Fréttir Miðvikudagur, 17. júlí 2019

Tan Sér mikil tækifæri á Íslandi.

Geta opnað leiðina til Asíu

Nýr eigandi Icelandair Hotels segir tækifæri felast í að tengja Ísland við Asíu • Telur Icelandair hafa burði til að hefja flug þangað • Vill leggja sitt af mörkum Meira

Slys Hættur leynast víða fyrir börn sem eru að skoða og læra á heiminn.

Áhyggjur af stöðunni

Herdís Storgaard, verkefnastjóri hjá Miðstöð slysavarna barna, hefur varað við töppum af drykkjarílátum og svokölluðum skvísum. Tilkynningum um tilfelli þar sem börn setja upp í sig hluti sem loka öndunarveginum hefur fjölgað. Meira

Róbert Ingi Douglas

Þurfa að skipa þriðja fulltrúann

Rósa Margrét Tryggvadóttir Þórunn Kristjánsdóttir Ljóst er að framkvæmdaráð Pírata mun þurfa að skipa þriðja fulltrúann í trúnaðarráð flokksins aftur á næstunni. Þetta staðfestir Róbert Ingi Douglas, upplýsingastjóri Pírata, í samtali við Morgunblaðið. Meira

Styrkur Sævar telur mikilvægt að leggja Pieta-samtökunum lið í Reykjavíkurmaraþoninu sem verður 24. ágúst.

Aukin sjálfsvígstíðni vakti Sævar til umhugsunar

Hleypur í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir Pieta-samtökin • Glímdi við andlega vanlíðan og íhugaði að svipta sig lífi Meira

Breytingar verða á álagningarskrá í ár

Allar líkur eru á því að engar upplýsingar verði í álagningarskrá Ríkisskattstjóra, RSK, um bætur einstaklinga. Þá verða ekki birtar þar upplýsingar um útvarpsgjald, en upplýsingar um tekjuskatt og útsvar verða á sínum stað. Meira

Halla Signý Kristjánsdóttir

Erlend eign á landi er áhyggjuefni

„Hugsanleg kaup erlends aðila á Vigur í Ísafjarðardjúpi eru áhyggjuefni,“ segir Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Þegar eyjan var fyrst auglýst til sölu á síðasta ári varpaði Halla Signý fram þeirri hugmynd að ríkið keypti staðinn, enda hefði hann mikið gildi fyrir arfleifð, menningu og sögu Vestfjarða. Meira

Þorsteinn Ingi Sigfússon

Dr. Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor og forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, varð bráðkvaddur aðfaranótt 15. júlí, 65 ára að aldri. Hann fæddist í Vestmannaeyjum 4. júní 1954, sonur hjónanna Sigfúsar J. Meira

Herdís Storgaard

Óttast að slysavarnir barna muni leggjast af

„Ég er ekki 17 ára lengur og ef ég fæ ekki fjármagn til þess að þjálfa annan í starfið er ég hrædd um að ævistarfið glatist og Ísland verði ekki lengur í toppsæti þegar kemur að öryggi barna,“ segir Herdís Storgaard, framkvæmdastjóri Miðstöðvar slysavarna barna. Sjóvá og IKEA útvega fé til rekstrar Miðstöðvar slysavarna barna en Herdís vinnur öll störf fyrir miðstöðina í sjálfboðavinnu. Meira

Efstidalur E.coli-smitið hefur eðlilega haft sín áhrif á íssöluna.

Ekkert barn inniliggjandi lengur

E. coli-faraldurinn að renna sitt skeið • Ferðamönnum ekki fækkað Meira

Einn greindist með mislinga í Reykjavík

Fullorðinn einstaklingur sem búsettur er á höfuðborgarsvæðinu greindist með mislinga fyrir nokkrum dögum eftir að hafa verið á ferðalagi í Úkraínu, þar sem mislingafaraldur hefur geisað á undanförnum árum. Þetta kom fram á vef landlæknis í gær. Meira

Blóðprufa Þorbjörg Edda hjúkrunarfræðingur mundar nálina áður en hún tekur sýni úr blaðamanni sem liggur stjarfur á bekknum. „Lauflétt!“ sagði hún nokkrum sekúndum eftir að smellt var af, þegar sýnatökunni var lokið. Að því búnu mátti rölta inn á kaffistofu og fá sér köku.

