Fréttir Fimmtudagur, 22. júlí 2021

Vaka Íbúar óttast að Vaka nýti fresti og undanþágur til að færa sig ekki.

Vaka sækir um fjögur starfsleyfi í stað eins

Íbúar í grennd við starfsstöðvar fyrirtækisins Vöku við Héðinsgötu 2 kærðu nýverið ákvörðun heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um að veita Vöku tímabundið starfsleyfi. Meira

Herdís og Sævar við verslunarmiðstöðina Parque Santiago 6 skammt frá heimili sínu í Arona á Tenerife, augnaráð Sævars hefði sómt sér vel í kvikmynd með Humphrey Bogart. Þau fagna fimm ára rekstrarafmæli í dag.

Fjöldi gesta telur Sævar látinn

Herdís og Sævar fagna fimm ára afmæli Íslendingabarsins Nostalgia á Tenerife • Sævari oft ruglað saman við Guðmund Guðbjartsson heitinn • Langaði að eiga annað áhugamál en að sitja á börum Meira

Upplifun Frá Mærudögum 2018. Þar er haldið í hefðirnar og margt að sjá.

Hlaupa um bæinn í leit að sælgæti

Húsvíkingar halda Mærudaga hátíðlega um helgina og verður K100 með beina útsendingu. Meira

Geysir Jóhann tók sig til og málaði yfir merkingu sjálfur.

Sakar Rammagerðina um hugverkabrot

Jóhann Guðlaugsson, stofnandi og fyrrverandi eigandi Geysis, sakar Rammagerðina um hugverkabrot. Þannig hafi fyrirtækið stofnað til rekstrar í verslunum Geysis undir fyrra heiti þeirra. Meira

Mótmæli Mótmælendur á Austurvelli sýndu Kúbverjum samstöðu í gær.

Kúbverjar kröfðust frelsis á Austurvelli

Hinn íslensk-kúbverski Yandy Nuñez Martines segir mótmæli á Austurvelli gegn ástandinu á Kúbu í gærkvöldi hafa gengið mjög vel og staðist allar væntingar. Á mótmælunum var þeim sem hafa mótmælt á Kúbu sýnd samstaða. Meira

Langvarandi þurrkar gera að verkum að háin sprettur hægt norðan heiða og víða eru tún brunnin.

Langvarandi þurrkar hægja á sprettu

Fyrri slætti í Eyjafirði lokið og gekk almennt ágætlega • Þurrkakaflinn orðinn langur • Talið mikilvægt að bændur nái inn góðum heyfeng því margir eru tæpir með birgðir • Ágúst vonandi blautur Meira

Risar Eva Björk segir fólk oft gáttað þegar það áttar sig á hvað hvalir eru stórar og merkilegar skepnur.

Á slóðum hvala og Hollywood-stjarna

Hvalasafnið hefur starfað í aldarfjórðung og býður nú upp á að hitta hvali í sýndarveruleika Til stendur að endurbyggja rútubiðskýlið úr Eurovison-myndinni til að gleðja ferðamenn Meira

Útihátíðir í hættu

Þúsundir smita gætu greinst í kjölfar stórra útihátíða Meira

Litríkt Hampiðjan hefur nú í fyrsta sinn opnað fyrir vörur sínar.

Hampiðjan opnar 100 m³ verslun

Hampiðjan á Íslandi og VOOT hafa nú í fyrsta sinn opnað verslun með útgerðarvörur, sjóvinnuföt og lyftibúnað í húsnæði sínu í Skarfagörðum 4 við Sundahöfn í Reykjavík. Meira

Mótmæli Tugþúsundir efasemdamanna um bólusetningar mótmæla aðgerðunum og saka Macron um einræðistilburði varðandi bóluefni.

Skiptar skoðanir á heilsupassa

Gestir kvikmyndahúsa, safna og íþróttaleikvanga í Frakklandi, sem eru 18 ára og eldri, þurfa nú að sýna fram á bólusetningarvottorð eða neikvætt Covid-19-próf til þess að fá aðgang. Meira

Röð Mikið annríki var í sýnatökum á heilsugæslustöðinni við Suðurlandsbraut í gær. Þrátt fyrir það gekk vel, að sögn verkefnastjóra hjá heilsugæslunni.

