Fréttir Þriðjudagur, 22. október 2019

Vogur Aukin eftirspurn eftir meðferð hjá SÁÁ veldur áhyggjum þar.

Sjá miklar breytingar í neyslunni

Aukið framboð á kókaíni • 700 manns á biðlista hjá SÁÁ Meira

Búrfellsvirkjun Ein aflvél af sex bilaði og eins vél Búrfellsvirkjunar II.

Vélarbilun í Búrfellsvirkjun

Tvær aflvélar virkjana Landsvirkjunar í Búrfelli biluðu í síðustu viku. Önnur vélin komst fljótlega í lag en viðgerð á hinni mun taka lengri tíma. Bilun kom fram í rafala aflvélar 6 í Búrfellsstöð aðfaranótt fimmtudagsins... Meira

Grafarvogur Skólamál í Staðahverfi í Grafarvogi hafa lengi verið í deiglunni. Myndin var tekin á hitafundi um skólamál í hverfinu í apríl sl.

Óánægja með lokun Korpuskóla

Meirihluti skóla- og frístundaráðs sýndi á spilin í fréttatilkynningu • Leggur til að leggja skólastarf í Korpuskóla af • Borgarfulltrúi furðar sig á vinnubrögðunum • Facebooksíður loga af óánægju Meira

Flug Hægt er að fljúga í beinni línu.

Umhverfisvænna að fljúga

Kolefnisspor flugferðar til Akureyrar minna en bílferðin Meira

Egill Örn Jóhannsson

Mikill áhugi á bók Andra

Góð ferð Íslendinga á bókamessuna í Frankfurt • Bitist um loftslagsbók Andra Snæs • Heiðar Ingi í framkvæmdastjórn IPA • Fyrsta bók Þóru seld Meira

Bráðamóttakan Tilvik vegna eiturlyfjaneyslu eru álíka mörg og í fyrra. Fleiri koma vegna kókaíns nú, en ópíóðar voru meira áberandi þá.

„Fólk keyrir sig fljótt í þrot“

Mikið framboð af kókaíni hér á landi og efnin sterkari en áður • Áhyggjuefni hvað eftirspurn eftir meðferð hefur aukist, segir forstjóri SÁÁ • Fleiri sprauta sig og reykja kókaín á götunni Meira

Brim kaupir Kamb og Grábrók

Hátt í þrjú þúsund þorskígildistonn • Vinnsla verður áfram í húsnæði Kambs Meira

Þórður Eydal Magnússon

Dr. Þórður Eydal Magnússon lést á Vífilsstöðum 19. október síðastliðinn, 88 ára að aldri. Þórður fæddist 11. júlí 1931 í Vestmannaeyjum. Foreldrar hans voru hjónin Magnús Ingibergur Þórðarson, verkamaður í Reykjavík, og Sigríður Sigmundsdóttir. Meira

Laugardalsvöllur „Yfirborð hlaupabrauta er margbætt og ónýtt og merkingar vallaryfirborðs úr sér gengnar.“

Laugardalsvöllur ekki keppnishæfur

Lagfæra þarf aðstöðu fyrir frjálsar íþróttir • Kostnaður áætlaður 82 milljónir Meira

Ráðherrar Kristján Þór Júlíusson og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir kynntu áform sín á fundi í gær.

Þúsund reglugerðir felldar niður

Íslenskt regluverk verði bæði aðgengilegt og auðskiljanlegt Meira

Akureyri Elín Dögg Gunnars Väljaots (t.h.), framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar, stóð vaktina í gær ásamt móður sinni, Fjólu Sigurðardóttur.

Annríki á dekkjaverkstæðunum

Vetur konungur er farinn að banka á dyrnar, með kólnandi veðri, frosti og snjó niður í byggð. Norðlendingar vöknuðu við slíkar aðstæður í gærmorgun og strax byrjaði atið á dekkjaverkstæðunum. Meira

Varð að „dæmigerðum“ stjórnmálamanni

„Það veldur mér vonbrigðum að ráðherra hafi á einum sólarhring frá því að hann steig formlega inn í flokksstarf orðið að hinum dæmigerða stjórnmálamanni,“ sagði Logi Einarsson, þingmaður Sam-fylkingarinnar, um svar Guðmundar Inga... Meira

Myllur tvær Norðan við Búrfell er hraunsléttan Hafið. Þar reisti Landsvirkjun tvær vindmyllur í rannsóknarskyni sem voru gangsettar 2013.

Vilja reisa vindmyllur í Borgarbyggð

Áformað er að reisa 2-6 vindmyllur í landi Hafþórsstaða og Sigmundarstaða í Borgarbyggð og er áætlað afl þeirra 9,8-30 MW. Framkvæmdaraðili er félag sem stofnað yrði um framkvæmdina í samstarfi við eigendur jarðanna. Meira

Sakaður um hlutdrægni John Bercow, forseti neðri deildar breska þingsins, tilkynnir þá ákvörðun sína að hafna beiðni um að þingdeildin greiddi atkvæði um brexit-samninginn í gær.

Leyfði ekki aðra atkvæðagreiðslu

Forseti neðri deildar breska þingsins hafnaði beiðni um að brexit-samningur við ESB yrði borinn undir atkvæði • Stjórnarandstaðan hyggst leggja fram tillögur um breytingar á brexit-frumvarpi Meira

Vald yfir rekstri ógnar faglegri starfsemi

Auðvitað höldum við skjólstæðingum okkar utan við þessar deilur hér. Meira

Eiðistorg Kristinn Örn Guðmundsson stillir út verkum sínum á ganginum framan við vinnustofuna.

Hlutverkaskipti feðga

Ekki lengur aðeins innrömmun heldur líka þrívíddarhönnun og kvikmyndagerð í höndum Kristins Arnar Meira