Græn olía kemur úr norskum lindum

Johan Sverdrup-svæðið er 150 kílómetra út af suðvesturströnd Noregs.
Johan Sverdrup-svæðið er 150 kílómetra út af suðvesturströnd Noregs. Carina Johansen / NTB Scanpix / AFP

Mitt í öllum loftslagslátunum á síðast ári hugsaði ég með mér, eins og svo oft áður, að ef ég ætti bara ögn af peningum aukreitis þá mætti örugglega græða eitthvað á því að synda á móti straumnum og fjárfesta í fyrirtækjum sem framleiða jarðefnaeldsneyti. Umræðan var þannig að allt sem heitir kol, gas og olía var skyndilega orðið baneitrað og geislavirkt, og réttsýnir fjárfestingarsjóðir meira að segja farnir að hóta stórfyrirtækjum öllu illu ef þau löguðu ekki hjá sér koltvísýringsbókhaldið í hvelli.

Þegar sérfræðingar voru fengnir til að reikna út sanngjarnt verð fyrir Saudi Aramco mátu þeir það arðbærasta félagi heims til lækkunar að sjóðir um allan heim væru vísir til að vilja halda hvers kyns fjárfestingum í olíugeiranum í lágmarki. Að hagnast á jarðefnaeldsneyti er jú að vera einn af þeim sem vilja fórna framtíð jarðarinnar fyrir stundargróða. „How dare you!“ eins og maður ársins hjá Time orðaði það.

Johan Sverdrup-svæðið er þriðja stærsta olíusvæði Norðmanna.
Johan Sverdrup-svæðið er þriðja stærsta olíusvæði Norðmanna. Carina Johansen / NTB Scanpix / AFP