Grandaði á annað hundrað skriðdrekum í stríðinu

Þýskur skriðdreki af gerðinni Tiger II. Myndin er tekin í …
Þýskur skriðdreki af gerðinni Tiger II. Myndin er tekin í Búdapest í október 1944. Ljósmynd/Bundesarchiv

Einn mesti skriðdrekaforingi sögunnar grandaði minnst 168 bryndrekum óvinar á um fimm ára löngum ferli sínum í síðari heimsstyrjöld. Á sama tíma náði hann þó einungis upp í stöðu liðþjálfa innan hersins og er ástæðan meðal annars sögð sú að hann þótti helst til frjálslegur í útliti, lá ekki á skoðunum sínum og tók afgerandi stöðu með sovéskum stríðsfanga sem þá átti í útistöðum við yfirmann í hinum pólitísku sveitum SS. Er um að ræða skriðdrekaásinn Kurt Knispel.

Knispel fæddist í smábænum Salisfeld í Súdetahéruðum Tékkóslóvakíu, skammt frá landamærum Póllands, 20. september 1921. Þegar hann var 17 ára innlimaði Adolf Hitler Súdetahéruðin „friðsamlega“, lagði svo undir sig Slóvakíu og síðar afganginn af Tékkóslóvakíu. Á sama tíma hóf Kurt Knispel að vinna í bifreiðaverksmiðju, við hlið föður síns, og er þess getið í heimildum að þar hafi hann fyrst fengið brennandi áhuga á vélknúnum ökutækjum. 

Árið 1940 gekk Knispel til liðs við landher Þriðja...