Fréttir Laugardagur, 24. febrúar 2024

Hermaður Volodymyr Mazur.

Á leið heim í herinn

Volodymyr Mazur, sem flúði hingað frá Úkraínu fyrir rúmu ári, er á leið aftur heim og mun ganga í herinn í síðasta lagi 7. apríl. Ekki er um herkvaðningu að ræða, heldur er þetta hans val. Hann er giftur og á tvær dætur Meira

Ólýsanleg sorg Vinir og vandamenn sjást hér syrgja við útför þriggja sem fórust í eldflaugaárás Rússa á borgina Kramatorsk á fimmtudaginn.

Tvö ár af stríði og sorg

Hrikalegar afleiðingar fyrir almenning l  Bjartsýnin hefur vikið fyrir svartsýni Meira

Fundur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.

Stíf fundarhöld í dag

Samningafundi breiðfylkingarinnar, fyrir utan VR sem í gær ákvað að slíta sig frá bandalaginu, og Samtaka atvinnulífsins lauk í húsakynnum sáttasemjara um kvöldmatarleytið í gær og hefur nýr fundur verið boðaður klukkan níu í dag Meira

Óvissa Vilhjálmur Birgisson og Ragnar Þór Ingólfsson.

Breiðfylkingin heldur áfram án VR

Ný staða komin upp í kjaraviðræðum breiðfylkingarinnar og SA • VR sætti sig ekki við forsenduákvæðinl VR gæti farið í samflot með öðrum félöguml Áfram verður fundað í Karphúsinu Meira

Sorpa Mun dýrara er að losa sig við úrgang í Álfsnesi en áður.

Sorpa hækkar gjöld um hundruð prósenta

Móttaka olíuúrgangs í Álfsnesi hækkaði um 130% • Íþyngjandi fyrir fyrirtækin Meira

Vilja ekki kveðja lífið í Grindavík strax

Vinnsla hófst hjá Einhamri í gær • Sefur vel heima Meira

Grindavík Vinnsla var í fullum gangi í gær hjá Einhamri Seafood.

Stuðningurinn orðinn að lögum

Frumvörpin um tímabundinn rekstrarstuðning vegna náttúruhamfaranna í Grindavík og um kaup á íbúðarhúsnæði í bænum eru bæði orðin að lögum frá Alþingi. Voru frumvörpin samþykkt samhljóða upp úr miðnætti í fyrrakvöld af öllum viðstöddum þingmönnum á þingfundinum Meira

Ætlaði sér að opna og gerði einmitt það

„Þetta var nú heimskuleg spurning,“ segir Vilhjálmur Jóhann Lárusson, veitingamaður í Vör í Grindavík, spurður að því hvort hann hafi náð að opna veitingastaðinn í vikunni. „Ef ég ætla að opna þá opna ég,“ bætir Vilhjálmur við, léttur í bragði, en… Meira

Fuglamerkingar Merkingar á bjargfugli eru ekki fyrir lofthrædda. Myndin er tekin á Svalbarða.

44 ára stuttnefja skotin á Eyjafirði

Merkt á Svalbarða • Líklega elsta merkta stuttnefjan Meira

Vegamál Bergþóra Þorkelsdóttir er forstjóri Vegagerðarinnar.

Útlit brúarinnar kostar skildinginn

Forstjóri Vegagerðarinnar segir að brú yfir Fossvog muni alltaf kosta mikið • Sú ákvörðun að leggja áherslu á útlit hennar hækki verðið umtalsvert • Telur að vanda mætti talsvert betur til áætlanagerða Meira

Helgi Björnsson

Helgi Björnsson heiðraður af IGS

Alþjóðlega jöklarannsóknafélagið (IGS) hefur útnefnt Helga Björnsson jöklafræðing heiðursmeðlim í félaginu. Verðlaunin eru ein þau helstu sem félagið veitir en fáir hafa hlotið þau gegnum tíðina, að því er segir á vef Jarðvísindastofnunnar Háskóla Íslands Meira

Karl J. Steingrímsson

Karl J. Steingrímsson athafnamaður, oft kenndur við verslunina Pelsinn, lést á Landspítalanum í Fossvogi fimmtudaginn 22. febrúar, 76 ára að aldri. Karl fæddist 19. mars árið 1947 í Reykjavík og ólst upp í Vesturbænum Meira

