Fréttir Þriðjudagur, 26. september 2023

Lán Hærri vextir hafa dregið úr lánum og ýtt undir verðtryggð lán.

Margir færa sig yfir í verðtryggð lán

Mögulega tímabundin ráðstöfun • Lækkar greiðslubyrði Meira

Dómur Aðalmeðferð í hinu svokallaða Bankastræti Club-máli hófst í gær.

Fjölmenn aðalmeðferð í Gullhömrum

Skýrslutaka hafin í Bankastræti Club-málinu • Á þriðja tug hafa verið ákærðir • Einn er ákærður fyrir tilraun til manndráps • Tveir hinna ákærðu hafa játað sinn hlut í málinu • Dómari hafnaði kröfu lögmanna Meira

Geitur Bíða verður með framleiðslu geitaafurða í Ytri-Fagradal.

MAST kom síðasta daginn

Geitabóndi á Skarðsströnd beið úttektar á aðstöðu í allt sumar Meira

Sektir SKE var gert afturreka með að leggja dagsektir á Brim.

SKE heldur áfram kortlagningu sjárútvegs

Ný útfærsla gagnasöfnunar óljós • Hafa ekki rætt úrskurð í máli Brims Meira

„Við erum alveg róleg yfir þessu“

„Þetta eru svo litlir skjálftar þarna núna að við erum ekki að stöðva ferðirnar út af þeim. Við erum auðvitað með öryggisáætlanir og slíkt en við erum alveg vön því að það séu svona litlir skjálftar þarna á svæðinu Meira

Fulltrúar sveitarstjórna Staða Brúar var kynnt á fjármálaráðstefnunni.

Brú sendir reikninga á sveitarfélög

Gert að greiða 600 milljóna framlag á ári í lífeyrisaukasjóð Meira

Fangelsi Gert er ráð fyrir hundrað rýmum í nýja fangelsinu en í dag er hægt að vista 86 fanga á Litla-Hrauni.

Nýtt fangelsi í stað Litla-Hrauns

Áætlaður kostnaður nemur 7 milljörðum króna • 14 ný rými með nýju fangelsi • Bætt við 14 rýmum í fangelsinu að Sogni • Svaraði ekki kostnaði að fara í endurbætur • Litla-Hraun „ekki öruggt fangelsi“ Meira

Hreindýr Veiðitímabilinu lauk í síðustu viku og þótti það vel heppnað í ár.

Aðeins fimm kýr óveiddar af kvóta

Alls veiddust 862 hreindýr til 20. september sl. er veiði lauk. Felldar voru 436 kýr og 426 tarfar. Þar fyrir utan verður leyft að veiða 34 kýr í nóvember á veiðisvæðum 8 og 9. „Veiðarnar gengu bara vel þegar á heildina er litið Meira

Mótstaða Loo er gert að láta framkvæma umhverfismat á Leyni.

Loo getur leitað til umboðsmanns

Fær ekki endurupptöku á kærumáli • Fullnaðarúrskurður á stjórnsýslustigi Meira

Hleðslustöð Um eitt þúsund Easee-stöðvar munu vera á Íslandi.

Segir stöðvarnar vera hættulausar

„Þar sem ekki er um að ræða að hætta stafi af hleðslustöðvum okkar fyrir fólk eða fasteignir höfum við átt í samskiptum og leyft hverri einustu stofnun að leggja sitt mat á,“ segir Martin Langeland, samskiptastjóri hjá Easee sem framleiðir vinsælar hleðslustöðvar fyrir rafbíla Meira

Þingvellir Húsið sem um er að ræða er fremst til vinstri á myndinni.

Nýttu forkaupsrétt á sumarbústað

Þingvallanefnd ákvað að nýta forkaupsrétt á húsi sem stendur á Valhallarstíg nyrðri númer 8. Nefndin tók afstöðu til forkaupsréttarins snemma í vor og fór málið í framhaldinu í gegnum tvö ráðuneyti, umhverfis-, orku- og lofslagsráðuneytið annars vegar og fjármála- og efnahagsráðuneytið hins vegar Meira

Frá Hlemmtorgi Bílagötu til margra áratuga hefur verið breytt í göngugötu.

