Fréttir Mánudagur, 23. september 2019

Heimila breytingar við Lækjargötuna

Heimilt verður að breyta deiliskipulagi svonefnds Pósthússtrætisreits í miðbæ Reykjavíkur, skv. nýlegri samþykkt borgarráðs. Mál þetta víkur að húsunum Lækjargötu 6 og 8. Meira

Grindavík Vísir og Þorbjörn eru bæði gamalgróin fyrirtæki.

Skilar styrk til tækifæra

Kvótahæsta fyrirtæki landsins verður til með sameiningu Meira

Mesta breyting í áratugi

Formaður samninganefndar segir vinnutímabreytingarnar mestu kerfisbreytingar í áratugi • „Við verðum að gera þetta vel og það eru allir að vanda sig“ Meira

Haust Kyrrt yfir Kópavogi í gær.

Litadýrð á jafndægrum

Gulur, brúnn og rauður eru áberandi litir nú þegar haustsvipur færist yfir landið. Brátt fella trén laufið, sem er hluti af hinn óstöðvandi hringrás í náttúrunni. Meira

Haraldur Sveinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Árvakurs

Haraldur Sveinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, lést á hjúkrunarheimilinu Brákarhlíð í Borgarnesi sl. laugardag, 21. september, 94 ára að aldri. Meira

Margir eru beittir viðurlögum

Vinnumálastofnun fylgist vel með meintum svikum • Sendi út 4.252 bréf Meira

Efling Miklar deilur hafa verið milli starfsmanna og stjórnar Eflingar.

Þvertaka fyrir yfirlýsingar Eflingar

Tveir starfsmenn Eflingar sem telja að brotið hafi verið á sér segja stéttarfélagið fara með ósannindi í yfirlýsingu • Forsvarsmenn Eflingar segja að öll réttindi starfsmanna hafi verið virt í einu og öllu Meira

Veiðimaður Gunnar Örn Arnarsson, einn veiðimannanna sem Sævar leiðsagði, ánægður með feng sinn í Vöðlavík.

Gekk 900 km með 101 hreindýraveiðimann

Sævar Guðjónsson, leiðsögumaður og eigandi ferðaþjónustunnar á Mjóeyri, leiðsagði 101 veiðimanni á hreindýraveiðum á svæðum 5, 6 og 2 á hreindýraveiðitímabilinu sem lauk formlega 20. september sl. Meira

27 dýr gengu af kvótanum

27 hreindýr, fimm tarfar og 22 kýr, af 1.451 dýrs kvóta, voru óveidd þegar hefðbundnu veiðitímabili hreindýra lauk 20. september sl. samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun. Tarfaveiðarnar hófust 15. júlí og stóðu til 15. Meira

Gunnlaugsskarð Lítið er eftir af skaflinum sem borgarbúar fylgjast vel með, en staða hans þykir gefa vísbendingar um veðráttuna almennt.

Aðeins þunn ísskella lifir í Esjunni

Gefur hratt eftir í Gunnlaugsskarði • Skaflinn er orðinn að klaka • Gæti horfið endanlega í hlýindum sem spáð er Meira

Læknir Mikilvægt er að fólk fái meðferð sem snýr að lífsháttum þess, segir Jón Steinar Jónsson hér í viðtalinu.

Lyf ekki alltaf lausn

„Of mikill matur, óheppilegt val á næringu, hreyfingarleysi, tóbak og áfengi eru sterkir áhrifaþættir heilsu á Vesturlöndum. Meira

Mastur Í matsskýrslu Landsnets eru ýmsir valkostir um línuleiðina.

Rask á verndarsvæðum

Ekki er unnt að leggja Hólasandslínu 3 miðað við þá valkosti sem kynntir eru í matsskýrslu Landsnets án þess að raska svæðum sem njóta verndar skv. sérlögum, sem njóta verndar vegna votlendis, jarðmyndana og vatnsverndar. Meira

Katrín Jakobsdóttir

Hvetja ríki og leiðtoga til aðgerða

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sækir leiðtogafund um loftslagsmál á 74. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðana sem fer fram í New York þessa dagana, að því er fram kemur í fréttatilkynningu Stjórnarráðs Íslands. Meira

Kristján Þórður Snæbjarnarson

Margar útfærslur á styttingu vinnutímans

Viðræður við stjórnendur fyrirtækja • Sumir hætta um hádegi á föstudögum • Fjölbreytileiki ræður Meira

Fyrirtæki Höfuðstöðvar Vísis hf., fiskvinnsla og skrifstofur, eru niðri við höfnina í Grindavík.

Sameining væri hagur beggja

Þorbjörn og Vísir í Grindavík stefna að sameiningu • Yrðu með 9,77% af aflamarkinu • Allar líkur á að dæmið gangi upp • Styrkur til að nýta tækifærin Meira

Umferð Mikil umræða er um hugmyndir um að taka upp vegtolla.

Telur þörf á 380 myndavélum

Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) telur að innheimta vegtolla á höfuðborgarsvæðinu kalli á myndatökuvélar á 160 gatnamótum stofnbrauta ef gjaldtakan eigi að verða sanngjörn og skilvirk skv. lauslegum útreikningum. Meira

Miðbæjarkvosin Lækjargata 8 er brúna húsið til hægri á myndinni. Fyrir aftan það sést í Pósthússtræti 13, þaðan sem útsýni úr íbúðum skerðist. Skólabrú er fyrir miðri mynd. Nýbyggingar munu rísa á lóð bak við Lækjargötu 8.

Samþykktu nýbyggingar í Kvosinni

Eldri byggingar á Pósthússtrætisreit rifnar • Nýbyggingar í staðinn • Lækjargata 8 hækkuð Meira

Lagnaðarís Ljósmynd úr geimnum af ís í Bellingshausenhafi á Suðurskautslandinu. Aukinn hraði hlýnunar sjávar veldur vísindamönnum áhyggjum.

Hlýnunin að herða á sér

Nýjar vísindalegar niðurstöður birtar í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna • Hraði hækkunar yfirborðs sjávar jókst verulega frá árinu 2014 Meira

Íranar Stríðsins við Írak 1980-88 minnst með hersýningum í Teheran.

Erlendar sveitir haldi sig fjarri

Ráðandi öfl í Íran halda því fram að erlend ríki ógni öryggi á Persaflóasvæðinu. Hafa Íranar varað vestræn ríki við að senda herafla inn á svæðið, eins og Bandaríkjamenn segjast vera að gera. Meira

Innleiðing 5G á þjóðvegunum er áskorun

Undirbúningur er hafinn fyrir uppbyggingu fimmtu kynslóðar farneta eða 5G-háhraðaneta í fjarskiptum. Meira

Þjónusta Prestur fer ekki frá skyldustörfum hvað sem tímafjölda líður, segir Aldís Rut, hér við Langholtskirkju.

Ólst upp við kirkjuhefð

Sr. Aldís Rut Gísladóttir er 100. konan á Íslandi sem tekur vígslu • Prestsdóttirin frá Glaumbæ í Langholtskirkju Meira