Nýta íslenskt hugvit gegn veirunni

Víða eru fyrirtæki og stofnanir að lenda í því að …
Víða eru fyrirtæki og stofnanir að lenda í því að hreinsiefni valda skemmdum á plastflötum og gólfefnum. Frá líkamsræktarstöð í Bógóta. AFP

Íslenska sprotafyrirtækið Disact vinnur að þróun sótthreinsibúnaðar og handhreinsifroðu sem gætu m.a. hjálpað í báráttunni gegn kórónuveirunni en einnig aukið hreinlæti almennt og þannig dregið úr útbreiðslu sjúkdóma af ýmsu tagi.

Disact er systurfélag D-Tech sem fjallað var um í sérblaði um sjávarútveg sem Morgunblaðið gaf út í sumar. D-Tech framleiðir hreinsikerfi fyrir matvælaiðnað og byggist lausnin á því að fylla vinnslurými af fíngerðri þurrþoku sem kemst í snertingu við alla yfirborðsfleti. Þokan inniheldur m.a. fjórgild ammoníumsambönd sem eyða örverum og veirum en úðinn úr kerfi D-Tech og Disact er svo fíngerður að raki safnast hvergi upp og má t.d. nota lausnina í skrifstofum þar sem geymdir eru pappírar, snjallsímar, tölvur og annar rafbúnaður. Hreinsiefnið veldur ekki tæringu eða öðrum skemmdum á yfirborðsflötum, ertir ekki og skilur hvorki eftir sig bragð né lykt.

Einar Mäntylä er framkvæmdastjóri Disact í hálfu starfi en hann er einnig framkvæmdastjóri...