Fréttir Fimmtudagur, 23. september 2021

Ljúffengur biti Gott er að gefa sér góðan tíma í baksturinn en það skilar sér í enn meiri gæðum.

Limoncello-kaka sem bragðast eins og sælgæti

Limoncello er ítalskur sítrónulíkjör sem hefur verið framleiddur í rúmlega 100 ár. Nú loksins er hægt að fá íslenska framleiðslu á þessum magnaða drykk en það er Þoran Distillery sem hefur sett Limoncello Atlantico á markað. Meira

Þumlar Boris Johnson var hress og hvatti Frakka til að róa sig.

Hvetur Frakka til að róa sig

Frakkar reiðir út í Breta • Boris slettir á franskensku: „Donnez-moi un break“ Meira

Flóahverfi Veitur er fyrsta fyrirtækið til að hefja þar starfsemi.

Ætla sér í stórsókn

Grænir iðngarðar byggðir upp í Flóahverfi á Akranesi • Allur frágangur á svæðinu í takt við umhverfiskröfur Meira

Covid-19 Landsmenn hafa minni áhyggjur, enda flestir bólusettir.

Minnkandi áhyggjur af faraldrinum

Samkvæmt nýrri könnun Gallup hér á landi fer ótti fólks við smit af völdum Covid-19 almennt minnkandi. Könnunin var gerð dagana 9.-20. september sl. Af 1.635 manna úrtaki svöruðu um 800. Meira

Veiran Smitin eru enn þá 30-40 á dag en ástandið vel viðráðanlegt.

35 smit og 335 í einangrun

Alls greindust 35 kórónuveirusmit innanlands á þriðjudag. Þar af voru 15 í sóttkví við greiningu. Þetta kemur fram á Covid.is. Í gær voru 335 manns í einangrun sem var einum færra en daginn áður. 1.353 voru í sóttkví, sem er fjölgun um 242 á milli daga. Meira

Uppboð á mörgum merkisritum

Fornbókaverðslunin Bókin heldur uppboð á mörgum merkisritum á vefnum http://uppbod.is. Meira

Ágúst Ólafur fer í síðustu ferðina

Núverandi alþingismenn missa umboð sitt frá og með næsta laugardegi • Allmargir þingmenn verða ekki í kjöri á laugardag • Utanlandsferðir þingmanna féllu niður í rúmt ár vegna heimsfaraldursins Meira

Hollt og gott „Ég reyndi líka að nota sem mest af lífrænt ræktuðu hráefni sem er næringarríkt eins og möndlur, haframjöl, hrásykur og kakó frá MUNA, segir María.

Sænskar ryksugur eins og í IKEA

Það eru sjálfsagt einhverjir sem muna eftir ryksugumolunum í IKEA en María Gomez á Paz.is hefur endurskapað þá í allri sinni dýrð. Meira

Vandvirk Unnur við útsaum við eldhúsborðið heima á Kópsvatni.

Unnar-púðar eru seldir til styrktar Downs-félaginu

„Þetta á upphaf sitt í því að þegar Unnur var í sjötta bekk í grunnskóla var handavinnukennarinn hennar hér í Flúðaskóla að reyna að finna eitthvað fyrir hana að gera sem hæfði henni. Meira

Reykjavík Á fyrstu sex mánuðum 2019 nam fjárfesting sveitarfélaganna rösklega 10% af tekjum en tveimur árum síðar aðeins 7,9%.

Staða sveitarfélaga hefur versnað

Halli fjögurra af stærstu sveitarfélögunum hefur nær tvöfaldast á milli ára • Skuldir hækkuðu um 13,9 milljarða frá áramótum • Mestur var hallinn hjá borginni á fyrri hluta ársins, 10,4% af tekjum Meira

Umferð Nýta á myndavélar til að sinna sjálfvirku meðalhraðaeftirliti.

Mæla meðalhraða á vegarköflum

Meðalhraðamyndavélar á Þingvallavegi og í Hvalfjarðargöngum til skoðunar Meira

Kennslugarður Hvalbein prýðir hliðið að Skrúði á Núpi í Dýrafirði.

