Fréttir Laugardagur, 6. júní 2020

Bókanir frá Skandinavíu

Bókanir erlendra ferðamanna hafa tekið kipp hjá Arctic Adventures undanfarið • SAF óttast að kostnaður við skimun geti þýtt tugþúsundum færri ferðamenn í ár Meira

Sigurður Ingi Jóhannsson

Verða að virða samkomulagið

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir ekki annað koma til greina en að Reykjavíkurborg virði samkomulag ríkis og borgar um skipulag og uppbyggingu á landi ríkisins við Skerjafjörð. Meira

Fljótshlíð Ræsi sett í ána, en til þess var notuð stór grafa. Vörubílar fluttu möl og þannig var mótaður vegur sem er þó aðeins til bráðabirgða.

Bleiksárbrúin laskaðist

Menn úr vinnuflokkum Vegagerðarinnar hefjast strax eftir helgi handa við að reisa nýja brú yfir Bleiksá innarlega í Fljótshlíð. Meira

Guðbjörg Pálsdóttir

Verkfall samþykkt

Hjúkrunarfræðingar ætla í hart • Hægt miðar í viðræðum • Grunnlaun hækki • Niðurstaða veldur vonbrigðum Meira

Birki Stofnar gamalla birkitrjáa eru illa farnir og skógarbotninn brunninn.

Gamall birkiskógur fór verst út úr gróðureldum

Gamall birkiskógur er illa útleikinn eftir gróðureldana í Norðurárdal 18. maí sl. og miklar gróðurskemmdir hafa orðið. Kemur það fram í greinargerð sérfræðinga Náttúrufræðistofnunar Íslands sem metið hefur skemmdirnar. Meira

Nýr golfvöllur skipulagður á Álftanesi

Einnig gert ráð fyrir smábátahöfn og aðstöðu fyrir hestafólk Meira

Metnaðarfullur Í haust stefnir Þorri í háskólanám í bænum.

Dúxaði með 10,0 í meðaleinkunn

Þorri Þórarinsson, nemandi í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, náði þeim magnaða árangri að hljóta meðaleinkunnina 10,0 á stúdentsprófi á náttúrufræðibraut. Meira

Jón Atli Benediktsson

Í hópi hinna fremstu í tölvunarfræði

Guide2Research telur háskólarektor í hópi 500 fremstu vísindamanna Meira

Guðmundur W. Vilhjálmsson

Guðmundur W. Vilhjálmsson, lögfræðingur og fv. deildarstjóri, lést á Vífilsstöðum 26. maí síðastliðinn, 92 ára að aldri. Guðmundur fæddist 24. maí 1928 í Edinborg, sonur Guðmundar Vilhjálmssonar, forstjóra Eimskipafélagsins, og Kristínar Thors... Meira

Sá fyrsti Inga Lind Karlsdóttir veiddi spengilega hrygnu í veiðistaðnum Örnólfi í Þverá í Borgarfirði og var það fyrsti lax sumarsins úr ánni.

„Allt stórar og fallegar hrygnur“

Inga Lind Karlsdóttir veiddi fyrsta lax sumarsins í Þverá í Borgarfirði • Fjórum var landað fyrsta morguninn í Blöndu en þar en nú aðeins veitt á flugu • Áfram var fín veiði í Norðurá í kuldanum Meira

Nýmeti Logi Brynjarsson matreiðslumeistari hefur þróað fiskipylsur og selur í fiskbúðinni Hafinu. Pylsurnar eru úr þorski og þykja ljúffengar.

Ein með öllu – úr þorski

Logi hefur þróað fiskipylsur og borðar þær eins og vínarpylsur • Voru framleiddar hér á þriðja tug síðustu aldar Meira

Sjókvíar Eldi á regnbogasilungi hefst á ný á vegum Háafells á næstunni.

Silungur í Ísafjarðardjúp

Háafell fær leyfi til að ala regnbogasilung • Fyrsti árgangur settur út í kvíar Meira

Dómur um kynferðisbrot staðfestur

Landsréttur staðfesti í gær átján mánaða fangelsisdóm yfir Þórhalli Guðmundssyni miðli vegna kynferðisbrots gegn rúmlega tvítugum manni. Þórhallur var sakfelldur fyrir að hafa fróað manninum án samþykkis hans. Meira

Frístundastyrkir Ellert Örn Erlingsson, deildarstjóri íþróttadeildar Akureyrarbæjar. Í fyrra voru greiddar út ríflega 86,5 milljónir króna í frístundastyrki og runnu þeir til 3.486 barna en hver styrkur er 40 þúsund krónur.

Rúmlega 2.600 börn á Akureyri nýttu frístundastyrk í fyrra

Sveigjanleiki varðandi nýtingu er í fyrirrúmi • 86,5 milljónir til tómstundaiðkunar akureyrska barna Meira

Faraldurinn víða í rénun í Evrópu

Kórónuveirufaraldurinn er mikið til genginn niður í fjölda Evrópuríkja. Hins vegar greinast enn þúsundir tilvika á dag í nokkrum ríkjum. Meira

Með 70 milljarða dala í stýringu

Jóhannes Þorsteinsson tekur við fjárstýringu hjá þriðja stærsta fjarskiptafélagi Bandaríkjanna Meira

New York Þúsundir mótmælenda gengu fylktu liði yfir Brooklynbrúna í New York í fyrrinótt.

Vill þjóðvarðliðið á braut

Bowser og Trump deila um yfirstjórn Washingtonborgar • Myndbönd sem sýna lögregluofbeldi vekja reiði • Trump hyggst beita sér gegn Murkowski Meira

Brexit Michel Barnier segir Breta ekki standa við loforð sín í Brexit.

Stefna á frekari Brexit-viðræður

Bresk stjórnvöld og forráðamenn Evrópusambandsins hétu því í gær að reyna að flýta viðræðum um fríverslunarsamning eftir útgöngu Breta úr sambandinu og um leið stefna að því að samningurinn verði tilbúinn fyrir októberlok. Meira

Sækja styrk til bandamanna í næstu sveit

Sveitarfélögin standa mörg frammi fyrir miklum áskorunum og erfiðleikum í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Meira

Í Kaldalóni Hörður og Halla, dóttir hans, með Drangajökul í baksýn.

Ferð um Vestfirði í boði fyrir Íslendinga

Hörður verið með ferðir fyrir þýskumælandi fólk í hálfa öld Meira