Fréttir Fimmtudagur, 8. júní 2023

Ásgeir Jónsson

Stýrivextirnir virka vel

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri í viðtali um vexti og baráttu gegn verðbólgu l  Segir 2,5% launahækkun æðstu embættismanna nýtt viðmið í kjarasamningu​m​ Meira

Vonsviknir með lögreglufrumvarp

Verulegra vonbrigða gætir með afdrif frumvarps dómsmálaráðherra til lögreglulaga, en ljóst er orðið að það fær ekki brautargengi á þessu þingi. Bæði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og Vilhjálmur Árnason alþingismaður lýsa yfir vonbrigðum sínum með… Meira

Löggæsla Lögreglufrumvarpið náði ekki í gegn á Alþingi.

Segja Vinstri græna stöðva málið

Reynt að mæta sjónarmiðum Vinstri grænna • Lögreglufrumvarpið sagt varða öryggi þjóðarinnar • Taldi ágreining leystan • Alvarlegt að verði ekki að lögum • Ætlað að takast á við skipulagða glæpi Meira

Eldhúsdagur Líflegar umræður voru meðal þingmanna á Alþingi í gærkvöldi.

Stjórnin „stingi fingrum í eyrun“

Stjórnarandstaðan skaut föstum skotum að ríkisstjórninni í eldhúsdagsumræðum í gærkvöldi • Einnig rætt um fjölgun innflytjenda, fátækt og húsnæðisvanda • Vilja aðgerðir fyrir fólkið í landinu Meira

Blása Búrfellslundinn af

Einhugur um málið í sveitarstjórn • Vilja sanngjarna skattaumgjörð • Landsvirkjun telur málið óheppilegt Meira

Hefur áhrif á hátíðahöld

Framkvæmdir við að styrkja og byggja upp viðburðasvæðið í Hljómskálagarðinum eru í fullum gangi. Áformað er að þeim ljúki fyrir 31. júlí næstkomandi. Framkvæmdin mun ekki hafa teljandi áhrif á umferð um garðinn eða nágrenni hans en mun þó setja mark á viðburðahald í sumar Meira

Stjórnarráðið Ríkisstarfsmönnum fjölgaði um 20% frá árinu 2012.

Ársverkum ríkisstarfsmanna fjölgaði um 3.356 frá 2012

Nær öll þessi fjölgun hefur átt sér stað eftir árið 2015 Meira

Ráðstefna Fræðimenn og stjórnmálamenn fjölluðu um breytt öryggismál á norðurslóðum á ráðstefnu sem haldin var í Þjóðminjasafninu í gær.

Virkt samstarf lýðræðisríkja

Fjölmenn ráðstefna haldin um breytt öryggismál á norðurslóðum • Norðurslóðir verða ekki undanskildar í átökum framtíðarinnar • Ekki gagnlegt að endurvekja kaldastríðshugsunarhátt Meira

Framleiðni Líklega ekki vinsælasta orðið í heilbrigðisþjónustu en aukin framleiðni hefur jákvæðar afleiðingar í för með sér ef vandað er til verka.

Ekki stjórnvalda að pæla í sjúklingum

Fara þarf í víðtækar kerfisbreytingar á Landspítalanum Meira

Helga Þórisdóttir

Frelsi til órekjanlegra viðskipta

Notkun reiðufjár sem greiðslumiðils hér á landi hefur farið minnkandi undanfarin ár. Hefur það gerst samhliða tækniþróun og margir hverjir farnir að nýta sér kortaviðskipti eða millifærslur í stað reiðufjárviðskipta Meira

Flutningar Skilti Landsbankans fjarlægð af fyrri starfsstöðvum bankans.

