Fréttir Mánudagur, 23. september 2024

Jón Magnús Kristjánsson

Bráðalæknar nú á vakt Neyðarlínu

Bráðalæknar eru frá því í sumar í þeim hópi sem svarar símtölum sem berast til Neyðarlínunnar. Erindin þangað eru ótöluleg en oft er haft samband og óskað aðstoðar vegna slysa og bráðra veikinda. Neyðarverðir geta þá, þegar fyrstu ráðstafanir hafa verið gerðar, falið lækni á vakt málið til úrlausnar Meira

Ungir menn koma til að fremja glæpi

Lögreglan vill nota andlitsgreiningartækni í Leifsstöð Meira

Hvítabirnir Lögreglan á Vesturlandi óskaði eftir fluginu í varúðarskyni.

Gæslan kannar fleiri hvítabirni

Lögreglan á Vesturlandi óskaði eftir því við Landhelgisgæsluna að farið yrði í sérstakt flug til þess að kanna hvort fleiri hvítabirni væri að finna á landinu. Til stendur að fara í flugið í dag ef veður og skyggni leyfir Meira

Björn Leví Gunnarsson

Kosningabandalag kom á óvart

Óánægja með kosningu til framkvæmdastjórnar Pírata • Nítján gáfu kost á sér • Kosningin lögleg • Héldu fund á fimmtudag til að ræða málin • Umræða um smölun og breytingu á kosningakerfi Meira

Leiðtogafundur Bjarni og Guterres takast í hendur á fundinum.

Samþykktu sáttmála framtíðarinnar

Leiðtogafundur um framtíðina • Bjarni hitti Guterres í New York Meira

Seyðisfjörður Forseti sveitarstjórnar Múlaþings vonar að starfshópur tveggja ráðuneyta fari að skila af sér.

Fjarðarheiðargöng bíða eftir fjármagni

Hönnun lokið • Vilja útboð með fyrirvara um fjármögnun Meira

Akureyri Nýja fríhöfnin var tekin í notkun síðastliðinn föstudag og leist gestum vel á. Flugstöðin á Akureyrarflugvelli stækkar um 1.100 fermetra.

Ný fríhöfn á Akureyrarflugvelli

Gestir ánægðir með viðbótina • Stækka flugstöðina um 1.100 fermetra • Þriggja ára framkvæmd að ljúka • Stækkunin ætluð til þess að þjóna millilandaflugi • Flughlaðið stækkað um 30.000 fermetra Meira

Verðlaun Rúnar Rúnarsson, fyrir miðju, með verðlaunin í Nuuk.

Ljósbrot með sex alþjóðleg kvikmyndaverðlaun

Kvikmyndin Ljósbrot eftir Rúnar Rúnarsson hefur nú unnið til sinna sjöttu alþjóðlegu verðlauna. Á lokaathöfn alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Nuuk sl. laugardagskvöld tilkynnti Berda Larsen, formaður dómnefndar hátíðarinnar, að Ljósbrot eftir… Meira

Flaug beint að linsunni

Emma Hulda Steinarsdóttir var í sínum daglega göngutúr í Hálsaskógi í Hörgársveit þegar hún varð vör við tvo glókolla eltast við músarrindil. Hún náði skemmtilegri mynd af öðrum þeirra sem stillti sér upp fyrir myndatökuna Meira

Löggæsla Skipulagðir glæpahópar, með tengsl við ýmis lönd í kringum okkur, hafa aukið umsvif sín hér á landi á undanförnum árum.

Aukin tengsl við erlenda glæpahópa

Dómsmálaráðherra segir glæpahópa í Svíþjóð hafa sent fólk til Íslands • Starfsemin ekki bundin af landamærum • Glæpahópar orðnir skipulagðari en áður • Telur mikilvægt að Íslendingar haldi vöku sinni Meira

Stjórnmál Stefnir á þing og skoðar tvo möguleika á framboði fyrir sig.

