Valdar greinar síðustu daga

Þriðjudagur, 15. júní 2021

Einvígi Valsmennirnir Magnús Óli Magnússon og Þorgils Jón Svölu Baldursson í baráttu við Heimi Óla Heimisson úr Haukum. Fyrri úrslitaleikur liðanna um Íslandsmeistaratitilinn fer fram á Hlíðarenda í kvöld.

Markvarslan getur ráðið úrslitum í einvíginu

Patrekur telur Hauka sigurstranglegri en spáir hnífjöfnu einvígi þeirra við Val Meira

Langþráð kaflaskil

Langþráð kaflaskil

Með ólíkindum er hversu lengi „fjölmiðlar“ hafa skipað sér í ruslflokk í umfjöllun um stjórnarskrá Meira

Strönd Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri í Árborg, Gestur Þór Kristjánsson forseti bæjarstjórnar Ölfuss og Þórarinn Gylfason teiknari, sem gerði kortið á sjóvarnagarðinum á Eyrarbakka sem þeir þremenningar standa við.

Þrír vitar á ströndinni

Ný ferðaleið • Ölfus og Árborg • 50 km • Margt að sjá Meira

Elías Elíasson

Borgarlínustefnan hækkar íbúðaverð

Elías Elíasson verkfræðingur benti á ýmsar áhugaverðar staðreyndir um borgarlínuna í grein hér í blaðinu í gær. Hann ræddi þá stefnu borgaryfirvalda að breyta hverfum borgarinnar þannig að næg þjónusta væri innan hvers hverfis til að fólk þyrfti síður á bílum að halda, nokkurs konar afturhvarf til fortíðar. Meira

Við Sæbraut Umrædd þakíbúð á Vatnsstíg 20-22 er í turninum sem er lengst til vinstri á myndinni hér fyrir ofan.

Þakíbúð seld á 365 milljónir

Pund ehf., félag Hannesar Hilmarssonar, keypti fokhelda íbúð í Skuggahverfinu • Fasteignasali segir að eftir því sem þjóðin efnist verði fágætar eignir dýrari Meira

Bólusetning Björn leggur áherslu á að fólk sé hvorki fastandi né þyrst eða illa sofið áður en það kemur í bólusetningu til að koma í veg fyrir yfirlið.

„Hefur ekkert með bóluefnin að gera“

Sviðsljós Urður Egilsdóttir urdur@mbl. Meira

NATO-fundur Joe Biden, Angela Merkel, Recep Tayyip Erdogan, Boris Johnson og Katrín Jakobsdóttir sjást hér meðal annarra þjóðarleiðtoga bandalagsríkjanna að stilla sér upp fyrir svonefnda „fjölskyldumynd“ fundarins.

Mæti nýjum áskorunum

Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins funduðu í Brussel í gær • 5. greinin „heilög skylda“ Bandaríkjanna • Áhersla á Rússa og Kínverja í yfirlýsingu fundarins Meira

Mánudagur, 14. júní 2021

Þinglok fyrir kosningar

Þinglok fyrir kosningar

Stjórnarandstaðan grét jafnvel frumvörp sem hún var mótfallin Meira

Joe Biden

Ljósfæðingarfólk

Mönnum kom saman um að ljósmóðir væri það orð meðal orða sem hvað mest hlýja stafaði frá. En nýverið kom, að sögn Páls Vilhjálmssonar, fulltrúi Biden-stjórnarinnar „fyrir þingnefnd og sagði orðið móðir mannréttindabrot á þeim sem hvorki eru karl eða kona. Það ætti að tala um „fæðingarfólk“ í stað mæðra. Á ensku „birthing people“. Meira

Boðaþing Fyrsta skóflustungan að nýjum þjónustukjarna við aldraða í Kópavogi var tekin árið 2006 og tók Jóhanna Arnórsdóttir hana.

Deildin ekki fyrir fólk undir 67 ára aldri

Ekki verður af hjúkrunardeild fyrir einstaklinga yngri en 67 ára í Boðaþingi, en sú hugmynd hefur verið í vinnslu í nokkur ár. Meira

Merkur fundur Jónas hafði leitað steinsins í mörg ár áður en hann rakst á þúfuna sem huldi hann.

