Valdar greinar síðustu daga

Fimmtudagur, 2. desember 2021

Góðar horfur

Góðar horfur

Uppgangur í atvinnulífinu hefur verið meiri en ráð var fyrir gert og það skilar sér í fjárlagafrumvarpinu Meira

Bjarni Jónsson

Óþarfur orkuskortur?

Bjarni Jónsson rafmagnsverkfræðingur skrifar á blog.is um verð á orku á meginlandi Evrópu og á Bretlandseyjum og bendir á að það sé hátt. Þá segir hann: „Þann 8.11. 2021 tilkynnti Landsvirkjun um hækkun raforkuverðs skammtímasamninga við almenningsveiturnar og ber við lágri miðlunarlónsstöðu, enda er vatnshæðin í Þórisvatni óbeysin í byrjun vetrar. Ef orkumálum landsins væri almennilega stjórnað, og ekki bara látið reka á reiðanum, þá væri ný virkjun á borð við Hvammsvirkjun (95 MW) að taka til starfa nú í haust, og engin hætta væri á vatnsleysi í Þórisvatni (sama vatnið og í virkjunum ofar), en enginn er lagalega ábyrgur fyrir því, að á hverjum tíma, nema í náttúruhamförum, sé tiltæk næg raforka.“ Meira

Bryggjan rifin Stórvirkri gröfu hefur verið komið fyrir á prammanum og rífur hún Óðinsbryggjuna, fjöl fyrir fjöl. Ný bryggja verður síðan byggð og á hún að vera tilbúin í mars á næsta ári.

Óðinsbryggjan gamla er að hverfa

Var dæmd ónýt en sams konar bryggja verður byggð í hennar stað • Óðinn og Magni færðir Meira

Jólapakkaflóðið Mikill annatími er fram undan hjá starfsfólki póstmiðstöðvar Íslandspósts. Vertíðin er raunar hafin fyrir nokkru.

Telja að gjaldskrá Póstsins standist lög

Byggðastofnun stendur við það álit sitt að gjaldskrá Íslandspósts fyrir pakka uppfylli skilyrði laga um póstþjónustu um að vera viðráðanleg og að hún taki mið af raunkostnaði að viðbættum hæfilegum hagnaði. Kemur þetta fram í svari við fyrirspurn Morgunblaðsins þar sem bent er á að fyrri gjaldskrá pakka leiddi af sér mikið tap hjá Íslandspósti um árabil og bent á þann möguleika að nýja gjaldskráin fæli í sér undirverðlagningu og væri því ólögmæt. Meira

Við Sundlaug Seltjarnarness Guðmundur Árnason tannlæknir hefur verið fastagestur í áratugi.

Í toppformi á toppnum

Tannlæknirinn Guðmundur Árnason, sem verður 90 ára í apríl á næsta ári, er í fullu fjöri og þakkar það fyrst og fremst nær daglegu sundi í tæplega sextíu ár, en áður var hann virkur í boltaíþróttum í áratugi og gekk á hæstu fjöll landsins án þess að blása úr nös. „Ég er brattur, þakka sundinu og góðum félagsskap mikið hvað ég er við góða heilsu auk þess sem fjallgöngurnar hafa haldið mér í góðu formi,“ segir hann. Meira

Framkvæmdir Grafið í jörðu og lagnir tengdar. Mikilvægir innviðir.

Mikilvægar breytingar slá góðan tón

Uppstokkun í Stjórnarráði góð ráðstöfun, að mati SI • Orkuskiptum fylgi vöxtur • Iðnaður undirstaða velmegunar • Breytt viðhorf í efnahagsmálum • Þörf á miklum framkvæmdum víða um land Meira

Snjótittlingur á ferð og flugi

Var litmerktur á Víkingavatni í vor • A39 skaut upp kollinum á eyju undan ströndum Þýskalands • Hluti stofnsins leggst í flakk til annarra landa á haustin Meira

Hlaut fugl Arnar Eggert Thoroddsen, sem hefur árum saman skrifað gagnrýni um tónlist fyrir lesendur Morgunblaðsins, þakkar hér fyrir viðurkenninguna sem hann hlaut, fyrir framúrskarandi starf í þágu íslenskrar tónlistar.

