Valdar greinar síðustu daga

Þriðjudagur, 26. mars 2019

Sigurjón Þór Hafsteinsson

Gengi evru gæti farið í 150 krónur á næstunni

Sérfræðingar meta áhrif af mögulegu brotthvarfi WOW air Meira

Mánudagur, 25. mars 2019

Alvörustund Michael Ridley, fyrrverandi yfirmaður hjá J.P. Morgan, sat fund í Stjórnarráðinu í gær um málefni WOW air. Hann var einnig kallaður til ráðgjafar við stjórnvöld helgina örlagaríku í október 2008 í þann mund sem bankarnir féllu. Á myndinni má einnig sjá Benedikt Árnason, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, Guðmund Árnason, ráðuneytisstjóra í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, og Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur ferðamálaráðherra. Með bakið í myndavélina situr Kristján Skarphéðinsson, ráðuneytisstjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.

Algjör óvissa um stöðu WOW

Icelandair taldi of mikla áhættu felast í því að kaupa WOW air að hluta eða í heild Meira

Heimsmeistarar bíða Viðar Örn Kjartansson, Kári Árnason og Aron Einar Gunnarsson einbeittir á æfingu íslenska landsliðsins á Stade de France í gær, þar sem liðið mætir stórliði Frakka í kvöld.

Stærri prófraun ekki til

Ísland án Jóhanns þegar liðið mætir heimsmeisturum Frakka á Stade de France • Jafntefli yrði frækinn sigur • Fimm varnarmanna kerfi í kvöld? Meira

Hjúkrun Sjúklingur þarf að vera vel upplýstur um eðli og áherslur meðferðar sem hann gengur í gegnum, segir Sigríður Gunnarsdóttir.

Þjónustan færist heim

„Fjórða iðnbyltingin mun breyta heilbrigðisþjónustu verulega,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala. Á öllum sviðum samfélagsins er nú í deiglunni hvernig best sé að mæta og hagnýta þá nýju tækni sem er í þróun eða komin í notkun. Mörg einföld verk sem í dag er sinnt handvirkt verða unnin af vélum, þegar slíkt er mögulegt. Meira

Brexit Stuðningsmenn Evrópusambandsaðildar Bretlands fjölmenntu á Trafalgar-torgi í Lundúnum á laugardaginn og kröfðust atkvæðagreiðslu.

May hangir á bláþræði

May fundaði með helstu stuðningsmönnum útgöngunnar í Chequers • Gove segir ótímabært að skipta um „manninn í brúnni“ • Ríkisstjórnin fundar í dag Meira

Karlar eru orðnir mun fleiri en konur á Íslandi

Um 8.700 fleiri karlar en konur bjuggu á Íslandi í byrjun ársins. Það er sennilega Íslandsmet en hlutfallið milli karla og kvenna hefur breyst mikið síðustu ár. Þetta má lesa úr nýjum mannfjöldatölum Hagstofu Íslands. Meira

Óvænt í rekstur í Wales

Sveinbjörn eignaðist bókabúð í Wales fyrir röð tilviljana • Hann og meðeigandi hans reyna nú að stækka við sig Meira

Vandræðagangur

Vandræðagangur

Þótt borgin sé eini keppandinn tekst henni ekki að sigra Meira

Nágrannar Verkefnið nær allt til nyrstu byggðar Alaska, þar sem heimamenn sem áður veiddu ísbirni eru farnir að reyna að hjálpa þeim, í sameiginlegri baráttu gegn breytingum á loftslagi. Útilistaverk í bænum Kaktovik.

Örlög ísbjarnarins skoðuð gegnum linsu myndlistar

Verkefnið Ísbirnir á Villigötum hlaut á dögunum 45 milljóna króna styrk úr Rannsóknasjóði Meira

Hógvær krafa?

Efling gerir það að skilyrði fyrir greiðslu úr verkfallssjóði að þeir, sem eru í verkfalli, taki þátt í verkfallsvakt eða skyldum viðburðum. Þetta er kallað „hógvær krafa“ um þátttöku. Meira

Vélar Sala véla til Air Canada losaði um talsvert fjármagn en bókhaldslegt tap af viðskiptunum reyndist gríðarlegt.

