Fréttir Laugardagur, 16. nóvember 2019

Sigurður Yngvi Kristinsson

Sextán greindir með mergæxli

Sextán Íslendingar hafa greinst með mergæxli fyrir tilstilli rannsóknarinnar Blóðskimun til bjargar . Þetta var upplýst á ráðstefnu International Myeloma Foundation, Perluvina – Félags um mergæxli, Háskóla Íslands og Landspítala í gær. Meira

Gnúpur Átti m.a. í Glitni og FLGroup.

Krefjast 2,3 milljarða bóta

Aðalmeðferð fór nýlega fram í skaðabótamáli í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem farið var fram á samtals 2,3 milljarða króna skaðabætur vegna háttsemi stjórnenda fjárfestingarfélagsins Gnúps. Gnúpur var stofnaður árið 2006. Meira

Á Hlíðarenda ÍLS vill þjóna betur félagslega íbúðakerfinu á Íslandi.

Íbúðalánasjóður boðar lægri vexti á nýju ári

Breytingar boðaðar • Borgarstjóri vill nýtt lánshæfismat Meira

Bryndís Kristjánsdóttir

Samherjamálið er á frumstigi

Skattrannsóknarstjóri segir ómögulegt að segja hvort hafin verði formleg rannsókn á máli Samherja • Rannsókn málsins sé nýhafin • Athugun embættisins sé annars eðlis en eftir húsleitina árið 2012 Meira

Rannsókn Fyrst þarf að kanna vind.

Vindmyllur á Hólaheiði

Arctic Hydro hugar að virkjun vinds í samvinnu við Frakka Meira

Reynisfjara Ferðamenn forða sér undan öldunni. Sem kunnugt er geta skapast lífshættulegar aðstæður í fjörunni sem er fjölsótt af ferðamönnum. Stjórnvöld stefna að því að geta lokað fjörunni þegar hættan er mest.

Aukið á öryggið í Reynisfjöru

Áhættumat undirbúið • Ölduspárkerfi og mastur með viðvörunarljósi Meira

Nýjar reglur Kerti og skreytingar verða bönnuð í Þingvallakirkju.

Banna hrísgrjón, rósarblöð, confetti og kerti á Þingvöllum

Í nýjum umgengnisreglum í Þingvallakirkju verður ekki heimilt að dreifa hrísgrjónum, confetti, rósarblöðum eða öðru svipuðu í kirkjunni eða fyrir utan hana. Meira

Nýtt apótek Eysteinn Arason ásamt þeim Stefaníu Eysteinsdóttur, Priyönku Thapa og Hansínu Jóhannesdóttur.

Ætla að keppa við risana á markaði

Eysteinn Arason opnar nýtt apótek í Háaleitishverfi • Rak apótekið í Austurveri um langt árabil • Á traustan kúnnahóp sem hann telur að fylgi honum í Efstaleiti • Stefnt á að opna á næstu dögum Meira

Lánshæfiseinkunn ríkissjóðs staðfest

Alþjóðlega matsfyrirtækið S&P Global Ratings hefur staðfest A/A-1 lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands með stöðugum horfum. Meira

Bankarnir endurmeti greiðslumat

Borgarstjóri telur lægri rekstrarkostnað bifreiða eiga að vega þyngra Meira

Útivist Fjöldi fólks leggur leið sína á hverasvæðið við Krýsuvík.

Borholu lokað í Seltúni í Krýsuvík

Vinna hefur staðið yfir í vikunni við lokun borholu í Seltúni við Krýsuvík og var reiknað með að framkvæmdirnar gætu haft lokanir í för með sér, samkvæmt því sem fram kemur á vef Hafnarfjarðarbæjar. Meira

Hagatorg Hringtorgið hefur um árabil verið merkt sem hringtorg.

Borgin hafði ekki samráð við lögreglu

Ekkert samráð var haft við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu þegar Reykjavíkurborg ákvað að ráðast í breytingar á Hagatorgi í Vesturbæ Reykjavíkur. Meira

Gæsluverkefni Bresk orrustuþota af gerðinni Eurofighter Typhoon. Myndin er tekin á Keflavíkurflugvelli nýverið.

Bresk flugsveit gætir landsteinanna

140 manna breskur hópur var staðsettur í Keflavík 1963 á vegum NATO Meira

Bóklestur Bækur eru lesnar við ýmsar aðstæður, m.a. í heitu pottunum.

Lestur landsmanna eykst

Miðstöð íslenskra bókmennta birtir í dag, á degi íslenskrar tungu, nýja könnun á viðhorfi Íslendinga til bóklestrar og fleiri þátta. Niðurstöðurnar sýna að lestur hefur heldur aukist frá því að sambærileg könnun var gerð síðast fyrir tveimur árum. Meira

Höfuðstöðvar Kaupþings Fjárfestingarfélagið Gnúpur átti um tíma stóran hlut í bönkunum Kaupþingi og Glitni og einnig yfir 20% hlut í FL Group.

Krefjast 2,3 milljarða bóta

Skaðabótamál rekið vegna viðskipta með hlutafé fjárfestingarfélagsins Gnúps árin 2006 og 2007 Meira

Tún gulnuðu í þurrkunum og ár þornuðu

Úr bæjarlífinu Birna Konráðsdóttir Borgarfirði Í Borgarfirði var einmuna veðurblíða allt síðasta sumar. Elstu menn muna vart slíkt staðviðri, enda Vesturland betur þekkt fyrir breytilegt veðurfar. Kættust íbúar mjög yfir þessari blíðu, framan af. Meira

Skákkennsla Nemendur og kennarar á Þórshöfn sitja að tafli.

Skák og mát í grunnskólanum

Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Skáksamband Íslands stendur í vetur fyrir fræðsluverkefni í grunnskólum landsins sem miðar að því að gefa kennurum tækifæri til að standa að og efla kennslu í skák í sínum skólum. Meira

Óvissa Selir sem koma sem meðafli í net við aðrar veiðar gætu haft áhrif á útflutning á fiski frá Íslandi til Bandaríkjanna.

Víða er titringur vegna ákvæðis um sjávarspendýr

Viðræður við Bandaríkjamenn • Leyfilegur meðafli yrði 40 landselir Meira

Trump sakaður um mútutilraun

Sagður hafa reynt að múta Úkraínumönnum til að hefja rannsóknir Meira

Opnað á samvinnu um sex ólík verkefni

Vegaframkvæmdirnar sem lagt er til að unnar verði sem samvinnuverkefni ríkis og einkaaðila eru afar mismunandi að stærð og gerð og eiga fátt sameiginlegt annað en að vera samgöngumannvirki. Meira

Þakkir Almar Grímsson afhendir Vigdísi Finnbogadóttur fyrsta eintakið.

Tilraun sem tókst

Snorraverkefnið í góðum gír í tvo áratugi • Almar Grímsson skýrir hugmyndina og framkvæmdina í bæklingi Meira