Sunnudagsblað Laugardagur, 8. júní 2024

Bera saman hlýnun jarðar og fótbolta

Vera Hjördís fer með hlutverk í óperunni Skjóta sem verður sýnd í Ásmundarsal frá 7. til 15. júní. Meira

Hvað snýr upp, hvað snýr niður?

Aðrir stóðu augljóslega í þeirri meiningu að þeir væru að bjóða sig fram til embættis helsta friðarstillis í heiminum. Meira

Á þriðja hundrað manns tróðu sér inn á baklóð við Klapparstíginn á sunnudag til þess að hylla Höllu Tómasdóttur nýkjörinn forseta og fjölskyldu hennar, Björn Skúlason forsetamaka og börn þeirra tvö, Auði Ínu og Tómas Bjart.

Nýr forseti kjörinn

Kjördagur rann upp, ekki mjög bjartur og fagur, en landsmenn fjölmenntu samt á kjörstað, enda aldrei meira úrval frambjóðenda, svo allir gátu fundið eitthvað við sitt hæfi. 266.935 voru á kjörskrá. Svipuð kjörsókn var í utankjörfundaratkvæðagreiðslu og árið 2016, en ívið minni en árið 2020 Meira

Sterkir skólar – sterkir einstaklingar

Vel menntaðir skapandi einstaklingar eru líklegri til að finna nýjar lausnir í samfélagi þar sem nýsköpun er lykill að efnahagslegri velferð. Meira

Sigurður Sævar á vinnustofunni við Háaleitisbraut.

Stefnir á evrópskan listamarkað

Sigurður Sævar Magnúsarson hefur notið mikilla vinsælda á myndlistarmarkaðnum á Íslandi síðustu ár. Í fyrra lauk hann námi frá Konunglegu hollensku listaakademíunni í den Haag. Nú stefnir hann á landvinninga í Evrópu. Meira

Sjötugur Daði er sáttur og hamingjusamur.

Myndlistin og hið andlega

Daði Guðbjörnsson sýnir verk sín í Gallerí Fold og á Mokka þar sem hann hefur verið fastagestur í áratugi. Hann er orðinn sjötugur og sáttur við Guð og menn. Hann segir yfirvegun einkenna verk sín í meira mæli en á yngri árum. Meira

Reksturinn á dagblaðinu <strong><em>Washington Post</em></strong> er í kröggum og um liðna helgi urðu breytingaráform til þess að ritstjóri blaðsins lét af störfum.

„Fólk les ekki efnið ykkar“

Brotthvarf ritstjóra Washington Post hefur valdið usla. Framkvæmdastjórinn segir lífsnauðsyn að snúa rekstrinum við og segist hættur að reyna að fegra stöðuna: „Fólk les ekki efnið ykkar.“ Meira

&bdquo;Mér finnst góð tilbreyting að koma til Íslands og vinna sem héraðslæknir úti á landi í friðsældinni,&ldquo; segir Arnar.

Hugsjónin um að lækna heilann

Arnar Ástráðsson dreymdi um að lækna systur sína, sem var fötluð, og ákvað að leggja fyrir sig heila- og taugaskurðlækningar. Auk læknisstarfa vinnur hann að rannsóknum á lækningu við parkinsonsveiki. Rannsóknir á mönnum munu hefjast í Boston í ár. Arnar býst við að innan fimm ára verði hægt að bjóða íslenskum sjúklingum upp á þessa meðferð. Meira

Michel Platini fyrirliði Frakka lyftir Evrópubikarnum sumarið 1984.

Gemmér E, gemmér M!

Evrópumót karla í knattspyrnu hefst í Þýskalandi á föstudaginn. Af því tilefni er við hæfi að stíga um borð í Tímavélina og rifja upp þrjú gömul mót. Við erum að tala um mótið á Spáni 1964, í Frakklandi 1984 og í Portúgal 2004. Við sögu koma menn á borð við Spartakus, Marcelino, Michel Platini, Luis Arconada, Cristiano Ronaldo og Angelos Charisteas. Meira

Domhnall Gleeson stillir sér upp með aðdáendum sínum í Ontario, Kanada, á dögunum.