Frekari takmarkanir til umræðu

56 smit greindust innanlands á þriðjudag, einungis 18 í sóttkví • Yfirlæknir á Covid-göngudeild segir að búast megi við að einhverjir veikist alvarlega • Flestir með lítil eða engin einkenni • Einn á spítala Meira

Úrkoma Á þremur dögum náði úrkoman í borginni Zengzhou í Henan-héraði meðalársúrkomu. Úrkoman hefur slegið öll met.

Mannskæð flóð í Kína

Tugir látnir og fjölda saknað • 200 þúsund flýja heimili sín Meira

Húsavík Mikil aðsókn hefur verið í veitingastaði við höfnina.

Sumar og sól og fólkið á ferðinni

Hlýjasti júlí aldarinnar á Austurlandi • Undirmönnuð Móðir jörð • Mikill þurrkur • Bætt við sendingu í Bónus á Egilsstöðum • Tómar hillur í Nettó á Húsavík • Mannlífið lifnar hressilega við Meira

Surtsey Litríkur og fjölbreyttur gróður hefur fest rætur í jaðri máfavarpsins í eynni. Áburður fuglanna skipti sköpum fyrir gróðurlendið.

Nýjar tegundir hafa numið land í Surtsey

Nýjar tegundir fundust í árlegum rannsókna- og vöktunarleiðangri Náttúrufræðistofnunar Íslands til Surtseyjar. Líffræðingar frá ýmsum stofnunum voru þar um miðjan júlí. Meira

Kæra á hendur forstjóra ÁTVR

Arnar Sigurðsson, eigandi Santewines, hefur lagt fram kæru á hendur Ívari J. Arndal, forstjóra ÁTVR, fyrir rangar sakargiftir. Meira

Akureyri Boðið var upp á bólusetningu í slökkvistöðinni á Akureyri í fyrradag. Hlé hefur nú verið gert fram í miðjan ágúst vegna sumarleyfa.

Um 76% Norðlendinga fullbólusett

Síðasta bólusetning fyrir sumarfrí hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands Meira

Fjárhagsaðstoð Angela Merkel kanslari hefur heitið 400 milljónum evra í fyrsta aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar til enduruppbyggingar.

Milljarðar í uppbyggingu eftir flóðin

Ríkisstjórn Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, samþykkti í gær aðgerðapakka vegna enduruppbyggingar í kjölfar mikilla flóða í landinu undanfarna viku. Merkel segir milljarða evra þurfa í verkið. Meira

Tískuspekingur Júlía Grönvaldt Bjarnadóttir leyfir tískustraumum ekki að stýra för.

Júlía klæðir sig eins og rokkstjarna

Júlía Grönvaldt Björnsdóttir er óhrædd við að blanda saman ólíkum mynstrum, flíkum og efnum þegar kemur að fatavali. Hún lærði fashion communication í listaháskóla í Flórens á Ítalíu en í dag vinnur hún hjá Hildi Yeoman og starfar sem stílisti samhliða því. Meira

Minning Vinir Tómasar á bekknum í Laugardalnum í gær og að baki til hægri eru trén sem gróðursettt voru í minningu hans. Á myndinni eru, frá vinstri í fremri röð, Þorgils Björgvinsson, Ingibjörg Bjarnadóttir, Andrea Gylfadóttir og Einar Rúnarsson. Aftar eru Jakob Frímann Magnússon, Pálmi Sigurhjartarson og Ásgeir Óskarsson.

Tómasarlund í hávegum

Fallegur lundur í Laugardalnum • Fjögur tré og bassastrengir • Í minningu Tómasar • Glaðlyndi og sagnagáfa Meira

Neitar Gylfi Þór er sagður neita ásökunum.

Gylfi sagður neita ásökunum

Breska götublaðið Mail Online greindi frá því í gær að Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður Everton, hefði verið færður í tímabundið skjólshús (e. Meira

Nýjar höfuðstöðvar Suðurhraun 3, þar sem Vegagerðin er með starfsemi til framtíðar. Nýju höfuðstöðvarnar skiptast í 6.000 fermetra skrifstofu- og geymsluhúsnæði og 9.000 fermetra útisvæði.

