Heimur versnandi fer

Glaðbeittir fjármálaráðherrar á G7-fundinum í London, ásamt hátt settum fulltrúum …
Glaðbeittir fjármálaráðherrar á G7-fundinum í London, ásamt hátt settum fulltrúum ESB, Alþjóðabankans og annarra stofnana. Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, stýrði fundinum og stendur í miðju hópsins. AFP

Hann Bruno Le Maire má eiga það að hann fer ekki í felur með hlutina. Þegar samkomulag var í höfn um samræmdar aðgerðir G7-ríkjanna um alþjóðlegt lágmark á skatta á hagnað fyrirtækja sagði franski fjármálaráðherrann án þess að hika: „Þetta er bara byrjunin, og á komandi mánuðum munum við beita okkur fyrir því að lágmarksskattprósentan verði eins há og mögulegt er.“

Þessi ummæli koma frjálshyggjufólki ekki á óvart. Við vitum sem er að þó að samkomulag um 15% lágmarksskatt á hagnað fyrirtækja virðist tiltölulega hófstillt markmið þá eru samráðsríkin líkleg til að vilja hækka lágmarkið meira og meira; fara úr 15% í 20%, úr 20% í 25%, og þannig koll af kolli.

Í augum Le Maire er 15% skattur algjört útsölutilboð enda þurfa frönsk fyrirtæki að sætta sig við rétt rúmlega 32% skatt á þann litla hagnað sem þau geta skrapað saman eftir að hafa þurft að glíma við einhverja mest íþyngjandi atvinnulöggjöf sem finna má í víðri veröld.

Fjármálaráðherrar...