Fréttir Þriðjudagur, 26. janúar 2021

Hluti landsins útilokaður

Bannað verður að reisa vindorkuver á friðlýstum svæðum, svæðum sem ætlunin er að friðlýsa og á miðhálendinu • Tillögur að sérstökum reglum um vindorku Meira

Eldsvoði Kaldasel

Kviknaði tvisvar í á einum sólarhring

Tvisvar á einum sólarhring var allt tiltækt lið slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins sent að sama einbýlishúsi við Kaldasel í Breiðholti. Meira

Costco Dæmi um beina erlenda fjárfestingu.

Sárvantar erlenda fjárfestingu

Konráð S. Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, segir að erlend fjárfesting skipti mjög miklu máli er kemur að því að byggja upp nýjar og gamlar atvinnugreinar og geti stutt við flestan atvinnurekstur. Meira

Strokkur Geysissvæðið hefur lengi dregið að fjölda ferðafólks.

Friðlýsing háhitasvæðis Geysis á borði ráðherra

Undirbúningi friðlýsingar háhitasvæðis Geysis fyrir orkunýtingu er lokið hjá Umhverfisstofnun. Málið er nú á borði ráðherra. Unnið hefur verið að málinu í eitt ár. Meira

Hafa séð það hvítara

„Það er dálítið mikill snjór,“ sagði Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Meira

Eykur líkur á næturvætu

Vísindamenn við Háskólann í Árósum og við rannsóknarsjúkrahúsið í Árósum hafa greint erfðaafbrigði sem getur haft áhrif á hvort börn eigi erfitt með að hætta að væta rúmið þegar þau eldast. Meira

Kraftur í loðnumælingum næstu daga

Sjö skip taka þátt í verkefninu • Bjartsýni meðal útgerðarmanna um að ráðgjöf verði hækkuð Meira

Ekki enn ástæða til að slaka á

Guðni Einarsson Jóhann Ólafsson Alls hafa 43 greinst með B.1.1.7, hið svokallaða „breska afbrigði“ kórónuveirunnar, þar af sjö innanlands. Einn greindist með Covid-19 innanlands í fyrradag. Meira

Framkvæmdir Fjölmargar umsóknir um hlutdeildarlán hafa borist.

447 sóttu um hlutdeildarlán

Alls var 171 umsókn um hlutdeildarlán samþykkt á árinu 2020. Samtals bárust 327 umsóknir á tímabilinu, en verkefnið fór af stað í byrjun nóvembermánaðar í fyrra. Meira

Ísafjörður Landsbankahúsið er afar sterkur hluti af bæjarmyndinni.

Bankahúsið er óselt

Tilboðum sem borist hafa ekki tekið • Landsbanki áfram í hjarta bæjarins Meira

Vill sérstaka skrá fyrir sérviskunöfn

Í síðustu viku samþykkti mannanafnanefnd aðra útgáfu af nafni en það sem lagt hafði verið fyrir nefndina. Þannig var eiginnafninu Alaia hafnað, en þess í stað var ákveðið að úrskurða nafnmyndina Alaía í mannanafnaskrá. Meira

Sundhöllin Slysið átti sér stað þar.

Andlátið rannsakað sem vinnuslys

Andlát manns sem lést í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudag er rannsakað sem vinnuslys. Er það vegna þess að maðurinn var að störfum þegar andlátið átti sér stað. Þetta staðfestir Jóhann Karl Þórisson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á... Meira

Tökur Minnst fimm nýjar íslenskar kvikmyndir eru á teikniborðinu í ár.

Hugmyndin 25 ára gömul

Fimm kvikmyndir hafa fengið vilyrði fyrir framleiðslustyrk í ár • Hilmar Oddsson með stórskotalið í vegamynd Meira

Blær byggir Leigufélagið hefur fengið úthlutaða lóð í Úlfarsárdal.

Blær hyggst byggja í Úlfarsárdal

Borgarráð hefur samþykkt úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar fyrir 36 íbúðir við Skyggnisbraut 21-23, Silfratjörn 1-3 og Gæfutjörn 18 í Úlfarsárdal. Lóðarhafi er Blær, leigufélag VR. Meira

Íshellir Vegna fjölda gesta átti að takmarka aðgengi í íshella.