Neikvætt eigið fé hjá WOW

WOW air tapaði 22 milljörðum í fyrra • Eigið fé félagsins er neikvætt sem nemur ríflega 111 milljónum dollara • Félagið þarf 10 milljarða innspýtingu í ár Meira

Göngugarpur Magnús Öfjörð á Ingólfsfjalli í síðustu viku, hér við vörðuna á fjallsbrún þar sem er gestabók sem geymd er í öruggum járnkassa.

Hefur gengið 1.157 sinnum á Ingólfsfjall

Éljagangur og þoka eins og stundum hafa komið stoppa mig ekki. Mér er fyrir öllu að hreyfa mig og halda mér í formi og því eru fjallgöngurnar fastur liður í mínu daglega lífi,“ segir Magnús Öfjörð Guðjónsson á Selfossi. Hann er útivistargarpur og gengur nánast daglega á Ingólfsfjall sem er bæjarfjall Selfossbúa. Trimm þetta hóf hann að stunda árið 2012, þá í þeim aðstæðum að þurfa meiri hreyfingu, blóðið á hreyfingu og súrefni í lungun. Fjallið blasti við og svo fór að Magnús batt á sig gönguskóna og lagði á brattann. Síðan þá eru ferðir hans á fjallið orðnar alls 1.157. Meira

Laugardagur, 23. mars 2019

Suðurkóresk mynd um Lee Jong-rak, prestinn og baráttumann fyrir barnaboxum, jók stuðninginn fyrir boxunum og hugmyndafræðinni á bak við þau. Hér er hann við eitt slíkt í höfuðborginni Seúl.

Barnabox eru neyðarúrræði

Sérstök box þar sem hægt er að bera út börn með öruggum hætti hafa verið sett upp víða í Bandaríkjunum. Konur geta nafnlaust skilið eftir nýfædd börn við öruggar aðstæður. Mörg slík eru í Indiana, heimaríki Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, sem er harður andstæðingur fóstureyðinga. Meira

Erfiðisverk Það getur tekið á að koma þungum ruslatunnum frá húsum fólks og að bílnum, en ekki var spurt út í þessa þjónustu borgarinnar.

42,4% íbúa ánægð með veitta þjónustu

Þjónustukönnun Maskínu sem gerð var á vegum Reykjavíkurborgar var kynnt í borgarráði í fyrradag. Var könnunin unnin dagana 22. nóvember 2018 til 28. janúar 2019 og náði til 2. Meira

Margir þrá „firðstjórn“ og óttast sjálfsstjórn

Hér heima eru ráðherrar í öðru. Í vikunni héldu þeir „leynifund“ með þingmönnum sínum um að koma orkupakka þrjú með leiftursókn í gegnum þingið. En það er ekki öruggt að þeir nái samt að koma aftan að þjóðinni í málinu, enda geta þeir illa rökstutt hvað fyrir þeim vakir og hvaða nauðsyn knýr þá áfram. Meira

Sterkur Ragnar Sigurðsson var öflugur í vörninni og kom jafnframt mikið við sögu í fyrra marki Íslands.

Aldrei í vandræðum

„Fínt að vera búnir að spila þennan leik á erfiðum og lélegum gervigrasvelli,“ sagði Gylfi Þór eftir sigurinn gegn Andorra • Allt öðruvísi leikur gegn Frökkum Meira

Hafrannsóknastofnun Mikið hefur mætt á Þorsteini Sigurðssyni og samstarfsfólki hans í vetur.

Brestur í loðnu og blikur á lofti

Unnið að margvíslegum rannsóknum • Afrán og breytt vistkerfi • Enginn afsláttur á vísindunum Meira

Í þvottaherberginu Sólveig Anna var meðal verkfallsvarða. Hún fór um þvottaherbergið á Grand hóteli til að athuga hvort einhver væri að störfum.

