Fréttir Þriðjudagur, 4. ágúst 2020

Ferðamenn mynda Strokk Alls hafa 105.000 komið til landsins frá því skimun hófst á landamærum 15. júní. Þar af hafa tæplega 70.000 farið í skimun.

Landamærin við þolmörk

Ekki svigrúm til að skima frá fleiri löndum eins og staðan er nú, segir sóttvarnalæknir • Gæti valdið vanda ef smitum fjölgar á skilgreindum lágáhættusvæðum Meira

Allt er háð hlutafjárútboðinu

Stefna að því að klára samkomulag við ríki , banka og kröfuhafa í þessari viku • Allir þræðir málsins hafa áhrif á hver annan • Enn óljóst hve háa fjármögnun þarf að tryggja fyrir lánveitingu frá bönkum Meira

Konráðs enn saknað

Ekkert hefur spurst til Konráðs Hrafnkelssonar síðan hann yfirgaf heimili sitt í Belgíu á fimmtudag. Meira

Júlí kvaddur með reiðtúr í Víðidal

Ljósmyndari Morgunblaðsins var við veiðar í Víðidal á föstudagskvöld þegar hann kom auga á tólf hestamenn í reiðtúr í kvöldsólinni, en hestarnir voru sautján talsins. Meira

Róbert Guðfinnsson

„Víti til varnaðar fyrir einkaaðila“

Eigandi Rauðku ehf. ósáttur við seinagang Fjallabyggðar á efndum samkomulags • Hefur varið milljörðum til uppbyggingar • „Það verða engar vanefndir,“ segir bæjarstjóri • Augljósir fyrirvarar Meira

Taka ákvörðun um maraþonið

Íþróttabandalag Reykjavíkur fundar um örlög Reykjavíkurmaraþonsins í dag • Um 4.000 skráð sig til þátttöku Meira

Undirbúningur Víðir Reynisson og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggja á ráðin fyrir blaðamannafund almannavarna í gær.

Samfélagssmit geti verið lítið

Átta innanlandssmit greind • Enginn smitaður í umfangsmikilli sýnatöku ÍE • Frekari fjöldaskimanir í bígerð • Verslunarmannahelgin sögð hafa gengið vel Meira

Jóhannes Loftsson

Undirbúa mótmæli

Hópur á vegum Frjálshyggjufélagsins undirbýr nú mótmæli gegn sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda. Meira

„Svekkjandi að þurfa að bakka aftur“

„Þetta er frekar svekkjandi að þurfa að bakka aftur í tveggja metra regluna. Meira

Bílasala Nýorkubílar voru rúmur helmingur seldra bíla í júlímánuði.

Rúmlega helmingur nýorkubílar

Sala nýrra fólksbíla jókst um 44,4% í júlímánuði, samanborið við júlí í fyrra. Engu að síður nemur samdráttur það sem af er ári í sölu nýrra bíla tæpum 32%. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Bílgreinasambandinu. Meira

Áfrýjað Hæstiréttur veitti leyfi.

Júlíus Vífill áfrýjar til Hæstaréttar

Sakfelldur fyrir peningaþvætti í maí • Tíu mánaða skilorðsbundin fangelsisvist Meira

Rigning Kalt loft hefur verið í háloftunum og hámarkshiti lítill á jörðu niðri.

Kalt, hvasst og kaflaskipt sumar

Sumarið hefur verið kaflaskipt og það hefur verið laust við meiri háttar hitabylgjur, segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur, spurður um veðurfarið í samtali við Morgunblaðið. Meira

Samdráttur hefur áhrif

Tekjur hátæknifyrirtækisins Advania Data Centers (ADC) jukust um 37,4% á árinu 2019 í kjölfar mikilla fjárfestinga við uppbyggingu félagsins, að því er fram kemur í tilkynningu frá Advania. Meira

Smálán Björn segir langt síðan viðskiptasambönd voru tekin til skoðunar.

Vilja ekki tengjast smálánum

Sparisjóðurinn endurskoðar sambönd við viðskiptavini allt frá 2016 Meira

Vonbrigði Fjölmargir gestir voru mættir á tjaldsvæði þegar hertar aðgerðir gegn kórónuveirunni voru tilkynntar.

Gestum tjaldsvæða vísað í burtu

Verslunarmannahelgin var krefjandi fyrir umsjónarmenn tjaldsvæða • Á Akureyri þurfti að reka gesti í burtu vegna hertra aðgerða gegn kórónuveirunni • Talsvert færri gestir komust að en vildu Meira

Heilsa Í stað handabanda lögðu viðstaddir hönd á brjóst og hneigðu sig lítillega, en ýtrustu sóttvarna var gætt.

Tvö hundruð færri vegna veiru

Innsetningarathöfn forseta Íslands fór fram um helgina • 29 voru viðstaddir og ýtrustu sóttvarna var gætt í þingsal Meira

Mannþröng í Leifsstöð Flugfarþegar gátu lítið við aðstæðurnar ráðið.

Erfitt að breyta brottfarartímum

Stór hópur myndaðist í brottfararsal • Óhjákvæmilegt að fólk hópist saman Meira

Grímur Hægt er að lífga upp á grímuútlitið, ef vilji er fyrir hendi.

Seljast eins og heitar lummur

Fjöldi fólks hafði samband við Ölbu Indíönu Ásgeirsdóttur þegar hún setti inn færslu á Facebook og auglýsti handsaumaðar andlitsgrímur. Meira

Smitfleyið MS Roald Amundsen við bryggju í Tromsø. Lögregla þar hefur hafið rannsókn á málinu, en stjórnendur Hurtigruten reyndu að koma í veg fyrir að smitið kæmist í hámæli.

„Ég varð hreinlega fyrir áfalli“

Farþegi af smitskipinu ræddi við Morgunblaðið • Hurtigruten reyndi að þagga málið niður • Lögreglan í Tromsø hefur hafið rannsókn • Auk 34 úr áhöfn Roald Amundsen eru fimm farþegar smitaðir Meira

SpaceX-menn heilir heim eftir geimferð

Geimfararnir Bob Behnken og Doug Hurley, sem ferðuðust með Crew Dragon, geimferju SpaceX, fyrirtækis Tesla-jöfursins Elon Musk, til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar í lok maí, lentu heilu og höldnu í Mexíkóflóa á sunnudaginn. Meira

Danmörk Þótt danskt efnahagslíf hafi staðið af sér kreppuna með ágætum hingað til, er ekki víst að stytti upp í bráð, samkvæmt greinendum.

Danskur efnahagur komið vel undan faraldri

Danskt efnahagslíf hefur komið mun betur út úr kórónukreppunni en óttast var. Þetta sýna lykilhagtölur þar í landi. Aðstoðarpakkar dönsku ríkisstjórnarinnar upp á 300 milljarða danskra króna (6.000 ma. Meira

Eggert

Kvöldsól Þótt leiðindaveður hafi verið ferðamönnum til ama um verslunarmannahelgina var hægt að njóta kvöldsólarinnar, sem dró fram allar fegurstu hliðar Víðidals í... Meira

Spilað Ingó Veðurguð tók nokkrar þjóðargersemar á mánudagskvöldið, eins og venjan er um verslunarmannahelgi.

Tóku brekkusönginn

„Þetta var aðeins minna stress heldur en að vera á stóra sviðinu á þjóðhátíð,“ segir Ingólfur Þórarinsson, oft kenndur við Veðurguðina, um brekkusönginn sem fram fór á sunnudagskvöld. Meira