Örn Arnarson

Greitt fyrir ­hraðflutningum

Fjölmiðlarýnir Viðskiptablaðsins víkur að viðtali í Silfri Rúv. við stöllur sem fóru til Egyptalands til að greiða fyrir för Palestínumanna til Íslands. Lagt var út af skrifum hér á þessum stað fyrir skömmu þar sem vísað var til viðtals mbl.is við konurnar, þar sem fram hafði komið að greiddir væru 5.000 bandaríkjadalir, um 700.000 krónur, fyrir að fá hvern Palestínumann út af Gasasvæðinu. Þá var einnig sagt að þetta væri í „samræmi við frásagnir erlendra fjölmiðla um himinháar mútugreiðslur til landamæravarða í Rafha,“ auk þess sem bent var á að slíkar mútur væru ólöglegar hér og viðurlög sektir og allt að fimm ára fangelsi. Meira

Endurskoðun hafin á vef Alþingis

Verður notendavænni og aðgengilegri • Vefurinn á að líta dagsins ljós 2025 Meira

Vopnafjörður Mörgum þykir lambakjötið úr sveitinni bera af í gæðum.

Slíta Sláturfélaginu eftir 35 ára rekstur

Högg fyrir Vopnafjörð • Síðasta sláturhúsið á Austurlandi Meira

Flutningar Stólar og fleiri húsgögn voru flutt á brott í vikunni.

Tilfærslur á ráðherrastólum

Unnið var að því í vikunni að flytja stóla og annan húsbúnað úr Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á annan tímabundinn fundarstað ríkisstjórnarinnar. Sem kunnugt er hafa endurbætur staðið yfir í Ráðherrabústaðnum undanfarna mánuði Meira

Kjötborg Bræðurnir Gunnar Halldór og Kristján Aðalbjörn bíða enn svara.

Ekkert gerst í fjóra mánuði

„Það hefur ekkert gerst frá því ég talaði við Dag 26. október. Maður verður áfram að passa sig á þessum stöðumælavörðum svo maður verði ekki féflettur,“ segir Gunnar Halldór Jónasson, kaupmaður í versluninni Kjötborg við Ásvallagötu í Reykjavík Meira

Alþingi Það hefur bersýnilega verið líf og fjör í þingsölum fyrir rétt rúmlega öld. Hiti í mönnum og orðkynngi.

Oft voru þrjú á lofti sverðin í einu

Hart var tekist á um Landsverslun á Alþingi • Mogginn talaði um hildarleik þar sem mannslíf voru ekki spöruð • Ægishjálmur í augum Magnúsar Kristjánssonar sem áminnti mann og annan Meira

Sæludagur Gott er að fara í pott. Lífið sjálft er að fara í Laugardalslaugina.

Lokunardögum lauganna fækkað

Afgreiðslutími sundlauga í Reykjavík verður lengdur til muna á hátíðisdögum skv. samþykkt íþrótta- og tómstundaráðs borgarinnar í gær. Tillaga um þetta tók mið af gagnrýni á opnun lauganna um síðustu jól Meira

Ráðist verður í breytingar á Grófarhúsi

Tvær glerjaðar þakhæðir • Þakgarður og svalir • Tengist Hafnarhúsinu með göngubrúm Meira

Farsími Notkun verður bönnuð í skólum í Hafnarfirði í apríl.

Farsímum gefið frí í Hafnarfirði í apríl

Fræðsluráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í vikunni að í aprílmánuði næstkomandi verði símafrí í öllum grunnskólum bæjarins. Tillagan felur það í sér að ekki er heimilt að vera með síma í notkun á skólatíma og á þetta við um nemendur í 1 Meira

Mannanöfn Frumvarp er til meðferðar á Alþingi sem miðar að því að tryggja rétt einstaklinga til að bera það nafn eða nöfn sem þeir kjósa.

Sækja um nafnbreytingu oft á ári

Engin takmörkun á því hve oft er hægt að skipta um nafn í lagafrumvarpi um mannanöfn • Þjóðskrá segir að það yrði afar vandasamt í framkvæmd og leggur til að slíkur réttur verði takmarkaður Meira

Úkraína Börn í örmum frænda síns í Volyn í norðurhluta Úkraínu.

Safnast hafa 190 milljónir hérlendis

Frá upphafi innrásar 2022 hefur UNICEF á Íslandi staðið fyrir neyðarsöfnun vegna þessara og ótal fleiri verkefna UNICEF í Úkraínu og nágrannaríkjum. Árið 2022 var neyðarsöfnun UNICEF vegna Úkraínu orðin stærsta einstaka neyðarsöfnun í nærri 20 ára sögu UNICEF á Íslandi Meira

Eyðilegging Húsarústir í bænum Panteleimonovk í Donetsk-héraði. Eyðileggingin er víða gífurleg.