„Ég er þakklátur“

Arnar Eggert Thoroddssen hlaut Litla fuglinn • Virðing fyrir tónlistarmönnum og verkum þeirra er lykilatriði Meira

Þetta hlýtur að vera misskilningur

Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Mér finnst þetta satt að segja út í hött, að ég sé að fá þessi verðlaun. Ég held þetta hljóti að vera einhver misskilningur.Ég er ekki að leggja neitt af mörkum, bara að heimsækja vini mína og stundum færa þeim ný Meira

Samkeppni um aukahæð og lyftu

Byggja má hæð ofan á lyftulausar fjögurra hæða blokkir í Árbæ og Breiðholti og setja um leið lyftu • Formaður Húseigendafélagsins segir að samþykki allra eigenda íbúða í blokkinni sé skilyrði Meira

Miðvikudagur, 1. desember 2021

Vafasamt met á evrusvæði

Verðbólga á evrusvæðinu mælist nú meiri en nokkru sinni frá því að sameiginlega myntin, evran, var tekin upp fyrir meira en tveimur áratugum. Greint var frá því í gær að verðbólgan næmi 4,9% í nóvember, sem er jafnvel hærra en meðalspámaður svæðisins hafði gert ráð fyrir, en hann hafði spáð 4,5% verðbólgu. Ekki nóg með það, verðbólgan á evrusvæðinu er hærri en verðbólgan hér á landi. Þar munar að vísu litlu, 0,1%, en eftir innlendar verðbólgutölur sem ollu áhyggjum fyrir skömmu er óneitanlega athyglisvert að evrusvæðið slái þær út. Meira

Svakalegar sveiflur

Svakalegar sveiflur

Vonandi verða viðbrögðin við „Ómíkronafbrigðinu“ víti til varnaðar Meira

Vígbúnaður Kanadískir NATO-hermenn stilltu sér upp fyrir fréttamenn í Adazi-herstöðinni í Lettlandi í gær. Fastaherlið frá nokkrum aðildarríkjum NATO er til varnar í landinu en hernaðarumsvif Rússa valda áhyggjum.

Titringur vegna Úkraínu

Rússar á ný með mikinn herafla við landamæri Úkraínu • Stjórnvöld í Kænugarði óttast innrás • NATO undirbýr viðbrögð til að halda aftur af Rússum Meira

Ómíkron vekur ugg en kann að veita von

Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar hefur vakið nokkurt uppnám víða og stjórnvöld í mörgum löndum boðað hertar sóttvarnareglur af þeim völdum, jafnvel þannig að sums staðar óttast menn um að enn ein jólahátíðin sé að fara í súginn. Á hinn bóginn reyndi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) að sefa menn í tilkynningu í gær þar sem sagt var að þrátt fyrir að smithættan af völdum afbrigðisins væri mikil, þá lægi ekkert fyrir um að það væri skeinuhættara en hin fyrri og varaði við óðagoti vegna þess. Meira

Stefán og Ragnar segja að sameining félaganna sé ekki endastöð. „Við munum þróa áfram það sem við erum að gera, sem er að flytja vörur samhliða verkefnunum fyrir álfyrirtækin.“

Stærra í útlöndum

Hollenska skipafélagið Cargow hefur keypt öll hlutabréf í flutningafyrirtækinu Thorship og hefur Samkeppniseftirlitið samþykkt viðskiptin. Framkvæmdastjórar félaganna, Stefán H. Stefánsson og Ragnar Jón Dennisson, segjast hlakka til að samþætta reksturinn og leita nýrra tækifæra í framtíðinni. Meira

Almere Craig Pedersen leggur línurnar í sigurleiknum gegn Hollandi en hann hefur stýrt karlalandsliðinu frá 2014 og kom liðinu tvívegis á EM.

Holland í háum gæðaflokki

Landsliðsþjálfarinn ánægður með gang mála í undankeppni HM Meira

Mjólkurvörur Kostnaður við framleiðslu búvara hefur aukist.

Mjólkurfernan fer í 176 kr.

Aðföng kúabúa hafa hækkað sem og vinnslukostnaður mjólkursamlaga • Væntanlegar launahækkanir um áramót eru teknar inn í mjólkurverðið nú Meira

Í Pizzavagninum Björgvin Þór, Petrína Þórunn Jónsdóttir, Arnþór Elí Sindrason og Sindri Snær Björgvinsson.

Frá akri og ofan í maga

Kornrækt, svínarækt, kjötvinnsla og sala á sömu hendi • Byrjuðu með eina gyltu á svínabúinu í Laxárdal Meira

Þriðjudagur, 30. nóvember 2021

Grímsey Drög að nýrri kirkju hafa verið kynnt og á að hefjast handa í vor. Hafa fyrstu útlitsteikingar verið birtar.

