Fréttir Laugardagur, 28. nóvember 2020

Ásmundur Einar Daðason

Gjörbylta aðstæðum barna

Barnamálaráðherra lýsir erfiðum aðstæðum vegna veikinda móður og hvernig hann var við það að bugast • Fékk aðstoð vegna vanlíðanar á fullorðinsárum Meira

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Alþingi samþykkti lög á verkfallið

Andrés Magnússon Ragnhildur Þrastardóttir Frumvarp um lög á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar var samþykkt á Alþingi í gærkvöldi. Með lögunum er lagt bann við vinnustöðvun flugvirkjanna sem voru í verkfalli. Lögin hafa þegar tekið gildi. Meira

Meirihluti vill formlegar viðræður

Mikill meirihluti íbúa þeirra fimm sveitarfélaga á Suðurlandi sem verið hafa í óformlegum viðræðum um sameiningu eru fylgjandi því að sveitarfélögin taki upp formlegar sameiningarviðræður. Meira

Veisla Kristófer Helgason og Íris Jóhannsdóttir við undirbúning veislunnar í mötuneyti Árvakurs í gær.

Veislumáltíð fyrir gesti á kaffistofu Samhjálpar

Kristó og Íris vilja leggja sitt af mörkum á erfiðum tíma Meira

Ferðaþjónusta Hótel Saga var tekin í notkun árið 1962.

Hótel Saga verði elliheimili

Matstaðurinn klár • Hægt að hafa dansiball í Súlnasal Meira

Skoðar nýjar tillögur vegna smitfjölda

20 greindust innanlands á fimmtudag • Vísbendingar um að veldisvöxtur sé væntanlegur að sögn sóttvarnalæknis • Smitum gæti fjölgað mikið mjög hratt og dagleg smit jafnvel farið upp í 100 Meira

Tannlækningar Réttartannlæknar eru ósáttir við frumvarp Rósu Bjarkar.

Saka Rósu um alvarlegar rangfærslur

Fjórir réttartannlæknar átelja frumvarp Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur um breytingar á lögum um útlendinga • Segja frumvarpið ekki bæta rétt barna • Telja málflutning Rósu ekki standast skoðun Meira

Laufabrauðsgerð Margir gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn við skurðinn. Fullorðnir taka svo við og steikja.

Undirbúa skráningu laufabrauðshefðar á heimsskrá

Laufabrauðshefðin er talin séríslenskur menningararfur Meira

Björn Rúnar Lúðvíksson

Talið að bólusetning sé örugg

„Ég mun ráðleggja öllum mínum skjólstæðingum og kollegum að láta bólusetja sig ef lokauppgjörið úr þriðja fasa prófana verður í lagi. Meira

Laxeldi Óánægju gætir með stór áform um sjókvíaeldi í Seyðisfirði.

Mótmæla „tilræði“ við villtan lax

Landssamband veiðifélaga ósátt við fyrirhugað sjókvíaeldi í Seyðisfirði Meira

Jóhann Hjálmarsson rithöfundur

Jóhann Hjálmarsson rithöfundur er látinn, 81 árs að aldri. Jóhann fæddist í Reykjavík 2. júlí 1939 og ólst upp þar og á Hellissandi. Meira

Afli Deilt hefur verið um hvernig skal skilgreina tengda aðila hvað varðar þak á aflahlutdeildum. Tillaga til að höggva á hnútinn var birt í gær.

Kvótafrumvarp fær góðar viðtökur

Þingmenn taka vel í hugmyndir um takmarkanir aflahlutdeilda en með fyrirvörum • Formaður atvinnuveganefndar segir mikilvægt að sporna gegn samþjöppun • Pírati lýsir miklum efasemdum Meira

Ríkisstjórnin styrkti tíu hjálparsamtök

Ríkisstjórnin ákvað í gær að veita samtals fimm milljónir króna til tíu innlendra hjálparsamtaka. Sú venja hefur skapast að hún styrki slík samtök í aðdraganda jóla. Meira

Nýtt nafn Grettir sterki, áður Herkúles, við bryggju í Reykjavík.

Herkúles víkur fyrir Gretti sterka

Icetug hefur í ár selt tvo af öflugum dráttarbátum sínum. Fyrst fór Togarinn til nýrra eigenda og í haust var Grettir sterki einnig seldur. Nafnið hverfur þó ekki úr flotanum, því dráttarbáturinn Herkúles fær nafn Grettis. Meira

Bakstur Hér má sjá nokkrar kvenfélagskonur sem bökuðu í gærkvöldi. Jenný segir um heilmikið ævintýri að ræða.

