Fréttir Fimmtudagur, 4. mars 2021

Órói Ásdís Marín björgunarsveitarkona les af gasmæli á miðjum Reykjanesskaganum í gær. Blaðamenn og ljósmyndarar Morgunblaðsins voru á vettvangi.

Enn umbrot við Keili

Óróapúls mældist í gær, réttri viku eftir að skjálftahrinan hófst • Engin hætta á ferðum fyrir innviði og byggð • Skjálftar mælast enn á svæðinu • Meinlaust hraungos líklegast Meira

Upplýsingafundur Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Kristín Jónsdóttir náttúruvársérfræðingur og Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur svöruðu spurningum blaðamanna í gær.

Ekkert hamfaragos í vændum

Vísindamenn eru sammála um að gos á Reykjanesskaga verði ekki stórt • Hraungos er mun líklegra en sprengigos • Atburðarásin er í takti við spár almannavarna • Upplýsingafundur var haldinn í gær Meira

Ragnar Jónasson

Ragnar rakar inn fimm stjörnu dómum í Danmörku

Mikill áhugi á íslenskum krimma • Framúrskarandi stíll Meira

Vikulöng jarðskjálftahrina

Óróapúls mældist í gær • Hraunflæði til suðurs miðað við mögulegan gosstað • Óvenjuleg hrina Meira

Kirkjusandur Ríflega 7.000 fermetra bygging stendur hálfkláruð.

Segir 105 Miðborg ekki standa við samninga

ÍAV segir sjóðinn reyna að auka á tjón með riftun samnings á Kirkjusandi Meira

Katrín Jakobsdóttir

Skoða aðra kosti um bóluefnaöflun

Forsætisráðherra segir fleiri möguleika skoðaða samhliða Evrópusamstarfinu • Bóluefnavandi ESB veldur áhyggjum • Ekkert sem hindrar Íslendinga í að semja við aðra framleiðendur um öflun bóluefnis Meira

Samgöngur Tekið á móti vél Air Iceland Connect á Egilsstaðaflugvelli.

Flaug yfir sandara í lendingu eystra

Rannsóknarnefnd samgönguslysa, flugsvið, hefur nú til umfjöllunar atvik á Egilsstaðaflugvelli fyrir rúmu ári er sandari var á flugbraut þegar áætlunarflugvél kom inn til lendingar. Meira

Taka við rekstri hjúkrunarheimila

Rekstur hjúkrunarheimila í Fjarðabyggð og Hornafirði færður til stofnana ríkis Meira

Fjör í Vatnaskógi Eingöngu stúlkur eru í Vindáshlíð og strákar í flestum hópum í Vatnaskógi. Þó eru tveir blandaðir flokkar á síðarnefnda staðnum.

Metskráning í sumarbúðir KFUM og K

Tvöfalt fleiri skráningar á fyrsta skráningardegi en nokkru sinni áður Meira

Óvarlegt Getur reynst dýrkeypt þegar fólk tengir sjálft.

Hættur geta leynst á snjallheimilum

Fólk fái fagmann í verkið • Kaupi ekki beint frá Asíu Meira

Ráðagerði Gestir veitingahússins geta séð sólina setjast við Gróttu.

Ítölsk stemning í einstöku umhverfi

„Við bíðum spenntir og ætlum að hefja framkvæmdir við veitingahúsið þegar deiliskipulagið liggur fyrir,“ segir Gísli Björnsson veitingamaður. Meira

MAX-vélar henti ekki Icelandair

Steinn Logi Björnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Icelandair, segir að endurskoða þurfi flotamál félagsins • Hann býður sig fram í stjórnarkjöri hjá Icelandair sem fram fer í komandi viku Meira

Fagrilundur Hótelið er í skógarreit í Reykholti. Gönguleiðir verða að veitingahúsunum Mika og Friðheimum.

Hótel opnað í Reykholti í vor

Byggingin kemur tilbúin frá Noregi og tekur fáeina daga að setja hana upp Meira

Sól Tenerife hefur notið vinsælda meðal íslenskra ferðamanna.

