Fréttir Fimmtudagur, 3. desember 2020

Málstími mun styttri

Tekist hefur að vinna á málahalla hjá embætti héraðssaksóknara • Kynferðisbrotamál fá nú fyrr afgreiðslu en var Meira

Pósturinn Starfsfólk í póstmiðstöðinni hefur meira en nóg að gera.

Dreifing pakka gengur ágætlega

Kúfar hjá Póstinum þessa dagana • Fólk hvatt til að póstleggja sem fyrst Meira

Anna fer í skaðabótamál

Bakvörðurinn Anan Aurora Waage, sem sökuð var um að hafa villt á sér heimildir þar sem hún starfaði sem bakvörður á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík í byrjun apríl, ætlar í skaðabótamál við fjölmiðla og íslenska ríkið. Meira

Boeing 757 Þotan Surtsey er tekin niður þessa dagana í flugskýli og viðhaldsstöð Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Hreyflar og lendingarbúnaður fara í varahluti en skrokkurinn í brotajárn.

Síðustu dagar Surtseyjar

Gömul Boeing 757-vél Icelandair rifin niður í flugskýli félagsins • Fyrsta verk af þessu tagi hér • Hluti skrokksins mögulega á Flugsafn Íslands á Akureyri • Önnur vél rifin niður eftir áramót Meira

Mannréttindadómstóll Evrópu Niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstólsins þykir skýra stöðu Landsréttar betur en fyrri niðurstaða.

Telur engra ráðstafana þörf af hálfu Landsréttar

Viðar Guðjónsson Skúli Halldórsson Niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu kallar ekki á neinar sérstakar ráðstafanir af hálfu Landsréttar sem ekki hefur þegar verið gripið til. Meira

Kuldakast Það verður bæði hvasst og kalt á landinu næstu daga og hefur Veðurstofan gefið út viðvaranir þess vegna. Skipverjar á Björgu EA 7 bundu landganginn í gær og nutu aðstoðar starfsmanna Akureyrarhafnar.

Kuldakast fram yfir helgina

Kalt heimskautaloft úr norðri • Norðanstormur og gular viðvaranir • Erfið akstursskilyrði víða • Neyðarskýli verða opin • Fólk er misjafnlega viðkvæmt fyrir kælingu • Veitur í viðbragðsstöðu Meira

Ársreikningur Pírata fyrir 2019.

Reikninga vantar í bókhald Pírata

Athugasemdir við síðbúinn ársreikning • 99% rekstrartekna frá hinu opinbera Meira

Katrínartún 6 Nýja húsið mun rísa á næstu misserum.

Skatturinn í Katrínartún?

Ákveðið hefur verið að hefja viðræður við fasteignafélagið Íþöku ehf. um leiguhúsnæði fyrir Skattinn og skattrannsóknarstjóra. Meira

Jóhannes Þór Skúlason

Slípa þarf til tekjufallsstyrki

Framkvæmdastjóri SAF segir hægt að tryggja betri nýtingu styrkjanna án þess að auka kostnaðinn • Meðal annars þurfi að skoða reiknireglu stöðugilda • Útlit fyrir aðra hrinu gjaldþrota haustið 2021 Meira

Hópsýkingar bera faraldurinn uppi

Litlar hópsýkingar sem komið hafa upp á vinnustöðum, leikskólum, hjá fjölskyldum og víðar bera faraldur kórónuveiru nú uppi innanlands, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. 16 innanlandssmit greindust á þriðjudag. Meira

Skimuð fyrir berklum

Börn og starfsmenn einnar deildar Leikskóla Seltjarnarness eru nú skimuð fyrir berklum eftir að grunur um berklasmit kom upp hjá einstaklingi í leikskólanum. Ekki er vitað hvort smit hjá viðkomandi hafi verið staðfest. Meira

Tilþrif Eftir heimsókn um borð undirbjó minkurinn stökkið í land vandlega.

Sækja í æti við sjóinn

Eflaust hefur minkurinn, sem á dögunum sást stökkva frá borði dragnótabátsins Aðalbjargar RE 5 í Reykjavíkurhöfn, verið í ætisleit. Meira

Foss Dynjandi og umhverfi hans er friðlýst sem náttúruvætti.

Sala við Dynjanda að ári

Stefnt að jólamarkaði við Dýrafjarðargöngin á næsta ári Meira

Kárastaðir Gamla húsið var byggt 1925 og er illa farið, myndin er frá 2013.

Taka þarf faglega afstöðu til hússins á Kárastöðum

Byggt 1925 og friðlýst 2014 • Úttekt gerð á húsinu Meira

Vinnustaður Heimastarf er ögrun. Gott verður að komast í gamla gírinn

Vandasöm vinna

Að vinna heima er er vandi og krefst aga. Einseta tekur á, spjall við vinnufélaga sem bæði gefur og gleður er ekki til staðar og sitthvað getur truflað heima, þó ekki sé nema að hundurinn kalli á athygli. Meira

Borgartún 26 Nú stefnir allt í að Vínbúðin verði áfram rekin á þessum stað.