Grunur um verkfallsbrot víða

Hópferðabílstjórar og hótelstarfsfólk Eflingar og VR í sólarhringsverkfalli í gær • Kröfustöður fyrir utan hótel og Hús atvinnulífsins • Grunur um verkfallsbrot • Verkfallsverðir fylgdust grannt með Meira

Fjölbreytt Grænn kollurinn nefnist Feitur tvíburi og er eftir Lotta Lampa frá Svíþjóð, gráyrjóttu hlutirnir granítleir eftir Studio Hanna Whitehead á Íslandi, og Blanda eins og vasarnir tveir heita eru eftir Runa Klock frá Noregi.

Samtímahönnun frá 5 löndum

Sýningin Núna norrænt verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi í dag • Brot af því besta í norrænni samtímahönnun • Tuttugu og átta hönnuðir Meira

Tónlistarferill Eddu hófst í Klúbbnum og á Brodway eftir að hún svaraði auglýsingu í blaði.

Þú ert það sem þú hugsar

Edda Borg ólst upp í Bolungarvík og flutti 16 ára gömul til Reykjavíkur. Hún gifti sig 17 ára og byrjaði að búa í Hollywood. Tónskóla Eddu Borg stofnaði hún rúmlega tvítug en skólinn fagnar 30 ára afmæli í vor. Hún greindist með MS-sjúkdóminn árið 2007 og segir jákvæðni mikilvæga í þeirri baráttu og daglegt verkefni að halda sig réttum megin við línuna. Meira

„Ég hef alltaf litið á mig sem sterka og kraftmikla konu sem gæti sigrast á öllu. Þessi týpíska ofurkona. En þarna hafði ég bara enga orku og í staðinn fyrir að leita mér hjálpar dró ég mig í hlé,“ segir Laufey Steindórsdóttir jógakennari, sem fann leið út úr álagi og streitu í gegnum hugleiðslu.

Hugleiðsla er mótefnið

Laufey Steindórsdóttir var í krefjandi starfi sem gjörgæsluhjúkrunarfræðingur þegar hún örmagnaðist á líkama og sál. Lífið gjörbreyttist eftir að hún kynntist jóga og hugleiðslu. Nú vinnur hún hörðum höndum að því að breiða út boðskapinn. Meira

Malasía Ástin tók sig upp að nýju eftir 19 ár hjá Ingibjörgu og Guðjóni.

Fagna lífinu, frelsi og jafnrétti

„Þegar ég flutti hingað heim á Hvammstanga árið 2014 fékk ég þá hugmynd að setja upp söngleikinn Jesus Christ Superstar. Ég vissi reyndar ekkert út í hvað ég væri að fara, en ég vissi að hér byggi fullt af fólk sem hefði hæfileika í þetta. Það var þó nokkuð átak að fá fólk til að vera með, auk þess sem maður heyrði um einhverja svartsýni utan frá,“ segir Ingibjörg Jónsdóttir sem heldur utan um framkvæmd verkefnisins hjá Leikflokki Húnaþings vestra. Meira

Makleg málagjöld

Makleg málagjöld

Radovan Karadzic var dæmdur í lífstíðarfangelsi en í Bosníu vex sundrung og sátt verður fjarlægari Meira

Hvaleyrarbraut Tveir stórbrunar urðu í fyrra sem reyndu mjög á slökkviliðið. Nú er hafin vinna við að fylgja því eftir að eldvarnir í eftirlitsskyldum húsum séu samkvæmt lögum og reglum og að brunavarnakerfi séu í lagi.

Eldvarnir teknar fastari tökum

Aukin áhersla á eldvarnaeftirlit hjá SHS • Húseigendur bera ábyrgð á að brunavarnakerfi séu í lagi • Skipa þarf eldvarnafulltrúa þar sem húsnæði er eftirlitsskylt • Prófa þarf kerfin reglulega Meira

Umsækjendum um vernd fjölgar

Hælisleitendur á Íslandi voru 138 á fyrstu þremur mánuðum 2018 en eru nú þegar orðnir 203 • Fjölga þarf búsetuúrræðum • Útlendingastofnun er að kanna áhuga sveitarfélaga víða um land Meira

Föstudagur, 22. mars 2019

Hefur áhrif á hótel og rútuakstur

Efling neitaði undanþágum • Akstur með fatlaða óbreyttur Meira

Störf lögreglu

Störf lögreglu

Er meðalhóf lögreglu ekki óhófleg ástæða til yfirheyrslu á Alþingi? Meira

Sjávarborg Framkvæmdir hefjast á næstu vikum.

