Fréttir Fimmtudagur, 29. september 2022

Gaslekinn Í umræðunni um gaslekann sýnist sitt hverjum, en málið þykir þó varpa ljósi á veikleika í grundvallarstoðum eldsneytismála í Evrópu.

Ekki öll kurl komin til grafar

200 þúsund Rússar flúið • Selenskí kallar eftir fleiri vopnum • Grunur um skemmdarverk • Rannsóknir hafnar á olíulekanum • Rússar benda á Biden • Viðvörun frá CIA í júní • Ný gasleiðsla opnuð Meira

Landeyjahöfn Dísa dýpkar höfnina fyrir gamla Herjólf á árinu 2019.

Dísa er seld til Serbíu

Björgun hefur selt dýpkunarskipið Dísu úr landi. Skipið hefur þjónað hér á landi í rúman áratug, ekki síst Landeyjahöfn, fyrst undir heitinu Skandia en lengst af undir Dísu-nafninu. Meira

Akureyri tengist fleiri virkjunum

Hólasandslína spennusett og formlega tekin í notkun á morgun • Eyjafjörður fær betri aðgang að raforku og tækifæri skapast til atvinnuþróunar • Enn óvissa með framhald framkvæmda Meira

Markaðsmál Riad Zouheir hefur áratugareynslu og hefur haldið fyrirlestra um markaðsmál á yfir 300 ráðstefnum og vinnustofum víða um heim.

Fara þangað sem þeir eru velkomnir

Viðskiptaklúbbur Morgunblaðsins heldur markaðsráðstefnu í næstu viku • Haldin í tíunda sinn • Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar segir mikilvægt fyrir fyrirtæki að auglýsa í gegnum samdráttarskeið Meira

Skemmdir Nokkrir af bílaleigubílunum sem skemmdust í óveðrinu.

Of seint gripið til lokunar vegarins á Fjöllum

„Við hefðum mátt loka leiðinni fyrr,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Meira

Eldur Mikinn reyk lagði yfir bæinn og var íbúum því ráðlagt að loka gluggum.

Eldur logaði á Egilsstöðum

Altjón á húsnæði Vasks • Verslun og efnalaug • Eldur breiddi úr sér á tíu til fimmtán mínútum • Slökkvistarf gekk greiðlega fyrir sig • Íbúum í nágrenninu ráðlagt að loka gluggum vegna reyks Meira

Endurgerð Kona fer í stríð naut mikilla vinsælda á sínum tíma.

Benedikt fundar með Foster

Ekkert frést af endurgerð myndarinnar Kona fer í stríð Meira

Kynferðisbrotamál liggja lengi óhreyfð

Undanfarin ár og misseri hefur málsmeðferðartími kynferðisbrotamála almennt lengst. Meira

Loo Eng Wah

Uppbygging Loos kærð enn á ný

Uppbygging malasíska athafnamannsins Loos Eng Wah á ferðaþjónustu á Leyni 2 og 3 í Landsveit er enn á ný komin á ís. Meira

Spennandi Hljómsveitin Vök stefnir út fyrir heimsálfuna á næstunni og ætla að þreifa sig áfram í Bandaríkjunum.

Fann að það væri eitthvað grimmt á leiðinni

Það er nóg á prjónum stórsveitarinnar Vakar sem gaf út breiðskífuna Vök á dögunum. Sveitin vonast til að geta þreifað fyrir sér á bandarískum markaði á næstunni, en Vök fagnar tíu ára afmæli á næsta ári. Meira

Mannlíf Kátir strákar á leiðinni á fótboltamót. Velferð barna er eitt af mikilvægustu málum samfélagsins og að tryggja öllum tækifæri til þátttöku og geta skapað sér og sínum gott líf.

Koma þarf böndum á verðbólgudrauginn, auka framboð á íbúðarhúsnæði...

Koma þarf böndum á verðbólgudrauginn, auka framboð á íbúðarhúsnæði, koma með raunhæfar aðgerðir í umhverfismálum og breyta áherslum í skólastarfi þannig að börnum líði sem best og skólarnir séu góður vinnustaður allra. Meira

Byggja meira og brjóta lönd

„Byggjum fleiri íbúðir. Í mínum huga eru þetta lykilorð og stóra verkefnið sem stjórnmálamenn verða að leysa,“ segir Kristján Baldursson, löggiltur fasteignasali hjá Trausta. „Brjóta þarf lönd undir ný hverfi með sterkum innviðum. Meira

Verðbólga og völundarhús

„Verðbólgan æðir áfram og ég borga 100 þúsund krónur af íbúðaláni. Upphæðin hefur hækkað um helming á fáum mánuðum,“ segir Eiður Smári Björnsson sem rekur fyrirtækið EB-flutninga. Meira

Skyldusmakk Berglind fullyrðir að þetta sé ein besta marengsterta sem bökuð hefur verið.

Ein allra besta marengsterta sem bökuð hefur verið

Við erum alltaf að leita að nýjum og spennandi kökuuppskriftum og þreytumst ekki á að prófa eitthvað nýtt. Hér erum við með uppskrift úr smiðju matarbloggarans Berglindar Hreiðars á Gotteri.is sem hún segir að sé klárlega með bestu marengstertum allra tíma. Meira

Segulsvið Ýsuseiði, sem notuð voru í rannsókn á áhrifum segulsviðs raflína á hreyfingu þeirra, fengust skammt frá rannsóknastöð á Austevoll í Noregi.