Haltu mér, slepptu mér – aftur

Langi ykkur að fræðast um eðli haltu mér, slepptu mér-sambanda er upplagt að spyrja írska leikarann Domhnall Gleeson en hann er í aðalhlutverki í tveimur sjónvarpsmyndaflokkum sem hverfast um slík samskipti fólks. Meira

Ég er eins og gömul kona!

Þrátt fyrir að hafa glímt við mikil veikindi undanfarin ár er hugur í bandarísku poppsöngkonunni Halsey sem vonast til að komast á beinu brautina heilsufarslega á næstu tveimur árum. Þrátt fyrir heilsubrestinn situr hún ekki auðum höndum og von er á nýrri breiðskífu. Meira

&bdquo;Ég vil að myndirnar komi mér á óvart,&ldquo; segir Davíð.

Hugmyndir um útsýni

Davíð Örn Halldórsson myndlistarmaður býr í Stuttgart í Þýskalandi. Sviptingar fyrir utan glugga á vinnustofu hans rötuðu í verk sem nú eru til sýnis í Þulu í Marshallhúsinu.   Meira

Grasflatirnar veglegu við Bessastaði kæmu að góðum notum fyrir Beckham forseta.

Seljum Beckham Bessastaði

Þá myndu leiðtogar stríðandi fylkinga á heimsvísu ekki láta bjóða sér það tvisvar þegar Beckham forseti boðaði til friðarviðræðna á Bessastöðum. Meira

Sumar heima í sófa

Þó svo að landsmenn megi svekkja sig á gulum viðvörunum og snjókomu í júní er þetta tilvalið veður til þess að eyða sumarfríinu í notalegheitum. Meira

Sigríður Björg Tómasdóttir er almannatengill Kópavogsbæjar.

Fagurbókmenntir og spennusögur

Blómadalur eftir Niviaq Korneliussen heillaði mig mjög. Innri og ytri átök söguhetjunnar við sjálfa sig og aðra veita innsýn í grænlenska menningu sem er mjög áhugaverð. Dramatísk bók en ég brosti þó út í annað þegar sagan barst til Danmerkur og… Meira

Lagið jafn stórt og tilfinningar sautján ára Unu Torfa

„Ég er mjög gjörn á að tala af mér. Þegar ég er skotin í einhverjum finn ég mig oftast knúna til að halda mjög langar ræður um það. Lagið varð til þegar ég var 17 ára og að upplifa þessar stóru tilfinningar í fyrsta skipti Meira

Þessi mynd var tekin fyrir allmörgum árum af Pálma V. Jónssyni lækni ásamt starfsfólki Landspítalans. Pálmi vill að fólk leggi sig fram við að eiga góð elliár.

Öldrun góða, reiða fólksins

Þversögnin í sálarlífi þessa fólks er að þótt það spari ekki stóru orðin þá þolir það ekkert verr en gagnrýni sem beinist að því sjálfu. Meira

Max Cavalera stofnaði Sepultura fyrir 40 árum en réri síðar á önnur mið.

Vill ekki eiga farsíma

Max gamli Cavalera er forn í hugsun og gefur ekki mikið fyrir tæknina. Meira

Myndin er frá Kína, svo að líklega er þetta ekki Vopnafjarðarmjaldurinn.

Mjaldur í Vopnafirði

Í byrjun sumars 1964 var í Morgunblaðinu hermt af hvítum hval, sem sást innst í Vopnafirði. Ekki var talinn nokkur vafi á því, að þar hefði mjaldur verið á ferðinni, enda höfðu menn gott tækifæri til að skoða hann fyrsta kvöldið sem hann lét sjá sig Meira

Alfreð litli við lækninn: „Segðu mér læknir, hefur þetta lyf miklar…

Alfreð litli við lækninn: „Segðu mér læknir, hefur þetta lyf miklar aukaverkanir?“ Læknirinn brosir út í annað og svarar: „Já, því miður, lyfið getur nánast alltaf haft þau áhrif að viðkomandi getur mætt í skólann daginn… Meira