Fréttir Þriðjudagur, 18. júní 2019

Hvít og Grá Mjaldrarnir Little White og Little Grey koma til landsins á morgun.

Mjaldrarnir koma til Eyja á morgun

Mjaldrarnir Little Grey og Little White, sem hefur verið beðið í Vestmannaeyjum síðan í apríl, koma til Íslands á morgun. Eins og víða hefur komið fram áttu þeir upphaflega að koma í apríl, en för þeirra var frestað vegna veðurs. Meira

Jákvæðnin var óvæntust

Afkoma fyrirtækja á landsbyggð almennt verri en á höfuðborgarsvæðinu • Menning og listir dafna í landshlutum í mikilli fjarlægð frá höfuðborginni Meira

Óvinsæl Bit eftir lúsmý getur valdið fólki miklum óþægindum og kláða.

Eftirspurn eftir fælum aldrei meiri

Lúsmý herjar á fólk á Suðurlandi • „Annar hver maður hérna með fullt af bitum“ Meira

Höfnuðu beiðni ísbúðar um notkun nafnsins Eden

Meirihluti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar neitaði á dögunum að veita eigendum ísbúðar í bænum leyfi til þess að nota nafnið Eden. Meira

Fjöldi Metþátttaka var í hátíðarhöldum á Rútstúni í Kópavogi þar sem ýmsar fígúrur og tónlistarfólk skemmtu áhorfendum.

75 ára afmæli lýðveldisins

Fjölbreytt dagskrá var víða um land á þjóðhátíðardegi Íslendinga í gær. Meira

Verðlaunaður Haraldur ásamt Degi B. og Pawel Bartoszek við Höfða.

Haraldur Jónsson Borgarlistamaður

Haraldur Jónsson myndlistarmaður var í gær útnefndur Borgarlistmaður Reykjavíkur 2019. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sá um útnefninguna við hátíðlega athöfn í Höfða. Meira

Svæðið Baðlón, viðbygging og gróðurhús eru m.a. áformuð.

Umhverfismati gæti lokið á árinu

Uppbyggingaráform í Hveradölum mjakast áfram • Mögulegt að framkvæmdir hefjist á næsta ári • Fyrst verði boðnar út framkvæmdir við baðlón í Stóradal • Hætt við byggingu 120 herbergja hótels Meira

Dagfinnur Stefánsson

Dagfinnur Stefánsson, flugstjóri og einn af stofnendum Loftleiða, lést á sunnudag, 93 ára að aldri. Dagfinnur fæddist 22. nóvember 1925, en foreldrar hans voru Stefán Ingimar Dagfinnsson skipstjóri og Júníana Stefánsdóttir húsmóðir. Meira

Verktaki Andri Leó Egilsson stendur við íbúð sem hann hefur lokið við.

Vel gengur að selja íbúðir

24 íbúðir í byggingu á Hellu • Andri Leó Egilsson verktaki hefur byggt 12 íbúðir á tveimur árum og náð að selja flestar Meira

Athöfn Forsetahjónin og þeir einstaklingar sem hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í gær.

Sextán voru sæmd fálkaorðu

Forseti Íslands sæmdi í gær sextán Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Þeir eru Auðbjörg Brynja Bjarnadóttir ljósmóðir og hjúkrunarstjóri, Kirkjubæjarklaustri, riddarakross fyrir framlag til heilbrigðis- og björgunarstarfa í heimabyggð. Meira

Landeyjahöfn Tunnan sem sett er framan við innri garðinn er 11 metrar að þvermáli. Tunnurnar sem settar verða við báða ytri garðana eru tvöfalt stærri.

Framkvæmt fyrir tæpan milljarð

Innri höfn Landeyjahafnar lagfærð • Sett upp aðstaða til að dýpka hafnarmynnið frá landi Meira

Anna Gunnhildur Ólafsdóttir

„Fjölmiðlafólk oft óöruggt“

Birta viðmið í umfjöllun geðheilbrigðismála í fjölmiðlum • Vinna gegn hermiáhrifum vegna umræðu um sjálfsvíg Meira

Hyggjast auðga meira úran

Bandaríkjamenn segjast ekki munu láta undan „kjarnorkufjárkúgun“ Írana • Bretar, Frakkar og Þjóðverjar segja nauðsyn að Íranar fylgi samkomulaginu Meira

Löndun Fyrirtæki í sjávarútvegi voru líklegust til að fækka starfsfólki.

Afkoman verri í fjarlægð frá Reykjavík

Baksvið Teitur Gissurarson teitur@mbl. Meira

Í Berlín Hópurinn í „Kvæðakonunni góðu“. Frá vinstri: Ragnheiður Ólafsdóttir, Kristín Jónsdóttir, Þuríður Jóhannsdóttir, Ásthildur Elva Bernharðsdóttir, Sigrún Huld Þorgrímsdóttir, Jórunn Sigurðardóttir, Elísa Björg Þorsteinsdóttir, Ingibjörg Hjartardóttir, Steinunn Hjartardóttir, Sigrún Hjartardóttir og Ingunn Ásdísardóttir.

Sektaðar fyrir mismæli

„Kvæðakonan góða“ kvað rímur og flutti stemmur á torgum í Berlín • Byrjun á yfirferð hópsins um útlönd Meira