Fréttir Þriðjudagur, 2. mars 2021

Jarðböðin við Mývatn Hrun í ferðaþjónustu hafði víðtæk áhrif.

Kórónukreppan minni en spáð var

Spáð var allt að 18% samdrætti í fyrra • Niðurstaðan var 6,6% samdráttur 2020 Meira

Keilir Undanfarna daga hefur jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga fært sig nær Keili. Ef til eldgoss kemur er ekki óttast að hraunflæði hafi mikil áhrif á byggð á svæðinu í kring.

Líkur aukast á gosi

Eldgos fyrst talið ólíklegt en nú er annað hljóð komið í strokkinn • Einfaldasta skýringin á færslum á yfirborði jarðar er kvikuinnskot • Flæðihraun ekki megináhyggjuefnið vegna fámennis á svæðinu • Gasmengun yrði vandi Meira

Þórólfur Guðnason

Ekki útlit fyrir að forgangsröðun breytist

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki útlit fyrir að forgangsröðun í bólusetningar við Covid-19 breytist frá því sem er nú. Þá segir hann að margir hópar telji sig þurfa að vera í forgangi hvað bólusetningu gegn Covid-19 varðar. Meira

Ísland trónir á toppnum í notkun snjallúra

Eurostat birtir yfirlit yfir notkun nettengdra snjalltækja Meira

Ferming Margir fagna því að nú mega 200 koma saman við kirkjuathafnir, svo sem fermingar.

Þurfa að halda skrá um kirkjugesti

Rýmkun á reglum um samkomuhald hefur í för með sér að halda þarf skrá um kirkjugesti í stærri athöfnum • Upplýsingar geymdar í tvær vikur • Auðveldar rakningu ef kórónuveirusmit koma upp Meira

Eldstöðvar gusu ofan við Hvassahraun

Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, sagði að hraunflæðisspá eldfjallafræði- og náttúruvárhóps HÍ miðist við að mestar líkur á eldgosi séu þar sem jarðskjálftavirknin er mest. „Ef þessi virkni færist inn í önnur kerfi, eins og til dæmis Krýsuvík, þá geta forsendur breyst og líklegasta staðsetning eldgoss færst þangað,“ sagði Þorvaldur. Meira

Áform LHÍ hafi engin áhrif

Háskólayfirfærsla Kvikmyndaskóla Íslands enn í vinnslu Meira

Skólinn Myglugró finnst enn í skólanum en ekki eiginleg mygla.

Efnin sem enn finnast í Fossvogsskóla eru skaðleg

Börn í Fossvogsskóla sem áður hafa fundið fyrir einkennum vegna myglu eru enn næm fyrir myglugró. Myglugró finnst enn í skólanum þrátt fyrir aðgerðir borgaryfirvalda til þess að útrýma henni. Meira

Sölusýning Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sést hér fala mynd á árvissri sölusýningu í Ásmundarsal á Þorláksmessu fyrir jólin 2019.

Svaraði spurningum um símtöl

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kom á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í gær og svaraði spurningum um samskipti sín og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag. Meira

Bólusetning Um 3.500 manns 80 ára og eldri mæta í Laugardalshöll.

Tæplega níu þúsund bólusettir í vikunni

„Þetta gengur mjög hratt og vel hjá okkur. Flæðið er mjög gott. Um leið og við fáum bóluefni erum við snögg að koma því í fólk. Meira

Erla Wigelund

Erla Wigelund, kaupmaður í Verðlistanum í Reykjavík, lést á Hrafnistu Laugarási í Reykjavík 22. febrúar síðastliðinn, 92 ára að aldri. Erla fæddist í Grindavík 31. Meira

Frestað Ítalski tenórinn Andrea Bocelli er væntanlegur í nóvember.

Stórum viðburðum frestað á ný

Andrea Bocelli og Skunk Anansie í nóvember • Frekari frestanir í skoðun Meira

Dagmál Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Andrés Magnússon, fulltrúi ritstjóra, ræddu um farsótt, stjórnmál og framtíðina í myndveri Morgunblaðsins, en þættir Dagmála eru aðeins opnir áskrifendum Morgunblaðsins.

Útilokar ekki samstarf við neinn

Katrín Jakobsdóttir í viðtali í Dagmálum, sjónvarpi Morgunblaðsins • Segir stjórnarmyndun ekki auðveldari með fjölgun flokka á þingi • Stendur við fyrri orð um að meirihluti Íslendinga verði bólusettur fyrir júnílok Meira

Örlítið minni umferð en fyrir ári

Talið er að umferðin gæti aukist um átta prósent á þessu ári frá í fyrra á höfuðborgarsvæðinu • Umferðin í seinustu viku lítið eitt meiri en í sömu viku í fyrra Meira

Jósef Ólafsson

Jósef Friðrik Ólafsson, fyrrverandi yfirlæknir St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Boðaþingi í Kópavogi þann 15. febrúar, 91 árs að aldri. Jósef fæddist í Reykjavík 24. Meira

Aung San Suu Kyi

Ákæra Suu Kyi fyrir fleiri brot

Herforingjastjórnin í Búrma, sem einnig er þekkt sem Mjanmar, ákærði í gær Aung San Suu Kyi, leiðtoga réttkjörinna stjórnvalda í landinu, fyrir tvö brot, en áður hafði Suu Kyi verið ákærð fyrir brot á innflutningslögum og brot á sóttvarnalögum. Meira

Neyðarástand í Finnlandi

Finnsk stjórnvöld lýstu í gær yfir neyðarástandi til þess að reyna að stemma stigu við auknum fjölda kórónuveirutilfella í landinu. Meira

Dómur Sarkozy yfirgefur dómsalinn eftir niðurstöðuna í gær.

Sarkozy fékk þriggja ára dóm

Tvö ár skilorðsbundin • Gert að afplána eitt ár í stofufangelsi • Sarkozy hyggst áfrýja dómnum • Tveir samverkamenn hans einnig dæmdir í fangelsi Meira

Jarðskjálftamælir Mælar voru í Stýrimannaskólanum 1929 en þeir virkuðu ekki. Fyrst var því ekki vitað hvar upptök stóra skjálftans voru.

Sterkir skjálftar í Brennisteinsfjöllum

Reykjanesskaginn er þekkt jarðskjálftasvæði. Þar hafa stórir jarðskjálftar átt upptök, meðal annars í Brennisteinsfjöllum. Spurningin nú er hvort þar verði stórir jarðskjálftar í framhaldi af atburðarásinni vestar á Reykjanesskaga. Meira

Jarðeðlisfræðingu r Atburðir á Reykjanesskaganum núna eru áhugaverðir, segir Salóme Jórunn um stöðu mála.

Jarðfræði er spennandi

„Öfl náttúru landsins fara jafnan sínar eigin leiðir. Vísindamanna er að fylgja þeim eftir, lesa í þróun mála og reyna að segja til um framvinduna út frá þekkingu. Atburðir síðustu daga á Reykjanesskaganum eru mjög áhugaverðir og þó allir voni auðvitað að ekki verði skemmdir af völdum jarðskjálfta eða að eldgos brjótist út er afar spennandi að mæta á vaktina nú,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir jarðeðlisfræðingur. Hún er einn náttúruvársérfræðinga Veðurstofu Íslands, fólks sem staðið hefur í eldlínunni síðan jarðhræringar í nágrenni Grindavíkur hófust sl. miðvikudag. Meira