Fréttir Föstudagur, 13. desember 2019

Þingkosningar Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, og Boris Johnson forsætisráðherra, leiðtogi Íhaldsflokksins, á leið á kjörstað í gær.

Hreinn meirihluti Íhaldsflokksins

Sigur Boris Johnsons • Verkamannaflokkurinn tapar miklu fylgi Meira

Rafmagnslaust Unnið var að því í gær og í nótt að tengja ásrafala varðskipsins Þórs við spenni og næstu spennistöð til að koma rafmagni á Dalvík.

Víða áfram rafmagnslaust

Taka mun allt að 5-6 daga að koma rafmagni aftur í samt lag Meira

Dönsk herflutningavél Danir brugðust skjótt við og sneru hingað flugvéll sem flutti björgunarmenn og ýmsan búnað frá Keflavíkurflugvelli norður í land.

Óvenjulega krefjandi aðstæður

Viðamikil leit björgunarsveita og kafara að ungum pilti sem féll í Núpá í Sölvadal árangurslaus í gær • Leit hefst að nýju af fullum krafti árdegis • Hætta skapaðist um tíma • Dönsk herflugvél til hjálpar Meira

Nýr moli í Mackintosh-dósunum fyrir jólin

Ellefu dagar eru nú til jóla og hátíðarandinn er kominn yfir marga. Ómissandi liður í jólahaldinu á mörgum heimilum er Mackintosh-sælgætið sem fylgt hefur þjóðinni um áratugaskeið. Meira

Óveðrið Aldís Olga Jóhannesdóttir, svæðisfulltrúi heilbrigðismála á Hvammstanga, segir að kerfin sem áttu að virka hafi brugðist. Sem betur fer var ástand sjúklinga ekki þannig að rafmagnsleysið hefði mikil áhrif.

Sjúkrastofnanirnar einangraðar

Án rafmagns, nets og síma á sjúkrahúsinu á Hvammstanga í tvo daga • Ekkert varasamband var til staðar • Ómögulegt að ná í lækni • Tetra-kerfið sem átti að virka í slæmum aðstæðum datt einnig út Meira

Vinnuhópur forgangsraðar aðgerðum í raforkumálum

Starfshópur um nauðsynlega innviðauppbyggingu raforkukerfis verður skipaður í dag. Frá þessu greindi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við mbl.is eftir fund í þjóðaröryggisráði í gærkvöldi. Meira

Tilkynningar berast um tjón

Um 90 tilkynningar borist og von á fleirum • Margar koma frá Eyjum Meira

Raforka Starfsmenn RARIK unnu í gær að viðgerðum víða um land, m.a. við spennuvirki í Hrútafirði.

Óskilvirkt leyfisveitingakerfi tefur fyrir

Forstjóri Landsnets segir að áætlanir verði endurskoðaðar Meira

Frú Lauga Hefur fest ráð sitt.

Frú Lauga var ekki lengi á lausu

Bændur í bænum flytja inn á Frúna við Laugalæk og reksturinn sameinaður Meira

Kristinn Borgar Indriði Jónsson á Skarði

Kristinn Borgar Indriði Jónsson, fyrrverandi óðalsbóndi á Skarði á Skarðsströnd og lögreglumaður, lést á Landspítalanum laugardaginn 7. desember, 75 ára gamall, eftir skammvinn veikindi. Hann fæddist 28. Meira

Siglufjörður Varðskipið Þór kom til Siglufjarðar með rafstöð sem sótt var til Ísafjarðar. Skipið fór svo til Dalvíkur þar sem það verður rafstöð fyrir bæinn.

Algjörlega óþolandi ástand

Hundraða milljóna verðmæti í hættu vegna rafmagnsleysis á Siglufirði Meira

Löggæsla efld Lögreglan mun fá fjármuni til tækjakaupa til að efla baráttu gegn skipulagðri brotastarfsemi. Slík brot hafa færst í vöxt á Íslandi.

Mun færa lögreglunni hundruð milljóna króna

Tillaga um fjárheimild vegna ávinnings í Silk Road-máli Meira

Aung San Suu Kyi

Segir dómsmál ógna sáttaferlinu

Aung San Suu Kyi, leiðtogi Búrma og friðarverðlaunahafi Nóbels, hvatti Alþjóðadómstólinn í Haag í gær til þess að vísa frá kærumálinu á hendur Búrma vegna meintra ofsókna yfirvalda þar gegn Róhingjum. Meira

Átta ákærðir vegna hryðjuverka

Átta af þeim tuttugu sem danska lögreglan handtók í fyrradag voru ákærðir í gær vegna gruns um að þeir hefðu ætlað að fremja hryðjuverk. Hinum tólf var sleppt án ákæru. Af þeim sem enn eru í haldi lögreglunnar eru sex karlmenn og tvær konur. Meira

Bandaríkin Trump lýsti því yfir að samkomulag við Kína væri í nánd.

Segir lausnina í sjónmáli

Trump segir Bandaríkin á barmi samkomulags við Kína í tollastríði ríkjanna Meira

Hellamálverk Þetta listaverk er talið um 44.000 ára gamalt.

Elsta þekkta listaverkið fannst í helli í Indónesíu

Hellamálverk sem fannst í helli í Indónesíu fyrir tveimur árum gæti verið elsta varðveitta listaverk heimsins, samkvæmt nýrri rannsókn sem kynnt var í tímaritinu Nature á miðvikudaginn. Er hellamálverkið talið vera um 44.000 ára gamalt. Meira

Uppskera Fram kom í þingnefndinni að starfsskilyrði þeirra sem framleiða útiræktað grænmeti væru erfið og markaðshlutdeild þeirra hefði minnkað.

Til móts við garðyrkjuna um tollvernd

Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar landbúnaðarráðherra um breytingar á fyrirkomulagi á úthlutun tollkvóta í landbúnaði hefur tekið verulegum breytingum á ýmsum sviðum í umfjöllun atvinnuveganefndar Alþingis. Meira

Tipparar Sigríður Gísladóttir, Hjalti Kristjánsson og Haukur Guðjónsson hittast vikulega og tippa fyrir hópa.

Fjármagna reksturinn með sölu getraunaseðla

Knattspyrnufélag Framherja og Smástundar í Vestmannaeyjum, KFS, er sennilega eina félag heims sem fjármagnar reksturinn á sölulaunum getraunaseðla og leggur auk þess fyrir í varasjóð. Meira