Fréttir Föstudagur, 23. október 2020

Kanna útflutning vetnis

Landsvirkjun hefur undirritað viljayfirlýsingu við hafnaryfirvöld í Rotterdam Meira

Tillögu minnihlutans um íbúakosningu hafnað

Fulltrúar meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í bæjarráði Hafnarfjarðar samþykktu á fundi í gærmorgun að taka tilboði félags 14 lífeyrissjóða auk einkafjárfestis í hlut bæjarins í HS veitum. Meira

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Funda um fordóma hjá lögreglu

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að ríkislögreglustjóri muni funda með lögregluráði til þess að ræða mál sem snúa að klæðnaði lögreglumanna og kynþáttafordómum. Meira

15 milljarðar af séreigninni

317 fyrirtæki fengið tíu milljarða vegna greiðslu hluta launa á uppsagnarfresti Meira

Sprungan Horft til austurs eftir bjarginu sem víða er laust í sér. Fremst er nýja sprungan sem er um 50 metra löng.

Ógnargjá og sterk olíulykt

Klofnar í Krýsuvíkurbergi og óvenjuleg lykt úr Grænavatni • Fyllur í sjó fram og sprungur víkka • Hættulegur staður • Hreyfingar á flekaskilunum Meira

Alþingi Helgi Hrafn spurði forsætisráðherra um málið á dögunum.

Feneyjanefndin skýrir mál sitt

Umræða um stjórnarskrármál síðustu daga hefur verið á nokkrum villigötum varðandi nýlega umsögn Feneyjanefndarinnar, en í svari hennar við fyrirspurn kemur fram að nefndin taki enga afstöðu til þess hvort breytingar hafi orðið á fyrirliggjandi tillögum... Meira

Ráðhús Stjórnvöld eru gagnrýnd.

Borgin þarf 22,7 milljarða stuðning

Sveitarfélögin þurfa 50 milljarða fjárstuðning frá ríkinu að mati fjármála- og áhættustýringarsviðs Reykjavíkur • Aukning útgjalda borgarsjóðs vegna fjárhagsaðstoðar nemur allt að 5.560 milljónum kr. Meira

Eyþór Arnalds

Deilt um reikningsskil Reykjavíkurborgar

Borgarstjóri telur álit reikningsskilanefndar ekki gagnrýni Meira

Magnús H. Magnússon

Magnús H. Magnússon rafvirkjameistari varð bráðkvaddur á heimili sínu mánudaginn 19. október, 68 ára að aldri. Magnús fæddist á Hólmavík 2. febrúar 1952, sonur Magnúsar Ingimundarsonar og Sigrúnar Huldu Magnúsdóttur. Meira

Niðurrif Ekkert er eftir af húsinu sem stóð við Skólavörðustíg 36.

Samþykktu niðurrif og nýtt hús

Byggingarfulltrúinn í Reykjavík hefur samþykkt niðurrif á friðuðu húsi að Skólavörðustíg 36, sem rifið var í óleyfi í september síðastliðnum. Jafnframt hefur hann samþykkt byggingu á nýju húsi á lóðinni. Í fundargerð byggingarfulltrúa frá sl. Meira

Loftsía Þjóðverjar hafa ákveðið að endurbæta loftræstikerfi í opinberum byggingum þar í landi í því skyni að hamla útbreiðslu kórónuveirunnar.

Loftræstikerfi og veiruvarnir

Ríkiseignir hafa ekki tekið ákvörðun um endurnýjun eða úrbætur á loftræstikerfum vegna kórónuveirunnar, að sögn Sólrúnar Jónu Böðvarsdóttur framkvæmdastjóra. Meira

Jákvæðir fyrir áframhaldandi viðræðum

Sameining fimm sveitarfélaga á Suðurlandi rædd á rafrænum fundum Meira

Ær með lömb Sýknað hefur verið af ákæru fyrir að selja af heimaslátruðu.

Ekki refsivert að selja sláturafurðir

Héraðsdómur Norðurlands vestra hefur sýknað Svein Margeirsson, sveitarstjóra Skútustaðahrepps og fyrrverandi forstjóra Matís, af ákæru fyrir brot gegn lögum um slátrun og sláturafurðir með því að hafa staðið að sölu og dreifingu á fersku lambakjöti af... Meira

Kindur Reynt er með öllum ráðum að útrýma riðuveiki. Mynd úr safni.

