Ýmis aukablöð Föstudagur, 26. maí 2023

Einhleypa foréttindakonan í garðinum

Það er alltaf verið að segja okkur mannfólkinu að við eigum að horfa meira inn á við. Innri friður er víst eitthvað sem fólk á að öðlast ef það vill fanga hamingjuna. Það að ætlast til þess að fólk nái því einhvern tímann á lífsleiðinni er kannski fullbratt Meira

Bjargey Ingólfsdóttir elskar falleg blóm.

Slakar á í pottinum meðan betri helmingurinn grillar

Bjargey Ingólfsdóttir, fyrirlesari og fararstjóri, er mikill fagurkeri og elskar að dúlla við garðinn sinn. Sumarblómin eru ómissandi í garði Bjargeyjar en nýjasta fjárfestingin er rennihurð sem bætir aðgengi út í garð. Meira

Garðurinn algjör griðastaður

Fyrir tíu árum flutti Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikkona ásamt fjölskyldu sinni í sjarmerandi hús í Þingholtunum. Húsið hafði staðið tómt um árabil og þurfti á mikilli ást og umhyggju að halda. En það var ekki bara húsið sem kallaði á fjölskylduna heldur einnig garðurinn. Meira

Garður þriggja kynslóða

Þegar Kristín Helga Schiöth sinnir garðinum á æskuheimili sínu á Akureyri hugsar hún um móður sína sem lést fyrir nokkrum árum. Nú búa þrjár kynslóðir undir sama þaki og hjálpast að við að halda arfleifð móður Kristínar Helgu á lofti. Meira

Aðaldvalarsvæðið er sólríkt og skjólsælt.

Úr fatahönnun í garðahönnun

Auður Svanhvít Sigurðardóttir garðahönnuður hefur alltaf haft mikinn áhuga á blómum og gróðri og að sinna eigin garði. Þegar börnin uxu úr grasi ákvað hún að skella sér í nám í umhverfisskipulagi. Í dag vinnur hún við hjálpa fólki við að að fá meira út úr görðunum sínum. Meira

Smíðar pallahúsgögnin sjálf

Hjónin Agnes Þorleifsdóttir smíðakennari og Guðmundur Halldórsson matreiðslumeistari hafa nostrað við pallinn sinn síðastliðinn áratug. Á meðan Agnes sér um að smíða húsgögnin á pallinn sér Guðmundur um stærri verkin og að grilla ofan í fjölskylduna. Meira

Egill að taka niður furuna sem var orðin svo há að hún tók af útsýninu hjá nágrönnunum. Eftir að þessi furutré voru tekin niður þá kom í ljós fallegt holtagrjót sem var týnt undir trjánum og auðvelt að gera fallegt blómabeð.

„Garðurinn okkar er eins og ást okkar til hvors annars“

Hjónin Ása Björk Sigurðardóttir og Egill Þór Ragnarsson eiga svo fallegan garð að fólk gerir sér sérstaka ferð til að skoða hann. Garðræktin er mikið áhugamál þeirra hjóna og segir Ása Björk garðræktina vera samvinnu. Meira

Langaði í garð í fjölbýli

Kristján Andri Jóhannsson er með fjölbreyttan gróður á svölunum heima hjá sér í Helgafellshverfinu í Mosfellsbæ. Hann segir vel hægt að eiga garð í fjölbýlishúsi en í garðinum sínum reynir hann að kalla fram villta náttúrustemningu. Meira

Sirrý Arnardóttir hefur unun af því að rækta garðinn sinn.

Ræktunaráhuginn gerði Sirrý að súrefnisfíkli

Sirrý Arnardóttir er flestum landsmönnum kunn enda á hún að baki 30 ára farsælan feril sem fjölmiðlakona. Henni er þó margt fleira til lista lagt, eins og garðrækt. Hún býður upp á kaffi í sólstofunni sinni þar sem blaðamaður sest niður umvafinn blómum, salati og kryddjurtum. Meira

„Ég á erfitt með að hemja mig“

Steingrímur Þórhallsson, organisti í Neskirkju, er sveitastrákur inn við beinið. Þegar hann er ekki með hugann við tónlistina er hann með nefið ofan í moldinni eða inni í gróðurhúsi. Steingrímur er stórtækur í matjurtaræktun auk þess sem hann ræktar blóm. Meira

Auður og keisaraösp á ræktunarreit þeirra fyrir norðan.

Stunda afslappaða garðrækt

Hjónin Auður Ingimarsdóttir og Ólafur Jónsson eiga skjólgóðan garð í Breiðholti. Þegar þau keyptu húsið var fjöldi aspa í garðinum og hann skuggsæll. Í dag er garðurinn litskrúðugur allt sumarið og hafa hjónin verið dugleg að prófa sig áfram í ræktun. Meira

Blómin krydda tilveruna

Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur vill lita umhverfið með blómum. Hún er hrifin af blómum af öllum gerðum og stærðum en þessa stundina er hún sérstaklega með hugann við fjölærar plöntur og er að prófa sig áfram með slíkar plöntur við sumarbústaðinn sinn. Meira

Sólveig sinnir vorverkunum.

Villisveitagarður í Svarfaðardal

Í Jörfatúni í Svarfaðardal búa hjónin Sólveig Lilja Sigurðardóttir og Friðrik Arnarson. Hjónin tóku fyrstu skóflustunguna að húsinu árið 2002 og fluttu inn tveimur árum síðar. Garðurinn í kring fór smám saman að taka á sig mynd og er hann sameiginlegt verk þeirra hjóna auk þess sem börnin þeirra fjögur hafa tekið virkan þátt í garðverkunum. Meira