Paradísareyjan sem ógæfan eltir

Glaðbeittur mótmælandi heldur fána Srí Lanka á lofti fyrir framan …
Glaðbeittur mótmælandi heldur fána Srí Lanka á lofti fyrir framan forsetahöllina. Þjóðin er fegin að losna við Rajapaksa-ættina en ástand hagkerfisins verður lengi að skána. AFP

Það er vísindaleg staðreynd að hápunkti tónlistarmenningar 9. áratugarins var náð í apríl 1982 þegar þeir Simon Le Bon, Nick Rhodes, Roger Taylor, John Taylor og Andy Taylor lentu á eyjunni Srí Lanka.

Duran Duran hafði slegið í gegn árið 1981 með samnefndri plötu. Tökum á plötunni Rio var nýlokið þegar strákarnir voru sendir með hraði til Asíu til að gera nokkur tónlistarmyndbönd. Ástralinn Russell Mulchay (sem síðar átti eftir að leikstýra fyrstu Highlander-myndinni) stjórnaði verkefninu. Rétt eins og strákarnir í bandinu var hann kornungur en hafði samt afrekað að gera myndbönd fyrir m.a. Paul McCartney, Elton John og Ultravox.

Gengu um hvítar strendur

Öllu var tjaldað til og útkoman var þrjú einstaklega dramatísk og hrífandi tónlistarmyndbönd fyrir lögin „Save a Prayer“, „Hungry Like the Wolf“ og „Lonely in Your Nightmare“. Þar má sjá strákana úr bandinu ganga um hvítar strendur...