Þurrka út menningu Úkraínu

Úkraínsk kona á Íslandi segir rússnesk stjórnvöld álíta hertekin svæði í Úkraínu hluta af Rússlandi l  Öll símtöl hleruð og mótmælendum hótað lífláti l  Íbúðum og húsum komið í hendur aðfluttra Rússa Meira

Langanesbyggð Verðlaunahryssan Arney á Ytra-Álandi með Úlfhildi Ídu eiganda sínum og heimasætunum á Ytra-Álandi, þeim Þóreyju og Láru.

Vill eiga drauminn en ekki selja

Á bænum Ytra-Álandi í Þistilfirði býr fólk sem metur drauma sína ekki til fjár, þau Úlfhildur Ída Helgadóttir og Ragnar Skúlason ásamt dætrunum Þóreyju og Láru. Í rúmgóðu hesthúsi við bæinn býr stóri draumurinn, verðlaunahryssan Arney sem setti heimsmet í fyrravor í flokki fjögurra vetra hryssa Meira

Heimsendingar Katrín Aagestad Gunnarsdóttir og Elisabeth Stenersen fagna samstarfinu.

Fá Wolt í hraðsendingar

Heimkaup fyrsta íslenska matvöruverslunin í viðskiptavinahópi Wolt • Nær yfir stærstan hluta höfuðborgarsvæðisins • Veður hefur mikil áhrif á viðskiptin Meira

Minning Selenskí Úkraínuforseti leggur hér blóm ásamt Mette Fredriksen, forsætisráðherra Dana, í minningarathöfn um fallna hermenn í Lvív.

Úkraína á myrkum tímamótum

Tvö ár liðin í dag frá upphafi allsherjarinnrásar Rússa í Úkraínu • Náðu að verjast sókn Rússa að Kænugarði • Fyrirhuguð gagnsókn skilaði litlum árangri • Mikil óvissa um framhald stríðsins Meira

Refsiaðgerðir Biden fundaði í vikunni með Júlíu, ekkju Navalnís.

Bæta enn í refsiaðgerðir sínar

Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær nýjar refsiaðgerðir Bandaríkjastjórnar gegn Rússum vegna innrásar þeirra í Úkraínu. Var rúmlega 500 fyrirtækjum og einstaklingum bætt á svartan lista Bandaríkjamanna, og sagði Biden tilgang aðgerðanna að… Meira

Stríðandi fylkingar Margeir Pétursson hefur búið í Lvív í Úkraínu um árabil og er vel kunnugur samfélagi sem í dag hefur búið við stríðsástand í tvö ár.

„Man mjög vel eftir þessum morgni“

Allt daglegt líf fólks breyttist • Væntingar Rússa um stuðning út í hött • Of mikil bjartsýni í fyrra en allt of mikil svartsýni nú • Eiginlega enginn náð að sameina úkraínsku þjóðina eins og Vladimír Pútín Meira

Minning Kona leggur blóm til minningar um Navalní í Moskvu.

Hóta greftrun á fangelsislóðinni

Rússneskir embættismenn hótuðu því í gær að lík andófsmannsins Alexeis Navalnís yrði jarðsett á lóð fangabúðanna þar sem hann lést í síðustu viku, ef fjölskylda Navalnís samþykkti ekki að halda lokaða útför Meira

Samningur Ulf Kristersson forsætisráðherra Svía og Victor Orbán forsætisráðherra Ungverjalands á blaðamannafundi í Búdapest í gær.

Ungverjar kaupa orrustuflugvélar af Svíum

Ungverjaland hefur gert samning við sænsk stjórnvöld um að kaupa fjórar sænskar Griphen-orrustuflugvélar. Þetta var tilkynnt eftir viðræður Viktors Orbáns forsætisráðherra Ungverja og Ulfs Kristerssons forsætisráðherra Svía í Búdapest í gær Meira

Úrgangur Bannað er að losa lífrænan úrgang í Álfsnesi vegna lyktarmengunar og hefur það leitt til mikillar hækkunar kostnaðar.

Ástandið í úrgangsmálum grafalvarlegt

Baksvið Ólafur E. Jóhannsson oej@mbl.is Meira

Fjölbreytni Kristín R. Vilhjálmsdóttir með hæfileikabörnum úr Hlíðaskóla hér í stiganum í Veröld.

Menningarmót og mikilvægt fjöltyngi

„Tilgangurinn með þessu starfi er meðal annars sá að börnin geti sýnt í hverju styrkleiki þeirra liggur. Þar er fjöltyngi mikilvægur þáttur,“ segir Kristín R. Vilhjálmsdóttir tungumálamiðlari. Alþjóðadagur móðurmálsins var sl Meira