Fréttir Fimmtudagur, 19. september 2024

Einróma stuðningur við virkjanir

97% þeirra sem taka afstöðu hlynnt aukinni orkuframleiðslu • Aðeins 2,6% andvíg frekari orkuvirkjun •  Niðurstaðan kemur forsætisráðherra ekki á óvart •  SA segja orkuskipti kalla á tvöföldun orkuöflunar Meira

Fangelsi Litla-Hraun er fullnýtt.

Erlendir fangar sendir út?

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir sjálfsagt að skoða það að semja við erlend ríki um að hýsa fanga með erlent ríkisfang fyrir Ísland. Málið hefur þó ekki komið til skoðunar í dómsmálaráðuneytinu Meira

Ekki haldið upp á afmælið aftur

„Undirbúningsnefndin hét því að halda aldrei aftur upp á 90 ára afmæli mitt,“ segir Sveinn Einarsson, fv. þjóðleikhússtjóri með meiru, en fjölmenn móttaka var haldin í Borgarleikhúsinu á 90 ára afmæli hans í gær Meira

Benedikt Sveinsson

Benedikt Sveinsson, lögmaður og athafnamaður í Garðabæ, lést á þriðjudagskvöld, 86 ára gamall. Benedikt fæddist í Reykjavík 31. júlí 1938 og ólst upp í húsi sem stóð á Laugavegi 18 til tíu ára aldurs, en þá flutti fjölskyldan í Hlíðarnar Meira

Borgarstjórn Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins.

Fylgdi flokkslínum um sáttmálann

Oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn hefði ekki lagst gegn uppfærslu samgöngusáttmálans • Segir varamann sinn hafa verið að fylgja flokkslínum • Telur mikilvægt að rjúfa kyrrstöðu í samgöngumálum Meira

Guðlaugur Þór Þórðarson

Leyfisveitingarferli ekki lengra en eitt ár

Ráðherra vill að virkjanamál verði sett í algeran forgang Meira

Sjávarútvegur Bjarkey Olsen matvælaráðherra og Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri settu Íslensku sjávarútvegssýninguna í Kópavogi í gær.

IceFish-sýningin var opnuð í gær

Íslenska sjávarútvegssýningin, IceFish, var opnuð í Smáranum í Kópavogi í gær, en hún stendur yfir fram á föstudag nk. Þetta er í fjórtánda sinn sem sýningin er haldin, en hún hóf göngu sína árið 1984 og hefur jafnan verið fjölsótt Meira

Guðrún Hafsteinsdóttir

Fleiri lönd skoða að senda fanga út

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir sjálfsagt að skoða það að semja við önnur ríki um að hýsa fanga með erlent ríkisfang sem hlotið hafa dóm á Íslandi. „Það hefur ekki komið til sérstakrar skoðunar í dómsmálaráðuneytinu að semja við… Meira

Undirheimar Lögregla veit af starfsemi skipulagðra glæpahópa hér á landi – innlendra, erlendra og blandaðra.

Átta til tólf erlendir glæpahópar

Alvarlegum ofbeldismálum fjölgað hér á landi á undanförnum árum • Greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur varað við erlendum glæpahópum sem hafa haslað sér völl • Blandaðir glæpahópar á Íslandi Meira

Ásgeir Þór Ásgeirsson

Fækkað í lögreglu eftir sameiningu

Við sameiningu lögreglustjóraembættanna á höfuðborgarsvæðinu árið 2007 voru lagðar niður litlar hverfisstöðvar í Reykjavík, á Setjarnarnesi og í Garðabæ. Starfsstöðvar voru settar upp í Kópavogi, Hafnarfirði og á tveimur stöðum í Reykjavík Meira

Kristinn Már Stefánsson

Kristinn Már Stefánsson, fyrrverandi landsliðsmaður og landsliðsþjálfari í körfuknattleik, lést sl. föstudag á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni eftir veikindi, 79 ára að aldri. Kristinn fæddist í Reykjavík 3 Meira

Rannsókn Starfsmenn hjá RÚV hafa haft stöðu sakbornings.

Sá fimmti með stöðu sakbornings

Yfirframleiðandi Kveiks kallaður til yfirheyrslu • Rannsókn á lokametrum Meira

Fjárlagafrumvarpið Formaðurinn er ekki sammála öllu í fjárlagafrumvarpinu, en í þriggja flokka ríkisstjórn þurfi að ræða mál á opinskáan hátt.

