Fréttir Fimmtudagur, 2. apríl 2020

Halda eftir kortagreiðslum

Ferðaþjónustufyrirtæki fengu ekki greiðslu 31. mars • Nota átti peningana til að borga laun • Greiðslumiðlanir endurmeta áhættu vegna endurgreiðslukrafna Meira

Könnun Safnið hefur staðið fyrir þjóðháttakönnun í 60 ár, en könnunin nú er hin mikilvægasta frá upphafi.

Könnunin snertir alla þjóðina

„Mikilvægasta heimildasöfnun okkar frá upphafi,“ segir Þjóðminjasafnið Meira

Ágætisbyrjun Jóhannes Hinriksson með urriðann væna sem hann fékk í Ytri-Rangá, 81 cm og 7,6 kg. Fiskinum var sleppt eftir myndatöku.

Urriðaboltar í kuldanum

Stangveiðitímabilið hófst í gær • Kuldi gerði veiðimönnum erfitt fyrir • Margir birtingar tóku flugu í Leirá Meira

Mikill ágreiningur innan ASÍ

Fyrsti varaforseti ASÍ sagði af sér • Formaður og varaformaður VR hættu í miðstjórn • Forseti ASÍ harmar úrsagnir úr miðstjórn • SA óskuðu eftir því að dregið yrði úr launakostnaði fyrirtækja Meira

Kippur í sölu á léttvíni í mars

8,2% aukning í sölu vínbúðanna • Salan jókst er leið á marsmánuð Meira

Við Gullfoss Enn er fólk á ferðinni um Suðurland með kortin sín á lofti en þeim fer ört fækkandi.

Fresta útgreiðslu kreditkortagreiðslna hótels

„Það er nógu mikill slagur að standa í þessu á erfiðum tímum þó að ekki bætist þetta á. Þetta eru peningar sem ég á, það getur ekki farið á milli mála, og ég lít á þetta sem fjárdrátt,“ segir hótelstjóri á Suðurlandi þegar hann lýsir samskiptum sínum við Kortaþjónustuna nú um mánaðamótin. Henn fékk ekki þá fjármuni sem viðskiptavinir hans höfðu greitt með kreditkortum vegna þess að greiðslumiðlunarfyrirtækið hélt eftir allri fjárhæðinni vegna hugsanlegra krafna um endurgreiðslu frá viðskiptavinum sem ekki hafa notað fyrirframgreidda þjónustu. Tugir hótela munu vera í sömu stöðu. Meira

Engin áform um að hætta við próf

Til umræðu er nú í Danmörku að fella niður komandi stúdentspróf vegna þess ástands sem skapast hefur í skólamálum í kjölfar útbreiðslu kórónuveiru. Meira

Samkomubann líklega út apríl

Kórónuveirufaraldurinn á eftir að ná toppnum • Mikið álag á Landspítalanum, einkum á gjörgæslu • Aðgerðir eru stöðugt í endurskoðun • Nú reynir á úthaldið og samstöðuna • Veiran tekur ekki frí Meira

Steik Lítið er flutt inn af fersku nautakjöti þótt það sé orðið heimilt.

Flutt inn eitt tonn af fersku nautakjöti

Fyrstu sendingarnar af fersku nautakjöti, eftir að innflutningur á ófrosnu kjöti var heimilaður um áramót, komu til landsins um miðjan febrúar. Meira

Hvalaskoðun Reiknað með sáralitlum tekjum af farþegagjaldi.

Lækka farþegagjöld í hvalaskoðun

Stjórn Faxaflóahafna kom saman til fundar í gær og samþykkti aðgerðir í því skyni að koma til móts við viðskiptavini fyrirtækisins vegna heimsfaraldursins. Meira

Á heimleið Félagarnir Björgvin Logi t.v. og Greipur Þorbjörn á flugvellinum í Buenos Aries síðdegis í gær.

Íslenskir skiptinemar í biðstöðu í Argentínu

Skiptinemarnir og æskuvinirnir Greipur Þorbjörn Gíslason og Björgvin Logi Bjarkason voru vongóðir um að komast í sérstakt flug frá Buenos Aires í Argentínu til Frankfurt í Þýskalandi í gærkvöldi, en gert var ráð fyrir að vél Lufthansa færi í loftið um miðnætti að íslenskum tíma. Meira

Í mörgu að snúast Forseti Íslands þarf líka að sinna fjölskyldunni.

