Fréttir Mánudagur, 27. maí 2024

Þrjár efstu hnífjafnar með rúm 20% inn í lokavikuna

Höllurnar og Katrín vel innan vikmarka hver annarrar • Baldur nokkru lægri Meira

Bessastaðir Búið var að senda út í kringum 11 þúsund kjörseðla á 200 staði víðs vegar um heiminn svo Íslendingar erlendis gætu kosið nýjan forseta.

Aukinn áhugi ungs fólks á kosningunum

Víða erlendis er kjörsókn góð fyrir forsetakosningarnar Meira

Meistari Róbert Aron Hostert með Evrópubikarinn eftir leik í Aþenu.

Valsmenn grétu af gleði í Aþenu

„Ég fór bara að gráta,“ sagði Róbert Aron Hostert leikmaður Vals í samtali við Morgunblaðið eftir að hann varð Evrópubikarmeistari í handbolta með liði sínu eftir sigur á gríska liðinu Olympiacos í Aþenu á laugardagskvöld Meira

Veðurstofa Ísland Nýr vefur Veðurstofunnar hefur verið í smíðum frá 2022.

Nýr veðurvefur kostar 190 m.kr.

Hönnun og smíði á nýjum vef Veðurstofu Íslands kemur til með að kosta 190 milljónir króna þegar upp er staðið. Við bætast 20-30 milljónir króna á ári í rekstur og þróun kerfa tengdra vefnum. Þörf hefur verið á mikill uppbyggingu og fjárfestingu í… Meira

Netáfengissala fyrir þingnefnd

„Málið stendur þannig að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur samþykkt að hefja frumkvæðisathugun á málinu og það er gert meðal annars vegna þeirra ábendinga sem fram hafa komið um að netsala áfengis sé ekki lögum samkvæm Meira

Engu munar á efstu þremur

Ekki tölfræðilega marktækur munur á þremur efstu • Baldur gæti vel blandað sér í toppbaráttuna • Taktísk atkvæði ómarkviss þegar svo margir eru um hituna • Þrotlaus kosningabarátta fram undan Meira

Norðlendingar sólarmegin á landinu

Hitinn á Húsavík mældist 21,5 gráður á laugardag. Húsvíkingar nutu góðveðursins og skelltu sér ýmist í sund eða stukku í sjóinn. Hátt í 200 bæjarbúar mættu í sundlaugina á Húsavík og er það stærsti dagur ársins í lauginni hingað til Meira

Verkfall Samningaviðræður verkfallsaðila hafa ekki borið árangur og bendir fátt sem ekkert til þess að samningar séu í augsýn í Færeyjum.

Eldsneyti uppselt vegna verkfalls

Það sér ekki fyrir endann á umfangsmiklu verkfalli í Færeyjum • „Þetta verður nokkuð erfitt“ • Margir metrar af tómum hillum í matvöruverslunum • Skip geta ekki lagt að bryggju • Skólum lokað Meira

Af slysstað Tildrög slyssins eru óljós, lögreglan fer með rannsókn.

Rútuslys varð á Rangárvallavegi

Rúta með 27 farþegum valt út af Rangárvallavegi síðdegis á laugardag og voru sjö manns fluttir af vettvangi með þyrlu og slösuðust allir farþegar rútunnar misalvarlega. Þá voru þau öll flutt á sjúkrahús til aðhlynningar, ýmist á Landspítalann,… Meira

Afþreying Parísarhjólið gefur gott útsýni yfir höfnina og sjávarsíðuna.

Parísarhjól mun rísa í byrjun júní

Parísarhjól sem á að rísa á Miðbakka í sumar er á leiðinni til landsins og mun rísa í byrjun júní ef allt gengur að óskum, sagði Kamma Thordarson, verkefnastjóri í atvinnu- og borgarþróunarteymi Reykjavíkurborgar, í samtali við Morgunblaðið Meira

Ferðamenn Eftirspurn er eftir afþreyingu eins og íshellaskoðun.

Stefna á uppbyggingu íshellis

Bláskógabyggð vinnur að skipulagsbreytingum • Góð reynsla af íshellum Meira

Sjór Vísindaskipið Árni Friðriksson við kaja í Hafnarfjarðarhöfn.

Eflingu rannsókna fagnað

Jákvæð skref eru stigin í fyrirætlunum um aukna sókn í hafrannsóknum og eflingu stjórnsýslu fiskeldis, með þeim áherslum í fjármálaáætlun ríkisins fyrir árin 2025-2029 sem liggur fyrir Alþingi. Þetta segir í umsögn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Meira

Skagafjörður Skólastarfið á Hólum byggist á aldalangri sögu.

Samstæða háskólanna styrkir landsbyggðina

HÍ og Hólar undir eina stjórn • Gagnvegir efla starf • Fá að halda sérstöðu og styrkleikum Meira

Rektor Grundvallaratriði fyrir bændur að búa að sterkum landbúnaðarháskóla í nánum tengslum við alþjóðlegt umhverfi, segir Ragnheiður Inga.

Tækniþróun er hröð og tækifærin mörg

„Áherslan í námsframboði hér er bæði á hefðbundna framleiðslu í landbúnaði en ekki síður á umhverfisþætti og skipulagsmál. Í auknum mæli er augunum beint að nýjum lausnum sem eru líklegar til að ryðja sér til rúms í framtíðinni Meira

Tel Avív Fjölmenni mætti í gær við útför Hanan Yablonka, eins af gíslunum sem fundust í síðustu viku.

Ræddu mögulegt vopnahlé

Hamas skaut átta eldflaugum að Tel Avív • Vopnahlésviðræður eiga að halda áfram í vikunni • Borrell fundaði með leiðtoga palestínsku heimastjórnarinnar Meira

Lýsistöflur Omega-3-fitusýrurnar EPA og DHA, sem hafa mikið verið rannsakaðar, eru einkennandi fyrir sjávarfang og eru til dæmis í lýsi.

Lýsi almennt gott fyrir hjartveika

Dr. Arnar Halldórsson, framkvæmdastjóri gæðadeildar hjá Lýsi hf., segir vísindagrein sem birtist í vikunni, þar sem meðal annars koma fram möguleg neikvæð áhrif neyslu bætiefna úr fiskiolíu á borð við lýsi, einungis vera dropa í hafsjó rannsókna og… Meira

Stúdent Róbert segir góðan aga og metnað vera þau gildi sem hann lærði af foreldrum sínum og þau séu lykilatriði í því að ná góðum árangri.

„Snýst um metnaðinn að ná árangri“

„Ég hef alltaf lagt mikla áherslu á gott nám og hef mjög lengi haft gríðarlega mikinn áhuga á viðskiptum og þess vegna fór ég upphaflega í Verslunarskólann,“ segir Róbert Dennis Solomon sem á laugardaginn útskrifaðist með láði frá… Meira