Fréttir Fimmtudagur, 14. nóvember 2019

Eykur færni og sjálfstraust

Flestir foreldrar á Norðurlöndunum telja að best væri að fæðingarorlofi væri skipt jafnt á milli foreldra. Fæðingarorlofið er styst á Íslandi af löndunum á Norðurlöndunum og eru íslenskir foreldrar þeir sem helst vilja að fæðingarorlofið verði lengt. Meira

Málið verði rannsakað

Samherjamálið verður væntanlega rætt á þingfundi í dag Meira

Héraðssaksóknari ákærir Skúla í Subway

Skúli Gunnar segir ákærurnar vera „algjörlega fráleitar“ Meira

Akureyri Höfuðstöðvar Samherja eru á Akureyri. Fyrirtækið er með starfsemi í mörgum löndum og heimsálfum.

Mikið áhyggjuefni fyrir atvinnulífið

Samherjamálið getur haft áhrif á þjóðina alla, segir Katrín Meira

Vinna 2.920 útlendingar án vinnu í október eða 38% atvinnulausra.

Búist er við að atvinnuleysi aukist

Erlendir ríkisborgarar án atvinnu í lok október voru 2.920 talsins eða um 38% allra atvinnulausra. Þessi fjöldi samsvarar um 8,3% atvinnuleysi á meðal erlendra ríkisborgara. Meira

Hádegismóar Við þetta skýli þarf strætó að stoppa og er það brot á lögum. Fyrir það má sekta vagnstjórann.

Vagnstjórar Strætó gætu átt von á sekt

Er annað „óhefðbundið“ hringtorg við Hádegismóa? Meira

Reykjavík með hæsta skatt

FA tók saman álagningarhlutföll fasteignaskatta í stærstu sveitarfélögunum • Reykjavík áfram með fasteignaskatt á atvinnuhúsnæði í lögleyfðu hámarki Meira

Leiðangri lokið Starfsmenn Landhelgisgæslunnar sinna ýmsum verkefnum. Hér er léttabátur að snúa aftur úr eftirlitsleiðangri að varðskipi.

Yfirlit um allt leitarsvæðið

Vaktstöð siglinga í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fær nú upplýsingar úr sjálfvirku auðkenningarkerfi skipa, AIS-kerfinu, úr gervihnöttum Evrópusambandsins beint inn á vöktunarskjái. Meira

Vilja ekki sameina Árnessýslu

Fimm hreppar hryggbrjóta Árborg • Hrunamannahreppur til í viðræður Meira

Sturlunga saga Búist er við því að bitist verði um þetta eintak.

Sturlungasaga á 150.000 krónur

„Það er alltaf áhugi á þessum skræðum og á þessum netuppboðum fáum við oft nýja kúnna,“ segir Ari Gísli Bragason bóksali. Nú stendur yfir veglegt bókauppboð á vefnum Uppboð.is. Meira

Sigurður Yngvi Kristinsson

Fyrstu niðurstöður rannsóknar kynntar

Greint verður frá fyrstu niðurstöðum rannsóknarinnar Blóðskimun til bjargar á opinni ráðstefnu um mergæxli á morgun. Meira

Talinn hafa sofnað eða misst athygli

Rannsóknarnefnd samgönguslysa birtir skýrslu um banaslys á Kjalarnesi Meira

Lágir skattar laða erlend félög til eyjarinnar Kýpur

Fyrirtæki greiða engan skatt af vaxtatekjum og tekjuskattur er lágur Meira

Jólabjórinn Allt klárt fyrir söluna í dag.

Jólabjór í sölu í vínbúðum í dag

Sala á jólabjór hefst í Vínbúðunum í dag. Alls verða 78 tegundir jólabjórs á boðstólum í ár auk þess sem sumar tegundir fást í mismunandi umbúðum og gjafaöskjum. Úrval jólabjórs hefur aldrei verið jafnmikið og nú. Meira

Einbreið Átak hefur verið gert undanfarin ár til að fækka þessum brúm.

