Fréttir Þriðjudagur, 23. apríl 2019

Mikið eftir í kjaraviðræðum

Ákafi í iðnaðarmönnum • Dræm kjörsókn hjá Afli • Launahækkanir vegna lífskjarasamnings kosta sveitarfélögin fjórum milljörðum meira en þær kosta ríkið Meira

Beðið fyrir fórnarlömbum árásarinnar

Að minnsta kosti 290 létust í hryðjuverkaárásum á Srí Lanka á páskadag Meira

Atli Heimir Sveinsson tónskáld

Atli Heimir Sveinsson tónskáld lést á laugardaginn, áttræður að aldri. Atli Heimir fæddist í Reykjavík 21. september árið 1938. Meira

Milli Eyja og lands Herjólfur fór fyrstu ferð sína í Landeyjahöfn í júlí 2010.

Óánægja með meintan seinagang

Bæjarráð Vestmannaeyja fundar í dag um stöðuna í Landeyjahöfn • Eyjamenn ósáttir með að Björgun hafi ekki hafist handa við að dýpka höfnina fyrr þrátt fyrir að veðuraðstæður hafi leyft það Meira

Lífskjör Halldór Benjamín Þorbergsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, við undirritun margumrædds lífskjarasamnings. Formaður Sameykis segist ósáttur við þann hluta samningsins sem lýtur að styttingu vinnuvikunnar.

Kjaraviðræður fara aftur af stað

BHM vonast eftir „fullum þunga“ í viðræðurnar • Iðnaðarmenn grípa til aðgerða ef ekki er samið fyrir helgi • Langt í land hjá Sameyki • Kosningu hjá Afli og Starfsgreinasambandinu lýkur í dag Meira

17. Katrín Jakobsdóttir

Einn af fjórum launahæstu kvenleiðtogunum

Katrín Jakobsdóttir sögð í 17. sæti yfir launahæstu þjóðarleiðtoga heims • Þrjár Norðurlandaþjóðir á listanum Meira

Eldtungur Mikill eldur var í íbúðinni að Dalshrauni. Íbúðarhúsnæðið er aftan við verslun Húsasmiðjunnar en þar lak inn vatn vegna aðgerða slökkviliðsins.

Mikið tjón á sérútbúnum bílum hreyfihamlaðra

Tveir eldsvoðar sömu helgi • Varasamt að geyma mikið af dekkjum í fjölbýli Meira

Valin Kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur tekur þátt á Cannes.

Íslensk kvikmynd valin á Cannes

Kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur var valin til þátttöku á Gagnrýnendaviku (f. Semaine de la Critique) á kvikmyndahátíðinni í Cannes, en um er að ræða nýjustu kvikmynd leikstjórans og handritahöfundarins Hlyns Pálmasonar. Meira

Ryk Spár sýna að rykmökkur ferðist yfir landið á miðvikudagskvöldið.

Rykmökkur frá Sahara á leið til landsins

„Nú hefur mikill rykmökkur tekið sig upp úr Sahara-eyðimörkinni og leggst yfir Miðjarðarhafið“, segir Trausti Jónsson veðurfræðingur í pistli á bloggsíðu sinni Hungurdiskum og heldur áfram: „Meginhluti makkarins á að berast til... Meira

Jarðhiti Borholur á Þeistareykjum.

Aukningin mest frá Þeistareykjum

Þeistareykjavirkjun framleiddi 671 GWh af raforku á árinu 2018 en virkjunin komst í fullan rekstur á því ári. Fyrri vélasamstæðan var tekin í notkun í nóvember 2017 og samkvæmt upplýsingum Orkustofnunar framleiddi virkjunin um 71 GWh á því ári. Meira

Metaðsókn Aðsóknarmet er slegið á ári hverju á Aldrei fór ég suður.

Aldrei fleiri farið á hátíðina

Aldrei hafa eins margir sótt hátíðina Aldrei fór ég suður og í ár, að sögn Kristjáns Freys Halldórssonar, rokkstjóra hátíðarinnar. Talsmaður Vegagerðarinnar segir um 1. Meira

Skákhátíð Gleðin ríkti á páskahátíð Hróksins í Ittoqqortoormiit.

„Gleði og kærleikur“

Þrettándu páskahátíð Hróksins lauk á gær í afskekktasta bæ Grænlands, Ittoqqortoormiit, um leið og degi vináttu Íslands og Grænlands var fagnað í bænum. Meira

Ferðabóndi En við þurfum samt að gæta hófs í allri verðlagningu og vafalaust fóru einhverjir yfir mörkin, segir Jóhannes Geir í viðtalinu.

Fleiri gáttir inn í landið nauðsyn

Nauðsynlegt er að opna fleiri gáttir inn í landið en Keflavíkurflugvöll, en í slíku felst að umferð ferðamanna um landið dreifist betur og álag verður jafnara. Af þeirri ástæðu er hugsanlegt að ferðaþjónustufólk úti á landi þurfi að taka sölumál meira í sínar hendur, því núverandi áherslur í markaðsstarfi ráða því að stærstur hluti erlendra túrista í Íslandsheimsóknum fer aðeins um Suðurland, Vesturland og höfuðborgarsvæðið. Þetta segir Jóhannes Geir Sigurgeirsson, ferðaþjónustubóndi á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit og fyrrverandi alþingismaður. Meira

Umsögn Kauphöllin hefur sent frá sér álit á Seðlabankafrumvarpinu.

Hætta á árekstrum

Kauphöllin, Nasdaq Iceland hf., leggst gegn því að eftirlit með hegðun á fjármálamarkaði verði fært undir Seðlabankann. Meira

Negombo Liðsmenn öryggissveita kanna tjón í Sebastínusarkirkjunni daginn eftir hryðjuverk í henni.

Brugðust ekki við aðvörunum

Yfirvöld á Srí Lanka segja allar líkur á að þarlend múslimasamtök hafi staðið að baki hryðjuverkunum • Lítt þekkt samtök heimamanna sem talin eru hafa haft stuðning og liðveislu erlendra aðila Meira

Herða viðurlög og festa keðjuábyrgð

Unnið er að því að gera mun markvissari þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa lofað að beita sér fyrir gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði og félagslegum undirboðum. Meira

Sumarið Farfuglar koma við sögu í leiksýningunni Leitin að sumrinu, sem frumsýnd verður á sumardaginn fyrsta.

Leitað að sumrinu á sumardaginn fyrsta

Sólheimaleikhús frumsýnir sýninguna Leitina að sumrinu á sumardaginn fyrsta. Meira