Vínbúðin verður áfram í Borgartúni

ÁTVR hefur ákveðið að hefja viðræður við Eik fasteignafélag um áframhaldandi leigu á húsnæði við Borgartún fyrir vínbúð. Í október síðastliðnum óskuðu Ríkiskaup fyrir hönd Vínbúðarinnar eftir að taka á leigu húsnæði fyrir vínbúð í Reykjavík. Meira

Bryggjuhverfi vestur Húsin rísa vestan við eldra hverfið. Fremst eru landfyllingar sem síðar verður byggt á.

Hús rísa í Bryggjuhverfi vestur

Búseti og Bjarg eru að reisa sex hús með 124 íbúðum • Nýtt íbúahverfi verður byggt á fyrrverandi lóð Björgunar og landfyllingum • Lögð verður áhersla á að íbúar hafi gott aðgengi að sjónum Meira

15-20 ný svæði friðlýst

Ellefu friðlýsingar auglýstar í tíð núverandi ríkisstjórnar og fjöldi mála í undirbúningi • Nú eru á annað hundrað friðlýst svæði og mörg eru að bætast við • Reglur eru misjafnlega strangar Meira

Lífsgæðasetur Gamli St. Jósefsspítalinn í Hafnarfirði hýsir nú Lífsgæðasetur með margs konar starfsemi til heilsueflingar og ráðgjafar. Nú bætist við aðstaða fyrir parkinson- og alzheimer-sjúklinga og aðstandendur þeirra.

Oddfellowar efla Lífsgæðasetrið

Alzheimer- og Parkinsonsamtökin fá húsnæði til afnota á 3. hæð St. Jósefsspítala í Hafnarfirði • Oddfellow-reglan á Íslandi leggur samtökunum lið • Draumur rætist um betra húsnæði Meira

Fjársjóður Fitusýrur sem leynast í þorskalýsi geta eytt bakteríum, veirum og sumum sveppum.

Fitusýrur úr lýsi eyða kórónuveiru

Eyddu 99,9% af kórónuveiru á rannsóknarstofu með fríum fitusýrum • Næsta skref klínískar rannsóknir, segir framkvæmdastjóri Lýsis hf. • Leyfi til að hefja rannsóknarferli í Evrópu þegar í hendi Meira

Kaup Valgerður Hrund Skúladóttir er framkvæmdastjóri Sensa.

Crayon kaupir Sensa á 3,25 ma.

Alþjóðlega upplýsingatæknifyrirtækið Crayon Group hefur keypt Sensa af Símanum fyrir 3,25 milljarða króna. Tveir þriðju hlutar kaupverðs eru greiddir með reiðufé en það sem eftir stendur með hlutabréfum í Crayon. Meira

Bill Barr

Segir engin merki um svindl

Bill Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, lýsti því yfir í fyrrinótt að ekki hefðu fundist nein merki um skipulögð kosningasvik af þeirri stærðargráðu að þau hefðu getað breytt niðurstöðum forsetakosninganna 3. nóvember síðastliðinn. Meira

Bóluefni Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, virðir fyrir sér bóluefni AstraZeneca og Oxford-háskóla. Bretar ætla að hefja bólusetningar í næstu viku, að vísu þó með annað bóluefni, sem þróað var af Pfizer og BioNTech.

Bretar samþykkja bóluefnið

Hyggjast hefja bólusetningar strax í næstu viku • Ítalir og Japanar munu bjóða upp á ókeypis bólusetningar • Rússar treysta á Spútník 5-bóluefnið Meira

Á botninum Karfi kúrir á milli sæbjúgna eða brimbúta á sjávarbotni.

Stýring á veiðum skipulögð af útgerðunum

Sæbjúgnaafli á þeim þremur mánuðum sem liðnir eru af fiskveiðiárinu nemur aðeins um þriðjungi af þeim afla sem kom á land á sama tíma í fyrra. Meira

Jólabarn Linda segir jólin einstaklega góðan tíma en enga afsökun til að viðhalda ekki markmiðum sínum.

„Fékk svo hallærislega jólagjöf frá kærasta eitt sinn, að ég get ekki haft það eftir“

Linda Pétursdóttir, athafnakona, fyrrverandi Ungfrú heimur og lífs- og þyngdartapsráðgjafi, er á Íslandi um þessar mundir. Hún verður á heimili sínu á Álftanesi á jólunum og segist taka desembermánuði fagnandi þar sem mánuðurinn skipti fjölskyldu hennar miklu máli. Meira

Magnað meðlæti Rauðkál er margbreytilegt og hentar afar vel sem meðlæti.

Sjúklega gott sultað jólarauðkál

Ef eitthvert meðlæti er nauðsynlegt á hátíðarborðið þá er það rauðkál. Hér hefur Berglind Guðmunds á GRGS.is sultað það og við mælum heilshugar með því að þið prófið þetta meðlæti sem er hér tekið upp í nýjar hæðir. Meira

Hetjur norðurslóða Sleðahundar á Grænlandi elta spor ísbjarna.

Hetjudáðir hunda og fólks á norðurslóðum

Bókin Hetjur norðurslóða, sögur grænlenskra veiðimanna af hundum sínum, sem Ragnar Axelsson ljósmyndari hefur unnið að í máli og myndum í yfir 30 ár og af miklum þunga undanfarin fjögur ár, er komin út hjá Qerndu-forlaginu. Þýska útgáfufyrirtækið Kehrer gefur bókina út um allan heim á ensku undir heitinu Artic Heroes og er hún farin í dreifingu í Evrópu en er væntanleg í Bandaríkjunum í janúar. Meira