Hver einasta blóðgjöf mikilvæg

Blóðbankinn auglýsti nýverið eftir blóðgjöfum • Erfiðara reynist að ná í blóðgjafa á sumrin Meira

Högg slegið Meira hefur rignt á kylfinga í júlí en fyrri hluta sumars.

Methlýindi mældust aðfaranótt hins 15.

Sólin fór í felur en hefur þó skinið mun meira en í júlí 2018 Meira

Tímamót Fyrstu rafrænu dómsskjölin ferðast hér á milli tölva.

Rafræn gátt fyrir dómsskjöl opnuð

Mikil tímamót urðu í dómstólasögunni 10. júlí sl. þegar fyrsta ákæran ásamt gögnum frá héraðssaksóknara fór til Héraðsdóms Reykjavíkur í gegnum rafræna gátt. Meira

ÍLS Íbúðalánasjóður og Mannvirkjastofnun verða ein stofnun.

ÍLS og Mannvirkjastofnun sameinuð

Í frumvarpi félagsmálaráðherra til laga er lagt til að tvær stofnanir; Íbúðalánasjóður og Mannvirkjastofnun, verði lagðar niður og nýrri stofnun, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, verði falið að annast framkvæmd húsnæðis- og mannvirkjamála. Meira

Exeter-málið Styrmir gengur inn í Héraðsdóm Reykjavíkur árið 2011. Hann var sýknaður í héraðsdómi en síðar sakfelldur í Hæstarétti.

Brotið á réttlátri málsmeðferð í tvígang

Mannréttindadómstóll Evrópu dæmir íslenska ríkið brotlegt Meira

Skemmdir Hér má sjá illa útleikið birki eftir birkikembu sem verpir eggjum í birkilauf. Lirfa birkikembu klekst þar út og étur laufblöðin innan frá.

Skemmdir og óværa í trjám

Mógilsá, rannsóknasvið Skógræktarinnar (skogur.is), óskar eftir að fá upplýsingar um ástand skóga og trjáa. Upplýsingar um óværu á trjám eru vel þegnar og eins upplýsingar um skemmdir af völdum þurrka eða annarra áfalla. Meira

Dauðsföllunum fækkaði um 33%

París. AFP. | Dauðsföllum sem tengjast alnæmi fækkaði í 770.000 á síðasta ári og þau voru um 33% færri en árið 2010, að sögn embættismanna Sameinuðu þjóðanna í gær. Meira

Íslamisti Múlla Krekar hefur verið dæmdur fyrir hryðjuverkasamsæri.

Múlla Krekar handtekinn

Ósló. AFP. | Lögreglan í Noregi hefur handtekið umdeildan íslamskan klerk, múlla Krekar, eftir að hann var dæmdur í fangelsi á Ítalíu fyrir aðild að samsæri hryðjuverkamanna, að sögn norsku öryggislögreglunnar PST í gær. Meira

Kirkjur Á fjórða hundrað kirkjur eru hér á landi. Í mörgum þeirra eru dýrmætir gripir, sumir frá fyrri öldum, sem freistað geta óhlutvandra.

Huga þarf að öryggi kirkna og kirkjugripa

Þór Magnússon, fyrrverandi þjóðminjavörður, hvetur ráðamenn þjóðkirkjunnar og presta og umráðamenn kirkna að huga vel að öryggi kirkna landsins og kirkjugripa. Meira

Lindir Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson, sóknarprestur í Lindakirkju í Kópavogi, við altarið í kapellu kirkjunnar.

Einstakt altari í kapellu Lindakirkju í Kópavogi

„Þegar hús eru smíðuð taka smiðir sér oft fyrir hendur að reka saman vinnuborð til að nota við smíðina. Þau eru gjarnan úr mótatimbri og jafnan traust því að mörg og þung hamarshögg munu dynja á því borði. Meira