Kjörstjórn Eflingar boðaði í gær til rafrænnar atkvæðagreiðslu meðal starfsfólks hjá Íslandshótelum hf. og Fosshótelum ehf. Atkvæðagreiðslan hefst á hádegi í dag og lýkur kl. 20 mánudaginn 30. janúar Meira
Skipun Sultans Ahmeds Al Jabers í embætti forseta Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP 28, sem fram fer í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í lok þessa árs, hefur verið gagnrýnd harðlega af umhverfisverndarsinnum, m.a Meira
Kristján Jónsson kris@mbl.is Fjöldi fólks kom saman í Vestmannaeyjum í gærkvöldi til að minnast þeirra náttúruhamfara sem áttu sér stað hálfri öld fyrr en aðfaranótt 23. janúar árið 1973 hófst eldgos á Heimaey eins og landinn þekkir. Meira
Lögmaður sr. Gunnars Sigurjónssonar, fyrrverandi sóknarprests í Digranesprestakalli, dregur í efa að Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands hafi formlegt hæfi eða umboð til ákvarðana fyrir hönd kirkjunnar um málefni Gunnars Meira
„Við erum nú aðilar að þessari skýrslu og skrifum undir hana og erum eiginlega bara mjög ánægð með þessa vinnu og samstarfið og að hafa haft allt þetta fólk með okkur að skoða hlutina,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri… Meira
Önnur umræða fór fram í gær • Skiptar skoðanir um ágæti frumvarpsins Meira
Engar þeirra bóka sem voru í efstu sætunum á metsölulistum bóksala og bókaútgefenda fyrir jól er að finna á nýjasta sölulistanum sem bókaverslunin Eymundsson hefur birt. Þar trónir á toppnum þýdd skáldsaga nýútkomin hjá Uglu útgáfu eftir Jill Mansell, Kannski í þetta sinn Meira
„Ég fann brunalykt heima þegar ég opnaði glugga og kíkti út og sá að það var eldur í fjárhúsinu. Ég hringdi í Neyðarlínuna og hljóp út í fjárhús og opnaði og reyndi að hleypa kindunum út,“ segir Helga Björg Helgadóttir bóndi á Syðri-Hömrum í… Meira
Alls 693 sjóðum og sjálfseignarstofnunum bar að skila ársreikningi til Ríkisendurskoðunar fyrir rekstrarárið 2021 en í desember síðastliðnum höfðu margir sjóðir og stofnanir ekki staðið við það. Skilafresturinn var til 30 Meira
Heimsmeistarakeppni einstaklinga í matreiðslu, Bocuse d’Or, lauk í Lyon í Frakklandi í gærkvöldi. Þátttakandur voru frá 24 þjóðum, kokkar sem eru meðal fremstu matreiðslumanna sinna landa. Ísland endaði í áttunda sæti keppninnar en fulltrúi okkar var Sigurjón Bragi Geirsson Meira
Ragnhildur Hjaltadóttir lætur af störfum í innviðaráðuneytinu á vormánuðum Meira
Hrafnar Viðskiptablaðsins sögðu frá því í liðinni viku að þeir hefðu hlýtt „á fagnaðarerindið á fundi Landsvirkjunar um upprunaábyrgðir“. Þar hafi einn af framkvæmdastjórum þessa ríkisfyrirtækis talað um „að það væri val íslenskra fyrirtækja að hætta að nota kolaorku og kjarnorku með tilheyrandi geislavirkum úrgangi – þau gætu einfaldlega borgað Landsvirkjun meira fyrir raforkuna og þá yrði orkan sem áður var græn – aftur græn. Á fundinum var talað eins og það væri uppgrip fyrir íslenskt hagkerfi að selja upprunaábyrgðir og því teflt fram að fyrir andvirðið gæti öll þjóðin flogið til Tene og aftur til baka.“ Meira
Sultan Al Jaber, nýskipaður forseti COP28, á sæti í heiðursráði Arctic Circle • Ólafur Ragnar skilur gagnrýni umhverfisverndarsinna en Sultan þekki vel til hreinnar orku og umhverfismála Meira
Séra Arnaldur Arnold Bárðarson ráðinn til þjónustu í Austfjarðaprestakalli Meira
Það skiptast oft á skin og skúrir á stórmótum í handbolta og heimsmeistaramót karla í Svíþjóð og Póllandi var engin undantekning fyrir íslenska liðið. Miklar væntingar voru gerðar til liðsins og íslenskir áhorfendur flykktust út til Svíþjóðar til að sýna stuðning sinn í verki Meira
Ný skýjalausn frá Taktikal fyrir rafrænar þinglýsingar • Byltingarkennd fyrir þær sakir að aðilar í nýsköpun eru ekki lengur háðir gamla þinglýsingarferlinu Meira
Skýrsla yfirmanns Bundeswehr varpar ljósi á slæma stöðu þýska heraflans eftir áratuga sveltistefnu stjórnmálamanna • Einungis um 130 Leopard 2-drekar af þeim rúmlega 300 sem Þjóðverjar eiga virka Meira
Mótorhjóla- og góðgerðarsamtök Frímúrara á Íslandi, MGFÍ, afhentu nýverið Samhjálp 250.000 krónur að gjöf og var það afrakstur fjáröflunar félagsmanna á liðnu ári. „Við söfnum annars aðallega fyrir ekkjur frímúrara og börn þeirra,“ segir Georg Ragnarsson, stofnandi og forseti MGFÍ Meira