Ný kirkja á næsta ári

Grímseyingar ætla að byggja kirkju • Arkitekt ráðinn Meira

Í réttu umhverfi Áslaug Ragnarsdóttir vill halda í skötuhefðina.

Tími kæstu skötunnar

Lykt af kæstri skötu hefur verið eitt af helstu einkennum aðventunnar lengur en elstu menn muna og hjá Djúpinu fiskvinnslu á Grandagarði bíða um sjö tonn af góðgætinu eftir að fara á diska landsmanna. „Við bjóðum ferska skötu allt árið og erum sennilega með þeim öflugri í kæsingunni,“ segir Áslaug Ragnarsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Meira

Hverfisgatan Hinir nýju vagnar borgarlínu munu fara um götuna.

Gangbrautarljós ekki sett upp vegna borgarlínu

Hverfisgatan er hluti af fyrstu lotu borgarlínu • Framkvæmt 2022-2025 Meira

Hrært að þarflausu

Það þótti merki um stöðugleika að kjósendur gáfu áfram færi á sömu þriggja flokka stjórn að kvöldi kjördags. Formenn flokkanna voru opnir fyrir því. Eðlilegt var að í krafti þess yrðu lágmarksmannabreytingar í stjórninni, og viðbót boðuð síðar. Meira

Reyðarfjörður Þjónustubátur var notaður til að slátra upp úr kvínni á Gripalda og hefja gerð meltu í sérstökum tanki. Myndin er úr safni.

Sérstakt eftirlit með laxi í næstu kvíum

Lokið við að slátra úr sýktu kvínni • Sýni rannsökuð betur Meira

Rauði þráðurinn

Rauði þráðurinn

Vilji ríkisstjórnin vöxt til velsældar færi betur á því að ríkisvaldið héldi að sér höndum Meira

Mánudagur, 29. nóvember 2021

Í Mutt-galleríi Úlfur Karlsson á sýningu sinni fyrr á árinu.

Víkingar höfða til myndlistarmanns

Listamaðurinn Úlfur Karlsson er meðal kollega á samsýningu sem opnuð var í Davíðsgalleríi í Kaupmannahöfn um helgina og verður opin fram yfir miðjan desember. „Fyrir þremur árum tók ég þátt í samsýningu íslenskra listamanna á vegum íslenska sendiráðsins í Kaupmannahöfn og upp úr því spratt samstarf við sýningarhaldara sem stóðu að einkasýningu minni í september og buðu mér líka að vera með á þessari sýningu,“ segir hann um viðburðinn. Meira

Fyrirliðar Jorginho og Bruno Fernandes eigast við á Stamford Bridge.

Þrjú lið í sérflokki á Englandi

Mohamed Salah tókst ekki að skora en er samt í sérflokki á Englandi Meira

Sýndarheimur Pétur og Kristinn fyrir framan hluta af vöruúrvalinu. Með gagnauknum veruleika verður spilastokkur eða afmæliskort að mun áhugaverðari vöru. Nýlega bættist við jóladagatal sem notar þessa tækni.

Eins og jólasveinn standi á stofugólfinu

Fyrirtækið Sýsla hefur vakið athygli með gjafavöru sem öðlast nýja vídd með gagnauknum veruleika Meira

Fundarhöld Innanríkisráðherrar Frakklands, Belgíu og Þýskalands funduðu í gær fjölgun flóttafólks sem reynir að sigla yfir Ermarsundið.

Flóttamannavandinn veldur pólitískum usla

Innanríkisráðherrar Frakklands, Belgíu og Þýskalands funduðu í gær í Calais í Frakklandi um vandann sem hefur fylgt fjölgun þeirra flóttamanna sem reyna að komast yfir Ermarsundið á smábátum. Fundurinn í var haldinn í kjölfar þess að 27 flóttamenn létust á leið sinni yfir Ermasundið í síðustu viku. 17 karlmenn, sjö konur og þrjú börn vonuðust eftir að fá hæli í Bretlandi en um er að ræða mannskæðasta sjóslys flóttafólks á Ermarsundinu. Meira

Loðnan og rússneski markaðurinn

Félagið Frjálst land spyr á blog.is að því hvert eigi að selja loðnuna: „Íslensk stjórnvöld álpuðust til að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Rússum þegar Úkraína neitaði að sækja um aðild að ESB sem Rússum var kennt um. Rússar svöruðu í sömu mynt og settu bann á ESB og leppana sem þýddi að Ísland missti risamarkað fyrir útflutningsvörur eins og loðnuafurðir. Þannig launa Íslendingar þeim sem staðið hafa með landinu frá upphafi gegnum þykkt og þunnt í viðskipta- og auðlindastríðum við gömlu stríðsþjóðir ESB. Meira