Friðlýsing Skrúðs á Núpi undirbúin

Undirbúningur er hafinn að friðlýsingu garðsins Skrúðs á Núpi í Dýrafirði. Bréf Minjastofnunar þessa efnis var lagt fram á fundi bæjarráðs Ísafjarðar í vikunni, en garðurinn er nú í eigu og umsjón Ísafjarðarbæjar. Meira

Horfur Árni M. Mathiesen kynnir Kristjáni Þór Júlíussyni skýrsluna.

Tímabært að spá í framtíð fiskeldis

Tækni sögð forsenda vaxtar innan fiskeldis eigi ekki að fara út fyrir samþykkt eldissvæði • Umhverfið í lykilhlutverki Meira

2.655 einstaklingar sættu ákæru í fyrra

Alls sættu 2.655 einstaklingar og tólf fyrirtæki ákæru vegna ýmissa brota á seinasta ári. Karlar sem ákærðir voru eru í miklum meirihluta eða alls 2.168 en 475 konur sættu ákæru á árinu. Meira

Fengu sér húðflúr með eldgosinu eftir Íslandsferðina

Mæðgurnar Jolanta Kaziukoniene og Gabija Kaziukonyte heilluðust algjörlega af sjónarspili eldgossins í Geldingadölum, svo mjög að þær létu húðflúra eldfjallið á líkama sinn. Meira

Gos sem minnir á gamla tíma

Agla gosgerð sendir frá sér Kremúlaði • Ný útfærsla af Cream Soda sem framleitt var hér á síðustu öld • Dr. Gunni sáttur við útkomuna • Minnir á Morgan Cream Soda sem fékkst á Akureyri Meira

Umræður Jim Ratcliffe veltir hér stöðu laxastofnanna fyrir sér á málþingi Six Rivers Project. Earl Perry, forseti Atlantic Salmon Trust, og Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri ferskvatnssviðs Hafrannsóknastofnunar, hlýða á.

„Heyrum bara slæmar fréttir af stöðu laxins“

Félag Jims Ratcliffes með málþing um atlantshafslaxinn Meira

Skagamenn í stórsókn í atvinnumálum

Grænir iðngarðar rísa í Flóahverfi • Fyrirtæki geti komið sér fyrir í öruggu umhverfi sem stenst kröfur framtíðar • Byggist hratt upp á næstu árum • Samfélag þjónustu- og framleiðslufyrirtækja Meira

Afbrot Lögreglan hefur jafnan nóg við að vera alla daga ársins.

Meira ofbeldi og þjófnaðir

Skráð voru 776 hegningarlagabrot á höfuðborgarsvæðinu í ágúst og fækkaði þessum brotum töluvert á milli mánaða. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir 2021. Meira

Sex ráðherrar oddvitar fram boða í Reykjavík

Reykvíkingar eru um þriðjungur kjósenda á landinu. Í borginni koma meginlínur í þróun samfélagsins fram í pólitíkinni, þó sértækari mál eins og umferðarteppur séu einnig rædd. Meira

Rústir Aðeins sökklar standa eftir og stórt sár er í þorpsmyndinni. Strax er hugur í fólki að reisa nýja kirkju.

Eldurinn bókstaflega át kirkjuna

Merkar menningarminjar fóru forgörðum • Miðgarðakirkja brann á 20 mínútum • Áfall fyrir samfélagið • Sterk viðbrögð • Óhugsandi að engin kirkja verði í Grímsey, segir biskup Íslands Meira

Innkeyrsludyr Framan á húsinu eru innkeyrsludyr. Eigendum er gert að sækja um byggingarleyfi til að mega nota þær.

Allt komið í hnút vegna hæðarkóta

Loftkastalinn í Gufunesi ósáttur við framgöngu borgarinnar • Rekja upphafið til rangra hæðarkóta • Hafa tekist á við kerfið í á þriðja ár • Þurfa lausn til að geta haldið framkvæmdum áfram Meira

Handsalað Dagur B. Eggertsson og Sigurður Ingi Jóhannsson í sumar.

