Fréttir Þriðjudagur, 12. janúar 2021

Sala þrefaldaðist árið 2020

Aukin netverslun rakin til faraldursins • Verslun með matvörur jókst mikið hjá Heimkaupum • Innflutningur neysluvöru jókst um 43% í nóvember frá fyrra ári Meira

Vaxandi markaður Fyrirtæki á sorpmarkaði hafa eflst á síðustu árum.

Stefna á að velta þremur milljörðum

Samruni Hringrásar og HP gáma • Skoða flutning úr Klettagörðum Meira

Slippurinn á Akureyri Blængur NK í flotkvínni, en auk íslenskra skipa hafa skip frá Grænlandi, Kanada og Rússlandi verið tíðir gestir þar.

Hefðbundnum verkefnum fækkar

Erfitt ár að baki í Slippnum á Akureyri • Verkefnastaðan nú þokkaleg • Þörf á nýjum stoðum Meira

Fjölmiðlar Lilja vill styrkina áður en Rúv. fer af auglýsingamarkaði.

Lilja vill fá styrkina fyrst

Fréttir Stöðvar 2 í læsta dagskrá • Samkeppni minnkar • Segir skynsamlegast að Rúv. fari af auglýsingamarkaði Meira

Nýburi Fleiri börn fæddust í fyrra.

Fæðingum fjölgaði á Landspítala á erfiðu ári

Fjölgun um 2,7% milli ára • Covid-smitaðar ólu börn Meira

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Áslaug Arna með Solberg í viðtali

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra vill hvetja ungt fólk til að láta til sín taka í þjóðfélaginu, en í því skyni hefur hún sett af stað viðtalaröðina Fimmtán mínútur með framúrskarandi fólki á Instagram. Meira

Stórhuga Malasíumaðurinn Loo Eng Wah við hjólhýsi og kúluhús sín í Leyni 2 og 3 í Rangárþingi ytra.

Loo gæti þurft umhverfismat

Skipulagsstofnun þarf að taka á ný fyrir áform Malasíumannsins Loo Eng Wah um uppbyggingu ferðaþjónustu í Landsveit • Nágrannar telja hættu á mengun Meira

Bóluefni Von er á 1.200 skömmtum.

Fyrsta sending Moderna kemur í dag

Von er í dag á fyrstu sendingu frá lyfjaframleiðandanum Moderna til landsins. Búist er við 1.200 skömmtum, en efnið er flutt með fraktvél Icelandair Cargo frá Belgíu. Alls greindust þrjú smit kórónuveirunnar innanlands í fyrradag. Meira

Reyðarfjörður Kafarar búa sig undir að kafa að fóðurprammanum í gær.

Ekki vart við olíuleka í Reyðarfirði

Unnið var við það í gær að þétta tanka fóðurprammans Munins sem sökk út af Gripalda, skammt frá Eyri, í sunnanverðum Reyðarfirði í illviðri aðfaranótt sunnudags. Meira

Eftirlit Umboðsmaður hefur m.a. farið í eftirlitsheimsóknir í fangelsi.

Vill upplýsingar um alvarleg atvik

Settur umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir því að heilbrigðisráðuneytið hlutist til um að Landspítali láti honum í té almennar upplýsingar um atvik sem varð á réttargeðdeild á jóladag, þar sem ungur maður á sjálfsvígsgát svipti sig lífi. Meira

Aska Eina bálstofa landsins er í Fossvogi. Þar bíða oft duftker greftrunar.

Kirkjugarðar á móti öskufrumvarpi

Engar kvartanir hafa borist vegna reglna um dreifingu ösku látinna • Hvergi á Norðurlöndum hefur verið gengið jafn langt í að slaka á regluverkinu og lagt er til í frumvarpi að verði gert hér á landi Meira

Norðurljós Græn ljósblika á himinhvolfinu þegar horft var frá Straumsvík til suðvesturs þar sem hið svipsterka og fallega hús í Straumi var í forgrunni.

Straumar á næturhimni

Straumar norðurljósa svifu með tilþrifum á næturhimni um helgina. Myndasmiðir fóru á stjá, margir til dæmis á Suðurnesin, þar sem skyggni var ágætt. Meira

Hótel Gígur Margvísleg starfsemi verður þar á sviði umhverfismála.

