Umhverfis jörðina á 108 mínútum

Gagarín á Íslandi. Hér sést Júrí Gagarín í fylgd með …
Gagarín á Íslandi. Hér sést Júrí Gagarín í fylgd með Maríu Guðmundsdóttur, Ungfrú Íslandi 1961, og Matthíasi Johannessen, þáv. ritstjóra Morgunblaðsins, 24. júlí 1961, en Gagarín millilenti þá á Íslandi á leið sinni til Kúbu. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon

„Mikill atburður hefur gerzt. Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur maður tekizt á hendur ferð út í himingeiminn. Hinn 12. apríl 1961, kl. 9.07 að Moskvu-tíma, lagði geimskipið Vostok, í ferð út í geiminn með mann innanborðs. Er geimskipið hafði farið rúmlega eina ferð umhverfis jörðu lenti það heilu og höldnu á hinni helgu jörð föðurlands vors, Rússlands.“ Svo hljóðaði upphaf tilkynningar miðstjórnar Sovéska kommúnistaflokksins, þar sem greint var frá því að Júrí Gagarín hefði fyrstur manna farið út í geiminn.

Nú, sextíu árum síðar endurómar afrek hans enn í mannkynssögunni, en það gerðist á viðkvæmum tíma í kalda stríðinu og undirstrikaði um leið þá yfirburði sem Sovétríkin höfðu gagnvart Bandaríkjamönnum í geimferðakapphlaupi risaveldanna, sem hófst þegar Sovétmenn skutu Spútník á loft árið 1956 og lauk í raun með tunglgöngu Bandaríkjamannsins Neil Armstrong í júlí 1969.

Líkt og fyrr sagði var geimfari Gagaríns, Vostok-1, skotið á loft frá...