Hvort sem það verður langt eða stutt...

Elísabet II. Englandsdrottning ásamt eiginmanni sínum, Filippusi prins, hertoga af …
Elísabet II. Englandsdrottning ásamt eiginmanni sínum, Filippusi prins, hertoga af Edinborg, við Balmoral-kastala í Skotlandi, sem hún hafði mikið dálæti á. Þar lést hún síðdegis í gær umvafin fjölskyldunni. AFP

Elísabet II. Englandsdrottning er látin, 96 ára að aldri, eftir að hafa af trúmennsku efnt heit sitt við þjóðir Bretlands og samveldisins, sem hún gaf á 21 árs afmæli sínu:

„Ég lýsi því yfir við ykkur öll, að allt mitt líf – hvort sem það verður langt eða stutt – verður helgað þjónustu við ykkur og þjónustu við okkar miklu heimsveldisfjölskyldu, sem við tilheyrum öll.“

Andlát hennar hefur að vonum valdið mikilli sorg í Bretlandi, en einnig um heiminn allan, enda hefur hún verið fasti í lífi, um alla ævi, nær allra núlifandi Jarðarbúa.

Æska og óvænt upphefð

Hún fæddist 21. apríl 1926, elstadóttir hertogahjónanna af Jórvík og var gefið nafnið Elísabet Alexandra María. Faðir hennar var annar sonur Georgs konungs V. og átti hvorki von né metnað til þess að verða konungur. Það breyttist hins vegar skyndilega árið 1936 þegar bróðir hans, þá nýorðinn Játvarður konungur VIII., var knúinn til afsagnar. Um...