Fréttir Þriðjudagur, 15. júní 2021

Norræna Bókunum til landsins fjölgar nú með hverri vikunni.

80-90% farþeganna eru bólusett

Farþegum með Norrænu er að fjölga • Ferðatímabilið lengist inn í haustið Meira

Í garðinum Töluvert snjóaði á Jökuldal í fyrradag. Þannig var garðurinn á Hákonarstöðum á að líta þá um kvöldið. Snjóþykktin liggur þó ekki fyrir.

Höfum séð það svartara

Gránar í rót á Norðaustur- og Austurlandi í vorhretinu • Hefur lítil áhrif á búskap • Kuldinn hægir þó á sprettu Meira

Gunnar Birgisson

Gunnar Birgisson, fyrrverandi alþingismaður og bæjarstjóri, lést á heimili sínu í gær 73 ára að aldri. Gunnar fæddist í Reykjavík þann 30. september 1947 og var sonur hjónanna Birgis Guðmundssonar matsveins, d. Meira

Þakíbúð Gott útsýni er úr íbúðinni.

Seld á 365 milljónir

Hannes Hilmarsson fjárfestir hefur keypt þakíbúð í Skuggahverfinu á 365 milljónir króna. Íbúðin er á tveimur hæðum og með henni fylgja rúmgóðar svalir og þakgarður. Seljandi íbúðarinnar er félagið Skuggi 4 ehf. Meira

Útflutningur hefjist fyrir 2030

Landsvirkjun og hafnaryfirvöld í Rotterdam áforma útflutning á grænu vetni Meira

Plast Frá vinstri: Sigurður Halldórsson og Áslaug Hulda Jónsdóttir frá Pure North, Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri og formaður Sambands ísl. sveitarfélaga og Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands.

Samið um plast

„Endurnýting og -vinnsla eru hvarvetna áherslumál,“ segir Sigurður Halldórsson framkvæmdastjóri Pure North Recycling. Meira

Hrafntinnusker Snjór er upp á miðja veggi á skálanum í Hrafntinnuskeri, sem nú er verið að opna aftur eftir veturinn. Kuldakastið nú er óvænt.

Sumarsnjór og sæluhúsið enn í fönn

Göngufólk af stað á Laugavegi • Hægt gæti á sprettu á kuldasvæðum nyrðra Meira

Reyna að stýra leið hraunflæðisins

Ráðist hefur verið í gerð leiðigarðs syðst í Geldingadölum og varnargarðs sem á að minnka líkur á eða seinka því verulega að hraun fari niður í Nátthagakrika, segir í fréttatilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Meira

Ljósafossvirkjun Gæti orðið miðstöð fyrstu vetnisframleiðslu hér á landi.

Grænt ljós á útflutning á grænu vetni

Landsvirkjun og hafnaryfirvöld í Rotterdam staðfesta áform um að flytja grænt vetni frá Íslandi til Hollands • Verði hluti af hnattrænum orkuskiptum • Raunhæft að vetnið verði sent héðan fyrir 2030 Meira

Hengilssvæði Jarðskjálftamælanetið á Hengilssvæðinu hefur verið þétt.

Mælum fjölgað á Hengilssvæðinu

Settir hafa verið upp 500 jarðskjálftamælar á Hengilssvæðinu og er þetta stærsta og þéttasta net mæla sem sett hefur verið upp hér á landi. Meira

Strönd Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri í Árborg, Gestur Þór Kristjánsson forseti bæjarstjórnar Ölfuss og Þórarinn Gylfason teiknari, sem gerði kortið á sjóvarnagarðinum á Eyrarbakka sem þeir þremenningar standa við.

Þrír vitar á ströndinni

Ný ferðaleið • Ölfus og Árborg • 50 km • Margt að sjá Meira

Réttarhöld San Suu Kyi gæti átt yfir höfði sér langan fangelsisdóm.

