Fréttir Þriðjudagur, 12. nóvember 2019

Álfsnes Til stendur að fresta innheimtu áformaðs urðunarskatts.

Fallið frá skatti á urðun og ferðaþjónustu

Eingreiðsla til lífeyrisþega skerðir ekki félagslega aðstoð Meira

Framleiðsla dilkakjöts minnkar enn

Samdráttur í dilkakjötsframleiðslu heldur áfram og er þó enn meiri en á síðasta ári. Horfur eru á enn frekari samdrætti á næsta ári. Haustslátrun sauðfjár er lokið í öllum sláturhúsum landsins. Meira

Tillögur Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra kynnir tillögur.

Regluverk einfaldað

Kynntar tillögur um rafræna stjórnsýslu í byggingamálum, flokkun mannvirkja og sérstaka kærunefnd byggingamála Meira

Fjárveitingar Seinkun framkvæmda við byggingu meðferðarkjarna nýs Landspítala frestar útgjöldum hjá ríkinu. Munar þar 3,5 milljörðum 2020.

Afkoman versnar um 10 milljarða

Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að dregið verði úr fjárveitingum til byggingar nýs Landspítala vegna seinkunar á framkvæmdum • Hækkandi útgjöld vegna atvinnuleysis og fæðingarorlofs Meira

Segull Kútter Sigurfari hefur lengi dregið gesti að Byggðasafninu á Akranesi, en skipið hefur látið mikið á sjá.

Ekki öll nótt úti fyrir Sigurfara

Það skýrist væntanlega í byrjun næsta árs hvað verður um kútter Sigurfara, sem þarfnast gagngerrar endurbyggingar í Byggðasafninu í Görðum á Akranesi. Sótt hefur verið um styrk til Europe Nostra , stofnunar sem styður við evrópska menningararfleifð. Meira

Búsetuúrræði Úti á Granda í Reykjavík má finna smáhýsi og hefur umgengni verið misjöfn.

Smáhýsi víða til skoðunar í borginni

Lóðir í námunda við Hlíðahverfi í Reykjavík, Borgartúni og á Köllunarklettsreit til skoðunar • Verktaki mótmælir hugmynd um smáhýsi • Fíkniefnaneysla, sala, vopnaburður og ofbeldi sagt úti á Granda Meira

Samherji rannsakar reksturinn í Afríku

Samherji hefur ráðið alþjóðlega lögmannsstofu til að gera ítarlega rannsókn á starfsemi Samherja í Afríku. Meira

Á Þingvöllum Kirkjan var vígð 1959 en Þingvallabærinn var byggður sem prestsseturshús á árunum 1929-30.

Banna kerti og skreytingar eftir eld í brúðkaupi

Reglur verða hertar • Eldur í timburhúsi alvörumál Meira

Sigurður Jóhannesson

Vill fá þjóðarsjóðinn úr landi

„Markmið lagasetningarinnar eru góð. Þjóðarsjóður á að vera eins konar þrautavaraleið til að mæta ytri áföllum ríkissjóðs umfram þann viðbúnað sem er nú þegar fyrir hendi. Meira

Straumur Innviðir vegna rafbíla eru styrktir skv. áherslu stjórnvalda.

Komist á rafbílum landshorna á milli

Setja á upp 43 hleðslustöðvar • Aflmeiri og hraðvirkari og eru 150 kW • Orkusjóður setur 227 milljónir í verkefnið • 20 mínútur taki að hlaða bílinn • Mikilvægt loftslagsmál og breyttir möguleikar Meira

Sandgerði Viðgerðarmenn huga að flotbryggjunni sem laskaðist.

Bryggja skemmdist

Reynir Sveinsson Sandgerði Festingar flotbryggju í Sandgerði slitnuðu í óveðrinu sem gekk yfir Suður- og Vesturland aðfaranótt mánudags. Einnig fór landgangur í sjóinn. Ellefu bátar voru við bryggjuna en ekki er talið að þeir hafi skemmst. Meira

Í Norræna húsinu Stuart Peach, formaður hermálanefndar NATO.

Óvissan ekki meiri frá kalda stríðinu

Formaður hermálanefndar Atlantshafsbandalagsins fór yfir stöðu varnarmála á fundi Varðbergs • Aukin hernaðarumsvif Rússa kalli á viðbrögð • Ógnirnar fleiri og flóknari en áður í sögu NATO Meira

Umhverfismál Ungt fólk víða um veröld hefur krafist róttækra aðgerða stjórnvalda í umhverfismálum og mörgum eru loftslagsverkföllin í haust í fersku minni. Hér sést ungt fólk þramma af stað í bæinn frá Skólavörðuholtinu.

Áhyggjurnar bæti ástandið

Loftslagskvíði í brennidepli • Skýrt samhengi er á milli hlýnunar andrúmslofts og geðheilsu • Eykst að fólk leiti til sálfræðinga til að ná tökum á vanlíðan Meira

Landgerðin Vörubílar aka allan liðlangan daginn með grjót úr grunni nýja Landspítalans. Á fyllingunni verða höfuðstöðvar Faxaflóahafna í framtíðinni.

Spítalagrjótið reynist æði drjúgt

Grjóti úr grunni nýs Landspítala ekið í landgerð í Sundahöfn • Meira efni fæst en reiknað var með Meira

Á atkvæðaveiðum Nigel Farage á kosningafundi í Hartlepool í gær.

Farage féll frá hótuninni

Nigel Farage, leiðtogi Brexit-flokksins, dró í gær til baka hótun sína um að flokkurinn byði fram í öllum kjördæmum Englands, Skotlands og Wales ef Boris Johnson forsætisráðherra yrði ekki við kröfu hans um að falla frá samningnum sem hann náði við... Meira

Hundum bjargað Khieu Chan, fyrrverandi eigandi veitingahúss sem seldi hundakjöt (fyrir miðju), fylgist með starfsmönnum dýraverndarsamtaka bjarga hundum úr sláturhúsi í Takéo-héraði í Kambódíu.

Óhugnanleg innsýn í skuggaveröld hundakjötsviðskipta

Ár hvert er tveimur til þremur milljónum hunda slátrað í Kambódíu Meira

Stinga Herjólfi í samband á næstu dögum

Vinna erlendra sérfræðinga við rafmagnshleðsluturna fyrir Vestmannaeyjaferjuna Herjólf hófst í Vestmannaeyjum í gær. Meira

Skiptifataslá VMA Sonja Lind og Sigrún Harpa Baldursdóttir skoða kjóla.

Flík á móti flík

Skiptifataslá sett upp í Verkmenntaskólanum á Akureyri • Fatnaður öðlast framhaldslíf á nýjum heimilum Meira