Fréttir Miðvikudagur, 22. maí 2019

Ofbeldi ein stærsta ógnin

Fimmta hvert barn á Íslandi hefur orðið fyrir ofbeldi • Kynferðisofbeldi gegn drengjum hefur tvöfaldast á síðustu sex árum • Ráðist í stórt átak fyrir börn Meira

Suðurland Víða er þörf á að taka til og fjarlægja það sem hefur safnast upp.

Átak í að hreinsa rusl á Suðurlandi

Heilbrigðiseftirlit Suðurlands ætlar að hvetja lóðar- og landeigendur, þar sem ástæða þykir, til að laga til • Hefur ríkar heimildir til að grípa inn í sé ekki brugðist við ábendingum um slæma umgengni Meira

Endurupptöku Baugsmáls hafnað af Hæstarétti

Skattamáli íslenska ríkisins gegn þeim Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Tryggva Jónssyni var vísað frá Hæstarétti í gærmorgun. Meira

Stríðsjálkar Þegar Morgunblaðið kom á Reykjavíkurflugvöll voru menn önnum kafnir við að sinna viðhaldi á Miss Virginia (t.v.) en skömmu síðar kom That's all brother inn til lendingar.

Stefna nú aftur til Normandí

Herflutningavélar úr seinna stríði áberandi á Reykjavíkurflugvelli • Flestar tóku þær þátt í innrás bandamanna á meginland Evrópu árið 1944 • Ein vélanna var í forystuhlutverki á D-deginum Meira

Við hrygningu Ómelt loðna fannst í þorskmaga í Eyjafirði.

Loðna enn að hrygna við norður- og austurströndina

Hafrannsóknastofnun hefur að undanförnu fengið nokkrar ábendingar um loðnu fyrir Norður- og Norðausturlandi. Sérfræðingur á Hafrannsóknastofnun segir að breytingar hafi orðið á síðustu 15-20 árum í þá veru að meiri loðna sé fyrir norðan og austan. Meira

Kallað eftir byltingu fyrir börn

UNICEF á Íslandi hefur sett af stað átak sem beinist að ofbeldi gagnvart börnum • Eitt af hverjum 5 börnum verður fyrir ofbeldi • Allir eru hvattir til þess að skrifa undir og stöðva feluleikinn Meira

Kjarasamningarnir samþykktir

Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, segir ánægjulegt að samningar samflots iðnaðarmannafélaganna hafi verið samþykktir af þeim fimm félögum sem niðurstaða liggur fyrir hjá, en úrslit atkvæðagreiðslnanna voru kynnt í gær. Meira

Grímsey <strong>Skólahald lagt niður</strong> <strong>. </strong>

„Sorgarfréttir“ af skólahaldi í Grímsey

Skólahald lagt niður næsta vetur • Aðeins er einn nemandi á grunnskólaaldri Meira

Steingrímur J. Sigfússon

Ljóst að málið yrði ekki afgreitt

Eingöngu var stefnt að því að koma frumvarpi um breytingar á útlendingamálum í gegnum fyrstu umræðu og til nefndar á þessu þingi, en nokkur úlfaþytur varð á Alþingi í fyrradag þegar málið var tekið af dagskrá, þrátt fyrir að búið hefði verið að samþykkja sérstök afbrigði til að koma því á dagskrána, þar sem það var lagt of seint fram. Sköpuðust nokkrar umræður um fundarstjórn forseta þar sem þingmenn lýstu yfir undrun sinni á að málið hefði ekki verið tekið fyrir, en að í staðinn væri umræðu um þriðja orkupakkann haldið áfram. Meira

Sjókvíar Áhættumat vegna erfðablöndunar verður lögfest.

Hert á umhverfiskröfum í áliti meirihluta

Atvinnuveganefnd gerir breytingar á fiskeldisfrumvörpum Meira

Sundahöfn Framlenging Skarfabakka mun loka fyrir bugtina sem Eimskip hefur aðstöðu við og fóðurverksmiðjurnar á Korngörðum, lengst til hægri.

Þrengt að korninu á Korngörðum

Vegna lengingar Skarfabakka til austurs yfir í Kleppsbakka í Sundahöfn og landfyllingu í Vatnagörðum verður ekki hægt að landa korni til Fóðurblöndunnar og Kornax sem eru með starfsemi á Korngörðum. Meira

Óttast aukið fylgi þjóðernissinna

Stefnir í að tvö stærstu bandalögin fái ekki meirihluta á Evrópuþinginu Meira

Brexit Theresa May flutti ræðu um brexit-deiluna í Lundúnum í gær.

Segir þingið fá „síðasta tækifærið“

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að neðri deild þingsins fengi „síðasta tækifærið“ til að framfylgja niðurstöðu þjóðaratkvæðisins um útgöngu landsins úr Evrópusambandinu árið 2016 og hvatti þingmennina til að samþykkja... Meira

Ísland náð sumum heimsmarkmiðanna

Sviðsljós Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl. Meira

Borðtennis Systkinin Gestur, Eiríkur Logi, Guðbjörg Vala og Gestur með hluta verðlaunasafnsins.

Borðtennis í blóðinu

Fimm systkini hafa orðið Íslandsmeistarar í borðtennis • Foreldrarnir gátu sér gott orð í körfubolta og fótbolta Meira