Íslendingum hefur fjölgað á Tenerife

Bókunum Íslendinga hefur heldur fjölgað að undanförnu hjá ferðaskrifstofunum Vita og Úrvali-Útsýn. Þar er Tenerife efst á blaði, enda ekki margir aðrir kostir í boði. Meira

Akranes Við hrognavinnslu fer loðnan í gegnum talsvert ferli. Til vinstri setur Rakel Hilmarsdóttir, starfsmaður Vignis G. Jónssonar, hrognin í poka. Til hægri fylgist Skagfirðingurinn Stefán Gísli Haraldsson með hreinsunarferlinu hjá Brimi á Akranesi. Reikna má með að hrognavinnsla hefjist í dag í Neskaupstað og fljótlega í Vestmannaeyjum, á Eskifirði og Fáskrúðsfirði.

Hrognavertíðin að komast á fullt

Ágæt loðnuveiði hefur verið á Faxaflóa síðan um hádegi á mánudag og loðnan hentað vel til hrognavinnslu. Ef vel gengur gæti vertíð lokið á um vikutíma. Meira

Þeistareykjavirkjun Mikill húsakostur fylgir Þeistareykjavirkjun, sem Landsvirkjun rekur. Hér er horft heim að stöðvarhúsinu, en virkjunin var tekin í notkun árið 2017 og seinni vélin 2018.

Oft vetrarlegt á Þeistareykjum

Þeistareykjavirkjun hefur breytt miklu fyrir heiðarbýlið Þeistareyki og nánasta umhverfi • Feðgarnir hjá Fjallasýn halda veginum þangað opnum yfir veturinn • Samgöngubót fyrir íbúa á svæðinu Meira

Álfhólsskóli Mygla hefur greinst í Hjalla og hefur álmunni verið lokað.

Mygla greindist í skóla í Kópavogi

Skólayfirvöld í Kópavogi hafa ákveðið að loka einni álmu í Álfhólsskóla vegna myglu sem greinst hefur í þaki byggingarinnar. Meira

Hrafnista Skipting heimilanna í sóttvarnahólf hefur verið afnumin.

Félagsstarfið er að komast í gang

Lífið á hjúkrunarheimilum að færast nær eðlilegu ástandi • Skipting deilda í sóttvarnahólf takmarkar samskipti sums staðar • Vonast eftir rýmkun á reglum um heimsóknir á næstu vikum Meira

„Hugsunin er ekki borð, stóll og barn“

Glæsileg bygging Stapaskóla rís nú í Innri-Njarðvík • Fyrsta áfanga lauk sl. haust með skólaálmu og bókasafni og kennsla hófst í húsnæðinu • Stæsta framkvæmd sem Reykjanesbær hefur ráðist í Meira

Togararall Starfsfólk Hafrannsóknastofnunar og skipverjar á Breka mæla og meta afla úr togi á Selvogsbanka í upphafi leiðangursins, á myndinni eru Matthías Ragnarsson, Elzbieta Baranowska, Mario Santos og Jóhannes Leite. Allt er mælt og talið og mikið kvarnað til að fá aldursdreifingu.

Tæplega 600 togstöðvar í marsralli

Auk rannsóknaskipanna Árna Friðrikssonar og Bjarna Sæmundssonar taka togararnir Breki frá Vestmannaeyjum og Gullver frá Seyðisfirði þátt í stofnmælingu botnfiska á Íslandsmiðum. Meira

Skert viðbragðsgeta Landhelgisgæslunnar

Talsmenn fimm mismunandi samtaka sjómanna lýstu í gær yfir, í sameiginlegri ályktun, áhyggjum af þeirri stöðu sem upp er komin í kjölfar þess að í ljós kom umfangsmikil viðhaldsþörf á varðskipinu Tý. Meira

Kostnaður Pakkar hafa leitt til taps.

