Fréttir Mánudagur, 17. júní 2024

Forsætisráðherra Bjarni tekur þátt í 17. júní-hátíðarhöldunum í dag.

Dómsalur gæti nýst ríkisstjórn

Svo gæti farið að ríkisstjórn Íslands fengi fundaraðstöðu í gamla hæstaréttarhúsinu við Lindargötu í Reykjavík. Er þetta meðal þess sem fram kemur hjá Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í viðtali við Morgunblaðið en að undanförnu hafa framkvæmdir staðið yfir í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu Meira

Páll Einarsson

Skjálftavirknin hefur tífaldast

Skjálftavirkni í Hofsjökli hefur tífaldast á aðeins nokkrum árum. Ljóst þykir að megineldstöðin, ein sú tilkomumesta á landinu, er að vakna til lífsins. Hvað það þýðir er þó alls óvíst, enda hefur ekki gosið þar frá landnámi og jafnvel aðeins fimm sinnum á síðustu tíu þúsund árum Meira

Rútuvelta Rúta valt í Öxnadal á föstudaginn með 22 ferðamenn.

Fjölskyldur, ungir og aldraðir í rútunni sem valt

Sendiherra Tékklands var fyrir tilviljun staddur á Íslandi Meira

Breki Karlsson

Leggjast gegn breytingu

Þær lausnir sem hugnast bönkunum varðandi greiðslumiðlun á Íslandi þurfa ekki endilega að vera þær sem gagnast hagsmunum almennings, segir meðal annars í umsögn Neytendasamtakanna vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um Seðlabanka Íslands Meira

Bruni í Kringlunni Slökkviliðsmenn voru fljótt mættir á vettvang og unnu fram á nótt við slökkva eldinn í þaki Kringlunnar á laugardaginn. Líklega tíu verslanir urðu fyrir altjóni vegna vatns- og reykskemmda í kjölfar brunans. Farið verður í allsherjarendurbætur, hugsanlega með breyttri ásýnd.

„Hefði getað farið verr“

Stefna að opnun Kringlunnar á morgun • Mun reyna á tryggingar verslana og húsnæðis • Fara í endurbætur næstu 2-3 mánuði • Ný ásýnd og útlit hugsanleg Meira

Stuðningsmenn Grindvíkingar eru duglegir að hittast á íþróttaleikjum.

Sýna myndlist barna úr Grindavík

Myndlistarsýning um upplifun barna Grindavíkur opnuð í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins • Sjóarinn síkáti verður á Grandanum • Kararóður og flekahlaup meðal atriða í Reykjavík Meira

Hjólið fer senn að snúast

Parísarhjólið, sem verið hefur í undirbúningi í nokkra mánuði, hefur verið reist á Miðbakka í Reykjavík og búist er við að það verði snúið í gang mjög bráðlega. Þó liggur ekki enn fyrir hvenær nákvæmlega hjólið verði opnað almenningi Meira

Sól Bjart veður gæti orðið víða í hátíðahöldunum í dag.

Bjart og þurrt á 17. júní

Veðurspáin frá Veðurstofu Íslands sýnir að í dag, á þjóðhátíðardegi Íslendinga, verði yfirleitt þurrt og bjart á Norður- og Austurlandi og fremur hæg breytileg átt á landinu öllu, eða um 0-5 metrar á sekúndu Meira

Enn bætt við gjaldsvæðum

Reykjavíkurborg hyggst stækka gjaldsvæði bílastæða • Ekki komin dagsetning l   Markmiðið sé ekki fjárhagslegur ávinningur heldur að bílastæðin séu vel nýtt Meira

Stika til Vigdísar

Landvarðafélag Íslands veitti nú um helgina Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, viðurkenningu sína sem er Gyllta stikan. Sú var nú veitt í fyrsta sinn og er ætluð því fólki sem hefur átt einstakt framlag á sviði náttúruverndar,… Meira

Samtaka Dalakrakkar tóku fyrstu skóflustungur að íþróttahöll.

Reisa íþróttamiðstöð í Búðardal

Íþróttahús og útisundlaug • Verkefni upp á 1,2 ma. kr. • Mikil eftirvænting Meira

Brautskráning Rektor afhendir kandídat hér skírteini sitt.

