Fréttir Föstudagur, 4. desember 2020

Sorpa sprengir upp verðskrána

Miklar verðhækkanir á ákveðnum liðum verðskrár • Samtök iðnaðarins segja hækkanirnar koma illa við byggingargeirann • Nemur hækkunin í sumum tilvikum nærri 300% • Þröng fjárhagsstaða Meira

Í Sundahöfn Verð nýrra bíla gæti lækkað í byrjun næsta árs.

Verð á bílum hefur þegar lækkað

Gengisstyrking lækkar verð nýrra bíla • Porsche kostar nú milljón minna Meira

Vetrarveður Svona var umhorfs á Húsavík í gær. Veðurviðvaranir voru um allt land en veður á að skána í dag.

Breytt hegðun veldur vatnsskorti

Vetrarveður um allt land • Fólk hvatt til að nota minna heitt vatn Meira

Flugstöð Uppgangur var í Reykjanesbæ þegar erlendir ferðamenn flykktust til landsins. Á sama hátt er mikið atvinnuleysi þegar umsvifin eru lítil.

Bæjarsjóður með 2,4 milljarða halla

Aðstæður í rekstri Reykjanesbæjar hafa gjörbreyst á einu ári vegna mikils atvinnuleysis • Ekki slakað á í fjárhagsáætlun enda segir bæjarstjóri að staðan sé góð Meira

Skrifað undir samninga um bóluefni í næstu viku

Fyrstu skammtar til landsins fljótlega eftir að leyfi fæst Meira

Neskirkja Söfnuðir munu fá hækkun.

Sóknargjöld hækka um 280 milljónir kr.

Samþykkt var á Alþingi í gær, að tillögu frá efnahags- og viðskiptanefnd, að hækka sóknargjöld frá því sem gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Meirihluti nefndarinnar lagði til að föst krónutala sóknargjalda myndi hækka í 1. Meira

Ólafur Helgi Kjartansson

Með réttarstöðu sakbornings

Ólafur Helgi Kjartansson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, hefur fengið réttarstöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á embættisfærslu hans þar suður með sjó. Meira

Frakt Starfsemi Icelandair Cargo er umfangsmikil, en félagið gerir út nokkrar þotur sem fljúga frá Íslandi til og frá Bandaríkjunum og Evrópu.

Eru undirbúin í flug með bóluefni

Óljósar upplýsingar, segir Icelandair Cargo • Dreifing hefst eftir áramótin Meira

Gengisáhrif Veiking krónu hefur átt þátt í minni sölu nýrra bifreiða.

Gengisstyrking mun lækka verðið

Forstjórar Brimborgar og BL vænta verðlækkana í kjölfar gengisstyrkingar krónu undanfarið • Framkvæmdastjóri Elko segir netsölu hafa allt að sexfaldast í sumum vöruflokkum milli ára Meira

Salmann Tamimi

Salmann Tamimi, tölvunarfræðingur og forstöðumaður Félags múslima á Íslandi, er látinn, 65 ára að aldri. Salmann fæddist 1. mars árið 1955 í Jerúsalem. Foreldrar hans voru Salim Abu Khaled al Tamimi og Nazima abu Rajabb al Tamimi. Meira

Akureyri Með viðbót við Hjúkrunarheimilið Lögmannshlíð verða 230 hjúkrunarrrými í bænum.

Byggja nýtt hjúkrunarheimili

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrarbæjar, hafa undirritað samning um byggingu 60 rýma hjúkrunarheimilis við Vestursíðu 9 á Akureyri, en þar stendur Hjúkrunarheimilið Lögmannshlíð. Meira

Vilja ná heildarmynd af göngunni

Fjögur veiðiskip til loðnuleitar um helgina • Þrír frá Hafrannsóknastofnun um borð í hverju skipi Meira

Nýjum tilfellum fjölgar hratt

Aldrei fleiri á sjúkrahúsi vegna kórónuveirunnar vestanhafs • Útgöngubann sett á í Los Angeles • Ráðamenn bjóðast til að styðja bólusetningarherferðir Meira

Michel Barnier

Enn nokkuð í land í viðræðunum

Samningamenn ESB vöruðu við því í gær að þeir hefðu gengið eins langt og þeir gætu til þess að koma til móts við Breta í fríverslunarviðræðum þeirra. Viðræðurnar eru nú sagðar á lokasprettinum, en þó er enn nokkuð í land. Meira

Neðansjávarhryggir – undirstaða lífsins

Rannsóknir á ævafornu sjávarseti suðvestan við Bjarnarey, suður af Svalbarða, hafa gefið nýjar upplýsingar um rennsli Golfstraumsins í Norðurhöfum. Frá þessu var nýlega greint á vefnum forskersonen.no . Meira

Á Fagrafelli Guðrún Sif og Sjöfn Lovísa fyrir aftan. Álfrún Inga, Jódís Assa, Emelía Sif, Hrefna Dögg, Þórhildur og Sigurþór Árni fyrir framan.

Verkefnin miðast við björgunarsveitina

Samkomubannsleikarnir 2020 góð nýbreytni í faraldrinum Meira