Kvenfélagskonur baka í sólarhring

Sörur og marengs • Fyrir betra samfélag • 600 egg Meira

Kirkjuorgel Drottningin er hin tignarlegasta. Gylling Sigmars Vilhelmssonar setur sterkan svip á umgjörðina á kirkjuloftinu.

Drottningin býður prufukeyrslu

Nú kveður við nýjan tón í Keflavíkurkirkju eftir að nýju og glæsilegu orgeli hefur verið komið þar fyrir. Vinna við lokahandtökin stendur yfir og stutt í að formleg vígsla fari fram. Meira

Laxar raktir til heimakvíar

Unnið að arfgerðargreiningu eldislaxa úr laxveiðiám • Tveir staðfestir frá þessu ári en eftir að greina nokkra til viðbótar • Einn rakinn til sjókvíar í Berufirði • Þrjú hugsanleg strok tilkynnt Meira

Jólalegt Ekkert vantar upp á hugmyndaflugið í jólaskreytingum í Blómasetrinu. Jólasveinninn lengst til hægri hefur fylgt eigendum sínum um langa hríð.

Töfraheim-ur jólanna

Jólastemningin fönguð í Blómasetrinu og Kaffi Kyrrð í Borgarnesi Meira

Selfoss Hús Landsbankans er svipsterkt og stendur við aðalgötu bæjarins.

Selja Landsbankahúsið á Selfossi

Samningar voru undirritaðir í gær um kaup Sigtúns þróunarfélags á Landsbankahúsinu við Austurveg á Selfossi. Fjögur tilboð bárust og var tilboð Sigtúns það hæsta, 352 milljónir króna. Meira

Útvarpsfólk Katrín Ásmundsdóttir og Guðmundur Björn Þorbjörnsson í hljóðveri við undirbúning á þættinum sem fer í loftið nk. þriðjudag.

Hádegisútvarpið eflt með nýjum þætti

Fréttir, viðtöl, pistlar og síðasta lag • Rás 1 á RÚV Meira

Freyjunes Jarðvegsframkvæmdir eru hafnar á Akureyri vegna áforma Húsasmiðjunnar um að byggja nýtt og stærra verslunarhúsnæði.

Húsasmiðjan stækkar við sig á Akureyri

Framkvæmdir á fullt við Freyjunes • Færa sig nær miðpunkti bæjarins Meira

Byggt Verið er að byggja raðhús með átta íbúðum á góðum stað á Höfn fyrir eldri íbúa og eru allar seldar.

Mikill kraftur í samfélaginu

Úr bæjarlífinu Albert Eymundsson Höfn Kórónuveirufaraldurinn hefur sín áhrif hér um slóðir eins og annars staðar. Meira

Sandra Brá Jóhannsdóttir

Grunnþjónusta við íbúana sé tryggð

„Að í hverju byggðarlagi sé dagvöruverslun er grunnþjónusta. Meira

Asóreyjar í Atlantshafi Orkustofnun kom meðal annars að beislun jarðhita í Portúgal. Jarðvarmavirkjunin þar fékk styrk frá uppbyggingarsjóði EES.

Þekking á beislun jarðhitans nýtist vel

Orkustofnun hefur frá 2010, að beiðni utanríkisráðuneytisins, aðstoðað við mótun, framkvæmd, útboð og eftirlit áætlana á sviði endurnýjanlegrar orku í verkefnum uppbyggingarsjóðs EES. Þau hafa verið í Rúmeníu, Ungverjalandi, Asóreyjum, Búlgaríu og Póllandi. Námskeið hafa verið haldin og þekkingu miðlað með heimsóknum hópa. Meira

Takmörk Hlédís og Óli Palli sýna ekki á öll spilin og virða reglur.

Skagamenn syngja inn jólin daglega

Skagamenn eru komnir í jólagírinn og á hverjum degi frá 1. til 24. desember má hlusta á jólalag dagsins á Facebook ( „Skaginn syngur inn jólin“) og á vefsíðu Skessuhorns (skessuhorn.is). Lögin verða sett inn klukkan níu á morgnana. Einn söngvari eða hópur syngur daglega, en umsjón hafa Ólafur Páll Gunnarsson eða Óli Palli, eins og hann er kallaður, og Hlédís Sveinsdóttir. „Jóladagatalið með Skagamönnum er fyrir alla landsmenn til þess að létta þeim lífið í desember og gera það skemmtilegt,“ segir hann. Meira