Fréttir Miðvikudagur, 14. október 2020

Sígilt Björgvin Halldórsson og Diddú á Jólagestum fyrir nokkrum árum.

Björgvin syngur fyrir tómum sal

„Það er ljóst að tónleikarnir fara ekki fram í núverandi mynd, það verða engir áhorfendur í sal,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live, um Jólagesti Björgvins sem verið hafa einn stærsti viðburður ársins um árabil. Meira

Suðurnes Unnið var af kappi við gatnagerð í Grindavík, en atvinnuleysi er nú þegar nær 20% á Suðurnesjum og fer ört vaxandi á næstu mánuðum.

Spá 25% atvinnuleysi

Fjórðungsatvinnuleysi í Reykjanesbæ fyrir jól • Vinnumálastofnun spáir stórauknu avinnuleysi á Suðurnesjum • Atvinnuleysið í landinu komið í um 10% Meira

Orkumál Bjarni Bjarnason segir næga raforku í kerfinu hér á landi.

Varar við offjárfestingu

Ekki er tímabært að ráðast í frekari virkjanaframkvæmdir hér á landi. Þetta er mat Bjarna Bjarnasonar, forstjóra Orkuveitunnar. Bendir hann á að eftirspurn eftir orku sé lítil um þessar mundir og að mikil umframorka sé í kerfinu sem ekki sé í notkun. Meira

Atvinnulíf Atvinnuleysi tengt hlutabótakerfinu minnkaði í september.

Atvinnuleysi nálgast 20% á Suðurnesjum

Heildaratvinnuleysi jókst umtalsvert á landinu í september og fór upp í 9,8% • Jókst í öllum atvinnugreinum • Spáð er 11,3% atvinnuleysi í nóvember Meira

Á safn? Varðskipið Ægir kemur til hafnar í Reykjavík fánum skrýtt.

Vilja fá Ægi fyrir snjóflóðasafn

Starfshópur um uppbyggingu snjóflóðasafns á Flateyri hefur óskað eftir samtali við Ísafjarðarbæ um að finna varðskipinu Ægi stað á Flateyri. Meira

Þjónusta Svokölluð snjallmenni spjalla við viðskiptavini í netspjalli.

Snjallmenni leysa einföldustu erindin

„Þetta skilar betri og hraðvirkari þjónustu og léttir álagi af þjónustuverinu til lengri tíma,“ segir Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár Íslands. Meira

Elstu tvíburarnir Hlaðgerður og Svanhildur Snæbjörnsdætur eru hressar.

Ofreyna ekki magann þrátt fyrir veislumat

Eineggja tvíburasysturnar Hlaðgerður og Svanhildur Snæbjörnsdætur eru 98 ára í dag. Þær eru einu tvíburar landsins sem hafa náð þessum aldri, en metið á undan þeim var 96 ár og 292 dagar. Meira

Tveir af fimm á Eir komnir úr einangrun

Tveir af þeim fimm íbúum á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi í Reykjavík sem smituðust af COVID-19 losnuðu í dag úr einangrun en fyrsta smitið kom upp á Eir þann 23. september. Meira

Hlunnfara fjölmenna hópa

„Efling þekkir mörg dæmi um atvinnurekendur sem hlunnfara fjölmenna hópa starfsfólks ítrekað um launagreiðslur, til dæmis orlofsgreiðslur og desemberuppbætur. [... Meira

Fagmennska Björgvin Halldórsson hefur haldið Jólagesti síðustu þrettán ár og Svala er sjaldnast langt undan.

Þegar veiran stal jólavertíðinni

Óvissa meðal tónlistarfólks um hvort hægt verður að halda jólatónleika í ár • Fáir leggja í undirbúning og kostnað sem gæti farið í súginn • Jólagestir Björgvins verða haldnir með nýju sniði Meira

Skrá þarf og skoða eldri vespur

Tilmæli Samgöngustofu gera ráð fyrir skráningu fyrir 1. mars 2021 Meira

Erlendur G. Eysteinsson

Erlendur Guðlaugur Eysteinsson, fyrrverandi bóndi á Stóru-Giljá, lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 1. október sl., 88 ára að aldri. Erlendur fæddist að Beinakeldu í Torfalækjarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu 10. janúar 1932 og ólst þar upp. Meira

Umferðin minnkar í þriðju bylgju

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu sveiflast í takt við sóttvarnaaðgerðir • Var átta prósentum minni í seinustu viku en í vikunni þar á undan • Dróst saman um tæp 30% á Hafnarfjarðarvegi Meira

Margir farþegar leita hælis

Stór hluti umsækjenda hefur þegar fengið vernd í öðru Evrópulandi Meira

Í skjóli Þessar konur í borginni Terter í Aserbaídsjan leituðu skjóls undan sprengjuregni í kjallara.

Enn barist þrátt fyrir vopnahlé

Pompeo hvetur Armena og Asera til að virða samkomulag helgarinnar Meira

Spenna Rannsóknaskipið Oruc Reis sést hér í tyrkneskri höfn í ágúst.

Vara Tyrki við ögrunum

Bandaríkjamenn og Þjóðverjar hvetja tyrknesk stjórnvöld til að kalla rannsóknaskip sitt til baka • Grikkir hyggjast taka málið upp á leiðtogafundi ESB Meira

Hæstiréttur Barrett svaraði spurningum þingmanna nefndarinnar í gær.

Segist setja skoðanir sínar til hliðar

Alríkisdómarinn Amy Coney Barrett sagði við meðlimi dómsmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings í gær að hún myndi setja persónulegar og trúarlegar skoðanir sínar til hliðar þegar hún dæmdi í fordæmisgefandi málum, verði hún skipuð í Hæstarétt... Meira

Bíldudalur Arnarlax er stærsta fiskeldisfyrirtæki landsins. Nú sækjast innlendir fjárfestar í auknum mæli eftir því að taka þátt í uppbyggingunni.

Umframeftirspurn eftir bréfum Arnarlax

Umframeftirspurn er eftir hlutabréfum í Arnarlaxi í útboði á nýju hlutafé. Fyrirhugað er að útboðið standi í tvo daga en klukkan 10 í gærmorgun var tilkynnt að borist hefðu áskriftir fyrir allri fjárhæðinni. Meira

Í Blómatorginu Hjónin Ásta Björk Sveinbjörnsdóttir skáld og Sigurður Þórir Sigurðsson útgefandi.

Samhent fjölskylda

Ásta Björk Sveinbjörnsdóttir sendir frá sér aðra ljóðabók Meira