Ísland hríðfellur í nýrri PISA-könnun • Hver axlar ábyrgð? Meira
Sorphirðugjöld munu hækka hjá öllum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu í kjölfar breytinga l 40% hækkun í Reykjavík l Óánægja með að Úrvinnslusjóður greiði ekki kostnað við pappa og plast Meira
Ljóst er að mikil vinna er fyrir höndum í Grindavík við að lagfæra innviði. Þar efst á blaði er lagnakerfið sem verður að vera í lagi áður en Grindvíkingar geta snúið aftur heim. Hin ýmsu tæki og tól eru notuð til verksins en vandasamt getur þó verið að komast að stærstu skemmdunum Meira
Beiðni Árna Odds Þórðarsonar, fv. forstjóra Marels, um framlengingu greiðslustöðvunar var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Viðskiptavefurinn Innherji greindi frá þessu í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var það Landsbankinn sem… Meira
Þórdís Jóna Sigurðardóttir forstjóri Menntamálastofnunar sagði í samtali við mbl.is í gær að til að bregðast við þessu þyrfti fyrsta skrefið að vera að Alþingi samþykkti nýja stofnun sem yrði miðstöð menntunar- og skólaþjónustu Meira
Lesskilningur íslenskra grunnskólanema mun skertari en annarra nemenda OECD-ríkja að meðaltali l Ekkert bendir til þess að þessari þróun verði snúið við, segir aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla Meira
Fyrirtækin Míla og Farice, sem á og rekur sæstrengi, hafa gert með sér samstarfssamning um uppbyggingu nýrrar netmiðju á Íslandi, þ.e. tengistöðvar fyrir netumferð til og frá landinu. Netmiðjan verður á Akureyri og sú fyrsta og eina utan suðvesturhornsins Meira
Friðbert Traustason, framkvæmdastjóri Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, leggur til að áform um að leggja niður íslykilinn um áramótin verði endurskoðuð. Það henti enda ekki stórum hluta þjóðarinnar að nota rafræn skilríki Meira
Formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur og formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur vísa því til föðurhúsanna að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hafi farið fram með offorsi í mótmælum við skrifstofu lífeyrissjóðsins Gildis fyrir helgi vegna lánamála Grindvíkinga Meira
Umferðin jókst um 12,2% á hringveginum á Suðurlandi í nóvembermánuði Meira
Gert er ráð fyrir rúmlega 1,7 milljarða kr. afgangi af rekstri A- og B-hluta Hafnarfjarðarbæjar, skv. fjárhagsáætlun sem samþykkt var í vikunni. Rekstur A-hluta verður jákvæður um 861 milljón kr. á árinu 2024 samkvæmt áætlun Meira
Félagið Nýr Landspítali ohf. hefur tekið tilboði Óskataks í jarð- og lagnavinnu vegna nýbyggingar við Grensásdeild Landspítala. Kostnaðaráætlun er upp á tæplega 122 milljónir króna. Óskatak ehf. var lægstbjóðandi en tilboð fyrirtækisins hljóðaði upp á 114,3 milljónir króna Meira
Margvísleg úrræði eru til skoðunar • Uppsjávarskipin flytji vatn til Eyja Meira
60 ár frá landtöku manna í Surtsey • Aðsópsmikil eldstöð • Blaðamaðurinn Gerard Gary og félagar frá Paris Match stálu glæpnum • Framganga Frakkanna þótti frekleg • Eyjamenn vildu nafnið Vesturey Meira
Orkumálaráðherra Sádi-Arabíu andmælti orðalagi um að draga skuli úr notkun jarðefnaeldsneytis og henni verði hætt • Nær 2.500 hagsmunaaðilar úr olíuiðnaðinum sækja loftslagsráðstefnuna í Dúbaí Meira
Eins og sakir standa er ekkert gilt leyfi fyrir hendi til rannsókna í Ölfusdal, þar sem Orkuveita Reykjavíkur áformar að kanna mögulega nýtingu jarðvarma í samvinnu við orkufélagið Títan sem er í eigu sveitarfélagsins Ölfuss Meira