Fréttir Þriðjudagur, 9. júlí 2024

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir

Vill verja meiru til varna Íslands

Utanríkisráðherra segir þétt samstarf og skuldbindingar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins mikilvægari en nokkru sinni áður. Miklar breytingar hafi orðið á alþjóðakerfinu í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu og mikilvægt sé fyrir Ísland að meta hvernig bandamaður það vilji vera í alþjóðasamstarfi Meira

Framleiðsla KS rekur nú þegar afurðastöð á Sauðárkróki.

Segir samkeppnina frá útlöndum mikla

Kjarnafæði Norðlenska hefur á undanförnum vikum átt í viðræðum við fjárfesta um að auka hlutafé félagsins. Rekstur félagsins gekk vel í fyrra, en fjármagnskostnaður þess var þungur sökum mikilla skulda Meira

Tölvukerfi Netárásir hafa færst í vöxt undanfarin misseri.

46 þúsund tilraunir til netárása

Fyrirtæki óska í auknum mæli eftir að herða sínar netöryggisvarnir • Nóg verið að gera hjá Syndis • Að jafnaði heppnast hér árásir tölvuþrjóta tvisvar í mánuði • Komast þá hyldjúpt inn í tölvukerfin Meira

Riðuveiki Stjórnvöld vilja útrýma riðu á næstu tuttugu árum.

Riðulaust Ísland innan 20 ára

Stjórnvöld stefna að því að gera Ísland riðulaust á næstu 20 árum. Matvælaráðherra, formaður Bændasamtaka Íslands og forstjóri Matvælastofnunar skrifuðu í gær undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu Meira

Uxahryggjavegur fer í umhverfismat

Skipulagsstofnun gerir meiri kröfur en Umhverfisstofnun Meira

Löndun Víðast hvar hafa strandveiðar gengið vel í sumar.

Vonast til að bætt verði við kvótann

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir fiskgengd búna að vera mun jafnari á þessu sumri en því síðasta. Fiskurinn virðist til dæmis koma fyrr á Austurlandi og almennt hafi verið mikill og góður afli Meira

Fjallamenn Lagt af stað í gönguferð suður Laugaveginn vinsæla.

Laugavegsspár með gervigreind

„Við fyrstu sýn virðist okkur sem veðurspár okkar fyrir Laugaveginn gangi býnsna nærri veruleikanum. Slíkt er ánægjulegt, sé horft til þess að í raun gönguleiðin nokkur veðursvæði þar sem aðstæður eru ólíkar,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur Meira

Svarfaðardalur Bændur á Hofi þurfa að plægja upp um 80 hektara.

„Langversta sem við höfum séð“

„Þetta er það langversta sem við höfum séð, það hefur alveg kalið hérna áður en aldrei neitt í líkingu við þetta,“ segir Gunnar Kristinn Guðmundsson, bóndi á Göngustaðakoti í Svarfaðardal Meira

Ekki sanngjarnt fyrir börnin

Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogsbæjar segist ætla að axla ábyrgð sem bæjarstjóri og bregðast við vanda grunnskólakerfisins. Hún segir sveitarfélögin vera í aðstöðu til að gera breytingar en að stjórnvöld verði líka að bregðast við stöðunni Meira

Ísafjörður Grjótgarðurinn nýi er að baki Fjarðarstræti. Kverkin innan hans verður fyllt upp með jarðefnum af hafsbotni og þarna verður væntanlega íbúðahverfi þegar fram líða stundirnar.

Skapa byggingasvæði með uppfyllingu

Jarðvegur af hafsbotni nýttur til landmótunar • Nýtt svæði fyrir íbúðir er í mótun á Ísafirði Meira

Umferð Minnst er ekið á sunnudögum skv. mælingum Vegagerðarinnar.

