Fréttir Laugardagur, 5. október 2024

„Hér eru tveir flugvellir“

Fjármálaráðherra ekki reiðubúinn að fjármagna flugvöll í Hvassahrauni • Forsætisráðherra segir vonbrigði að skýrslan hafi ekki skilað óyggjandi niðurstöðum Meira

Gnarr Borgarstjórinn hyggst nú leggja að nýju út á hið pólitíska djúp.

Höfum tekið á móti of mörgum

Jón Gnarr, sem stefnir á fyrsta sætið hjá Viðreisn í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna í næstu þingkosningum, segir að ekki sé ráð að taka við fleiri flóttamönnum meðan innviðir landsins, ekki síst húsnæði, anna ekki þörf fólks sem hingað leitar Meira

Formennska Guðmundur Ingi Guðbrandsson og Svandís Svavarsdóttir.

Nýr formaður kjörinn í dag

Landsfundur VG hófst í gær • Greiða atkvæði um að slíta ríkisstjórninni Meira

Opnað á umsóknir um hlutdeildarlán

Tekjumörkin hækkuð • Tekið á móti umsóknum til og með 21. október vegna úthlutunar 800 milljóna króna • 40 umsóknir bárust eftir hádegi í gær • 2,7 milljörðum úthlutað til 219 íbúða það sem af er ári Meira

Guðlaugur Þór Þórðarson

Skýr skilaboð um að flýta vinnunni

„Við hljótum að átta okkur á því í þessu rafmagnsleysi að við verðum að hafa fyrirkomulag sem virkar. Auðvitað er best að nærsamfélagið klári málið. En ef við erum komin á þann stað að sveitarfélögin geti einhverra hluta vegna ekki klárað sína … Meira

Útilokar ekki að ganga úr BSRB

Sonja Ýr Þorbergsdóttir var í gær endurkjörin formaður BSRB, stærstu heildarsamtaka opinberra starfsmanna á Íslandi. Þá hafði Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, betur gegn Þórarni Eyfjörð formanni Sameykis í embætti 1 Meira

Dagur B. Eggertsson

Gekk bara einu sinni á uppsafnað orlof

Óúttekið orlof Dags borgarstjóra fluttist ár fyrir ár í 10 ár Meira

Spurt og svarað Jón Gnarr ætlar sér forystusæti Viðreisnar í Reykjavík í komandi kosningum.

Kallar eftir stefnubreytingu

Jón Gnarr segir Íslendinga hafa gengið of langt í móttöku flóttafólks • Innviðir þurfi að ráða við fjöldann • Mistök í móttöku geti leitt af sér fordóma • Hyggst velta oddvitum flokksins í Reykjavík úr sessi Meira

Sjúkraflutningar Flutningstíminn frá flugvellinum í Hvassahrauni að Landspítalanum er 10-12 mínútum lengri en frá Reykjavíkurflugvelli.

SHS var ekki umsagnaraðili

„Við vorum ekki umsagnaraðilar að skýrslunni en vorum beðnir að mæla vegalengdina. Við mældum fjarlægð og tímalengd og lögðum fram rauntölur, en að öðru leyti höfum við ekki verið inni í þessari umræðu,“ segir Jón Viðar Matthíasson… Meira

Hvassahraun Nefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að veðurfar sé ákjósanlegt í Hvassahrauni, ráðamenn telja áhættu of mikla vegna jarðelda.

Myndi ekki setja fé í Hvassahraun

Sigurður Ingi segir Hvassahraun valkost inn í langa framtíð Meira

Ölfusárbrú Brúin verður mikið mannvirki og dýrt, skv. áætlunum.

Veggjöld duga ekki til að fullu

„Í sumar fengum við umsögn frá ríkisábyrgðarsjóði Seðlabankans og í því áliti kemur fram að ekki sé fullljóst að á öllum tímanum sé 100% öruggt að veggjöld geti staðið undir öllum greiðslum miðað við þær forsendur sem sjóðurinn gefur… Meira

Lyf Notkun og útgjöld aukast mest vegna lyfja við illkynja sjúkdómum.

