Fréttir Miðvikudagur, 13. nóvember 2019

Auðlindin skapar mikil verðmæti

Grisjun í Haukdalsskógi í Biskupstungum sem unnið er að þessa dagana mun skila minnst 800 rúmmetrum af timbri. Stórvirk vinnuvél er notuð við verkið sem gengur því greiðlega fyrir sig, nú í mildu haustveðrinu. Meira

Álverið er komið á fullt

Endurræsingu þriðja kerskálans í Straumsvík er lokið töluvert á undan áætlun • Aðalhagfræðingur SI segir endurræsinguna og nýtt flugfélag auka framleiðslu Meira

Sakaðir um ólöglegar greiðslur

Félög í eigu Samherja eru sögð hafa greitt háttsettum stjórnmála- og embættismönnum í Namibíu hundruð milljóna króna, jafnvel á annan milljarð, í þeim tilgangi að komast yfir eftirsóttan kvóta við strendur landsins. Meira

Hafnarborg Mikil útgerð er frá Walvis Bay og þar hafa Samherji og fyrirrennarar fyrirtækisins í Namibíu haft aðsetur.

Viðskipti í Namibíu rannsökuð

Félög Samherja eru sögð hafa greitt háttsettum mönnum háar fjárhæðir til að komast yfir eftirsóttan kvóta í Namibíu Meira

Svanbjörn Thoroddsen

Kerfið ekki virkað sem skyldi

Bent er á ýmsar brotalamir við gerð samninga Sjúktratrygginga við sjálfstæða þjónustuveitendur á heilbrigðissviði í skýrslu sem KPMG kynnti í gær • Huga þurfi mun betur að undirbúningi innkaupa Meira

Þorsteinn Már Baldvinsson

Kannast ekki við vinnubrögðin

„Það voru okkur mikil vonbrigði að komast að því að Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri og stjórnarmaður Samherjafélaganna í Namibíu, virðist hafa tekið þátt í gagnrýniverðum viðskiptaháttum og hugsanlega flækt Samherja í viðskipti... Meira

Tíðni manndrápa sú sama og í Þýskalandi

Tíðni manndrápa á Íslandi er sú sama og í Slóveníu, í Þýskalandi og á Írlandi samkvæmt nýjum tölum sem Hagstofa Evrópusambandsins, Eurostat, hefur tekið saman. Meira

Í hálfa öld Álverið var gangsett 1. júlí 1969. Um 400 manns starfa nú hjá álverinu. Þá skapar framleiðslan fjölda afleiddra starfa í íslensku hagkerfi.

Gangsett vel á undan áætlun

Starfsmenn álversins í Straumsvík hafa endurræst þriðja kerskálann • Var lokað í júlí eftir óhapp • Þrátt fyrir samdrátt í framleiðslu hefur álverinu tekist að afgreiða allar pantanir til viðskiptavina Meira

Vandræðagangur Strætó þarf að stoppa á akstursleið um Hagatorg þvert á lög. Borgin vill þó ekki færa skýlið.

Er ekki „hefðbundið“ hringtorg

Ný staðsetning á strætóskýli við Hagatorg í Vesturbæ neyðir strætó til að stoppa á akstursleið um hringtorgið • Ekki heimilt samkvæmt lögum • Borgin segir torgið vera ólíkt öðrum hringtorgum Meira

Hækkun á bilinu 3,8-6,0% milli ára

Laun félagsmanna í Rafiðnaðarsambandi Íslands (RSÍ) hafa hækkað á bilinu 3,8-6,0% á milli ára. Þetta má lesa út úr niðurstöðum kjarakönnunar sem Gallup gerði í október þar sem spurt var um laun í september. Meira

Frú Lauga Hin vinsæla verslun við Laugalæk er til sölu. Verslunin hefur verið rekin við góðan orðstír frá sumrinu 2009. Verðið er sagt vera sanngjarnt.

Frú Lauga er á lausu

„Frú Lauga hefur þurft að ganga í gegnum sín vandamál eins og aðrir og nú er tímabært að einhver annar taki við boltanum,“ segir Elías Guðmundsson, framkvæmdastjóri bændamarkaðarins Frú Laugu við Laugalæk. Meira

Keflavík Flóttafólk frá Írak sést hér koma til landsins árið 2018.

Samþykkja 85 kvótaflóttamenn

Fjölmennasta móttaka flóttafólks til þessa hér á landi Meira

Dýpkun Dísa verður tiltæk í Vestmannaeyjum fram á næsta ár.

Samið um dýpkun út janúarmánuð

Vegagerðin og Björgun hf. semja um áframhaldandi dýpkun í Landeyjahöfn Meira

Attentus Fyrirtækið hefur verið umsvifamikið í ráðgjöf til ríkisstofnana.

Lögreglan á Suðurnesjum leitaði ekki tilboða

Samdi við fyrirtækið Attentus um ráðgjöf vegna ráðningar Meira

Hraunsholtslækur Stefnt er að því að leiða lækinn í undirgöngum við stíg.

Ráðist í endurbætur við gatnamót í Garðabæ

Eiga að greiða fyrir umferð af hliðarvegum inn á Hafnarfjarðarveginn Meira

Sjávarpláss Íslandssaga hf. rekur fiskverkun á Suðureyri.

Stærri útgerðir hafa hlaupið undir bagga

Skuttogarar hafa verið áberandi í veiðum á aflamarki Byggðastofnunar síðustu ár. Meira

Skógarmenn Í Haukadalsskógi í Biskupstungum fyrr í vikunni. Frá vinstri talið: Níels Magnússon og Einar Óskarsson skógarhöggsmenn og lengst t.h. Trausti Jóhannsson sem er skógarvörður Skógræktarinnar á Suðurlandi.

Grisja fyrir Grundartanga

Fella tré í Haukadalsskógi • 1.000 rúmmetrar af greni og furu • Iðnviður fer í ofnana • Auðlindin skilar sínu Meira

Á leið til jarðar frá smástirni

Tókýó. AFP. | Japanska geimfarið Hayabusa-2 átti að fara af braut um fjarlægt smástirni í nótt og leggja af stað til jarðar með sýni sem geta varpað ljósi á upphaf sólkerfisins, eftir leiðangur sem á sér engin fordæmi. Meira

Ófriðarbál Slökkviliðsmenn slökkva eld sem kviknaði í verksmiðju í bænum Sderot í Ísrael þegar hún varð fyrir flugskeyti í gær. Annað flugskeyti lenti á húsi og litlu munaði að það þriðja lenti á bílum á þjóðvegi í Ísrael.

Fjölda flugskeyta skotið á Ísrael

Foringi hryðjuverkasamtaka beið bana í árás Ísraelshers Meira

Betur verði fylgst með útgjöldum Landspítala

Önnur umræða um fjárlög næsta árs fór fram á Alþingi í gær. Fram kom í fjölmiðlum í gær að tekjur ríkisins lækka um 10,4 milljarða króna og verður ríkissjóður rekinn með halla í fyrsta sinn frá árinu 2012. Meira

Sigurvegarar Þau voru að vonum ánægð eftir sigurinn Melissa, Borka, Agla, Daníel, Tómas, Inga Sóley, Nóam Óli, Sunna Líf, Birkir og Þórhildur.

Atriði Hlíðaskóla beint frá hjartanu

Nemendur í Hlíðaskóla fögnuðu innilega nýjustu hetjum skólans, þegar þær mættu í gærmorgun eftir að hafa sigrað í hæfileikakeppni Skrekks í Borgarleikhúsinu í fyrrakvöld. Meira