Sundrung spilli ekki þroskabraut

„Tækniframfarir geta orðið svo hraðar að okkur svimar við tilhugsunina. Fjarri fer þó að tækniframförum fylgi sjálfkrafa aukinn siðferðisþroski. Við sem vijum helga líf okkar leit að þekkingu, skilningi og frelsi treystum því að stríð og… Meira

Lindargata Gamla hæstaréttarhúsið er sambyggt Arnarhvoli.

Gamall dómsalur stendur til boða

Ríkisstjórnin hefur að undanförnu fundað í húsakynnum í Skuggasundi þar sem umhverfisráðuneytið var áður til húsa. Unnið er að endurbótum í Ráðherrabústaðnum, hinum hefðbundna fundarstað ríkisstjórnar Íslands Meira

Í Stjórnarráðinu Bjarni Benediktsson segir hátíðahöldin ná hápunkti í dag venju samkvæmt.

Lýðveldið grunnur að lífskjarasókn

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir rétt að Íslendingar haldi með myndarlegum hætti upp á tímamót eins og lýðveldisafmælið • Hugsum með hlýhug til þeirra sem börðust fyrir fullveldinu Meira

Kreddutrúin varhugaverð – Almenningur hefur áhrif – Skilyrðin eru áfram góð

Frjálst land og sjálfstætt. En hvernig hefur tekist að nýta tækifærin sem stofnun lýðveldis 17. júní 1944 færði Íslendingum? Staðan er á margan hátt góð og þá er mikilvægt að horfa á málin í stóru samhengi og styrkja stöðu Íslands gagnvart öðrum ríkjum, því enginn er eyland. Þá þarf almenningur að finna að rödd sín skipti máli, segir landsbyggðarfólk sem Morgunblaðið ræddi við. Meira

Hrafnseyri Reisulegar byggingar.

Lilja ræðumaður á Hrafnseyri í dag

Íslenska tungu þarf að vernda en um leið sækja fram, segir Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Hún flytur aðalræðuna á Hrafnseyrarhátíð sem venju samkvæmt er í dag, 17. júní, og segist þar munu ræða um íslenskuna Meira

Fjölskyldusamkoma Notaleg stund á samkomusvæði á Valhallarreit og að sjálfsögðu var íslenski fáninn ekki langt undan. Ung stúlka virðist horfa beint í linsu ljósmyndarans.

Hátíð á helgum stað

Upptaktur þjóðhátíðar og 80 ára afmælis íslenska lýðveldisins var á Þingvöllum í gær þar sem var fjölbreytt dagskrá. Sú hófst nokkru fyrir hádegi með sögugöngu frá Hakinu og niður Almannagjá, þar sem Guðni Th Meira

Friðvænlegt? Selenskí Úkraínuforseti á þinginu í Sviss í gær. Hann segir Úkraínumenn ganga til friðarviðræðna við Rússa kalli þeir her sinn heim.

Fundahöld um frið í Úkraínu

Selenskí ávarpaði friðarþing í Sviss • Stuðningur Vesturlanda hvergi dvínað frá upphafi væringanna • Átökin beri að stöðva með öllum ráðum • Fulltrúum Rússa ekki boðið og Kínverjar mættu ekki Meira

St. Pauli Maðurinn lét til skarar skríða við Reeperbahn í St. Pauli.

Skutu mann vopnaðan öxi

Lögreglumenn á götuvakt í Hamborg í Þýskalandi sáu sitt óvænna í gær þegar maður réðst að þeim vopnaður öxi skammt frá upphitunarsvæði stuðningsmanna hollenska landsliðsins í knattspyrnu sem þar drukku í sig andagift fyrir viðureign liðsins við Pólland Meira

Hofsjökull Myndarleg askja er undir jöklinum eins og Páll orðar það.

Ein latasta eldstöðin vaknar til lífsins

Skjálftavirkni í Hofsjökli hefur tífaldast á aðeins nokkrum árum. Ljóst þykir að megineldstöðin, ein sú tilkomumesta á landinu, er að vakna til lífsins. Hvað það þýðir er þó alls óvíst, enda hefur ekki gosið þar frá landnámi og jafnvel aðeins fimm sinnum á síðustu tíu þúsund árum Meira

Sveitin Anna María unir sér hvergi betur en í bústaðnum í Biskupstungum þar sem hún var í sveit hjá ömmu sinni.

Jafnaldri lýðveldisins ræktar garðinn sinn

„Þú ætlar þó ekki að eignast krakka á þessum degi!” Meira