Bannar heimsóknir með „tilskipun“

Kórónuveirufaraldurinn snertir alla landsmenn, almenning sem forystufólk þjóðarinnar, og er ekkert heimili undanskilið. Fjölskylda Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, hefur fengið að kynnast því. Meira

Fær að áfrýja sýknudómi

Hæstiréttur hefur fallist á beiðni ríkissaksóknara um að áfrýja dómi sem Landsréttur kvað upp í febrúar en þá var kona sýknuð af ákæru fyrir hlutdeild í nauðgunarbroti. Meira

Kvótar ársins ákveðnir í deilistofnum

152 þúsund tonn í makríl • 91 þúsund tonn í norsk-íslenskri síld • 245 þúsund tonn í kolmunna Meira

Namm Nemendur grunn- og leikskólans taka upp grænmeti úr matjurtagarði skólans. Sigurbjörg H. Halldórsdóttir fremst.

Getum bætt við okkur börnum

„Skólinn er fullstarfandi því við erum svo fá að samkomubannið gildir ekki um okkur,“ segir Marta Guðrún Jóhannesdóttir, skólastjóri og kennari við Grunnskóla Drangsness. Nýlega var auglýst eftir skólastjóra og hún hlakkar til að hleypa nýjum að og segir smæðina vera kost. Meira

Veisla Haldið var upp á þúsund tonnin í brúnni á Bárði með gómsætri og fallega myndskreyttri tertu í fyrrakvöld. Frá vinstri: Sæbjörn Ágúst Svavarsson, Guðjón Árnason, Eiríkur Gautsson, Pétur Pétursson yngri, Loftur Bjarnason, Jóhann Eiríksson, Pétur Péturson eldri, Helgi Már Bjarnason, Kristján Helgason og Höskuldur Árnason.

Metmánuður að baki hjá áhöfninni á Bárði

Alls varð aflinn í marsmánuði hjá Bárði SH frá Ólafsvík 1.091 tonn og einhver kíló, eins og Pétur Pétursson, skipstjóri og útgerðarmaður, orðar það. Meira

Grindavík Einhamar gerir út tvo báta, Gísla Súrsson GK og Auði Vésteins SU, en dregið hefur úr sjósókn vegna ástandsins á helstu mörkuðum.

Dregur úr sölu hægt og bítandi

Þakka fyrir hvern dag án veikinda • Dregið úr sjósókn og færri í vinnu Meira

Hrefna Hvalveiðar eru umdeildar.

Hrefnukvótinn 1.278 dýr í Noregi

Norðmenn máttu hefja hrefnuveiðar ársins í gær, 1. apríl, og er heimilt að veiða 1278 dýr. Það er sami kvóti og í fyrra, en þá veiddust 429 dýr og var það lélegasta vertíðin fram til þessa. Meira

Biðin Þeir sem koma í sýnatöku aka inn á bílastæði á bak við heilsugæslustöðina.

„Þetta ár kemst í sögubækurnar“

Ungur læknakandidat gefur innsýn í starfið á heilsugæslustöð úti á landi í kórónuveirufaraldri • Faraldurinn hefur áhrif á fleiri en smitaða Meira

Sjómannadagur Stefnt er að hátíðarhöldum fyrstu helgina í júní.

Hátíð hafsins undirbúin

Undirbúningi fyrir Hátíð hafsins í Reykjavík er haldið áfram af fullum krafti. Hátíðin verður að öllu óbreyttu haldin um sjómannadagshelgina 6.-7. júní í sumar. Meira

Akranes Nýr stofnanasamningur skólans var gerður „eftir áralangt þóf“.

Samið um bætt kjör kennara FVA

Stofnanasamningur gerður í Fjölbrautaskóla Vesturlands • Launaflokka- og starfsaldurshækkun og 400.000 kr. eingreiðsla • Rúmast innan fjárheimilda FVA • Eldri samningur rann út 2013 Meira

Skimun Hjúkrunarfræðingur í hlífðargalla með hanska úti við sýnatöku.

Samfélagið í hlutlausum gír

Kórónuveiran nær nú orðið til landsins alls, þúsundir fólks eru í sóttkví og 1.220 smit af covid-19 eru staðfest. Samfélagið hefur verið sett í hlutlausa gírinn og samkomubann gildir út aprílmánuð. Meira

Vegagerðin flytur í Garðabæinn

Leigir endurbætt húsnæði á Suðurhrauni 3 • Höfuðstöðvar hafa verið í Borgartúní í nær 80 ár Meira

Innritun hefst í dag í leikskólana

Í dag, fimmtudaginn 2. apríl, hefst innritun í leikskóla í Reykjavík vegna plássa sem losna í haust þegar elstu leikskólabörnin byrja í grunnskóla. Foreldrar fá boð um vistun í gegnum innritunarkerfið Völu. Meira

Kýr Margir vilja auka framleiðsluna en fá ekki að kaupa nema lítið.

