Fréttir Fimmtudagur, 30. maí 2024

Íbúakosning Skyldu íbúar hreppsins vilja nýtt nafn á hann?

Kjósa um hvort kjósa eigi um nafn

Kanna hug íbúa í Skeiða- og Gnúpverjahreppi • Kosningin ekki bindandi Meira

Allt gert klárt fyrir forsetakappræðurnar í dag Mikið er við haft í forsetakappræðunum, en þessi mynd var tekin í sal Morgunblaðsins í Hádegismóum í gær, þar sem tæknimenn og útsendingarlið mbl.is, Kukls, Extón og Trabants voru að gera allt klárt fyrir stóru stundina, þegar fimm efstu menn koma og svara spurningum blaðamanna Morgunblaðsins.

Forsetakappræður á mbl.is í dag

Forsetakappræður Morgunblaðsins milli fimm frambjóðenda með mest fylgi í beinu streymi kl. 16.00 •  Ný skoðanakönnun Prósents kynnt í þáttarbyrjun •  Endahnútur á fundaröð blaðsins fyrir forsetakjör Meira

Eldgos Gosið á Reykjanesskaga er nærri Sundhnúkagígum, norðan við Grindavík. Gosmökkurinn náði hæst 3,5 kílómetra við upphaf gossins.

Áttunda gosið á Reykjanesskaga

Upphaf gossins kraftmeira en áður á Reykjanesskaga • Hraun yfir Grindavíkurveg á tveimur stöðum • Rýmt í Grindavík, Bláa lóninu og Svartsengi • Stærsta gosið í hrinunni sem hófst 18. desember 2023 Meira

Þorvaldur Þórðarson

Sprengigos við Hagafell

Sprengivirknin á suðurenda gossprungunnar við Hagafell gæti þýtt að fljótt gæti dregið úr krafti eldgossins. Sprengigosinu gæti aftur á móti fylgt gjóskufall. Svartur og brúnn gosmökkur hóf að stíga upp frá syðri hluta gossprungunnar rétt fyrir kl Meira

Bogi Nils Bogason

Launahækkanir farnar að bíta

Icelandair sagði í gær upp 82 starfsmönnum. Í tilkynningu frá Icelandair síðdegis í gær kemur fram að um sé að ræða starfsfólk úr ýmsum deildum á skrifstofum og starfsstöðvum félagsins. Þá tilkynnti félagið einnig í gær að afkomuspá fyrir árið í ár… Meira

Hvalir Langreyði hefur fjölgað jafnt og þétt frá því talningar hófust.

Leggur til veiði á 161 langreyði

Hafrannsóknastofnun stendur við fyrri ráðgjöf um veiðar á langreyði Meira

Gróttubyggð Svona munu fyrstu tvö fjölbýlishúsin við Bygggarða líta út fullkláruð. Sala hefst um helgina.

Hundruð áhugasamra kaupenda

Sala hefst á íbúðum í Gróttubyggð • Verð frá 60 milljónum kr. upp í 200 Meira

Sjómennn Frá vinstri talið: Egill Þórðarson, Vilbergur Magni Óskarsson skipherra og Ingólfur Kristmundsson.

Ætla að sigla Óðni að Stafnesi

Stefnt á slóðir sjóslysanna • Forseti Íslands með í för Meira

Í Reykjavík Eileen og James létti talsvert þegar erindinu var lokið og sögðu Morgunblaðinu sögu sína í rólegheitum á gistiheimili í borginni.

Fjölskyldan frétti ekki af líkfundinum

Eileen og James Bolton komu með minningarstein til landsins um enskan sjómann sem fórst fyrir utan suðurströndina 1912 • Lést frá fimm mánaða gömlum syni sem var faðir Eileen Meira

Hafnarstræti Húsið númer 5 er stór bygging sem setur sterkan svip á miðborg Reykjavíkur.