Á í viðræðum við stjórnmálaflokk

Neitar ekki að það sé Miðflokkurinn • Arnar vill á þing • Ekki rætt við Ingu Meira

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Liðsstyrkur hjá Miðflokknum

Anton Sveinn McKee, sundmaður og ólympíufari, var kjörinn formaður Freyfaxa, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi, á stofnfundi hreyfingarinnar á föstudag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Miðflokknum Meira

Varnargarðar Unnið við varnargarða ofan við Patreksfjörð árið 2022.

Ofanflóðavarnir á 15 þéttbýlisstöðum

Framkvæmdir við varnir vegna ofanflóða og eða uppkaup húseigna hafa átt sér stað á alls 15 þéttbýlisstöðum frá því að ofanflóðanefnd var komið á fót í kjölfar gildistöku laga um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum árið 1997 Meira

Sjávarútvegur Fjölmenni var á sýningunni sem stóð í þrjá daga í Fífunni.

Áfram framfarir í fiskvinnslu

Íslensku sjávarútvegssýningunni lauk á föstudag í Fífunni í Kópavogi. 350 fyrirtæki kynntu þar starfsemi sína. Samkvæmt bráðbirgðatölum sóttu 12-15 þúsund manns Icefish og er hún stærsta sýning sem haldin er hér á landi Meira

Skáli Páll Guðmundsson við húsið á heiðinni sem er mjög reisulegt að sjá.

Sæluhús endurreist

Búið er að hlaða veggi og setja þak á sæluhús i gamla stílnum austarlega á Mosfellsheiði. Þarna hefur verið endurreist bygging sem stóð frá um 1890 fram yfir 1930 við þáverandi Þingvallaleið. Þegar nýr vegur var lagður fór húsið á heiðinni úr alfaraleið og féll um síðir saman Meira

Læknir Útgangspunkturinn að gera landsbyggðina eins og hægt er jafnsetta höfuðborgarsvæðinu um bráðaþjónustu, segir Jón Magnús í viðtalinu.

Fjarskiptalæknar nú hjá Neyðarlínunni

„Heilbrigðisþjónustan þarf að vera í stöðugri þróun þar sem brugðist er við nýjum aðstæðum hvers tíma,“ segir Jón Magnús Kristjánsson læknir. Hann starfar á bráðadeild Landspítalans í Fossvogi hvar hann var yfirlæknir fyrr á tíð Meira

Dietmar Woidke fylkisstjóri

Kratar höfðu nauman sigur

Þýski jafnaðarmannaflokkurinn SPD er stærsti flokkurinn á fylkisþinginu í Brandenborg, samkvæmt kosningaúrslitum í gær. Hann rétt svo heldur forystu sinni í fylkinu og hefur örlítið forskot á hægri popúlistaflokkinn Alternative für Deutschland (AfD) … Meira

Frakkland Þung verkefni bíða ríkisstjórnar Michels Barniers.

Tók 11 vikur að mynda stjórn

Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur loksins skipað nýja ríkisstjórn, 11 vikum eftir að pólitísk pattstaða skapaðist í kjölfar þingkosninga í landinu. Stjórnarkreppa hefur verið í Frakklandi síðan Macron leysti upp þingið og boðaði til þingkosninga í sumar Meira

Símboði Á þriðjudag tóku símboðar Hisbolla-vígamanna skyndilega að springa. Degi síðar gerðu talstöðvar þeirra það sama. Nú eru 37 látnir.

„Engin tengsl“ við símboðaárásina

Forseti Ísraels segir að Ísrael beri ekki ábyrgð á sprengingum í talstöðvum Hisbollah • „Hisbollah á sér marga óvini“ • Netanjahú boðar „nýjan fasa“ á norðurvíglínum • Átökin gætu stigmagnast á ný Meira

Sveiflur á húsnæðisstuðningi á 20 árum

Heildarumfang húsnæðisstuðnings hins opinbera til eigenda íbúðarhúsnæðis og leigjenda á síðasta ári nam 32 milljörðum króna, sem jafngildir 0,73% af landsframleiðslu samkvæmt útreikningum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) Meira

Mæðgur Heiðbjört Anna og Kristín Þórunn með sinn kettlinginn hvor og timburkirkjuna fallegu í bakgrunni.

Felix og Finnbogi eru nú mættir á Mosfell

Skálholtsprestur fékk kettlinga • Gullinn meðalvegur Meira