Umferð dróst örlítið saman í júní

Vegagerðin spáir 3,5% aukningu í umferð á höfuðborgarsvæðinu í ár Meira

Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt

Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt er látinn. Hann lést á líknardeild Landakotsspítala á sunnudag, 7. júlí, eftir langvinn veikindi. Reynir var 89 ára gamall og skilur hann eftir sig þrjú börn, sjö barnabörn og sjö barnabarnabörn Meira

Ráðherra Þórdís Kolbrún segir Ísland þurfa að velta fyrir sér hvert framlag þess sé til Atlantshafsbandalagsins.

Blákaldur veruleiki Íslands

Utanríkisráðherra segir nauðsynlegt að fjárfesta frekar í varnarmálum • Væntingar bundnar við leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins sem hefst í dag • Mikilvægt að stöðva gamaldags landvinningastríð Meira

Grafarvogur Hér er eitt þeirra grænu svæða í Grafarvogi sem eru til skoðunar undir byggð, rétt hjá Hamravík

„Það býr fólk í Grafarvogi“

Aðalatriðið að kynna íbúum áformin • Vill friða Grafarvoginn • Íbúar ósáttir við þéttingu byggðar • Núverandi lega Sundabrautar hafi gríðarleg áhrif Meira

Hengillinn Ef kvikugangur opnast er ekki til sérstök viðbragðsáætlun.

Engin áætlun fyrir Hengilssvæðið

Ekki er til staðar sértæk viðbragðsáætlun ef kvikugangur myndi opnast undir Hengilssvæðinu í Ölfusi. Samt sem áður hefur lögreglustjórinn á Suðurlandi gert viðbragðsáætlun vegna hópslysa, að því leyti sem hún gæti átt við vegna þessarar sviðsmyndar Meira

Ferðamenn Sækja frekar í landsbyggðina en Reykjavík af ótta við yfirvofandi eldgos á Reykjanesskaga og keyra í langan tíma eftir flug. Áður var algengara að fyrst væri gist í borginni.

Ferðamenn forðast Reykjavík

Bókunarstaða hótela ekki eins góð og búist var við • Íslendingar sækja í hótel í auknum mæli • Vona að bókunarstaðan verði betri það sem eftir lifir árs • Ferðamenn vilja komast lengra frá mögulegu eldgosi Meira

Kænugarður Viðbragðsaðilar og aðstandendur tóku höndum saman til að hlúa að fórnarlömbum eftir að flugskeyti hæfði barnaspítala í Kænugarði.

Hæfðu barnaspítala í Kænugarði

Hið minnsta 31 látinn eftir loftárás Rússa á Úkraínu • Fjölbýlishús, spítali og innviðir í rúst • Árásin sögð vera „villimannsleg“ • Tusk og Selenskí undirrita nýjan varnarsáttmála • Boðar neyðarfund SÞ Meira

London Keir Starmer, nýbakaður forsætisráðherra Bretlands, á fyrsta blaðamannafundi sínum í forsætisráðherrabústaðnum Downingstræti 10.

Erfiðar ákvarðanir í Downingstræti 11

Keir Starmer tók við breska Verkamannaflokknum í molum árið 2020 eftir valdatíð Jeremys Corbyns og kosningaósigur árið áður, svo hann tók til við að afeitra flokkinn, koma villtasta vinstrinu frá og þoka stefnu flokksins nær miðju Meira

Golfdömur Frá vinstri Hrafnhildur Einarsdóttir, Guðrún Andrésdóttir, Ásdís Rósa Baldursdóttir, sem lék með þeim nýverið, og Valgerður Proppé.

Eldhressar golfdömur á tíræðisaldri

Guðrún Andrésdóttir, 92 ára, Valgerður Proppé, 94 ára, og Hrafnhildur Einarsdóttir, 98 ára, láta sig ekki vanta á golfvöllinn þrátt fyrir tíðræðisaldurinn. Hafa þær sýnt fram á að aldur er aðeins tala þegar kemur að því að njóta lífsins og halda sér og vinasamböndunum virkum Meira