Stuðst við 85 ára gamla teikningu

Hækka á áberandi hús í Kvosinni um tvær hæðir • Til er teikning Einars Erlendssonar frá 1939 Meira

Bókasöfnum í borginni lokað

Gripið verður til lokana á bókasöfnum í Reykjavík í sumar til að mæta hagræðingarkröfu Reykjavíkurborgar. Öll átta söfn Borgarbókasafnsins verða lokuð til skiptis í sumar og má búast við skerðingu á þjónustu við notendur safnsins vegna þessa Meira

Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir

Tveir prestar ráðnir til starfa

Tveir prestar hafa nýlega verið ráðnir til starfa við kirkjur á höfuðborgarsvæðinu. Frá þessu er skýrt á vefnum kirkjan.is. Séra Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir hefur verið ráðin prestur í Lágafellssókn í Mosfellsprestakalli Meira

Aftökum fjölgaði um 30%

Aftökum fjölgaði um 30% á heimsvísu á síðasta ári og hafa ekki verið fleiri í tæpan áratug, eða frá árinu 2015. Árið 2023 fóru fram 1.153 aftökur á heimsvísu, að undanskildum aftökum í Kína, Víetnam og Norður-Kóreu Meira

Skýrslan kynnt Fjöldi fólks sótti kynningu á skýrslu Reykjavík Economics. Fundurinn var haldinn í skipinu Le Commandant Charcot í Sundahöfn.

Tugmilljarðatekjur af farþegaskipum

Tekjur af komu skemmtiferðaskipa til Íslands námu samtals um 40 milljörðum króna á árinu 2023. Þetta er niðurstaða greiningar sem fyrirtækið Reykjavík Economics gerði fyrir Faxaflóahafnir. Skýrsluhöfundar taka fram að það sé flókið að meta… Meira

Stjórn Magnús Geir Þórðarson tók sæti Guðrúnar Hálfdánardóttur.

Alls 5,7 milljarðar frá 2005

Tekjur Unicef á Íslandi árið 2023 námu 889.963.454 krónum og tæp 69% af tekjunum komu frá Heimsforeldrum, mánaðarlegum styrktaraðilum. Árið var annað tekjuhæsta ár Unicef á Íslandi í fjáröflun frá upphafi Meira

Útþensla Smáríkið hefur opnað nýjan afgreiðslustað í Hraunbæ 102a.

Netverslanirnar bregðast við og blása til stórsóknar

Smáríkið fjölgar búðum • Kínversk vélmenni afgreiða • Stígandi hjá Heimkaup Meira

Afhending Dr. Patti Hill og Kristján Sverrisson við afhendingu gjafarinnar.

Nær tvöfaldar tækjabúnaðinn

Lionsklúbbarnir Njörður og Víðarr, með styrk frá Lions International, afhentu Heyrnar- og talmeinastöð Íslands (HTÍ) veglega gjöf í byrjun vikunnar. Um er að ræða mælitæki og búnað til heyrnarmælinga barna að verðmæti um 13 milljónir króna Meira

Reykjanesið Mögulega verða til nokkur örnefni í framtíðinni í tengslum við eldsumbrotin á svæðinu. Tíminn mun leiða það í ljós. Þau fara þá í skrána.

Örnefni á skrá eru hátt í 500 þúsund

Landmælingar Íslands hafa haldið úti gagnagrunni um örnefni í samráði við Árnastofnun. Stofnanirnar gerðu með sér samstarfssamning árið 2007. Í örnefnagrunninn hafa nú verið skráð og hnitsett um 183.000 örnefni og bætast að jafnaði við hann um 10-15.000 örnefni á ári Meira

Lofuð Yrsa og Ragnar eru á toppnum.

Yrsa og Ragnar í hópi þeirra bestu

Bækur þeirra Yrsu Sigurðardóttur og Ragnars Jónassonar þykja meðal bestu glæpasagna sem skrifaðar hafa verið á Norðurlöndunum að mati Vogue Scandinavia. Í grein sem birtist á vef tímaritsins á dögunum eru DNA eftir Yrsu og Þorpið eftir Ragnar á… Meira

Jöfnunarmarkið Hinn mikli snillingur Ríkharður Jónsson óð í gegnum þýsku vörnina og skoraði með þrumuskoti. Áhorfendurnir ærðust af fögnuði.

Heimsmet var sett á Akranesi

Liðin eru 70 ár frá sögufrægum leik á Akranesi • Lið frá fámennum bæ hafði í fullu tré við lið frá milljónaborginni Hamborg • Áhorfendur voru þúsund fleiri en íbúar Akraness á þeim tíma Meira

Gististaður „Fólk byrjar oft í smáum stíl og byggir starfsemi sína upp jafnhliða annarri vinnu. Þetta styrkir viðkomandi svæði og þar með samfélögin. Svona er fínt að vinna hlutina,“ segir Björgvin G. Sigurðsson hér í viðtalinu.

