Fréttir Miðvikudagur, 13. október 2021

Óvenjulegur farmur 52 grindhvalshræ voru flutt um borð í varðskipið Þór.

Vel gekk að flytja hvali um borð í Þór

Vel gekk að flytja 53 grindhvalshræ úr Melavík á Ströndum um borð í varðskipið Þór í gær en hvalirnir syntu á land aðfaranótt 2. október sl. og drápust í fjörunni. Til stóð að sigla með hræin í nótt norður fyrir Langanes og varpa þeim þar í sjóinn. Meira

Veiði og golf Úlfarsá eða Korpa liðast eftir golfvellinum við Korpúlfsstaði á leið til sjávar í Blikastaðakró. Upptök árinnar eru í Hafravatni.

Ekki augljós neikvæð áhrif á fiskstofna

Vatnasvið Úlfarsár mjög mótað af byggð og mannvirkjum tengdum henni • Áhersla lögð á vöktun Meira

Hjónavígslum fækkaði um 14% í fyrra

Borgaralegum vígslum hefur fjölgað mikið • Karlar og konur ganga í hjúskap nokkru eldri en áður fyrr og skilnaðir eiga sér stað síðar á lífsleiðinni • Meðalaldur brúðguma 32 ár og brúða 30 ár í fyrra Meira

Fallandi gengi er sem nýtt

Unnið hefur verið að viðgerð á listaverkinu Fallandi gengi sem stendur austast við Bæjarháls í Árbæjarhverfi. Þetta er skúlptúr frá árinu 1976 eftir myndlistarmanninn Inga Hrafn Hauksson. Verkið er í eigu Listasafns Reykjavíkur. Meira

Snæfellsnes Snæfellsjökull er eldstöð líkt og Ljósufjallakerfið.

Hætta ekki talin yfirvofandi

Ekki er brýn ástæða til að þétta net jarðskjálftamæla í kringum Ljósufjöll á Snæfellsnesi, að mati Kristínar Vogjörð, hópstjóra jarðar og eldgosa hjá Veðurstofu Íslands. Meira

Hagkerfi Ásgeir Jónsson segir nafnvaxtaumhverfið geta fest sig í sessi.

Einblíni ekki á launaliðinn

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri varar við höfrungahlaupi á vinnumarkaðnum • Stórfelld uppbygging íbúðarhúsnæðis vænlegri lausn til að bæta stöðu heimilanna Meira

Ríkislögreglustjóri varð undir

Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í gær á aðalkröfur fjögurra yfirlögregluþjóna hjá embætti ríkislögreglustjóra um að greiða beri þeim laun í samræmi við samkomulag sem Haraldur Johannessen, þáverandi ríkislögreglustjóri, gerði við þá í lok ágúst 2019. Meira

Klaustur Þriðja sumarið í röð var leitað að minjum um klaustrið sögufræga á Þingeyrum. Þar voru merkar bækur samdar á miðöldum.

Fornleifar rannsakaðar á nær 50 stöðum

Sviðsljós Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Svonefndar framkvæmdarannsóknir eru í miklum meirihluta þeirra fornleifarannsókna sem fram fóru í sumar og er raunar ekki öllum lokið.Rannsóknin á Seyðisfirði, sem stofnað var til vegna fyrirhugaðra ofanfló Meira

Sigríður Mogensen

Umbrot á orku- og álmarkaði

Orkukreppa geisar á meginlandi Evrópu og hefur orkuverð ríflega tvöfaldast á stærstu mörkuðum. Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI, segir líklega um skammtímasveiflu að ræða. Meira

Yfir 700 milljónir í endurgreiðslur

Hæsta greiðslan vegna raunveruleikaþátta MTV • Útlit fyrir að greiðslur verði lægri í ár en í fyrra • Tugmilljónir vegna íslenskra sjónvarpsþátta • 21 milljón greidd vegna þáttanna Í kvöld er gigg Meira

Norðurslóðir Katrín Jakobsdóttir og Ólafur Ragnar í umræðum.

100 málstofur og 400 ræðumenn um norðurslóðir

Arctic Circle-ráðstefnan, Hringborð norðurslóða, verður sett í Hörpu á morgun, fimmtudag, og stendur yfir í þrjá daga. Þingið er fyrsti stóri alþjóðlegi viðburðurinn um málefni norðurslóða síðan Covid-19 hófst. Meira

Arnar Þór Viðarsson

Sex landsliðsmenn sakaðir um brot

Landsliðsþjálfarinn gat ekki valið þá leikmenn sem hann hafði hug á að velja Meira

Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir

Staðan á bráðadeild óviðunandi

Settur forstjóri Landspítala, Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, segir að mönnunarvandi spítalans sé allra stærsti steinninn í götu stofnunarinnar. Verkefni þar um eru í algjörum forgangi að hennar sögn. Meira

Sundahöfn Skorradalshreppur á 0,22% hlut í stærstu höfn landsins. Nú vill hann selja ef ásættanlegt verð fæst.

Skorrdælir vilja selja hlutinn í Faxaflóahöfnum

Hlutur hreppsins í Borgarneshöfn gekk inn í fyrirtækið Meira

Bjarnarey Það er mikið vandaverk að koma lömbunum yfir í tuðruna.

Slarksamt að sækja fé í Elliðaey og Bjarnarey

Eyjabóndi kann betur við volkið á sjónum en í pólitíkinni Meira

Alþingi Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins.

Rannsókn lokið á kæru Karls Gauta

Rannsókn lögreglunnar á Vesturlandi á kæru Karls Gauta Hjaltasonar er lokið en hann kærði niðurstöðu kosninganna til lögreglu vegna endurtalningar í kjördæminu og meðferðar yfirkjörstjórnar á kjörgögnum við talningu. Meira

Hersýning Kim Jong-un kynnir stefnu sína í varnarmálum.

Vill auka fælingarmátt

Leiðtoginn í Pyongyang kveður vopnaþróun nauðsynlega vegna fjandsemi • Flutti ræðu á hersýningu á mánudaginn Meira

Stjórnarherrarnir Støre í miðju og Vedum hægra megin en fjærst er Audun Lysbakken frá Sósíalíska vinstriflokknum sem var með í viðræðum í byrjun.

Ný stjórn Støres á morgun

Bóndinn frá Hedmark líklegast í fjármálaráðuneytið • Solberg afhenti konungi afsagnarbréf sitt í gær • Nær allir sagt já við Støre í ráðherraumleitunum hans Meira

Landspítali Fyrrverandi forstjóri spítalans lét nýlega af því starfi.

Óbreytt laun út skipunartímann

Veitingarvaldshafi getur flutt embættismann á milli starfa Meira