Endurnýjun við Hlemm á lokastigi

Endurnýjun Laugavegar, frá Hlemmi að Snorrabraut, er á lokastigi. Á heimasíðu Reykjavíkurborgar er upplýst að stefnt sé á að framkvæmdum ljúki í lok október. Vinnu við fráveitu og lagningu vatnsveitulagna og hitaveitu lauk í sumar og síðustu mánuðir hafa farið í frágang yfirborðs á svæðinu Meira

Akureyri Heimir Örn Árnason, Halla Björk Reynisdóttir og Andri Teitsson tóku hvert sína skóflustunguna í Móahverfi í gærmorgun.

Allt að 2.400 íbúar verða í Móahverfi

Nýtt íbúðahverfi rís á Akureyri • Gert er ráð fyrir 1.100 íbúðum Meira

Ferjumenn Frá vinstri talið, Einar Grétar Magnússon, sem er staðkunnugur björgunarsveitarmaður, Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, því næst kemur Páll Björgvin Guðmundsson frumkvöðull verkefnisins og lengst til hægri er faðir Páls, Guðmundur Magnússon bóndi á Efra-Hvoli.

Ferjan á fljótinu nú sýnisgripur

Merkilegt mannvirki við Markarfljót hefur verið endurgert • Kláfur og kassi • Fé á afrétti var flutt yfir ána • Menningu og merkri sögu haldið til haga • Hugsjónastarf manna úr hinum gamla Hvolhreppi Meira

Sundahöfn Dráttarbáturinn Dragon tilbúinn að draga Veru D utan til viðgerðar. Lagt var af stað í gærmorgun.

Dregin til viðgerðar

Skemmdir voru á skrokki og skrúfu leiguskipsins Veru D Meira

Þróun Bankinn spáir mettekjum af ferðamönnum í ár og metfjölda 2025.

Úrvinnslutími eftir röð ytri skella

Greining Íslandsbanka gerir ráð fyrir 2,2% hagvexti á þessu ári í nýrri þjóðhagsspá sem birt er í dag. Spáin gildir út árið 2025. Í spánni, sem ber yfirskriftina Lygnari sjór eftir öldurót , segir að hagvöxtur verði talsvert hægari en í vorspá bankans Meira

Tröll Bryndrekar af gerðinni M1 Abrams eru nú komnir inn fyrir landamæri Úkraínu og munu þeir brátt skiptast á skotum við sveitir Rússlands.

Loftvarnir tættu í sig sprengjuregn

Rússar stóðu fyrir öflugri loftárás á úkraínsku hafnarborgina Ódessu en fáar sprengjur náðu þó skotmarki sínu • Bandaríski orrustuskriðdrekinn M1 Abrams er nú loks kominn í hendur úkraínska hersins Meira

Bandaríkin Fundur Kyrrahafseyjaráðsins stendur yfir í Washington.

Viðurkenna fullveldi eyjanna

Bandaríkin viðurkenndu í gær fullveldi og sjálfstæði Cook-eyjanna og Niue í Kyrrahafinu, í þeirri viðleitni að sporna við ásælni Kínverja á Suður-Kyrrahafssvæðinu. Íbúar eyjanna eru samtals innan við 20 þúsund talsins Meira

Lax Norskir kafarar með skutla sína á lofti í Miðfjarðará í síðustu viku til að hremma eldislaxa sem sluppu úr sjókvíum í Patreksfirði nýverið.

227 af 3.500 strokulöxum hafa náðst

Baksvið Hörður Vilberg hordur@mbl.is Norskir kafarar sem rekköfuðu um helstu laxveiðiár landsins vopnaðir skutulbyssum eru farnir heim. Þeir náðu 31 eldislaxi á þremur og hálfum degi. Í næstu viku kemur nýr hópur kafara til að halda hreinsun ánna áfram. Meira

Fjölskyldan samankomin Guðni A. Kristinsson, Guðfinna E. Eggertsdóttir, Kristinn Hermansen, Eyjólfur E. Jónsson og Jóna fyrir utan kastalann.

Verðlaunin hvatning til að halda áfram

Finnst magnað að skapa list sem fólk getur gengið inn í Meira