Réttað yfir fyrrv. forsætisráðherra

Réttarhöld yfir Aung San Suu Kyi hófust í gær. San Suu Kyi er fyrrverandi forsætisráðherra Mjanmar, einnig þekkt sem Búrma, en henni var steypt af stóli í valdaráni hersins fyrir fjórum mánuðum. Meira

NATO-fundur Joe Biden, Angela Merkel, Recep Tayyip Erdogan, Boris Johnson og Katrín Jakobsdóttir sjást hér meðal annarra þjóðarleiðtoga bandalagsríkjanna að stilla sér upp fyrir svonefnda „fjölskyldumynd“ fundarins.

Mæti nýjum áskorunum

Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins funduðu í Brussel í gær • 5. greinin „heilög skylda“ Bandaríkjanna • Áhersla á Rússa og Kínverja í yfirlýsingu fundarins Meira

Trjábolir Flutningaskip kemur með trjáboli fyrir verksmiðju PCC á Húsavík.

PCC á Bakka tekur við sér

„Landið er farið að rísa,“ sagði Rúnar Sigurpálsson, forstjóri PCC á Bakka við Húsavík, en stefnt er á gangsetningu síðari af tveimur ofnum verksmiðjunnar í byrjun júlí. Meira

Bólusetning Tæplega 10.000 manns fengu bólusetningu í gær.

300 mega koma saman

Nýjar reglur um takmarkanir á samkomum innanlands taka gildi í dag • Reglur um nándarmörk lækka í einn metra Meira

Úti að hjóla Katrín Björk nýtur þess að hjóla með vindinn í bakið og ber höfuðið hátt með alla sína lífsreynslu. Segir það svo magnað að sjá heiminn opnast beint fyrir framan augun á sér og finna fyrir árstíðaskiptunum og veðrabrigðunum.

Lífið er eins og dýrgripur

Katrín Björk Guðjónsdóttir bloggar um lífið í bataferli Meira

Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir

Tekjutapið nam tugum milljóna

„Það voru minni umsvif hjá félaginu enda færri félagsmenn í vinnu á síðasta ári en árið áður. Meira

17. júní Þjóðhátíðardagurinn í Reykjavík í venjulegu árferði.

Takmarkanir setja svip sinn á 17. júní

Þjóðhátíðardagur Íslendinga verður haldinn hátíðlegur á fimmtudaginn víðsvegar um landið. Í Reykjavík verða hátíðahöld með svipuðu sniði og á síðasta ári vegna samkomutakmarkana. Meira

Ungir háskólanemar. Háskóli unga fólksins er byrjaður á ný eftir hlé vegna Covid. Um 120 krakkar á aldrinum 12-14 ára sækja skólann dagana 14.-16. júní.

„Betri skóli – betra samfélag“

OECD-meðaltalinu náð • Viðræður við Hótel Sögu • Ekkert starf í Gimli til áramóta • Ný stefna kynnt • Unnið að heildarskipulagi háskólasvæðisins • Jarðvísindafólk HÍ hlaut verðlaun Meira

Bólusetning Björn leggur áherslu á að fólk sé hvorki fastandi né þyrst eða illa sofið áður en það kemur í bólusetningu til að koma í veg fyrir yfirlið.

„Hefur ekkert með bóluefnin að gera“

Sviðsljós Urður Egilsdóttir urdur@mbl. Meira

Upphaf Herferð til eflingar Ljósinu sem ber yfirskriftina Þinn stuðningur er okkar endurhæfing var hrundið af stað í síðastliðinni viku. Við athöfn sem var efnt til þá var Eliza Reid forsetafrú meðal fjölmargra góðra gesta.

Vilja fjölga Ljósvinum

Herferð af stað • Ljós við Langholtsveg • Endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda • Þakklæti og bros Meira

Fjallabak Foss í Sigöldugljúfri sem er gamall farvegur Tungnaár.

Þjóðgarður bíður nýs þings

Aðalfundur Landverndar sem haldinn var síðastliðinn laugardag lýsti yfir miklum vonbrigðum með framgöngu ríkisstjórnarinnar í málefnum hálendisins. Meira