Fréttir Laugardagur, 8. maí 2021

Selja vín án aðkomu ÁTVR

Frönsk netverslun með áfengi afhendir vörur sínar samdægurs á Íslandi • Starfsemin er í samræmi við íslensk lög og reglugerðir að sögn stofnandans Meira

Boris Johnson

Boris Johnson fagnar stórsigri

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, fagnaði í gær úrslitum fyrstu kosninganna sem fram fara í landinu í kjölfar Brexit og kórónuveirufaraldursins. Meira

Í framboð Arnar Þór Jónsson héraðsdómari segir mikilvægt að standa vörð um tjáningarfrelsið.

„Ég kýs að fylgja hjartanu“

Arnar Þór Jónsson gefur kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi Meira

Akureyri Fyrirhuguð háhýsi munu tróna á svæðinu neðan við sjúkrahúsið og að kapellu við kirkjugarðinn. Miklar umræður hafa verið meðal bæjarbúa um svæðið við Tónatröð. SS Byggir sótti um fimm lóðir undir háhýsi.

Akureyringar ylja sér við funheitt háhýsamál

Úr bæjarlífinu Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri Umræður um skipulagsmál eru oft og tíðum ansi háværar, enda fólk sjaldnast sammála þegar að þeim kemur. Það hefur aldeilis verið skeggrætt um hugmyndir að nýjum og háum byggingum á Oddeyri í allan vetur. Meira

Kínverskt bóluefni samþykkt

Kínverskt bóluefni gegn kórónuveirunni hefur verið samþykkt til notkunar af hálfu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO. Er Sinopharm sjötta bóluefnið sem hlýtur samþykki stofnunarinnar. Meira

Sjókvíar Arnarlax undirbýr aukningu á laxeldi í sjó á heimaslóðum.

Laxaseiði úr bleikjustöðvum

Arnarlax hefur keypt tvær fiskeldisstöðvar á Suðurlandi, aðra í Þorlákshöfn og hina á Hallkelshólum í Grímsnesi, og hyggst koma þar upp seiða- og stórseiðastöðvum fyrir sjókvíaeldi sitt á Vestfjörðum. Meira

Gjörbreytt Lóð Vöku við Héðinsgötu hefur breyst mikið síðustu mánuði. Gámar hafa verið fjarlægðir og létt girðing kemur í þeirra stað á næstunni.

Vaka fjarlægir umdeilda gáma

Miklar breytingar á lóð fyrirtækisins í Laugarnesi • Telur sátt um starfsemina Meira

Brautryðjandinn til fyrra horfs

„Þetta gekk bara mjög vel,“ segir Sigurður Trausti Traustason, umsjónarmaður safneignar Listasafns Reykjavíkur, um viðgerð á listaverkinu Brautryðjandanum, eftir Einar Jónsson, á fótstalli styttunnar af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli. Meira

Minningar Fæðingarheimili Reykjavíkur var rekið fram til 1995.

Fæðingarheimili Reykjavíkur opnað eftir langt hlé

Leitað að hentugu húsnæði • Borgin afsalar sér nafninu Meira

Hreiður Tjaldurinn lá á eggjunum og snjórinn var allt í kring. Snjórinn stóð ekki lengi við og hvarf aftur í gær.

Tjaldurinn lá á þrátt fyrir snjóinn

Snjó kyngdi niður á Heimaey í Vestmannaeyjum í gærmorgun. Það er mjög óvenjulegt þegar vika er liðin af maímánuði að þar snjói jafn hressilega og í gærmorgun. Snjórinn hvarf fljótt aftur. Meira

Þríeykisganga Íbúar og starfsfólk Seljahlíðar viðra sig í hléi á faraldri.

Vonast eftir ráðstöfunum á næstunni

Forsvarsmenn hjúkrunarheimila funda með heilbrigðisráðherra, fjárlaganefnd og velferðarnefnd • Ekki hafa fengist skýr svör en þess er vænst að stjórnvöld auki fjárveitingar til starfseminnar Meira

Vogabyggðin Nýtt hverfi við Elliðaárvog sem nú er verið að byggja upp. Íbúarnir eru óánægðir með kvöð um berjarunna í einkagörðum sínum.

Berjarunnar enda í borgarstjórn

Ágreiningur var í borgarráði • Meirihlutinn tilbúinn að skoða nýjar hugmyndir • Forræðishyggja segja sjálfstæðismenn • „Hvort á maður að hlæja eða gráta,“ spyr Vigdís Hauksdóttir Meira

Hestamaður Dagný Bjarnadóttir segir mikilvægt að menn geti haldið áfram að ríða á milli hesthúsahverfanna á höfuðborgarsvæðinu og inn á net reiðvega landsins. Hún segir hægt að koma í veg fyrir slys með réttu skipulagi.