Breki Karlsson

Tilkynningar vegna afsláttardaga

Ellefu tilkynningar bárust á Singles day • Búast við tilkynningum í dag • Valitor gerir ráð fyrir álagi í dag vegna Cyber Monday • Greiðsluþjónustur Valitor og Saltpay sættu netárás á föstudag Meira

Útfærslan ræður

Útfærslan ræður

Uppstokkun ráðuneyta er ekki að fullu skýrð og um margt óljóst hvað fram undan er Meira

Laugardagur, 27. nóvember 2021

Á villigötum

Á villigötum

Þróun umferðar á höfuðborgarsvæðinu er með þeim hætti að eitthvað þarf að gera til að draga úr teppum og töfum – svarið er ekki borgarlínan. Meira

Malbik Reykjavíkurborg á og rekur malbikunarstöðina Höfða.

Vilja svör um malbikunarstöðina

Margt varðandi Malbikunarstöðina Höfða vekur spurningar borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins • Furðu vekur að stöðinni gekk vel í útboðum eiganda síns en ekki eins vel í útboðum Vegagerðarinnar Meira

Á þriðja tug þúsunda hafa leitað til VIRK

Mikilvægi þjónustu VIRK starfsendurhæfingarsjóðsins hefur margsannað sig á umliðnum árum. Starfsemin hefur vaxið nánast ár frá ári allt frá því að uppbyggingin hófst fyrir rúmum tólf árum þegar fyrsti einstaklingurinn hóf starfsendurhæfingu hjá VIRK. Meira

Samstarf Samningurinn stóreflir möguleika íslenskra fyrirtækja í útrás.

Stærri en landið sjálft

Íslensk fyrirtæki fá aðgang að víðfeðmu neti Business Sweden • 42 skrifstofur í 37 löndum og 450 ráðgjafar • Horft m.a. til grænna lausna, orku, nýsköpunar, tækni og matvæla- og náttúruafurða Meira

Brotist í gegn?

Hlutabréfavísitölur lúta sínum eigin lögmálum. Þeir sem lesa það sem liggur í loftinu á himnum kauphallanna, á meðan við hin erum mörg haldin sjónskekkju og jafnvel blindu á því sviði, geta sjálfsagt gert það fjárhagslega betur en við hin. Þessari speglasjón valda nú síðast fréttirnar um enn eitt nýtt afbrigði veirunnar vondu, enn á ný sunnan úr Afríku. Meira

Jólagestir Björgvins Frá vinstri: Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Svala Björgvins, Gissur Páll Gissurarson, Stefanía Svavars, Björgvin gestgjafi, Högni Egilsson, Margrét Rán, Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Sverrir Bergmann.

Betra með hverju árinu

Tónlistarviðburðurinn „Jólagestir Björgvins“ fer fram Meira

Suðurlandsbraut Þessi framtíðarsýn af götumynd Suðurlandsbrautar birtist í skýrslunni Borgarlínan 1. lota forsendur og frumdrög. Vagnar borgarlínunnar fara þar um miðja götuna og svo verði tvær akreinar fyrir bíla.

Ólík sýn á Suðurlandsbrautina

Borgaryfirvöld stefna að því að fækka akreinum á götunni • Eyþór Arnalds segir engar forsendur fyrir þrengingu • Pawel Bartoszek segir að greiða eigi fyrir umferð með breyttum ferðavenjum Meira

Fyrsta prófið

Þó að nokkrir þingmenn hafi fallið á fyrsta prófinu stóðst þingið í heild það með sóma og samþykkti einu tæku tillöguna sem borin var fram undir liðnum rannsókn kjörbréfs í fyrrakvöld. Píratar þurftu eins og oft áður að sýna fram á að þeir geta ekki með nokkru móti starfað af alvöru og báru upp og studdu um það bil vitlausustu tillögu sem hægt var, að kosið yrði aftur á öllu landinu. Jafnvel Samfylkingin treysti sér ekki til að elta þá út í þá vitleysu og ekki heldur þá tillögu nokkurra pírata að fyrri talning í Norðvesturkjördæmi yrði látin gilda. Sú talning var bersýnilega röng, en samt töldu fjórir píratar réttast að hún stæði og að fólk sem engan rétt hefði til að sitja á Alþingi fengi þar sæti. Meira

Blót Ármann Jakobsson fjallar um blótsyrði á miðöldum í fyrirlestri á málþingi í byrjun næsta mánaðar.

