Sjaldan meiri sala en í faraldrinum

Guðmundur Gauti Reynisson segir Íslendinga hafa notað tækifærið í faraldrinum …
Guðmundur Gauti Reynisson segir Íslendinga hafa notað tækifærið í faraldrinum og endurnýjað rúm og húsgögn. Morgunblaðið/Eggert

Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á síðastliðið vor og samkomubann tók gildi á Íslandi varð eigendum Húsgagnahallarinnar, Dorma og Betra baks brugðið og voru þeir uggandi yfir framhaldinu. Tveimur vikum eftir að bannið tók gildi snerist svo taflið við – salan tók við sér og hefur verið mjög góð og umfram allar væntingar við óvenjulegar og krefjandi aðstæður. Guðmundur Gauti Reynisson, annar eigandi félagsins Greenwater ehf. sem rekur verslanirnar þrjár, segir stóraukna netverslun og öflugt starfsfólk eiga hvað mestan þátt í hversu vel hefur tekist til.

Að sögn Guðmundar Gauta eru sterk viðbrögð við jólakvöldi Húsgagnahallarinnar 4. nóvember sl. ágætt dæmi um breytta neytendahegðun á milli ára og til vitnis um aðlögunarhæfni Íslendinga þegar þess þarf með.

„Við seljum yfirleitt mjög mikið á þessu jólakvöldi en núna voru hins vegar fjöldatakmarkanir inni í versluninni vegna faraldursins. Við sáum ekki fram á að það hefði neitt upp á sig að...