Fréttir Þriðjudagur, 20. október 2020

21 látist í eldsvoðum á rúmum áratug

Alls hefur 21 látist í eldsvoðum á Íslandi frá ársbyrjun 2010 til dagsins í dag. Þetta kemur fram í tölum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Á þessu ári hafa sex farist. Meira

Landspítali Kaffistofur sem starfsfólkið hefur not af eru margar þröngar.

Þrengsli á kaffistofum spítalans auka smithættu

Ekki hægt að virða tveggja metra regluna vegna þrengsla Meira

Líflegt á Austfjarðamiðum

Fjöldi skipa á miðunum • Vilja þorskinn spriklandi • Góð síldveiði Meira

Akureyri Litasinfónía í Innbænum, þar sem brekkan er skógi vaxin.

Hægviðri helst í vikunni

Ljúft haustveður hefur verið víða á Norðurlandi síðustu daga, hægviðri og hiti yfir daginn gjarnan 5-10 gráður. Fólk hefur því nýtt dagana til útiveru í hinu fallega umhverfi haustlitanna sem nú eru áberandi til dæmis í Innbænum á Akureyri. Meira

Skipi í Djúpinu bjargað

Útkall barst Björgunarfélagi Ísafjarðar um klukkan hálfellefu í gær vegna vélarvana skips innarlega í Ísafjarðardjúpi. Hélt björgunarskipið Gísli Jóns af stað um tíu mínútum seinna. Meira

Mannmergð Margmenni, mikil nálægð á milli fólks og léleg loftræsting í rými auka líkur á kórónuveirusmiti milli manna. Myndin er úr safni.

Veirusmit í margmenni og þrengslum

Hættan á að smitast af nýju kórónuveirunni eykst eftir því sem fleiri koma saman, að sögn Jóhanns Björns Skúlasonar, yfirmanns smitrakningarteymis sóttvarnalæknis og almannavarna. Meira

Sóttvarnalæknir Þórólfur á upplýsingafundi í gær. Þar sagði hann of snemmt að hrósa happi í baráttunni við veiruna þótt færri smit hafi greinst.

Opna þrátt fyrir að vera uppsprettur smita

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir mælti með sömu reglum og áður • Líkamsræktarstöðvar geta opnað á hóptíma • Rekja má fjölda smita til líkamsræktarstöðva, að sögn sóttvarnalæknis Meira

Helga Vala Helgadóttir

Heilsuvernd getur tekið við sjúklingum

Fyrirtækið Heilsuvernd getur tekið við 100 sjúklingum frá Landspítala án mikils tíma eða tilkostnaðar, og hefur sent heilbrigðisráðuneytinu bréf þess efnis. Meira

Vínbúðin Verslun ÁTVR hefur verið í Borgartúni 26.

Flytur vínbúðin?

Ríkiskaup birtu um helgina auglýsingu í Morgunblaðinu fyrir hönd Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Þar kemur fram að ÁTVR vilji taka á leigu 450-550 fermetra húsnæði fyrir vínbúð í Reykjavík. Meira

Eftirlit Í frétt á heimasíðu Landhelgisgæslunnar var greint frá því 26. apríl í fyrra að áhöfnin á TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, hefði staðið skipverja þriggja fiskibáta að meintu ólöglegu brottkasti.

Sýknað vegna brottkasts á 11 fiskum

Ekki sannað að brottkast hafi verið á nytjategundum • Hagur skipverja að landa slíkum afla Meira

Hnúfubakur Hægt er að þekkja einstaklinga í sundur á sporðinum.

Myndir af 38 víðförlum hnúfubökum

Gagnabanki aðgengilegur á heimasíðu Hafró • Myndir úr ýmsum áttum Meira

ASÍ Þing Í stað fjölmenns þings verður það rafrænt að þessu sinni.

Kjósa forystu á stuttu þingi

Þing ASÍ sem fram fer á morgun verður óvenjulegt og á aðeins að standa yfir í nokkrar klukkustundir vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þingið, sem hefst kl. Meira

Bruni Einn lést í eldsvoða í gömlu timburhúsi á Akureyri í maí á þessu ári.

Efst á blaði að verja líf

Margir hafa látist í eldsvoðum á síðustu árum • Eldvarnaeftirlit ekki á einkaheimilum • Gas í farhýsum verði skoðað Meira

Stjórnarskrá Katrín Jakobsdóttir vísaði til orða Feneyjanefndarinnar.

Tekist á um nýja stjórnarskrá

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að Feneyjanefndin, ráðgjafarnefnd Evrópuráðsins um breytingar á stjórnarskrám, hafi gert mjög alvarlegar athugasemdir við drög að nýrri stjórnarskrá sem byggðust á tillögum stjórnlagaráðs árið 2012. Meira

Smárabíó Snertilaus þjónusta hefur verið aukin nú þegar bíóið verður opnað á ný.

Aukin sjálfvirkni í endurbættu Smárabíói

Smárabíó verður opnað í dag, eftir tveggja vikna lokun sökum sóttvarnareglna. Hefur bíóið aukið sjálfvirkni og snertilausa þjónustu til að draga úr smithættu. Meira

Veiðihúsið Gamla veiðihúsið sem veiðimenn í Laxá notuðu í mörg ár, eða til 1969 að Vökuholt var tekið í notkun.

Laxárfélagið leggur árar í bát

Gamla veiðihús Laxárfélagsins geymir margar minningar af bökkum Laxár í Aðaldal • Félagið var með stóran hluta árinnar í leigu í 80 ár • Ekki búið að semja við nýja leigutaka árinnar Meira

Afsögn Frank Jensen borgarstjóri í Kaupmannahöfn sagði af sér í beinni útsendingu frá Íslandsbryggju í gær.

Borgarstjórinn sagði loks af sér

Frank Jensen segir af sér sem borgarstjóri Kaupmannahafnar • Ásökunum um áreitni fjölgar • Hættir líka sem varaformaður jafnaðarmanna • Mette Frederiksen boðar breytingar á flokknum Meira

Kosning Starfsmaður á kjörstað í Flórída afhendir kjósanda kjörgögn.

Byrjað að kjósa utan kjörfundar í Flórída

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í bandarísku forsetakosningunum hófst í Flórída í gær en ríkið er eitt svokallaðra lykilríkja sem gætu ráðið úrslitum í kosningunum eftir hálfan mánuð. Meira

Erfitt að sjá fram í tímann mitt í óveðrinu

Hugtök á borð við ólgusjór, óvissa, hremmingar, áföll og óveður koma víða fram í nýrri álitsgerð fjármálaráðs á fjármálaáætlun fjármálaráðherra til ársins 2025. Meira

Amen.is Sr. Grétar Halldór Gunnarsson aðstoðar fólk í bæninni og segir gott að sinna andlegri rækt.

Handleiðsla í bæn og íhugun á netinu

Vefsíðan amen.is stuðningur fyrir kristið fólk í bæninni Meira