Fréttir Föstudagur, 7. ágúst 2020

Skírn Sr. Aldís Rut Gísladóttir skírði Ágúst Darra Tryggvason, sem móðirin, Sonja Petra Stefánsdóttir, hélt á. Í hendi prests er hörpuskel, mikið þarfaþing.

Nú eru börnin skírð með skel

Forðast skal snertingu vegna veiru • Vatni er ausið með hörpuskel yfir höfuð barnsins • Sami háttur og þegar Jóhannes skírði Jesú • Öðruvísi athafnir Meira

Bið eftir afgreiðslu lána

Allt að átta vikur getur tekið að ljúka endurfjármögnun • Annir hjá bönkunum Meira

Tekjurnar sveiflast í faraldri

Útsvarstekjur 35 sveitarfélaga jukust á seinustu sex mánuðum en minnkuðu í 36 sveitarfélögum • 15,5% lækkun í Skagabyggð og 13% í Mýrdal • 33,5% hækkun í Kjósarhreppi og 21% í Helgafellssveit Meira

Tungnaréttir Meðan var og hét.

Réttardagurinn verður öðruvísi

Veiran hefur áhrif á fjárréttir • Sóttvarnareglur breyta fjallferðum og réttum • Takmarkaður fjöldi mæti Meira

Upplýsingafundur almannavarna Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn var ekki viðstaddur fundinn en hann fór í sýnatöku í gær og reyndist ekki smitaður.

Reglur gildi næstu mánuði

Reglur vegna faraldursins verða væntanlega hertar og á þeim slakað á víxl að sögn sóttvarnalæknis • ÍE kemur aftur að skimun á landamærum eftir hlé Meira

Grímur Strætó hagar sínum reglum er varðar grímuskyldu, að sögn Þórólfs. Miðað er við ferðir lengri en hálftíma.

Verðlagið á grímum misjafnt

Samkeppniseftirlitið fylgist með hvort fyrirtæki breyti verðlagi á grímum • 50 grímur með þrískiptu lagi á 2.439 kr. í einni verslun en 6.990 í annarri Meira

Framkvæmdir Vonir eru bundnar við að framkvæmdum verði lokið áður en skólastarf á Reyðarfirði hefst að nýju síðar í ágústmánuði.

Hefja framkvæmdir við nýtt íþróttahús

Jarðvegsframkvæmdir eru hafnar við nýtt íþróttahús á Reyðarfirði. Gert er ráð fyrir að þær muni standa yfir næstu tvær vikur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sveitarfélaginu Fjarðabyggð. Meira

Flug Ferðatakmarkanir setja Icelandair mjög þröngar skorður.

Icelandair flutti 73.159 farþega í júlí

Fjölgaði fjórfalt frá júnímánuði þegar 18.494 tóku sér far með flugfélaginu Meira

Útsýni Fyrir utan húsin er heitur pottur þar sem hægt er að slaka á og njóta útsýnisins.

Veiran setti stórt strik í reikninginn

Systur leigja út þrjá lúxusbústaði í Grímsnesi • Heimsfaraldur kórónuveiru var gríðarlega mikið áfall • Stefndi í besta rekstrarár í sögu fyrirtækisins • Helgin kostar allt að 600 þúsund krónur Meira

Þrjú sáttamál bættust við

Fjórtán óleystar kjaradeilur eru á borði ríkissáttasemjara Meira

Farskip Nýr Dettifoss við bryggju. Skipið siglir undir færeyskum fána.

Óhagstæð skipaskrá fælir frá

Ísland ekki samkeppnishæft í alþjóðlegri skipaskráningu • Úrbóta þörf Meira

Grasbítum hættara við aldauða

Grasbítar hafa mátt þola hraðari útrýmingu undanfarin 50.000 ár en rándýr samkvæmt rannsókn Meira

Sjónræn áhrif virkjunar í Bárðardal

Skipulagsstofnun hefur gefið út álit um mat á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðrar smávirkjunar í Skjálfandafljóti. Meira

Heimsókn Lilja Árnadóttir, Margrét Hallgrímsdóttir og Þór Magnússon á Bustarfelli í Vopnafirði og lengst t.h. Finnur Ingimundarson safnvörður.

Þríeykið fer á söfnin

„Söfnin í landinu eru ólík og starfsemi þeirra tekur gjarnan mið af mannlífi, umhverfi og sögu hvers staðar. Þessar stofnanir hafa ríku samfélagslegu hlutverki að gegna, svo sem í tengslum við ferðaþjónustuna, og eru að því leyti mikilvægur þáttur í atvinnulífi hverrar byggðar,“ segir Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður. Meira