Fréttir Þriðjudagur, 7. maí 2024

Hvatinn ekki sá sami

Afturför á sér stað í orkuskiptum • Sala á dísilbílum eykst um 2,9% • Samdráttur í sölu á öðrum ökutækjum • Landsmenn ekki gefist upp á rafbílunum Meira

Fjölmenni á forsetafundi Morgunblaðsins með Höllu Hrund

„Það verður ákveðið fé, kollótt eða ferhyrnt, á Bessastöðum. Það sama gildir í raun og veru um íslenska hestinn,“ sagði Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi og uppskar mikinn hlátur á forsetafundi Morgunblaðsins í Valaskjálf á Egilsstöðum í gærkvöldi Meira

Reykjanesskaginn Benedikt Gunnar er nýjasti gestur Dagmála.

Upphafsfasinn hættulegastur

Magn kviku sem hefur bæst við kvikuhólfið undir Svartsengi frá því að eldgos hófst 16. mars nálgast 13 milljónir rúmmetra. Magnið í hólfinu hefur aldrei farið yfir þau mörk án þess að það bresti og kvika hlaupi fram Meira

Sóltún Aðstandendur hafa áhyggjur vegna fyrirhugaðra framkvæmda.

Gera ráðstafanir til að vernda fólk

Aðstandendur áhyggjufullir vegna áformaðra framkvæmda við stækkun Sóltúns • Sóltún mun skipa samráðshóp • Framkvæmdir aðeins á dagvinnutíma á virkum dögum • Reyna að lágmarka ónæði Meira

Valaskjálf Um tvö hundruð manns mættu á opinn borgarafund Morgunblaðsins með Höllu Hrund Logadóttur í félagsheimilinu Valaskjálf á Egilsstöðum.

Hyggst halda sauðfé á Bessastöðum

Fjöldi fólks sótti fund með Höllu Hrund • Átti erfitt með að svara spurningu um hvort hún væri með eða á móti aðild að ESB • Myndi íhuga að nota málskotsréttinn í frumvarpi um lagareldi Meira

Bessastaðir Forsetaefni mega kosta nærri 80 milljónum til framboðs.

Má kosta 79 milljónir

Forsetaefnin 12 hafa heimild til að kosta tæpum 79 milljónum króna til kosningabaráttu sinnar. Ákvæði laga um starfsemi stjórnmálasamtaka taka á leyfilegum heildarkostnaði frambjóðenda í forsetakosningum Meira

Forsetafylgi sótt á misjafnar slóðir

Halla Hrund mun sterkari á landsbyggð en mölinni • Katrín með einna jafnast fylgi þjóðfélagshópa • Mestur kynjahalli hjá Baldri • Jón Gnarr höfðar til unga fólksins, Halla Hrund og Katrín til hinna eldri Meira

Jón Þorsteinsson

Jón Þorsteinsson, söngvari og söngkennari, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri aðfaranótt 4. maí síðastliðins eftir skamma sjúkdómslegu, 72 ára að aldri. Jón fæddist í Ólafsfirði 11. október 1951, sonur hjónanna Þorsteins Jónssonar og Hólmfríðar Jakobsdóttur, og ólst þar upp Meira

Verðmæti Áætlað verðmæti byggingarréttar á lóðunum er 10 milljarðar króna.

Fara fram á óháða úttekt

„Okkur er auðvitað verulega brugðið að sjá þennan þátt,“ segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hildur ræddi við Morgunblaðið í kjölfar umfjöllunar Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur í Kastljósinu í gærkvöldi Meira

Flugslys Flugvélin TF-ABB sem fórst á Þingvallavatni í byrjun febrúar 2022 náðist ekki upp af vatnsbotninum fyrr en 22. apríl það ár.

Flugvélinni var lent á ísilögðu vatninu

Orsök flugslyssins sem varð á Þingvallavatni í byrjun febrúar 2022 með þeim afleiðingum að flugmaður og þrír farþegar flugvélarinnar fórust er sú að flugvélinni var lent á ísilögðu vatninu. Ísinn bar ekki þunga flugvélarinnar með þeim afleiðingum að … Meira

Svifferja Kláfa sem flytja fólk upp á fjallsbrúnir er víða að finna erlendis. Þessir kláfar eru í notkun í Bergen í Noregi og eru dæmi um slík farartæki.

Vilja viðræður um svifferju í Esjunni

Valkostir verði metnir í landi í eigu jarðasjóðs ríkisins Meira

Sólsetur Meðalævilengd á Íslandi var 82,6 ár í fyrra skv. tölum Eurostat.

Meðalævin styttist um 0,6 ár

Meðalævilengd fólks á Íslandi hefur verið með því mesta sem finna má í löndum Evrópu og lífslíkur við fæðingu eru góðar í samanburði milli þjóða. Hins vegar styttist meðalævilengd Íslendinga að jafnaði meira á tímabilinu frá árinu 2019 til ársins… Meira

Vörumerki Samhliða því sem brandr opnaði útibú í Færeyjum var haldin vinnustofa um vörumerkjavitund.

Brandr opnar útibú í Færeyjum

Mikill áhugi á vörumerkjavitund • Margir forstjórar stærstu fyrirtækja Færeyja mættu á vinnustofu • Hitti lykilmann Angry Birds • Viðræður við Volkswagen • Mæla innri og ytri vörumerkjavitund Meira

Heimsókn Emmanuel Macron tekur á móti Xi Jinping í París í gær.

Xi beiti áhrifum sínum á Rússa

Emmanuel Macron forseti Frakklands og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hvöttu Xi Jinping forseta Kína til að beita áhrifum sínum til að fá Rússa til að hætta hernaði sínum í Úkraínu Meira

Líkan Emma Pomeroy með endurgerðri höfuðkúpu og líkani af höfði neanderdalskonunnar Shanidar Z sem var uppi fyrir 75 þúsund árum.

Ímynd neanderdalsmanna endurmetin

Rannsóknir varpa nýju ljósi á samfélag neanderdalsmanna Meira

Á flótta Palestínumenn flúðu margir yfirvofandi árás á Rafah í gær.

Þúsundir hafa yfirgefið Rafah

Meira en ein milljón Palestínumanna, sem leitað höfðu skjóls í borginni Rafah á Gasasvæðinu, lifði í fullkominni óvissu í kjölfar loftárása Ísraelshers í gær. Daginn áður, á sunnudag, fögnuðu íbúar hins stríðshrjáða svæðis því á götum úti að… Meira

Sjá aukna virkni og samstöðu meðal íbúa

Unnið hefur verið að fjölmörgum verkefnum af öllu tagi í smærri byggðarlögum víðs vegar um landið á umliðnum árum til að sporna við fólksfækkun, styrkja atvinnulíf og virkja frumkvæði heimamanna með verkefninu Brothættar byggðir á vegum Byggðastofnunar Meira

Þrautir Keppendur reyna fyrir sér í sandbrekkum, börðum, fleytingum á ánni og í mýrinni. Reyna á við Íslandsmetið í hraða á vatni á laugardag.

„Menn fara alla leið með þessar græjur“

Sindratorfæran á laugardag • Nýir bílar frá Noregi Meira