Einstæður fundur í Skaftafellssýslu

Jónas Erlendsson gróf upp tilhogginn blágrýtisstein í skipslíki • Stafninn einn stóð upp úr • Ekki vitað um tilgang Meira

Í heimspressunni Þetta er myndsem birtist m.a. á CNN og fleiri fréttamiðlum þegar Sveinn Snorri kom fram nakinn í gosinu í Geldingadal.

Geri ekkert sem er leiðinlegt

Sveinn Snorri Sighvatsson fæddist 14. júní 1971 í Reykjavík og þegar hann var fimm ára gamall flutti fjölskyldan í Garðabæinn þar sem hann ólst upp. „Ég var í sveit hjá móðursystur minni á Raufarhöfn og þar náði ég í þessa náttúru sem ég er svo hrifinn af. Ég elskaði að vera í sveitinni, veiða minka og silung. Ég var þarna fleiri sumur og þar hófst hrifning mín af landinu okkar fagra. Meira

Ekkert samhengi

Ekkert samhengi

Kaupmáttur hækkaði um 2,6% á sama tíma og landsframleiðsla dróst saman um 6,6% Meira

Leiðsögn Friðrik segir mikilvægt að leiðsögumenn séu vel menntaðir og hafi góða þjálfun, þá sérstaklega með tilliti til öryggismála.

Halda verður elskulega um hópinn

Friðrik Rafnsson er nýkjörinn formaður stéttarfélags leiðsögumanna, Leiðsagnar. Hann kveðst spenntur fyrir komandi tímum í ferðaþjónustunni en nýja hlutverkið leggst vel í hann. Meira

Barnamenningarhátíð Lagið Fljúgandi furðuverur var vinsælt í krakkakaríókí á barnamenningarhátíðinni.

Líf og fjör á Árbæjarsafni um helgina

Barnamenningarhátíðinni í Reykjavík lauk formlega um helgina með þéttri dagskrá á Árbæjarsafni en hátíðin hófst 20. apríl síðastliðinn. Meira

Laugardagur, 12. júní 2021

Óboðlegt húsnæði

Óboðlegt húsnæði

Skýr skilaboð um ábyrgð á húsnæði í útleigu Meira

Eldgos Glóandi hraun flæðir yfir sífellt stærra svæði í Geldingadölum og nágrenni og lokar gönguleiðum og bestu útsýnisstöðunum.

Ný gönguleið vestan Fagradalsfjalls

Talin er hætta á að gönguleið A lokist vegna hraunflæðis á næstu vikum eða mánuðum • Ný gönguleið sem verið er að hanna er lengri og erfiðari en leið A en hraunið nær ekki til hennar Meira

Olíutankar Tugir bíla frá Olíudreifingu og Skeljungi fara frá Grandanum á hverjum degi. Þeir bætast við þunga umferð á Hringbraut næstu vikurnar.

Ekkert samráð um olíuflutninga

Tugir olíubíla fara um Hringbraut dag hvern vegna lokunar Mýrargötu Meira

Sumarkoma Þórarinn Sigþórsson tannlæknir með 84 cm lax sem hann veiddi á fyrsta veiðidegi í Kjarrá.

„Þykkir, feitir, þungir gæjar“

Laxveiðin fer rólega af stað • „Það eru engin læti“ • Stórir í Laxárdal Meira

Beðahreinsun Nóg var um arfann í beðinu sem iðin ungmenni kepptust við að hreinsa á fyrsta degi Vinnuskólans.