Fjöldatakmarkanir í íshella felldar niður

Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hefur ákveðið að tillögu svæðisráðs suðursvæðis þjóðgarðsins, að fella nú þegar niður áður ákveðnar fjöldatakmarkanir í samningum sem gerðir voru við fyrirtæki í atvinnutengdri starfsemi í íshellaferðir og jöklagöngur... Meira

Öflugt skip Skandi Acercy gnæfði yfir hafnarsvæðið á Eskifirði í fyrrinótt þegar komið var með prammann. Skipið er 157 metra langt, þyrlupallur er fremst á því og það er búið öflugum krana.

160 metra skip með nýjan pramma

Þjómustuskipið Skandi Acercy lagðist að bryggju á Eskifirði í fyrrinótt. Frá borði var hífður tæplega 20 metra prammi, sem Laxar ehf. hafa leigt frá Noregi til að sinna fóðrun í eldiskvíum við Gripalda í sunnanverðum Reyðarfirði. Meira

Frá Englandi Bólusetningarmiðstöð hefur verið sett upp í Winter Gardens í Blackpool á Norðvestur-Englandi. Opna á fleiri en 30 bólusetningarmiðstöðvar gegn Covid-19 víðsvegar um England í þessari viku. Bólusetningarherferðin er sú umfangsmesta sem um getur í sögu Stóra-Bretlands.

Dauðsföll ekki rakin til bóluefnis

Flestir bólusettra gegn Covid-19 sem létust voru háaldraðir og veikir Meira

Snjólaug Bruun

Snjólaug Bruun lést á öldrunardeild Landspítalans á Vífilsstöðum 23. janúar síðastliðinn, á 90. aldursári. Snjólaug var fædd í Reykjavík 23. september 1931. Meira

Vindrafstöð Kynntur hefur verið fjöldi vindorkugarða um allt land.

Vindorkuver bönnuð á svæðum

Sérstakar reglur settar um vindorku skv. frumvarpi um breytingar á lögum um rammaáætlun • Vindorkuver verði bönnuð á friðuðum svæðum og miðhálendi • Sérreglur á viðkvæmum svæðum Meira

Bandaríkjaher Banninu var mótmælt á sínum tíma árið 2017.

Leyfir transfólki að þjóna í hernum

Joe Biden Bandaríkjaforseti samþykkti í gær tilskipun, þar sem transfólki var leyft að þjóna í bandaríska hernum á ný, en Donald Trump, fyrirrennari hans, setti bann á slíkt árið 2017. Meira

Kórónuveiran Hjúkrunarfræðingur sinnir sjúklingi í Frakklandi.

Moderna-efnið sagt virka á afbrigðin

Fjórum sinnum fleiri störf glötuðust á síðasta ári en í kreppunni 2009 Meira

Mótmæli Tæplega 3.700 voru handteknir í 125 borgum á laugardaginn.

Ræddu viðskiptaþvinganir

Borrell mun heimsækja Rússland í næstu viku til að ræða mál Navalnís • Boðað til frekari mótmæla í næstu viku • Pútín neitar að eiga „Versalahöllina“ Meira

Skotland Alex Salmond og Nicola Sturgeon meðan allt lék í lyndi. Samband þeirra er baneitrað nú, en Salmond telur hana hafa bruggað sér launráð.

Sturgeon veðjar á sjálfstæðið öðru sinni

Skotar ganga til þingkosninga hinn 6. maí og flestir ganga að því vísu að Skoski þjóðarflokkurinn (SNP) vinni þar enn einn kosningasigurinn og endurheimti meirihluta á skoska þinginu í Holyrood í Edinborg. Nema eitthvað óvænt gerist. Meira

Á Dalatanga Aðalheiður Elfríð Heiðarsdóttir og Marzibil Erlendsdóttir.

Viðbúnar á Dalatanga

Mæðgurnar Marzibil Erlendsdóttir og Aðalheiður Elfríð Heiðarsdóttir, bændur á Dalatanga í Mjóafirði, tengdust við umheiminn þegar ljósleiðari var lagður til þeirra í haust og finnst þær hafa himin höndum tekið. „Þetta var mikil bylting og ég er enn í menningarsjokki,“ segir Marzibil, sem hefur búið þar sem vegurinn endar frá átta ára aldri, í um 53 ár að frátöldum skólatímanum. Meira