Fréttir Mánudagur, 18. febrúar 2019

Dr. Erna Sif Arnardóttir

Kæfisvefn barna getur haft áhrif á heilsu þeirra

Rannsókn er að hefjast hér á landi á kæfisvefni barna. Talið er að 1-5% íslenskra barna þjáist af kæfisvefni og enn fleiri af miklum hrotum sem þarf að athuga með tilliti til áhrifa á heilsu barnsins. Meira

Jón Þröstur Jónsson

Leit að Jóni Þresti engan árangur borið

Leit fjölskyldu og vina Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf á laugardagsmorgun fyrir um viku í Dublin, hefur enn engan árangur borið. Þau gengu skipulega um hverfi borgarinnar í allsherjarleit um helgina. Meira

Drífa Snædal

Fundað um aðkomu stjórnvalda

Verkalýðsfélögin, Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld hittast í vikunni • Skattabreytingar á döfinni Meira

Loðna Lætur síður á sér kræla við sunnanvert landið en norðanvert.

Lítil bjartsýni við loðnuleit og bræla tefur fyrir norðan

Fimm skip í loðnuleit • Vona að fiskur finnist fyrir norðan Meira

Verk fyrir höndum Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnir hér frumvarpið í lok janúar. Ef marka má þá tugi umsagna sem bárust er frumvarpið langt frá því að vera tilbúið eins og það er.

Umfangsmiklar tillögur fjölmiðla að umbótum

22 umsagnir um frumvarp um breytingu á fjölmiðlalögum bárust inn í samráðsgátt stjórnvalda fyrir helgi. Þetta voru umsagnir hvaðanæva, allt frá litlum héraðsblöðum til burðugra landsmiðla. Meira

28 þúsund færri kindur

Sauðfé í landinu fækkaði um 28 þúsund á síðasta ári, eða um rúm 6%, samkvæmt bráðabirgðatölum búnaðarstofu Matvælastofnunar. Kemur það til viðbótar 18 þúsund kinda fækkun á árinu á undan. Meira

Vindrafstöð Biokraft rekur nú þegar eina vindrafstöð í Þykkvabæ.

Geri ratsjármælingar á farleiðum fugla

Skipulagsstofnun krefst nýrra aðferða við rannsóknir vegna mats á umhverfisáhrifum vindorkuvers Meira

Formaður Heyrnarlaust fólk hefur sterkt umhverfislæsi og leggur saman tvo og tvo, segir Heiðdís Dögg.

Með milljón svipbrigðum

„Þegar eitt af skilningarvitunum vantar er stundum eins og önnur eflist. Eitt af því sem heyrnarlaust fólk hefur sterkara fram yfir aðra er umhverfislæsi og að leggja saman tvo og tvo af því sem fyrir augu ber. Það er nefnilega ekki allt sem sýnist í henni veröld,“ segir Heiðdís Dögg Eiríksdóttir formaður Félags heyrnarlausra. Meira

WOW Stjórnendur félagsins vilja fresta borgunardögum fram í mars.

Skuldadögum frestað hjá WOW?

Stjórnendur flugfélagsins WOW air hafa beðið um frest fram í miðjan marsmánuð til þess að gera upp ógreidd lendinga- og farþegagjöld á erlendum flugvöllum. Frá þessu var greint á vefsíðu Túrista. Meira

Hungur Ögmundur Jónasson ásamt kúrdískum mótmælendum í Strassborg.

Ávarpaði stóran útifund

Ögmundur Jónasson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, ávarpaði um 30.000 manns á útifundi Kúrda í Strassborg á laugardaginn. Meira

Landeyjahöfn Dýpkun hefur dregist við höfnina. Senn líður að henni.

Höfnin ekki dýpkuð í vikunni

Vonir bundnar við að dýpka eftir næstu helgi • Seinagangur gagnrýndur Meira

Álar Álaveiði hefur aldrei verið algeng á Íslandi enda stofninn lítill.

Stjórnvöld stefna að banni á álaveiðum

Drög hafa nú verið gerð að banni við álaveiðum á Íslandi. Þetta kemur fram á vefsíðu Samráðsgáttarinnar, opins samráðs stjórnvalda við almenning. Meira

Svefnrannsókn Dr. Erna Sif Arnardóttir rannsóknasérfræðingur stýrir NordSleep-rannsókninni af Íslands hálfu.

Rannsaka börn með kæfisvefn

Kæfisvefn þjáir marga Íslendinga, aðallega fullorðna en einnig börn • Getur haft mikil áhrif á heilsu barna og þroska • NordSleep snýst m.a. um að finna nýjar leiðir til að greina kæfisvefn Meira

Út og heim aftur Tilkoma matarpakkans losaði fólk við búðarferðina. Verslanir sáu við því og hófu að selja matarpakka. Sem fékk fólk aftur í búðarferð.

Vegan og ketó vinsælt í máltíðarpökkunum

Máltíðamarkaðurinn svonefndi er langt í frá mettur og í byrjun árs fer allt vel af stað á þeim bænum. Meira

Fá engin svör frá borginni

Hollvinasamtök Elliðaárdals mómæla deiliskipulagsbreytingu Meira

Búa sig undir nýjan veruleika í fjarskiptum

5G tæknin mun marka stórt skref fram á við í þróun á fjarskiptamarkaði. Meira

Útivera Halldór Arinbjarnarson á fjöllum með hundinum Kát.

Kyrrsetumaðurinn þarf að hlaupa

Ég hef lengi verið í vélsleðasporti og á þessum tíma árs leitar hugurinn oft til fjalla. Svæðið hér út með Eyjafirði, hvort heldur er á Tröllaskaganum eða við Grenivík, er snjóakista og gaman að fara þar um á sleðum. Meira

Söngleikjastjörnur Mímir Bjarki Pálmason og Kolbrún María Másdóttir leika aðalhlutverkin í Xanadú.

Kom sjálfum sér á óvart með söngnum

Mímir og Kolbrún leika aðalhlutverkin í Xanadú í Versló Meira