabundið úrræði til nokkurra ára til að hraða þróun Meira

Ólöglegt SKE ákvað í júlí að beita Brim hf. 3,5 milljóna króna dagsektum.

Munu halda áfram með athugun

Samkeppniseftirlitið mun ekki áfrýja úrskurði þess efnis að dagsektir eftirlitsins á Brim hf. hafi verið ólöglegar • Munu ræða við ráðuneytið á næstu dögum • Stjórn SKE vissi af áhuga ráðuneytis snemma Meira

Miklabraut Lyfjabúð verður innréttuð þar sem áður var Orkan.

Lyfjabúð í stað hamborgarastaðar

Heimilað hefur verið að selja lyf í gamalli bensínstöð við Miklubraut Meira

Hrönn Ólína Jörundsdóttir

Ber ekki saman um samráð MAST við Fiskistofu um bann

„Mér sýndist í greininni að hann teldi við við gætum ekki metið hvort dýrið væri í skotfæri á þessum hálftíma sem það tók að skjóta dýrið aftur, en það er ekki það sem við erum að setja út á heldur það af hverju það tók svona langan tíma Meira

Hvalbátar Hvalveiðibátarnir Hvalur 8 og Hvalur 9 á siglingu.

Þurfa að hitta belg fimm sinnum

MAST áformar að aflétta hvalveiðibanni á Hval 8 að uppfylltum skilyrðum Meira

Nýtt skip Smyril Line hefur keypt flutningaskipið Seagard sem leysa mun flutningaskipið Mistral af hólmi, en skipin eru systurskip.

Smyril Line skiptir út skipi fyrir annað eins

Smyril Line hefur keypt flutningaskipið Seagard frá finnska skipafélaginu Bore Ltd. Skipið verður afhent í Hirtshals í ársbyrjun 2024 og mun verða gefið nafnið Glyvursnes. Frá þessu er greint í færeyska vefmiðlinum Fiskur Meira

Lyf Nýjum reglum Lyfjastofnunar er ætlað að draga úr líkum á skorti nauðsynlegra lyfja og að framboð á markaðssettum lyfjum aukist.

Leyfa hækkun til að fjölga lyfjum

Lyfjastofnun hefur gert ráðstafanir sem er ætlað að draga úr lyfjaskorti og fjölga lyfjum á markaði. Með breyttum reglum sem tóku gildi 1. september er lyfjafyrirtækjum heimilað að sækja um hærra heildsöluverð fyrir tiltekin nauðsynleg lyf Meira

Dagmál Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, er í viðtali Dagmála í dag.

Breytingar til að komast í fremstu röð

„Það var fyrir löngu kominn tími til þess að uppfæra þetta kerfi utan um hvernig við útdeilum fjármunum til háskólanna og hvaða hvatar eru myndaðir til þess að sinna háskólastarfi og rannsóknum í landinu,“ segir Áslaug Arna… Meira

Skattsvik Málið verður flutt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Tveir ákærðir fyrir 134 milljóna skattaundanskot

Tveir karlmenn á fimmtugsaldri hafa verið ákærðir af embætti héraðssaksóknara fyrir meiri háttar skattalagabrot. Verður málið flutt í Héraðsdómi Reykjavíkur. Annar mannanna er ákærður fyrir skattabrot þriggja fyrirtækja og að hafa sjálfur ekki… Meira

Magnús Kristinn Magnússon

Enn saknað í Dóminíska lýðveldinu

Enn er leitað að Magnúsi Kristni Magnússyni, sem hefur verið saknað í Dóminíska lýðveldinu frá 10. september sl. Vinur hans segir við mbl.is að vinir hans og fjölskylda myndu vita núna ef hann væri í fang­elsi eða á sjúkra­húsi Meira

Danmörk Danir flykktust út á götur Kaupmannahafnar 5. maí 1945 og fögnuðu frelsinu undan hernámi Þjóðverja.

„Skjótið bara, sama er mér!“

Foringi í dönsku andspyrnuhreyfingunni skaut Guðmund Kamban rithöfund til bana í maí 1945 • Danir bönnuðu að nafngreina manninn, að viðlagðri refsingu • Hér er fyrst greint frá nafninu Meira

Sundabrautin Áformað er að fyrsti áfanginn verði í framhaldi af Holtavegi fyrir miðri mynd á lágbrú í Gufunes.

Hönnun Sundabrautar flókin

Verkefnið loksins að fara af stað eftir hálfa öld á hugmyndastigi • Verklýsing fyrir skipulagsvinnuna var samþykkt í borgarráði • Markvisst samráðsferli og vandaðar greiningar lykilatriði í vinnunni Meira

Náttúruundur Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur með einn af kunningjum sínum að hausti í Öxará.

Urriðarnir dansa á Þingvöllum

Byrjaðir að ganga í Öxará til hrygningar • Sterki aldamótaurriðinn á niðurleið • Minni fiskur er vel haldinn • Sjóbirtingar gerðust landnemar eftir að ísöld lauk • Geta orðið allt að 20 ára Meira

Þingsetning Það er svo margt ef að er gáð sem um er þörf að ræða, orti skáldið.

