Fréttir Fimmtudagur, 9. febrúar 2023

Nálgast eitt þúsund íbúðir

Bjarg hyggst byggja upp eignasafn fyrir hundruð milljarða króna á þessari öld l  Á þriðja þúsund manns búa nú í leiguíbúðum Bjargs og enn fleiri eru á biðlista Meira

Vindorkugarður á Meðallandssandi

Quair Iceland er að breyta áformum sínum um vindorkugarð í landi Grímsstaða í Meðallandi. Við vinnu við umhverfismat fyrir vindorkugarð þar kom í ljós að fækka þyrfti áformuðum vindmyllum úr 24 í 10 Meira

Mótmæli Félagsmenn Eflingar stóðu fyrir mótmælum fyrir utan vinnustaði sína í gær. Verkföll eru þegar hafin.

Enginn á grunntaxta og meðalheildarlaun há

Mikil dreifing er á launum olíubílstjóra og yfirvinnutímum Meira

Hörmungar Konur bíða aðstoðar við heimili sitt er hrundi til grunna.

Frágangur bygginga stóra málið

Þétt byggð og ekki farið eftir ströngustu stöðlum alls staðar í Tyrklandi • Stærstu skjálftar hér 7,0 Meira

Kristín Linda Árnadóttir

Nýgerðir samningar setja ramma

Góður gangur í viðræðum við opinbera starfsmenn • Stefna að skammtímasamningum með blöndu krónutölu- og prósentuhækkana • Vinna að jöfnun launa í algjörum forgangi samhliða kjaraviðræðum Meira

Kambar Stöpull og mastur við vegbrún. Sviflína með rólu liggur niður á jafnsléttu og sleðabrautin sem er væntanleg verður á sama stað.

Sleðabraut í Svartagljúfri

Sviflínan er væntanleg í vor • Flug niður fjallshlíðina Meira

Dagmál Allt stefnir í að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar verði sjálfkjörinn formaður á landsþingi flokksins um helgina.

Þorgerður Katrín áfram formaður

Landsþing Viðreisnar hefst á föstudag • Ekkert mótframboð barst í kjör til formannsembættisins •  Stendur til að kjósa í nýtt ritaraembætti l  Ekki búist við veigamiklum áherslubreytingum í stefnu  Meira

<strong>Fossvogskirkja Einn helsti útfararstaðurinn á höfuðborgarsvæðinu. </strong>

Gangráðar og lokur fjarlægðar fyrir líkbrennslu

Mörg andlát voru í upphafi ársins • Beðið var við ofninn Meira

Tækifæri Jökull stendur vaktina í Nýju sjoppunni við Flatahraun í Hafnarfirði. Viðtökur hafa verið góðar fyrsta mánuðinn í rekstri. Eigandinn segir matinn frábæran og nóg úrval af nammi og gosi, rétt eins og það á að vera.

Opna sjoppu í Hafnarfirði

„Við höfum fengið mjög góðar móttökur og erum alltaf að heyra skemmtilega hluti frá viðskiptavinunum,“ segir Jökull Ágúst Jónsson, einn eigenda Nýju sjoppunnar sem opnuð var í síðasta mánuði í Flatahrauni 21 í Hafnarfirði Meira

Furða sig á óbreyttu nafni

Gagnrýnt er í umsögnum við drög að frumvarpi um sameiningu Vinnumálastofnunar og Fjölmenningarseturs í samráðsgátt, að fjölþætt starfsemi Fjölmenningarseturs verði framvegis í stofnun sem eingöngu beri heiti Vinnumálastofnunar Meira

Lýsi kaupir Ice Fish í Sandgerði

Framfaraskref fyrir bæði fyrirtækin, segir Katrín Pétursdóttir forstjóri Lýsis Meira

Þorramatur Ekki vinsæll meðal erlendra netverja og sérfræðinga.

Íslenska eldhúsið valið eitt hið versta í heimi

Netkönnun á hversdagsmat • Ítalir bera af en versti maturinn er í Noregi Meira

Drangsnes Byggja þarf fleiri hús fyrir nýja íbúa sveitarfélagsins.

