Fréttir Föstudagur, 26. apríl 2024

Langvarandi? Fordæmi eru fyrir löngum gosum á Reykjanesskaga.

Hvorki sést áður hér á landi né annars staðar

Svo gæti farið að annað eldgos brjótist út • „Í fyrsta skipti sem við sjáum svona“ Meira

Norwegian Prima Um 5.000 farþegar voru um borð er áhöfn missti stjórn á skipinu og litlu munaði að það strandaði í Viðey í maí á síðasta ári.

Kalla þyrfti á aðstoð að utan ef skip strandar

Faxaflóahafnir kalla eftir áhættumati • Öryggi aðalatriði Meira

Forsetaframboð Helga Þórisdóttir gefur kost á sér í forsetakosningunum.

Tíu hafa náð meðmælafjölda

Helga Þórisdóttir varð í gær 10. frambjóðandinn í forsetakosningunum sem hefur safnað tilskildum fjölda meðmæla sem þarf til að bjóða sig fram í embættið. „Með sól í hjarta tilkynni ég hér með að ég hef náð undirskriftunum í meðmælasöfnun fyrir forsetaframboð Meira

Sól Það voru margir dagar í vetur þar sem hægt var að njóta sólskins.

Kaldasti veturinn kom að óvörum

Íslendingar tóku á móti fyrsta degi sumarsins með opnum örmum í gær þegar kaldasti vetur það sem af er þessari öld var kvaddur. Vetur á landinu hefur ekki mælst kaldari frá árunum 1998-1999 en var einnig sá sólríkasti frá upphafi mælinga í Reykjavík samkvæmt mælingum frá Veðurstofu Íslands Meira

Reykjanesfólkvangur Kleifarvatn er innan marka fólkvangsins.

Umhverfisstofnun kanni afstöðu

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hyggst óska eftir því við Umhverfisstofnun að hún setji sig í samband við samvinnunefnd um Reykjanesfólkvang, með beiðni um að hún kanni afstöðu þeirra sveitarfélaga sem koma að rekstri fólkvangsins, vegna… Meira

Banaslys Lögregla að störfum á vettvangi banaslyssins á miðvikudag.

Tíu látnir í umferðinni á þessu ári

Tveir létu lífið í umferðarslysi á Eyjafjarðarbraut eystri • Tala látinna í umferðinni komin upp í tíu á tæpum fjórum mánuðum • Sjö létust í umferðinni í janúar einum • Versti janúar frá upphafi bílaaldar Meira

Rifjuðu upp taktana á fögnuði bifhjólafólks

Um 250-300 bifhjólaeigendur sóttu vorfögnuð á vegum Samgöngustofu, Ökukennarafélagsins, Kvartmíluklúbbsins og bifhjólasamtakanna Sniglanna í gær. Bifhjólaeigendum var boðið á fögnuðinn til þess að rifja upp taktana fyrir sumarið: „Sumir eru… Meira

Verðlaunin Sunna Lind fór ekki tómhent heim á Efstu-Grund í gær og var himinlifandi með árangurinn.

Sunna Lind hlaut Morgunblaðsskeifuna í ár

Guðni Th. Jóhannesson forseti afhenti skeifuna í gær   Meira

Rætur jarðar Reykjanesskaginn virðist í sífellu koma jarðvísindamönnum á óvart. Nú sjáum við enn og aftur atburðarás sem hefur aldrei sést áður.

Gætum horft upp á tvö gos í einu

Landris náð sömu hæð og fyrir gos • „Eins og maður væri með blöðru sem væri að leka úr en hún væri samt að þenjast út“ • Ris undir eldgosi aldrei sést áðurl „Ekki að undra að við séum stundum ruglaðir“ Meira

Pétur Einarsson

Pétur Einarsson, leikari, leikstjóri og fyrrverandi skólastjóri Leiklistarskóla Íslands, er látinn 83 ára að aldri. Hann andaðist á hjúkrunarheimilinu Mörk þann 24. apríl. Pétur fæddist 31. október 1940 í Vestmannaeyjum, sonur Einars Guttormssonar læknis og Margrétar Kristínar Pétursdóttur húsmóður Meira

Haraldur Júlíusson

Haraldur Júlíusson, netagerðarmeistari í Eyjum og kunnur knattspyrnumaður á árum áður, lést 20. apríl síðastliðinn, 76 ára að aldri. Haraldur fæddist 11. september 1947 í Vestmannaeyjum. Foreldrar hans voru Júlíus Hallgrímsson, skipstjóri og… Meira

Dómur Maðurinn neitaði sök.

Sex mánuðir fyrir skilasvik

Íslenskur karlmaður var í síðustu viku fundinn sekur um skilasvik í rekstri einkahlutafélags með því að hafa dregið sér rúmlega tíu milljónir króna af bankareikningi félagsins inn á persónulegan bankareikning sinn Meira

Dómur Hagnaður af sölu er talinn hefðu numið 60 milljónum króna.

Flutti inn 18.710 MDMA-töflur

Fimmtug kona var á miðvikudag sakfelld fyrir innflutning á 18.710 töflum af MDMA. Var hún dæmd til rúmlega tveggja og hálfs árs fangelsisvistar auk þess sem henni er gert að greiða alls 1.266.032 krónur í sakarkostnað Meira

Mótmæli Nemendur sýna stuðning sinn við Palestínumenn á Gasasvæðinu.

Handtaka nemendur í virtum háskólum

Nemendur mótmæla framgöngu Ísraelsmanna • Vilja rjúfa tengsl við ísraelsk fyrirtæki • Þvertaka fyrir gyðingaandúð • Háskólarnir reyna að draga úr spennu • Forseti fulltrúadeildar vill ræsa út þjóðvarðlið Meira

2020 Mynd af Harvey Weinstein í fyrri réttarhöldum í New York.

Ný réttarhöld yfir Weinstein

Hæstiréttur New York-ríkis sneri í gær við dómi sem hinn 72 ára kvikmyndaframleiðandi Harvey Weinstein hlaut fyrir kynferðisbrot árið 2020. Í niðurstöðunni var vísað til mistaka í framkvæmd réttarhaldanna, m.a Meira

Fjórði hver er með viðskiptahugmynd

Fjölmargir íbúar á Vesturlandi hafa hug á að nýta tækifæri í atvinnulífinu. Ríflega þriðjungur þeirra eitt þúsund íbúa sem svöruðu í könnun á viðhorfum íbúa til nýsköpunar á Vesturlandi segist annaðhvort vera með viðskiptahugmynd eða áætlun um nýsköpun í rekstri Meira

Skemmtun Kvennakór Suðurnesja heldur úti metnaðarfullu og skemmtilegu starfi fyrir konur á Suðurnesjum.

Ekkert kemur í staðinn fyrir sönginn

Kvennakór Suðurnesja tekur þátt í alþjóðlegu kóramóti í Kalamata í Grikklandi í haust og hefur í vetur æft sig fyrir keppnina. Fluttar verða íslenskar söngperlur frá þjóðlögum yfir í popptónlist og allt þar á milli, en kórinn frumflytur dagskrána… Meira