Það er nóg pláss fyrir okkur öll

Dagný Bjarnadóttir formaður reiðveganefndar Fáks segir að margt megi laga með réttu skipulagi • Samtök hestamanna og hjólreiðafólks efna til fræðsluátaks um mismunandi þarfir útivistarhópa Meira

Guðlaugur Þór Þórðarson

Jákvæð afkoma af rekstri ráðuneytis

Afkoma ársins 2020 af rekstri utanríkisráðuneytisins er jákvæð sem nemur tæpum 1,2 milljörðum kr. Meira

Sigur framleiðenda og seljenda vímuefna

Lögreglustjórafélag Íslands telur einsýnt að frumvarp Svandísar Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna muni valda aukinni fíkniefnaneyslu ungmenna og jákvæðara viðhorfi þeirra gagnvart vímuefnum. Meira

Frjáls verslun Arnar Sigurðsson vill lækka verð á áfengi til Íslendinga.

Bjórinn er 25% ódýrari í nýrri verslun

Arnar Sigurðsson, stofnandi Santewines SAS, vill bæta vínmenningu Íslendinga • Flytur inn vín frá Frakklandi og þekktar bjórtegundir • Segir neytendur spara mikið á því að sneiða hjá Vínbúðunum Meira

Horft yfir Meradali og Geldingadali Á miðri myndinni má sjá vegslóð utan í hæð en hún var notuð til að aka upp úr Meradölum og að gosinu. Hraunið hefur umlukt hæðina og lokað leiðinni.

Uppbygging áformuð á gosslóðum

FETAR hefur lýst vilja til að sinna farþegaflutningum að gosinu í samráði við landeigendur og skipulagsyfirvöld • Umhverfisstofnun hefur fengið fjölda fyrirspurna um leyfi til aksturs að gosinu Meira

Dagur B. Eggertsson

Skoða sveigjanleg starfslok

Starfshópur Reykjavíkurborgar skoðar fyrirkomulag starfsloka og mótar tillögur að breytingum • Fólk geti unnið lengur en til sjötugs • Starfsmenn yfir 10 þúsund Meira

Í Gróskusalnum Árný Björk Birgisdóttir á sex málverk á sýningunni.

Eldmóður og kraftur

Salonsýning Grósku við Garðatorg í Garðabæ framlengd • Árný Björk Birgisdóttir er ánægð með viðtökurnar Meira

Grafarvogur Hjúkrunarheimilið Eir. Nýtt heimili mun bætast við.

Allt að 344 ný hjúkrunarrými

Borgarráð samþykkti á fimmtudaginn drög að samningi við heilbrigðisráðuneytið um byggingu hjúkrunarheimilis sem reist verður á svæði við Mosaveg í Grafarvogi. Einnig voru samþykkt drög að viljayfirlýsingu um byggingu hjúkrunarheimilis á Ártúnshöfða. Meira

Mikil óánægja Íbúar kofaborgarinnar Jacarezinho mótmæltu í gær atburðunum innan hverfisins.

Sökuð um aftökur án dóms og laga

Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (SÞ) gagnrýndi eftirför lögreglu eftir fíkniefnasölum inn í fátækrahverfi Rio de Janeiro í fyrrinótt en að minnsta kosti 25 biðu þar bana. Lögreglan var sökuð um misnotkun fólks og aftökur án dóms og laga. Meira

Landgræðsla Bændur og áhugafólk vinna mikið að uppgræðslu. Hér er áhugafólk að blanda áburð til að dreifa á Hrunamannaafrétti.

Ástand vistkerfa landsins enn bágborið

Áætlað er að síðustu þrjátíu ár hafi verið græddir upp 3.100 ferkílómetrar lands. Meira

Saman Pétur Oddsson brenndist mikið á efri hluta líkamans í slysinu. Með Sigurlínu Guðbjörgu konu sinni sagði hann starfsfólki Kerecis sögu sína í gær. Vörur fyrirtækisins gerðu kraftaverk í átt til bata.

Roð af þorskinum reynist vel

Fékk straum í háspennuvirki og 45% af húðinni brunnu • Sárin gróa með afurð úr sjónum • Langri meðferð á sjúkrahúsi að ljúka • Endurhæfingin tekur við Meira

Grímsey Ráðgert er að íbúar verði bólusettir í eynni í stað Akureyrar.

Bólusetning í Grímsey á teikniborðinu

Eyjarskeggjar hefðu annars þurft að taka á sig háan kostnað og vinnutap Meira

Setning landsfundar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri-grænna, flytur opnunarræðu við setningu rafræns landsfundar Vg í gær. Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, flutti ávarp á fundinum.

„Óhrædd við að endurskoða hugmyndir okkar“

Vill byggja á því sem gert hefur verið á kjörtímabilinu Meira

Lilja Alfreðsdóttir

Stíga þurfi fastar til jarðar

Í kjölfar annarrar #metoo-bylgju hefur umræðan um kynfræðslu í skólum fengið byr undir báða vængi á ný. Kallað hefur verið eftir breytingum á núverandi fyrirkomulagi lengi, en sumir telja að fræðslan byrji of seint og sé ekki nógu yfirgripsmikil. Meira