Fréttir Miðvikudagur, 20. október 2021

Í Bæjarbíói Tónlistarfólk í pásu. Frá vinstri: Jóhann Helgason, Þórður Árnason, Jón Rafnsson, Björn Thoroddsen, Sigurgeir Skafti Flosason, Unnur Birna Björnsdóttir, Reynir Hauksson og Óskar Logi Ágústsson.

Draumur að veruleika

Björn Thoroddsen og Birgir Hrafnsson saman á sviði í fyrsta sinn • Gítarhátíð Bjössa Thor haldin í 20. sinn Meira

Eins árs fyrirtæki safnar 232 m. kr.

Treble Technologies, íslenskt sprotafyrirtæki sem sérhæfir sig í hugbúnaði á sviði hljóðhermunar, lauk í gær 232 milljón króna fjármögnun. Helstu fjárfestar eru Börkur Arnviðarsson stofnandi ChemoMetec, félagið Omega ehf. Meira

Andrés Magnússon

Ástandið versni áður en það batni

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir að verðhækkanir á erlendum mörkuðum séu ekki komnar að fullu fram á Íslandi. Meira

Umferðaröryggi Gagnvirkar hraðahindranir hafa getið sér gott orð.

Gagnvirk hraðahindrun í prófun

Ég held að þetta sé framtíðin,“ segir Katrín Halldórsdóttir, verkfræðingur hjá Vegagerðinni, um gagnvirka hraðahindrun sem tekin hefur verið til prófunar á Ennisbraut í Ólafsvík, fyrst sinnar tegundar á Íslandi. Meira

Tilraun Maður fylgist með sjónvarpsfréttum af skotinu í Seúl.

Fordæmdu enn eina tilraunina

Suðurkóreski herinn sagði í gærmorgun að Norður-Kóreumenn hefðu enn á ný skotið á loft tilraunaeldflaug, en sterkur grunur leikur á að eldflauginni hafi verið skotið úr kafbáti. Meira

Ætla að aflétta öllu innanlands í tvennu lagi

Engar breytingar á landamærum • Grímuskyldu aflétt • Næst 18. nóvember Meira

Borgarnes Talning atkvæða fyrir Norðvesturkjördæmi fór fram á Hótel Borgarnesi eftir síðustu þingkosningar.

Inngangarnir vel vaktaðir

Undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar Alþingis fór í vettvangsferð í Borgarnes í gær • Nefndin kynnti sér aðstæður í húsnæði lögreglunnar og á Hótel Borgarnesi Meira

Stund milli stríða Glaðbeittir gróðursetningarmenn frá Gone West slaka á.

Yfir hálf milljón birkiplantna í jörð

Starfsfólk verktakans Gone West gróðursetti hátt í hálfa milljón birkiplantna á Hekluskógasvæðinu og upp í Hrauneyjar í septembermánuði. Gone West er fyrirtæki sem vinnur að gróðursetningu trjáplantna í nokkrum löndum Evrópu. Alls voru gróðursettar 456. Meira

Eldborg Árlega eru haldnir vinsælir jólatónleikar í stærsta sal Hörpu.

Skrefinu nær takmarkalausum jólatónleikum

Vonast til þess að geta haldið stórtónleika 27. nóvember Meira

Fundur Tillagan var felld á fundi borgarstjórnar síðdegis í gær.

Felldu tillögu um íbúðir

Meirihluti borgarstjórnar felldi í gær tillögu Sjálfstæðisflokks um sérstaka flýtimeðferð til uppbyggingar 3.000 íbúða í Reykjavík. Tillagan gerði ráð fyrir að skipulagi Keldnalands og Keldnaholts yrði flýtt. Meira

Búrma Það urðu fagnaðarfundir þegar föngunum var sleppt úr haldi.

Slepptu samviskuföngum úr haldi

Herforingjastjórnin í Búrma, sem einnig er þekkt sem Mjanmar, stóð í gær við fyrirheit sitt um að rúmlega 5.000 manns, sem handteknir voru í mótmælum eftir valdarán hersins í febrúar síðastliðnum, yrði sleppt úr haldi. Rúmlega 8. Meira

Kringlan Hinn nýi lúxusbíósalur verður innréttaður við Litla turn.

Nýr lúxusbíósalur í Kringlunni

Ýmsar breytingar þarf að gera á 3. hæð byggingarinnar vegna áformanna Meira

Stjórnmál Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, og Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, ræddu um langa stjórnarmyndun og þref um landvernd og orkunýtingu við Andrés Magnússon blaðamann í Dagmálum.

Lausnir á landvernd og orkunýtingu

Þingmenn tekið að lengja eftir fréttum af endurnýjuðu stjórnarsamstarfi • Erfitt að samrýma ólík sjónarmið stjórnarflokka um náttúruvernd og orkumál • Pólitíkin þarf að taka völdin til sín aftur Meira

Hætta Óvissustig almannavarna er enn þá í gildi á Seyðisfirði.

Áfram hreyfing á hryggnum

Hryggurinn á milli skriðusársins og Búðarár, fyrir ofan byggðina í Seyðisfirði, hreyfðist meira síðustu tvo daga á sama tíma og úrkoma mældist samanlögð 85 millimetrar. Meira

Deilur á Evrópuþingi Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, sakaði Evrópusambandið um fjárkúgun í ræðu sinni á Evrópuþinginu í gær. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, sést í bakgrunni.

Sakar ESB um fjárkúgun

Morawiecki og von der Leyen tókust á í umræðu Evrópuþingsins um Pólland • Von der Leyen segir vegið að grunnstoðum ESB • Vafi hvort Pólland fái styrki Meira

Ókeypis ensk-íslensk orðabók væntanleg

Fyrsta ensk-íslenska orðabókin sem verður aðgengileg almenningi án endurgjalds • Bókin er afrakstur þrotlausrar vinnu sjálfboðaliða • Verður opnuð á Degi íslenskrar tungu 16. nóvember nk. Meira

Sjávarútvegsdagurinn Fjöldi fólks mætti í Silfurberg í Hörpu en fundinum var einnig streymt á netið.

Ekkert varð úr samdrætti í sjávarútvegi

Tekjur námu 284 milljörðum króna • Skuldir jukust Meira

Sölumaður Alan Talib, teppasölumaður og eigandi Cromwell Rugs ehf.

Alan Talib ætlar ekki að gefast upp

Hyggst áfrýja ákvörðun Neytendastofu til áfrýjunarnefndar neytendamála • Hefur fjórar vikur til að kæra • Lögmaður segir undirbúning kæru hafinn • Meðferð málsins gæti tekið meira en hálft ár Meira

Svipmikil Þrúgukönguló er glæsilegt dæmi um stökkkönguló, segir Erling.

Stökkköngulær ylja sannarlega

Engin hinna 5.800 tegunda stökkköngulóa lifir hér á landi, en „af og til berast mér þó stökkköngulær sem fylgt hafa varningi og þær ylja sannarlega,“ skrifar Erling Ólafsson skordýrafræðingur á facebooksíðuna Heimur smádýranna. Meira