Starf Vinnuskólans í Reykjavík fer vel af stað

Dugmiklir nemendur Seljaskóla í Breiðholti kepptust við að klára dagsverkið á fyrsta degi Vinnuskólans í Reykjavík þegar blaðamann Morgunblaðsins bar að garði í gær. Góð stemning var í hópnum sem mundaði af krafti hin ýmsu verkfæri sem þurfti til verksins sem var að þessu sinni beðahreinsun í grennd við skólann. Meira

Kaupmáttur eykst milli ára

Kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann jókst um 2,6% á fyrsta ársfjórðungi miðað við sama tímabil í fyrra • Lífeyrisgreiðslur og bætur jukust um 23% Meira

Verðskuldað vantraust

Andríki sagði frá því á dögunum að það hefði fengið MMR til að kanna álit almennings á skrifum í athugasemdakerfi fjölmiðla. Aðeins 3% spurðra sögðust bera mjög eða frekar mikið traust til skrifa í athugasemdakerfi. Heil 85% bera mjög eða frekar lítið traust til slíkra skrifa. Um þetta segir Andríki: „Í athugasemdakerfum vefmiðla hímir hópur ritsóða. Sumir þeirra fela sig á bak við fölsk nöfn. Meira

Elliðaár Það tekur langan tíma fyrir Elliðaárdalinn að jafna sig eftir varanlega tæmingu Árbæjarlóns. Ekki er vitað fyrir víst hvar farvegurinn var.

Samið verði um skil OR á Elliðadal

Fyrirhugað er að Reykjavíkurborg og Orkuveita Reykjavíkur (OR) geri samkomulag um skil OR á Elliðadal. Meira

Vogabyggðin Hinn nýi skóli mun rísa á Fleyvangi skammt frá Snarfarahöfninni, sem sést neðst á myndinni. Fyrir miðri mynd er Ketilbjarnarsíkið, en það verður brúað í tengslum við skólann.

Samkeppni um skóla á Fleyvangi

Skóli fyrir hina nýju Vogabyggð undirbúinn • Einnig verður byggð brú yfir Ketilbjarnarsíki Meira

Föstudagur, 11. júní 2021

Hjól Skúli Jóhann Björnsson segir að viðtökurnar við nýju búðinni hafi verið framar öllum vonum.

Sala Sportís stórjókst eftir meiri aðsókn í útivist

Vill að búðin verði þekkt sem „Íslandsmeistari í þjónustu og gæðum“ Meira

Förgun Greiddar eru 20.000 krónur í skilagjald þegar bílum er fargað. Lagt er til að gjaldið verði hækkað í 30.000 krónur. Mynd úr myndasafni.

Skilagjald af bílum verði hækkað

Skilagjaldið hefur verið 20.000 kr. í meira en sex ár • Ekki nægur hvati til að farga gömlum bílum • Meirihluti þingnefndar og fleiri leggja til hækkun gjaldsins Meira

Reynslumikil Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir leikur 79. landsleikinn gegn Írum á Laugardalsvelli í dag.

Stórfjölskyldan fyrirferðarmikil í stúkunni

Gunnhildur spennt að spila fyrir framan áhorfendur • Gengur vel í Orlando Meira

Almennt atvinnuleysi minnkar úr 10,4% í 9,1%

Sviðsljós Rebekka Líf Ingadóttir rebekka@mbl.is Vinnumálastofnun gaf í gær út skýrslu um stöðu og horfur á íslenskum vinnumarkaði. Þar kemur fram að almennt atvinnuleysi var 9,1% í maí og minnkaði úr 10,4% í apríl.Þá var atvinnuleysi 11,0% í mars, 11,4% Meira

Umferð Alla jafna gengur umferðin frekar hægt á morgnana um Hringbraut og hún verður enn þyngri næstu þrjár vikurnar hið minnsta.

Olíuflutningar færast nú alfarið yfir á Hringbraut

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Framkvæmdir standa nú yfir við endurnýjun vatns- og fráveitu í Vesturbæ Reykjavíkur og af þeim sökum verður Mýrargata lokuð fyrir bílaumferð næstu þrjár vikurnar.Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum þýðir þetta að Hr Meira

Sérstaka sambandið Joe Biden og Boris Johnson fóru í stutta gönguferð með eiginkonum sínum, Jill (l.t.v.) og Carrie (l.t.h.), við Carbis Bay-hótelið í Cornwall fyrir fund þeirra í gær.

Samhljómur um Norður-Írland

Biden varar Rússa við afleiðingum þátttöku í skaðlegum aðgerðum • Hittir Pútín í Genf í næstu viku Meira

Íþróttafrömuður Lárus Ingi Friðfinnsson stofnaði körfuknattleiksdeild Hamars í Hveragerði 1992 og hefur verið formaður alla tíð, í 29 ár.

