Horft á mannlega þætti stríðsins

Rússnesk fjölskylda horfir á rústir heimilis síns í seinna stríði.
Rússnesk fjölskylda horfir á rústir heimilis síns í seinna stríði. Ljósmynd/Wikipedia

„Ég er mjög upp með mér að bókin hafi verið þýdd á íslensku, en við vitum auðvitað að þjóð ykkar er ein mesta bókaþjóð veraldar,“ segir Max Hastings, einn þekktasti sagnfræðingur Bretlands, en bók hans um síðari heimsstyrjöld frá 2011, All Hell Let Loose, hefur nú verið þýdd á íslensku undir heitinu Vítislogar – heimur í stríði 1939-1945.

Hastings segir að hann hafi með bók sinni viljað brjóta niður nokkrar lífseigar mýtur hjá bresku þjóðinni um styrjöldina. „Kynslóð föður míns tók upp mjög þjóðernissinnaða sýn á stríðið og um leið söguna. Faðir minn trúði því einlæglega að Bretar hefðu unnið styrjöldina, á meðan Bandaríkjamenn sáu um tyggigúmmíið og hver veit hvað Rússarnir voru að gera,“ segir Hastings.

Hann segist trúa því að sín kynslóð sagnfræðinga sé að reyna að komast frá þeirri sýn á styrjöldina og horfa jafnframt á hana með alþjóðlegri og mannúðlegri augum. „Hitt sem skiptir máli er að svokölluð...