Fjögur tilboð í smíði brúar yfir Kvíá

Fjögur tilboð bárust í smíði nýrrar brúar yfir Kvíá í Öræfum, en tilboð voru opnuð hjá Vegagerðinni í vikunni. Þegar fyrst var auglýst eftir tilboðum í verkið í júní í sumar barst ekkert tilboð. Því auglýsti Vegagerðin verkið á nýjan leik. Spennt ehf. Meira

Nýbyggingar Búseta Unnið er á fullu við húsin, sem eiga að verða tilbúin næsta sumar. Í baksýn má sjá Melana og íþróttasvæði KR við Frostaskjól. Við Keilugranda stóð áður vöruskemma fyrir saltfisk, sem rifin var árið 2017.

Íbúðir við Keilugranda ruku út

Búseti seldi 65 af 78 íbúðum fyrstu vikuna sem þær voru í sölu • Hluti íbúðanna stúdíóíbúðir sem m.a. voru ætlaðar fyrstu kaupendum • Gerir fólki kleift að flytja í nýja íbúð fyrir 2,3 milljónir króna Meira

Sögumenn Friðrik Þór Friðriksson og Einar Kárason hafa þekkst í hálfa öld og ýmislegt brallað saman. Nú kemur út ævisaga Friðriks sem Einar skráði.

Frikki er alltaf langbestur

Einar Kárason hefur ritað ævisögu Friðriks Þór Friðrikssonar • Hafa þekkst í hálfa öld • Bókin full af sögum af ótrúlegum ævintýrum • Hverjum manni hollt að rifja upp sögu sína, segir Friðrik Meira

Óttast um áhrif á starfsframa

Íslenskir foreldrar eru óánægðastir með lengd fæðingarorlofs samkvæmt nýrri norrænni skýrslu um fæðingarorlof feðra • Mismunandi túlkun foreldra á eigin ábyrgð þegar kemur að umönnun barna Meira

Drónaverkefnið F.v.: Stefán Hrafn Magnússon, Jón H. Arnarson og Ingvar Garðarsson við drónann sem þeir hafa þróað og prófað og er nú er orðinn flughæfur og tilbúinn til notkunar.

Vélknúinn hreindýrasmali

Íslenskur dróni með mikið flugþol kemur í stað þyrlu við hreindýrasmölun í Grænlandi • Þróunarvinnan hefur staðið í um 18 mánuði • Bensínknúin ljósavél hleður rafhlöður sem knýja spaðana Meira

Sundahöfn Mörg skip hafa nú þegar boðað komu sína hingað sumarið 2020.

Skemmtiferðaskip hafa komið til 22 hafna víða um land

Ellefu þingmenn úr fjórum flokkum á Alþingi hafa flutt þingsályktunartillögu um gerð stefnu um móttöku skemmtiferðaskipa á Íslandi. Fyrsti flutningsmaður er Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingmaður... Meira

Mælingar Lionsmenn bjóða upp á mælingar á blóðsykri í dag.

Dagur sykursjúkra

Alþjóðlegi sykursýkisdagurinn er í dag. Af því tilefni standa Lionsmenn fyrir blóðsykursmælingum í apótekum og heilsugæslustöðvum víða um land. Meira

Ætlaði að byggja en samt ekki

Seðlabankastjóri vísar á bug frétt um að áformað sé að hækka hús bankans • Í bréfi til skipulagsyfirvalda segir hins vegar að stækka þurfi húsið til að rúma starfsemina • Misræmið er óútskýrt Meira

Ný íþróttamiðstöð rís í Úlfarsárdal

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og ungir iðkendur í Fram tóku á þriðjudag fyrstu skóflustungu að nýrri íþróttamiðstöð félagsins í Úlfarsárdal. Framkvæmdir hefjast strax og verklok eru áætluð 2022. Verktaki er GG Verk ehf. Meira

Á Keflavíkurflugvelli Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og eiginkona hans, Karen. Hjónin heimsóttu Ísland í ágúst síðastliðið sumar.

