Fréttir Mánudagur, 21. október 2019

Skorti „betri vöktun í stjórnkerfinu“

„Það má ljóst vera að betur hefði mátt halda á spilunum,“ segir forsætisráðherra vegna gráa listans Meira

Álagsgreiðslur verða aflagðar

30 milljónir í jafnlaunavottun Landspítala • Skilgreina þarf kjarnastarfsemi Meira

30 milljónir í jafnlaunavottun

Forstjóri Landspítala segir formann Læknafélagsins fara með rangt mál • Álagsgreiðslur vegna neyðarástands • Skilgreina þarf kjarnastarfsemi, segir formaður Samtaka í velferðarþjónustu Meira

Vetrarveður Allur er varinn góður og þó er október enn ekki úti.

Stormur og hríðarhraglandi

Stormviðvörun • Heimskautaloftið berst að landinu Meira

90 ára Afmæli Sambands íslenskra kristniboðsfélaga var fagnað á hátíðarsamkomu í Lindakirkju í gær. Þar voru flutt ávörp og flutt tónlist. Íslenskir kristniboðar hafa meðal annars starfað í Japan, Kína, Eþíópíu og Keníu.

Áhersla á kristniboð, heilsugæslu og skólastarf í 90 ár

Samband íslenskra kristniboðsfélaga hefur starfað víða Meira

Með tösku Kappklæddur ferðalangur spígsporar um miðbæinn.

„Algjörlega óboðlegt að loka“

Safnstæði fyrir rútur verður ekki opnað aftur þegar framkvæmdum við Hverfisgötu lýkur • Hótelrekendur eru ósáttir • Ferðamenn þurfi að „klöngrast“ með farangurinn við komuna til Reykjavíkur Meira

Grafarholt Úthverfi í borginni þar sem nú búa um 5.300 manns.

Hverfi borgar verði sjálfbærar einingar

Hægja þarf á þéttingu byggðar í rótgrónum hverfum en auka í hverfum sem þola betur meiri fjölgun íbúa. Nýta þarf innviði sem eru til staðar í borginni til að stuðla að nýsköpun með því að rækta samspil athafnalífs, menntunar og stjórnsýslu. Meira

Hamingjuóskir Guðmundur Ingi Guðbrandsson og formaðurinn Katrín Jakobsdóttir fagna er sá fyrrnefndi var kosinn varaformaður VG um helgina. Katrín náði einnig kjöri sem formaður. Allir fundarmenn greiddu henni atkvæði.

Loftslagsmálin „stóru málin“

Guðmundur Ingi kjörinn nýr varaformaður Vinstri grænna • Tillaga um að viðburðir yrðu vegan komst ekki í gegn • Fundarmenn þrættu um „punkta og kommur“ • „Engar stórar átakalínur“ Meira

Drög að reglugerð um selveiðibann

Drög að reglugerð um bann við selveiðum var birt í Samráðsgátt stjórnvalda á föstudaginn. Veiðibannið mun gilda um allar selategundir, þar með talið bæði landsel og útsel hér við land. Meira

Vífilsstaðavatn Vatnið og nágrenni þess var friðlýst sem friðland 2007. Varptími hefur verið lengdur til 15. ágúst.

Fuglar fái meiri frið við Vífilsstaðavatn

Umhverfisnefnd Garðabæjar hefur samþykkt tillögu um að varptími í friðlandinu við Vífilsstaðavatn verði lengdur. Á varptíma er hundum bannaður aðgangur í friðlandinu en utan varptímans eru hundar aðeins leyfðir í taumi. Meira

Formaðurinn Logi Einarsson flytur fundargestum ræðu á flokksráðsfundi á laugardag.

Krefjast rannsóknarnefndar

Þrjár ályktanir voru samþykktar og einni var vísað til málefnanefnda á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar sem fram fór í Austurbæ á laugardag. Meira

Ágústa E. Ingþórsdóttir

Óraunhæf og blygðunarlaus barátta

Að kennarar beiti sér gegn skólameistara vegna þess að hann féllst ekki á kröfur kennara um efni stofnanasamnings, án þess að þeir hafi sjálfir neytt úrræða sem þeim eru ákveðin í kjarasamningi, sýnir blygðunarlausa hagsmunabaráttu þar sem persóna... Meira

Fundur María Erla afhenti Frank-Walter Steinmeier, forseta Þýskalands, trúnaðarbréf sitt 11. september sl. Myndin var tekin við það tilefni.

