Fréttir Laugardagur, 21. september 2019

Dróninn Vekur athygli.

Fjárfestar skoða dróna

Hannaður sem fæla á flugvöllum • Gæti átt erindi í varnar- og öryggismál Meira

Sundabraut verði tilbúin fyrir 2030

Ráðherra boðar lágbrú • 120 milljarðar í samgönguáætlun Meira

Lögreglumönnum fjölgar

42 í stöðum yfir- og aðstoðaryfirlögregluþjóna • 43 aðalvarðstjórar og lögreglufulltrúar á höfuðborgarsvæði • Héraðslögreglumenn eru í dreifbýlinu Meira

Sauðárkrókur Drangey togari Fisk Seafood hér í heimahöfn.

Búhnykkur fyrir byggð í Skagafirði

Mikil verðmæti færast aftur í hérað með ávinningi þeim sem FISK Seafood og Kaupfélag Skagfirðinga hafði af hlutabréfaviðskiptum í Brimi hf. Þetta segja fulltrúar í sveitarstjórn Skagafjarðar í grein sem birtist á vef héraðsblaðsins Feykis í gær. Meira

Fjárlaganefnd vill ítarlegri úttekt á starfsemi Íslandspósts

Vilji er fyrir því innan fjárlaganefndar að frekari úttekt verði gerð á starfsemi Íslandspósts. Þetta segir Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis. Málefni Íslandspósts voru til umræðu hjá nefndinni í gær. Meira

Skaðabætur Hæstiréttur Íslands sýknaði fimm af sex sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu við endurupptöku þess síðasta haust.

Fallast ekki á bótakröfur Guðjóns

Stjórnvöld enn til í að semja við þá sem voru sýknaðir Meira

Stokkar, veggjöld og borgarlína

120 milljörðum verður varið til uppbyggingar samgangna á höfuðborgarsvæðinu á næstu 15 árum • Áætlunin felur m.a. í sér stokka, borgarlínu og veggjöld • Vegatengingar verða fyrir Sundabraut Meira

Landsréttur Fangelsisrefsingin var lækkuð úr fjórum árum í þrjú.

Fékk þriggja ára fangelsisdóm

Landsréttur hefur dæmt karlmann í þriggja ára fangelsi fyrir tvö kynferðisbrot gagnvart þáverandi eiginkonu sinni og fyrir blygðunarsemis- og barnaverndarlagabrot gagnvart syni sínum. Meira

Persónuvernd Í 6. gr. persónuverndarlaganna segir að víkja megi frá ákvæðum laganna í þágu fjölmiðlunar.

Markmið DV að vekja umræðu

Ritstjóri DV segir það meðvitaða ákvörðun að birta ekki myndir og heimilisföng barnaníðinganna • Sviðstjóri Persónuverndar segir lögin gilda takmarkað um vinnslu persónuupplýsinga í fjölmiðlum Meira

Vætutíðin Ferðamenn hafa þurft að verjast rigningunni undanfarna daga.

Sólskinsstundametið frá 1929 fellur ekki í sumar

Nú liggur ljóst fyrir að nýtt sólarmet verður ekki sett í Reykjavík á þessu sumri. Rigningatíðin að undanförnu hefur séð til þess. Sem kunnugt er stendur hið svokallaða veðurstofusumar frá 1. júní til 30. Meira

Leiðir ríkis og kirkju skilji 2034

Þingsályktunartillaga fjögurra flokka um aðskilnað ríkis og kirkju lögð fram Meira

Gerrit Schuil

Píanóleikarinn og hljómsveitarstjórinn Gerrit Schuil er látinn. Hann andaðist á líknardeild Landspítala í Reykjavík hinn 18. september eftir skamma sjúkdómslegu. Hann fæddist í Vlaardingen í Hollandi 27. Meira

Fagnefnd SÍ hundsar vilja ráðherra

Sérfræðingur í tannréttingum telur að heilbrigðisráðherra hafi ekki staðið við fyrirheit sín um að öll börn með skarð í vör/og eða gómi sætu við sama borð • Börn á Norðurlöndum njóti fulls réttar Meira

Rafrettur Um 100 tegundir vökva í þær hafa verið teknar úr sölu.

Veikindi í lungum talin rakin til rafrettna

Neytendastofa tók um 100 tegundir af vökva úr sölu • Faraldur vestanhafs Meira

50 kókaínpakkningar í nærfötunum

Íslensk kona úrskurðuð í gæsluvarðhald og einangrun í eina viku Meira

Gröfurnar klárar Orlik liggur við bryggjuna í Njarðvíkurhöfn.

Orlik bíður nú örlaga sinna

Umhverfisstofnun stöðvaði í byrjun mánaðarins niðurrif rússneska togarans Orlik í Njarðvíkurhöfn • Ástæðan var að skipið var flutt frá fyrirhuguðum niðurrifsstað • Hringrás hefur sótt um undanþágu Meira

Krabbameinsleit Mikið fjölgaði í ár í hópi þeirra kvenna sem komu á Leitarstöðina í fyrstu skimun fyrir krabbameini í leghálsi og í brjóstum.

Tvöfalt fleiri konur komu á Leitarstöð

Þeim konum sem fóru í fyrsta skiptið í leit að brjósta- og leghálskrabbameini hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins fjölgaði um rúm 100% á fyrstu sjö mánuðum þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Meira

Hundarnir frábærar fyrirsætur

Hundaljósmyndarinn Anna Szabo myndar hunda í íslensku landslagi • Myndir hennar hafa hlotið verðskuldaða athygli • Byrjaði sem hundaþjálfari á hundasýningum en leiddist út í að mynda hunda Meira

Keflavíkurflugvöllur Ráðast þarf í mjög kostnaðarsamar endurbætur á Alexandersflugvelli ef hann á að geta tekið á móti stórum farþegaflugvélum. Að auki væri rekstrarkostnaður á ári áætlaður á bilinu 400-600 milljónir króna.

Alexandersflugvöllur verði varaflugvöllur

Í svari í fyrra taldi ráðherra enga þörf á nýjum varaflugvelli Meira

Skipar hóp gegn sýklaónæmum bakteríum

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað starfshóp vegna átaks til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería á Íslandi. Meira

Ekki gefast upp Skallagrímsmenn!

Bæjarlífið Guðrún Vala Elísdóttir Borgarnes Hjá Sláturhúsi Vesturlands stefnir í 3.000 dilka slátrun og hefur sláturhúsið auk þess verið í nokkuð samfelldri stórgripaslátrun, en framkvæmdastjóri er Guðjón Kristjánsson. Meira

Hlýnunin ógnar lífríki sjávar og fiskstofnum

París. AFP. | Vísindamenn hafa varað við því að súrnun sjávar og aðrir fylgifiskar hlýnunar jarðar af mannavöldum geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir lífríki sjávar og fiskstofna. Meira

Rannsókn segir best að eldast á Íslandi

Ísland er í fyrsta sæti af 150 þjóðum þegar litið er til öryggis á eftirlaunaárum. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn franska fjárfestingarbankans Natixis sem gerir sömu rannsókn árlega. Meira

Félagsmál Steinn Halldórsson kann vel við sig á skrifstofu ÍBR og KRR.

Steinn síungt félagsmálatröll í um 45 ár

Grunnskólamót í fótbolta í Reykjavík haldið í 30. sinn Meira