Þjóðhagsspáin þarf að vera réttari

Ágreiningur um séreignarsparnað og veiðigjöld • Leggur áherslu á aðhald í ríkisrekstrinum l  Ósamræmi milli þjóðhagsspár og útkomu í ríkisreikningi l  Umræðan gefur ekki rétta mynd Meira

Gestur Pétursson

Ráðherra skipar þrjá forstjóra yfir nýjar ríkisstofnanir

Skipað var í embætti forstjóra þriggja nýrra stofnana sem heyra undir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið í gær, en um er að ræða Náttúrufræðistofnun, Umhverfis- og orkustofnun og Náttúruverndarstofnun Meira

Algeng laun 1,4 til 2,2 milljónir

Niðurstöður birtar úr könnun á kjörum sveitarstjóra og sveitarstjórnarfólks í 44 sveitarfélögum • Kjörnir fulltrúar í ellefu sveitarfélögum með 200 þúsund eða meira í laun fyrir setu í sveitarstjórn Meira

Plöntuðu þremur birkitrjám

Þess var minnst í gær með sérstakri athöfn í Vinaskógi að 75 ár eru liðin frá fyrstu gróðursetningu frændþjóðanna Noregs og Íslands á Þingvöllum árið 1949. Forseti lýðveldisins, Halla Tómasdóttir, gróðursetti við það tilefni emblubirki í Vinaskógi á … Meira

Vextir og verðbólga leika sveitarfélög grátt

Fjármagnsgjöld sveitarfélaganna hafa verið á þriðja tug milljarða á ári undangengin tvö ár l  Hækkanir útgjalda í fræðslu- og uppeldismálum 18,3 milljarðar kr. á milli síðustu tveggja ára Meira

Rannsóknir Steinkistan var rannsökuð og mæld áður en lokinu var lyft.

Enginn smámennskubragur

Einn merkasti fornleifafundur hér á landi var þegar steinkista Páls Jónssonar biskups fannst við uppgröft í Skálholti • Eins og himnarnir hefðu opnast þegar lokinu var lyft af kistunni Meira

Stemning Ferðalangarnir tíu í miklu stuði eftir að lagt var af stað frá Danmörku.

Þræða vesturströnd Evrópu til góðs

Frímúrarabræður á virðulegum aldri safna fé með tæplega mánaðarlangri bifhjólaferð á meginlandinu • Afraksturinn rennur til Reykjadals sem starfrækir sumarbúðir fyrir börn og ungmenni Meira

Sjóður Alls söfnuðust tæpar 6,9 milljónir í minningarsjóð um Bryndísi Klöru Birgisdóttur en útför hennar fór fram í Hallgrímskirkju sl. föstudag.

Söfnuðu 6,9 milljónum

Afrakstur kertasölu og framlag verslanakeðja til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, sem jarðsett var föstudaginn 13. september sl., nemur 6.862.725 krónum. Fram kemur í tilkynningu að Anna Björt Sigurðardóttir hafði frumkvæði að framtakinu og … Meira

Keldnaland Innlegg frá arkitektum í hugmyndavinnu sem unnið er að.

Sýning á verðlaunatillögum

Skipulagsvinna vegna nýrrar byggðar á Keldnalandi er í fullum gangi. Alþjóðleg samkeppni um þróun svæðisins fór fram í fyrra. Sýning á vinningstillögunni verður opnuð laugardaginn 21. september klukkan 11 í bókasafninu í Spönginni í Grafarvogi Meira

Reykjavíkurflugvöllur Breikkuð landfylling kemur sunnan við enda norður/suður-brautarinnar, sem sést neðst á myndinni. Talsverð röskun verður á framkvæmdatíma sem áætlaður er u.þ.b. eitt ár.

Hæðarlæsing verði á tækjunum

Framkvæmdir við landfyllingu í Skerjafirði hafa talsverða röskun í för með sér • Tengist smíði Fossvogsbrúar • Sérstök aðgæsla verktaka vegna nálægðarinnar við brautarenda flugvallarins Meira

Kröflueldar Mikil þekking skapaðist í Kröflueldum, sem menn búa að í dag, þó tækninni hafi fleygt fram síðustu ár.

Fjörutíu ár frá goslokum í Kröflu

Tímamótunum fagnað með Goslokahátíð Kröflu á Mývatni um helgina • Ný heimildarmynd um Kröfluelda • Tónleikar og vísindasmiðja • Ásgrímur Guðmundsson jarðfræðingur þekkir söguna   Meira

Hlaup Tegla Loroupe frá Keníu, heimsþekktur langhlaupari, mun taka þátt í samstöðuhlaupunum.