Vantar tvo milljarða vegna lyfja

Áætlun Landspítalans vegna leyfisskyldra lyfja á næsta ári gerir ráð fyrir því að heildarkostnaður spítalans vegna þessara lyfja verði 18.803 milljónir króna á árinu 2025. Fjárveiting ársins samkvæmt fjárlagafrumvarpinu hljóðar hins vegar upp á 16.725 milljónir kr Meira

September Haustlitirnir settu sinn svip á mánuðinn sem endranær.

September var óvenjukaldur

Meðalhitinn var undir meðallagi á öllum veðurstöðvum • Sól skein skært Meira

Aukið öryggi með Holtavörðuheiðarlínu

Landsnet hefur lagt fram umhverfismatsskýrslu fyrir Holtavörðuheiðarlínu 1 • Talin hafa nokkuð neikvæð áhrif á umhverfi en töluvert jákvæð áhrif á atvinnuþróun og samfélagið allt Meira

Blaðamaður Þegar fiskveiðilögsagan var færð út í 50 mílur hinn 1. september árið 1972 sendi Morgublaðið Geir, sem þá var sumarstarfsmaður, á miðin með Víkingi III til að fylgjast með breskum togurum.

Ævisaga Geirs H. Haarde að koma út

Stjórnmál, hrun og Landsdómur • Viðkvæm fjölskyldumál Meira

Hámarkshraði lækki á Suðurlandsbraut

Fari úr 60 km/klst. í 40 km/klst. • Tillaga um lækkun kom frá íbúaráði Meira

Skrifar um ást og sorg í lífi Jónasar

Arnaldur Indriðason sendir frá sér skáldsögu byggða á ævi þjóðskáldsins Jónasar Hallgrímssonar • Dularfullt mannshvarf í Öxnadal fléttast inn í líf hans • Ósáttur við staðsetningu styttu af skáldinu Meira

Skuldsetningin er sérlega dýrkeypt

Segja áhyggjuefni að lækkun skulda velti á sölu ríkiseigna Meira

Ísland Ionna frá Grikklandi, Hafdís, forseti Evrópusambands Soroptimista, og Marie Jeanne frá Sviss, fv. alþjóðaforseti Soroptimista.

„Hvernig getum við hjálpað?“

„Þetta er fyrsti ársfundurinn sem við höldum á Íslandi,“ segir Hafdís Karlsdóttir, en hún er forseti Evrópusambands Soroptimista og fyrsti forseti samtakanna frá Íslandi. 170 konur víðs vegar að úr heiminum eru komnar til að fara yfir stöðu mála og kynnast Íslandi í leiðinni Meira

Segja niðurskurð vera harkalegan

Sjónstöðin stendur frammi fyrir harkalegum niðurskurði fjárveitinga í fjárlagafrumvarpinu að mati formanns Blindrafélagsins, sem lýsir miklum áhyggjum af þróuninni í umsögn til fjárlaganefndar. Bent er á að Sjónstöðin er flaggskip endurhæfingar… Meira

Rokk Led Zeppelin í Laugardalshöll 22. júní 1970: Robert Plant, John Paul Jones, Jimmy Page og John Bonham.

Tveir æðisgengnir klukkutímar

Fyrsta Listahátíð í Reykjavík var haldin í júní 1970 • Heimsfrægir listamenn komu til landsins • Tónleikar Led Zeppelin vöktu þó mesta athygli • Stærstu og merkilegustu bítlatónleikarnir Meira

Úrskurður gæti valdið töfum

Læknir þarf að fara aðra leið Meira

JL-húsið Í húsinu stendur til að vista 300 til 400 hælisleitendur.

Vilja grenndarkynningu

Íbúar í nágrenni JL-hússins undrandi vegna hælisleitenda Meira

Stykkishólmur Björn Ásgeir Sumarliðason er öflugur formaður Skógræktarfélags Stykkishólms.

