Fréttir Þriðjudagur, 23. júlí 2019

Birgir Ármannsson

Ekki tilefni til atkvæðagreiðslu

Guðni Einarsson Jón Birgir Eiríksson Ekki er tilefni til að efna til atkvæðagreiðslu meðal flokksmanna Sjálfstæðisflokks vegna þriðja orkupakkans miðað við inntak málsins og eðli þess, að mati Birgis Ármannssonar, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokks. Meira

Landselir sóla sig á Löngufjörum

Fjöldi landsela lá á Löngufjörum á sunnanverðu Snæfellsnesi á laugardaginn var og sólaði sig í sumarblíðunni. Að sögn Ragnars Axelssonar ljósmyndara, sem flaug þar yfir og tók myndina, sýnir hún aðeins brot af selamergðinni sem þar var. Meira

Veitt við Langadalsá Íslenskir fjárfestar keyptu jarðir við ána.

Keyptu veiðijarðir við Búðardalsá

Svissneskir fjárfestar hafa á síðustu árum keypt þrjár jarðir við Búðardalsá á Skarðsströnd. Með kaupunum deila þeir jöfnum atkvæðisrétti í ánni með íslenskum landeigendum á svæðinu. Meira

Óróleiki Nú er aðeins kveikt á tveimur kerskálum í álverinu.

Slökkt á kerskála í álverinu í Straumsvík vegna óróleika

Slökkt hefur verið á einum af þremur kerskálum álversins í Straumsvík vegna óróleika í kerjum. Mbl.is greindi frá þessu í gær. Bjarni Már Gylfason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi, sagði í samtali við mbl. Meira

Katrín Jakobsdóttir

Málið ekki verið kannað

Forsætisráðherra segir ekki útilokað að bankar verði sameinaðir • Enn sem komið er hafi sameining Arion banka og Íslandsbanka þó ekki verið skoðuð Meira

Orlik Ljósmyndin er úr safni.

Tókst að afstýra hörmulegu slysi

Snör handtök urðu til þess að togarinn Orlik sökk ekki í Njarðvík • Táningum var bjargað úr skipinu Meira

Reykjavík Íbúum borgarinnar hefur fjölgað um 6.660 frá árinu 2016.

Fer fækkandi í Reykjavík

Íslenskum ríkisborgurum sem búa í Reykjavíkurborg fækkaði um u.þ.b. þúsund á árunum 2016 til 2019, að því er fram kemur í tölum Hagstofu Íslands um mannfjölda á fyrsta ársfjórðungi þessara ára. Meira

Klaustur Staðurinn varð umtalaður.

Beðið viðbragða þingmanna

Siðanefnd Alþingis hefur lokið umfjöllun sinni um Klaustursmálið og sent forsætisnefnd þingsins álitsgerð. Fá þeir sex þingmenn sem málið varðar frest út þessa viku til að bregðast við álitinu og mun forsætisnefnd líklega ljúka málinu í næstu viku. Meira

Snorri Magnússon

Algengt að vottorð séu véfengd

Algengt er að lögreglustjórar véfengi starfshæfnivottorð starfsmanna sem snúa aftur vegna veikinda og fái trúnaðarlækna til að endurmeta starfshæfni þeirra. Meira

Breiðabólstaðarkirkja Á kaleik frá 13. öld.

Hafa ásælst dýrmæta kirkjugripi

Sóknarnefndarformaður vill að kirkjum sé gert kleift að verja eigur sínar með nútíma vörnum Meira

Blíða Bændur við Hrútafjörð nýta góða veðrið og slá þegar færi gefst. Spretta er víða næg fyrir annan slátt.

Víða góð spretta en beðið eftir þurrki til að heyja

Háin sprettur vel en kyrkingur var í grasinu í vor • Flestir bændur bíða veðurs fyrir seinni slátt sumarsins Meira

Lán Ófyrirleitin starfsemi smálánafyrirtækja er mikið rædd.

„Viðurkenning á ólöglegum vöxtum“

Smálánafyrirtækið eCommerce 2020 Aps, í eigu Kredia Group, tilkynnti í gær um nýtt skammtímalán á 53,7% vöxtum. Meira

Efstidalur II Allt lítur út fyrir að E. coli-sýkingin sé í rénun.

Bandaríska barnið ekki með E. coli

Eitt barn greindist á föstudaginn • 22 sýkst frá upphafi, þar af 20 börn Meira

Náttúra Fáskrúðsfjörður undir regnboga. Jörðin Eyri er við fjörðinn.

Svisslendingar kaupa jarðir

Fjármálamaður frá Sviss keypti Arnaldsstaði í Fljótsdalshreppi og jörðina Eyri við Fáskrúðsfjörð • Hópur fjárfesta frá Sviss keypti þrjár jarðir við Búðardalsá í Dalabyggð • Veiðiréttindi innifalin Meira

Systkini Oddur Jónsson og Kathleen Holmes njóta samvista á Íslandi eftir að þau hittust í fyrsta sinn en stutt er síðan Kathy vissi af tilvist Odds.

Fundu föðursystur á netinu

Systur leituðu upprunans með hjálp fésbókarinnar og fundu föðursystur í Bandaríkjunum sem þær vissu ekki um • Var viss um að hún ætti bróður Meira

Maraþonið um íbúðargötur

Vonast til að stemningin aukist við breytingu á leiðum Meira

Kolefnisjöfnun Jón Ólafur Halldórsson og Árni Bragason rita undir samstarfssamninginn.

Olís kolefnisjafnar allan reksturinn

Olíuverzlun Íslands, Olís, hefur skrifað undir samning þess efnis að allur rekstur félagsins verði kolefnisjafnaður, en um er að ræða allan akstur, flug og dreifingu eldsneytis til viðskiptavina félagsins um allt land. Meira

Kyrrsettar Vél Circle Air, af gerðinni GippsAero GA8 Airvan.

Kyrrsetja vélar Circle Air

Evrópsk flugmálayfirvöld hafa kyrrsett allar flugvélar af sömu tegund og flugvélin sem fórst í Umeå í Svíþjóð fyrir viku með þeim afleiðingum að níu manns létu lífið. Meira

„Allir Indverjar eru mjög stoltir núna“

Indverjar skjóta ómönnuðu geimfari til tunglsins og ætla að senda þangað mannað brautarfar Meira

Ráðherrar í Bretlandi boða afsögn

Bresk dagblöð segja að minnst sex ráðherrar og aðstoðarráðherrar búi sig undir að segja af sér á næstu dögum vegna brexitstefnu Boris Johnsons ef hann verður leiðtogi Íhaldsflokksins og næsti forsætisráðherra Bretlands. Meira

Landsfundur 2018 Þar hafnaði Sjálfstæðisflokkurinn „frekara framsali á yfirráðum yfir íslenskum orkumarkaði til stofnana Evrópusambandsins“.

Orkupakkinn veldur ólgu í grasrótinni

Fréttaskýring Guðni Einarsson gudni@mbl. Meira

Skálafell Fjallahjólreiðakappi á fleygiferð niður af Skálafelli, eftir að hafa tekið lyftuna upp.

Fjallahjólaæði gerir vart við sig á sumrin

Skíðalyftur í Skálafelli og Hlíðarfjalli nýttar til hjólreiða Meira