Fréttir Fimmtudagur, 25. apríl 2019

Hverfisgata 85-93 Íbúðir í húsinu eru komnar í almenna sölu.

Framboð án fordæma

70 íbúðir fara í sölu við Hverfisgötu • Yfir 300 nýjar íbúðir í sölu í miðborginni Meira

Skagfirðingur Hjálmar Sigmarsson fagnaði 100 ára afmælinu í gær.

Hjálmar fagnar 100 ára afmæli í faðmi fjölskyldunnar

Hjálmar Sigmarsson, fyrrverandi bóndi á Hólakoti í Unadal í Skagafirði, fagnaði 100 ára afmæli sínu í gær. Hann dvelur nú á hjúkrunardeild Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Sauðárkróki. Meira

Viðbygging Tölvugerð mynd sem sýnir hvernig byggingin gæti litið út séð frá Bankastræti. Tengigangur verður við Stjórnarráðshúsið.

Gæti verið tilbúin árið 2023

Unnið af fullum krafti að undirbúningi viðbyggingar við Stjórnarráðshúsið • Nýtt deiliskipulag fyrir lóðina unnið • Fornleifarannsókn í ár eða á næsta ári Meira

Minni þátttaka en árið 2015

Kjarasamningar samþykktir í öllum félögum Starfsgreinasambandsins og hjá verslunarmönnum • Sagnfræðingur segir meiri líkur á þátttöku þegar ágreiningur er um málin en þegar sátt er Meira

Fyrirtaka Annar sakborninga leiddur inn í héraðsdóm við fyrirtöku málsins.

Nauðguðu dóttur sinni

Hjón á Suðurnesjum voru í gær sakfelld í Héraðsdómi Reykjaness fyrir gróf kynferðisbrot gegn dætrum sínum. Meira

Leiðangur Á Snæfellsjökli sl. mánudag. Stapafell blasir við milli tækjanna og svo útsýni yfir Breiðuvík og Faxaflóa.

Hratt undanhald Snæfellsjökuls

Vísindamenn á dulmögnuðum og hverfandi jökli • Vetrarafkoman mæld og rúmmál reiknað • Ótrúleg atburðarás fyrir allra augum, segir þjóðgarðsvörður Meira

Jensína Andrésdóttir

Jensína Andrésdóttir á Hrafnistu í Reykjavík lést 18. apríl síðastliðinn, 109 ára og 159 daga. Í janúar náði hún þeim áfanga að verða elst allra sem hafa átt heima hér á landi. Meira

Fríhöfnin Sex starfsmönnum var sagt upp um síðustu mánaðamót.

Á ekki von á frekari breytingum

Ekki frekari uppsagnir hjá Airport Associates • Fleirum sagt upp í Fríhöfninni Meira

Miðbakki Bílastæðið sem mun víkja fyrir fólki og viðburðum. Í bakgrunni er gömul vöruskemma sem Ríkisskip reistu á sínum tíma við Geirsgötu 11.

Bílastæði við höfnina víkja fyrir fólki

Bílastæði á Miðbakka verða tekin undir viðburði og hátíðir • Sótt um leyfi fyrir götubitahátíð í sumar Meira

Graflax Listería getur m.a. fundist í ógerilsneyddum ostum og laxi og ætti því fólk með bælt ónæmiskerfi ætti ekki að borða hráan mat sökum hættu.

Ónæmisbælandi lyf og breyttar matarvenjur

„Listeríusýkingar eru tiltölulega sjaldgæfar sýkingar. Meira

Hermann Einarsson

Hermann Einarsson, kennari og útgefandi í Vestmannaeyjum, lést 20. apríl síðastliðinn. Hermann fæddist í Vestmannaeyjum 26. janúar 1942 og ólst upp í Eyjum, en var í mörg sumur í sveit undir Eyjafjöllum. Foreldrar hans voru Ásta Steingrímsdóttir, f. 31. Meira

Björg Þorsteinsdóttir

Björg Þorsteinsdóttir myndlistarkona lést 22. apríl sl., 78 ára að aldri. Hún fæddist 21. maí 1940. Björg var þekktur listmálari og grafíklistamaður. Hún stundaði myndlistarnám m.a. Meira

Viðskiptakjör á niðurleið

Mun skerða kaupmátt almennings • Hækkandi olíuverð hefur þar áhrif Meira

Valtor greiði 1,2 milljarða í bætur

Valitor var í gær gert að greiða Sunshine Press Productions (SSP) og Datacell, rekstrarfélagi Wiki-leaks, 1,2 milljarða króna í bætur fyrir að hafa lokað greiðslugátt þeirra fyrir Wikileaks í 617 daga. Meira

Reykjanesbrautin Vegarkaflinn sem á að tvöfalda liggur fram hjá Áslandshverfinu í Hafnarfirði. Tvöföldun þessa vegarkafla verður flókið verk og vandasamt að mati Vegagerðarinnar. Vegfarendur þurfa að sýna mikla tillitssemi.

Breikkun bíður enn um sinn

Lægstbjóðandi í tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði var ekki talinn fullnægja kröfum • Verktakinn gerði athugasemdir við ákvörðunina • Vegagerðin með málið til skoðunar Meira

Systrasamlagið Systurnar Guðrún og Jóhanna Kristjánsdóttir nutu sín vel í Skaraskúr um nokkurra ára skeið. Þær hröktust þaðan í ársbyrjun 2017.

