Fréttir Miðvikudagur, 19. febrúar 2020

Metfjöldi nýtti bótaréttinn ytra

Ríflega 1.400 leyfi til atvinnuleitar voru gefin út í fyrra Meira

Borgarstjórnarfundur Umræða um skýrslu Borgarskjalasafns um frumkvæðisathugun á skjalastjórn vegna braggans stóð fram eftir kvöldi í gær.

„Sakamál og hefur alltaf verið“

Miklar umræður um braggamálið í borgarstjórn • Fulltrúar minnihlutans segja reglur brotnar og krefjast ábyrðar • Borgarstjóri vill að borgarlögmaður meti skýrslu Borgarskjalasafns lögfræðilega Meira

Fundur Ýmsar leiðir voru ræddar til að auka öryggi.

Krefjast aðgerða tafarlaust

„Bíðum ekki eftir að verði keyrt á annað barn,“ sagði einn fundargesta á íbúafundi sem efnt var til í Glerárskóla fyrir íbúa í Hlíða- og Holtahverfi á Akureyri í gærkvöld. Meira

Samkeppni Festi hefur ekki tekist að selja verslanir á Suðurlandi.

Skoða hvernig tryggja eigi markmið sáttar

Samkeppniseftirlitið hefur nú til skoðunar hvernig unnt sé tryggja að markmið sáttar sem gerð var við stofnunina árið 2018 vegna samruna fyrirtækjanna N1 og Festar, um m.a. að vernda samkeppnishagsmuni neytenda á Hellu og Hvolsvelli, nái fram að ganga. Meira

Áhrif á skóla og heimaþjónustu

Verkfall Eflingar hefur meiri áhrif eftir því sem það stendur lengur • Skortur á þrifum skóla getur truflað skólastarf • Efling veitti undanþágur vegna velferðarþjónustu • Ekki veitt full þjónusta Meira

Ræktun á spergilkáli tvöfaldaðist á milli ára

Góð uppskera af kartöflum, rófum og korni á árinu 2019 Meira

Nautakjöt Mikil andstaða er við innflutningi á fersku kjöti til landsins.

Sýnir tryggð við íslenska framleiðslu

Könnun leiðir í ljós andstöðu við innflutning á hráu kjöti Meira

Hraunbúðir Dvalar- og hjúkrunarheimili í Vestmannaeyjum.

Vilja svör frá ríkinu vegna Hraunbúða

Bæjarráð Vestmannaeyja fól Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra, á fundi í vikunni, að óska eftir fundi með heilbrigðisráðherra vegna hallareksturs dvalar- og hjúkrunarheimilisins Hraunbúða í Vestmannaeyjum. Meira

Hoffell Vonast er eftir veðurglugga í dag á miðunum vestur af Írlandi.

Vonskuveður á kolmunnaslóð

Eitt íslenskt skip, Hoffell SU, hefur undanfarið verið tilbúið til kolmunnaveiða á alþjóðlegu hafsvæði vestur af Írlandi. Vonskuveður hefur verið á þessum slóðum og ekkert verið hægt að athafna sig á miðunum. Meira

Mótmæli Foreldrar Maní og hópur mótmælenda við Stjórnarráðið.

Enn er óvissa um brottvísun

„Hann er enn í óvissu gagnvart stjórnvöldum um hvort honum verði vísað úr landi á meðan mál hans er til meðferðar. Hins vegar hefur frestur verið veittur til 24. febrúar um að leggja fram frekari gögn í málinu,“ segir Claudie Ashonie Wilson, lögmaður Maní Shahidi, 17 ára transpilts frá Íran. Honum og fjölskyldu hans hefur verið synjað um alþjóðlega vernd á Íslandi. Meira

Kreditkort Heimildin dugði ekki.

Lýsa óánægju með fyrirgreiðslu banka

Mikil umræða hefur skapast í hópnum Íslendingar í útlöndum á Facebook að undanförnu um réttindi og fyrirgreiðslu í bönkum á Íslandi. Tugþúsundir Íslendinga eru í hópnum og virðast margir telja sig hlunnfarna í viðskiptum. Meira

Osteópatía Meðferð felst í því að beita höndum á liðamót og mjúkvefi.

