Fréttir Mánudagur, 15. júlí 2024

Barátta Blóðugur Trump steytir krepptan hnefa eftir tilræðið á laugardag.

Trump heldur ótrauður áfram

Hélt til flokksþings repúblikana í gær • Þakkar Guði fyrir lífgjöfina • Einn féll og tveir þungt haldnir •  Ástæður tilræðismannsins óþekktar •  Ekkert bendir til fleiri vitorðsmanna •  Leyniþjónustan gagnrýnd Meira

Jóhann Pétur Reyndal

Færri hótelbókanir fyrir austan

Einn eigenda Hótels Valaskjálfar segir bókunum hafa fækkað í sumar • Áhrif af fækkun ferðamanna • Eigandi Hótels Breiðdalsvíkur segir tekjur hótelsins í júní hafa dregist saman um 50% frá fyrra ári Meira

Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands.

Segir kennara fylgja námskrá

„Umræðan sem fer í gang um að grunnskólar séu misduglegir að gefa A, B eða C í einkunn, er að gefa það til kynna að einhvers staðar séu kennarar eða skólar sem eru ekki að fylgja námskránni og mér finnst það alvarleg aðdróttun að setja fram án … Meira

Egilsstaðir Tesla-hraðhleðslustöðin er önnur tveggja sem virkar. Ökumenn biðu eftir að komast að um helgina þegar fjöldi ferðamanna var í bænum.

Hleðslustöðvar anna ekki eftirspurn

Langar vegalengdir milli hraðhleðslustöðva á Norður- og Austurlandi • Tvær af fjórum hraðhleðslustöðvum bilaðar á Egilsstöðum • Raforka á svæðinu afar takmörkuð   Meira

Framtíðarskógur Svona líta brekkurnar ofan Saltvíkur út nú þegar verkefnið er á frumstigi. Til stendur að gróðursetja 290 þúsund tré á landinu.

Skiptar skoðanir um nýjan skóg

Ekki hlustað á rök um verndun fugla • Áhyggjur á Húsavík af berjabrekkum • Gróðursetja um 290 þúsund tré • Markmiðið er kolefnisbinding • Skógurinn verði skemmtilegt útivistarsvæði Meira

Leikvöllur Ýmis ágreiningur getur sprottið upp milli barna á leikvellinum. Atli telur hollt fyrir börn að leysa úr þeim vandamálum sín á milli.

„Ekki gera meira af því sama“

Prófessor segir börn alast upp undir of miklu eftirliti fullorðinna • Börn þurfi að læra að takast á við áskoranir og vandamál sjálf • Aðalnámskrá grunnskóla óskýr • Vert að skoða undirbúning kennara Meira

Flugvélar Veðrið var ekki upp á marga fiska á flughátíðinni Allt sem flýgur á Hellu um helgina. Flugvélar voru á staðnum þrátt fyrir flugleysi.

Lítið flogið á flughátíð en frábær stemning

„Veðrið var ekki alveg með okkur í liði þetta skiptið, við héldum í vonina lengi um að rætast myndi úr því en svo varð ekki,“ segir Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags Íslands, um flughátíðina Allt sem flýgur sem haldin var á … Meira

Blönduós Flugvöllurinn fær brátt yfirhalningu eftir áralanga bið.

Klæða á flugvöllinn á Blönduósi

Verði betur búinn fyrir sjúkraflug • Borgarverk mun skipta um jarðveg Meira

Brúarhlöð Fallegt en mjög stórbrotið umhverfi á bökkum Hvítár.

Bæta aðstöðuna við Brúarhlöð

Til stendur að útbúa ferðamannaaðstöðu við Brúarhlöð, efst í Hrunamannahreppi, skv. því sem fjallað var um í sveitarstjórn á dögunum. Þar var lögð fram tillaga að nýju deiliskipulagi sem nær til 2,5 ha Meira

Borgarnes Íbúar þar eru nú 2.147 og fer fjöldandi, enda er mikið að gerast í bænum. Söm er raunin víða í Borgarbyggð sem er afar víðfeðmt sveitarfélag.