Vaxtarbroddar í fiskeldi og fiskrækt

Hlutfallslega mesta fólksfjölgunin er í Kaldrananeshreppi Meira

Aldís Rut Gísladóttir

Aldís Rut ráðin prestur við Hafnarfjarðarkirkju

Nýlega auglýsti biskup Íslands eftir presti við Hafnarfjarðarkirkju. Sjö sóttu um og hefur séra Aldís Rut Gísladóttir verið ráðin í starfið. Sr. Aldís Rut fæddist á Sauðárkróki 5. febrúar árið 1989. Hún er alin upp í Glaumbæ í Skagafirði, yngst fjögurra systkina Meira

Sauðanammi Eindís Kristjánsdóttir gefur Baugu fóðurbætisköggla.

Bauga tekur forystuna fyrir fénu

Bauga í Enni er gæf af forystukind að vera • Fer alltaf rétta leið með féð Meira

Við Maríugötu 5 Björn Traustason framkvæmdastjóri Bjargs boðar frekari uppbyggingu leiguíbúða.

Bjarg hefur afhent um 900 íbúðir

Bjarg íbúðafélag var stofnað árið 2016 og er þegar orðið eitt af stærstu leigufélögum landsins l  Framkvæmdastjórinn segir félagið munu eignast hundruða milljarða eignasafn í tímans rás   Meira

Vestmannaeyjahöfn Hörgaeyrargarður skagar út frá Heimakletti. Skip og bátar þurfa að sveigja fram hjá garðinum til að komast inn í höfnina.

Eyjamenn ætla að stytta hafnargarð

Vestmannaeyjabær hyggst stytta Hörgaeyrargarð um allt að 90 metra til að auðvelda siglingu stórra skipa inn í höfnina. Vegna framkvæmdanna þarf að breyta aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 og hefur bærinn birt skipulagslýsingu Meira

Hafnarfjörður Elísabet Karlsdóttir við leikskólann Bjarkalund.

Margt gert til að bæta kjör kennara

Elísabet Karlsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri í leikskólanum Bjarkalundi á Völlunum, segir margt spennandi og jákvætt að gerast í skólamálum í Hafnarfirði og bæjaryfirvöld eigi hrós skilið fyrir að sjá mikilvægi þess að bæta starfsskilyrði í skólum og jafna þau á milli leik- og grunnskólastigs Meira

Stephen James Midgley

Er orðinn betri pabbi og vonandi betri kennari

„Námið er mjög gott, ég er allt annar maður en fyrir nokkrum árum, mun betri pabbi og vonandi betri kennari,“ segir Stephen James Midgley, aðstoðarleikskólakennari í leikskólanum Tjarnarási, en hann nýtti sér úrræði Hafnarfjarðarbæjar og fór í nám í leikskólafræðum samhliða vinnunni Meira

Haraldur F. Gíslason

Tímabært að koma með lausnir

Hafnarfjörður samræmir starfstíma í leik- og grunnskólum bæjarins • Rósa bæjarstjóri segir verkefnið þegar farið að skila árangri • Formaður Félags leikskólakennara segir Hafnfirðinga eiga hrós skilið Meira

Klettasvæðið Svona sjá arkitektarnir fyrir sér að svæðið liti út ef tillögurnar hefðu náð fram að ganga. Skjólgóð almenningsrými milli bygginganna.

Rautt ljós á byggingar í Gufunesi

Vildu koma fyrir samfelldri byggð í stað bílastæða austan kvikmyndavers • Einnig breyta byggðamynstri þeirra bygginga sem búið er að heimila • Tryggja þarf gott aðgengi að ströndinni Meira

Yfirlæknisbústaður Vinnupallar eru allt umhverfis húsið og utanhússframkvæmdir enn í fullum gangi.

Húsið var í „skelfilegu ástandi“

Viðamiklar utanhússviðgerðir standa enn yfir á gamla yfirlæknisbústaðnum á Vífilsstöðum • Húsið hafði staðið autt í um tvo áratugi þegar hafist var handa • Framtíðarnýting hússins óráðin Meira

Styrkir Fulltrúar hárgreiðslumeistara og styrkþega við afhendingu í gær.

