Fréttir Laugardagur, 19. september 2020

Hótel Borg Reitir eiga húsið.

Afskrifa milljarða tekjur

Fasteignafélög tapa á lokun hótela • SI segja kaupmáttinn á niðurleið Meira

Metfjöldi sýna tekinn og mörg veirusmit

Metfjöldi kórónuveirusýna var tekinn í fyrradag. Alls voru 3.019 sýni tekin innanlands og 905 til viðbótar við landamæraskimun. Tuttugu og eitt smit greindist innanlands og hafa ekki fleiri greinst á einum degi frá 9. apríl. Meira

Þrefalt fleiri umsóknir um vsk

Afgreiðslutími umsókna um endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu hefur lengst í 3-4 mánuði • Miklar annir við úrvinnslu umsókna • 6.500 einstaklingar sótt um endurgreiðslu vegna bílaviðgerða Meira

Bið Alls voru 3.109 sýni tekin innanlands í fyrradag og 905 að auki vegna landamæra. Hafa þau aldrei verið fleiri.

Ekki fleiri smit greind frá 9. apríl

Metfjöldi sýna tekinn • Skemmtistaðir lokaðir fram yfir helgi en „ekki endilega“ lengur • 800 í sóttkví • Hertar heimsóknarreglur á Hrafnistu • Viðbragðsstjórn Landspítala uggandi yfir stöðunni Meira

Forstjóri Líklegt er að brúnin á Boga Nils Bogasyni lyftist eftir vel heppnað hlutafjárútboð félagsins í liðinni viku.

Slegist um hlutabréf Icelandair

Mikil umframeftirspurn í vel heppnuðu hlutafjárútboði • Sjö milljarða áskrift hafnað af stjórn félagsins • Tveir af fimm stærstu hluthöfum auka við sig • Forstjórinn fagnar áfangasigri Meira

Bíldudalur Unnið við slátrun og pökkun á laxi í sláturhúsi Arnarlax.

Arnarlax undirbýr útboð á nýju hlutafé

Helgi Bjarnason helgi@mbl. Meira

Innanlands Eftir sameiningu Flugfélags Íslands og Icelandair Group er innanlandsflugið rekið undir merkjum síðarnefnda félagsins.

Innanlandsflug á hálfum afköstum

Innanlandsflug Icelandair gekk ágætlega í sumar, þrátt fyrir erfiðar ytri aðstæður. Seglin voru rifuð í takt við breytta eftirspurn þannig að þessi þáttur starfseminnar var rekinn á um það bil hálfum afköstum. Meira

New York Guðlaugur Þór Þórðarson flytur ávarp haustið 2019.

Sækja ekki allsherjarþing SÞ í ár

Engar utanlandsferðir á vegum Alþingis síðan faraldurinn kom upp Meira

Pappírsgámur Árlega fara þúsundir tonna utan í endurvinnslu.

Límmiðar kostuðu fjórar milljónir

Það kostaði Reykjavíkurborg tæpar fjórar milljónir króna að útbúa límmiða þar sem íbúum var gefinn kostur á að afþakka fjöldapóst. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram fyrirspurn um málið á fundi ráðsins 20. ágúst sl. Meira

Millilandaflug Talsverður samdráttur hefur orðið í tíðni millilandaflugs og fjölda komufarþega frá 19. ágúst.

Talsverður samdráttur í flugi

Áhrif tvöfaldrar skimunar komufarþega komin fram • Flugferðum fækkar og hlutfall aflýstra ferða eykst • Icelandair og Wizz Air umsvifamest í fjölda ferða • Hlutur ferðamanna minnkar hlutfallslega Meira

Hvolsvöllur Norðurbyggð verður norðan við núverandi þéttbýli.

Skipulagðar lóðir fyrir 150 íbúðir

Skipulagt hefur verið nýtt hverfi norðan núverandi byggðar á Hvolsvelli. Þar verða 119 íbúðir, í einbýlishúsum, parhúsum og raðhúsum. Meira

Bræðraborgarstígur Þrír létu lífið.