Sparar 60 milljóna kílómetra akstur árlega

Verulegur samfélagslegur ávinningur verði ráðist í byggingu Sundabrautar Meira

Evrópa Evrópumenn fagna sigri árið 2018 á Le Golf National í Frakklandi. Fremst á mynd eru Francesco Molinari og Tommy Fleetwood, sem léku saman allt mótið og komu mjög á óvart.

Heiður, dramatík og ættjarðarást

Evrópa og Bandaríkin keppa sín á milli um hinn sögufræga Ryder-bikar í golfi um helgina Meira

Fjölskyldan Hópurinn samankominn, standandi frá vinstri eru Vignir, Ágúst Helgi, Jón Elí, Kristín Birna og Katrín Dröfn. Börn, frá vinstri talið, eru: Örn Ómar, Björgmundur Steinar og tvíburarnir Viggó Freyr og Arndís Una. Á myndina vantar Víking Örn sem er nýfluttur að heiman.

Vignir gerðist norskur bóndi

Rekur stærsta sauðfjárbú í Møre og Romsdal • Flytur inn fjárhúsainnréttingar frá Hollandi og þjálfar knattspyrnu • Miklu munar á hugsunarhætti frændþjóða • Fjallgöngugarpur í frístundum Meira

Merktur Helsinginn Laki sést hér í miðjum hópnum og þekkist af staðsetningartækinu sem hann ber um hálsinn. Skaftárhreppur styrkir hálsmerki Laka. Myndin var tekin í gæsarétt þar sem helsingjunum var smalað saman.

Gæsategundir sýna ólíka hegðun

Grágæsir eru yfirleitt heimakærar • Heiðagæsir eru víðförlari • Helsingjar fara víða yfir sumarið en halda sig á sama stað yfir veturinn • Tæki senda staðsetningu gæsa með smáskilaboðum Meira

Furugerði Búið er að rífa gróðurhús Grænuhlíðar. Íbúðarhús munu rísa þar.

Deilt um innkeyrslu að lóð í Furugerði

Ágreiningur var nýlega í borgarráði þegar tekin var til afgreiðslu beiðni umhverfis- og skipulagssviðs um leyfi til að bjóða út framkvæmdir við gerð nýrrar aðkomu að lóðinni Furugerði 23. Meira

Fremri-Kárahnjúkur Hrunvarnir eru komnar til ára sinna og þörf var á endurbótum. Verkið verður unnið 2022.

Unnið við krefjandi aðstæður

Landsvirkjun ætlar að setja upp girðingar til að hefta hrun grjóts úr Fremri-Kárahnjúk • Verkið verður unnið í miklum bratta og mun því krefjast sérhæfðrar þekkingar • Verður unnið næsta sumar Meira

Mikið eignatjón vegna eldgossins

Breiður hraunveggur fikrar sig niður fjallshlíðarnar á eyjunni La Palma, einni af Kanaríeyjunum, en eldgos hófst þar í byrjun vikunnar. Um miðjan dag í gær hafði hraunið eyðilagt að minnsta kosti 320 byggingar. Meira

Dagmál Gísli Freyr og Inga Auðbjörg ræða stöðuna í kosningabaráttunni.

Snýst um trúverðugleika leiðtoga

Kosningabaráttan sem nú er í hæstu hæðum hefur einkennst af markaðssetningu á einstaklingum og trúverðugleika þeirra til forystu og síður af umræðu um málefni. Meira

Rammi Nýi ísfisktogarinn er væntanlegur til Siglufjarðar eftir tvö ár og verður svipaður og Akurey og Viðey RE.

Nýr togari Ramma smíðaður í Tyrklandi

Japanstogarinn Múlaberg 50 ára þegar nýja skipið kemur Meira

Ólafur Már Björnsson

Skjáþreytan sækir á augun og þjáir fólk á öllum aldri

Hvíla þarf augun af og til • Gott ráð að nota gervitár Meira

Vinsældir Væntanleg bók Bergsveins Birgissonar vekur forvitni margra.

Kemur út í fjórum löndum

Útgáfurétturinn á nýrri skáldsögu Bergsveins Birgissonar, Kolbeinsey, sem væntanleg er hjá Bjarti í byrjun nóvember, hefur þegar verið seldur til þriggja landa. Meira