Fréttir Miðvikudagur, 29. júlí 2020

Ræða hertar aðgerðir

Samkomutakmarkanir og tveggja metra regla ef smit frá því í gær eru af sömu gerð og hópsmitið • Kári Stefánsson skimar ekki ef aðgerðir verða ekki hertar Meira

Rósagarður Daiva Roze, starfsmaður Dalsgarðs í Mosfellsdal, vann við það í gær að snyrta rósir í einu gróðurhúsa fyrirtækisins.

Blómatíð hjá blómabændum

Salan sjaldan verið meiri • Sala á garðplöntum í vor meiri en dæmi eru um Meira

Vísbending í krönum

Samdráttur í byggingariðnaði • Þéttingarstefna eykur kostnað • Meiri sveigjanleika þarf til að byggja ódýrari íbúðir • Væntingar til hlutdeildarlána Meira

Bláber Útlit er fyrir góða berjasprettu, ef góð tíð heldur áfram.

Krækiberin koma fyrst

Horfur á góðri berjasprettu • Þurfa hlýindi og smá vætu Meira

Almannavarnir Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri, Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, smitsjúkdómalæknir og staðgengill sóttvarnalæknis, og Alma Möller landlæknir stýrðu upplýsingafundi gærdagsins.

Óttast verslunarmannahelgina

„Óþægilega margir lausir endar“ • Raðgreining segir til um útbreiðslu smitsins og ræður þar með úrslitum um mögulegar hertar aðgerðir • Niðurstaðan liggur fyrir í hádeginu • 14 virk innanlandssmit Meira

Prófanir Veirufræðideildin hefur alfarið tekið við skimunum af Íslenskri erfðagreiningu. Að sögn Karls hefur verkefnið gengið vel til þessa.

Hætta á annarri bylgju veirusmita hér á landi

Hugsanlegt er að önnur bylgja kórónuveirusmita verði hér á landi. Þó eru meiri líkur en minni á að yfirvöldum takist að hemja útbreiðslu slíkrar bylgju. Þetta segir Karl G. Meira

Símar stoppuðu ekki hjá heilsugæslunni

Töluvert álag var á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu í kjölfar upplýsingafundar vegna kórónuveiru sem haldinn var í gær, en fólk hringdi og vildi komast í sýnatöku. Á fundinum var fólk hvatt til þess að hafa samband ef einkenni gerðu vart við... Meira

Ferðamenn Spánn hefur verið vinsæll áfangastaður meðal Íslendinga undanfarin ár. Staðan þar er nú alvarleg.

Endurmeta Spánarferðir daglega

Viðskiptavinir hika við að bóka ferðir til Alicante og Tenerife í ágústmánuði • Slæmar fréttir draga úr vilja fólks til að ferðast erlendis • Fjöldi Íslendinga hefur haldið til Spánar undanfarnar vikur Meira

Óvenjuleg helgi fram undan

Fjölda útihátíða aflýst • Lögregla víða með viðbúnað Meira

Þjóðhátíð Langstærstur hluti miðaeigenda vill fá endurgreitt.

Flestir óska eftir endurgreiðslu

Fáir vilja gefa miða á Þjóðhátíð eftir • Til boða stendur að styrkja ÍBV Meira

Kelduskóli/Korpu Kennslu hefur verið hætt í skólanum og húsgögn fjarlægð. Húsnæðið verður auglýst til leigu.

Hver vill leigja skóla?

Borgin auglýsir Kelduskóla til leigu • Húsnæðið er 2.816 fermetrar „og getur hentað undir ýmsa starfsemi“ Meira

Vínber Uppskera hófst á muscat-vínberjum í Fitou í Frakklandi í gær.

Rauðvíni breytt í sóttvarnahlaup

Sumpart vegna kórónuveirunnar og sumpart vegna víntolla Donalds Trumps Bandaríkjaforseta hefur franski rauðvínsmarkaðurinn hrunið. Sumir framleiðendur hafa gripið til þess ráðs að selja umframbirgðir sínar fyrirtækjum sem framleiða sóttvarnahlaup. Meira

Varar við nýrri holskeflu kórónuveiru

Ágúst Ásgeirsson agas@mbl. Meira

Makríll Ekki fengust upplýsingar í gær um hvernig gekk að finna makríl við Ísland. Von er á tilkynningu þar að lútandi í dag eða á morgun.

Umtalsvert magn af makríl við Noreg

Veðrið hefur verið mjög leiðinlegt og með því verra sem við höfum lent í undanfarin ár. Mikið um brælur. Meira

Söngvarinn Ingólfur í Vestmannaeyjum í gær, þar sem hann naut lífsins og spilaði golf með fjölskyldunni. Hann ætlar nú að stokka spilin í eigin lífi.

Ingó á tímamótum

Brekkusöngur og ævintýri • Veðurguð í Vestmannaeyjum • Þjóðhátíðarlagið • Breytingar eru fram undan Meira