Fréttir Laugardagur, 17. ágúst 2019

LSH Kristín vonar að hægt verði að bjóða sumum upp á NIPT bráðlega.

Fleiri kjósa fimmfalt dýrara próf

Fleiri þungaðar konur hérlendis velja nú að fara á einkastofu til þess að athuga hvort fóstur þeirra beri litningagalla, að sögn Kristínar Rutar Haraldsdóttur, sérfræðiljósmóður á Landspítalanum. Meira

Hverfisgata Þjóðleikhúsið er afgirt frá götunni vegna framkvæmdanna.

Aðgengi er lokað frá Hverfisgötu

Nýtt leikár að hefjast í Þjóðleikhúsinu • Leikhúsið var ekki látið vita af seinkun framkvæmdaloka Meira

Innleiðing sögð skaðleg

Gefin var út skýrsla í gær á vegum sérfræðinefndar Orkunnar okkar um „áhrif inngöngu Íslands í Orkusamband Evrópusambandsins“. Meira

Utanríkismálanefnd Nokkrir gestir komu á fundinn.

Deilt á fundi um orkupakka

Snörp orðaskipti urðu á fundi um þriðja orkupakkann í utanríkismálanefnd Alþingis í gær á milli einstakra þingmanna og héraðsdómarans Arnars Þórs Jónssonar. Meira

Gætu krafist milljarðs frá Skúla

Aðeins 3 milljónir króna á reikningum WOW við gjaldþrot • Ekkert fæst upp í almennar kröfur • Kostnaður við skipti búsins nemur 121 milljón • Skipti gætu dregist í nokkur ár, segir skiptastjóri Meira

Undirbúningur fyrir gleðigönguna, bíll páll óskar Undirbúningur fyrir gleðigönguna, bíll páll óskar

Bjartsýni yfir gleðigöngunni

Undirbúningur fyrir hina árlegu gleðigöngu Hinsegin daga sem fara mun fram í dag var í fullum gangi í gær, en Páll Óskar Hjálmtýsson er einn þeirra sem munu taka þátt í göngunni og verður hann á sérhönnuðum trukk sem var verið að útbúa í gær. Meira

Formaður Guðbjörg segir öryggi og niðurskurð ekki ákjósanlegt par.

„Breytingar á skipuriti geta haft mikil áhrif á öryggi“

„Það fer ekki saman að ætla að veita þjónustu af öryggi og miklum gæðum á sama tíma og mikill niðurskurður er. Meira

Skattbyrði fjölmiðla er of mikil

Formaður Blaðamannafélags Íslands kallar eftir breytingum á skattaumhverfi íslenskra fjölmiðla • Það sé áhyggjuefni ef opinberir aðilar sniðgangi innlenda fjölmiðla við ráðstöfun auglýsingafjár Meira

Þýðandi Friðrik Rafnsson fjallar um verk Milans Kundera og Íslandsáhuga hans í fyrirlestri.

Fjallar um Kundera í Fljótshlíð

Friðrik Rafnsson þýðandi flytur erindi í Hlöðunni að Kvoslæk í Fljótshlíð á sunnudag þar sem hann fjallar um Milan Kundera og Ísland. Friðrik mun ræða almennt um skáldsögur hins tékknesk/franska rithöfundar og viðtökur þeirra hérlendis. Meira

Ráðstefna 140 þátttakendur frá 33 löndum sækja ráðstefnuna í Veröld.

Segir Rómafólk á Íslandi vera huldufólk

Að minnsta kosti 400 einstaklingar af Róma-uppruna búa í dag hér á landi. Meira

Spítali Landspítalinn hefur til þessa ekki haft tök á að bjóða upp á NIPT-prófið sem er 99% nákvæmt en býður í þess stað upp á samþætt líkindamat sem er 90% nákvæmt. Kristín vonar að brátt verði hægt að bjóða konum sem fá jákvæðar niðurstöður úr líkindamatinu að fara í NIPT.

Áreiðanlegri próf á einkastofu

Próf vegna litningagalla eru misáreiðanleg • Áreiðanlegra prófið er of dýrt fyrir Landspítalann Meira

Heimsókn Liðsmenn Hróksins heimsóttu meðal annars leikskólann í Kullorsuaq með bangsa handa börnunum. Hér sést Hrafn Jökulsson með þeim.