Eignir bankans verða seldar

Langflestir starfsmenn Landsbankans eru byrjaðir að starfa í hinum nýju höfuðstöðvum bankans í Austurhöfn. Um 630 starfsmenn af alls 650 eru komnir í hús og flutningum lýkur í sumar. Bankinn auglýsti fyrir nokkru 600 fermetra á 1 Meira

Styrkir skerða húsnæðisbætur

Styrkir sem hreyfihamlaðir einstaklingar fá hjá Tryggingastofnun til kaupa á sérútbúnum bílum, stuðningur vegna hjálpartækja, greiðslur sanngirnisbóta og slysabóta o.fl. valda því að húsnæðisstuðningur viðkomandi einstaklinga skerðist verulega og eru jafnvel dæmi um að hann falli alveg niður Meira

Vignir Vatnar Stefánsson

Vignir með skákkennslu á netinu

Efnir til skákmóts 12. júní í tilefni opnunar á nýjum vef sínum, vignirvatnar.is Meira

Seðlabankinn

2,5% hækkun viðmiðið í samningum

Seðlabankastjóri telur að í svari ríkisstjórnarinnar við ákalli verkalýðsforystunnar felist nýtt viðmið l  Telur að vinnumarkaðurinn sé reynslunni ríkari frá í vetur l  Alveg ljóst að vaxtahækkanirnar​ virka Meira

Kristján Þórður Snæbjarnarson

Víðtæk áhrif ef kemur til verkfalla hjá Landsneti

Gætu hafist 28. júní • Viðhaldi á dreifikerfi ekki sinnt Meira

Fylgst með verðlagi á nýrri Verðgátt

Vef­ur­inn Verðgátt­in er nú kom­inn í loftið en vefsíðan ger­ir neyt­end­um kleift að fylgj­ast með þróun verðlags helstu neyslu­vara í stærstu mat­sölu­versl­un­um lands­ins Meira

Engir tveir bolir eins Stelpurnar hafa verið vikum saman að sauma út í bolina og spennustigið hátt, að halda leyndu fyrir foreldrum hvað þær hafa verið að gera í skólanum. Frumsýning bolanna var á útskrift.

Konur eiga að vera með á myndinni

„Við ætlum ekki að vera í skugga karla, við erum okkar eigið ljós,“ segir Regína, ein af þeim stelpum sem útskrifuðust úr 8 ára bekk í gær með stæl. Þær hafa fræðst um kvennakraft. Meira

Staðarhaldari Þau sem hingað koma sem börn eiga oft í huga sér ævintýrlegar minningar um Mörkina og finnst þess vegna mikil upplifun að koma hingað aftur sem fullorðið fólk, segir Heiðrún meðal annars hér í viðtalinu.

Heiðrún er mætt á Merkurvakt

Þórsmörk heillar og margir tengja sig sterkt við staðinn • Laufið er komið á birkið • Sumargöngur um Laugaveginn hafnar • Til stendur að endurbyggja hinn reisulega Skagfjörðsskála Meira

Hefja sölu í Borgartúni í haust

Félagið EE Development hyggst hefja sölu 65 íbúða í Borgartúni í haust • Hefja átti söluna í sumar l  Framkvæmdastjóri félagsins segir byggingarkostnað á uppleið og spáir því að nafnverð íbúða hækki Meira

Tímamót Ragnhildur Hjaltadóttir segir óljóst hvað taki við en starfsþrek hennar sé svo sannarlega enn til staðar.

Hefur mikla ástríðu fyrir lífinu

Ragnhildur Hjaltadóttir á farsælan feril að baki í íslenskri stjórnsýslu • Tók þátt í rauðsokkahreyfingunni og kleif brekkur sem kona í karllægu umhverfi • Þakklát fyrir aukið umferðaröryggi á Íslandi Meira

Samningur Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Mosfellsbæjar og Daníel E. Arnarson framkvæmdastjóri Samtakanna 78 skrifuðu undir samninginn.

Mosfellsbær og Samtökin 78 semja

Mosfellsbær skrifaði undir samstarfssamning við Samtökin 78 í gær um hinsegin fræðslu, ráðgjöf og stuðning við nemendur, aðstandendur þeirra og starfsfólk sveitarfélagsins sem starfar með börnum og ungmennum Meira

Holtagarðar Nóg er að gera í verslunarmiðstöðinni Holtagörðum um þessar mundir en unnið er að breytingum á byggingunni og nýjum verslunum.

Úrvals-outlet opnað í haust

Outlet-verslun á vegum s4s verður opnuð í Holtagörðum í Reykjavík í haust. S4s rekur skóbúðirnar Steinar Waage, Kaupfélagið, Ecco, Skechers og Toppskóinn, ásamt verslunum AIR og Ellingsen. Fyrirtækið hefur breyst talsvert á síðustu árum og því komið … Meira

Trúbador Hörður Torfason trúbador ræsir örþonið á laugardaginn.

