Rússar geti ekki umkringt Kænugarð

Skemmd og brennandi landtæki innrásarliðs Rússa í Úkraínu.
Skemmd og brennandi landtæki innrásarliðs Rússa í Úkraínu. AFP/SERGEY BOBOK

Fyrrverandi hershöfðingi og yfirmaður herja Atlantshafsbandalagsins í Afganistan segir hernaðartaktík rússneska innrásarliðsins í Úkraínu hreint út sagt stórfurðulega. Ekki sé með nokkru móti hægt að útskýra hvers vegna ekki hafi verið reynt að hylja bryn- og bílalestina miklu, sem dögum saman hefur stefnt á Kænugarð. Þess í stað hafi hún verið fyrir allra augum og um leið berskjölduð fyrir árásum. Segist hann einnig efast um að innrásarliðið búi yfir nauðsynlegum styrk til að umkringja höfuðborgina.

Rússar hafa nú frá upphafi Úkraínustríðsins misst þrjá hershöfðingja, blóðtaka sem engin fordæmi eru fyrir í nútímahernaði, fjóra ofursta og fjölmarga aðra háttsetta yfirmenn. Eitt nýjasta dæmið er þegar skriðdrekaherforinginn Nikolai Shumitsky féll þegar úkraínskar sveitir sátu fyrir bryndrekasveit hans. Segir hershöfðinginn fyrrverandi þetta mannfall úr röðum yfirmanna vera „gríðarlegt“ og að það hljóti að hafa skaðað stríðsrekstur Rússa og áform. Þá er sá mikli...