Fær ekki starfsleyfi sem osteópati

Heilbrigðisyfirvöld hér leggjast gegn leyfisveitingu • Fullt nám að baki ytra Meira

Álftamýri 46-52 Hleðslustöðin var sett upp á bílastæðinu og kostaði milljón.

Fá styrki til að setja upp hleðslustöðvar

Fjölbýlishús við Álftamýri fékk synjun • „Við vorum fljótari að framkvæma en borgin að setja reglurnar“ Meira

Sproti Karl Birgir Björnsson framkvæmdastjóri sýnir starfsmanni Landhelgisgæslunnar gögn á vaktaranum, sem sýnir m.a. ölduhreyfingar.

Vaktarinn áfram í sprotakeppni

Í upphafi komu 2.500 sprotafyrirtæki til greina • 27 fyrirtæki komust áfram Meira

Hlýnun Suðurskautslandið hefur ekki farið varhluta af hlýnun jarðar.

Skiptast í fylkingar um hlýnun jarðar

Helmingur landsmanna telur að fréttir af alvarleika hlýnunar jarðar séu almennt réttar. Aðrir skiptast í tvær fylkingar þar sem ríflega fjórðungur telur að þær séu almennt ýktar og nær fjórðungur telur að þær séu almennt vanmetnar. Meira

Hallgrímur Sveinsson

Hallgrímur Sveinsson, bókaútgefandi og fv. skólastjóri á Þingeyri og staðarhaldari á Hrafnseyri, varð bráðkvaddur á heimili sínu sunnudaginn 16. febrúar. Hann var á áttugasta aldursári. Hallgrímur var fæddur í Reykjavík 28. júní 1940. Meira

Flutningar Akranes og Mykines sigla reglulega til Þorlákshafnar og fleiri hafa sýnt áhuga á að sigla þangað að sögn Elliða Vignissonar bæjarstjóra.

Aukin umferð kallar á öflugri dráttarbát

Leita að notuðum báti • Fengu þrjú tilboð í nýsmíði Meira

Sigurður Árnason

Sigurður Árnason, tónlistarmaður og kerfisfræðingur, lést 15. febrúar, á 73. aldursári. Sigurður, kallaður Siggi Árna, fæddist í Reykjavík 12. Meira

Jakob Björnsson

Jakob Björnsson, fyrrverandi orkumálastjóri, lést á hjúkrunarheimilinu Eir laugardaginn 15. febrúar. Jakob fæddist 30. apríl 1926, sonur Björns Guðmundar Björnssonar bónda í Fremri-Gufudal í A-Barðastrandasýslu og Sigríðar Ágústu Jónsdóttur húsfreyju. Meira

Sýknaðir Mikill fögnuður braust út fyrir framan dómhúsið í gær.

Níu sýknaðir vegna skorts á sönnunum

Níu manns voru í gær sýknaðir af tyrkneskum dómstól, en þeir voru hluti af sextán, sem hafði verið ákærður fyrir tilraun til þess að kollvarpa stjórnvöldum með mótmælunum í Gezi-garðinum í Istanbúl árið 2013. Meira

Faraldur Sjúklingar með væg einkenni taka þátt í leikfimi í Wuhan.

Hvetja fólk til stillingar

Um 72.000 tilfelli af kórónuveirunni skráð í Kína • Ný skýrsla um faraldurinn Meira

Erum að bregðast börnunum okkar

Engin þjóð í heiminum er með fullnægjandi hætti að verja heilsu, umhverfi og framtíð barna samkvæmt nýrri tímamótaskýrslu UNICEF, WHO og The Lancet. Ísland er eitt besta land í veröldinni fyrir börn en mikil losun gróðurhúsalofttegunda dregur okkur niður listann. Meira

Í Nashville Á tónleikum, frá vinstri: Stefan Mørk, Anna Hansen, Bill O'Hanlan, Megan Barker og Anders Bo.

Með stjörnum í Nashville

Anna Hansen kynnti nýtt lag sitt með þekktu tónlistarfólki Meira