Fréttir Föstudagur, 29. maí 2020

Há sekt Síminn hyggst áfrýja ákvörðun Samkeppniseftirlitsins.

Sektaður um 500 milljónir

Samkeppniseftirlitið hefur sektað Símann um 500 milljónir króna vegna brota gegn skilyrðum á sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Meira

Starfandi fólki fækkaði í 70,5% í apríl

Hlutfall starfandi fólks af mannfjölda hér á landi fór niður í 70,5% í seinasta mánuði og hefur aldrei mælst lægra frá því að Hagstofa Íslands hóf samfelldar vinnumarkaðsrannsóknir fyrir 17 árum. Meira

Hrísey Seafood Miklar skemmdir urðu á fiskvinnsluhúsi í Hrísey í gær.

Vilja hafa frítt í ferjuna

Bæjarstjóri bjartsýnn um eyjasamfélögin þrátt fyrir áföll Meira

Fræðslufundur Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, kemur til fundarins í gær. Á fremsta bekk eru sóttvarnalæknir, landlæknir og heilbrigðisráðherra.

Hvergi jafn mikið skimað

Rétt innan við 1% landsmanna hefur myndað mótefni gegn kórónuveirunni • „Alveg óhætt að hrósa Íslenskri erfðagreiningu,“ segir heilbrigðisráðherra Meira

Fundur Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sat m.a. fundinn.

Innan við 1% hefur mótefni

ÍE í samstarfi við Kanadamenn um að búa til mótefni • Íslendingar skimað meira en aðrar þjóðir • Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur að taka eigi við nýjum skimunarvottorðum við landamærin Meira

Stúdentar Rannsökuð voru áhrifin af styttingu námstímans í þrjú ár.

Lægri einkunnir eftir styttingu náms til stúdentsprófs

Meðaleinkunnir framhaldsskólanema sem útskrifast hafa með stúdentspróf eftir þriggja ára nám eru lægri en einkunnir nemenda sem innrituðust í fjögurra ára langt nám til stúdentsprófs. Meira

iPhone Breytingar sagðar í vændum.

Fullyrt að íslenskan sé á útleið í Outlook fyrir iPhone

Microsoft hefur tilkynnt að hætt verði að bjóða upp á íslenska útgáfu Outlook-appsins fyrir Apple-snjalltæki í lok júní. Íslenska er eitt 27 tungumála sem fyrirtækið hyggst taka af lista sínum að þessu sinni, að því er fram kemur í erlendum fjölmiðlum. Meira

Þórarinn Ævarsson

Furðar sig á 50% afslætti keppinautar

Eigandi Spaðans segir að Domino‘s lækki verð • Veisla fyrir neytendur Meira

Alfreð Þorsteinsson

Alfreð Þorsteinsson, fv. borgarfulltrúi, lést á sjúkrahúsi í Reykjavík 27. maí. Alfreð fæddist í Reykjavík 15. febrúar 1944 og var einn fimm sona hjónanna Ingvars Þorsteins Ólafssonar verkamanns og Sigríðar Lilju Gunnarsdóttur. Meira

Eldsvoði Slökkviliðsmenn dæla vatni á rústir frystihússins í Hrísey. Eldsupptök eru óljós en rannsókn að hefjast.

Bruninn í Hrísey er mikið samfélagstjón

Stórbruni í Hrísey í fyrrinótt • 13 manns misstu vinnuna Meira

76.000 án atvinnu eða utan vinnumarkaðar

Einstaklingum sem voru atvinnulausir eða stóðu utan vinnumarkaðarins og voru ekki við störf af ýmsum ástæðum fjölgaði um tugi þúsunda í seinasta mánuði. Meira

Þjóðgarður Gestastofan nýja verður skammt fyrir sunnan Kirkjubæjarklaustur og svona verður svipurinn, skv. teikningum arkitekta.