Skemmtilegheit í Skipholti

Um helgina verður Geysisdagurinn haldinn hátíðlegur í tíunda sinn. Styrktarfélag Klúbbsins Geysis stendur fyrir deginum, en klúbburinn er ætlaður fólki sem á eða átt hefur við geðræn veikindi að stríða Meira

Brúin Vörubílum er nú beint á hringveg um Fljótsheiði og Aðaldalsveg.

Hvetja til þess að hraða áformum

Frá 1. júní sl. hefur brúin yfir Skjálfandafljót í Útkinn verið lokuð vöru- og fólksflutningabifreiðum vegna undirbúnings nýrrar brúar sem á að vera tilbúin til notkunar árið 2028. Gamla brúin verður áfram opin fólksbílum Meira

Gufunes Nýtt hverfi er að rísa í Gufunesi. Það tilheyrir Grafarvogi.

Meirihluti íbúða á fjórum reitum

Samþykktar byggingarlóðir eru undir rúmlega 2.400 íbúðir í Reykjavík • Tvær af hverjum þremur á fjórum reitum • Þessir reitir eru á eftirsóttum svæðum og mun það birtast í söluverði Meira

Toppurinn Ómetanlegt að hitta drenginn í Essaouira og fjölskyldu aftur.

Ómögulegt að halda ferðaplani

Reynslunni ríkari eftir lærdómsríka ferð til Marokkós með klaka úr Heina­berg­s­jökli • Mikilvægt að geta verið æðrulaus • Þakklátur fyrir fólkið sem hann kynnist á ferðalögum sínum Meira

Vær Rostungurinn virtist sofa værum svefni á Álftanesi síðdegis í gær.

Rostungur í heimsókn á Álftanesi

Rostungur var á ferðinni um höfuðborgarsvæðið í gær. Hann sást í Hafnarfjarðarhöfn fyrir hádegi og kom sér svo notalega fyrir í fjörunni á Álftanesi. Þegar ljósmyndari Morgunblaðsins var á ferðinni síðdegis hafði rostungurinn verið þar um hríð Meira

Hönnun Ný 5.000 fermetra fjölnota farþegamiðstöð mun líta svona út á Skarfabakka í Sundahöfn.

Sundahöfn breytist

Ný 5.000 fermetra farþegamiðstöð í sjónmáli • Endanleg hönnun kemur í haust • Áætluð verklok vorið 2025 Meira

Hollensku hjónin Cobie og Reyer.

Ferðamönnum líst vel á landið – Íslendingar miklu vinalegri en þau héldu – Spenntar fyrir fuglum, hvölum og selum &n

Blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins lögðu leið sína á Þingvelli í vikunni og kynntu sér upplifanir valinna ferðamanna af ólíku þjóðerni á Íslandi. Almennt virtist ríkja mikil spenna og ánægja á meðal ferðamannanna, bæði með landið og landann Meira

Sölumaður Víða voru sölumenn með bása eða sérhæfðar verslanir þar sem mátti fá grænmeti og ávexti.

Fréttaritari í fyrstu Afríkuferð

Theodór Kr. Þórðarson, fréttaritari Morgunblaðsins í Borgarnesi, í ævintýraferð til Eþíópíu ásamt eiginkonu sinni • Tvöfalt tímatal í landinu • Fólkið heldur reisn sinni í mikilli fátækt Meira

Skógarbýli Bærinn Miðhús er á fallegum stað í landinu í brekku á Þjórsárbökkum. Landið skrýðist grænum skógi sem er undir háum hamrabeltum.

Yndisarður og sköpunarboðskapur

Sneru aftur í gömlu sveitina sína og gerðust skógarbændur • Fura og hrymur reynast vel í Stekkatúni • Skógræktarnámið gaf mikið • Afkomendurnir munu hafa nytjar af skóginum í framtíðinni Meira

Spekingur Oddur Helgason æviskrárritari stendur vaktina í ORG – Menningarskála þjóðarinnar eins og hann hefur gert í áratugi.

