Eru störfin ekki eftirsóknarverð?

Leiðsögumaður myndar kampakáta ferðamenn við Lóndrangaágóðri stundu. Íslenski ferðaþjónustugeirinn virðist …
Leiðsögumaður myndar kampakáta ferðamenn við Lóndrangaágóðri stundu. Íslenski ferðaþjónustugeirinn virðist bjóða upp á öðruvísi blöndu af störfum en ferðaþjónusta víða annars staðaríheiminum. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Fyrr í mánuðinum fjallaði Morgunblaðið um könnun Ferðamálastofu sem leiddi m.a. í ljós að útlendingar mynda æ stærra hlutfall af vinnuafli íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja. Þá glímdi greinin við manneklu síðasta sumar en aðeins 28% þeirra fyrirtækja sem tóku þátt í könnuninni sögðust hafa reynt að laða til sín starfsfólk með því að bjóða launakjör umfram það lágmark sem kveðið er á um í kjarasamningum.

Niðurstöðurnar vekja upp ýmsar spurningar um hvernig mannauðsmál greinarinnar kunna að þróast og hvort þau störf, sem verða til þegar ferðaþjónustan heldur áfram að vaxa og þroskast, muni þykja eftirsóknarverð, s.s. með tilliti til launa. Í því sambandi má nefna að það virðist eiga við um mörg lönd og svæði, sem hafa orðið mjög háð ferðaþjónustu, að þau störf sem þar hafa orðið til kalla iðulega ekki á mikla sérhæfingu eða menntun og bjóða heldur ekki upp á há laun.

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar,...