Fréttir Fimmtudagur, 6. október 2022

Dósir Fólk fær skilagjaldið sem lagt er á vöruna endurgreitt að fullu.

Telja að skil á umbúðum minnki

Hvati til að skila einnota umbúðum undan drykkjarvörum minnkar, að mati Endurvinnslunnar hf., ef tillögur ríkisstjórnarinnar um að hækka ekki skilagjaldið hljóta samþykki Alþingis. Meira

MH Nemendur hafa mótmælt aðgerðaleysi stjórnenda í vikunni.

Biðja nemendur í MH afsökunar

Skólastjórnendur í Menntaskólanum við Hamrahlíð segjast harma að núverandi og fyrrverandi nemendur hafa upplifað vanlíðan vegna mála er varða kynferðislegt ofbeldi og kynferðislega áreitni sem hafa komið upp og ekki var tekið á með viðunandi hætti. Meira

Vikurnám Áform eru um að nema efni úr Háöldu austan við Hafursey.

Neikvæð áhrif vikurflutninga á loftgæði í byggð

Guðni Einarsson gudni@mbl. Meira

Silfurstjarnan Nýju eldiskerin eru margfalt stærri en þau eldri. Fjögur eru komin og það fimmta undirbúið. Nýju kerin rúma nærri því jafn mikið og öll kerin sem fyrir voru, bæði inni og úti.

Fimm risastór eldisker rísa

Samherji fiskeldi notar stöð sína í Öxarfirði til að þróa aðferðir sem notaðar verða í stórri landeldisstöð á Reykjanesi • Fjárfest fyrir fjóra milljarða í Silfurstjörnunni • Allt þarf að virka fullkomlega Meira

Hópstjórar Edda Ásgrímsdóttir og Berglind Júlíusdóttir eru hópstjórar Frú Ragnheiðar á Akureyri.

Skjólstæðingum fjölgar á Akureyri

Aukin þjónusta skaðaminnkandi verkefnisins Frú Ragnheiðar • Kostnaður við verkefnið um fimm milljónir króna í ár • Nauðsynlegt að ræða stöðu einstaklinga með alvarlegan fíknivanda Meira

Húsnæði Hýsa mætti flóttamenn í átta vikur í gamla sendiráðinu.

Skoða gáma og gömul sendiráð

Allra leiða er leitað til þess að finna húsnæði fyrir flóttafólk • Sveitarfélögin hafa enn ekki undirritað samning um þjónustu • Aukið fjármagn á fjáraukalögum Meira

Hveiti hækkar um 100%

Stýrir elsta fyrirtæki landsins • Skin og skúrir í rekstri • Fær ekki fund með ráðherra • Tók á sig verðhækkanir Meira

Akureyri Jöfn fólksfjölgun í bænum kallar á aukið framboð íbúða.

Íbúðaskorturinn á Akureyri er mikill

Fasteignaverð hækkaði um fjórðung á 18 mánuðum • Múrinn rofinn • Stóru fjölskylduhúsin nú verðlögð á meira en 100 millj. kr. • Kaupendamarkaður hefur myndast • Jafnvægi er nú að nást Meira

Gagnsókn Ónýtir rússneskir bryndrekar sjást hér í safnbing í nágrenni Líman sem var frelsuð fyrir helgi.

Innlimunin „staðfest“ formlega

Rússar taka sér öll völd yfir kjarnorkuverinu í Saporisja • Frelsun Lúhansk sögð formlega hafin • Peskov heitir því að Rússar muni endurheimta landsvæðið • Nýjar refsiaðgerðir tilkynntar í dag Meira

Otti Rafn Sigmarsson

Hefur efasemdir um skattaafslátt

„Vissulega er ánægulegt að mikilvægu starfi sjálfboðaliða okkar sé gefinn gaumur af stjórnmálamönnum. Meira

Vísnagerð Alfreð Guðmundsson íþróttakennari er hagmæltur og ákvað að setja saman myndskreytta barnabók.

Dýrin á Fróni í bundnu máli

Kennari á Sauðárkróki gefur út myndskreytta vísnabók um 14 algeng dýr • Franskur listamaður teiknaði myndirnar • Hentar vel til kennslu í leik- og grunnskólum • Með fleiri bækur á prjónunum Meira

Bjarni Benediktsson

Hærra verð vegur á móti minni afla

Gunnlaugur Snær Ólafsosn gso@mbl. Meira

Mótmæli Brottvísunum hælisleitenda hefur verið mótmælt og þær rata oft í fréttir hér, ólíkt því sem tíðkast í nágrannalöndum, að sögn þingmanns.

Ísland sér á parti í útlendingamálum

Mér fannst áberandi hvað það er almenn pólitísk og samfélagsleg samstaða um málefni útlendinga í Danmörku og Noregi. Það greinir okkur mjög frá þessum nágrannaríkjum okkar,“ segir Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Nefndin fór nýlega til þessara landa og kynnti sér m.a. málefni útlendinga og hvernig tekið er á þeim. Meira

Tími til að gera eitthvað nýtt

Tónlistarkonan Regína stígur sín fyrstu skref í útvarpi í Helgarútgáfunni á K100 sem hún stjórnar nú ásamt Yngva Eysteins. Hún hlakkar til komandi tíma og elskar að prófa að vera „hinum megin við borðið“ í fyrsta sinn. Meira

Úlfarsbraut Gróðurinn sem komið hefur verið fyrir á umferðareyjunni er sagður byrgja bílstjórum sýn.