Gestastofa reist og vilja Kjarvalsbrú

Framkvæmdir hjá Vatnajökulsþjóðgarði á Kirkjubæjarklausti • Geststofan verður sunnan Skaftár • Skapar nýja möguleika • Byggingin felld inn í landslag • Fjölbreytt dagskrá fyrir ferðamenn Meira

Sportvörur Eftirspurnin var gríðarleg þegar faraldurinn stóð sem hæst.

300% söluaukning milli ára

Loka þurfti íþróttavöruversluninni Sportvörum í þrjár vikur þegar heimsfaraldur kórónuveiru stóð sem hæst. Meira

Hveravellir Pétur í ríki sínu, hér með skálabyggingu að baki sér.

Selt á Hveravöllum

Pétur kaupir • Tveir skálar og gisting • Hálendið Meira

Feðgar í brúnni Ragnar Guðmundsson og Guðmundur Ragnarsson.

Ráðast í framkvæmdir á Lauga-ási

Endurbætur á einum elsta veitingastað í Reykjavík • Fjölga sætum um 12 Meira

Í höfninni Fátt gleður landann meir en að sjá falleg fley við bryggju nema ef vera skyldi að sjá þau mokfiska en það síðarnefnda er ekki raunin í Grímsey.

Ekkert voðalega bjart yfir þessu

„Það er voðalega dauft yfir öllu. Tregt fiskirí og leiðindaveður að hrjá okkur. Við höfum ekki kynnst svona vetri áður,“ segir Sigurður Ingi Bjarnason, vélsmiður í Grímsey. Meira

Ljósabekkur

Brjálað að gera hjá sólbaðsstofum eftir samkomubann

Mörg hundruð manns voru með bókaðan tíma hjá sólbaðsstofunni Smart þegar reglur vegna samkomubanns voru rýmkaðar. Þetta segir Ómar Ómarsson, eigandi Smart, í samtali við Morgunblaðið. Meira

Deilumál Strætó stoppar á akbrautinni því ekkert útskot er.

Enn hefur ekkert heyrst frá borginni

Rúmlega þrjár vikur eru nú liðnar frá því að Seltjarnarnesbær mótmælti með formlegum hætti framkvæmdum Reykjavíkurborgar við Geirsgötu í miðbænum. Meira

Blábjörg Gistihúsið var áður frystihús en Auður Vala og Helgi gerðu það upp fyrir tæpum tíu árum. Nú ætla þau í umbætur á kaupfélaginu.

Landinn eignast sérstakt safn

Gera gamla kaupfélagshúsið upp • Margar hefðir til sem tengjast þessum áfenga drykk • Saga landans er samofin íslenskri bruggsögu • Nóg að gera fyrir austan þrátt fyrir færri ferðamenn Meira

Mótmæli Mikil reiði er nú í Bandaríkjunum vegna andláts George Floyd, sem lést í viðskiptum sínum við lögregluna.

Mikil reiði vegna lögregluofbeldis

Fjölmenn mótmæli voru á götum Minneapolis og fleiri borga í Bandaríkjunum í fyrrinótt vegna andláts George Floyd, en hann lést eftir að lögreglumaður þrýsti að hálsi hans með hné sínu þannig að hann kafnaði. Meira

Hong Kong Xi Jinping, forseti Kína, greiðir atkvæði með frumvarpinu.

Frumvarpið samþykkt

Enskumælandi ríkin segja Kínverja ganga í berhögg við alþjóðlegar skuldbindingar sínar gagnvart Hong Kong Meira

Búrfellslundur Vindmyllur sem Landsvirkjun reisti í tilraunaskyni við Búrfell hafa reynst vel og skila meiri orku en reiknað var með í upphafi.

Setja viðmið við uppbyggingu vindorku

Umhverfisráðherra er að undirbúa frumvarp til laga um umgjörð nýtingar vindorku í landinu. Meira

Bókari Bergdís Ósk Sigmarsdóttir hjá Verkfræðistofunni Vista hefur unnið hjá sömu fjölskyldunni í hálfa öld.

Hefur unnið hjá fjórum ættliðum á hálfri öld

Frá Andrési til Þórarins, svo til Andrésar og loks til Þórarins Meira