Íbúðir á Kirkjusandi í sölu í vor

Fyrstu íbúðirnar afhentar á næsta ári • Danskir arkitektar hanna tvær bygginganna við Sæbraut • Framkvæmdastjóri Íslandssjóða segir nýjar leiðir farnar við hönnun fjölbýlishússins Stuðlaborgar Meira

Blikur á lofti Um 40 manns hafa starfað í humarvinnslunni hjá Ramma í Þorlákshöfn yfir vertíðina. Á myndinni flokkar Anna Truchel humar, en að baki henni er flæðilínan þar sem afurðum er raðað í öskjur.

Þungt högg í humarveiðum og -vinnslu

Fá að veiða 262 tonn • Ónýttar heimildir voru 705 tonn Meira

Jón Magnússon

Ístöðulaust lið

Það veldur í senn undrun og særindum að sjá hvernig lögfræðielíta landsins og fleiri slíkar hafa tapað áttum. En það gerist víðar eins og Jón Magnússon fv. alþingismaður nefnir: Meira

Lokaundirbúningur Íslenska landsliðið á æfingu á gervigrasinu í Andorra í gærkvöld.

Óboðlegar aðstæður

Ísland hefur undankeppni EM í kvöld á velli sem Hamrén telur ekki við hæfi • Skýr krafa um sigur í Andorra en þjálfarinn veit af markaskorti á vellinum Meira

Ljósin kveikt Ljós voru í höfuðstöðvum WOW air í gærkvöldi. Tilkynning um viðræðurnar barst á tíunda tímanum.

Flóknir samningar á síðustu mánuðum

Rétt fyrir hádegi hinn 5. nóvember í fyrra barst tilkynning í gegnum Kauphöll Íslands um að stjórn Icelandair Group hefði gert samning um kaup á öllu hlutafé í WOW air. Kaupin voru hins vegar gerð með fyrirvara um samþykki hluthafafundar Icelandair, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. Miðuðu viðskiptin við að kaupverðið næmi allt að 3,6 milljörðum króna. Meira

Hundruð þúsunda manna þurfa hjálp

Reynt að bjarga nauðstöddu fólki af húsþökum og trjám á flóðasvæðum í sunnanverðri Afríku Meira

Söguleg Sveinbjörn Egilsson rektor í daguerreo-týpu sem tekin var af honum af óþekktum ljósmyndara í Kaupmannahöfn árið 1850, í ferð hans til borgarinnar í kjölfar Pereatsins svokallaða í Lærða skólanum. Eins og þorri daguerreo-mynda er þessi lítil, aðeins 8x6,1 cm, en gengið frá henni í glæsilegum ramma.

Gersemar með aðferð Daguerre

Margar mikilvægar og merkar uppfinningar sem kynntar voru til sögunnar á 19. öld áttu eftir að hafa afgerandi áhrif á líf fólks upp frá því og heiminn eins og við þekkjum hann í dag. Ein sú allra merkasta var kynnt á frægum sameiginlegum fundi Frönsku vísindaakademíunnar og Akademíu fagurra lista í París 19. ágúst árið 1839 en það var ljósmyndatæknin. Meira

Sorg Jacinda Ardern á fundi með múslimum í Christchurch eftir árásina.

Endurspeglar harm og staðfestu þjóðar

Viðbrögð Jacindu Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, við hryðjuverkaárásinni á tvær moskur í Christchurch síðastliðinn föstudag hafa vakið athygli og aðdáun víða um heim. Meira

Fimmtudagur, 21. mars 2019

Snjóruðningur Farið er að tala um snjóruðningsforeldra, en þar er átt við foreldra sem ryðja öllum hindrunum úr vegi fyrir börn sín og fjarlægja allt sem gæti reynst þeim óþægilegt í því skyni að auðvelda þeim lífið og tilveruna.

