Hefur keypt og selt yfir eitt þúsund þotur

Jónína Ósk Sigurðardóttir
Jónína Ósk Sigurðardóttir mbl.is/Eggert

Í tæpa þrjá áratugi hefur Jónína Ósk Sigurðardóttir, eða Nina Jonsson eins og hún er oftast kölluð, gegnt ábyrgðarmiklum störfum á vettvangi stærstu flugfélaga heims. Nú hefur hún tekið sæti í stjórn Icelandair Group og segist vona að reynsla hennar og tengslanet geti nýst hinu gamalgróna félagi. Áskoranirnar eru margar í flugheiminum um þessar mundir en þar sér Nina tækifæri og möguleika.

Hún var aðeins sex vikna gömul þegar hún fór í sína fyrstu flugferð. Móðir hennar hafði komið til Íslands gagngert til þess að eiga hana hér heima en skömmu síðar hélt Valgerður Ingólfsdóttir með dóttur sína og Sigurðar Jónssonar til Lúxemborgar þar sem þau störfuðu bæði fyrir Flugleiðir.

„Mamma var flugfreyja og pabbi flugvirki. Þau kynntust í fluginu á vettvangi Flugleiða og störfuðu fyrir félagið úti. Þau fluttu reyndar með mig heim um sex mánaða gamla og voru hér í nokkra mánuði en fóru aftur út og búa þar enn. Pabbi tók þátt í uppbyggingu Cargolux. Þetta...