Viðskiptablað Miðvikudagur, 21. júlí 2021

Þreyttir ferðalangar sækja töskurnar sínar eftir langt flug.

Framleiðsluskortur hefur áhrif

Framleiðsluskortur á heimsmarkaði hefur sett sinn svip á endurreisn ferðaþjónustunnar. Meira

Þátttakendur í hlutafjárútboði Icelandair í fyrra geta ávaxtað pund sitt með nýtingu áskriftarréttinda.

Áskriftarréttindi geta gefið vel í aðra hönd

Hlutabréf Fjárfestar sem þátt tóku í hlutafjárútboði Icelandair Group í fyrra munu innan skamms geta nýtt sér þriðjung þeirra áskriftarréttinda sem fylgdu með í kaupunum í útboðinu. Meira

Þegar stjórnmálamenn grafa undan fyrirtækjum

Samkeppni Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda Meira

Creditinfo Group hagnast um 4,5 milljónir evra

Upplýsingamiðlun Alþjóðlega upplýsingamiðlunarfyrirtækið Creditinfo Group hagnaðist um 4,5 milljónir evra á síðasta ári, jafnvirði 664 milljóna króna. Meira

Samtal í aðdraganda samrunatilkynningar

Talsvert hefur verið fjallað um málsmeðferðartíma Samkeppniseftirlitsins í samrunamálum og hann borinn saman við framkvæmd á vettvangi framkvæmdastjórnar ESB... Meira

Unnur Elva segir ótrúlegt hvað fólk getur verið fljótt að aðlagast, líkt og kom í ljós í faraldrinum. Hún stefnir á nám í markþjálfun til að efla sig í starfi.

Netfyrirlestrar vonandi komnir til að vera

Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrinum þessi misserin? Að mínu mati eru helstu áskoranir margra fyrirtækja að rýna þarfir markaðarins og sjá fyrir hvernig þarfirnar koma til með að breytast á skömmum tíma. Meira

Afar óljóst markmið

Margir stjórnmálamenn telja sig styrkja stöðu sína hvað best með því að hallmæla íslenskum sjávarútvegi, sá tortryggni í garð greinarinnar og ala á öfund. Meira

Nýja verslunin í Miðhrauni 2 er opin 12.30-17.00 virka daga.

Kostur kominn með nýja verslun

Kostur hefur opnað nýja og stærri verslun í Miðhrauni í Garðabæ sem er jafnframt netverslun. Þá er Kostur að færa út kvíarnar í heildsölu og með sölu raftækja. Meira

Enn aukning í áfengissölunni

Áfengissala í Vínbúðunum jókst á fyrri hluta ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Aðeins sterkvínið gefur eftir. Meira

Mótmælt í Havana 11. júlí síðastliðinn. Kannski vantar núna ekki nema herslumuninn til að frelsa Kúbu.

Beðið eftir sólarupprás á Kúbu

Núna ríður á að minna Kúbverja á að þeir eiga fullan rétt á að vera frjálsir. Eftir óvænt mótmæli fyrr í mánuðinum hafa þarlend stjórnvöld hert tökin. Meira

Viskísmakk er góð dægradvöl. Ekki skemmir fyrir að hafa ilmolíurnar við hönd.

Hin mörgu blæbrigði í merkum heimi viskísins

Á þessum vettvangi hefur mikið verið skrifað um léttvín, einkum kampavín og rauðvín. Inn á milli hafa þó slæðst vangaveltur um sterkari drykki á borð við gæðagin og viskí. Meira

Styttri vika til vandræða

Í ár og aldir byggði lífsafkoma Íslendinga á því að vinna allar vökustundir. Þá var ekki unnið myrkranna á milli, enda ójafnvægi í þeim mælikvarða í landi þar sem annaðhvort er alltaf dagur eða sístæð nótt. Meira

„Sprengja“ í ferðaþjónustunni

Lítið hefur verið að gera á Keflavíkurflugvelli síðastliðna sextán mánuði, þar sem samkomutakmarkanir og heimsfaraldur hafa litað tímabilið. Meira

Spritt Íslendingar þekkja það vel að fara í matvörubúð og spritta sig áður en byrjað er að versla.

Sprittsala tekur kipp vegna Delta-afbrigðis

Delta-afbrigði kórónuveirunar heldur áfram að valda áhyggjum á heimsvísu. Hefur sala á spritti og sóttvarnavörum tekið kipp vegna versnandi ástands faraldursins hérlendis af völdum Delta. Meira

Sveinn Pálsson segir fyrirséð að áfram verði þjónusta á jarðhæð, á horninu við Laugaveg.

Breyta Hlemmi hostel í íbúðir

Fjárfestar hafa keypt húseignina sem áður tilheyrði hostelinu Hlemmur Square á Laugavegi 105. Þeir ætla að innrétta íbúðir. Meira