Ætíð með hreint borð

Lið Hamars í Hveragerði mætir í kvöld Vestra á Ísafirði í fjórðu viðureign liðanna um sæti í úrvalsdeild karla í körfubolta, Domino's-deildinni, á næsta tímabili. Staðan er 2:1 fyrir Ísfirðinga og nægir þeim því sigur á heimavelli, en komi til fimmta leiks verður hann í Hveragerði á sunnudag. „Ég ætla að skila af mér eftir að rimmunni lýkur, þá höldum við framhaldsaðalfund og Kristinn Ólafsson tekur við af mér sem formaður,“ segir matreiðslumeistarinn Lárus Ingi Friðfinnsson. Hann var hvatamaður að stofnun körfuboltadeildar Hamars 1992 og hefur stýrt henni síðan, í 29 ár. Geri aðrir sjálfboðaliðar betur! Meira

Illa séður gestur

Illa séður gestur

Koma verður í veg fyrir að langtímaatvinnuleysi verði viðvarandi á Íslandi Meira

Fimmtudagur, 10. júní 2021

Óvissa Á tímum faraldursins hefur andleg vanlíðan aukist, einkum meðal ungs fólks, og algengi kvíða og þunglyndis tvöfaldast í sumum löndum.

Geðheilsa versnaði til muna í faraldrinum

Sviðsljós Ómar Friðriksson omfr@mbl. Meira

Selaskoðun Ferðamenn fylgjast með selum í látri á Vatnsnesi. Þeim stöðum hefur fjölgað þar sem skipulögð þjónusta er tengd selaskoðun. Reynt er kortleggja áhrif aukinna mannaferða á dýrin.

Selurinn viðkvæmur segull

Selaskoðun byggð upp og selurinn auðlind á ný • Rannsókn á samspili ferðamanna og sela • Truflun getur valdið streitu • Vilja lágmarka neikvæð áhrif og tryggja jákvæða upplifun Meira

Séð frá Vatnsstíg Húsunum átti að raða í kringum aldagömul tré á lóð.

Hafna smáhýsum við Hverfisgötu

Vildi byggja hús með 10 íbúðum, 36 fermetra að stærð • Skipulagsfulltrúi hafnaði hugmyndinni Meira

Byggð Búið er að selja nær allar íbúðir á Kirkjusandi og íbúar eru fluttir inn í mikinn meirihluta þeirra.

105 Miðborg vill að allar eigur ÍAV verði kyrrsettar

ÍAV hafði áður óskað eftir kyrrsetningu á eignum 105 Miðborgar slhf. Meira

Refill Sameining Noregs og landnám Íslands með augum Lilyar.

Íslenska í Alaska og Egla í uppáhaldi

Lily hefur aldrei hitt Íslending en les og talar málið Meira

Stykkishólmur Eitt tilboð barst í innréttingu á nýju hjúkrunarheimili á 2. og 3. hæð St. Fransiskusspítalans þar í bæ.

Leita að húsnæði fyrir ríkisstofnanir

Eitt tilboð barst í innréttingu nýs hjúkrunarheimilis í Stykkishólmi Meira

Frumkvöðull Björgvin Filippusson er stofnandi og framkvæmdastjóri KOMPÁSS Þekkingarsamfélags sem er vettvangur fjölda aðila víða að.

Skipst á hagnýtum upplýsingum

KOMPÁS Þekkingarsamfélag er samstarfsvettvangur margra ólíkra aðila • Þátttakendur víða að skiptast þar á þekkingu og hagnýtum lausnum í stað þess að finna upp hjólið aftur og aftur Meira