Sátt um orkumál – Stoð aukinnar farsældar – Réttlætismál – Úr læstri stöðu – Menntam

Meðal stórra verkefna í stjórnmálum dagsins, í augum almennings og atvinnulífsins, er stöðugleiki í efnahagsmálum. Einnig þarf að ræða orkuskipti, innflytjendamál og velferð í víðustu merkingu. Á löggjafarsamkomunni leggja þingmenn helstu línur um skipan samfélagsins á hverjum tíma. Grannt er fylgst með störfum Alþingis. Morgunblaðið ræddi við fulltrúa úr átta þingflokkum. Meira

Gæslan Verkefni Landhelgisgæslunnar eru margvísleg við Íslandsstrendur. Hér er varðskipið Freyja með Wilson Skaw í togi.

Hverjar eru lífslíkur í köldum sjó?

Mike Tipton prófessor freistar þess að geta fundið svör við þeirri spurningu • Hefur lengi fengist við viðfangsefnið • Bækur, ritgerðir og greinar eftir Tipton eru yfir 750 talsins Meira

Vínbúðin ÁTVR var óheimilt að innheimta gjald af birgjum vegna öflunar sýnishorna til gæðaeftirlits.

Gjaldtaka ólögmæt

Gjaldtaka Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins vegna öflunar sýnishorna áfengis til gæðaeftirlits stóðst ekki lög samkvæmt úrskurði fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, reiknar með að fyrirtækið… Meira

Ákærður fyrir nauðgun

Embætti héraðssak­sókn­ara hefur ákært karlmann fyr­ir nauðgun í sept­em­ber 2021. Seg­ir í ákæru máls­ins að maður­inn hafi haft sam­ræði og önn­ur kyn­ferðismök við konu gegn vilja henn­ar, en hann er sagður hafa slegið konuna nokkr­um sinn­um með … Meira

Björgunartæki Slökkviliðs- og sjúkrabílar frá öllu landinu eru til sýnis á safninu í Reykjanesbæ og er elsti bíllinn frá árinu 1931. Að líkindum má hvergi finna sambærilegt safn utan landsteinanna.

Söguminjar gætu glatast

Minjasafn Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Meira

Bakú Íbúi í Bakú flaggar hér fána Asera til stuðnings aðgerðunum.

Aðskilnaðarsinnar leggja niður vopn

Stjórnvöld í Aserbaísjan lýstu því yfir í gær að þau hefðu lokið hernaðaraðgerðum sínum í Nagornó-Karabakh-héraði eftir að aðskilnaðarsinnar þar samþykktu að leggja niður vopn sín og hefja viðræður um framtíð héraðsins innan Aser- baísjans Meira

Öryggisráðið Selenskí kallaði eftir því að Rússar yrðu sviptir neitunarvaldi sínu og að fjölgað yrði í öryggisráðinu, þegar hann ávarpaði ráðið í gær.

Vill að Rússar verði sviptir neitunarvaldi

Selenskí ávarpaði öryggisráð SÞ í gær og sagði að alþjóðasamtökin hefðu brugðist í Úkraínu • Vill að fastafulltrúum ráðsins verði fjölgað • Úkraínumenn réðust aftur að höfuðstöðvum Svartahafsflotans Meira

Lyf Notkun sýklalyfja minnkaði á tíma covid-19-faraldursins.

30% fengu ávísuð sýklalyf í fyrra

Heildarsala sýklalyfja fyrir fólk hér á landi jókst í fyrra miðað við næstu tvö árin þar á undan en þá ber að hafa í huga að á árunum 2020 og 2021, á meðan faraldur covid-19 geisaði og víðtækar sóttvarnaaðgerðir voru í gangi, dróst sala sýklalyfja umtalsvert saman Meira

Mæðginin Berglind Lilja Guðlaugsdóttir og sonur hennar Kristian Aron Martinsson njóta þessa að matreiða saman og töfra hér fram fiskisúpu.

Einföld fiskisúpa og nýbakað brauð með spínatpestói

Berglind Lilja Guðlaugsdóttir, næringarfræðingur og aðjunkt í næringarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, er mikill matgæðingur og hefur ástríðu fyrir því að elda hollan og góðan mat fyrir alla fjölskylduna. Meira

Nærandi athvarf þríhyrningsins í Norður-Karólínu – Við hlökkum til að sjá þig um borð!

Í tilefni af 110 ára afmæli Morgunblaðsins í ár taka Morgunblaðið og Icelandair höndum saman og efna til veglegs gjafaleiks fyrir áskrifendur. Á hverjum fimmtudegi fram til 2. nóvember verða heppnir áskrifendur Morgunblaðsins dregnir af handahófi og hljóta flugmiða í formi gjafabréfs með Icelandair. Freistaðu gæfunnar og tryggðu þér áskrift strax í dag! Meira

Sýning Búðareyri var meðal annars verslunarstaður fyrr á tíð og svipmyndum af því er nú brugðið upp í Tækniminjasafni Austurlands.

Sagan á Búðareyri

Sýning á Seyðisfirði • Tækniminjasafn Austurlands opnað aftur • Merkum munum bjargað frá glötun Meira