Geta ekki svarað fyrir Íslandspóst

Samgönguráðuneytið kveðst ekki vera í stöðu til að svara fyrir meintar niðurgreiðslur Íslandspósts á pakkasendingum út á land, eftir að landið varð að einu gjaldsvæði árið 2020. Ráðuneytið bendir á að samkvæmt 2. mgr. 17. gr. Meira

Við Gullfoss Deilt er um efnahagslegt framlag ferðaþjónustunnar.

Vísbending um litla framleiðni í ferðaþjónustunni

Prófessor vísar til niðurstaðna Hagstofunnar um samdrátt í landsframleiðslu Meira

Alexei Navalní

Rússar fordæma refsiaðgerðirnar

Stjórnvöld í Moskvu gagnrýndu vesturveldin harðlega í gær, en Bandaríkjastjórn og Evrópusambandið kynntu á þriðjudaginn nýjar refsiaðgerðir vegna meðferðar Rússa á stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní. Meira

Bólusetning Búið er að bólusetja 78 milljónir Bandaríkjamanna.

Forðabúrið klárt fyrir lok maí

78 milljónir Bandaríkjamanna hafa þegar verið bólusettar fyrir kórónuveirunni • Merck hyggst framleiða bóluefni Johnson & Johnson • Evrópusambandið sendir fleiri skammta til Austurríkis Meira

Búrfellsvirkjun Sveitarfélög vilja finna leiðir til álagningar fasteignaskatts á orkumannvirki og að þau fái auknar tekjur af raforkuframleiðslu.

Sveitarfélög að undirbúa kvörtun til ESA

Fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka orkusveitarfélaga hafa nú til skoðunar að senda kvörtun til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) til að óska eftir rannsókn stofnunarinnar á því hvort núverandi fyrirkomulag skattlagningar á mannvirki til raforkuframleiðslu feli í sér óheimila ríkisaðstoð. Meira

Spennandi nýjungar Silja Mist Sigurkarlsdóttir markaðsstjóri Nóa-Siríusar segir alltaf mikið að gera í vöruþróun.

Tvö ný páskaegg frá Nóa-Síríusi

Sú var tíðin að páskaegg voru öll eins og það eina sem menn spáðu í var hvaða stærð yrði fyrir valinu. Sælgætisframleiðendur voru bara með sitt egg og þannig var það. Meira

Fjölskyldubingó Bingóið hefst í kvöld klukkan 19.00

Rapparinn Cell 7 verður í bingóinu í kvöld

Fjölskyldubingó mbl.is fór aftur af stað á fimmtudaginn í síðustu viku eftir að fyrsta þáttaröðin kláraðist um síðustu áramót. Í fyrsta þættinum af nýju þáttaröðinni kom söngvarinn Valdimar fram ásamt Erni Eldjárn. Meira

Mælir með hlaðvörpum Inga heldur sjálf úti hlaðvarpinu Illverk, en þar fjallar hún um morð og glæpi.

Áhugaverð hlaðvörp: Inga Kristjáns gefur álit

Vinsældir hlaðvarpa hafa aukist gífurlega undanfarið og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Það getur þó verið erfitt að finna eitthvað sem snýr að eigin áhugasviði í þeim frumskógi af hlaðvörpum sem til eru. Meira

Sjálfa Einn á vaktinni og þarf að geta sinnt öllum verkefnum, segir Guðmundur Fylkisson um starf sitt á Þórshöfn. <strong> </strong>

Einn á ísbjarnavakt

„Starfið í lögreglunni er sennilega hvergi fjölbreyttara en í afskekktri byggð úti á landi. Hér er maður einn á vaktinni og þarf að geta sinnt öllum verkefnum sem upp koma. Verið í senn sérsveitarmaður og sálusorgari, við umferðareftirlit og að vísa fólki til vegar. Nálægðin við íbúana er mikil, samfélag þar sem undirstaðan er landbúnaður og sjávarútvegur,“ segir Guðmundur Fylkisson lögreglumaður. Meira