Riða staðfest í kind í Tröllaskagahólfi

Riða á Stóru-Ökrum 1 í Akrahreppi í Skagafirði hefur verið staðfest, að sögn Matvælastofnunar (MAST). Undirbúningur að niðurskurði alls fjár á bænum stendur nú yfir. MAST ítrekar að allur flutningur líffjár innan Tröllaskagahólfs sé bannaður. Meira

Samanburður Síldarflök renna eftir færibandi í íslenskri vinnslu.

Meðalverð á síld 128% hærra í Noregi

Verðlagsstofa ber saman verð á afla og afurðum 2012-2019 Meira

Vatnsendahæð Útvarpshúsið og möstrin standa hæst á hæðinni.

Telja forsendur framkvæmdar gjörbreyttar

Vinir Vatnsendahvarfs vilja fá nýtt umhverfismat fyrir Arnarnesveg Meira

Jólamerki Sigrún Eldjárn hannaði.

Thorvaldsensfélagið með Ömmujól í ár

Thorvaldsensfélagið hefur frá árinu 1913 gefið út jólamerki sem hafa verið sett á bréf eða pakka fyrirtækja og einstaklinga. Allur ágóði af sölu merkjanna hefur ávallt runnið óskertur til líknarmála. Meira

Einvígi aldarinnar Það gekk á ýmsu á bak við tjöldin í einvígi þeirra Fischers (t.h.) og Spasskís.

Einvígi sem aldrei verður jafnað

Guðmundur G. Þórarinsson hefur ritað nýja bók um einvígi Fischers og Spasskís • Varð forseti skáksambandsins að sér forspurðum • Eftirleikur einvígisins ekki síður merkilegur en einvígið sjálft Meira

Varðskip Ægir var notaður við björgunaraðgerðir vegna snjóflóða.

Snjóflóðasafn verði ekki á óvörðu svæði

Hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur hafnað hugmynd starfshóps um uppbyggingu snjóflóðasafns á Flateyri um að finna varðskipinu Ægi stað við höfnina. Meira

Eimskipafélagshúsið Mynd frá síðustu öld. Fremst má sjá hina frægu Steinbryggju sem hvarf undir landfyllingu 1940.

Breytingar gerðar á meistaraverki Guðjóns

Fallegt hús Eimskipafélagsins verður „enn fallegra“ Meira

Við Rauðavatn Myndin til vinstri sýnir lóðina eins og hún er í dag og sú til hægri hvernig byggingunum verður komið fyrir. Efst á myndunum sjást byggingar Morgunblaðsins og miðla Árvakurs.

Skátar nema land við Rauðavatn

Vilyrði fyrir lóð undir miðstöð • Nálægð við útivistarsvæði gefur mikla möguleika í leik og starfi Meira

Göngin Nýju LED-ljósin eru með 25 metra millibili og munu bæta öryggið.

Bætt kantlýsing í Hvalfjarðargöngum

Uppsetningu á kantlýsingu í Hvalfjarðargöngum er lokið og verður gerð lokaúttekt á þeim í næstu viku. Orkuvirki ehf. í Reykjavík átti lægsta tilboð í verkið. Meira

Fengu tækifærið upp í hendurnar

Frumkvöðlar að störfum í Borgarnesi • Mæðgur frá El Salvador framleiða sultur úr grænum tómötum • „Ísland er landið okkar núna“ • Með aðstöðu í eldhúsi Matarsmiðju Vesturlands Meira

Sökklar steyptir Karl Georg Kjartansson, Róbert Sigurvaldason og Grétar Geirsson í grunni einbýlishúss sem verið er að byggja fyrir Róbert.

Meirihlutinn ræður búsetu

Fyrstu íbúðarhúsin frá því fyrir bankahrun eru að rísa á Fáskrúðsfirði • „Færist ró yfir þegar komið er á firðina“ Meira

Átrúnaður er mannfólkinu eðlislægur

Saga guðanna í nýrri bók • Skilningur á samtímanum Meira

Ljóðskáld Bjarni Stefán Konráðsson með ljóðabækurnar sex í einum pakka. Seinni skammtur kemur út á næsta ári og þá skýrist titill bókanna.

