Fréttir Fimmtudagur, 11. janúar 2018

Haki er loks kominn í skjól

Borgarsögusafnið eignast bátinn • Verður gerður upp Meira

14 vilja á lista X-D á Akureyri

Fimm konur og níu karlar gefa kost á sér til röðunar við val á sex efstu sætum á framboðslista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri við sveitarstjórnarkosningarnar sem fram munu fara 26. maí næstkomandi. Meira

Forseti Kína áhugasamur um jarðhitasamstarf

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, er nú í heimsókn í Kína ásamt öðrum forsetum þjóðþinga Norðurlandanna og Eystrasaltsríkja, að þingforseta Dana undanskildum. Meira

Myllur mæta mótvindi

Andstaða íbúa við endurnýjun BioCraft á vindmyllum í Þykkvabæ • Sveitarstjórn frestaði afgreiðslu • Rangárþing eystra kallar eftir stefnu stjórnvalda Meira

Árekstrahrina í ísingunni

„Slæmt þegar götur eru hvorki salt- né sandbornar,“ segir fulltrúi Árekstur.is Meira

Hagkvæmni fluglestar eykst

Endurmat á viðskiptaforsendum fluglestar milli Keflavíkur og Reykjavíkur bendir til að tekjur af rekstrinum verði meiri en talið var. Félagið Fluglestin – þróunarfélag undirbýr verkefnið. Meira

Leggur til plastskatt

Günther Oettinger, framkvæmdastjóri fjárhagsáætlunar Evrópusambandsins, lagði til í gær að ríki sambandsins tækju upp skattlagningu á plastumbúðir, sem ætti bæði að vega á móti mengun og hjálpa til við að loka fjárlagagati upp á 13 milljarða evra sem... Meira

Segist til í að ræða við Kim

Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, ítrekar boð sitt um leiðtogaviðræður Kóreuríkjanna • Ólympíusamkomulagið sagt ágætt upphafsskref að friði Meira

Nær 34 milljón ökutæki

Umferð í Hvalfjarðargöngum jókst um rétt tæplega 10% í desember 2017 frá sama mánuði árið áður. Þá liggur fyrir að umferðaraukningin á árinu 2017 nemur um 8,2%. Alls fóru 2.549. Meira

Kjörgengi verði með í bandormi

„Auðvitað á að gefa ungu fólki tækifæri til þess að móta samfélagið. Hins vegar þarf að vera samhengi í reglum sem um slíkt gilda,“ segir Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar. Meira

Sóknir með skuldaklafa

Hlutfall skulda Hallgrímskirkju og sóknargjalda er 833% og Grafarvogskirkju 564% • Hæsta skuldahlutfallið er hjá fámennri sókn fyrir vestan og er það 2.800% Meira

Vilja hefja samtal við vinnumarkaðinn á nýjum grunni

„Upplegg okkar í ríkisstjórninni er að við erum að hefja nýtt samtal við aðila vinnumarkaðarins. Gerð var atrenna að því að ná rammasamkomulagi sem skrifað var undir 2013. Meira

Skuldugar sóknir fá stuðning

Jöfnunarsjóði sókna bárust umsóknir upp á 924 milljónir • Hefur veitt styrki upp á 274 milljónir • Hlutfall skulda gagnvart sóknargjöldum sumra mjög hátt • Átak til sameiningar sókna á þessu ári Meira

Útboð með fyrirvara um lyktir kærumála

Eigendur jarðarinnar Selskarðs í Garðakirkjulandi hafa kært útgáfu Garðabæjar á framkvæmdaleyfi til Landsnets vegna Lyklafellslínu. Meira

Hætt við að leigja þyrluna

Landhelgisgæslan leiti leiða til að hækka sértekjur með öðrum hætti • Lítið má út af bera í þyrluflota Gæslunnar Meira

9% aukning í skilum til endurvinnslu

Drykkjarumbúðum var skilað í töluvert ríkari mæli á endurvinnslustöðvar hér á landi í fyrra en árið á undan. Meira

Borgin eykur stuðning við utangarðsfólk

Húsnæðisúrræði fyrir fólk í vímuefnaneyslu á átta stöðum Meira

Fimm í framboði í leiðtogaprófkjöri

Viðar Guðjohnsen og Vilhjálmur Bjarnason taka slaginn í borginni Meira

Birgir aðstoðarmaður Svandísar

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ráðið Birgi Jakobsson sem aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu. Birgir, sem verið hefur landlæknir frá byrjun árs 2015, lætur af því embætti í lok apríl næstkomandi sakir aldurs. Meira

Trump ósáttur við úrskurðinn

William Alsup, alríkisdómari í San Francisco, stöðvaði í fyrrinótt gildistöku reglugerðar, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hafði undirritað, þar sem hið svonefnda DACA-verkefni Obama-stjórnarinnar var numið úr gildi. Meira

106 ára setur reiðhjólahjálminn á hilluna

Franskur hjólreiðagarpur tilkynnti í gær að hann væri hættur að sinna því tómstundagamni sínu, sem væri svo sem ekki í frásögur færandi, nema fyrir þá sök að hjólreiðamaðurinn er 106 ára gamall. Meira

Ólst upp við bensíndæluna

Verslun Haraldar Júlíussonar á Sauðárkróki hefur ekki lengur leyfi til að selja eldsneyti. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra afturkallaði leyfið um áramótin, að því er Feykir greindi frá í gær. Meira

37 Pólverjar fengu aðstoð

Reykjavíkurborg hefur verið í samstarfi við pólsku samtökin BARKA frá því í ársbyrjun 2017. Tveir pólskir ráðgjafar frá þeim starfa hjá borginni við að aðstoða heimilislausa Pólverja hér á landi. Meira

Ný gjaldtaka til kasta Alþingis?

Spölur, eigandi Hvalfjarðarganga, óskar eftir viðræðum við ríkið vegna væntanlegrar yfirtöku á göngunum • Sérleyfissamningur Spalar ekki lagður til grundvallar frekari innheimtu veggjalda Meira

Miklabraut í stokk

Samgöngustjóri Reykjavíkur segir athugun á lokastigi • Í skoðun er að Miklabraut fari í stokk á 1,5 km kafla Meira