Bílstjórar sjá ekki börnin fyrir gróðri

Hafa áhyggjur af öryggi á gangbrautum yfir Úlfarsbraut Meira

Hringvegurinn Mikið var ekið um landið og bæina í september.

Umferðarmet slegið í september

Umferðin á Hringveginum og á höfuðborgarsvæðinu var meiri í septembermánuði en áður hefur mælst í þeim mánuði. Nú stefnir í að umferðin um Hringveginn í ár geti orðið rúmlega 2% meiri en á síðasta ári og á svipuðu róli og hún var metárið 2019. Meira

Á Sjárútvegssýningunni 2022 Ólafur M. Jóhannesson leiddi dr. Alicia Bugeja Said, matvælaráðherra Möltu, um sýninguna á dögunum.

Flókin skipulagsverkefni heilla Ólaf

Hefur skipulagt á fjórða tug fag- og vörusýninga frá 1995 Meira

Borgarstjórn Einar segir alla flokka sammála um þörfina á meira húsnæði.

Segir sögulega uppbyggingu framundan

Tilllaga um Geldinganes felld • Forgangsraða uppbyggingu í Keldnalandi og Úlfarársdal • Þétting byggðar og ný hverfi • Hátt verð vegna mikillar eftirspurnar • Geldinganes á framtíðarplani Meira

Frumkvöðlar Þær Jillian Verbeurgt og Renata Bade Barajas eru útskrifaðar úr meistaranámi HR í orkuverkfræði og hafa núna beint athygli sinni að matarsóun.

Hafa safnað 140 milljónum til að draga úr matarsóun veitingastaða

Íslenska tæknifyrirtækið GreenBytes býður veitingastöðum græna lausn. Fjárfestar, með sjóðinn Crowberry Capital í broddi fylkingar, hafa nú fest eina milljón evra, jafngildi 140 milljóna króna í fyrirtækinu. Meira

Sjókvíar Lyfjum hefur verið beitt gegn fiski- og laxalúsum á Vestfjörðum, en ónæmi sníkjudýranna hefur ekki verið rannsakað eins og ætlað var.

Ítreka þörf á rannsóknum

Lyfjaþol fiski- og laxalúsa hefur ekki verið rannsakað eins og til stóð Meira

Akureyri September var góður.

Sólríkur mánuður á Akureyri

September var hægviðrasamur og hlýr um nánast allt land. Austurland var undantekningin. Meira

Í símanum Fjarskiptanotkun er mjög lík í löndunum átta.

Íslendingar á methraða og skera sig úr

Samanburður þjóða sýnir að gagnamagnsnotkun á farnetum eykst hratt Meira

20 milljarða samdráttur í útflutningsverðmætum

Minni vertíð • 84.600 tonnum ráðstafað til erlendra skipa Meira

OPEC Hermaður stendur vörð um höfuðstöðvar OPEC í Vínarborg.

Draga úr olíuframleiðslu

OPEC, samtök þrettán stærstu olíuframleiðsluríkja heims, ákváðu að draga verulega úr framleiðslu sinni á olíu á fundi sínum í Vínarborg í gær. Er markmið þeirra að hækka heimsmarkaðsverð á olíu. Meira

Lausnir Húsnæði við Laufásveg sem áður hýsti sendiráð Bandaríkjanna er meðal þeirra bygginga sem til skoðunar er hvort hýst geti flóttamenn. Fyrir liggur að breyta þyrfti húsinu en væri það gert gæti fólk dvalið þar í átta vikur.

Miklar áskoranir fylgja móttöku flóttafólks

Sveitarfélögin enn ekki skrifað undir samning • Leita lausna í húsnæðismálum Meira

Undirritun Lífskjarasamningarnir fara að renna út og Sameyki, eins og önnur stéttarfélög, er að undirbúa viðræður um nýja samninga.

Vilja endurheimta og styrkja kaupmátt

Félagsmenn Sameykis sagðir vilja gefa spilin upp á nýtt Meira

Hryðjuverkamál Vopn sem lagt var hald á í málinu.

Farið fram á lengra gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur

Farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur sem grunaðir eru um að hafa staðið að skipulagningu hryðjuverka hér á landi. Þetta staðfesti Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í samtali við mbl.is í gær. Meira

Ítalskt og æðislegt Boðið er upp á ítalskar eðalveitingar í hádeginu.

Ítalskt hlaðborð í hádeginu

Það hefur verið mikið um að vera frá því að veitingastaðurinn Grazie var opnaður á Hverfisgötu í sumar en viðtökurnar hafa verið framar björtustu vonum að sögn Jóns Arnars Guðbrandssonar veitingamanns. Meira

Fallegt Story for you fjallar um gömlu tímana þegar maður var ungur og áhyggjulaus.

Auðvelt að sakna gömlu daganna

VALDIS hefur gefið út lagið Story for you sem hún telur að margir geti tengt við. Meira