Eftiráhyggjusjóðurinn græddi á ether og hruni lírunnar

Fólk að störfum í kínverskri sólarselluverksmiðju. Græn orka hefur verið …
Fólk að störfum í kínverskri sólarselluverksmiðju. Græn orka hefur verið á niðurleið og Kína sömuleiðis. AFP

Breski viðskiptablaðamaðurinn John Authers hefur það fyrir sið um hver áramót að gera upp ævintýralegt fjárfestingaár Eftiráhyggjusjóðsins (e. Hindsight Capital LLC). Um er að ræða uppskáldaðan sjóð sem tekur alltaf hárréttar ákvarðanir og nær þannig að nýta sér öll bestu fjárfestingatækifæri hvers árs.

Eftiráhyggjusjóðurinn þarf þó að fylgja nokkrum einföldum reglum: Má sjóðurinn t.d. ekki veðja á einstök hlutabréf og skuldabréf, eða freista gæfunnar á mjög smáum mörkuðum þar sem kaupendur og seljendur eru fáir. Fjárfestingastefna sjóðsins þarf að haldast óbreytt út árið og verður sjóðurinn að geta sýnt fram á að manneskja sem var sæmilega vel með á nótunum hefði átt að geta komið auga á sömu fjárfestingartækifæri. Þá má sjóðurinn skortselja eignir sem hann telur að lækki í verði en ekki stunda vogunarviðskipti að öðru leyti.

Bloomberg birti á dögunum yfirlit Authers fyrir árið 2021 og er samantektin fræðandi og á margan hátt lýsandi fyrir það áhugaverða markaðsár...