Fréttir Miðvikudagur, 15. júlí 2020

Hátíð Secret Solstice fór fram í Laugardalnum í fyrra.

Verða af milljarða króna tekjum í ár

Þjóðhátíð blásin af í gær • Flestum hátíðum frestað Meira

Pökkun Allur lax fer í frauðplastskössum og þarf laxeldið því marga kassa. Myndin er frá pökkun á Bíldudal.

Áform uppi um kassaverksmiðju fyrir laxeldið

Fengin lóð fyrir framleiðsluna við Innri-Gleðivík á Djúpavogi Meira

Deilumál Ekki er vitað hvenær samninganefndirnar munu hittast til fundar á ný.

Óvíst um næstu fundi í deilunni

Fundi flugfreyja og Icelandair hjá Ríkissáttasemjara lauk án lausnar • Formaður samninganefndar Icelandair segir félagið ekki geta teygt sig lengra • Næsti fundur hefur ekki verið tímasettur Meira

Upplýsingafundur almannavarna Rögnvaldur Ólafsson, Þórólfur Guðnason, Páll Þórhallsson og Óskar Reykdalsson á upplýsingafundi almannavarna.

Sex lönd undanskilin skimunum

Ferðamenn frá öllum norrænu löndunum sleppa við skimun, nema þeir frá Svíþjóð • Engar takmarkanir eru í gildi um það hversu margir mega koma til landsins þrátt fyrir takmarkaða greiningargetu Meira

Hvalir sækja nú inn í firði fyrir norðan

Óvenju mikið af hval í Skagafirði og inn af Húnaflóa • Sækja í æti sem gæti verið smásíld • Eru alveg uppi í landi Meira

Kort Fólk verður sjálft að finna út leiðina og getur ekki leitað til FÍB.

Fleiri Íslendingar biðja um aðstoð

Meira hefur verið að gera í aðstoð FÍB við félagsmenn á götum bæja og á vegum úti í sumar en áður. Meira

Þjóðhátíð Mannmergð í brekkusöng, sem ekki fer fram á þessu ári.

Fjölda hátíða aflýst vegna faraldursins

Ljóst er að íslenskir hátíðarhaldarar verða af milljörðum króna í ár vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Fjölda útihátíða hefur verið frestað fram til næsta árs auk þess sem aðrar hafa verið blásnar af. Meira

Heimaey Samgöngur eru í uppnámi og fátt vitað um framhaldið.

Samgöngur til Eyja enn niðri

Vinnustöðvun starfsmanna Herjólfs ohf. sem eru félagsmenn Sjómannafélags Íslands hófst öðru sinni á miðnætti aðfaranótt gærdagsins og mun standa yfir þar til á morgun. Deilan er á borði ríkissáttasemjara en engir fundir hafa verið boðaðir. Meira

Akureyri Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að loka fangelsinu.

Á móti lokun fangelsis á Akureyri

Fangavarðafélag Íslands segir sex stöðugildi úti á landi tapast við lokun Meira

Austurstræti 20 Neglt er fyrir glugga hússins og fátt bendir til þess að þar sé að finna þekktan sportbar. Þetta stendur til bóta ef áform ganga eftir.

Vilja gera breytingar á Bjarna Fel

Sportbar í einu elsta húsi Reykjavíkur enn lokaður eftir samkomubannið Meira

Flugskóli Merki sameinaðs skóla.

Tveir flugskólar undir einn væng

Flugakademía Keilis og Flugskóli Íslands hafa sameinast undir nafninu Flugakademía Íslands. Meira

Keflavíkurflugvöllur Þrjú fyrirtæki keppa um akstur farþega.

Virðisaukaskattur í sumum flugrútum

Þrjú einkafyrirtæki hafa sinnt akstri með flugfarþega milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur. Þau eru Airport Direct, Allrahanda GL ehf. og Kynnisferðir ehf. Meira

Huawei Bretar vilja úthýsa Huawei.

Bretar vísa Huawei á dyr

Breskum fjarskiptafyrirtækjum bannað að kaupa 5G-vörur frá Huawei frá og með áramótum • Öll 5G-tækni frá Huawei verður að vera horfin fyrir árslok 2026 Meira

Neyðarsjóður Mark Rutte vill ströng skilyrði um lánveitingar.

Rutte vonlítill um samkomulag

Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, lýsti því yfir í gær að hann væri vonlítill um að leiðtogar Evrópusambandsríkjanna myndu komast að samkomulagi í vikunni um sérstakan neyðarsjóð Evrópusambandsins vegna kórónuveirufaraldursins. Meira

Læknum hugnist ekki dánaraðstoð

Dánaraðstoð er aðferð sem læknum á Íslandi hugnast ekki,“ segir Ingrid Kuhlman, formaður Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð. Meira

Vinir „Tófa knúsar mig þegar ég held á henni, leggur loppurnar hvora sínum megin við hálsinn á mér,“ segir Þuríður.

Tófa stjórnar heimilinu með harðri hendi (loppu)

Fannst í refabúri og verður tuttugu ára í næsta mánuði Meira