Hlaupið gegn kynbundnu ofbeldi

Dagana 25. nóvember til 10. desember fer fram sextán daga vitundarvakning á heimsvísu undir heitinu Alþjóðlegir baráttudagar gegn kynbundnu ofbeldi. Frá 2. október til 5. janúar 2025 fer einnig fram Heimsfriðarganga með friði og andofbeldi í þriðja skiptið Meira

Þurfum að láta náungann okkur varða

Þrjú barnamorð á þessu ári • 20 slík á 150 ára tímabili • Mikil íbúafjölgun undanfarin 20 ár • Félagslegur ójöfnuður og áfengis- og vímuefnaneysla auka ofbeldi • Foreldrar oftast gerendur Meira

Hafnarfjörður Hringtorgið Reykjanesbraut/Lækjargata. Á háannatímum eru langar raðir ökutækja við torgið.

„Óheyrilegar umferðartafir“ ræddar

Hafnfirðingar vilja lausn á umferðarvanda á Reykjanesbraut við Lækjargötu • Göng undir Setberg framtíðarlausn? Meira

Fararstjóri Grímur Atlason stýrir Geðlestinni á ferð um landið.

Geðlestin rúllar af stað á ný í næstu viku

Þarft samtal um geðrækt og geðheilsu • Skemmtun og fundir í bland Meira

Gersemi Sófasettið er fagurlega skreytt. Heimastjórnarfálkinn prýðir topp stólbaksins og fangamark ráðherrans Hannesar Hafstein er við mjóbak.

Ómetanleg húsgögn fá sinn sess

Húsgögn úr Biskupsgarði komin í geymslu eftir að húsið var selt • Verður fundinn staður í nýju móttökuhúsnæði biskups • Ómetanlegir munir frá Einari Benediktssyni og Hannesi Hafstein Meira

Markaðsmál Dæmi um íslensk vörumerki sem þykja skara framúr og hafa hlotið tilnefningu sem vörumerki ársins.

Fólk velji vöruna aftur og aftur

Kafaði ofan í gríðarlegt magn gagna • Endurtekningin langmikilvægust • Gagnrýnir biblíu markaðsfólks • Viðskiptabókin Good to Great var ákveðin fyrirmynd • Vildi hreinsa hugann með bókarskrifum Meira

Öryggisógn Er um að ræða flugmóðurskipið Liaoning og tvo tundurspilla.

Kínverskt flugmóðurskip við strendur Japans

Þrjú kínversk herskip, þ. á m. eitt flugmóðurskip, sigldu á milli tveggja japanskra eyja og voru þau einungis 24 sjómílur frá landsvæði Japans þegar næst var. Er þetta í fyrsta skipti sem kínverskt flugmóðurskip siglir svo nærri ströndum Japans, en með því í för voru tveir tundurspillar Meira

Drónaárás Mikill reykur sést hér liðast upp frá skotfærageymslu Rússa í Tver-héraði eftir drónaárás Úkraínumanna á geymsluna í gærmorgun.

Leggja lokahönd á friðaráætlun sína

Selenskí mun ræða við Biden um leiðir Úkraínumanna til þess að tryggja sigur á Rússum • Úkraínumenn réðust á skotfærageymslu Rússa í Tver-héraði • Bjarminn af eldsvoðanum sást um langa vegu Meira

Sprenging Mynd úr myndskeiði sem birt var á samfélagsmiðlum af því þegar símboði sprakk á grænmetismarkaði í Beirút á þriðjudag.

Sprengiefni komið fyrir í símboðunum

Ísraelska leyniþjónustan Mossad kom sprengjuhleðslum fyrir í þúsundum símboða, sem pantaðir voru fyrr á þessu ári og dreift til félaga í Hesbolla-samtökunum í Líbanon. Þessar hleðslur voru sprengdar með því að senda sérstök boð í símboðana á þriðjudag Meira

Fjölskyldan Íris Ann og Lucas Keller héldu útgáfupartí á dögunum ásamt sonum sínum, Indigo Mími Keller og Óðni Sky Keller, þar sem útgáfu bókarinnar var fagnað. Synirnir hafa fylgt foreldrum sínum gegnum veitingareksturinn frá upphafi og fengið að taka þátt í honum með þeim.

Matreiðslubók sem varðveitir minningarnar

Hjónin Íris Ann Sigurðardóttir ljósmyndari og Lucas Keller kokkur gáfu út matreiðslubókina The Coocoo ' s Nest á dögunum þar sem þau sameinuðu krafta sína og hlúðu að þeim minningum sem þau hafa skapað saman. Meira

Sveitamaður Stefán Óskarsson vitjaði nýverið um Farmall Cup-dráttarvélina á Langavatni, þar sem hann var í sveit. Stefán reisti skýlið yfir vélina.

Lærdómsrík dvöl í sveit á Langavatni

„Þegar ég fór að slá túnin var enginn til að segja mér til. Jón Davíðsson, bóndi á Langavatni, hjálpaði mér með greiðuna en ég var of kraftlítill til þess að leggja hana og einhver stirðleiki var á henni Meira