Fréttir Mánudagur, 29. apríl 2024

Halla Hrund tekur forystu í könnun

Nokkuð saxast á fylgi Katrínar en flestir spá henni þó sigri Meira

Göngufólk Á góðri stundu í Geldinganesi í Reykjavík í gærmorgun.

Rigning í kortunum nú um miðja vikuna

Vorið er komið og víðast hvar um land var hið besta veður um helgina. Vel viðraði til garðvinnu og bústarfa í sveitum. Í borginni fóru líka margir í gönguferðir. Vænta má þess að margir nýti sér aðstæður allra næstu daga til útiveru því veður mun… Meira

Innviðir Samstaða ríkir um gjaldið.

Innviðagjald skili 30 milljörðum

Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir gríðarlega fólksfjölgun kalla á innviðagjald • Kostnaður við innviðauppbyggingu næstu tíu ára hátt í 60 milljarðar • Finnur fyrir mikilli eftirspurn eftir húsnæði á svæðinu Meira

Mikil fiskgengd er víða á grunnslóð

Sjómenn víða um land eru nú að gera báta sína klára fyrir strandveiðar. Aðstæðum og hefðum samkvæmt róa margir úr höfnum á vestanverðu landinu og sérstaklega eru umsvifin mikil á Snæfellsnesi. Úr höfnum þar eru gerðir út tugir bátar, það er á Arnarstapa, á Rifi og í Ólafsvík Meira

Miklar fylgissveiflur forsetaefna

Halla Hrund á miklum spretti • Velflestir aðrir frambjóðendur dala • Katrín missir mest til Höllu • Vafamál að fylgisminni frambjóðendur reisi sig • Töluverður munur á könnunum og vikmörk mikil Meira

Útgjöld Þingmaður segir greiðslur stofnananna umhugsunarverðar.

Níu milljónir til erlendra miðla

Mennta- og barnamálaráðuneytið og undirstofnanir þess vörðu rúmlega níu milljónum króna í birtingu og gerð auglýsinga fyrir erlenda miðla árin 2022 og 2023. Þetta kemur fram í svörum ráðherra við fyrirspurn Berglindar Óskar Guðmundsdóttur þingmanns Sjálfstæðisflokksins Meira

Fljótsdalur Nýbyggingin góða sem senn verður tekin í gagnið.

Reisa þjónustuhús við Hengifoss

Þjónustuhús við bílastæðin nærri Hengifossi í Fljótsdal verður tekið í notkun í næsta mánuði. Þetta er 170 fermetra hús, þar sem meðal annars verða salarkynni til að taka á móti gestum sem og ágæt salernisaðstaða Meira

Aðgerðir Björgunarsveitir af öllu landinu hafa komið að verkefnum í Grindavík síðustu misserin jafnhliða fjölmörgu öðru sem sinna þarf.

Hlutverk björgunarsveita verði endurskoðað

Grindavíkurverkefni reyna á, segir formaður Landsbjargar Meira

Þjóðþrifamál Plokkað við höfnina á Ísafirði í góða veðrinu í gærdag.

Plokkað var um Ísland allt í gær

Þúsundir fólks víða um land tóku til óspilltra málanna og hreinsuðu rusl á stóra plokkdeginum, sem nú var haldinn í sjöunda sinn. Segja má að landið allt hafi verið undir; í flestum stærri bæjum landsins var lausadrasl á víðavangi hreinsað upp og… Meira

Ljós Jólakötturinn setur svip sinn á Lækjartorg á aðventunni ár hvert.

Vilja færa Grindvíkingum gjöf

Nágrannasveitarfélög stefna á að gefa Grindvíkingum gjöf í formi ljóslistaverks Meira

Formaður Leiðir og möguleikar til að koma til móts við fólk með aðstoð og stuðningi eru miklu betri en áður, segir Steinunn Bergmann.

Stétt sem gert hefur samfélagið betra

„Viðhorf hafa breyst og nú má ræða um félagsleg vandamál og hvað betur megi fara í velferðarmálum. Slíkt hefur svo skapað jarðveg fyrir breytingar. Úrræðin sem bjóðast í dag eru mun fleiri en áður og lausnirnar sömuleiðis Meira

Árbæjarlaug Kortið á m.a. að vera hægt að nýta í sundlaugum og á söfnum, á ylströndinni í Nauthólsvík og í fjölskyldu- og húsdýragarðinum.

Geti fengið rafræn borgarkort í síma

Mannlaus sólarhringsopnun bókasafna til skoðunar   Meira

Grenndarstöð Móttaka á textíl bætist við þá flokka sem fyrir hafa verið á grenndarstöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Kaupa þarf um 100 nýja gáma.

Kaupa 100 nýja grenndargáma til að safna textíl

Fjárfest fyrir 33 milljónir vegna innleiðingar • 2.100 tonn falla til í ár Meira

Sádi-Arabía Utanríkisráðherra Bandaríkjanna leggur áherslu á vopnahlé og að forðast útbreiðslu átaka á meðan ótti við innrás Ísraela í Rafah eykst.

Vopnahlésviðræður settar á oddinn

Áhersla á að hefta útbreiðslu átaka • Forseti Palestínu segir Banda­rík­in geta komið í veg fyrir innrás í Rafah • Hamas-samtökin með tillögur Ísraela til skoðunar • Vísbendingar um árangur í viðræðum Meira

Vinsældir Mikið er horft á útsendingar frá Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu. Ekki er þó víst að allir geri það eftir löglegum leiðum í dag.

Ótrúleg útbreiðsla á ólöglegu sjónvarpi

Notkun á ólöglegri sjónvarpsþjónustu er stærsta ógnin sem íslenskt áskriftarsjónvarp býr við og kann að hafa áhrif á kaup á sjónvarpsréttindum og framleiðslu innlends efnis á næstu árum. Talið er að tugþúsundir Íslendinga notist við svokallaðar… Meira

Harmonikkuleikari Hrund Hlöðversdóttir skólastjóri býður upp á viðburðinn Sögulok í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit næstkomandi laugardag.

Kveður sveitina með útgáfuhófi og tónleikum

„Ég tók þá ákvörðun um síðustu áramót að hætta sem skólastjóri eftir 12 farsæl ár við Hrafnagilsskóla og flytja úr Eyjafjarðarsveit,“ segir Hrund Hlöðversdóttir sem býður upp á viðburðinn Sögulok í Laugarborg, félagsheimili í Hrafnagilshverfi i Eyjafjarðarsveit Meira