Fréttir Þriðjudagur, 5. júlí 2022

Tilvísun féll niður Í kafla úr bók Eiríks Rögnvaldssonar, Alls konar...

Tilvísun féll niður Í kafla úr bók Eiríks Rögnvaldssonar, Alls konar íslenska , sem birtist í Morgunblaðinu í gær, vitnar Eiríkur í bók eftir Ara Pál Kristinsson, en tilvísun við þá tilvitnun féll niður. Meira

Kynbótadómur Landsþekkti knapinn Árni Björn Pálsson sýndi hryssuna Anastasíu frá Svarfholti á kynbótavellinum í gær en hér sjást þau á harðastökki.

Vænta 8 til 10 þúsund gesta

Forkeppnum gæðingakeppna lauk í gær • Mannmergð og blíða í brekkunni • Þýsk hjón í kauphugleiðingum spenntust að sjá tölt og skeið • Mjótt á munum í ungmennaflokki • Valstrýta efst Meira

Skotárás Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, lagði í gær blómvönd við inngang Field's ásamt dómsmálaráðherranum, Mathias Tesfaye.

Notkun skotvopna eykst

Áhættumat lögreglu í sífelldri endurskoðun • Um 60% vopnatengdra útkalla vegna hnífs • 20 til 30 Íslendingar komu saman og fundu styrk hver í öðrum Meira

Tækjahringur Starfsmenn verktaka leggja þökur við svæðið. Í dag verða blóm og tré gróðursett og gengið frá svæðinu. Búist er við fjölda gesta á Kópavogstúni vegna Símamótsins í knattspyrnu.

Heilsuhringur að klárast

Rúmlega 900 metra göngustígur með áningarstöðum gerður á Kópavogstúni • Líkamsræktar- og leiktæki sett upp á hringlaga svæði við geðverndarhúsið Meira

Aldrei fleiri vopnaútköll en þetta ár

Sérsveit RLS er hin vopnaða lögregla á Íslandi • Kölluð til ef mæta þarf vopnuðum einstaklingum Meira

Trausti Breiðfjörð Magnússon

Efast um að hækkun styrks dugi

Steinþór Stefánsson steinthors@mbl. Meira

Flutningur Árstíðir í lestarstöðinni í Wuppertal í Þýskalandi árið 2013.

Endurtaka leikinn

Hljómsveitin Árstíðir hefur ákveðið að endurtaka leikinn á lestarstöðinni í Wuppertal í Þýskalandi á næsta ári, og syngja þar lag Þorkels Sigurbjörnssonar, Heyr himnasmiður , við texta Kolbeins Tumasonar. Meira

Hóta hefndum vegna Svalbarðaflutninga

Rússar og Norðmenn deila nú um það, hvort hinir síðarnefndu hafi brotið ákvæði Svalbarðasamningsins frá 1920 með því að neita að flytja matarbirgðir frá Rússlandi til Svalbarða frá Tromsö, en málið hófst þegar Norðmenn stöðvuðu tvo gáma, sem innihéldu um sjö tonn af vistum, við landamærastöð sína í Storskog um miðjan júní. Meira

Örn Steinsen

Örn Steinsen, fv. framkvæmdastjóri KR, lést á Landspítalanum í Fossvogi 1. júlí síðastliðinn, 82 ára að aldri. Örn fæddist 11. janúar árið 1940 í Vesturbæ Reykjavíkur og ólst þar upp til 21 árs aldurs. Meira

Stór eldisker steypt upp við stækkun í Norður-Botni

Hafin er uppsteypa á kerum við stækkun seiðastöðvar Arctic Fish í Norður-Botni í Tálknafirði. Fyrsti botninn var steyptur í síðustu viku og tókst vel til, að sögn Rögnu Helgadóttur, verkefnisstjóra framkvæmda hjá Arctic... Meira

Sorg Fólk lagði í gær blóm við verslunarmiðstöðina Field's í Kaupmannahöfn. Þrír létust í skotárás þar á sunnudag.

