Fréttir Mánudagur, 30. mars 2020

Endurgreiðsla nái til bílaviðgerða

Efnahags- og viðskiptanefnd stendur saman að breytingum á aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar • Rýmkað til við frestun á greiðslu afdreginnar staðgreiðslu • Öryrkjar frá orlofsuppbót í júní Meira

Sigurður Ingi Jóhannsson

Ríkið styrkir Icelandair

Ríkið mun greiða upp tap Icelanda-ir sem hlýst af því að halda flug-samgöngum til Evrópu og Bandaríkjanna gangandi. Sam-komulag þess efnis var undirritað á föstu-dagskvöld, en flogið verður annars vegar til Bost-on og hins vegar Lundúna eða Stokkhólms. Meira

Skyndifundur Mikið var karpað á fundi sem stjórn SÁÁ var boðuð á síðdegis í gær. Fundurinn stóð fram á kvöld.

Treysta ekki stjórninni

Félag fíkniefnaráðgjafa og starfsfólk meðferðarsviðs SÁÁ lýsa yfir vantrausti á framkvæmdastjórn • Fara fram á að heilbrigðisráðherra grípi í taumana Meira

Veðurhorfur Útlit er fyrir kólnandi veður á næstunni á landinu öllu.

Kólnandi veður í vændum

Bætir í vind og úrkomu í dag • Líklega ekkert ferðaveður um næstu helgi • Dægursveiflan meiri og því kaldara á nóttunni Meira

Komið að því að sekta þurfi fólk

Töluvert um tilkynningar um brot á samkomubanni • Dæmi um fimmtíu manns íþróttaæfingu • Áhyggjur af fjölgun innlagna á gjörgæslu • Minnihluti þeirra sem greinast nú með smit er í sóttkví Meira

Umsóknir streyma inn

Samtals höfðu 17.500 umsóknir vegna skerts starfshlutfalls borist Vinnumálastofnun á laugardag. Hafði þeim fjölgað um 2.500 frá því fyrri partinn á föstudaginn. Voru þær frá starfsmönnum 3.700 fyrirtækja. Þá hafa 4. Meira

Aðeins 2% treysta ekki yfirvöldum

95% landsmanna treysta Almannavörnum og heilbrigðisyfirvöldum á Íslandi til að takast á við COVID-19, samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup. Meira

Netverslun Mikill áhugi er hjá neytendum að kaupa matvörur á netinu. Nú hafa Krónan og Iceland opnað netverslanir og samkeppnin því aukist.

Krónan og Iceland fara á netið

4 verslanir með matvörur á netinu • Þáttaskil til frambúðar í verslun Meira

Fjallganga Þótt fjallaverkefni Ferðafélagsins liggi niðri er fólk hvatt til að ganga og hreyfa sig til að halda heilsunni í lagi.

Ferðafélagið með „almannavarnagöngur“

Allir skálar Ferðafélags Íslands eru lokaðir og allt starf liggur niðri • Stjórnendur þrátt fyrir allt bjartsýnir fyrir sumarið • Undirbúa verkefni til að hvetja fólk til að ferðast innanlands Meira

Heimir Jónasson

Heimir Jónasson markaðsráðgjafi lést á líknardeild Landspítalans laugardaginn 28. mars 2020, 53 ára að aldri. Heimir fæddist 13. apríl 1966 og ólst upp í Hlíðunum og síðar á Seltjarnarnesi í stórri fjölskyldu. Meira

Miklabraut Fáir eru á ferli þessa dagna og göturnar auðar.

Hvetur nemendur í æfingaakstur

Verkleg ökukennsla liggur nú niðri vegna kórónuveirunnar. Skv. ákvörðun sóttvarnalæknis, að tveir metrar skuli vera milli fólks í samskiptum, kom af sjálfu sér að ökukennarar hættu verklegri kennslu. Meira

Anton Kári Halldórsson

Sameiningarvinnu seinkar til hausts

Kórónuveiran setur strik í reikninginn við sameiningar sveitarfélaga • Atkvæðagreiðslur í haust Meira

Eldur Enginn var í húsinu þegar eldurinn braust út í Efra-Seli.

Eldsvoði í Efra-Seli á Stokkseyri

Steypt einbýlishús í Efra-Seli á Stokkseyri stóð í ljósum logum og börðust slökkviliðsmenn við eldinn frá tvö til tíu um kvöldið á laugardaginn. Húsið stendur enn, en þó er allt brunnið inni í húsinu og því um töluvert tjón að ræða. Meira

Útlendingastofnun Engum vísað brott vegna ferðatakmarkana.

Fleiri umsóknir um alþjóðlega vernd

Alls bárust 176 umsóknir um alþjóðlega vernd til Útlendingastofnunar fyrstu tvo mánuði ársins, 88 umsóknir í hvorum mánuði um sig. Af þeim voru 68 frá Venesúela, 15 frá Afganistan og 11 frá Írak. Meira

Heimilt að skipa aðra umsækjendur

Landsréttur hafnar kröfum tveggja umsækjenda um dómaraembætti um skaðabætur Meira

Þingeyri Dæmigert sjávarþorp á Vestfjörðum sem stendur við þá leið sem nú stendur til að markaðssetja og kynna fyrir ferðafólki.

Nýi hringurinn

„Leiðin er greið og möguleikar miklir,“ segir Díana Jóhannsdóttir hjá Vestfjarðastofu. Meira

Tónlist Fagottið er hljóðfæri Snorra Heimissonar hljómsveitarstjóra.

Tónlistin heim

Kennt með nýju sniði • Lúðrasveit stefnir á tónleika • Upptökur og mynd Meira

Græða sem aldrei fyrr á veirunni

Michael Franzese var á sínum tíma hátt settur stjórnandi mafíunnar í New York. Hann ákvað þó að setjast í helgan stein enda lækkaði lífaldurinn síst með tímanum. Meira

Samstarf Tekið á móti frönskum sjúklingi í Suðvestur-Þýskalandi.

Senda sjúklinga yfir landamærin

Bundeswehr-sjúkrahúsið í Ulm í Suðvestur-Þýskalandi tekur á móti frönskum borgara sem sýktur er af kórónuveirunni á myndinni sem fylgir þessari frétt. Meira

Fámennt Ronald Reagan-flugvöllurinn í Arlington í Virginíu var svo gott sem mannlaus í gær.

Segir hámarkstíðni dauðsfalla í nánd

Trump framlengir samskiptatakmarkanir til 30. apríl • Þjóðvarðliðar stöðva bifreiðar með skráningarnúmer frá New York á ríkjamörkum • Rúmlega 112.000 smitaðir af kórónuveirunni vestanhafs Meira

Fjölmiðlar Á umbrota- og hættutímum eins og nú gegna hefðbundnir fjölmiðlar mikilvægu hlutverki við miðlun frétta og skoðana.

Fjölmiðlar á tíma kórónuveirunnar

Greint var frá því í dagblaðinu Politiken í vikunni sem leið að traust almennings á hefðbundnum fjölmiðlum hefði aukist í Danmörku í kjölfar útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi. Meira

Stuðkví Þegar ekki má fara í útilegu vegna samgöngubanns er ekkert mál að fara í innilegu í stofunni heima.

Stuðkví hjá skátunum

Ný verkefni fyrir félagsmenn og aðra sett inn daglega á vef skátahreyfingarinnar • Henta öllum aldurshópum Meira