Umdeildur skúr á Nesinu rifinn

Skaraskúr rifinn eftir áralangar deilur • Upprunalegi skúrinn reistur um miðjan níunda áratuginn • Naut mikilla vinsælda bæjarbúa • Bæjaryfirvöld hafa ekki ákveðið hvað kemur í staðinn Meira

Hverfisgata 85-93 Bílakjallari er undir húsinu. Á jarðhæð verður atvinnuhúsnæði. Húsið breytir götumyndinni.

Hefja sölu á 70 íbúðum á Hverfisgötu 85-93

Fyrstu íbúðirnar á þéttingarreit í borginni koma á markað Meira

Hátt verð en lítil fjölgun báta á grásleppu

Meðalverð á grásleppu sem seld er á markaði er nú 290 krónur á kíló, en var í fyrra 205 krónur. Meira

Hundafólk Georg Lárusson og Mette Pedersen búa á Ólafsvöllum og sinna þar ræktun íslenska fjárhundakynsins.

Skeiðin eru gjöful

Milli tveggja stórfljóta • Grasgefin sveit og 100 ferkílómetrar • Bjarni, Eiríkur, Jón og Ólafur • Óðal feðranna Meira

Litrík Erling um borð í TF-KAU fyrir framan flugskýlið í Múlakoti í Fljótshlíð. Erling, sonur hans, í farþegasætinu.

Elsta flughæfa vélin á Íslandi

Í Múlakoti í Fljótshlíð, skammt frá Hvolsvelli, geymir Erling Jóhannesson gamla flugvél sem á sér merka sögu. Hún er af gerðinni Boeing/Stearman PT-17 Kaydet og ber einkennisstafina TF-KAU. Meira

Hlauparar reima á sig hlaupaskóna

Vormaraþon Félags maraþonhlaupara (FM) verður haldið í 22. sinn í Reykjavík á laugardaginn. Búist er við fjölda erlendra hlaupara. Meira

Í brúnni Jan Broeks, yfirmaður alþjóðahermálaráðs Atlantshafsbandalagsins kynnti sér stöðu öryggis- og varnarmála hér á landi í gær og fékk meðal annars kynningu á varðskipinu Þór.

Höfum varðveitt friðinn í sjötíu ár

Jan Broeks, yfirmaður alþjóðahermálaráðs Atlantshafsbandalagsins, kynnti sér stöðu mála hér á landi í gær • Segir að Ísland hafi og muni gegna lykilhlutverki við að tryggja sameiginlegar varnir Meira

Belti og braut í brennidepli

Leiðtogar og fulltrúar tuga landa sitja fund um umdeilda framkvæmdaáætlun kínverskra stjórnvalda • Evrópuríki greinir á um þátttöku í áætluninni • Sögð styrkja stöðu Kína sem heimsveldis Meira

Skógareldur Reykur frá eldi í grennd við Sokndal í Noregi.

Hundruð manna flúðu skógarelda

Stokkhólmi. AFP. | Slökkviliðsmenn í Svíþjóð og Noregi reyndu í gær að slökkva skógarelda sem urðu til þess hundruð manna þurftu að flýja heimili sín um tíma. Tíu eldanna í Svíþjóð voru álitnir alvarlegir, að sögn almannavarnastofnunar landsins. Meira

Heimsókn Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, gengur framhjá heiðursverði við móttökuathöfn í Vladivostok.

Fyrsti fundur Kims og Pútíns

Kim Jong-un, leiðtogi norðurkóresku einræðisstjórnarinnar, kvaðst í gær hlakka til fyrsta fundar síns með Vladimír Pútín Rússlandsforseta sem fer fram í borginni Vladivostok í suðausturhluta landsins í dag. Meira

Rétturinn til að skrá hlutlaust kyn hjá ríki

Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um kynræntt sjálfræði er komið til allsherjar- og menntamálanefndar. Meira

FKA 2006 Hér tekur Ásdís Halla Bragadóttir, þá forstjóri BYKO, við viðurkenningu.

Margir sigrar í höfn

Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff, sem fagnaði 90 ára afmæli á dögunum, hefur verið áberandi í FKA síðan félagið var stofnað fyrir 20 árum. Meira

Tobba velur tíu brúðargjafir

Almennt er talað um að það taki heilt ár að undirbúa almennilegt brúðkaup en eitt af því sem skiptir töluverðu máli er gjafalistinn góði því það er til siðs að mæta með gjöf á slíkar gleðisamkomur. Meira

Sjónvarpsstjarna Herra Hnetusmjör við frumsýninguna á þættinum Kling Kling í Smárabíói á dögunum.

„Ætla mér að eiga nógan pening til þess að þurfa ekki að vinna“

Árni Páll Árnason er nafn sem segir fólki sennilega ekki mikið. Herra Hnetusmjör, sem er listamannsnafn hans, vekur heldur meiri viðbrögð. Meira

Sveitalíf Valgerður Auðunsdóttir með litríkan hana af landnámskyni; morgunhressan fugl sem vekur allt til lífsins.

Hanagal á Húsatóftum

Haninn á Húsatóftum er árgali á Skeiðunum. Nú í lok apíl er orðið bjart um klukkan fimm á morgnana og um það leyti fer hinn skrautlegi fugl á stjá með sitt gaggalagú. Gefur tóninn fyrir daginn í þessari blómlegu byggð sem ekið er um þegar leiðin liggur í uppsveitir Árnessýslu. Búskapur á þessum slóðum er með fjölbreyttu sniði. Meira