Ýmis aukablöð Þriðjudagur, 16. apríl 2019

Sérstakar áskoranir fyrir íslenskan sjávarútveg

„Íslenskur sjávarútvegur hefur mjög sterka sögu að segja, við þurfum bara að segja hana með enn sterkari hætti,“ segir Pétur Þ. Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, sem rætt er við á síðu 12 í blaðinu. Meira

Haraldur Reynir Jónsson er með reynslumestu útgerðarmönnum landsins. Hann var kallaður til samstarfs við yfirvöld í Oman um tilraunaveiðarnar.

Leiðir tilraunaveiðar í Óman

Það er tekið að rökkva í hafnarborginni Salálah, syðst í Óman, þegar skipstjórinn á Viktoríu fær heimild til að leggjast að bryggju. Fáir sem staddir eru við höfnina gera sér grein fyrir að í brúnni stendur íslenskur skipstjóri og útgerðin sem á skipið er íslensk. Meira

Áformað er að vinnsla hefjist í húsinu í janúar á næsta ári. Megnið af vinnslubúnaði kemur frá Völku, en einnig kemur búnaður frá Vélfagi í Ólafsfirði, Skaganum 3X og frá Marel koma meðal annars flokkarar.

„Verður heljarinnar breyting“

Um tíu mánuðir eru liðnir síðan tekin var skóflustunga að nýju frystihúsi Samherja á Dalvík. Gestur Geirsson, framkvæmdastjóri landvinnslu hjá Samherja, segir í samtali við 200 mílur að verkið hafi unnist ágætlega. Landað á bryggjunni og aflinn beint í húsið. Meira

Starfsmaður á Keflavíkurflugvelli önnum kafinn við að raða fiski upp í vél með félögum sínum. Ferskur fiskur sem seldur er til Bandaríkjanna verður að fara með flugi.

Verður vonandi bara skammtímavandamál

Sala á ferskum íslenskum sjávarafurðum til Bandaríkjanna er háð flutningum með flugi. Með gjaldþroti WOW kom babb í bátinn og gæti fiskurinn þurft að fara lengri leið á markað vestanhafs. Meira

Loðnan ætti vonandi að koma aftur í lögsöguna fljótlega.

Geta vænst þess að loðnan snúi aftur

Þó loðnubrestur hafi orðið í ár má ætla að loðnan birtist fljótlega á ný, líkt og hún hefur áður gert. Vísbendingar eru um að loðnustofninn verði sterkari eftir tvö ár en þangað til gæti verið mikið álag á rekstri útgerða sem reiða sig á loðnuna Meira

Ljósmynd Ragnars Axelssonar af sjómanni á Ísafjarðardjúpi fangar ágætlega hluta af þeirri sögu sem íslenskur sjávarútvegur gæti sagt. Uppruni fisksins ætti að höfða sterkt til neytenda um allan heim.

„Íslenskur sjávarútvegur hefur mjög sterka sögu að segja“

Heimurinn er að breytast með þeim hætti að það ætti að hafa jákvæð áhrif á úflutning á íslenskum sjávarafurðum. Pétur Þ. Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, gerði þessu skil í erindi sem hann flutti á ársfundi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi á föstudag. Meira

„Skip eru í raun mjög góð flutningsleið, en framleiðsludagsetningin er alltaf stimpluð á vöruna, og menn horfa svolítið á það,“ segir Valdimar við 200 mílur.

Vandi steðjar að flutningi á eldisfiski

Huga þarf að flutningi á eldisfiski frá Íslandi á næstu árum þar sem viðbúið er að framleiðslan þrefaldist. Meira

Mikilvægt er að undirstrika það að fiskeldi er umhverfisvæn atvinnugrein sem getur í krafti sinnar sérstöðu lagt mikið af mörkum til að uppfylla fæðuþörf mannkynsins.

Fiskeldi svar við risavöxnum áskorunum

Eins og þetta blasir við þá er fiskeldi að verða æ mikilvægari þáttur í matvælaframleiðslu á heimsvísu,“ segir Einar K. Guðfinnsson, sem starfar að fiskeldismálum hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Meira

Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, stjórnarformaður Lýsis, ávarpaði starfsmenn og gesti.

Lýsi opnar nýja verksmiðju í Þorlákshöfn

Hausaþurrkunarverksmiðja Lýsis var opnuð á föstudaginn með hátíð í nýju húsnæði sem byggt var utan um starfsemina í grennd við Þorlákshöfn. Ljósmyndari Morgunblaðsins var á staðnum og myndaði það sem fram fór. Meira

Skemmtiferðaskip liggur við Þvergarðinn í Húsavíkurhöfn síðasta vor. Hvalaskoðunarbátur siglir hjá skipinu á leið að landi með ferðamenn. Til stendur að endurbyggja garðinn.

Skipaumferð eykst við Húsavík

Með tilkomu kísilvers PCC á Bakka við Húsavík hefur umferð flutningaskipa aukist mjög um Húsavíkurhöfn og oft má orðið sjá skip bíða fyrir utan höfnina eftir að röðin komi að því við Bökugarðinn. Ráðast þurfti í talsverðar framkvæmdir á höfninni vegna þessa. Meira

Þrátt fyrir alla sjálfvirknivæðingu þarf fólk enn að snyrta fiskinn. Hér sjást starfsmenn Samherja inn í vinnslusalnum í Sandgerði.

Reyna að eyða erfiðustu störfunum

Ný hátækniverksmiðja Samherja getur afkastað um 5.000 tonnum af bleikju á á ári. Er húsnæðið búið nýjustu tækni sem eykur sjálfvirkni og léttir störfin. Meira

Stjórnsýslan þurfi að vera fljótari

Skilvirkara ferli þarf fyrir leyfisveitingar til fiskeldis á Íslandi. Þetta segir Gunnar Davíðsson, sjávarútvegsfræðingur og deildarstjóri atvinnuþróunardeildar Troms-fylkis í Noregi. Löngu ferli fylgi mikill kostnaður, fyrir fyrirtæki en einnig fyrir stjórnsýsluna. Meira

Ferskir hausar bíða þurrkunar. Með því að tæknivæða framleiðsluna má láta sama fjölda starfsmanna afkasta töluvert meiru. Launakostnaður vegur þungt í hausaþurrkun.

„Hljóðið er gott í viðskiptavinum okkar“

Verð er mun lægra en það var þegar best lét en sala á þurrkuðum fiskhausum til Nígeríu er í jafnvægi og framleiðendur hafa leitað nýrra leiða til að hagræða og auka afköst Meira

Sumir hafa aldrei smakkað svona góðan fisk

Gæði og ferskleiki sjávarafurða er eitthvað sem fólk víða um heim getur ekki gengið að sem vísu. Fisksalar Ylfu á Kopar þurfa að vera skjótir að bregðast við ef vantar meiri fisk. Meira