Bjarni Benediktsson

Skref í rétta átt

Sala á allt að 35% hlut í Íslandsbanka stendur nú yfir og miðað við þær fréttir sem sagðar hafa verið af söluferlinu er áhuginn töluverður. Salan er jákvætt skref og dregur úr umsvifum ríkisins á fjármálamarkaði þó að talsvert sé í að hlutur þess verði hæfilegur. Það á enn Landsbankann að fullu og drjúgan meirihluta í Íslandsbanka þó að allt seljist nú. Umsvifin verða því meiri en þekkist í þeim löndum sem við berum okkur saman við, en, eins og fjármálaráðherra hefur sagt um þetta, þá er útboðið „fyrsta skrefið í þá átt og færir okkur skrefi nær heilbrigðara umhverfi í betra samræmi við það sem þekkist á Norðurlöndunum og í öðrum nágrannaríkjum okkar“. Meira

Öfgar og umræða

Öfgar og umræða

Heilbrigðismál eru of mikilvæg til að verða rangtúlkun að bráð Meira

Miðvikudagur, 9. júní 2021

Tannhjól í gangverki stórfyrirtækja erlendis

Í skrifstofu við Borgartún situr hópur u.þ.b. 70 hugbúnaðarverkfræðinga og tölvunarfræðinga undir merkjum fyrirtækisins Gangverks. Lítið fer fyrir starfseminni hér á landi enda meirihluti viðskiptavinanna erlend stórfyrirtæki. Reyndar eru þeir aðeins þrír, tvö bandarísk fyrirtæki og Kvika banki. Innan tíðar kann fjórði viðskiptavinurinn að bætast í hópinn — einnig bandarískur. Meira

Sjókvíar Eftirsótt er að fá leyfi til laxeldis í Ísafjarðardjúpi.

Sleifarlag við lagasetningu

Lítið fiskeldisfyrirtæki í Ísafjarðarbæ verður af möguleikum til að byggja sig upp í Ísafjarðardjúpi vegna breytinga á gildistöku fiskeldislaga • Kærir höfnun Skipulagsstofnunar á að afgreiða erindi Meira

Ríflega milljarður af sölu tónlistar í fyrra

Um 91% af tekjunum kemur frá streymi • 1,2 milljarðar streyma í fyrra • Hlutdeild íslenskrar tónlistar minnkar Meira

Katrín Jakobsdóttir

Mál að linni

Umræður á Alþingi í gær sýndu glöggt að farið er að styttast í kosningar. Hver þingmaður stjórnarandstöðunnar af öðrum fór í ræðustól og flestir spurðu forsætisráðherra spurninga sem þeir töldu að yrðu til vandræða fyrir VG fyrir kosningar. Hálendisþjóðgarðurinn svokallaði er eitt þessara mála og var sótt að forsætisráðherra úr báðum áttum vegna hans og var það viðbúið með það vandræðamál. Meira

Alþingi Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, flutti síðustu eldhúsdagsræðu sína sl. mánudagskvöld. Steingrímur tók sæti á Alþingi 1983.

Mörg frumvörp óafgreidd við þinglok

Gert var ráð fyrir að Alþingi myndi ljúka störfum á morgun samkvæmt starfsáætlun þess en allar líkur eru á að það starfi lengur. Meira

Fjölhæfur Guðmundur Þórhallsson ætlaði í myndlistina en kennslan varð ofan á og hann er ánægður með valið.

Bros og falleg kveðja

Haustið 1972 byrjaði Guðmundur Þórhallsson að kenna í Réttarholtsskólanum eftir að hafa útskrifast úr Kennaraskólanum um vorið. Úr Réttó lá leiðin í Borgarholtsskólann, þegar starfsemi hans hófst 1996, og þar hefur hann verið þar til nú. Meira

Bólusetning á beinni braut

Bólusetning á beinni braut

Kaflaskil eru orðin í stöðu faraldursins og vaxandi bjartsýni gætir nú á flestum sviðum Meira

Öflugar hliðargreinar

Öflugar hliðargreinar

Í kringum sjávarútveginn hefur vaxið upp fjöldi ólíkra atvinnutækifæra Meira

Öflug Aldís Ásta Heimisdóttir var í stóru hlutverki í Íslandsmeistaraliði KA/Þórs og segir að allt hafi gengið framar björtustu vonum.

Gekk skjálfandi inn í flugstöðina

Leikstjórnandinn Aldís Ásta var lykilkona í Íslandsmeistaraliði KA/Þórs Meira