Fréttir Mánudagur, 13. september 2021

Laugardalur Flóðlýsingin á Laugardalsvelli stenst kröfur UEFA.

Heimavöllurinn stenst ekki kröfur

Breiðablik gæti þurft að spila heimaleiki Meistaradeildarinnar í útlöndum • Bærinn sparaði 18 milljónir en liðið græddi 76 milljónir • Félagið í erfiðri stöðu • Betri völlur í Færeyjum en hér heima Meira

Fylgi framboða komið á hreyfingu inn á miðju

Viðreisn og Framsókn bæta duglega við sig • Sjálfstæðisflokkur dalar talsvert Meira

Allar tengingar urðu eldi að bráð

Mikið tjón varð þegar höfuðstöðvar Kapalvæðingar í Reykjanesbæ brunnu á fimmtudag og allar tengingar fyrirtækisins með. Meira

Dagmál Gunnar Smári Egilsson, leiðtogi Sósíalista, í viðtali við Andrés Magnússon og Stefán Einar Stefánsson. Þar er farið ofan í kjölinn á málum.

Skipaðir til að verja kvótakerfið

Gunnar Smári Egilsson í formannaviðtali við Dagmál • Segir að ryðja þurfi dómskerfið og stjórnkerfið sem sé klíkuvettvangur • Segir dómara við Hæstarétt hafa verið skipaða til að verja kvótakerfið Meira

Svandís Svavarsdóttir

Ríkisstjórnin ræðir tilslakanir á morgun

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði tillögum að tilslökunum á sóttvarnaaðgerðum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í gær. Meira

Tilraunir Dælan og kerfið sem henni fylgdi í rannsóknum í Ísafjarðardjúpi fyrir þremur árum.

Ljósátan í Djúpinu dróst að bláa ljósinu

Tilraunir voru gerðar til að veiða ljósátu í Ísafjarðardjúpi á nýstárlegan hátt í tveimur leiðöngrum árið 2018. Aðferðin byggist á því að nota blátt ljós til að laða ljósátu að dælu sem dælir henni að mestu lifandi um borð í skip. Líffræðingarnir Petrún Sigurðardóttir og Ástþór Gíslason á Hafrannsóknastofnun fjalla um þessar tilraunir í nýlegri skýrslu. Í samtali við Morgunblaðið segir Petrún að tilraunirnar hafi í sjálfu sér gengið ágætlega og ljósátan hafi dregist að ljósinu. Hún segist ekki vita til þess að verkefninu verði haldið áfram hér við land. Meira

Þórsmörk Undanfarin sumur hefur fé gengið óhindrað úr afréttinni yfir í hina beitarfriðuðu Þórsmörk.

Segir Skógræktina bregðast hlutverki sínu

Páll Ásgeir Ásgeirsson leiðsögumaður segir Skógræktina vera að bregðast hlutverki sínu hvað varðar að vernda og rækta upp land í Þórsmörk. Fé hefur fengið að ganga um norðanverða Þórsmörk undanfarin átta sumur og fleira fé sást í Mörkinni í sumar, að sögn Páls. Fé gengur óhindrað úr Almenningum, afrétt norðan Þórsmerkur, yfir í Þórsmörk. Þórsmörk er friðað land og samkvæmt lögum má ekki beita sauðfé þar. Meira

Í Reykjavík Garðar Garðarsson er að átta sig á breyttu umhverfi.

Eins og í ókunnu landi

Garðar Garðarsson fluttur heim eftir 52 ára búsetu erlendis Meira

Leikkonan Priyanka Chopra verður kynnir þáttarins ásamt öðrum.

Hver er besti aðgerðasinninn?

Nýr bandarískur raunveruleikaþáttur þar sem aðgerðasinnar keppast um að sinna góðgerðarstörfum með hjálp samfélagsmiðla hefur verið mikið gagnrýndur. Meira

Vinnumarkaður Fylgja styttingu vinnutímans eftir og nauðsynlegt er að 36 stunda vinnuvika verði lögfest, segir Friðrik Jónsson, formaður BHM.

Þörf á þekkingarhagkerfi

„Eitt af mikilvægum verkefnum næstu missera er að byggja hér á landi upp hagkerfi þekkingar, sem laðar að fólk með margvíslega sérfræðimenntun. Virði slíkra starfa er mikið og tekjurnar sömuleiðis, sem eru fljótar að seytla út í hagkerfið,“ segir Friðrik Jónsson, formaður BHM. „Reynsla síðustu missera í heimfaraldri hefur kennt okkur að stoðir samfélagsins þurfa að vera traustar. Sjávarafli er svipull og ferðaþjónustan sömuleiðis. Því þarf að leggja grunn að breyttu atvinnulífi.“ Meira

Dilkur Féð frá bænum var dregið í þennan dilk í Staðarrétt í gær.

Bændur gagnrýnt seinagang

„Ég verð í mörg, mörg ár að ná upp öðrum eins hóp,“ segir Elvar Eylert Einarsson, sem ásamt konu sinni, Fjólu Viktorsdóttur, er bóndi á Syðra-Skörðugili í Skagafirði. Riðuveiki kom upp á bænum fyrir helgi en þar eru um 1. Meira

Svæðisborg slær nýjan tón í umræðu

Frá Tröllaskaga og austur á land. Akureyri í aðalhlutverki. Efling flugsamgangna, fiskeldi og þjóðgarðsmál í umræðu. Höggvið verði á hnúta. Meira

Rústir Um 3.000 manns létust, flestir í árásinni á tvíburaturnana.

Opinbera fyrstu skjölin

Gögn um hryðjuverkaárásina 11. september opinberuð • Lítið bendir til að stjórnvöld í Sádi-Arabíu hafi vitað af árásinni • Þóttust vera nemar við komuna Meira

Tún Syðra-Skörðugil í Skagafirði. 1.500 fjár þarf að slátra vegna veikinnar.

Bætur vegna riðu of lengi að berast

Þrjátíu ára ræktunarstarf gufaði upp í einu vetfangi á föstudaginn • Formaður Bændasamtakanna segir reglugerð um útrýmingu á riðuveiki og bætur vegna niðurskurðar hafa verið í endurskoðun Meira

Úrskurðarnefnd lögmanna hefur ekki borist kvörtun vegna Facebook-færslu...

Facebook-færsla hæstaréttarlögmanns hefur verið gagnrýnd á samfélagsmiðlum • Birti lögregluskýrslur Meira

Óánægja með afskiptin

Reynslumestu leikmenn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gætu lagt landsliðsskóna á hilluna ef kemur til frekari afskipta stjórnar Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, af landsliðshópnum. Þetta herma heimildir Morgunblaðsins. Meira

Jón Sigurðsson

Jón Sigurðsson er látinn, 75 ára að aldri. Hann gegndi starfi seðlabankastjóra, var formaður Framsóknarflokksins og einnig iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Meira