Fréttir Laugardagur, 10. apríl 2021

Helgi Grímsson

Ný samsetning verði á skólanum

„Ég tel að þarna verði brotið blað við hönnun og samsetningu skólabyggingar í Reykjavík,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, um Skerjafjarðarskóla sem taka á í notkun árið 2026. Meira

Björgunarmenn Arngrímur Hermannsson og Jón Trausti Bjarnason, fjær, á ferð á gosslóðum í Geldingadölum.

Fallega kraumandi gos

Náttúruundur á heimsvísu • Þörf á þriðju gönguleiðinni Meira

Á uppleið. Eftir miklar veiðar síðustu aldir hafa stofnar hnúfubaks braggast á síðustu áratugum. Á myndinni er hnúfubakur á ferð út af Hauganesi við Eyjafjörð fyrir um áratug.

Fjölgun hnúfubaks um allan heim

Gerist á sama tíma í öllum heimshöfum þó ekki sé samgangur á milli • Ástralir endurskoða válista Meira

Miðjan Samkaup munu opna verslun á Hellu undir merkjum Kjörbúðar.

Selja tvær búðir til að uppfylla skilyrði um eina

Samkaup hafa fest kaup á tveimur verslunum Krónunnar. Annars vegar er um að ræða Kjarval á Hellu en sú verslun hefur verið í kastljósi frétta vegna deilna fyrirtækisins og íbúa við Samkeppniseftirlitið. Meira

Sigurtillagan. Svona gæti útsýnisturn við Grjótagjá í Mývatnssveit litið út verði sigurtillaga danskra arkitekta að veruleika.

Framúrstefnulegur turn við Grjótagjá

Yfir 40 tillögur bárust í alþjóðlegri hönnunarsamkeppni • Þörf er á uppbyggingu á svæðinu Meira

Varar við harðindum Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, varaði þjóð sína við harðindaskeiði og „þrautagöngu“, sem væri framundan.

Kim Jong-un varar við harðindaskeiði

Yfirvöld í Pyongyang hafa hafnað öllum boðum um utanaðkomandi aðstoð • Matvælaskortur sagður mikill Meira

Hafnarmynni. Framkvæmdir við athafnapláss á eystri garðsendanum hófust sumarið 2019 en voru stöðvaðar vegna óvissu um gagnsemi fyrir siglingar.

Dælubúnaður ónotaður í geymslu

Óvíst hvort botndælurnar verða settar upp á garðsenda Landeyjahafnar Meira

Sóttvarnahótel. Um 170 gestir voru í sóttkví á Fosshóteli Reykjavík um miðjan dag í gær og von var á fleiri gestum þangað undir kvöld.

Lögmæti reglugerðar ekki skoðað í ráðuneyti

Fyrst skoðað í forsætisráðuneyti degi fyrir ríkisstjórnarfund Meira

Styrkur Á myndinni er Ásmundur Einar Daðason ásamt Regínu Björk Jónsdóttur, formanni Blás apríl, og Arthúri Ólafssyni stjórnarmanni.

Samtökin Blár apríl styrkt um hálfa milljón

Blái dagurinn var haldinn hátíðlegur í gær, 9. apríl. Af því tilefni fengu samtökin Blár apríl 500 þúsund króna styrk sem Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra veitti. Meira

Hafísinn Meginísinn er býsna þéttur en framan við ísröndina er talsvert hrafl af ísjökum. Gott veður var við hafísröndina í gær eins og myndin ber með sér. Í baksýn blasa við fjöll Grænlands.

Mikill hafís er norður af landinu

Meiri ís en hefur verið undanfarin ár • Ísspöng getur færst nær landinu Meira

Betri afkoma en búist var við

Tölur um afkomu bæði Kópavogsbæjar og Hafnarfjarðarbæjar á síðasta ári liggja nú fyrir en bæjarfélögin hafa birt ársreikninga fyrir árið 2020. Rekstrarafgangur Kópavogsbæjar var 325 milljónir kr. á seinasta ári og er haft eftir Ármanni Kr. Meira

35 milljónir innheimtar

Efling stéttarfélag innheimti alls tæpar 35 milljónir króna fyrir hönd 103 Eflingarfélaga vegna vangreiddra launa á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta kemur fram í nýbirtri ársfjórðungsskýrslu kjaramálasviðs félagsins fyrir yfirstandandi ár. Meira

Þrjú smit greindust innanlands og eitt var utan sóttkvíar

Þrjú kórónuveirusmit greindust innanlands á fimmtudag, öll við einkennasýnatöku. Tvö smitanna greindust í fólki í sóttkví og eitt utan sóttkvíar. Alls voru 103 í einangrun á Íslandi í gær, þar af 82 á höfuðborgarsvæðinu og 13 á Suðurlandi. Meira

Vilja tilslakanir samhliða bólusetningu

Íslensk stjórnvöld þurfa að leggja fram afléttingaráætlun um tilslakanir sóttvarnatakmarkana samfara árangri í bólusetningum. Þetta kemur fram í grein sem Ari Fenger, formaður Viðskiptaráðs Íslands, ritar í Morgunblaðið í dag. Meira

Konungleg heimsókn Heyrðust húrrahróp um alla Reykjavík þegar Filippus heimsótti landið árið 1964.