Sendiherra í suðupotti Evrópu

María Erla Marelsdóttir er á vaktinni í Berlín • Borgin blómstrar • Norræn sendiráð á sama stað í tuttugu ár • Bókmenntir í brennidepli • 190 þúsund Þjóðverjar komu til Íslands á síðasta ári Meira

Þorlákur Halldórsson

Þorlákur Halldórsson kjörinn nýr formaður Landssambands smábátaeigenda

Þorlákur Halldórsson, sjómaður í Grindavík, var kjörinn formaður Landssamtaka smábátaeigenda á aðalfundi samtakanna sem haldinn var í síðustu viku. Meira

Sporður hf. Kom fyrstur með bitafiskinn.

Sporður flytur á Borgarfjörð eystra

Ekki er rétt sem sagði í Morgunblaðinu á laugardag að harðfiskverkunin Sporður hf. á Eskifirði hefði hætt starfsemi. Atli Börkur Egilsson, einn eigenda Sporðs hf. og starfsmaður fyrirtækisins, sagði að ætlunin hefði verið að hætta starfseminni. Meira

Jarðamörk sýnd á korti Loftmynda

„Rjúpnaveiðitímabilið byrjar 1. nóvember og þá fer fjöldi fólks á fjöll. Við höfum orðið vör við það á þessum árstíma að menn eru að spyrja hver eigi land sem þeir vilja veiða á og hvort þar séu bönn eða takmarkanir í gildi. Meira

Kennari Ef við viljum samfélag sem einkennist af mannréttindum og réttlæti er nauðsynlegt að styðja unga kennara, segir Anna María í viðtalinu.

Óþekktar áskoranir

„Mikilvægi kennarastarfsins verður sífellt meira,“ segir Anna María Gunnarsdóttir, varaformaður Kennarasambands Íslands. „Hvar eiga börnin sem verða í fullu fjöri árið 2100 að læra allt sem þau þurfa á að halda í framtíðinni? Hver á að kenna þeim fordómaleysi, skapandi og jafnframt gagnrýna hugsun, að takast á við sérhvert verkefni með fjölbreyttar aðferðir að leiðarljósi? Hvar eiga þau að temja sér þrautseigju og þjálfa samvinnu ef ekki í skólum undir leiðsögn kennara?“ Meira

Umdeilt staðarval Aðkoman að þremur golfvöllum Donalds Trumps í Flórída.

Funda ekki á hótelum Trumps

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur skipt um skoðun og ætlar ekki að halda næsta leiðtogafund G7-ríkjanna á golfvöllum sínum í Flórída. Með þessu hefur Trump vent sínu kvæði í kross frá því sl. fimmtudag. Meira

Fjölmenn mótmæli Gríðarleg mótmæli andstæðinga útgöngu Breta úr Evrópusambandinu fóru fram í miðborg London í gær. Krafist var þess að útgöngusamningurinn yrði lagður í dóm þjóðarinnar.

Ætla sér út 31. október

Mögulega verða greidd atkvæði um útgöngusamninginn í London í dag • Óbilandi markmið bresku stjórnarinnar að fá nýjan samning samþykktan í vikunni Meira

Sögulegt Áhöfnin gengur niður landgang þotunnar eftir rúmlega 19 stunda flugferð frá New York til Sydney.

Lengsta farþegaflug sögunnar

Flug ástralskrar Qantas-farþegaþotu sem lenti í Sydney í gærmorgun markar tímamót í flugsögunni. Hún hóf sig á loft í New York 19 klukkustundum og 16 mínútum áður. Er það lengsta viðstöðulausa farþegaflug sögunnar. Meira

Gagnrýna tillögur um breytta yfirstjórn

Sviðsljós Ómar Friðriksson omfr@mbl. Meira

Bráðahjálp Sigríður Einarsdóttir frá Fastus og Gunnar Baldursson sjúkraflutningamaður hér með sjúkling í traustum höndum og Lúkas sér um hnoð.

Lúkas er lífsbjörgin

Tækið sem hnoðar hjartað • Straumhvörf í starfi sjúkraflutningamanna • Komið í góðar þarfir í Grindavík Meira