Fréttir Miðvikudagur, 26. júní 2019

Funda stíft með risunum

Samninganefndir frá Boeing og Airbus funda títt hér á landi með Icelandair Meira

Pósturinn Draga þarf úr kostnaði.

Ráðist verður í frekari hagræðingu

Með fjölgun póstboxa má fækka pósthúsum Íslandspósts á höfuðborgarsvæðinu úr 8 í 4 til 5 Meira

Höfuðstöðvar Lífeyrissjóður verslunarmanna er í Húsi verslunarinnar.

Stjórn LV svarar FME í dag

Stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna (LV) vinnur að því að svara fyrirspurnum Fjármálaeftirlitsins (FME) varðandi útskiptingu VR á sínum fjórum stjórnarmönnum. Meira

Listaverk Grímseyingar eru ekki hrifnir af „Orbis et Globus“, kennileiti fyrir hinn síbreytilega heimskautsbaug.

„Vildum óska að hún hefði aldrei komið“

Grímseyingar ósáttir við steinkúluna „Orbis et Globus“ Meira

1.300 færri nýttu sér næturakstur Strætó

Tæplega 1.300 færri farþegar nýttu sér næturakstur Strætó bs., svokallaðan næturstrætó, á fyrstu fimm mánuðum þessar árs en í fyrra. Mest var fækkunin í maí, eða fækkun um 511 farþega. Meira

Verðlag á Íslandi hæst í Evrópu

Verðlag hér á landi var 56% hærra en í ESB-ríkjunum á síðasta ári • Ofan meðaltals í öllum flokkum • 76,1% hærra á hótelgistingum og veitingastöðum • Nauðsynlegt að taka tillit til launa og verðbólgu Meira

Ásgeir Pétursson sýslumaður og bæjarfógeti

Ásgeir Pétursson, fyrrverandi sýslumaður í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu og bæjarfógeti í Kópavogi, lést 24. júní sl. á 98. aldursári. Ásgeir fæddist 21. mars 1922 í Reykjavík. Meira

Hlutfall reiðufjár sjaldan hærra

Reiðufé í umferð á Íslandi samsvaraði rúmum 2,3 prósentum af vergri landsframleiðslu í fyrra • Það er annað hæsta hlutfallið frá 1973 • Staðgreiðsluhlutfall reiðufjár er óvíða lægra en á Íslandi Meira

Listsköpun Andrés Þór Þorvarðarson og Rakel Andrésdóttir skoða hluta af stillumyndaverkefninu Stop motion sem Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir og Atli Arnarsson vinna að í Skapandi sumarstörfum á vegum Kópavogsbæjar.

Listamenn hafa stigið fyrstu skrefin í Kópavogi

Skapandi störf í Kópavogi í 14 ár • Salka Sól söng þar í fyrsta sinn með hljómsveit • Ungmenni á listamannalaunum Meira

Sólin Færri taka skyndiákvörðun um að skella sér til útlanda þetta sumarið.

Færri bóka sólarlandaferðir á síðustu stundu

Blíðviðrið í júní hefur áhrif á sölumynstur ferðaskrifstofa Meira

Kirkjuhúsið Margir hafa sýnt áhuga á þessu fallega húsi við Laugaveg.

Biskup flytur í Katrínartún

Biskupsstofa hefur tekið á leigu fasteignina Katrínartún 4, 3. hæð, í Reykjavík. Eignin er staðsett á Höfðatorgi. Stefnt er að því að flytja í nýja húsnæðið í haust. Meira

Landeyjahöfn Hefur lengi verið til vandræða.

Ósk um úttekt sofnaði í nefnd

Tillaga til þingsályktunar um að flýta óháðri úttekt á Landeyjahöfn, sem allir þingmenn Suðurkjöræmis fluttu, fékk ekki afgreiðslu fyrir þingfrestun. Tillagan var lögð fram á Alþingi í maí sl. Meira

Hálslón Í hlýindunum eystra í vor var öflug vatnssöfnun en hægt hefur á.

Hægir á rennsli í miðlunarlónin

Vorleysingar á vatnasviðum afl- stöðva Landsvirkjunar á hálendinu komu snemma í ár. Seinni hluta apr- ílmánaðar hækkaði talsvert í miðl- unarlónum og var staðan þá með allra besta móti. Meira

Viðhald Melaskóli er einn þeirra skóla sem telja má barns síns tíma og fjallað er um í fimmskólaskýrslu Reykjavíkurborgar í tengslum við viðhald.