Haga sér eins og snjóruðningstæki

Snjóruðningsforeldrar ræna uppkomin börn sín fullorðinsárunum • Allt óþægilegt tekið í burtu • „Ef börn eiga að geta byggt upp sterka sjálfsmynd þurfa þau að geta tekist á við áskoranir“ Meira

Kóræfing Elísabet E. Guðmundsdóttir fyrir framan kórfélagana í vikunni. Vortónleikarnir verða í maí.

Lella í Léttsveitinni og Léttsveiflunum

Léttsveit Reykjavíkur, fjölmennasti kvennakór landsins með um 120 söngvara, heldur árlega vortónleika í Háskólabíói 9. maí nk. og að vanda verður boðið upp á þétta dagskrá, þar sem Sigga Beinteins, Jógvan Hansen og Guðrún Gunnarsdóttir koma fram sem gestasöngvarar. Meira

Vígaleg Brie Larson í hlutverki Carol Danvers sem er ofurhetjan Marvel kafteinn. Hér leitar hún geimveru í neðanjarðarlest.

Loksins fær kvenhetja sviðið

Leikstjórn: Anna Boden og Ryan Fleck. Handrit: Anna Boden, Ryan Fleck og Geneva Robertson-Dworet. Aðalleikarar: Brie Larson, Samuel L. Jackson, Ben Mendelsohn, Jude Law og Annette Bening. Bandaríkin, 2019. 123 mín. Meira

Fórnarlambanna minnst Margir hafa lagt blóm við moskurnar tvær í Christchurch til minningar um þá sem biðu bana í skotárás ástralsks þjóðernisöfgamanns á föstudaginn var. Fólk á öllum aldri lét lífið, þ. á m. þriggja ára barn.

Heltekinn af baráttu gegn íslam

Ástralski hryðjuverkamaðurinn hafði lagst í ferðalög til að skoða vígvelli í baráttu kristinna þjóða gegn Tyrkjaveldi áður en hann framdi ódæðisverkin á Nýja-Sjálandi • Hatast við innflytjendur Meira

Framkvæmdir Seinna lán ríkisins til Vaðlaheiðarganga fékk frekar neikvæða umsögn frá Ríkisábyrgðasjóði.

Alþingi á síðasta orðið

Icelandair fékk ríkisábyrgð árið 2001 • Ríkisábyrgðasjóður veitir umsagnir • Nýlegar umsagnir eru um mál Isavia, Farice og Vaðlaheiðarganga Meira

Vanræksla?

Vanræksla?

Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing er í miklum vanda eftir flugslysið í Eþíópíu 10. mars. Margt bendir til þess að galli í öryggisbúnaði hafi valdið slysinu og virðast vera líkindi milli þess og hraps vélar af sömu gerð, Boeing 737 Max, í Jövuhaf við Indónesíu í október í fyrra. Í báðum slysum fórust allir um borð. Meira

Slitið Guðbrandur Einarsson, lengst til vinstri, hefur ásamt fulltrúum VR reynt vikum saman að ná samningum við SA. Hann taldi samninga í sjónmáli en fulltrúar VR drógu sig út.

Segir fulltrúa VR hafa stöðvað viðræðurnar

Viðræðum LÍV og SA slitið • Guðbrandur Einarsson segir af sér Meira

Fáni fáranleikans „Auðvitað er Jón Gnarr rétti maðurinn til að hefja á loft fána fáránleikans í leikhúsinu, taka upp þráðinn þar sem Ionesco þraut erindið,“ segir í leikdómi um Súper – þar sem kjöt snýst um fólk sem Þjóðleikhúsið frumsýndi í Kassanum um liðna helgi í leikstjórn Benedikts Erlingssonar.