Ættfræðigrunnur ORG verður færður til nútímans

Nöfn flestra Íslendinga skráð • Stefnt að auknu aðgengi Meira

Hryggsjá F.v. Elva Ásgeirsdóttir, Bjarki Karlsson, Freyr Gauti Sigmundsson og Hulda Birgisdóttir við hluta af nýju hryggsjánni. Elva og Hulda eru skurðhjúkrunarfræðingar, Bjarki yfirlæknir á SAk og Freyr Gauti yfirlæknir á háskólasjúkrahúsinu á Örebro í Svíþjóð. Tækið var tekið í notkun um áramót og kostaði 40 milljónir króna

Aðgerðir á Akureyri spara ferðir

Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri afhentu nýja hryggsjá Meira

Kerson Her og lögregla aðstoðaði íbúa Kerson-borgar við að forða sér undan flóðunum með aðstoð gúmbáta.

Þúsundir á vergangi vegna flóða

Óttast að mannfall af völdum flóðanna sé mjög mikið • Úkraínumenn saka Rússa um að skilja íbúa á hernumdu svæðunum eftir • Stíflan líklega sprengd innan frá • Segjast sækja fram við Bakhmút Meira

Prinsinn Harry yfirgefur dómsal undir vökulu auga ljósmyndara.

Mögulega verið hleraður í 15 ár

Harry prins bar aftur vitni í gær í skaðabótamáli sínu gegn fjölmiðlafyrirtækinu Mirror Group Newspapers, MGN, sem gefur út breska dagblaðið The Mirror og sunnudagsblöðin Sunday Mirror og Sunday People, og sakaði hann fyrirtækið um að hafa stundað símhleranir á „iðnaðarkvarða“ í mörg ár Meira

Þjálfun, endurtekningar og eftirfylgni

Eins og venja er á þessum árstíma hafa miðlar Árvakurs flutt samviskusamlega fréttir af útskriftum framhaldsskólanna hérlendis. Þar má finna ýmislegt áhugavert en eitt af því sem vakið hefur athygli eru háar meðaleinkunnir þeirra sem skara fram úr á stúdentsprófi Meira

Sumarleg og lokkandi Guðdómleg vanillukakan hennar Ólafar með sumarlegu ívafi. Ferskjurnar setja þennan sumarlega blæ á kökuna.

Guðdómleg vanillukaka heitasti sumareftirrétturinn

Ólöf Ólafsdóttir, konditori og nýr liðsmaður í íslenska kokkalandsliðinu, er annáluð fyrir kunnáttu sína í eftirréttagerð og þekkt fyrir að töfra fram dýrindis eftirrétti sem gleðja bæði auga og munn. Meira

Fyrirliði Ísak Aron Jóhannsson, matreiðslumeistari og nýr fyrirliði íslenska kokkalandsliðsins, tók áskorun Snædísar og galdraði fram sinn uppáhaldsrétt á framúrskarandi hátt.

Syndsamlega ljúffeng nautalund á franska vísu

Í síðustu viku deildi Snædís Xyza Mae Jónsdóttir, matreiðslumeistari og þjálfari íslenska kokkalandsliðsins, sinni uppáhaldsuppskrift og skoraði á Ísak Aron Jóhannsson, nýjan fyrirliða íslenska kokkalandsliðsins, að gera hið sama. Meira

Tékkaðu á Tel Aviv og upplifðu alvöru Miðjarðarhafsnætur

Í tilefni af 110 ára afmæli Morgunblaðsins í ár taka Morgunblaðið og Icelandair höndum saman og efna til veglegs gjafaleiks fyrir áskrifendur. Á hverjum fimmtudegi fram til 2. nóvember verða heppnir áskrifendur Morgunblaðsins dregnir út af handahófi og hljóta flugmiða í formi gjafabréfs með Icelandair. Freistaðu gæfunnar og tryggðu þér áskrift! Meira

Afköst Angela Árnadóttir er orkumikil í myndlistinni á Akranesi.

Næturgalinn í vitanum

Angela Árnadóttir opnar fyrstu einkasýningu sína • „Listin leynist yfirleitt í ófullkomleikanum“ Meira