Fréttir Fimmtudagur, 18. júlí 2019

Guðni Einarsson Þórunn Kristjánsdóttir „Það þarf að endurskoða...

Ráðherra skipar starfshóp um þjónustu og vaktir dýralækna í dreifbýli • Samningur sagður „ómanneskjulegur“ Meira

Sigurður Ingi Jóhannsson

Vonast eftir frumvarpi um jarðakaup í haust

Þróun síðustu ára alveg óviðunandi, segir Sigurður Ingi Meira

Breiðþota. Vélin hefur staðið kyrrsett um nokkurra mánaða skeið.

Segir kæruna ekki byggjast á lagastoð

Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í gær að ALC þyrfti einungis að greiða skuldir við Isavia tengdar flugvél þess • Isavia hefur kært ákvörðun um að réttaráhrif úrskurðarins frestist ekki Meira

Börn Víða leynast hættur á heimilum.

Kökur til fjármögnunar slysavörnum

Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl. Meira

Laugarnes Föt í fjörukambi þar sem fólk liggur gjarnan við á næturnar.

Eiga svefnstað á Laugarnestanga

Útigangsfólk hefur búið sér svefnstað á Laugarnestanga í Reykjavík og heldur sig þar um nætur. Þessi mynd var tekin í Laugarnesi nú í vikunni. Meira

Gleði. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, klippa á borða við afhendingu nýs hjúkrunarheimilis á Sólvangi. Hjúkrunarrýmum fjölgar um 34 með nýja heimilinu.

Nýtt hjúkrunarheimili

Nýtt 60 rýma hjúkrunarheimili var tekið í notkun á Sólvangi í Hafnarfirði í gær og er gert ráð fyrir að fyrstu íbúarnir flytji inn í byrjun ágúst. Sóltún öldrunarþjónusta mun sjá um rekstur nýja heimilisins. Meira

Tökustaður Formaður SÍK segir félagið munu beita sér gegn breytingum.

Ósætti vegna breytinga á endurgreiðslukerfinu

Tillögurnar „ein stór þversögn“ að mati formanns SÍK Meira

Kristján Björnsson

Vel fylgst með kirkjugripum

Viturlegt að fara með suma forna gripi í söfn, segir vígslubiskup í Skálholti Meira

Byggingarstjóri Ólafur Sæmundsson, byggingarstjóri og annar eigenda TVT, leiddi blaðamann og ljósmyndara um byggingarsvæðið. Hann segir gang í framkvæmdunum um þessar mundir.

Fylla senn í skarðið við Lækjargötu

Uppsteypa hafin við nýja hótelbyggingu við Lækjargötu • Hönnuð með nálægar byggingar í huga • Hugverk Guðjóns Samúelssonar í hávegum höfð • Fornleifar sem fundust á reitnum verða til sýnis Meira

Hanna Sigríður Hofsdal Karlsdóttir

Hanna Sigríður Hofsdal Karlsdóttir lést á Landspítalanum 11. júlí, 88 ára að aldri. Hanna fæddist 10. apríl 1931 í Hafnarfirði. Foreldrar hennar voru Sólveig Bergþóra Þorsteinsdóttir, húsfreyja á Húsavík, og Karl Guðmundsson, útgerðarmaður frá Ólafsvík. Meira

Glæsiskip Koma Queen Mary 2 til Reykjavíkur mun án efa vekja athygli.

Lengsta skip sem hingað hefur komið

Sögulegur viðburður verður á morgun, föstudaginn 19. júlí. Þá kemur til Reykjavíkur í fyrsta sinn farþegaskipið Queen Mary 2. Skipið er væntanlegt að Skarfabakka í Sundahöfn klukkan 8. Það lætur úr höfn klukkan 14 á laugardag. Meira

Matur Á þremur deildum Eirar fóru um 23% matar til spillis og hefur heilsufar og dagsform heimilisfólks þar mikil áhrif. Könnun á matarsóun hefur vakið starfsfólk Eirar til umhugsunar.

Sóun nemur 18 tonnum á ári

Að meðaltali er 59,7 kg af mat hent daglega á sex deildum Eirar hjúkrunarheimilis • Samtals fara 18 tonn í ruslið á öllum þremur heimilum Eirar • Réðu næringarfræðing og endurskoða matseðilinn Meira

Hótaði að drekka blóð lögreglumanns

Landsréttur hefur úrskurðað karlmann í gæsluvarðhald til 9. ágúst fyrir þjófnað, hótanir, valdstjórnarbrot og líkamsárásir. Maðurinn er hælisleitandi og á engan sakaferil hér á landi. Meira

Herjólfur Óvíst er hvenær nýi Herjólfur hefur siglingar.

Óvíst hvenær Herjólfur siglir fyrstu áætlunarferð sína

„Verður vonandi komið í gang um verslunarmannahelgi“ Meira

Rannsókn. Marín Árnadóttir hefur kannað samskiptamunstur í yfir 100 frásögnum.