Tækifæri og eftirsóknarverð staða

Íbúum fjölgar í Borgarbyggð en mörgum áskorunum þarf að bregðast við í sveitarfélaginu Meira

Þrýstingur Starfsmenn borðbúnaðarverksmiðju í Kína fylla á vélarnar. Það getur stundum verið erfitt að koma auga á einkenni kulnunar og álags áður en í óefni er komið. Álag utan vinnu virðist líka vera að aukast.

„Krafan að hlaupa sífellt hraðar“

Hjá sumum bætist vaxandi álag í vinnunni ofan á vaxandi álag heima fyrir • Það getur verið gefandi að takast á við áskoranir í skorpum en hæfilegt vinnuálag og gott jafnvægi ætti að vera reglan Meira

Átak Javier Milei hefur ráðist í margþættar umbætur í Argentínu.

Brúa bilið á milli gjaldmiðlamarkaða

Seðlabanki Argentínu hefur ákveðið að eftirleiðis muni útgáfa nýrra pesóa til að kaupa bandaríkjadali haldast í hendur við sölu bandaríkjadala fyrir sömu upphæð á fjárfestamarkaði. Með þessu á peningamagn í umferð að standa í stað sem ætti að draga… Meira

Thomas Matthew Crooks

Sentimetrum frá dauða

Skotárásarmaðurinn sást með riffil mínútum fyrir árásina • Hæfði Trump í hægra eyrað • Tveggja barna faðir lét lífið • Tveir alvarlega særðir • Sjónarvottur segist hafa reynt að vara lögreglu við Meira

Washington Leyniþjónustumaður stendur með brugðna byssu eftir tilræðið við Ronald Reagan.

Banatilræði við Bandaríkjaforseta

Saga banatilræða við Bandaríkjaforseta er löng og blóði drifin, en á laugardag bættist Donald Trump í hóp forseta og fyrrum, sem hafa orðið fyrir ógnum og ofbeldi. Fjórir Bandaríkjaforsetar hafa fallið fyrir morðingjahendi, þeir Abraham Lincoln, James A Meira

Trump eða dauði Þetta slagorð öðlaðist næstum kaldhæðnislegan slagkraft.

Fanga ekki athygli nema skotum sé hleypt af

„Maður hrekkur auðvitað við þegar svona fréttir berast, það voru stórir minningapunktar í æsku manns og uppeldi þegar Olof Palme [forsætisráðherra Svíþjóðar] og [indverski forsætisráðherrann] Indira Gandhi voru drepin,“ segir Stefán… Meira

Vígreifur Donald Trump reis skjótt upp eftir að skotárásarmaðurinn var felldur og hvatti stuðningsmenn sína til þess að berjast áfram. Sonur hans birti þá þessa mynd á félagsmiðlinum X, sem kann að ráða miklu um framhaldið.

Allt önnur kosningabarátta eftir árásina

Baksvið Andrés Magnússon andres@mbl.is Flestum þótti kosningabaráttan í Bandaríkjunum orðin alveg nógu stórbrotin fyrir, en tilræðið við Donald Trump á laugardag er að líkindum eitt af þessum augnablikum sögunnar, sem öllu breyta. Meira

Trékyllisvík Á lokadegi heimsóknar sinnar fékk Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands góðar móttökur hjá þeim Valgeiri Benediktssyni og Hrefnu Þorvaldsdóttur í Árnesi sem starfrækja minja- og handverkshúsið Kört.

Í heimsókn þangað sem vegurinn endar

„Hér stórbrotin náttúra og mannlífið eftir því. Auðvitað hefur fækkað hér mjög frá fyrri tíð þegar hér í sveitinni bjuggu um 500 manns um miðja síðustu öld. En hér er hér margt að sjá og upplifa,“ segir Guðni Th Meira