Trudeau fór ekki kanadísku leiðina

Mótmælandi veifar kanadíska fánanum fyrir framan þinghúsið í Ottawa. Trudeau …
Mótmælandi veifar kanadíska fánanum fyrir framan þinghúsið í Ottawa. Trudeau hefur látið eins og harðstjóri undanfarnar vikur. AFP

Við Youssef höfum margoft gælt við þá hugmynd að flytja til Kanada. Lengi höfum við hjónin svipast um eftir landi þar sem við gætum hugsað okkur að búa til frambúðar og er fjölmargt sem gerir Kanada að betri kosti en t.d. Bandaríkin og flest lönd Evrópu.

Skattbyrðin í Kanada er nokkkuð viðráðanleg og þótt skattar í Bandaríkjunum séu ögn lægri þá kemur í ljós að þegar kostnaðinum við lyf og læknisþjónustu er bætt við er meira eftir af launaseðli Kanadabúans en Bandaríkjamannsins. Ekki er dýrt að borga leigu og kaupa í matinn í Kanada og þar fæst allt til alls.

Það sem hrífur mig þó mest við Kanada er fólkið sem þar býr og samfélagið sem það hefur skapað. Yfirleitt má finna sannleikskorn í staðalmyndum þjóða og ekki af tilefnislausu að það orðspor fer af Kanadabúum að vera úr hófi fram kurteisir, elskulegir, gestrisnir og friðelskandi.

Lengi sá ég það í hillingum að búa með þessu góða fólki, með sinn skemmtilega hreim á enskunni, stílhreina þjóðfána og fallega...