Allir buðu hámarksverð í kvóta

Tilboð á tilboðsmarkaði fyrir greiðslumark mjólkur tóku nær undantekningarlaust mið af því hámarksverði sem ráðherra hafði sett. Meira

Eins og þegar Palli var einn í heiminum

Það var vetrarríki hvarvetna og fáir á ferli þegar Ragnar Axelsson ljósmyndari skrapp út á land nýverið. Ferðalagið var ef til vill ekki svo ólíkt því þegar Palli var einn í heiminum og greint er frá í vinsælli barnabók. Meira

Skoska akademían sýnir úrvalið

Konunglega skoska listaakademían sýndi nýverið úrval verka eftir nýútskrifaða myndlistarmenn • Listamennirnir vinna með ólíkar frásagnarleiðir en margir hafa náð góðu valdi á listsköpun sinni Meira

Leggi ekki áherslu á ávöxtun og arð á árinu

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur óskað eftir því við Bankasýslu ríkisins að hún horfi fram hjá kröfum um ávöxtun og arðgreiðslur á þessu ári. Meira

ESB Afstaða Ruttes er umdeild.

Greinir á um lántöku

Tveir af fjórum flokkum ríkisstjórnar Hollands ósammála stefnu Ruttes • Vilja „Marshall-aðstoð“ vegna veirunnar Meira

Faraldur Trump varaði við því að sársaukafullar vikur væru fram undan.

„Sársaukafullar vikur“ fram undan

Faraldurinn sagður mesta áskorun mannkyns frá seinna stríði • Markaðir falla eftir viðvörun Trumps • Rúmlega 30.000 látnir í Evrópu • Rúmlega 1.300 einkennalaus tilfelli staðfest í Kína Meira

Sótthreinsun Hermenn í Mjanmar sótthreinsa bænahús hindúa í Naypyidaw í gær til að hindra útbreiðslu kórónuveirunnar.

Er með stærri áföllum á síðari tímum

Þetta er með stærri áföllum sem riðið hafa yfir íslenskt samfélag á seinni tímum og er erfitt að finna hliðstæðu um svo skjóta og djúpa kreppu í samfélaginu,“ segir Guðmundur Jónsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, þegar hann er spurður um sögulegar hliðstæður kórónuveirufaraldursins, COVID-19, sem nú gengur yfir. Meira

Girnilegt Hér gefur að líta flatbrauð með perum, klettasalati, valhnetum, smá hunangi og óðalsosti.

Liba-brauð loksins fáanlegt á Íslandi

Til er það brauð sem þykir svo gott að veitingastaðir hafa slegist um það og hafa veitingamenn fullyrt að það eigi sér enga hliðstæðu. Meira

Uppfull af ást Þessi dásemdarbaka var gerð í höndunum af mikilli ást.

Galette með eplum og möndlufyllingu

Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir heldur úti matarblogginu Döðlur & smjör og hér deilir hún með lesendum gómsætu galette með eplum og möndlufyllingu. Meira

Einblínum á jákvæðar fréttir

Dj Dóra Júlía finnur ljósa punktinn í tilverunni og flytur góðar fréttir reglulega yfir daginn í útvarpinu og á vefnum. Fylgstu með á K100 og á k100.is Meira

Varin Pooja BHat er ávallt með grímu fyrir vitum sér þegar hún fer út að fóðra flækingana.

Fóðra hundruð flækinga í útgöngubanni

Eftir að strangt útgöngubann var sett á í Indlandi sitja eftir milljónir flækinga sem venjulega reiða sig á matargjafir vegfarenda. Meira

Gjöf Ólafur Axelsson og sr. Guðmundur Karl Brynjarsson í Lindakirkju með krossinn sem sr. Friðrik Friðriksson fékk í kveðjugjöf í Kanada fyrir rúmri öld.

Gjöfin er eina eignin

Áritaður kross sem séra Friðrik Friðriksson fékk í kveðjugjöf í Kanada 1915 fundinn • Fer til KFUM Meira