ESB-aðild átti að bjarga öllu

Prófessor segir stjórnmálamenn hafa í örvæntingu leitað skjóls fyrir Ísland eftir efnahagshrunið • Eftir að vinaþjóðir höfnuðu aðstoð hafi Ísland horft til Kína • Bandamenn muni gera kröfur Meira

Vitnisburður Bill Taylor svarar spurningum þingnefndarinnar.

Beitti stjórnarerindreka þrýstingi

Bill Taylor, staðgengill sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, svaraði spurningum leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær og sagði m.a. Meira

„Þetta er afleiðing loftslagsbreytinga“

Mikið tjón varð vegna sjávarflóða í Feneyjum í gær og fyrrakvöld þegar sjór flæddi inn í margar gamlar byggingar, m.a. Markúsarkirkjuna. Meira

Útstirnið Ultima Thule fær nýtt nafn

Ultima Thule, fjarlægasta útstirni sólkerfisins, hefur fengið nýtt nafn, Arrokoth, sem þýðir „himinn“ á máli Powhatan-frumbyggja í Bandaríkjunum. Meira

Heimili í hættu Íbúar húss í grennd við bæinn Taree í Nýju Suður-Wales reyna að verja það gegn einum gróðureldanna sem hafa geisað í ríkinu.

1,1 milljón hektarar eldum að bráð

Gróðureldar taldir verða skæðari í Ástralíu vegna loftslagsbreytinga Meira

Auknar fjárfestingar hafa áhrif á veiðigjöld

Á grundvelli vísbendinga um væntanlegan útreikning veiðigjalda á næsta fiskveiðiári er reiknað með 2,1 milljarðs króna lækkun á veiðigjöldum, m.a. vegna aukinnar fjárfestingar og hærri afskrifta í sjávarútvegi. Meira

Feðgar Íslenskur karl er svekktur út í pabba sinn fyrir að skrá eigur sínar á konuna sína.

Pabbi færði allar eigur yfir á konuna sína

Sævar Þór Jónsson lögmaður/MBA svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá manni sem býst ekki við að fá arf. Meira

Prinsinn Hinum eina sanna Prins Póló er margt til lista lagt eins og landsmenn þekkja.

Prinsinn kominn með Bopp-ið í verslanir

Hinn eini sanni Prins Póló, sem í hversdagslífinu kallast Svavar Eysteinsson, hefur sett nýja vöru á markað sem kallast Bopp. Bopp er snakk framleitt úr lífrænt ræktuðu íslensku bankabyggi. Meira

Spennandi smáréttur Réttir sem þessi eru sniðugir í saumaklúbbinn.

Smárétturinn sem sló í gegn

Þessi skemmtilegi réttur er skemmtilega öðruvísi en hann er úr smiðju Maríu Gomez á Paz.is sem segir hann hafa komið einstaklega vel út. Fyrir þá sem hafa gaman af því að prófa eitthvað nýtt er snjallt að bjóða upp á þetta við skemmtileg tilefni enda bæði bragðmikill og spennandi réttur. Meira

Kynlífsmarkþjálfinn Kristín Þórisdóttir tekur fólk í kynlífsmarkþjálfun og sagði frá því í vikunni.

Ísland vaknar er ekkert mannlegt óviðkomandi

Viðmælendur Ísland vaknar eru fjölbreyttir og koma úr öllum kimum þjóðfélagsins. Þau ræddu meðal annars við kynlífsmarkþjálfa í vikunni. Meira

Tímamót Gunnþórunn Björnsdóttir er 100 ára í dag og byrjar á því að fá sér gott kaffi með Mogganum.

Þingeysku genin sterk

Ekki er langt síðan talað var um að allt væri fertugum fært en þegar rætt er við Gunnþórunni Björnsdóttur má segja að allt sé 100 ára fært. Meira