Hárgreiðslumeistarafélaginu slitið

Hinn 1. febrúar sl. var samþykkt samróma á fundi Hárgreiðslumeistarafélags Íslands að félagið yrði lagt niður. Markar sú ákvörðun lokin á níutíu og tveggja ára sögu félagsins. Samhliða ákvörðuninni um að slíta félaginu var einnig ákveðið að… Meira

Nálægur Kristana Heyden, formaður sóknarnefndar á Stóra-Núpi, með mynd af kennimanninum og skáldinu.

Sálmar Valdimars eru ilmandi taða

Prests og skálds minnst á Stóra-Núpi • Sr. Valdimar er ennþá ótrúlega nálægur • Arfleifð og sterk ítök meðal Gnúpverja • Opin bók um guðdóminn og djúp spor í trúarlífi þjóðar • Tækifæriskveðskapur Meira

Á &bdquo;punty&ldquo; Elín færir skál frá blásturspípu yfir á svokallað &bdquo;punty&ldquo;. Glerblástursverkstæðið er vígi fagmálsins.

Konan sem gat bara verið módel

Elti karlmann til Bandaríkjanna 1993 og kom aldrei aftur • Ástríða fyrir glerblæstri leysti fyrirsætustörf af hólmi • Var viðstödd hundruð fæðinga sem unglingur • „Ég er að vinna við öll áhugamálin mín“ Meira

Heimsókn Erdogan forseti Tyrklands fór á jarðskjálftasvæðin í Kahramanmaras í Suðaustur-Tyrklandi í gær. Tyrknesk yfirvöld hafa legið undir ámæli fyrir að hafa ekki brugðist nógu hratt við hamförunum í landinu.

Kapphlaup við tímann upp á líf og dauða

12.000 látnir og þúsundir slasaðar • Viðbragðshraði lykilatriði • Erdogan segir ógerlegt að búa sig undir hamfarir • Twitter lokað í kjölfar gagnrýni • Heilbrigðiskreppa ef fórnarlömb fá ekki aðhlynningu Meira

Fundur Volodimír Selenskí og Rishi Sunak í Downingstræti 10 í gær.

Vill fá „vængi“ til að ljúka stríðinu

„Bretar voru meðal fyrstu þjóða til að rétta Úkraínu hjálparhönd,“ skrifaði Volodimír Selenskí forseti Úkraínu á samfélagsmiðla við komuna til Bretlands í gær og kvaðst vilja færa breskum almenningi persónulega þökk sína Meira

Virðing Úkraínskur hermaður kveður fallinn félaga sinn sem borinn var til grafar í Lvív fyrr í þessari viku. Mannfall í átökunum er gríðarlegt.

Rússar gætu brátt valdið miklu áfalli

Eftir gott gengi Úkraínumanna á öðrum ársfjórðungi 2022 í Karkív og Kerson eru Rússar farnir að sækja í sig veðrið á ný. Undanfarnar tvær vikur hafa verið þær blóðugustu til þessa – í stríði hvar manntjón hefur frá fyrstu stundu átaka verið mikið í báðum fylkingum Meira

Super Bowl-uppskriftir Vignis

Vignir Þór Birgisson, vörustjóri matvöru í Hagkaup, býður árlega í stórglæsilegt Super Bowl-partí þar sem hlaðborðið svignar undan girnilegum veitingum sem Vignir töfrar fram. Þetta er árlegur viðburður sem nýtur vaxandi vinsælda. Engu skiptir hvort gestirnir hafa áhuga á amerískum fótbolta heldur er þetta miklu meira spurning um að hittast og borða á sig gat, það er aðalleikurinn. Þemað í partíinu hjá Vigni er einfalt og gott: Nógu amerískt og djúpsteikt! Meira

Meistarataktar Dennis Tamse sá um að kenna fyrstu vinnustofuna.

Metþáttaka í World Class-barþjónakeppninni

Aldrei hefur skráning í World Class-barþjónakeppnina verið eins mikil og nú. 73 keppendur skráðu sig til leiks frá 40 kokteilbörum. Ljóst er að keppninnar hefur verið beðið með eftirvæntingu en þrjú ár eru síðan hún var haldin síðast Meira

Á sýningunni Petra Björnsdóttir með Elísu Petru, barnabarni sínu.

Prjónaði um 100 vettlingapör í fyrra

Ótrúlegt safn hannyrða eftir Petru F. Björnsdóttur 90 ára Meira