Geimveran

Eftir Jón Gnarr. Leikstjórn: Benedikt Erlingsson. Leikmynd: Gretar Reynisson. Búningar: Filippía I. Elísdóttir. Lýsing: Jóhann Friðrik Ágústson. Hljóðmynd: Aron Þór Arnarsson. Meira

Í Hvalfirði Herskipalægið undan Hvítanesi og Hvammsvík í október 1941. USS Wasp er hægra megin við miðju myndarinnar og ber það við Þyrilsnes. Orrustuskip eru með í för ásamt olíuskipum.

Flak USS Wasp fundið í Kóralhafinu

Bandaríska flugmóðurskipið var skotið niður af japönskum kafbáti fyrir 77 árum • Var í flotadeild við Ísland • Ekki upplýst um nákvæma staðsetningu flaksins • Er friðhelgur grafreitur Meira

Björgun Þórir Indriðason, Pétur Guðmundsson, Erlendur B. Magnússon og Einar G. Pálsson við bíl sveitarinnar. Um 40 félagar eru skráðr í sveitina.

Aðstaða Brákar tekur stakkaskiptum

Björgunarsveitin Brák undirbýr byggingu nýs björgunarsveitarhúss • „Þurfum að koma dótinu fyrir“ Meira

Tilbúnir Kári Árnason og Rúrik Gíslason hita upp fyrir æfingu í Peralada. Í dag færir liðið sig yfir til Andorra þar sem leikið er annað kvöld.

Menn hungrar í sigur

Björn Bergmann varð að snúa heim með skurð á fæti • Freyr segir alla aðra tilbúna í fyrsta leik undankeppni EM • Búinn að ýta síðustu úrslitum í burtu Meira

Spjót beinast að flugkerfi 737 MAX-8

Öryggisbúnaður MAX-8 þotunnar snerist upp í andhverfu sína • Boeing lét flugmenn hvorki vita af virkni búnaðarins né mælti fyrir um sérstaka þjálfun í viðbrögðum við óeðlilegri virkni hans Meira

Miðvikudagur, 20. mars 2019

Senn eru 10 ár liðin frá því að Már Guðmundsson tók við embætti seðlabankastjóra. Hann lætur af embætti í haust.

Óheppilegt að bankinn hafi tekið sér rannsóknarhlutverk

Því verður seint haldið fram að lognmolla hafi ríkt í kringum Má Guðmundsson, seðlabankastjóra, á undanförnum árum. Seðlabankinn hefur staðið í stórræðum við úrlausn aflandskrónueigna og afnám hafta sem nú hefur að mestu náðst að koma til leiðar. En ýmis spjót hafa einnig staðið á bankanum, einkum í tengslum við umdeildar rannsóknir gjaldeyriseftirlits bankans á undanförnum árum. Meira

Brestur Loðnuskip munu ekki sjást við Vestmannaeyjar á næstunni.

Hátt í 800 milljónir tapast í Eyjum

Gert var ráð fyrir loðnubresti í fjárhagsáætlun • Minnihlutinn vill taka upp fjárhagsáætlun • Sjómenn tapa rúmum 600 milljónum og starfsmenn í landi rúmum 100 • Bærinn þolir ekki fleiri áföll Meira

Iceldandair tók þrjár Boeing 737 Max 8-vélar í notkun á síðasta ári.

Gríðarleg óvissa með flota Icelandair

Gríðarleg óvissa er nú í flotamálum Icelandair í kjölfar flugslyss Ethiopian Airlines þar sem Boeing 737 Max 8-þota félagsins hrapaði til jarðar en aðeins nokkrir mánuðir voru þá liðnir frá því að vél Lion Air af sömu gerð fórst í Indónesíu. Icelandair heldur spilunum þétt að sér og forsvarsmenn þess telja að ekki sé tímabært að ræða hvaða afleiðingar kyrrsetning Max-vélanna hefur í för með sér fyrir fjárhag félagsins. Fyrir slysið í Eþíópíu starfrækti Icelandair þrjár Max 8-vélar og gert var ráð fyrir því að taka í notkun sex Max-þotur til viðbótar í vor. Meira