„Tröll hafi þitt hól og skrum“

Ármann Jakobsson fjallar um blótsyrði á miðöldum á málþingi í næstu viku • Tröll og djöflar áberandi • Bölvanir tengjast heimsmynd fólks • Líklegt að kórónuveiran rati í blótsyrðabankann Meira

Föstudagur, 26. nóvember 2021

Hollendingar Ægir Þór Steinarsson í leik gegn Hollendingum fyrir sex árum. Hann er í íslenska liðinu sem mætir þeim í Almere í kvöld.

Forvitnilegur fyrsti leikur

Holland og Ísland eigast við í Almere í kvöld • Mættust síðast 2015 Meira

Sala Ljósmyndari Morgunblaðsins átti leið um Veiðihornið fyrir skemmstu þegar Ólafur var að hafa til sendingar samkvæmt pöntunum gegnum netverslun fyrirtækisins. Nýi samningurinn mun ekki fækka pakkasendingunum.

Veiðihornið nær stórum samningi við Pure Fishing

Heildsöluhluti fyrirtækisins vex mjög að umfangi • Staðið vaktina í aldarfjórðung Meira

Þorn Guðmundur Þ Jónsson, fyrrverandi verkalýðsforingi með meiru.

Þornið eitt og sér

Millistafir í nöfnum fólks standa gjarnan fyrir annað nafn og til dæmis heitir Guðmundur Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, Guðmundur Þórður. Guðmundur Þ Jónsson, fyrrverandi verkalýðsforingi, borgarfulltrúi og varaþingmaður, heitir hins vegar Guðmundur Þ, þar sem bókstafurinn Þ stendur aðeins fyrir það sem hann er: Þorn. Meira

Hver vill kjósa lóðaskort?

Hver vill kjósa lóðaskort?

Meirihlutinn í borginni hyggst áfram verja slæma stefnu Meira

Vatnsnesvegur Börn og bílstjóri hristast lengi í skólabílnum, tvisvar á dag.

Fá að opna nýjan veg með veglegu framlagi

„Nei, við erum ekki búin að gefast upp á stjórnvöldum heldur viljum aðstoða við að leita leiða til að fjármagna verkefnið,“ segir Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra. Sveitarstjórnin hefur hafið hópfjármögnun á Karolina Fund fyrir lagningu nýs vegar um Vatnsnes. Meira

Kórónuveirufaraldur Bólusetningar og önnur lyf hamla gegn veikindunum.

Bólusetja má 5-11 ára börn í Evrópu

Virkni bóluefnisins frá Pfizer/BioNTech er sambærileg hjá 5-11 ára og hjá 12 ára og eldri • Tvö ný lyf gegn Covid-19-sjúkdómnum hafa verið leyfð innan EES • Mikil áhrif á fyrstu stigum sjúkdómsins Meira

Varnarmál Dr. James Ferguson segir nýja tækni í vopnabúnaði kalla á breytt viðbrögð ríkja Norður-Ameríku í varnarviðbúnaði sínum.

Ættum að horfa meira til vesturs

Dr. James Ferguson segir nýja tækniþróun kalla á að Bandaríkin og Kanada horfi til Grænlands og Íslands í varnarmálum • Íslendingar þurfi einnig að huga að nánara varnarsamstarfi til vesturs Meira

Sóknarpresturinn Séra Inga Harðardóttir hefur gegnt starfi sóknarprests íslenska safnaðarins í Noregi í tvö ár og lætur vel af þrátt fyrir heimsfaraldurinn sem reyndi á þolrifin.

„Ég passa ekki alveg inn í kassana“

Fékk starf með barnið þriggja daga gamalt • Langaði að spreyta sig á prestsstarfinu í Noregi • Íslendingar ytra duglegir að leita til síns prests • Starfið í faraldrinum krefjandi en lærdómsríkt Meira

Kolefnisjöfnun Boris Johnson hefur uppi metnaðarfull og kostnaðarsöm áform í loftslagsmálum, en svikahrappar vilja líka njóta veislunnar.

Áhyggjur í Bretlandi af „grænsvikum“

Grænsvik“ munu kosta breska skattgreiðendur um 50 milljarða sterlingspunda fram til ársins 2050 – jafnvirði nær 9 þúsunda milljarða króna – samkvæmt skýrslu alþjóðlegs fyrirtækis á sviði fjármálaráðgjafar. Meira

Ófagrar lýsingar

Ófagrar lýsingar

Samkeppniseftirlitið hefur farið offari Meira