Fréttir Þriðjudagur, 20. september 2022

Skipulega grafið undan kerfinu

Nýtt hljóð í strokkinn með nýjum ráðherra • Einkareknum heilsugæslustöðvum gengur betur að manna stöður en hinum opinberu • Afköst hafa aukist verulega með aukinni samkeppni á sviðinu Meira

Hjálparhönd Það þykir mikil skemmtun að aðstoða pysjur.

Óvenju fáar og smávaxnar pysjur

Pysjutímanum í Vestmannaeyjum fer senn að ljúka þetta árið og er ljóst að þótt heimamenn skemmti sér að vanda konunglega við pysjuveiðarnar þá er nýliðun í lundastofninum léleg. Meira

Akureyri Fjölda flugferða Icelandair norður hefur verið seinkað.

Gera sér grein fyrir að ástandið er óásættanlegt

Sveitarfélög á Norðurlandi eystra funduðu með forstjóra Icelandair vegna frestana og niðurfellinga á innanlandsflugi • Formaður SSNE segir margt jákvætt hafa komið út úr fundinum Meira

Ölfusá Horft á haustdegi til suðvesturs úr Neðri-Laugardælaeyju að hinu nýja afkvæmi hennar sem myndast hefur þar sem lygna er í ánni. Gróður á eyri þessari bindur jarðveg og gerir landið traust. Í fjarska héðan sjást meðal annars verslunarhús Krónunnar, Hótel Selfoss, Jóruklettur og Ölfusárbrú.

Eyja hefur myndast í Ölfusá

Sérstæð framvinda við Selfoss • Breytt rennsli í vatnsmestu á landsins • Neðri-Laugardælaeyja eignast afkvæmi • Eyrin nú fast land • Nýtur náttúrulegrar verndar • Fjórðungur úr hektara Meira

Nýr leikskóli Byggingin verður á þremur hæðum og framúrstefnuleg.

Borgin auglýsir útboð í annað sinn

Ekkert tilboð barst í byggingu miðborgarleikskólans í fyrstu tilraun Meira

Heilsugæslan Höfða Samningurinn rennur að óbreyttu út um mánaðamót.

Einkarekna heilsugæslan hangir á algjörum bláþræði

Þjónusta við 70 þúsund skjólstæðinga • Samningur rennur út eftir ellefu daga Meira

Efnistaka Nokkrar gjallnámur eru í Seyðishólum. Hér var unnið í námu 2.

Áhrif efnistöku í Seyðishólum metin óveruleg

Heildaráhrif áframhaldandi og aukinnar efnistöku úr tiltekinni gjallnámu í Seyðishólum í Grímsnesi á umhverfið eru metin óveruleg. Samkvæmt umhverfismatsskýrslu, sem unnin hefur verið fyrir Suðurtak ehf. og kynnt opinberlega, er það helst að áhrif á landslag séu neikvæð. Þau eru metin frekar neikvæð og óafturkræf og eru sjónræn áhrif þar innifalin. Meira

Árás Petró Kotín hjá Energoatom.

„Ógna stöðu alls heimsins“

Ásaka Rússa um loftárás nálægt kjarnorkuveri • Rússar neita fjöldamorðum í Isíum • Eftirlit Sameinuðu þjóðanna Meira

Ríkisútförin Mikill hátíðleiki var í ríkisútförinni í dag og mikill fjöldi leiðtoga heimsins var viðstaddur athöfnina. Karl III. konungur Bretlands gengur fremstur á eftir kistu móður sinnar.

Útför Elísabetar II. Bretadrottningar

Heimsbyggðin minnist ástsæls leiðtoga krúnunnar • „Hún gerði heiminn betri“ • Klukkum hringt fyrir hvert ár drottningar • Karl III. hrærður yfir fallegum kveðjum • „Fullkomin útför“ Meira

Andakílsárvirkjun Inntakslónið sést efst, virkjunin þar neðan við og síðan Andakílsáin sjálf. Áin hefur verið að jafna sig eftir aurflóðið 2017.

Lífríki Andakílsár er að jafna sig

Helgi Bjarnason helgi@mbl. Meira

Höfundarnir Björgvin Sigurðsson (t.v.) og Ragnar Jónsson lögreglufulltrúi, sérfræðingar í tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Rannsókn á manndrápi vekur athygli

Björgvin Sigurðsson, sérfræðingur í DNA-greiningu, og Ragnar Jónsson, blóðferlasérfræðingur og lögreglufulltrúi, eru höfundar greinar í nýjasta bindi bókaflokksins Techniques of Crime Scene Investigation. Meira

Skólavörðustígur 37 Ber ýmis einkenni þeirra húsa sem byggð voru í tíð steinsteypuklassíkur hér á landi.

Hús Hvítabandsins komið á söluskrá

Glæsilegt hús við Skólavörðustíg • Ásett verð 550 milljónir króna Meira

Kjötvinnsla Talið er unnt að hagræða í slátrun og frumvinnslu kjötafurða með heimild til sameiningar eða samvinnu. Unnið er að gerð frumvarps.

Áformað að veita undanþágu

Afurðastöðvum leyft að vinna saman eða sameinast • Frumvarp samið Meira

Bólstrun Nóg hefur verið að gera í Bólstrun Sigurrósar á Vesturgötu.

Lúið verður sem nýtt hjá Sigurrós

Sigurrós María Sigurbjörnsdóttir hóf nám í húsgagnasmíði og útskrifaðist sem húsgagnabólstrari árið 2017. Meira

Hátíð Fjöldi íbúa mætti til að fagna langþráðu upphafi framkvæmda við hjúkrunarheimili á Höfn í Hornafirði. Fyrstu skóflustungurnar voru teknar í gær.

Ellefu skóflustungur teknar á Höfn

„Það er okkur mikils virði að þetta verk sé að hefjast. Meira

Grímsey Margir tóku á móti nýja Birni EA 220 á sunnudaginn og flestir bátar Grímseyinga sigldu á móti bátnum.

Björn EA 220 – nýr bátur til Grímseyjar

Nýr Björn EA 220 sigldi í fyrsta sinn til heimahafnar í Grímsey á sunnudaginn var. Flestir bátar Grímseyinga sigldu á móti nýja bátnum til að bjóða hann velkominn og mættu margir á bryggjuna til að fagna bátnum. Útgerðarfélagið Heimskautssport ehf. Meira