Sætu strákarnir sem enginn fær stöðvað

BTS var í aðalhlutverki á bandarísku tónistarverðlaununum fyrr í mánuðinum. …
BTS var í aðalhlutverki á bandarísku tónistarverðlaununum fyrr í mánuðinum. Litagleði og léttleiki einkennir tónsmíðarnar og allan flutninginn. AFP PHOTO / Courtesy of ABC

Hörðustu aðdáendur ganga svo langt að fullyrða að strákarnir í bandinu BTS séu Bítlar 21. aldarinnar. Flestir tónlistarspekúlantar myndu líklega seint samþykkja að smellir á borð við „Dynamite“ og „Boy In Luv“ skáki „Imagine“ eða „A Day In The Life“, en streymistölurnar tala sínu máli: á Bítlarásinni á YouTube hefur „Strawberry Fields“ verið streymt um 40 milljón sinnum en teljarinn undir myndbandinu við „Boy With Luv“ er löngu kominn yfir einn milljarð.

Á tímum internetsins komast þeir Ringo, John, Paul og George því ekki með tærnar þar sem sjö krúttlegir strákar frá Suður-Kóreu eru með hælana.

Óskiljanlegir og ómótstæðilegir

Strákabandið BTS er stórmerkilegt fyrirbæri; best heppnaða útflutningsvara suðurkóreska menningargeirans og vinsælasta afsprengi voldugs poppiðnaðar sem byrjaði að taka á sig mynd snemma á 10. áratugnum. Hljómsveitin gaf út sína fyrstu...