Raflínur geta minnkað lífslíkur ýsuseiða

Segulsvið dregur úr sundvirkni • Áhrif á útbreiðslu seiða Meira

Liggja jafnvel óhreyfð í ár

Málsmeðferðartími kynferðisafbrotamála hefur lengst undanfarin ár, segir í nýrri skýrslu • Mikil mannekla hjá lögreglu og ákærendum sögð helsta ástæðan Meira

Sjálfboðaliðar Guðni Th. Jóhannesson heilsaði upp á öflugt prjónafólk sem tekið hefur til hendinni.

Íslenskir ullarsokkar hlýja hermönnum

Átaksverkefnið Sendum hlýju frá Íslandi í fullum gangi Meira

Styðja vel við skólastarfið

„Mikilvægt er að þau sem völdin hafa vinni að uppbyggingu húsnæðis með það að leiðarljósi að ungt fólk geti eignast þak yfir höfuðið. Meira

Fullt starf ekki endilega svarið

Miklar breytingar hafa orðið á verkefnum og kröfum til sveitarfélaga með tilheyrandi auknu álagi • Fyrrverandi formaður Sambands sveitarfélaga segir að það eigi ekki að leiða sjálfkrafa til fjölgunar Meira

Bílatorgið Mynd tekin á Hlemmi fyrir liðlega hálfri öld. Torgið fullt af bílum og bílatengda starfsemi þar að finna.

Bílatorgið Hlemmur nú bíllaust

Hlemmtorg var um áratuga skeið helsta bílatorg Reykjavíkur • Bílaumboð, strætó, leigubílar og bensínstöð • Búið er að loka hluta Laugavegar til frambúðar og aðeins Strætó ekur nú um torgið Meira

Matvæli Starfshópur telur þörf á að endurvekja átak um að landsmenn komi sér upp birgðum til að mæta áföllum.

Þörf á nýju átaki um neyðarbirgðir

Starfshópur um neyðarbirgðir segir fulla þörf á að endurvekja átak um að Íslendingar komi sér upp birgðum í nokkra daga til að mæta áföllum • Vill lögfesta 90 daga lágmarksviðmið olíubirgða Meira

Vinsældir Ragnar Jónasson hefur selt yfir eina milljón bóka í Frakklandi.

Snjóblinda og Mýrin tilnefndar

Tvær íslenskar glæpasögur tilnefndar sem bestu bækur síðustu 50 ára í Frakklandi hjá þarlendu tímariti • Sýnir sterka stöðu íslenskra glæpasagna þar í landi, segir útgefandi • Lesendur kjósa Meira

Skúmur Svo virðist sem margir skúmar hafi fallið í fuglaflensu hér og erlendis og fáir ungar komist upp í sumar.

Fuglaflensan drepur skúmana

Skúmastofninn hefur orðið fyrir miklu höggi • Margir dauðir fuglar fundust hér á landi í sumar • Fáir ungar virðast hafa komist á legg • Útlit fyrir að mikill skúmafellir hafi orðið á Bretlandseyjum Meira

Eldi Gengi hlutabréfa Mowi og annarra fiskeldisfyrirtækja tók dýfu.

Bréf í fiskeldisfyrirtækjum hrundu

Norska ríkisstjórnin tilkynnti í gærmorgun áform sín um að leggja 40% auðlindaskatt á sjókvíaeldi í Noregi. Í kjölfarið hrundi sjávarfangsvísitala kauphallarinnar í Osló um 21,27%. Meira

Kynnisför Bryndís Haraldsdóttir er formaður.

Tíu þingmenn farnir í kynnisför

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, alls 10 þingmenn, heimsækir Ósló og Kaupmannahöfn dagana 27.-30. september til að kynna sér málefni útlendinga og fjölmiðla í Noregi og Danmörku. Að auki eru tveir starfsmenn Alþingis með í för. Meira

Farsældarstarfið þarf fé

„Farsældarlögin, sem lúta að velferð barna, unglinga og fjölskyldna, sem sett voru fyrir nokkrum misserum, eru kærkomin. Því miður hafa þó nægir fjármunir ekki fylgt þeim svo öll markmiðin náist í gegn. Meira

Fleyvangur Húsin eru komin á sinn stað en eftir er að ganga frá lóðinni.

Ævintýraborg risin á Fleyvangi í Vogabyggð

Unnið hefur verið að því að undanförnu að koma fyrir færanlegum húsum, svokallaðri Ævintýraborg, fyrir leikskóla Vogabyggðar við Naustavog. Hverfið hefur byggst hratt upp síðustu misseri. Þegar það verður fullbyggt verða þar allt að 1.900 íbúðir. Meira

Námsstyrkir bjóðist ungu fólki

„Jöfn tækifæri til náms eru afar mikilvæg og þau verða stjórnmálamenn að tryggja,“ segir Andrea Edda Guðlaugsdóttir, formaður nemendafélagsins, Inspector Scholae, við Menntaskólann í Reykjavík. „Námslán geta verið nauðsynleg. Meira