Björtum sumardegi breytt í algert myrkur

Maðurinn sem handtekinn var vegna skotárásar í verslunarmiðstöð í Kaupmannahöfn sl. sunnudag var í gær leiddur fyrir dómara. Er hann grunaður um að hafa myrt þrjá í árás sinni, 17 ára pilt og stúlku og 47 ára karlmann. Meira

Tímamót í flugi Matthías Sveinbjörnsson og Friðrik Pálsson við nýju vélina. Þeir stofnuðu Rafmagnsflug ehf.

Fyrsta rafmagnsflugvélin

Fyrsta rafmagnsflugvél Íslands hefur nú fengið flughæfisskírteini og mun senn hefja flugið, að því er fram kemur í sameiginlegri tilkynningu frá Icelandair, Isavia, Landsvirkjun, Hótel Rangá, Landsbankanum, Flugskólanum Geirfugli, Flugskóla Reykjavíkur... Meira

Stríð Íbúi í Kramatorsk hjólar framhjá hluta af eldflaug sem lenti í jörðu.

Heitir því að Úkraínumenn snúi aftur

Rússar náðu valdi á Lísítsjansk á sunnudaginn • Lúhansk-hérað nær allt á valdi Rússa • Selenskí segir að Úkraínumenn muni aldrei gefast upp • Ráðstefna um enduruppbyggingu hafin í Lugano Meira

Stjarna Þráinn Freyr Vigfússon, eigandi Óx, og Rúnar Pierre Heriveaux, yfirkokkur staðarins, tóku við Michelin-stjörnunni við athöfn í Noregi.

Stjarnan mikill heiður fyrir Óx

Segir það tímaspursmál hvenær fleiri íslenskir staðir bætist í hópinn Meira

Icelandair Samningurinn tekur til leigu á Boeing 767-300-flugvél. Vélin fór sitt fyrsta flug í gær.

Leigusamningur um Boeing-vél

Icelandair hefur gert samning við portúgalska flugrekandann Euro Atlantic um leigu á Boeing 767-300-flugvél sem verður nýtt í millilandaflugi Icelandair næstu vikur. Meira

Öllum mikilvægt að ná fjárhagslegri heilsu

Fjármál heimilanna mega ekki vera tabú og við eigum að gera það sem við getum til að auka þekkingu og meðvitund fólks um það hvernig það stýrir fjármálum sínum. Meira

Veiði Sjómennirnir telja jafnræði skorta í núverandi fyrirkomulagi.

Ósáttir við strandveiðikerfið

Smábátasjómenn á Norðausturlandi eru mjög ósáttir við strandveiðikerfið og telja þeir grófa mismunun vera á milli veiðisvæða. Meira

Samdráttur var í laxveiðinni 2021

Alls veiddist 36.461 lax á stöng hér í fyrra samkvæmt gögnum sem bárust til Hafrannsóknastofnunar. Það var 8.663 (19,2%) löxum minni veiði en 2020. Meira

Vert Mikilvægt er að brosa og bjóða góðan daginn þegar í hús kemur fólk sem vill gjarnan taka spjallið um daginn og veginn, segir Fríða um starfið.

Esjan nú í Borgarfirði

Kjalnesingar færa út kvíar • Söluskáli er félagsmiðstöð • Vörumerkið virkar • Búvörur, kjötsúpa og samlokurnar Meira

Ungmenni Forkeppnir fóru fram í ungmennaflokki og meistaraflokki í gær.

Nú fer ballið að byrja

Gestir mættir áður en mótið hófst • Sterk forkeppni Meira

Kerfið að eyða brothættri byggð

Smábátasjómenn á Norðausturlandi mjög ósáttir við strandveiðikerfið • Telja grófa mismunun vera á milli veiðisvæða • Hætt við að potturinn klárist þegar stærri fiskur er genginn á svæðið Meira

Skotárás Fáni á vettvangi dreginn að húni enda þjóðhátíðardagur.

Sex létust í skotárás á skrúðgöngu

Svartan skugga bar yfir þjóðhátíðardag Bandaríkjamanna í gær, þegar byssumaður hóf skothríð á hátíðarskrúðgöngu í Highland Park, einu af úthverfum borgarinnar Chicago í Illinois. Að minnsta kosti sex manns létust og 24 voru fluttir á sjúkrahús. Meira