Ávann sér aðdáun um veröldina alla

Filippus prins, eiginmaður Elísabetar Englandsdrottningar og hertogi af Edinborg, lést í gærmorgun í svefni í Windsorkastalanum vestur af London. Meira

Fæðingartíðni hæst 30-34 ára

Algengast er orðið að mæður eignist börn sín þegar þær eru á aldrinum 30 til 34 ára. Meira

Sigurhringur Ljóst er að áhorfendur munu ekki mega sitja jafn þétt í Herning og í Berlín forðum daga, ef áhorfendum verður á annað borð gert kleift að mæta. Í björtustu vonum er gert ráð fyrir 5-8 þúsund manns.

Þrjár sviðsmyndir fyrir Heimsleika

Íslenski landsliðshópurinn slær ekki slöku við í undirbúningi þótt óvissa ríki um hvort og þá hvernig Heimsleikar íslenska hestsins verða haldnir í Danmörku • Mót án áhorfenda kemur til greina Meira

Þorskafjörður Innifalið í verkinu er bygging 260 metra langrar brúar.

Hefja þverun Þorskafjarðar

Framkvæmdir við þverun Þorskafjarðar hefjast strax í næstu viku. Þetta segir Dofri Eysteinsson, framkvæmdastjóri verktakans, Suðurverks hf. Dofri og Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, skrifuðu undir verksamning sl. fimmtudag. Meira

Láglendisvegur um Mýrdal í umhverfismati

Úr bæjarlífinu Jónas Erlendsson Vík í Mýrdal Mýrdalurinn hefur fundið verulega fyrir áhrifum af Covid-19, þar sem stór hluti atvinnulífsins hefur undanfarin ár snúist í kringum þjónustu við ferðamenn. Meira

Óeirðir á Norður-Írlandi Grjóti og öðru lauslegu rignir yfir lögreglumenn í Springfield Road í hverfi þjóðernissinna í Belfast í fyrrakvöld.

Virða að vettugi óskir um friðsemd

Bretar og Írar hvöttu í gær stríðandi fylkingar í óeirðum sem brotist hafa út á Norður-Írlandi alla vikuna til að halda aftur af sér. Aðfaranótt gærdagsins rigndi bensínsprengjum og grjóti yfir lögreglu sem reynt hefur að skakka leikinn. Meira

Byggð Mikil eftirspurn hefur verið eftir húsunum að undanförnu og eru 26 seld eða frátekin að sögn Bergþórs.

Stefna enn á heilsársbyggð í Húsafellsskógi

Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar hafnaði nýverið umsókn félagsins Húsafell Hraunlóðir um breytingu á landnotkun á lóð Litla-Tunguskógar í Húsafelli. Líkt og greint var frá í Morgunblaðinu 31. Meira

Sumarstörf Stjórnvöld boða átak í sumar þannig að námsmenn fái vinnu, allt að 2.500 manns.

2.500 sumarstörf fyrir námsmenn

Stjórnvöld ætla sér að tryggja sumarnám og sumarstörf fyrir ungt fólk og atvinnuleitendur í sumar, sem lið í aðgerðum sínum til þess að stuðla að virkni og framtíðarsókn fyrir íslenskt atvinnulíf, eins og segir í tilkynningu sem Ásmundur Einar Daðason,... Meira

Skoða tengsl blóðtappa við bóluefni Janssen

Lyfjastofnun Evrópusambandsins, EMA, greindi frá því í gær að hún væri að rannsaka tilkynningar um blóðtappamyndun hjá fólki í kjölfar bólusetningar með bóluefni Janssen, dótturfyrirtækis Johnson & Johnson. Meira

Meirihluti aldraðra er sjaldan einmana

Níu af hverjum tíu öldruðum telja andlega heilsu sína góða og 70% aldraðra eru mjög sjaldan eða aldrei einmana. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunarinnar Hagir og líðan aldraðra á Íslandi 2020 . Meira

Þrýstir á vöruverðið

Kostnaður við sjóflutninga frá Asíu hefur hækkað mikið • Verslunareigandi segir það hafa áhrif á verðlag á Íslandi Meira