Fréttir Föstudagur, 24. maí 2019

Landlæknir vill skoða útvistun aðgerða

Átak til að stytta biðlista eftir liðskiptaaðgerðum á hnjám og mjöðmum bar ekki tilætlaðan árangur m.a. vegna þess að sífellt yngra fólk fer í slíkar aðgerðir og offita fer vaxandi. Meira

Óljóst um arftaka Álfsness

Urðunarstaðurinn í Álfsnesi að fyllast • Óljóst hvar farga má ruslinu þegar svo verður • Samkomulag kveður á um að urðun á Álfsnesi skuli hætt í lok 2020 Meira

Reykjavíkurflugvöllur Aðflug að vellinum úr norðurátt.

Hvassahraun besti kostur

Reykjavíkurborg horfir til borgarflugvallar í Hvassahrauni Meira

Icelandair Fella þarf niður margar ferðir næstu vikur og mánuði.

Icelandair fellir niður fleiri flug

Flugfélagið Icelandair hefur uppfært flugáætlun sína fyrir seinni hluta sumarsins vegna þess að útlit er fyrir að kyrrsetning Boeing 737 MAX flugvéla félagsins muni vara lengur en áður var áætlað. Meira

María Heimisdóttir

Sami kostnaður hér og erlendis

Stefna stjórnvalda er að krabbameinsaðgerðir séu eingöngu gerðar á LSH • Mismunandi reglur um mismunandi aðgerðir, segir forstjóri Sjúkratrygginga Meira

Seltjarnarnes Nálægðin við höfuðborgina er greinileg hvar sem menn eru staddir. Myndin er frá golfvellinum.

Formaður bæjarráðs á móti borgarlínu

„Ég vil draga strik í sandinn. Það hefur verið fjallað um þetta mál og því mjakað áfram hægt og rólega. Það var skýrt í síðustu kosningum að við ætluðum ekki að taka þátt í þessu verkefni nema allt væri uppi á borðinu. Því miður er enn ekki allt komið upp á borðið,“ segir Magnús Örn Guðmundsson, bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi og formaður bæjarráðs. Hann lét bóka andstöðu sína gegn undirritun samninga um borgarlínu sem kynntir voru á fundi bæjarráðs í gærmorgun. Meira

Stolt Fjóla og Ingimundur eru ánægð með sigurinn. Fjóla segir að sigrinum hafi verið fagnað almennilega. „Það var bara stórhátið, þjóðhátíð.“

Selfyssingar stoltir af strákunum

Mikil kæti á Selfossi með sigur í handknattleik • Fagnað fram á nótt á planinu við Pylsuvagninn Meira

Sigurboginn Verslunin hefur verið á Laugavegi 80 í rúm 27 ár.

Sigurboginn hættir

Verslunin Sigurboginn á horni Laugavegar og Barónsstígs heyrir senn sögunni til, en eftir er að taka ákvörðun um framtíð netverslunar fyrirtækisins. Meira

Patreksfjörður Skútan 241 Blue One við bryggju á meðan gert er við mastrið.

Sigldi í einum rykk til Patreksfjarðar

Breski siglingakappinn Andrew Bedwell sigldi smáskútu sinni, 241 Blue One, í einum áfanga frá Neskaupstað til Patreksfjarðar. Leið hans lá nokkuð langt norður fyrir landið og síðan suður með Vestfjörðum. Meira

Kringlan Um næstu áramót verða allar verslanir lausar við plastpoka.

Kringlan án plastpoka á næsta ári

Verslunarmiðstöðin Kringlan stefnir að því að verða plastpokalaus á næsta ári, strax frá 1. janúar nk. Verður verslunum Kringlunnar þá eingöngu heimilt að bjóða viðskiptavinum sínum upp á umhverfisvæna poka. Meira

Biðlistar Á fundinum kynntu Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Alma Möller landlæknir skýrslu. María Heimisdóttir, forstjóri SÍ og Óskar Reykdalsson forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu voru þar einnig.

Heilbrigðisþjónustan verður aldrei rekin sem átaksverkefni

Landlæknir leggur til útvistun liðskiptaaðgerða takist ekki að fjölga þeim á spítölum Meira

Vaðlaheiðargöng Hafin er vinna við lokafrágang utan ganganna. Því verkefni á að ljúka í sumar. Síðan verða vinnubúðir fjarlægðar.

Gengið frá við Vaðlaheiðargöng

Lokafrágangur utan ganga hafinn • Um átta af hverjum tíu bílum fara nú um Vaðlaheiðargöng • Hlutfallið var hærra í vetur en heildarumferðin minni Meira

Vallarstæði Lengi hafa verið uppi hugmyndir um að reisa innanlandsflugvöll í Hvassahrauni og nú vilja borgaryfirvöld skoða málið á ný.

Borgin horfir til Hvassahrauns

Borgarstjóri segir athuganir benda til að Hvassahraun sé besti kosturinn fyrir nýjan flugvöll • Styður áform um fluglest • Hjálmar Sveinsson segir Reykjavíkurflugvöll fara upp úr 2030 Meira

Reynir Arngrímsson

Varar við afnámi frystiskyldu

Agnes Bragadóttir agnes@mbl. Meira

Fögnuður Stuðningsmenn stjórnarflokksins BJP fagna kosningasigri hans í indversku borginni Bangalore.

Jók fylgið með þjóðernisáherslum

Óljóst er hvort Modi forsætisráðherra nýti sterka stöðu flokks síns á þingi Indlands til að koma á erfiðum efnahagsumbótum • Lagði meiri áherslu á þjóðernishyggju en efnahagsmál í kosningabaráttunni Meira

Þingsalur Miklar umræður hafa skapast um þriðja orkupakkann svonefnda og segjast Miðflokksmenn með því vera að benda á ýmsa vankanta.

Málþóf eitt einkenna íslenska þjóðþingsins

Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að málþóf getur skilað árangri, sérstaklega undir þinglok þegar mjög liggur á að ljúka þingstörfum. Meira

Smáþjóðaleikarnir í Svartfjallalandi Mæðginin Marta Ernstsdóttir og Dagbjartur Daði Jónsson eru komin í búningana og tilbúin í slaginn.

Martha í 7. sinn á Smáþjóðaleika

Martha Ernstsdóttir, einn fremsti hlaupari landsins um árabil, er í hópi þjálfara frjálsíþróttafólksins sem tekur þátt í Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi 27. maí til 1. júní næstkomandi. Meira