Sjötta starfsstöðin á Skútustöðum

Ríkissjóður hefur gengið frá kaupum á fasteigninni Hótel Gíg á Skútustöðum í Mývatnssveit. Meira

Á kvennafrídegi Markmiðið er að draga úr kynbundnum launamun.

Helmingur fyrirtækjanna fengið vottun

Réttur helmingur þeirra fyrirtækja sem eru með 150 til 249 starfsmenn hefur nú öðlast jafnlaunavottun. Meira

Netverslun Kórónuverirufaraldurinn hafði þau áhrif að netverslun jókst.

Mikil söluaukning í netverslunum

Mikil aukning í matvöru hjá Heimkaupum • Vöxtur hjá Hópkaupum Meira

Laugardalsvöllur Fram hefur ekki leikið heimaleiki þar síðan árið 2018.

Greiða KSÍ bætur

Tekjutap þegar Fram hætti að leika á Laugardalsvelli • Borgin bregst við Meira

Sveitarfélög Tekjur af fasteignaskatti ættu að lækka milli ára.

Fasteignaskattarnir lækka

Ellefu af 20 stærstu sveitarfélögunum lækka álagningu fasteignaskatta • Fjögur lækka bæði af íbúðum og atvinnuhúsnæði • Tekjurnar lækka að raungildi Meira

Úlfarsárdalur Horft yfir skipulagssvæðið, en reiturinn sem á að breyta er M22 eins og aðstandendur undirskriftasöfnunar hafa hér merkt inn.

Skipulag í Úlfarsárdal verði óbreytt

Skora á borgaryfirvöld • Safna undirskriftum • Ekki iðnað og verkstæði Meira

Atvinnulíf Alls voru 2.800 laus störf á fjórða ársfjórðungi seinasta árs.

Mörg laus störf á vinnumarkaðinum

Mögulega bíða margir eftir að fá aftur sitt fyrra starf og ráða sig ekki annað Meira

Sorg Félagar Brians Sicknick í lögregluliði þinghússins stóðu heiðursvörð í fyrradag meðan líkfylgd hans keyrði hann til hinstu hvílu í Arlington. Sicknick lést eftir að hafa tekist á við mótmælendur í áhlaupinu í síðustu viku.

Demókratar hefja sókn

Demókratar á Bandaríkjaþingi hefja ákæruferli til embættissviptingar Trumps • Skora á Pence að virkja 25. greinina í vikunni • Fjöldi óeirðaseggja handtekinn Meira

Flugslys Leitarmenn telja sig vita hvar flugrita vélarinnar er að finna.

Kafarar leita að flugritunum

Ekkert neyðarkall barst frá áhöfn vélar Sriwijaya Air-flugfélagsins áður en hún hrapaði í sjóinn á laugardaginn skammt undan ströndum Jakarta, höfuðborgar Indónesíu, og ekki var tilkynnt nein tæknileg bilun áður en flugslysið varð. 62 voru um borð. Meira

Aldurhnignir Þjóðverjar bíða í röð við bólusetningarmiðstöð í Hamborg. Skipulag við bólusetningar og öflun bóluefnis í Þýskalandi sætir gagnrýni.

Þjóðverjar fjórfaldir í roðinu um bóluefni

Þjóðverjar hafa undanfarna daga sætt aukinni gagnrýni fyrir tvöfeldni (fjórfeldni öllu heldur!) í öflun og dreifingu bóluefnis í Evrópu. Þrátt fyrir að hafa haft uppi orð um annað hafi Þjóðverjar tryggt sér töluvert af bóluefni utan Evrópusamstarfsins þar um og auk þess búið svo um hnútana að þeir fengju bóluefni fyrr og í meiri mæli en aðrir. Til þess að bæta gráu ofan á svart hafa þeir neytt aflsmunar til þess að koma í veg fyrir að önnur ríki Evrópu næðu sér í bóluefni á eigin spýtur, sem menn finna tilfinnanlega fyrir nú, þegar komið er í ljós margháttað klúður í þessu Evrópusamstarfi. Meira

Jákvæð Þóra Rannveig Emmudóttir, forseti nemendafélags FB.

Fjölbreytt félagslíf í FB

Nemendafélagið á skemmtilegum rafrænum nótum • Biðin eftir „eðlilegu“ ástandi styttist með hverjum deginum Meira