Sjúkraflugið er mikilvæg lífsbjörg

Áður en við komumst á loft bankaði sjúkraflutningamaður í mig …
Áður en við komumst á loft bankaði sjúkraflutningamaður í mig og sagði að sjúklingurinn væri látinn, segir Leifur, hér við flugvél Mýflugs. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Um áramótin gengu Mýflug ehf. og Jóhannes Kristinsson í Lúxemborg frá kaupum á 67,1% hlut í flugfélaginu Erni. Hlutur kaupendanna tveggja er jafnstór og eiga þeir Erni nú á móti Herði Guðmundssyni, flugmanni og framkvæmdastjóra félagsins til ríflega hálfrar aldar. „Markmiðið er að styrkja stöðu Mýflugs og styrkja reksturinn. Sameining við Erni er ekki áformuð þótt aldrei sé hægt að segja fyrir um hvað framtíðin ber í skauti sér. Bæði félögin hafa sína sérstöðu og föstu verkefni og eru að því leyti á góðu flugi,“ segir Leifur Hallgrímsson, aðaleigandi og stofnandi Mýflugs.

Kakan er ekki stór

„Ég hef lengi talað fyrir aukinni samvinnu og hugsanlegri sameiningu litlu flugfélaganna á Íslandi; Norlandair, Ernis og Mýflugs. Slíkt væri mjög eðlilegt því sú kaka sem er til skiptanna er ekki ýkja stór. Flugið er alltaf spennandi og verkefnin fram undan mörg,“ segir Leifur. Blaðamaður hitti hann á...