Vegagerðin flutt í Garðabæ

Hefur verið með höfuðstöðvar í Reykjavík í tæp 80 ár • Starfsemin er nú sameinuð á einum stað Meira

„Sögulegir“ samningar í höfn

Færeysk og norsk stjórnvöld hafa gert með sér samninga um makrílveiðar í fiskveiðilögsögu hvors lands. Mega flotar beggja landa veiða allt að 83. Meira

Nýr forsætisráðherra skipaður

Ariel Henry var settur í embætti forsætisráðherra Haítís í fyrradag. Sama dag og formlegar minningarathafnir voru haldnar um forseta landsins, Jovenel Moise, sem var myrtur á heimili sínu fyrr í mánuðinum. Meira

Farþegaskipi gefið nafn hér

Farþegaskipið NG Endurance er í jómfrúarferð til Íslands og kom til hafnar í Reykjavík í gærmorgun. Var tekið á móti skipinu með viðhöfn og Haki myndaði tignarlegar sjóbunur. Skipið liggur við Faxagarð í Gömlu höfninni. Meira

Hreinsað upp eftir aurskriðu sem féll á tvö hús í Varmahlíð.

Íbúar bíða svara frá sveitarfélaginu

Aurskriðan sem féll í Varmahlíð í lok júní olli miklu tjóni en hreinsunarstarf á svæðinu gengur vel • Upplýsingafundur með íbúum Varmahlíðar átti að fara fram í gær en var frestað um óákveðinn tíma Meira

Sókn „Það eru einkum áhugaverð störf sem fá fólk til að koma,“ segir Kristján um þróunina.

„Engin ástæða til annars en að vera bjartsýnn“

Húsavíkurbær fékk mikinn sýnileika á síðasta ári og horfurnar góðar fyrir atvinnuuppbyggingu í Norðurþingi Meira

Afgreiðslum mun fjölga um 127% á næstu 12 mánuðum

Stofnandi Górilla vöruhúss segir þjónustustigið vaxandi Meira

ESB Ráðherra og Virginijus Sinkevièius, frkv.stj. sjávarútvegsmála ESB.

Fer fram á algjöra fríverslun við ESB

„Það sem við erum að fara fram á er að fá algjöra fríverslun fyrir fisk inn á EES-svæðið. Meira

Þjónustustöð Vegagerðarinnar í Dagverðardal á Ísafirði.

Íhuga uppsögn í kjölfar skipulagsbreytinga

Starfsmenn Vegagerðarinnar á Ísafirði ósáttir við breytt launakjör Meira

Fylgismunur eftir aldurshópum

Flokkur fólksins sækir jafnt í alla aldurshópa • Píratar eiga langmest undir stuðningi ungs fólks • Viðreisn sækir einkum stuðning til miðaldra fólks • Aldraðir öflugastir meðal Samfylkingarinnar Meira

Bessastaðakirkja Til vinstri við altarið eru minningarskildir um Kristján Eldjárn forseta og frú Halldóru Eldjárn og svo Svein Björnsson forseta og frú Georgíu Björnsson. Hægra megin er minningarskjöldurinn um Ásgeir Ásgeirsson forseta og frú Dóru Þórhallsdóttur.

Legstaðurinn í kirkjuveggnum

Líkamsleifar forsetahjónanna Ásgeirs Ásgeirssonar og Dóru Þórhallsdóttur eru í vegg Bessastaðakirkju • Var ekki skráð á legstaðaskrá • Algengt áður fyrr að fyrirmenn fengju leg í kirkjum Meira

Eldur Kyndilberi með ólympíueldinn sem fylgir leikunum. Myndin var tekin á þriðjudag þegar farið var í gegnum eitt af úthverfum Tókýó, en þaðan er stefnt á aðalleikvang borgarinnar. Setningarathöfnin er á morgun.

Góðir gestgjafar í flóknum aðstæðum

Ólympíuleikarnir í Tókýó að hefjast • 11.000 keppendur frá 200 löndum • Keppt í skugga Covid Meira