Sex ljóðabækur og aðrar sex eftir

Tengir bækurnar við tóna og liti • Sextugsafmæli Bjarna varð tilefnið Meira

Væntingar um góða vertíð 2022

Mælingar á ungloðnu í haust lofa góðu um vertíð eftir rúmt ár • Sambærilegt við stærstu árganga • Búist við að veitt verði ráðgjöf um 400 þúsund tonna upphafsaflamark • Gæti hækkað eða lækkað Meira

Vertíðin 2016 Beitir NK og Venus NS á miðunum.

Vongóðir þrátt fyrir ráðgjöf

Vanmat vegna hafíss • Upphafsaflamark lofaði góðu Meira

Fyrir Þegar Örfirisey var komin í Slippinn beið manna mikil viðhaldsvinna.

Eins og nýsleginn túskildingur

Frystitogarinn Örfirisey orðinn fínn og flottur • Slippurinn í Reykjavík hefur mikið aðdráttarafl Meira

Nagornó-Karabak Armenskir sjálfboðaliðar í heimavarnarliði Nagornó-Karabak-héraðs sjást hér æfa vopnaburð í Jerevan, höfuðborg Armeníu, í gær. Áætlað er að um 5.000 manns hafi látist í átökum Armena og Asera til þessa.

Ráða yfir landamærunum

Nærri því 5.000 manns sagðir hafa fallið í átökunum um Nagornó-Karabak • NATO hvetur Tyrki til þess að beita áhrifum sínum til þess að draga úr spennu Meira

Borat Uppblásin blaðra í líki Borats sveif niður Thames-ána í Lundúnum í gær vegna frumsýningar seinni myndarinnar um Kasakkann seinheppna.

Giuliani neitar öllum ásökunum

Rudy Giuliani, lögfræðingur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og fyrrverandi borgarstjóri í New York, neitaði í gær ásökunum um að hann hefði reynt að áreita leikkonu í annarri kvikmynd Sacha Baron Cohen um hinn seinheppna Borat, sem verður frumsýnd í... Meira

Deilistofnar Á kolmunnaveiðum vestur af syðsta odda Írlands í fyrravetur. Útlit er fyrir að veiðar á norsk-íslenskri síld og kolmunna missi MSC-vottun.

Dapurlegt að þjóðirnar nái ekki saman

Að óbreyttu fellur MSC-vottun á norsk-íslenskri síld og kolmunna úr gildi á næstunni, en í byrjun síðasta árs missti makríll þessa vottun. Meira

Einstök hönnun Ari hjá Basalt arkitektastofunni hannaði þessa innréttingu en viðurinn úr henni kemur beint úr Heiðmörk en um ösp er að ræða.

Íslensk ösp úr Heiðmörk prýðir baðinnréttinguna

Íslenskir skógar framleiða sífellt meira af gæðatimbri og góðum smíðavið. Þessi baðherbergisinnrétting er gott dæmi um hvernig megi nýta íslenska ösp sem felld var í Heiðmörk í byrjun árs. Arkitektinn Ari Þorleifsson hjá Basalt arkitektum á heiðurinn af hönnuninni. Meira

Ásdís Inga Helgadóttir Tók ótrúlega fallega ábreiðu af laginu Alone.

Grét í kjölfar viðbragðanna

Ásdís Inga Helgadóttir, eigandi Deisymakeup, deildi myndbandi af sér taka lagið „Alone“ með hljómsveitinni Heart á Facebook-síðu sinni. Viðbrögðin stóðu ekki á sér og segist Ásdís í samtali við blaðamann K100 vera í sjokki. Meira

Bakkelsi gerir allt betra Það er fátt sem stöðvar Elenoru Rós þessa dagana en einstakt viðhorf hennar til lífsins og bakkelsis er til eftirbreytni.

Algjörlega einstök Elenora

Hún er einungis 19 ára gömul en strax þegar sest er niður með Elenoru Rós Georgesdóttur verður manni ljóst að þarna er engin venjuleg kona á ferðinni. Meira

Starfslið Eygló Héðinsdóttir, Þorsteinn Þorsteinsson og Steinunn Oddsdóttir.

Psoriasis er meira en húðsjúkdómur

„Verum upplýst“ er þemað á Alþjóðadegi psoriasis Meira