Ég er í samtali við fjöldann

Tolli segist hafa verið alinn upp í að hugsa um …
Tolli segist hafa verið alinn upp í að hugsa um fegurð sem smáborgaralegt viðhorf. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Það er upplifun að koma á nýja vinnustofu Tolla á Koparsléttu á Esjumelum. Eftir að hafa keyrt í gegnum hreinræktað iðnaðarhverfi, fram hjá steypubílum og víravirkjum sér maður stórt skilti með nafni listamannsins blasa við á húsi númer fjórtán.

Bílastæðið við húsið var fullt af bílhræjum þegar blaðamaður beygði þar inn. Hann náði með lagni að lauma sér á milli tveggja ökutækja áður en bankað var upp á á vinnustofunni.

Aðstaðan er engin smásmíði. Lofthæðin er draumur allra listamanna og á veggjum og trönum hanga margvísleg verk af ýmsum stærðum og gerðum, á ólíkum stað í sköpunarferlinu.

„Þetta er líka gallerí,“ segir Tolli um húsakynnin. „Ég á í milliliðalausum samskiptum við mína viðskiptavini. Það er enginn betri en ég í að selja mína myndlist,“ bætir hann við.

Þrjátíu þúsund fylgjendur

Tolli er ófeiminn að ræða um markaðssetningu. Hvernig hann minnir reglulega á sig til að halda...