Eineltismenning frá örófi alda

Skemmtisögur af jaðarsettum Íslendingum vinsælar á 19. og 20. öld • Marín Árnadóttir, meistaranemi í sagnfræði, segir nýjan heim blasa við í frásögnunum • Grín gert að jaðarsettu fólki Meira

Útrás Póstsins endaði í strandi

Íslandspóstur, sem er í eigu ríkisins, brást við minnkandi tekjum af bréfasendingum með nýrri sókn • Félagið keypti fimm félög • Flest bendir til taps af fjárfestingunni • Sala félaganna í undirbúningi Meira

Orkuhússreitur með 450 íbúðir

Deiliskipulagsvinna er hafin á vegum Reita • Stefnt að því að hefja framkvæmdir eftir 2,5-3 ár Meira

Sleitustaðabændur kátir á ný

Sleitustaðavirkjun aftur farin að framleiða rafmagn • Ný og stærri túrbína keypt frá Austurríki • Beislun vatnsafls á Sleitustöðum á sér yfir 70 ára sögu • Selja umframorku til Norðurorku Meira

Nautgripir Dýralæknar veita þjónustu vegna dýraheilbrigðis og fylgjast einnig með velferð dýra og hafa eftirlit með matvælaframleiðslu.

Endurskoða þarf kerfið frá grunni

Dýralæknafélagið er ósátt við samninginn við MAST • Dýralæknar í dreifðum byggðum eru alltaf á vakt • Ýmsar hugmyndir um endurbætur • Ráðherra skipar starfshóp um þjónustu dýralækna Meira

Í Þjórsárdal Rauðá rennur í sveigum neðan við fornbýlið Stöng.

Fundu áður óþekktar minjar með drónaflugi

Íslenskir fornleifafræðingar eru nú farnir að nota dróna með góðum árangri við rannsóknir sínar. Meira

Goðafoss Fossinn hefur ætíð mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn.

Unnið að friðlýsingu Goðafoss

Umhverfisstofnun hefur í samstarfi við eigendur jarðanna Rauðár, Ljósavatns og Hriflu og sveitarfélagið Þingeyjarsveit kynnt áform um friðlýsingu Goðafoss í Þingeyjarsveit. Meira

Grjót Apollo-förin sneru til jarðar með 382 kíló af tunglgrjóti og jarðvegi.

Vísindaleg risastökk með Apollo- ferðunum

För Apollos ellefta til tunglsins og til baka fyrir hálfri öld var óumdeilt risaskref í þágu mannkynsins. Meira

Á nyrsta hjara. Skilti sem sýna upprunastaði starfsmanna herstöðvar og veðurstöðvar í Alert, nyrstu byggð jarðar. Myndin var tekin í október.

Methiti á nyrsta byggða bóli heims

Óvenjumikil hlýindi hafa verið á norðurskautssvæðum Kanada í sumar • 21 stigs hiti mældist í nyrstu byggð jarðar, Alert, þar sem hámarkshitinn í júlímánuði hefur verið 6° C í meðalári Meira

Blóðþyrstur Joaquín Guzmán þegar hann var framseldur til Bandaríkjanna árið 2017. Hann er kallaður „El Chapo“ eða „Sá stutti“ (er 168 cm á hæð).

Guzmán dæmdur í lífstíðarfangelsi

Einum illræmdasta eiturlyfjabarón allra tíma refsað í Bandaríkjunum Meira

Konan sem móta mun ESB næstu árin

Í haust tekur Þjóðverjinn Ursula von der Leyen við einu valdamesta embætti í Evrópu, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB). Meira

Gómsætt á grillið Maís og svínakjöt passa sérstaklega vel saman og er vert að prófa.

Grísahnakki með munúðarfullu meðlæti

Meistarakokkarnir Baldur Hafsteinn Guðbjörnsson og Gunnar Chan reka staðinn 108 Matur í Fákafeni 9 í Reykjavík. Meira

Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir

Sigurður Þorri Gunnarsson siggi@k100.is Þessa vikuna fengum við á K100 að kynnast tveimur ólíkum tónlistarmönnum sem eiga eitt sameiginlegt, þeir lærðu báðir að gera tónlist á Youtube. Meira

Sáluhjálp Tónlistin var athvarf fyrir Jóhannes þegar honum leið ekki vel.

Tónlistin losar um tilfinningar

Jóhannes Gauti Óttarsson er 24 ára gamall læknanemi sem einnig fæst við tónlist. Hann sendi frá sér sitt fyrsta lag í fyrrasumar og nú fyrir nokkrum dögum sína fyrstu plötu. Meira

Daystar Draugur og Nýa skipa hljómsveitina.

Lærði að gera raftónlist í Bandaríkjaher

Vestmannaeyjar eru fyrir löngu þekktar fyrir fjölbreytt tónlistarlíf og hæfileika. Nýjasta hljómsveitin þaðan er hljómsveitin Daystar sem býður upp á skemmtilegan bræðing af rokki og raftónlist, sem mætti kalla Cyber Punk. Meira

Sóðaskapur Ungmenni fjærlægðu töluvert magn af rusli úr Landeyjafjöru.

Tíndu tvö og hálft tonn af rusli í fjöru

Ungmenni á aldrinum 13-16 ára í vinnuskóla Rangársþings eystra tóku sig til á föstudaginn var og tíndu rúmlega tvö og hálft tonn af rusli í Landeyjafjöru. Meira