Ákærður fyrir manndráp og íkveikju

Ákæra hefur verið gefin út á hendur manni á sjötugsaldri sem grunaður er um að hafa valdið brunanum á Bræðraborgarstíg í júní. Maðurinn er ákærður fyrir manndráp samkvæmt 211. grein almennra hegningarlaga og fyrir íkveikju samkvæmt 164. Meira

Fjölskylda Aníka Eyrún og Arnar Pétur með börn sín tvö, Sigurð Pétur og Heklu Maríu.

Búast við að aðgerðir verði hertar

„Það sem fólk furðar sig mest á er að mega ekki hitta fleiri en sex í einu úr fjölskyldunni eða vini en það getur samt farið á pöbbinn,“ segir Arnar Pétur Stefánsson sem búsettur er í Liverpool. Meira

Selfoss Taka á í gagnið nýtt fjölnota íþróttahús á landsmóti næsta sumar.

Fjölnota íþróttahús að rísa á Selfossi

Bæjarlíf Sigmundur Sigurgeirsson skrifar frá Selfossi Nýtt fjölnota íþróttahús er að fá á sig mynd á íþróttavallarsvæðinu við Engjaveg á Selfossi. Meira

Búsetuúrræði Smáhýsi við Fiskislóð á Grandagarði, en skiptar skoðanir hafa verið um þau.

Smáhýsi í borginni leyfð á fleiri svæðum

Breyting á aðalskipulagi auglýst • Mjög opnar heimildir Meira

Foreldrar Verðlaunahafar ásamt menntamálaráðherra fyrir utan Þjóðmenningarhúsið þar sem Heimili og skóli afhentu viðurkenningarnar.

Heimili og skóli afhentu foreldraverðlaun í 25. sinn

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla voru afhent í 25. sinn við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu við Hverfisgötu á afmælisdegi samtakanna sl. fimmtudag, 17. september. Þá fögnuðu samtökin 28 ára afmæli sínu. Lilja D. Meira

Taívan Þotur og loftvarnaskeyti voru virkjuð vegna komunnar.

Kínverjar fóru yfir miðlínuna

Loftvarnir Taívans voru virkjaðar í gær eftir að 18 kínverskum orrustuþotum var flogið yfir miðlínu Taívan-sundsins. Meira

Nýr veruleiki Skólakrökkum og skólastjórnendum í Evrópu er víða gert að bera grímu fyrir vitum á meðan skólastarf stendur yfir. Þessir krakkar eru nemendur í grunnskóla í Frakklandi en þar eru sóttvarnir nú miklar.

Herða á veiruvörnum

Kórónuveiran heldur áfram að setja svip á líf fólks í Evrópu • Mikil og hröð útbreiðsla neyðir ríki til að grípa til hertra aðgerða • Gríman víða áberandi Meira

Laugardalshöll Ekkert mannvirki á Íslandi uppfyllir þær kröfur sem gerðar eru til sérsambanda vegna alþjóðlegrar keppni eða landsleikja.

Ný þjóðarhöll rísi í Laugardalnum

Laugardalurinn í Reykjavík er besti staðurinn fyrir nýja þjóðarhöll inniíþrótta. Þetta er niðurstaða starfshóps sem skipaður var af menntamálaráðherra með aðkomu borgarinnar. Skýrslan hefur verið kynnt í ríkisstjórn og borgarráði. Meira

Í Gallerí Vest Þórey Eyþórsdóttir opnar sýningu á verkum sínum í dag.

Sýningin endurspeglar skemmtilegt líf

Listakonan Þórey Eyþórsdóttir opnar listasýningu á eigin verkum í Gallerí Vest á Hagamel 67 í Reykjavík klukkan 15 í dag. „Ég hef lifað fjölbreyttu lífi, er með fjölbreytta menntun, lærði meðal annars textíl fyrir áratugum og hérna má sjá vefnað, útsaum og málverk frá löngum ferli,“ segir hún. Meira