Hagaskóli lagfærður

„Við erum að bregðast við lélegum loftgæðum í átta stofum í Hagaskóla og minnka koltvísýring í þeim. Undirbúningur þeirra framkvæmda hófst í byrjun júní. Meira

Skúmur Vegna mikillar fækkunar skúms hér er hann metinn í bráðri hættu skv. válista Náttúrufræðistofnunar

Skúmi fjölgar á Ingólfshöfða

Mannaferðir á Ingólfshöfða hugsanlega jákvæðar fyrir skúminn • Fækkun á Breiðamerkursandi Meira

Grjót Kolbrún segir Vegargerðina hafa skilið eftir rásir í miðju vegarins og beggja vegna hans. Rásirnar séu hættulegar minni fólksbílum.

Segir veginn skemmdan

Vegur var loks lagður að Þverárkoti við rætur Esju snemma í vor en nú segir dóttir ábúandans, Kolbrún Anna Sveinsdóttir, að illa hafi verið gengið frá veginum og Vegagerðin beinlínis skemmt hann þegar starfsfólk hennar ætlaði að ganga frá veginum. Meira

Vigdís Hauksdóttir

Kærir kosningaúrskurð til ráðuneytis

Kæru Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, um ógildingu borgarstjórnarkosninga sem fram fóru 26. maí 2018, hefur verið vísað frá á þeim forsendum að kærufrestur hafi verið liðinn. Meira

Krot Risturnar eru þær umfangsmestu sem Óskar hefur séð á 16 ára ferli.

Slípa burt ummerkin

„Erfitt og flókið“ verk fram undan í viðgerðum á Helgafelli Meira

Saddar Litla-Grá og Litla-Hvít búa sig nú undir nýjar aðstæður í Klettsvíkinni. Þær nærðust vel yfir helgina og er umönnunarteymið ánægt með árangurinn.

Mjaldrarnir við góða heilsu

Mjaldrarnir Litla-Hvít og Litla-Grá nærðust vel um helgina og hafa það gott í umönnunarlauginni í Vestmannaeyjum. Nú búa þjálfarar mjaldranna þá undir nýjar aðstæður í Klettsvík í Vestmannaeyjum, þar sem sjórinn er kaldari en þeir hafa vanist. Meira

Forsetinn Volodymyr Zelensky sagðist í gær vonsvikinn með nýja aðild Rússa.

Rússar aftur á Evrópuuþingið

Rússum var í gær veitt full aðild á ný að þingi Evrópuráðsins. Höfðu þeir síðastliðin fimm ár verið án kosningaréttar eftir að hafa verið sviptir honum í kjölfar innlimunar þeirra á Krímskaga. Meira

Herlögregla skaut fimm háskólanema

Herlögregla í Hondúras skaut og slasaði að minnsta kosti fimm háskólanema á mánudag vegna mótmælaaðgera stúdentanna. Hundruð nemenda við Þjóðarháskóla Hondúras (e. Meira

Brexit Johnson í bíl sínum er honum var ekið í útvarpsviðtal í London í gær.

Boris rauf loksins þögnina í gær

Innan við mánuður þar til tilkynnt verður um nýjan forsætisráðherra Bretlands Meira

Donald Trump

Munu falla frá fleiri skuldbindingum

Íranar munu þann 7. júlí falla frá fleiri skuldbindingum en þeir höfðu tilkynnt um tengdum kjarnorkusamkomulagi þeirra sem gert var árið 2015. Frá þessu var greint í gær en Íranar höfðu 8. maí sl. Meira

Við veiðar Lengi hefur verið deilt um Hatton Rockall-svæðið og nú eru það Skotar og Írar sem eru komnir í hár saman. Mynd tengist frétt óbeint.

Skotar sýna klærnar við Rockall-svæðið

Niðurstaða þjóðaratkvæðis Breta um útgöngu eða veru Bretlands í Evrópusambandinu virðist aftur hafa gert Hatton Rockall-svæðið að þrætuepli. Eru það nú Skotar og Írar sem deila mjög um fiskveiðar þar, en svæði þetta má finna suður af Íslandi og vestan Bretlandseyja. Segja skoskir ráðamenn írska sjómenn nú mega búast við handtöku haldi þeir veiðum sínum áfram innan 12 mílna landhelgi við Rockall-klettinn. Meira

Krakkarnir á Holtinu Um 40 til 50 manns mættu í garðveisluna, en sumir þeirra komu seinna en aðrir.

Hittust eftir hálfa öld

Krakkarnir á Holtinu í Kópavogi endurnýjuðu og styrktu vinskapinn og höfðu engu gleymt • Prakkarastrik og stríðni Meira