Vel heppnuð hátíð á afskekktri eyju

„Þetta var sannkölluð ævintýraferð og gekk öllum vonum framar,“ segir Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins. Á fimmtudag lauk hátíð Hróksins í Kullorsuaq, 450 manna þorpi á samnefndri eyju á 74. Meira

Seljaskóli Miklar skemmdir urðu á skólahúsinu í tveimur brunum. Húsnæðið verður að fullu tilbúið um áramótin.

Ekki tekst að ljúka framkvæmdun fyrir skólabyrjun

Hluta nemenda tveggja skóla verður kennt utan skólanna Meira

Gómsæt Rauðber eru sæt og safarík og vinsæl til sultugerðar.

Rauðber dreifast víðar um land

Rauðberjalyng hefur fundist víðar um land en áður en tegundin hefur nú numið land í Munaðarnesi í Borgarfirði og víðar í héraðinu. Þetta kemur fram á vefsíðu Skógræktarinnar. Meira

Leiðbeinandi Hjörvar Óli Sigurðsson er fyrsti íslenski „cicerone“-inn, sérfræðingur um bjór. Hann segir þörf á fræðslu um bjór í veitingageiranum.

Fyrsti íslenski bjórsérfræðingurinn

„Þetta er eins konar þekkingarvottun innan bjóriðnaðarins,“ segir Hjörvar Óli Sigurðsson, 25 ára barþjónn á Brewdog Reykjavík við Hverfisgötu. Meira

100 ára Jóhanna ætlar að verja deginum með fjölskyldunni.

Lögblind en kann prjónauppskriftirnar utan að

Jóhanna Hjaltadóttir fagnar hundrað ára afmæli sínu í dag. Mun hún fagna afmælinu með garðveislu á heimili sínu ásamt börnum og barnabörnum. Meira

Akureyri Stór skemmtiferðaskip leggjast að bryggju rétt við miðbæinn. Loftgæðamælir við Hof, rúman kílómetra frá skipalæginu, hefur mælt mjög litla mengun frá skipunum og langt undir heilsuverndarmörkum.

Engir loftgæðamælar við hafnir

Mengun frá skemmtiferðaskipum vart merkjanleg í miðbæ Akureyrar • Loftmengun frá skipum í höfn ekki sérstaklega mæld • Almennt talað eru hafnir mengaðir staðir • Þar eru margar vélar í gangi Meira

Hólar Pílagrímamerkið fremst og dómkirkjan mikla er í baksýn.

Ræða menntun og menningu

Áhrif mennta- og menningarsetra í dreifbýli eru umfjöllunarefni á málþingi á Hólum í Hjaltadal í Skagafirði dag. Til þess er efnt samhliða Hólahátíð, sem haldin er nú um helgina samkvæmt venju á sunnudegi í 17. viku sumars. Meira

Náttúra Horft yfir Okið, fönnina sem þar til fyrir fáum árum var hægt að kalla jökul. Myndin er tekin úr norðvestri og í baksýn blasir við Þórisjökull sem er kúpulaga rétt eins og Okjökull var.

Okið er upphafið

Minningarskjöldur um jökulinn sem hvarf afhjúpaður á morgun • Allir jöklarnir hugsanlega horfnir eftir 200 ár Meira

Kim Jong-un

Hafnar viðræðum við S-Kóreustjórn

Einræðisstjórnin í Norður-Kóreu hélt áfram eldflaugatilraunum sínum í gær og kvaðst hafa ákveðið að hafna hvers konar viðræðum við stjórnvöld í Suður-Kóreu. Einræðisstjórnin kenndi leiðtogum Suður-Kóreu um þessa ákvörðun. Meira

Ekki falt Segja má að það sé hundur í sumum Grænlendingum eftir að þeir fréttu af því að Donald Trump Bandaríkjaforseti vildi kaupa landið þeirra.

„Grænland er ekki verslunarvara“

Grænlendingar segja að land sitt sé ekki til sölu eftir að Trump viðraði þá hugmynd að Bandaríkin keyptu það • Bandarísk stjórnvöld hafa áhyggjur af umsvifum Kínverja og Rússa á norðurslóðum Meira

Enn meiri aukning í veltu í bókaútgáfu

Sumarið hefur verið okkar besti tími frá upphafi svo það má búast við enn frekari aukningu,“ segir Stefán Hjörleifsson, framkvæmdastjóri Storytel á Íslandi. Meira

Keppnismaður Einar Hansberg Árnason styrkir átak UNICEF gegn ofbeldi á börnum á óvenjulegan hátt.

Vekur athygli á ofbeldi gegn börnum í landinu

Einar rær, skíðar eða hjólar fyrir börnin í átaki UNICEF Meira