Skólar og skógrækt í blóma

Sumarið er liðið og myrkrið nær sífellt lengra inn í daginn næstu þrjá mánuði. Skoðanir fólks á hvernig sumarið hafi verið eru misjafnar og tala jafnvel sumir um að það hafi varla látið sjá sig. Til að fá staðreyndir hafði undirritaður samband við Trausta Jónsson Meira

Art deco-stíll

Samkvæmt fasteignaskrá var Snorrabraut 54 byggð 1929. Hönnuður hússins var Einar Erlendsson húsameistari. Líkindi eru með byggingunni og Héraðsskólanum í Reykholti, sem teiknaður var af Guðjóni Samúelssyni húsameistara ríkisins Meira

Við Snorrabraut í Reykjavík Nýbyggingin er vinstra megin, Snorrabraut 54 a-c, en gamla Mjólkurstöðin er hægra megin.

Mjólkurstöð verður íbúðahótel

Fjárfestingafélagið Vörðuholt keypti Snorrabraut 54 • Þar á að innrétta íbúðahótel með 23 íbúðum l  Samhliða eru fjárfestar að byggja 39 íbúðir fyrir almennan markað í nýbyggingu þar við hliðina Meira

Garn Það er alltaf hægt að nýta afganga af garni í vettlinga, sokka eða jafnvel litríkar peysur og um að gera að nota hugmyndaflugið í sköpuninni.

„Mikill áhugi á hannyrðum“

Garnskiptimarkaður í Borgarbókasafninu í Árbæ á morgun • Fjórir prjónaklúbbar hittast vikulega á safninu Meira

Menningarstofnun Faktor brugghús hefur slegið í gegn á Djúpavogi.

Schnitzel, bratwurst, bjór og pretzel á Djúpavogi

Októberfest í fyrsta sinn • Sérbruggaður bjór á Faktor Meira

Sögustaður Húsið nýja að Stöng fellur afar vel inn í umhverfið í Þjórsárdalnum. Á þessu sviði má í rauninni stíga rúmlega 900 ár aftur í tímann.

Yfirbygging á Stöng tilbúin

Framkvæmdum er nú lokið við nýja byggingu yfir rústirnar á Stöng í Þjórsárdal. Fyrir var á svæðinu yfirbygging, feyskin og úr sér gengin. Því var farið í endurbyggingu og reist nýtt lágstemmt hús með útsýnispöllum þannig að nú er ekki lengur heimilt að ganga á rústunum sjálfum Meira

Íbúar ósáttir við stæði fyrir leigubíla

Safnstæðum fyrir rútur og stæðum fyrir leigubíla var komið fyrir í Stórholti í Reykjavík í sumar • Íbúar í fjölbýlishúsi kærðu þessa ákvörðun borgaryfirvalda en kærunni var vísað frá í vikunni Meira

Nýjung Lísa Z. Valdimarsdóttir, forstöðumaður Bókasafns Kópavogs, og Soffía Karlsdóttir forstöðumaður menningarmála við Bókaboxið.

Bækur safnsins fást nú í bókaboxi

Notendum Bókasafns Kópavogs býðst nú nýstárleg leið við útlán og skil á bókum á safninu. Svokallað Bókabox hefur verið opnað í Vallakór 4 og mun það vera hið fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Boxið virkar eins og póstboxin sem hafa verið að spretta… Meira

Krísa Ali Khamenei, erkiklerkur og æðsti leiðtogi Írans, heilsar eftir að hann flutti ávarp til þjóðar sinnar. Óvíst er hvað Ísrael gerir næst.

Sitja að líkindum á þúsundum flauga

Nýleg eldflaugaárás Írana á Ísrael var „fremur mislukkuð“ en er þó ekki merki um vangetu þeirra til loftárása • Uppfærð tækni sem rekja má til Norður-Kóreu • Beðið er eftir gagnárás frá Ísraelsmönnum Meira

Vesturbugt Verðmætt byggingarland við Gömlu höfnina. Bílastæðum fækkar til muna þegar framkvæmdir hefjast.

Byggðar verða 177 íbúðir við höfnina

Baksvið Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Meira

Hljómsveitin Alto Frá vinstri: Atli Viðar, Gunnar, Ari Elfar, Ólafur, Jakob og Sveinn í Djúpinu.

Dans án vímuefna

Kótelettukvöld í Danshöllinni og Alto leikur fyrir dansi • Dansarar læra létta sveiflu á skömmum tíma Meira