Fréttir Miðvikudagur, 17. október 2018

Íbúðaverðið gæti lækkað

Sérfræðingur hjá Gamma segir þéttingu byggðar gera íbúðir 30-50% dýrari • Verktakar hafi því byggt dýrari íbúðir • Nú sé komið að „leiðréttingu“ á verði Meira

Sjóðfélögum Lífsverks tryggður forgangur

Samkomulag hefur náðst á milli lífeyrissjóðsins Lífsverks og félagsins Íbúðir eldri borgara í Mörk ehf., sem er í eigu Grundar, um fjármögnun á allri nýframkvæmd félagsins á Suðurlandsbraut 68-70. Meira

Yfir 30 kílóa styrjur í eldi

Styrjur hafa dafnað vel í eldi í stöð Stolt Sea Farm á Reykjanesi síðustu ár. Þar eru nú um 200 styrjur og þær stærstu eru orðnar yfir 30 kíló að þyngd. Eldi styrju er þolinmæðisverk því sex til átta ár tekur að ala seiði fram til kynþroska. Meira

Norska leiðin seinkar framkvæmd

Vegagerðin telur að Reykhólaleið norsku verkfræðistofunnar yrði 4 milljörðum dýrari en Teigsskógarleiðin • Vilja halda sig við fyrri áætlanir • Hægt yrði að hefjast handa á næsta ári Meira

Hlemmur Mathöll er hluti af stærri rannsókn

Tillaga borgarfulltrúa Miðflokksins um óháða rannsókn á framúrkeyrslu við endurbætur á Hlemmi Mathöll fékk ekki náð fyrir augum meirihlutans á fundi borgarstjórnar í gærkvöldi, ekki frekar en aðrar rannsóknartillögur. Meira

Færri kynferðisbrot tilkynnt

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust sjö tilkynningar um kynferðisbrot í september og hafa þær ekki verið færri á einum mánuði síðan í febrúar 2014. Tilkynningarnar voru einnig 70% færri en meðaltalið síðustu 12 mánuði. Meira

Silkiormabóndinn í Grundarfirði

Utan um hverja púpu eru 700-1.300 metrar af silkiþræði Meira

Skattskrá allra afhent á pappír

Tekjur.is fengu skattskrána frá RSK og færðu sjálf í rafrænt form Meira

1.500 tonn af hvalaafurðum flutt til Japans

Hvalur hf. sendi tæplega 1.500 tonn af hvalaafurðum með frystiskipi frá Hafnarfirði til Japans á laugardaginn var, 13. október. Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. Meira

Ísland enn landfræðilega mikilvægt

75 ár frá því að orrustunni um Atlantshafið lauk • Minningarathöfn á varðskipinu Þór • Ísland gegnir enn mikilvægu hlutverki, segir aðmíráll í bandaríska sjóhernum • Heræfing hefst í dag Meira

Vænta lækkunar og fresta skiptum

Farið er að bera á því að erfingjar dánarbúa séu farnir að gera sér væntingar um að skattstofn erfðafjárskatts lækki eftir næstu áramót og óski eftir frestum á skiptalokum fyrirliggjandi dánarbúa fram yfir þann tíma. Meira

Bregðast við ákalli og selja nú pilsner á landsleikjum

Stefnubreyting hjá KSÍ • Raðir mynduðust á síðasta leik Meira

10 varamenn sitja á þingi

Nú um stundir sitja 10 varaþingmenn á Alþingi eða 16% þingheims. Þetta má lesa á vef Alþingis. Þingið var sett 10. september sl. og það sem af er þingi hafa varamenn verið kallaðir inn í 23 skipti. Meira

Frumvarpið „einn glundroði“

„Mannanöfn kunna við fyrstu sýn að þykja heldur léttvæg þegar rætt er um þjóðtungu Íslendinga og tilraunir til þess lengja í henni lífið. Svo er þó ekki. Meira

Skortur á virðingu fyrir höfundarrétti

Formaður höfundarréttarnefndar hyggst ræða afdrif lágmyndar Sigurjóns Meira

Styrjurnar spjara sig vel á Reykjanesi

Góður árangur í eldi nokkurra tegunda sem skilgreindar eru sem framandi Meira

Rannsókn á Landssímareit ekki lokið

Stjórn Félags fornleifafræðinga hefur sent Morgunblaðinu eftirfarandi athugasemd sem Sólrún Inga Traustadóttir, formaður félagsins, ritar undir: „Stjórn Félags fornleifafræðinga undrast gagnrýni í fréttaflutningi Morgunblaðsins um aðgang að gögnum... Meira

Eiríkur Briem

Eiríkur Briem, fyrrverandi framkvæmdastjóri, lést á krabbameinsdeild Landspítalans 12. október síðastliðinn. Eiríkur fæddist í Reykjavík 30. janúar 1948, sonur hjónanna Eiríks Briem rafmagnsverkfræðings og Maju-Gretu Briem. Meira

Þétting byggðar varð á versta tíma

Hagfræðingur segir þessa áherslu hafa ýtt upp íbúðaverði Meira

Þunglamalegt kerfi hækkar íbúðaverðið

Fram kom í máli Ingólfs Bender, aðalhagfræðings Samtaka iðnaðarins (SI), á fundi SI og Félags viðskipta- og hagfræðinga í gær að samkvæmt nýrri talningu SI eru nú 4.845 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu í smíðum. Meira

Sóttu aldrei um leyfi fyrir stækkun City Park Hotel

Ekki er til staðar byggingarleyfi og enn hefur ekki verið sótt um slíkt leyfi fyrir byggingaframkvæmdum vegna stækkunar City Park Hótel við Ármúla 5 í Reykjavík. Meira

Sprengjudrónum beitt 700 sinnum

Byltingarverðirnir, úrvalssveitir klerkastjórnarinnar í Íran, segjast hafa framkvæmt 700 drónaárásir á liðsmenn Ríkis íslams í Sýrlandi. Meira

Helmingur ráðherra er konur

Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu, hefur ákveðið að fækka ráðherrum sínum, sem eru þó enn tuttugu talsins, og hefur skipað konur í helming embættanna. Meira

Menn Ríkis íslams stráfelldir

Egypskar hersveitir segjast hafa drepið 450 vígamenn á átta mánuðum • Átökin eiga sér stað á Sínaískaga • Blossuðu upp í kjölfar árásar íslamista á mosku Meira

Eru örmagna eftir vinnu

Tæplega fjórir af hverjum tíu félagsmönnum í SFR telja vinnuálag sitt of mikið. Meira

Töluverður launamunur milli félaga

Heildarlaun félagsmanna í SFR hækkuðu um rúm 9% á seinasta ári og voru tæpar 541 þúsund kr. að jafnaði í janúar sl. Sömu sögu er að segja af launaþróun félagsmanna í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar (St.Rv. Meira

Myndlist, tíska og hundurinn Dreki

Ég býð mínu nánasta fólki í heimsókn í kvöld; verð þar með sushi og köku að hætti Betty Crocker. Svo má vel vera að eitthvað róttækara verði gert um helgina,“ segir Guðný Hrönn Antonsdóttir sem er þrítug í dag. Meira

Auðnutittlingur frá Akureyri til Skagen

Auðnutittlingur, sem Sverrir Thorstensen merkti á Akureyri 2. janúar síðastliðinn, endurheimtist í Skagen á norðurodda Jótlands á sunnudag. Meira