Fréttir Mánudagur, 24. febrúar 2020

Landspítalinn Laun sjúkraliða eru mun lægri en sambærilegra stétta.

Grafalvarleg staða uppi

Formaður SLFÍ segir að heilbrigðiskerfið megi ekki við verkfalli sjúkraliða • Formaðurinn vonar að nú færist aukinn kraftur í viðræður • Aðgerðir 9. mars Meira

Fálki Kría hefur dafnað vel í fóstri hjá Friðbirni, sem er ráðsmaður á forsetasetrinu á Bessastöðum á Álftanesi.

Kría er enn á Bessastöðum

„Mér sýnist ekkert fararsnið vera á fuglinum, þótt hann sé að koma til og sé orðinn ágætlega fleygur hérna innanhús,“ segir Friðbjörn Beck Möller Baldursson, ráðsmaður á Bessastöðum. Meira

Bjarni Benediktsson

Bjarni vill leiða Sjálfstæðisflokkinn áfram

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur hug á að halda áfram að leiða flokkinn. Frá þessu greindi hann í Silfrinu í gær. Meira

Kjör Efling hefur talað fyrir launahækkunum innan kvennastétta.

Telur sátt um launaleiðréttingu

Framkvæmdastjóri SGS segir stöðuna í Reykjavík sérstaklega erfiða • Raunhæft að Efling nái að semja við borgina í þessari viku • Veltur á samningsvilja Reykjavíkurborgar, segir Viðar Þorsteinsson Meira

Elliðaárdalur Svona gæti útsýnið orðið yfir Elliðaárdalinn þegar gróðurhús Biodome hefur risið, nái þau áform fram að ganga.

Enn deilt um Elliðaárdal

Deiliskipulag sagt skera dalinn mikið niður • Talsmaður Landverndar segir fyrirhugaða uppbyggingu ganga of langt • Óþarfa áhyggjur segir Sigurborg Ósk Meira

Kæra framkvæmd Þjóðskrár

Hollvinasamtök Elliðaárdals, sem hafa staðið að undirskriftasöfnun undanfarið til að knýja fram íbúakosningu um skipulag og uppbyggingu í og við Elliðaárdalinn, hafa kært framkvæmd Þjóðskrár Íslands á undirskriftasöfnuninni til samgöngu- og... Meira

Sandstormur á Kanaríeyjum

Hundruðum flugferða aflýst • Sandur berst frá Sahara Meira

Báðar fylkingar fagna úrskurði

Óbyggðanefnd úrskurðar suðausturhluta Drangajökuls sem þjóðlendu • Bæði Vesturverk og andstæðingar Hvalárvirkjunar túlka niðurstöðuna sér í hag • Vesturverk telur áhrif á virkjunina engin Meira

Samstarf Eyjólfur Guðmundsson og Adolf Berndsen undirrita samning.

Semja um samstarf á Skagaströnd

BioPol og HA • Kortleggja tækifæri til verðmætasköpunar í sjávarútvegi Meira

Helga Jóna Ásbjarnardóttir (Lilla Hegga)

Helga Jóna Ásbjarnardóttir lést á gjörgæsludeild Landspítalans þriðjudaginn 18. febrúar, 76 ára að aldri. Hún var fædd í Reykjavík 26. júlí 1943, dóttir hjónanna Jórunnar Jónsdóttur húsmóður og Ásbjörns Ólafssonar Jónssonar sem bjuggu á 3. Meira

Bílstjóri sagðist geta slegið eins og Tyson

Karlmaður hefur í Héraðsdómi Reykjavíkur verið dæmdur fyrir að hafa slegið samstarfsmann sinn í tvígang í andlitið, með þeim af-leiðingum að brot kom í kinnbein brotaþola. Voru málsatvik þau að aðfaranótt 18. Meira

Heilsugæslan Mikilvægast er að traust ríki í samskiptum og þar stöndum við vel, segir Óskar Reykdalsson.

Þröskuldar eru lægri

„Heilsugæslan er orðin fólki aðgengilegri en var og æ oftar fyrsti viðkomustaður þeirra sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda. Meira

Jóhanna af Örk Franska herskipið Jeanne d'Arc var í byrjun síðustu aldar með fjórtán fallbyssur sem notuðu 138,6 mm kúlur sömu gerðar og fundust í Þrídröngum á árinu 1938. Fleiri frönsk herskip voru með þannig vopnabúnað.

Æfingaskot frá byrjun síðustu aldar

Franskur sprengisérfræðingur telur að ekki sé púður í fallbyssukúlunum sem fundust í Þrídröngum • Leitin að franska herskipinu heldur áfram • Ekki mörg skip með fallbyssur af þessari gerð Meira

Lúpínusláttur Myndin var tekin við Sandvatn í fyrrasumar.

Lýsa yfir stríði gegn ágengum tegundum

Mývetningar ætla að uppræta skógarkerfil, lúpínu, njóla og þistil Meira

Leiðtogafundur Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði fundinn sýna að Evrópusambandið þyrfti ekki Breta til að sýna óeiningu.

Deilt um framtíðarfjármögnun ESB

Leiðtogafundi Evrópusambandsins lauk á föstudag án þess að samkomulag næðist um fundarefnið, fjárhagsramma sambandsins til næstu sjö ára. Deilt er um fjármögnun ESB nú þegar Bretar hafa yfirgefið sambandið. Meira

Veira Íbúar í smábænum Casalpusterlengo hafa varann á.

Farbann í bæjum Norður-Ítalíu

130 tilfelli kórónuveiru eru staðfest á Ítalíu • Nágrannaríki loka landamærum að Íran vegna veirunnar • Hæsta viðbúnaðarstigi lýst yfir í Suður-Kóreu Meira

Maður og konur á göngu í Kabúl fyrir helgi.

Hillir undir lok átakanna í Afganistan?

Tímabundið vopnahlé var undirritað fyrir helgina á milli Bandaríkjamanna og talíbana í Afganistan, og á það að standa til næsta laugardags. Meira

Lítill völlur Ármenningar á æfingu í íþróttahúsi Langholtsskóla.

Ármann á hrakhólum

Íþróttahús vantar í hverfið • Brottfall vegna aðstöðuleysis Meira