Haslar sér völl í ferðaþjónustunni

Sveitin togar í mig, segir Björgvin á heimaslóð austur í sveitum • Gisting í smáhýsum og nýbyggt timburhús í gamla stílnum • Jóhannshús í minningu bróður • Stjórnmálin áfram stórt áhugamál Meira

Norskt hvalkjöt fast í tollinum

Ferskt norskt hrefnukjöt situr fast í tollinum í Japan og boðar norski þingmaðurinn Bård Ludvig Thorheim umræðu um málið í norska Stórþinginu. Frá þessu var greint í norskum fjölmiðlum fyrr í vikunni Meira

Horft út á sjóinn<font color="#666666"> Fólk situr á litskrúðugum leifum skotbyrgis </font><font color="#666666">nálægt</font> Cap Ferret við Biskajaflóa á vesturhluta Fr<font color="#666666">akklands og horfir út á hafið. </font>

Atlantshafsvirkið reyndist haldlítið

Leifar af fimm þúsund kílómetra löngu varnarvirki Þjóðverja má enn sjá víða á ströndum Norður-Evrópu • Atlantshafsveggurinn varð þó lítil fyrirstaða í innrás bandamanna fyrir 80 árum Meira

Kúpur Bein liðinna manna bera enn merki um læknistilraunir.

Forn-Egyptar fjarlægðu æxli

Vísindamenn telja fullvíst að Forn-Egyptar hafi gert tilraunir með krabbameinslækningar. Hafa fundist höfuðkúpur fólks sem var uppi fyrir þúsundum ára og bera þær enn merki þess að viðkomandi hafi gengist undir skurðaðgerð sem fjarlægja átti krabbameinsæxli Meira

Tugir látnir eftir að rútubíll valt

Minnst 29 týndu lífi þegar rútubíll fór út af veginum og valt niður bratta fjallshlíð í suðvesturhluta Pakistans. Bíllinn var í reglulegum áætlunarakstri þegar slysið varð. Ástæða þess að rútan fór út af veginum er enn óljós og er ökumaður á meðal hinna látnu Meira

Kosningar Cyril Ramaphosa, leiðtogi Afríska þjóðarráðsins og forseti Suður-Afríku (2 f.h.), var bjartsýnn þegar hann kaus í Soweto, heimabæ sínum.

Mikilvægustu kosningarnar síðan 1994

Þingmeirihluti Afríska þjóðarráðsins er í hættu í fyrsta sinn í þrjá áratugi • Margir íbúar í Suður-Afríku svekktir yfir þeim ójöfnuði sem ríkir í landinu • Stjórnarandstaðan eygir möguleika á að ná völdum Meira

Féll 9.000 fet á einni mínútu yfir Langjökli

„Rannsóknarnefnd flugslysa er með eitt sambærilegt mál til rannsóknar sem hefur verið flokkað sem alvarlegt flugatvik og átti sér stað febrúar í fyrra,“ segir Ragnar Guðmundsson, flugvélaverkfræðingur og rannsakandi á flugsviði RNSA,… Meira

Úrvalsteymið Helena aðstoðarveitingastjóri, Viggó Vigfússon eigandi og rekstraraðili, Carl Kristian Frederiksen yfirkokkur og Irena veitingastjóri veitingastaðarins Amber &amp; Astra.

Amber & Astra – nýr spennandi staður

Í hjarta borgarinnar, þar sem veitingastaðurinn Punk var áður til húsa, hefur nýr veitingastaður verið opnaður og vakið mikla athygli fyrir franskt seiðandi umhverfi og matargerð sem minnir á franskt brasserí. Meira

Konditorímeistarinn Ólöf Ólafsdóttir landsliðskokkur og konditor veit fátt skemmtilegra en að grilla í góðra vina hópi á sumrin.

BBQ-hamborgari með grilluðum ananas

Í tilefni þess að það stefnir í kosningagrillpartí víða um land um helgina og sumarið er komið deilir Ólöf Ólafsdóttir, landsliðskokkur og konditor, með lesendum Morgunblaðsins uppskriftinni að sínum uppáhaldshamborgara. Meira

Á safninu Katrín Níelsdóttir er ánægð með starfið í Winnipeg.

Stendur vörð um menninguna vestra

Katrín Níelsdóttir er safnvörður íslenska bókasafnsins Meira